Lögberg - 29.03.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 29.03.1923, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. MARZ 1923. Barónsfrú Mainau. Eftir E. Marlitt. Baron Mainau hlaut að hafa riðiS út sneanma um morguninn og vera alveg nýkominn heim, hann hafði spora á fótum og svipu í hendinni og var rykugur frá' hvirfli til ylja. Fyrir framan hann stóð “skríllinn”, tvö börn úr þorpinu, drengur og telpa. Akurvörður, sem bar gljáandi látúnsskjöld framan á sér — skjöldurinn var hans eina prýði — hafði handsamað þau og var nú að gefa, um leið og hann hélt í öxlina á drengnum skýrslu sína um óskunda þann, sem gerður -hafði verið á gróðrar- teignum. Forvitin höfuð gægðust út úr öllum gluggum og hestamaðurinn, sem stó@ g<leiður og mjög ánægður fyrir framan dyrnar á vagnbyrgi, horfði með ákafri eftirvæntingu á sivipuna, sem “náðugi herrann” sveiflaði fram og aftur í loftinu, eins og hann væri að leika sér að henni meðan akurvörðurinn sagði frá. Telpan byrgði andlitið í svuntunni sinni og flóði í tárum, og andlitið á drengnum* sem (horfði aumikunarlega niður fyrir sig, var hvítt eins og kalkveggur. Akurvörðurinn var búinn að segja frá. Baron Mainau atyrti börnin í reiðiþrungnum róm og það svo hátt, að vel mátti heyra inn í borðsalinn. Hann sveiflaði svipunni nokkrum sinnum yfir höfðunum á sökudólgunum litlu og sagði þeim, að þau mættu reiða sig á að þau "fengju harðari refsingú, ef þau nokkurn tíma aftur gerðu sig sek í þessu athæfi; svo benti hann með svipunni á opið garðshliðið. Telpan tók svuntuna frá andlitinu og tók tiíl fótanna drengurinn fylgdi eins fljótt og hann gat komist. Eftir örfá augnablik voru þau horfin og hlátrar vinnufólksins glumdu við. “Mikill dæmalaus heim’skingi getur hann ver- ið”, rumdi vonzkulega í hirðdróttsetanum og hann gekk um leið frá glugganum að stól sínum — hann var í verzta skapi. Frú Löhn vafði ábreiðunni um fætur hans, glæddi eldinn í ofninum og spurði í tilbreytingarlausum róm, hvað honum iþóknaðist að fyrirskipa og benti um leið á bókina. “Ekkert annað”, svaraði hann nöldrandi, “en það sem eg er búinn að segja — ekkert madeira- vín framar í indverska húsið. pér eruð ekki með öllum mjalla, frú Löhn; þér hljótið að halda að það rigni yfir mig peningum. Hvers vegna þá ekki að baða sig í víni og kjötmeti? — Yður gæti vel dottið annað eins og það í hug.” “Mér má standa á sama, náðugi hérra — hvað kemur það mér við?” svaraði ráðskonan með mestu stillingu.” Mér stendur alveg á sama, hvort eg helli víni eða vatni í skeiðina, sem eg rétti henni. — Nýi læknirinn hefir blátt áfram sagt, að hún verði að fá madeiravín.” “Er íhann vitlaus? Hann getur farið til fjandan® með alla sína speki! iHann hefir ekk- ert að gera þarna yfir í húsinu.” “Ungi baróninn skipaði honum það sjálfur daginn sem hann varð læknir hér,” hélt frú Löhn áfram, án þess að gefa minsta gaum að stóryrðum húsbónda síns. “Hann hefir skaðað hana og tvisv- ar hefir hann spurt mig, hvort ihún hafi ekki haft andþrengslaköst á undan þessu máttleysi. — Eins og eg geti vitað það.” Líana hafði gengið að stóra kringlótta borðinu í miðjum salnum — morgunverðurinn