Lögberg - 29.03.1923, Blaðsíða 1

Lögberg - 29.03.1923, Blaðsíða 1
Þ>að er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON AthugiS nýja staðinn. KENNEDY BLDG. 317 Portage Ave. Mót Eato* ef &> SPEiRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem veriÖ getur. R E Y N IÐ Þ AÐI TALSIMI: N6617 - WINNIPEG 35. ARGANGUR WINNIPEG, MAN.. FIMTUDAGINN 29. MARZ 1923 NÚMER 13 ra OFIÐ DROTTIN, allar þjóðir! Veg- ,'Sl sami hann allir lýðir! Því hans miskunn drotnar yfir oss og Drott- ins trúfesti er eilíf. Lofið Drottin! Þessi sterka og háfleyga lofgjörðar-áskoran stendur rituð í hinu helga, guðinnblásna sálma- safni, sem kent er viS DavíS konung og sungið var í ísraels-kirkjunni eina öldina eftir aðra á hinni löngu og ströngu eftirvæntingartíö, meöan hinn útvaldi lýöur Drottins beiö eftir uppfylling hins mikla fyrirheitis um Messías.-------ÞaS er sér- stök guöleg rödd til almennings, sem brýzt út i þessum fáu, en ákaflega kröftugu og upplyftandi oröum, og myndar heilan sálm. Og hinn stutti. raddsterki sálmur stendur úthleyptur meöal allra sálmanna í hinu óviðjafnanlega heilaga trúar- ljóðasafni.-----En meö sínum fáu oröum bendir hann flestu gamla-testamentisins guösoröi betur á þaö, sem mest og gleðilegast var til fyrir hinn út- valda lýö Drottins í voninni, bendir á mesta fagn- aðarefniö, sem til var í fyrirheitum þeim, er Israel voru gefin, fullvissar hvert einasta mannsbarn meðal þess fólks um það, aö alt það óviðjafnanlega í fagnaðaráttina, sem lofað var og hinar sofnuðu, trúuðu kynslóöir höfðu trúað á og huggað sig við á hinni liðnu baráttutíð, skuli árieðanlega koma fram. Því Drottins miskunn sitji i hásætinu og trúfesti hans sé eilíf. Og fagnaðar-efnið fyrir- heitna, sem hann, er talar í sálmi þessum, á við og skorar á menn að lofsyngja út af, er vitanlega það, sem mest er af öllu gleðilegu; það, að fá hinn guðlega frelsara, Messías, til sín; •— frelsanin fyrir hann, vonaruppfyllingin í og með hinni heilögu persónu hans, úrlausnin á ráðgátu timans fyrir hann, ljósið af himnum ofan fyrir hann, lifið guðlega og sælufulla fyrir hann, endilegur frægur sigur yfir öllum óvinum Guðs, hans málefnis og hans Iýös fyrir hann — hina óviðjafnanlegu sigur- ' hetju og konung dýrðarinnar. Þessi vissa, þessi fagnaðarhugsan stendur á bak við lofsöngs-áskor- ánina, sem hinn stutti og hátiðlegi sálmur kemur með og úthellir með guölegu afli yfir allan lýö trú- arinnar í Israel. Það er eins og snöggur, stór- kostlegur lúðurblástur frá Guði almáttugum á himnum, ])essi sáhnur. Og það er eins og heil- agur andi sé með þeim lúðurblæstri aö kveðja gjörvallan lýö um alla ísraelskirkjuna til einhverr- ar allsherjar-fagnaöarhátíðar, mestu stórhátiðar. sem komið geti fyrir að menn geti eignast hér á þessari syndugu jörð.------Þessi raddsterka lof- söngsáskoran stendur í 117.—hinum styzta—Sálmi Davíðs. En hinn næsti, 118. Sálmurinn, uppá- haldssálmur kirkjufööur vors Lúters, er fremur öllum öðrum sálmum i því safni kallaður Sigur- hróss-sálmurinn. Og hvaö þaö er, sem þar svo dýrðlega er hrósaö sigri yfir, sést meðal annars á þessum orðum: “Sá steinn, sem byggingarmennirnir Imrtköstuðu, er nú orðinn að hyrningarsteini.” En þau orð heimfærir einmitt frelsari vor, Drott- inn Jesús Kristur, upp á sjálfan sig,-----leggur þau út, skömmu áður en hann gekk út í sína miklu píslarsögu, eins og