Lögberg - 15.03.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.03.1923, Blaðsíða 6
BIs. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN MARCH 15. 1923. Barónsfrú Mainau. Eftir E. Marlitt. “Jæja, J>eir geta allir risið upp úr gröfum sínum með góðu trausti”, sagði hann háðslega. “Dramb ættarinnar, sem er alþekt, lifir ennþá og kemur alveg hiklaust í ljós og það væri þeim nokkur huggun, þó að fjárhirzlan sé tóm, sem þú mintist á fyrir skemstu.” Hún þagði og gekk hægt og tígulega út um dymar. Hann opnaði hurðina og hneigði sig djúpt um leið, en þó hálf háðslega. par sem hann gekk við hlið hennar nú, var hann alt öðru vísi en hann hafði verið, er hann leiddi hana að altarinu í Rudisdorf, léttúðarlega, eins og hann gengi til borðs með henni. Hann var annar mað- ur en hann hafði verið í skógargildinu, þegar hann brosandi af sigurfögnuði horfði á eftir her- togaekkjunni. Á þessu augnabliki átti hann í sama stríði við sjálfan sig og unga konan hafði átt í fyrir stuttri stundu. pað var augsýnilegt að hann var hálfkvíðafullur út af spori því er hartn hafði stigið vegna loforða greifafrúarinn- ar af Trachenberg — hún hafði lofa-ð honum konu, sem hann gæti “vafið um fingur sinn.” Ennþá var tími tiil að hætta. Hans kirkja hafði enn ekki talað orðin, sem aldrei leyfa skiln- að. — Alt í einu þagnaði hljóðið frá skrjáfandi silkiskikkjunni, og hin unga kona hikaði við að halda áfram; ihún lyfti upp hendinni sem hvíldi á handlegg hans. Hann varð að nema staðar og hann leit undrandi á hana. Elf til vill grunaði hann, hvað henni bjó í huga, er hann hafði einu sinni rent augum yfir hið náföla andlit hennar. Með þessu sama háðslega brosi, sem sýndi hvaö num bjó í huga, greip hann hönd hennar, þrýsti hana rétt sem snöggvast, og svo gengu bæði gegnum fólkshópinn, sem stóð f.vrir framan kirkjudyrnar. Ásetningur hanw «tóð stöðug’'’- þrátt fyrir alt; og hún gekk með honum, en ekki sem fómarlaimb, er verður að lúta forlögunum. Sjálf amma hennar, prinsessan drambilega í myndasafni ættarinnar, hefði ekki getað fundið neitt að því, hvernig sonardóttir hennar bar sig til. Og yfir andliti hennar hvildi einhver órann- sakanleg ró, sem útilokaði allan grun um það, hversu ákaft hjarta hennar barðist. Athöfnm öll var gerð viðhafnarleg með Ijómandi svikagyllingu. Umhverfis altarið og á þvi var silfurskraut svo mikið að Líana hafði aldrei fyr séð slíkt, jafnvel ekki í Rudisdorf á mestu velgengnisárunum; mörg hundruð ljós lýstu frá daufgljáandi ljósahjáimunum, og gull- apaldarair, sem gamli fauskurinn hafði neitað að láta prýða höllina með, áður en unga frúin kom, köstuðu hér skuggum sínufn og sendu frá sér ilm til heiðurs hinni helgu athöfn. pað var heill skógur af fögrum blómskrýddum trjám. Mollulegur ilmreykur lá uppi undir hvolfþakin . sem gullnu geislar kvöldsólarinnar, sem skinu gegnum gluggana, sindruðu í honum ásamt daufu geislunum frá ljósunum. Líana sá höfuð margra, sem viðstaddir voru, eins og í þoku og á einum stað sá hún rauðleitap silkidúk, sem hendur hirð- dróttsetans hvíldu á; hún sá hinn skínandi skrautlega hökul prestsins fyrir altarinu. Prest- urinn stóð við altarið, hár og stranglegur. Hún hræddist hann. en hún gekk upp að altarinu; það var sem rafmagnsneistar hrykkju frá aug- liti þessa manns; undarlega djúpt og rannsakandi augnatillit gróf sig inn í augu hennar, og þegar hún leit undan hófust augun þegjandi upp á við. Rödd prestsins hljómaði mjúk og skær yfir höfði hennar. Hann talaði um