Var kominn á það. Hún fór að eiga við kaffihitunarválina og snéri baki að hinum, en alt í einu snéri hún sér við. dauðhrædd og greip með hendinni um hvíta létta kjólinn, sem hún var klædd í, eldneistarnir flugu í áttina til hennar frá eldstæðinu í horninu — Hirðdróttsetinn hafði í vonzku sinni rekið hækjuna inn í eldinn. “Farið þér út, frú Löhn,” sagði hann bálreið- ur og horfði á ráðskonuna með leiftrandi augum um leið og hann benti á dyrnar.” IMér dauðleiðist kerlingarslúðrið í yður.” Ráðskonan gerði sem henni var sagt, gekk að dyrunum og þreif óþyrmi- /lega í handfangið á húrðinni. Hirðdróttsetinn rak aftur hækjuna í eldinn og hrópaði: “pér eruð sá aumasti kvennmaður, sem eg hefi nokkurn tíma augum litið — en það er þó áð minsta kosti eitt sem er skárra við yður en hitt hyskið hér á staðn- um; þér geymið oftast nær yðar speki handa Tsjálfri yður.” — Hann ræskti sig. “pér getið haldið á- fram að gefa henni madeiravín. Heyrið þér það? — eina skeið; meira en það er hreint og beint skaðlegt fyrir hana. — En eg fyrirbýð það í eitt skifti fyrir öll, að læknirinn komi til hennar. Hann er bara til óþæginda með allar sínar rannsóknir, og getur ekkert hjálpað henni hvort s^em er.” í sama bili heyrðist hljóð úr næsta herbergi og á eftir kom löng skammaruna hjá Leó, sem stappaði fótunum í gólfið. “pey! ■—Hvað gengur á þarna inni?” hrópaði hirðdróttsetinn. “Hvað er nú orðið af þessari manneskju, þessari árans ungfrú Berger?” “Hér er eg, náðugi herra”, sagði kenslukonan móðguð en þó með auðmjúkri rödd og kotm fram í dyrnar. Eg hefi altaf verið hér inni í stofunni. — Leó litli var þægur fyrst, mjög þægur, en svo datt mynd úr bænabókinni hjá Gabríel. Hann er 15ka alt of kjánalegur og sikilningssljór, strákur- inn. í stað þess að láta ckienginn hafa blaðið^ríf- ur hann það af 'honum.” Hér greip Leó frammí fyrir henni. Hann ýtti henni til hliðar og kom æðandi inn í borðsalinn með pappírsblað, sem var rifið sundur í miðju í hönd- unum. “Hún hefði þó ekki þurft að rífa það í sund- ur! Var það ekki vitlaust, afi?” sagði hann reið- ur. “Mig langaði til að fá þessa mynd — það er alveg satt — en Gabríel vildi hreint ekki að eg fengi hana. — og svo tekur hún þessa fa/llegu ljóns- mynd og rífur hana sundur í miðjunni; líttu bara á.” “Eg verð að hæla yður fyrir það, hvað óvið- jafnanlega ákveðnar þér hafið verið í þessu efni, ungfrú Berger,” sagði hirðdróttsetinn í háð»leg‘a bitrum róm vð kenslukonuna, sem hafði komið nær, fullviss um, að hún hefði gert rétt, en sem nú snéri sér undan vandræðaleg á svip. Hann tók blöðin og leit á þau snöggvast. “Gabríel!” kallaði hann inn í hitt herbergið í höstum, skipandi róm. Drengurinn kom og staðnæimdist í dyrunum. Hann var enn fölari en hann átti að sér að vera og horfði niður fyrir sig. “pú hefur aftur verið með einhverjar ibrellur?” ispurði hann og horfði á hann með stingandi augnaráði. Drengurinn auðsjáanflega skalf áf hræðslu, en þagði eins og steinn. “parna stendurðu nú og lætur sem þú getir ekki tallið upp að fim-m, fýlubelgurinn þinn. En þarna hinumegin við girðinguna er alt annað upp á teningnum. — Eg þekki þig, durturinn