guðlegan spádóm um það, hvernig honum innan skamms myndi verða út- skúfað, en lika um þann sigur, sem hann þvert á móti allri ímundan myndj vinna í þeirri skelfilegu baráttu, sigur, sem Guð rétt á eftir, þá er alt sýndist úti íyrir honum og hans málefni, myndi láta koma fram, verða öllum mönnum sýnilegan og áþreifanlega með dýrðlegu undri, þyí dýrðlegasta undri, sem komið gæti fyrir hér í heimi og orðið lagt fram fyrir hin undrandi augu syndugra manna. “Þetta er skeð af Drotni” -— þannig hljóða enn fremur orðin í hinum sigrihrósanda sálmi — “og þaö er undarlegt fyrir vorum aug- um.” — Þetta er sá dagur, sem Drottinn gjörði; fögnum og verum glaðir i honum.” — Ef til er nokkur dagur í öllu árinu, sem segja má um, að Drottinn hafi sérstaklega gjört hann — og það má alveg víst — einn dagur, sem ölluin fremur ætti að vera mönnum fagnaðardagur, einn dagur, sem minnir á miskunnsemi Guðs og trúfesti syndugum mönnum til handa, veikum og vanmáttugum böm- um hans hér á jörðinni til handa, einn dagur öðr- um fremur með kærleiksljósi himnanna yfir sér, einn dagur, sem ber vott um það öllum öðrum dögum fremur, aö ljós hins frelsanda guðlega kærleika er komið inn í mannkynssöguna, ljós hins eilífa lifs fyrir alla, og enginn þurfi að verða til í myrkri syndarinnar, sorganna og dauðans — þá er það einmitt dagurinn í dag, upprisudagurinn frelsarans, hin kristna, sólbjarta páskahátíö Því vitanlega er þetta hátið hátíðanna, hátiðin. sem stýrir öllum hinum hátíðunum kristilegu, há- tið, sem með sínu óviðjafnanlega fagnaðarerindi innsiglar og staöfestir gjörvalt opinberunarorð kristi.ndómsins og þess vegna gefur hinum hátíö- unum öllum þá trúarlegu þýðing, sem þær hafa. Þaö er þessi hátíð, með hinu dýrðlega undri Jesú upprisu, er hún heldur á lofti fyrir öllum lýð, sem allir sunnudagar ársins og áranna hafa sína guð- legu sólarbirtu frá. Ot af Páskadags-undrinu urðu þeir allir sannkallaðir sunnudagar — í and- legum, trúarlegum skilningi sólardagar. Og svo fá allir hinir dagamir, hinir svo kölluðu rúmhelgu dagar, erfiðisdagarnir, vinnudagarnir, líka yfir |— |3ásha=t)ob6t»aþUftnn. pá er hvíldardagurinn var liðinn, keyptu þær María frá Magdölum og María Jakobs móðir og Salóme smyrsl til að smyrja með líkið. Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar fóru þær til grafarinnar; það var um sólaruppkomu. pær sögðu þá hver við aðra: Hver mun velta fyrir oss steininum frá grafarmunnanum? En er þær litu þangað sáu þær, að steininum hafði verið velt burt, því hann var næsta mikill. Gengu þær þá inn í gröfina og sáu hvar ungur maður sat hægra megin, skrýddur hvít- um dragkyrtli og hnykti þeim mjög við. En hann sagði við þær: Hræðist eigi, þér leitið að -Jesú frá Nazaret, hinum krossfesta; hann er upprisinn og er ekki hér, þama er staður- inn þar sem hann var lagður. Farið heldur og segið lærisveinum hans og Pétri, að hann fari á undan yður til Galílea; þar munuð þér sjá hann, eins og hann sagði yður. — Mark. 16, b—7. i sig Ijós frá sólinni andlegu, eilífu, sem foröum rann upp í heiminum á morgni hins fyrsta kristi- lega páskadags meö upprisu hins krossfesta Guös- sonar, Dróttins vors Jesú Krists.