ást og hlýðni, sem aldrei skyldi bregðast að eilífu — hvílík frekja. fburð- arlausu orðin, sem presturinn í Rudisdorf hafði tailað, höfðu ekki valdið henni slíkum hjart- slætti sem þessi. pessi mælska, svo full af eld- móði, varpaði villuljósi yfir lygina og óvirðing- una, sem þessi hjúskapur var grundvallaður á. Hvert orð stakk eins og oddhvass hnífur. Unga konan skalf frammi fyrir þessum manni, sem aldrei tók augun af henni, og án þess að vita hvers vegna hún gerði það, tók hún í slæðuna sem hékk níður bakið á henni, og vafði henni um brjóstið á sér og handleggina. Og loksins fór þessum degi, sem var örlaga- fyilsti og þungbærasti dagurinn, sem hún hafði lifað, að halla; loksins kom augnablikið, sem hún þráði svo mjög, er hún gat lokað hurðinni að herbergjum sínum, sem aðskildu hana og alla a$ra íbúa hallarinnar. Hún lét stúlkuna, sem béið eftir henni, fara og færði sig sjálf úr brúð- arskrautinu, svo fór hún í hvítan húskufl. Hún gat ekki lagst til hvíldar strax; hún varð að horfa á og snerta einhvem hlut, sem hún hafði kpmið með sér að heiman; henni fanst hún vera svo einmana í þessu ókunna húsi og kveljast svo af heimþrá. Hún opnaði í flýti ferðaskrín, sem eftir ósk hennar hafði verið sett inn til hennar. Efst í því lá bók með latneskum ritgerðum, sem hún hafði ritað með sinni eigin hendi. Hún hrökk saman og leit á myndina, sem hékk á vegnum á móti henni — það var máluð mynd af honum — þessum fríða manni með dularfulla andlitið, sem stöðugt breytti svip, sem stundum var hlýlegt og svo á næsta augnabliki hörkulega kuldalegt, stunduim ijómandi af mildi og svo á næsta augnabliki fult af bitrasta háði. pað fór hrollur um hana af að hugsa um þessar mót- setningar. Hún lagði blöðin saman aftur. Jafn- vel myndin mátti ekki sjá verk handar hennar Greifafrú Trachenberg hafði sagt, að Mainau mundi venja hana af þessum lærdómskenjum. Við kvöldverðarborðið hafði hann tekið þátt í um- ræðum um kvenfredsi og hafði sagt, að hann vissi ekki hvorri hann ætti að álasta meira, konunni, sem af hégómagimi^og vegna skemtanlöngunar væri böraunum sínum slæm móðir, eða henni, sem ræki þau út, til þess að geta setið í næði við að iðka skáldskap eða rita af lærdómi um eitt eða annað efni. petta hafði hann sagt með mesta fyrirlitningarsvip. f hans augum var blekblett- ur á konuhendi viðbjóðslegri en ljótt hörunds- lýti. Hún gekk að skrifborðinu, til þess að leggja þar til geymslu sína andlegu vinnu. Borðið var úr rósviði og mjög haglega gjört. Hvað mundi hún hafa hugsað, sem átti hina “flögrandi sál”, er hún sat við ‘þetta borð? pað var þakið með ýmiskonar dóti og samsafni af hlutum, sem báru vott um léttúðarfullan, næstum hneykslanlegan hugsunarhátt. Hveraig hafði þetta getað sam- rýmst hinni ströngu guðrækni? — Líana dró út skúffu — hún var barmafull af peningum, sem voru vafðir saman í pappírssívalninga. pað var auðséð að þetta voru vasapeningarnir, sem sam- kvæmt samningnum áttu að leggjast henni til. Hún ýtti skúffunni inni aftur, eins og hún væri hrædd, og snéri lyklinum •— peningarnir vnru grafnir. pessi fundur og þunga, ilmþrungna loftið í herberginu knúðu hana til þess að leita til glerhurðarinnar í hliðarherberginu. H)ún hafði ekki tekið eftir því meðan tjald- ið var dregið niður, að tunglið var fult. Henni varð hverft við. Schönwerth lá á milli fjalla, sem að nokkru leyti voru þökt fegursta skógi, og var sérkennilega fagurt. Fjöllin voru tindótt og stóðu likt og ógnandi drekatennur, sem varðveita