þinn. pú eyðileggur dýran pappír með þessu káki þínu og syngur ein-s og lævirki veraldlegar víisur.” Líana horfði óttaslegin á barnið, sem varð fyr- ir þessum ávítum. petta voru söngvarnir, sem vesalings drengurinn söng, skjálfandi af ihræðslu, tii þess að sefa móður sína, þegar hún komst í of mikla geðshræringu. Hirðdróttsetinn snéri blaðið með fingrunum. “Og hvaða fallega pappírsiblað er þetta, sem þú hef- ir óhreinkað,” hélt hann áfram að spyrja. Frú Löhn, sem enn stóð og hqlt í handfangið á hurðinni og virtist hafa gleymt að fara út, kom nú nær; hún var alveg róleg á svip, aðeins roðinn í kinnunum var ef til vill ofurflítið sterkari en venju- lega. — “Hann hefir fengið það -hjá mér,” sagði hún með sinni vanalegu festu. “Hvað á 'þetta að þýða, frú Löhn,” sagði hirð- dróttsetinn og snéri að ihenni. “Hvernig getið þér, þrátt fyrir ákveðna ósk mína og þvert á móti vilja míurn, leyft yður — ” “N;ei, en um jólin er maður ekki svo varkár; svo aurana sem maður gefur •— og drengurinn er svo hjartans ánægður, þegar hann fær ofurlítið af papp- ír, sem hann getur teiknað á. -— Eg gaf (börnunum hans Marteins ökumanns borð fult af leikföngum, og það hefir enginn haft neitt út á það að setja. Eg -kæri mig ekkert u-m það alt árið út, hvort Gabríel málar eða skrifar — það kemur mér ekkert við og hefi heldur engan -skilning á þessu, en eg hugsaði með sjálfri mér: pað getur þó aldrei verið nein synd, þó að drengurinn málaði mynd af sjáflfri Guðs móður einhvern tíma.” Hirðdróttsietinn horfði á hana lengi með grun- siömu augnaráði. “Eg veit ekki hvort þér heldur talið af tak- markalausri -heimsku eða eruð óvenjulega slúngnar,” ■sagði hann seint. Frú Löhn -stóðst hið hvassa augnaráð hans, án þess að verða vandræðalega á svi-p. “Guð sé oss næstur — slungin! pað hefi eg aldrei verið um mína daga, náðugi herra — það hlýtur að vera -hiei-mska.” “Nú, þá verð eg að miælast til þess að |þér hér eft- ir látið öll heimskupör vera á jólunum. Geymif þér peningana yðar þar til sá tími kemur, að þér getið ekki lengur unnið yður neitt inn”, sagði hann báilreiður og lamdi stafnum í gólfið. ^ “Drengurinn skal ekki teikna, hvað sem það kostar — það tefur fyrir -honu-m. — Er þetta mynd heilagrar guðs móð- ur?” Hann hélt upp öðrum pappírs snepplinum, sem á var nokkur hlutinn af vel dreginni mynd af ljóni, er var tilbúið að taka undir sig stö-kk/. — “pað er eins og eg segi: hann fæ-st við ýmislegt þarna Ihinu megin, -sem ekki á að eiga sér stað, húðarselurinn sá arna, og þér eruð nógu þröngsýnar til þess að hjálpa honum til þess — svaraðu!” skipaði hann drengn- um. — “Hvað áttu að verða?” “Eg á að Aara í klaustur,” svaraði drengurinn seint. “Og hvers vegna?” “Eg á að biðja fyrir móður minni”, -sagði dreng- urinn og um leið ibrast hann í grát. “Rétt, þú átt að biðja fyrir móður þinni — til -þess ertu fæddur, til þess hefir guð sent þig hing- að. — Og þó að þú krjúpir.