------ Eitt af hinum mestu hátíöarljóðum, sem til er á vorri tungu, endar meö þessum oröum: “Skrifaöu’ á himin, lög og láð: Lífið er sigur og guöleg náö I” Og rétt á undan stendur {ætta í sama kvæðinu: “Leiftri þau orö þar logandi rauö: An lifandi vonar er þjóö hver dauð.” Sannleikur hvorratveggja oröanna stendur skrif- aður meö guölegri hendi í sögunni helgu um páska-undriö. Ekki aö eins fólkiö, sem í sinni blindni og forheröing lét krossfesta Jesúm, var vonarlaus lýður i dauöanum, heldur líka hinir til- tölulega fáu góöu menn, sem elskuðu Jesúm. Eftir að þeir höfðu mist vonina, vpru þeir andlega staddir í opnum dauöanum. En eftir aö Jesús var upp risinn og því kærleiksundri haföi ver- iö viötaka veitt i auömýkt og trú af sálum manna jæirra, sem áöur höfðu elskað hann, og hinna eins, sem áður höföu veriö á móti honum, er lifið þeirra orðiö vonarinnar líf, friöaö líf og frelsaö líf. Og á himni og jörö geta þeir lesið þessa áskrift ritaöa með fórnarblóði frelsarans og uppljómaða af sólarljósi upprisu hans: “Lífió cr sigur og gtiðleg náð.” Og svo kemur áskoran hins gamla, guöinnblásna sálmaskálds eins og þaö, sem sjálfsagðast er af öllu út af fagnaðarefni páskadagsins og kristindómsins yfir höfuð: “Lofið Drottin, allar þjóðir. Veg- sami hann allir lýðir! Því hans miskunn drotnar yfir oss, og Drottins trúfesti er eilíf. Lofiö Drottin!” “Án lifandi vonar er þjóö hver dauð” — seg- ir vonarskáldið íslenzka. An lifandi vonar er hver einasta mannssál stödd í opnum dauða. Og þanmg var einmitt ástand allra ástvina Jesú frá þeirri stund, er hann á föstudaginn langa hafði verið framseldur til hins skelfilega krossfestingar-dauöa og þangað til hiö mikla undur upprisunnar á þáskadagsmorguninn var komið fram og vissan um það orðin eign sálna þeirra. Þeir voru allir á þessum tíma algjörlega vonlausir menn og út af því vonleysi vitandi af sjálfum sér stöddum í opn- um dauða. Eg get ekki hugsaö mér neitt grát- . legra ástand hér í þessu lifi.-------- Er ekki stórkostlegt aö hugsa um þaö, aö elsk- an, elskan til annarlegra mannslífa, sem öllum mönnum, bæöi trúuðum og vantrúuöum, kemur saman um að sé göfugasta aflið, guölegasta til- finningin í mannlegri sálu, kærleikurinn, sem rétti- lega er kallaöur mestur af öllu í heimi, skuli geta orðiö uppspretta hinna mestu kvala, orsök til hinnar sárustu sorgar,—svo mikillar sorgar, aö tilveran öll —líka á sólbjörtum vormorgni—getur litið út einsog koldimt myrkradjúp, og sólargeislarnir jafnvel eins og eins margar nístandi örvar-? Jú, í sann- leika er það stórkostlegt umhugsunarefni fyrir alla. Og það er svo hryggilegt, aö eg áræddi ekki að hreyfa viö því nú á stórhátíö páskadagsins, þá er allir ætti að vera fagnandi og lofsyngjandi í hjörtum sínum, ef páskadags-guöspjalliö ekki kæmi til allra með fullnægjandi guölegt ráö til }>ess, hvernig menn eigi að að fara til þess aö tryggja þetta mesta og bezta í sálarlífi þeirra: elskuna, kærleikann. Drottinn kærleikans kemur á páskadaginn Iiinni syrgjandi elsku til hjálpar, frelsar hana frá vonleysinu, hrifur hana út úr opnum dauðanum. ---------Kærleikskonungurinn, sem hendur óguö- legra manna krossfestu, — hann lifir. Hann hefir sigraö dauðann. Hann stígur vegsamlegur, í guð- legri tign fram úr gröfinni, meö upprennandi sólu, ]>enna ógleymanlega stórhátíðardag. — Þaö varö stórhátíð í heiminum viö þann yfirnáttúrlega at- burð, stórhátíð til fagnaðar fyrir elskuna, stórhátíö fyrir vonina. stórhátíð fyrir allar þær mannssálir senr fengist til að knýta elskuna sína viö hann, sem þá reis