dýrgripi. Hún gekk^út undir þak, söm hvíldi á súlum. En hve mótsetningin milli nýtízku hús- búnaðarins inni fyrir og þessara eldgömlu, sterku og fögru súlna fyrir utan var mikil! pað bærðist ekki hinn minsti vindiblær, en samt hlaut að vera einhver hreyfing í loftinu ofar, því hvað eftir annað heyrðist hljómur frá vindhörpunni,*' — þetta titrandi glerhljóð, sem smýgur gegnum merg og bein. En alt í ein, uvar þessi hátíðlega næturkyrð rofin af fótataki, sem færðist nær. Unga kon- an dró sig í hlé í skugganum á ibak við súlurn- ar. Litill drengur kom hlaupandi kringum riorð- iirhoraið á húsinu; það var Leó. Hann4 hafði morgunskó á berum fótunum, og buxunum, sem hann auðsjáanlega hafði snarast í í mesta f-lýti, hélt hann upp um sig með báðum höndum; hann var í hvítri náttskyrtu með kniplingum í háls- málinu, sem var opin að fram, og tunglið skein á mjallhvíta bera bringuna, sem var kraftaleg, eins og allur Iíkami drengsins. Hann leit í kringum sig og hljóp svo rakleiðis að stálvírs- girðingunni. Líana gekk hratt og hljóðlega á eftir honum og náði honum. “Hvað ertu að gera hér?” spurði hún um leið og hún þreif í hann og hélt honum föstum. Hann rak upp lágt hræðsluóp. “Æ, það er nýja mamman,” sagði hann og varð strax rólegri. “pú ætlar ekki að segja afa mínum frá þessu?" “Jú, ef þú ætlar að gera nokkuð ilt af þér. þá geri eg það.” “Nei, mamma”, sagði hann með sinni föstu þrálátu rödd og strauk hárið frá enninu. "Eg ætla bara að fara með fáeina mola af súkkulaði til hans Gabríels. Eg tók þá ekki; það er alveg satt, mamma. Rudiger lét þá á diskinn minn á borðinu. pegar eg fæ eitthvað gott, þá geymi ^g það æfinlega handa Gabríel. En ef eg læt það í vasa minn, þá er það horfið á morgnanna — ung- frú Berger er alt of mikið gefin fyrir sætindi, hún er símaulandi allan daginn; og svo tekur hún þau, óhræsið að tarna.” “Og hver er hún, þessi ungfrú Berger?” spurði Líana — kenslukonan hafði verið kynt henni strax eftir giftinguna, og henni hafði geðjast illa að henni. “Hún er að leika veðleik ínni í kenslusto*- unni, og eg þori ekki að koma þar inn,” sagði hann reiður. “Hún læsir hurðinni og svo gera þau gríðarlegan hávaða og drekka púns; eg finn lyktina af því í gegnum skráargatið. Mér hef- ir verið bannað að sjá Gabríel aftur í dag, aí' því að eg var óþægur, en eg má samt fara og bjóða honum góða nótt. Má eg það ekki, mamm >, má eg ekki?” sagði hann í þrákelknislegum rórn. Hann bað um þetta með öllum sínum ákafa, en um leið með þessu innilega trausti, sem er ó- brigðult merki þess, að móðir og bam eru náin hvort öðru. Hin unga kona fyltist af fagnandi undrun. Drengurinn, sem hafði þennan fasta þrályndissvip á andlitinu, beygði sig eins og af eigin vilja undir vald hennar. Rlökk sælu- tilfinning, sem var mild eins og mánaskinið reis upp í hennar döpru sál; hún lagði hendur um háls drengnum og kysti hann blíðlega. “Gefðu mér súkkulaðið, Leó, og eg skal fara með það til Gabríels,” sagði hún. “pú verður að fara í rúmið aftur.” — Hún rétti honum hend- ina — “Eg skal líka bjóða honum góða nótt fyr- ir þig. En segðu mér hvar eg á að finna hann.” Hann tók alt úr vasa sínum og lagði það í hinar mjúku hendur stjúpu sinnar. Hiún brosti •— Afi hans hefði víst ekki mátt sjá alt þetta súkkulaði. Hún hafði tekið eftir orðunum, sem hann hafði sagt um daginn um ávaxtaísinn, sem var fram borinn og hversu hann saknaði hans. “pú verður að fara fram hjá tjörninni þarna,” sagði drengurinn um leið og hann tíndi frarn súkkulaðismolana í hendur hennar. “En þú mátt ekki fara inn í húsið — afi hefir harð- bannað það, og ungfrú Berger segir, að norn með langar tennur eigi heima í húsinu. pað er vic- leysa. Eg er ekkert hræddur. Og ekki bítur nornin hann Gaibríel.” Líana dró saman náttskyrtuna á brjóstinu á honum og leiddi hann aftur inn í höllina. LJös- ið frá hengilampa með grænum glerhjálmi, sem hékk uppi undir loftinu, varpaði töfrabirtu yfir svefnherbergi drengsins. Enginn konungsson- ur hefði getað átt fallegra rúm, en þessi afkom- andi Mainau-ættarinnar. En hvaða gagn varð að þessum dýru silkitjöldum og þessum mjúku kodd- um og ábreiðum fyrir þetta vesalings ríka barn! Hann lá þama aleinn og eftirlitslaus, þótt yfir hvílunni væru englalíkneski úr bronsi, sem héJdu saman silkireflunum og breiddu gylta vængi yf- ir rúmið. Frá kenslustofunni kvað við hlátur og hringl í glösum. Líönu fanst sem að sál hinnar burtförau móður hlyti að svífa í þessum herbergjum og rita “mene tekel” á veggina í lkf a • .. 1 • jm« timbur, fialviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegu„dum, geirettur og ai.- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. --------------- Limited-------------- HENRY ÁVE. EAST - WINNIPEG n i Gleymið ekki i wnnn & Qn MQ U. 1 J. WUUU <x öU þegar þér þurfið t Nöj KOL Domestic og Steam kol frá öllum námum Þú fcerð það sem þú biður um. Gæði og Afgreiðslu Tali. N7308. Yard og Qffice: Ariington og Ross gremju sinni yfir bamfóstrunni og kenslukon- unni, er gleymdi svona algerlega skyldu sinni. “Mamma”, sagði drengurinn og strauk hend- inni fljótt og feimnislega um kinn hennar, “það er svo skemtilegt þegar þú kemur hingað.” Hún breiddi rúmfötin yfir hann. Ætlar þú nú að koma altaf?. Fyrri mamma mín kom aldrei að rúminu mínu. — Og er það svo alveg víst, að þú farir til Gabríels og gefir honum súkkulaðið?” Hún lofaði honum öllu, sem hann bað um. Hann lagði rólegur koddann á höfuðið, og eftjr fimm mánútur gaf andardráttur hans til kynna, að hann væri fallinn í fasta svefn. Unga konan gekk hljóðlega út úr svefnherberginu og læs*i dyrunum fyrir utan, sem drengurinn hafði læðst út um. VIII. Klukkan var hálf ellefu þegar hún kom aft- ur út í siúlnaganginn, sem lá meðfram herbergj- um hennar. Gabríel, þessi fölleiti þöguli dreng- ur, sem varð að þola hegningu fyrir annan, var sjálfsagt sofnaður fyrir löngu. Hann hafði heldur ekkert af því ómótstæðilega töframagni, sem dró hana að garðinum afgirta. Hún leit við og horfði með rannsakandi augum á höllina, sem lá þarna í sinni fomu dýrð með alla sína steinboga og smárablöðin höggvin í steininn 1 rósaskurðinn yfir bogagluggunum. Höllin var» líkust klaustri með allar dýrðlingamyndstyttum- ar, sem stóðu hér og þar á steintindum í skæru tunglsljósinu. Hvergi sást ljós í glugga, nema í viðhafnarstofunni niðri. >— paðan lagði gul- leitan bjarma af lampaljósi út í myrkan súlna- ganginn.------En hvað var þetta? pað sýnd- ist eins og einhver stæði og hallaði sér upp að einni steinsúlunni og horfði hlustandi inn með hálfopinni glerhurðinni. — Missýning! — pað sást ekki nokkur minsta hreyfing, sem bar vott um að þarna stæði lifandi manneskja *— pað hlaut að vera skugginn af súlunni. Unga konan gekk með áköfum hjartslætti eftir mjóum stíg, sem var þakinn með hvítum sandi. Girðingarhliðið hafði lokast á eftir henni. Hún gekk enn þá í skugga innlendra einirrunna og hnotutrjáa; en lengra áleiðis á grasflötinni reis indverskt banantré stórt og fagurt, með öllu