upp og hefir elskað eins og enginn annar. elskaö mannslífin öll svo mikiö, aö hann þeirra vegna gekk í gegn um hina óviöjafnanlegu píslar- sögu föstudagsins langa. Og þó aö páskadagurinn eins og hver einstakur dagur annar, líöi fljótt fram hjá mönnum, þá eftirskilur hann samt stórhátíö í heiminum, sem aldrei tekur enda, þeim öllum til handa, sem elska og byggja elskuna sína á páska- evangelíinu og þeim náðarboöskap, sem upprisu- undrið innsiglar og staðfestir um eilífa tíö. Ef Jesús væri ekki upprisinn, þá væri engin von til fyrir elskuiW.-------- Það væri ekki fyrir neinn yðar, kærir tilheyr- endur, áræðandi aö elska nokkurt mannslíf heitt og hjartanlega, ef ekki væri til von eilifs lífs fyrir elskuna. Engin önnur né minni von fullnægir Jveirri tilfinning eöa því vilja-afli, sem verðskuldar aö bera það göfuga nafn: elska. En engin slik von er til fyrir elskuna, engin von, sem neitt er að reiða sig á, nema i sambandi viö hann, frelsar- ann, sem meö sinni dýrölegu upprisu sýndi sig aö vera það, er hann áður haföi hvað eftir annað sagst vera: hið eilífa lif. Aö segja viö hina vantrúuöu eða kristindómslausu menn: “Látið vera aö elska nokkurt annarlegt mannslif”—þaö væri ekki rétt, þaö gæti virzt óvit og óhæfa. Og þó liggur við, að til þess sé ástæða. Því þaö er alveg víst, að þaö hlýtur fyrr eöa siðar að fara grátlega illa fyrir elskunni þeirra. — — En annað er óhætt aö segja viö þá alla: Beygiö yöur í auðmýkt og lotning fyrir undri upprjsunnar. Verið ekki vantrúaöir, heldur trúaðir. Afhendiö hinum upprisna kær- leikskonungi elskuna yöar. Gjorið elskuna yöar að trúaöri elsku. ' Þá hefir hún von meðferðis — von og vissu eilífs lífs.-------- Það má segja og er oft sagt, að óteljandi sé þeir mennirnir bæöi fyrr og síðar á tímum, sem hafi elskað án þess aö elskan þeirra hafi að nokkru leyti veriö bygð á kristinni trú, án nokkurs eilifð- arljóss úr þeirri átt. Þaö er sjálfsagt aö játa þvi. En jafnframt er að minnast þess, að sú elska hefir æfinlega átt bágt. Elskan hefir alt af heimtað eilíft líf. En svo lengi sem ekki fékst vissan úr kristindómsins átt, var mannssálin elsk- andi sifelt á nálum, sífelt hrædd, sifelt kviðandi. Og þó að heimspekingarnir og skáldin væri búnir að reikna þaö út, að lif hlyti aö vera til eftir dauö- ann, og þó að hinar elskandi sálir reyndi til aö hugga sig við þær kenningar, þegar dauöinn var hjá þeim á feröinni, þá var þar engin vissa. í rauninni ekkert annað en lausar, meira eöa minna sennilegar getgátur, æskilegar, ómissandi, en þó aldrei meira en getgátur. Alt af í heiminum stórt, hræðilega stórt spurnarmerki aftan viö orðiö von í sambandi viö líf eftir dauöann, — þangað til páskadagsundrið var komið fram í sögunni og þaö orðiö eign mannssálnanna. Sannleikurinn er sá, að þaö hafa allir meir eöa minna ljóst eða réttara sagt óljóst hugboð um þaö, að til sé líf eftir dauöann; og allir þrá það, að þetta hugboð rætist, og elskan jafnvel heimtar þaö. En aö sanna þaö skynsemislega eöa vísindalega, það er ómögulegt. Þótt mannlegri þekking og visind- um sé alt af aö fara fram, fleygi fram svo stór- kostlega, aö undrum sæti, þá er einn hlutur til, eitt atriði i heimstilverunni, sem menn eru jafn-ófróðir um nú eins og þegar fyrst eru sögur af mannkyn- inu og vísindin geta bókstaflega ekkert átt viö. Og það er dauðinn, eða réttara sagt: hvaö taki