sínu útlenda blaðaskrauti, sem kastaði breíðum skuggum á grasið í tunglsljósinu. Svo lá stíg- inn í gegnum dimt kjarr, þar sem óteljandi neistar flugu í loftinu. pað voru ljósormamir, sem spruttu í þúsundatali upp úr grasinu. Upp í trjágreinunum var fult af lifandi skepnum. Ofur- litlum kvisti var kastað niður á öxl hennar og hér og þar var gripið á eftir henni með litlurn loðnum handleggjum; tindrandi, greindarleg, apaaugu horfðu forvitnislega framan í hana. Hún strauk ósjálfrátt hendinni um ennið, eins og hún væri að reyna eyða burt' ljótum draumi —hvæsti ekki höggormur þarna í ilmandi laufinu, og kom ekki þungstígur fíll þrammandi eftir kjarrinu, eins og hann ætlaði að merja alt í sundur með fótunum og hana sjálfa með? — Hún nam staðar, en það var þá ekkert nema hrædd páhæna, sem skaust yfir götuna. Hún gekk nokkur skref áfram og komst út úr kjarr- inu. N(ú lá vatnið fyrir framan hana spegil- slétt og skínanúi eins og feykilega stór og bjart- ur silfurpeningur, sem hefði verið kastað þaraa í grasið en indverska hofið hóf hnarreist sín gullnu hvolfþök upp í dimmblátt nætgrloftið, rétt eins og það væri áin Ganges, en ekki þýzk smátjörn, sem lægi fyrir framan dyrnar. Líana gekk hægt í kringum tjömina. Hiin dró þungt andann og það var í henni þessi grun- semdar hrollur, sem svo fljótt legst í mann, þeg- ar maður kemur á ókunna staði, en sem samt sem áður, knýr mann til þess að halda lengra áfram. Hún hafði enga meðvitund um það að það var hún sem gaf þessum eyðilega stað lífs- mark, þar sem hún leið hvítklædd meðfrain vatninu, með höfuðið, er hún bar hátt, þakið með þessu mikla hári, sem geislar tunglsins S'kinu á, eins og það væri kóróna úr gulli. Hún vissi heldur ekkert um það, að skugginn, sem hún hafði séð í súlnaganginum, hafði fengið hreyf- ingu um leið og hliðið lokaðist aftur á eftir henni, og hafði fylgt henni á eftir hljóðlaust, en án þess að missa nokkum tíma sjónar af henni, rétt eins og að löngu hárfléttumar hennar, sem í mánaskininu næstum glitruðu, sendu út frá sér segulmagn, er drægi hann að sér, nauðugan vilj- ugan. Lágt hús með fjórum hvítum veggjum kom í Ijós. Umhverfis það á allar hliðar var mal- borinn gangstígur, en samt var sem það stæði mitt í rósarunni, eða réttara sagt, væri vafið í rósum. púsundum saman héngu þær angandi á háum greinum og lágu kjarri, jafnvel niður á gangstíginn breiddust nokkrar greinar af rós- viðnum. Biómbikararnír lágu þungir og, bleikfölir, sem þeir væru fullir af hinni daufu birtu tunglsins, á harðri mölinni. Petta einkennilega hús leit út fyrir að vera svo létt og fíngert að maður hefði mátt halda að hver sterkur vindgustur mundi feykja því um< pað hafði reyrþak og umhverfis það voru veggsvalir, sem hvíldu á bambusstólpum. Gluggarnir voru stórir með ljóshlífum. Unga konan gekk hikandi upp þrepin, sem voru fram- an við veggsvalirnar. Gólfið var þakið með mott- um úr pálmaberki, sem voru svo svalar og hál- ar, að það var sem þær væru gerðar fyrir heita fætur á Indlandi. Ljós skein frá lampa, sem hékk í einu horninu á herbergi inni í húsinu, og í gegnum hjartamyndað op, sem var á glugga- grindinni, gat Líana séð um mestalt herbergið. Við vegginn, sem var fjærstur glugganum, stóð rúm úr fléttuðum reyr. Ofan á rúminu var snjóhvít ábreiða og á því lá óvenjulega grönn og veikluleg manneskja, som faldi andlit sitt í svæflunum. Var það kona eða barn? KjóII- inn, sem var úr hvítum netludúk, lagðist i mjúk- um fellingum um grannvaxinn líkamann niður að berum fótunum, sem voru óvenjulega smáir, og annar handleggurinn, sem var ber upp að öxl og undur grannur, hvfldi undarlega þyngslalega á mjöðminni. Utan um úlnliðinn var breiður skínandi gullbaugur og annar var ofar á hand- leggnum; það virtist sem þeir hlytu að særa hið mjúka, hvíta hörund. \ Stór og feitlagin kona stóð við rúmið og héit á silfurskeið í hendinni. Hún þvingaði rödd sína, sem var óþýð, til þess að vera blíð og biðjandi. Líana þekti hana; eftir hjónavígxl- una hafði hún verið kynt henni sem ráðskonunni á staðnum, frú Löhu. Konan hélt skeiðinni, sem var full af ein- hverju lyfi, með varúð út frá stóru snjóhvítu svuntunni sinni. Sjúklingurinn virtist hafa megnan viðbjóð á lyfinu. Árangurslaust reyndi hún a ðsannfæra sjúklinginn og strauk blíðlega með stórri og sterklegri hendi um höfuð hans; sjúklingurinn lyfti ekki andlitinu frá koddanum. “Eg get ekki hjálpað þér, Gabríel,” sagði ráðskonan og leit yfir í þann enda herbergisins, sem Líana gat ekki séð. “pú verður að halda höfðinu á henni, Hún verður að sofa, sofa, hvað sem það kostar.” Fölleiti drengurinn, sem hafði orðið að þola hegningu Leós vegna, kom nú í ljós. Hann reyndi að ýta hendinni með varúð milli koddans og andlits sjúklingsins. Við snertinguna lyfti sjúklingurínn upp höfðinu, eins og hann væri hræddur, og þá sást að andlitið var magurt og mjög veiklulegt, en þó frítt konuandlit. Augn?.- ráð konunnar skaut Líönu skelk í bríngu; auc- un voru óvenjulega stór og það var í þeim a 'sr- istarsvipur, er* þau litu á drenginn, ásakandi og biðjandi ,í senn. Hann hrökk afturábak og lét hendurnar hníga niður. “Nei, nei”, sagði konan í huggandi róm og mjúka röddin skalf af meðaumkun, “þetta dugar ekki, frú Löhu; eg meíði hana. •— Eg vil held- ur ayngja þangað til hún sofnar.” “pá máttu syngja þangað til snemma á morgun, drengur minn,” svaraði ráðskonan. “Ef það verður eins slæmt og í dag, þá endist það ekki — það veiztu sjálfur.” Hún ypti öxl- um ráðaleysislega en það var sem hiún hefði ékki kjark til að þröngva drengnum meira. En hvað þessi feita kona með grófgerðu og hörðu andlitsdrættina, sem hafði verið svo kuldaleg og alvörugefin, er hún var kynt hinni nýju húsmóð- ur sinni, gat verið viðkvæm! Líana ýtti opinni hurðinni og gekk inn. Ráðskonan rak upp hljóð af hræðslu og var nærri búin að missa niður úr skeiðinni það sem í henni var. “Haldið þér sjúklingnum,” sagði unga kon- an, “eg skal gefa henni meðalið.” Koma hennar, skyndileg eins og hún var, og •hinn rólegi, tignlegi svipur hennar höfðu ef til vill sefandi áhrif á konuna vedku; hún hreyfði sig ekki en aðeins starði með stóru augunum á þetta viðkunnanlega andlit, sem beygðist ofan að henni. Hún lót hella svefnlyfinu í munninn á sér mótspymulaust. “Sjáðu, nú er það búið, drengur minn,” sagði Líana og lagði skeiðina á borðið. “Hún hefir ekki verið meidd og nú fer hún bráðum að sofa.” — Hún strauk blíðlega með hendinni um svart- an kollinn á Gabríel. — "pér ‘þykir vænt um hana?” “Hún er móðir mín,” svaraði drengurinn mjög ástúðlega. “petta eru fátæklingar, frú mín góð,” sagði ráðskonan í hörðum, hljómlausum róm — “fá- tækir aumingjar.” pað var enginn viðkvæmni í rómnum og alvarlega andlitið bar ekki minsta vott um vorkunarsemina, sem konan hafði sýnt með látbragði sínu fyrir skemstu. “Fátæklingar?” endurtók Líana og benti á gullhringana á handlegg konunnar og'hálskeðj- una, sem féH niður um brjóst konunnar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.