við fyrir mönnum eftir dauöann. Dauöinn er eins og múrgaröur, fjallhár, himinhár og meö öllu óyfir- stiganlegur fyrir mannlegan kraft, sem umkringir lífiö þetta jaröneska meö þess gleði og sorg, meö þess elsku og sæluþrá, með þess synd og sársauka. Eöa ef menn hugsa um gröfina eins og þann staö, þar sem ástvinirnir látnu liverfa síöast grátandi augum hinnar eftirþreyjandi elsku, þá má segja, að aöeins þangað geti mannleg eftirgrenslan náð. Gröfin náttúrlegum mannsandanum lokuð — harð- lokuð til eiliföar. Og svo kveinar elskan syrgj- andi nú alveg eins og foröum: “Hver mun velta fyrir oss steininum frá grafarmunnanum ? — Og kveinið, hið spyrjanda, heldur áíram, þangaö til með trúuöu hjarta er meðtekið fagnaðarefni páska- hátiðarinnar, meö trúuðum augum litiö til grafar Jesú Krists. Þá fyrst fær mannshjartað full- nægju, því þá sést það, aö bjarginu, sem enginn mannlegur kraftur gat hreyft, hefir veriö frá velt, af yfirnáttúrlegri hendi Gröfin er opin. Ekkert þar hræöilegt til, — heldur þvert á móti bjarmi himneskrar dýrðar. Ekkert myrkur, engin rotn- an, enginn dauði. Alt slikt horfið í sólarljósi upp- risimnar. Og englaraddir heyrast úr heimkynni dauöans, sem verið haföi, er fullvissa um, aö hinn krossfesti, sem þarna haföi veriö lagöur til hvíld- ar eftir allar kvalirnar, hann lifir. Hvaö þýðir nú evangelíum páskahátíðarinnar fyrir syrgjandi elskuna? — eöa elskuna, sem á alveg vist aö fá yfir sig sorg? Þaö þýöir óendan- lega miklu meira en fullvissu um þaö, að til sé líf eftir þetta. Því jafnvel sú fullvissa nægir ekki. Þaö þýöir það, aö hann, sem uppreis, á þá elsku, sem er sterkari en dauöinn. Hann uppreis til þess að fullvissa hina hryggu, hart reyndu ástvini sína um þaö, aö elskan hans, sem alt af haföi skinið svo fagurt út úr lífi hans, en fremur öllu birtist í sinni dýrð í píslarsögu hans og dauða, var og verður eiliflega sigrihrósandi elska. Og ekki að eins til þess aö fullvissa þessa fáu. ástvini um þetta, heldur lika alla aðra, einnig hans óvini, einnig þá, sem hötuöu hann og ofsóttu, alla, sem meö sinum syndum áttu þátt í því, að honum var hrundiö út í kvalir krossfestingarinnar. Hann leiö fyrir þá alla. Hann dó af kærleika fyrir þá alla. Hann lagði fram friöþægingarfórn meö dauða sínum á krossinum fyrir mannkynið alt. Sú fóm er metin fullgild af réttlæti Guös. Hann hrópaöi í andlátinu á krossinum: “Þaö er full- komnaö !” Og upprisu-undrið á páskadagsmorgun- inn er hátíðlegt já og amen því oröi til staöfesting- ar. Hinn upprisni Jesús ekki aö eins fullvissar menn uin tilveru eilífs lífs, heldur líka sýnir sig sem þann, er liefir hiö eilifa líf i sjálfum sér. — Og upprisinn er hann hér hjá yöur öllum í sinu frelsisoröi og sinum heilögu sakramentum, og býö- ur yður hiö eilifa lif aö gjöf. Og þeir allir, sem þá gjöf þiggja, þurfa ekki aö hræöast dauðann. Þeir þurfa ekki að hníga máttvana undir byröi synda sinna. Þeir þurfa aldrei aö koma til dóms. Þeir þurfa aldrei að syrgja án vonar og huggun- ar. Og þeim er öllum óhætt aö elska. Og þeir fá þar sterkustu hvöt sem gefist getur, til aö elska vinina sina, en líka óvinina, ef nokkrir eru. Þegar upprisu-evangelíið er orðið trúareign mannanna, þá er óhætt að setja þessa áskrift yfir þeim: Lífið cr sigur og guðleg tuið! (Or pSskaræSu eftii' J6n Bjarnason.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.