þan-gað til hnén á þér eru blóðug og ákalíir guðs-náð nótt og dag, þá gerir þú samt aldrei nógu mikif. -pað veiztu, því þáð hefir presturinn sagt þér, hvað eftir annað. Og samt lætur þú sál þína hanga við veraldlega hluti og fyll- ir bænabókina jafnvel með þessu káki, sem -er búið að harðbanna þér að vera með. ,—• Skammastu -þín ekki? — pú ert aumi strákurinn! — Út með þig, undir eins! Drengurinn hvarf eins og skuggi á bak við hurðina. “Takið þér allan pappírinn,” sem þér gáfuð hon- um á jólunum og komið með hann til mín, frú Löhn,” sagði hirðdróttsetinn. “Eins og yður þóknast,” sagði ráðskonan og strauk úr fellingunum á svuntunpi sinni með ann- ari -hendinni. Hendin skalf ofurlítið, en að öðru leyti var ráðskonan rcfleg. Hún kvaddi dálítið istirðlega og fór -út úr herberginu. “Afi er of vondur í dag,” sagði Leó» lágt við kenslukonuna. Hún varð hrædd og greip hendinni fyrir munninn á honu-m. petta gerði -hann enn reið- ari; hann rykti hendinni -burtu, sló hana og þurk- aði svo vaiúrnar á sér á erminni sinni á mjög rudd- alegan hátt. “pú mátt ekki snerta mig í framan með kaldri krumlunni — eg get ekki þolað það____eg skal”, nöldraði hann. Líana reyndi að skjóta inn athugasemd, sem þó hafði enga þýðingu. Hirðdróttsetinn sat og horfði á eldinn, eins og hanin hefði ekki -heyrt höggið, sem Leó sló á hönd kenslukonunnar. “Pú ert vondur drengur og átt skilið'að fá hegn- ingu, Leó”, -sagði unga 'konan að lokum í ávítunar- róm. “ó, fyrirgefið þér, hann meinti ekkert ilt með því,” sagði kenslukonan lágt um leið og hún batt borðþurku um há|lsinn á drengnum. “Venjulega gengur okkur vel að lynda saman.' Er það ekki satt, Leó, drengurinn minn yndislegi?” “Með þessum reg-Ium verður yður ekki mikið á- gengt,” sagði Líana, “og vegna foarnsins sjálfs er,' þessi aðferð — ” * “Fyrirgefið þér,” greip kenslukonan framm í teprulega og gaut um leið hornauga til hirðdrótt- setans, “eg fer eftir æðri fyrfrskipunum, og eg mun ávalt reyna að ávinna mér samþykki úr þeirri átt. pað getur enginn þjónað tveimur herrum í senn.” “Viljið þér ekki lofa mér að tala út, ungfrú góð,’” greip Líana framm í fyrir henni með svo mikilli stillingu og svo fyrirmannlegum svip, að kenslukon- an þagnaði og leit niður fyrir sig." “Leyfið Inér þá að grípa fram í fyrir yður, náð- uga frú,” sagði öldungurinn og snéri sér að Líönu. Hann hallaði sér aftur á bak í -stólnum og rjálaði við fingurnar á -sér, en viðbjóðslegt óskammfeilnis- bros lék um varir hans. “f gær voruð þér svo tíguleg, en þó svo ung- meyjarleg o-g yndisleg brúður, að mér geðjaðist langt um betur að yður þá, eu nú með þessa uppgerðar móðurtign. Spekingssvipurinn fer ekki vel á and- litinu á yður. — Segið þér mér hvaðan iþér -hafið þessa tijlhneigingu til þess að hlanda yður inni barnáuppeldi ? pér hafið -hana ekki frá yðar ætt- göfugu móður. Eg þekki -hana.” Hann sagði þetta brosandi og í gletnislegum málrómi, hallaði sér aftur á foak í stólnum, snéri þumalfíhgrunum í sífellu hvorum utan um hinn og lét -skína í snjóhvítar, velhirtar tennurnar. — “Æ, þér hafið máske lesið “Emíl” eftir Rausseau í kvenmaskólanum, með (leyfi forstöðukonunnar, eða þá án þess, sama hvort er. — pessar hngmyndir voru einu sinni mjög í tízku og fólk hefir leikið sér að þeim mógu lengi, þar til flestir urðu að leggj-a sín rugluðu höfuð updir fallöxina. — Nú erum við aft- ur að fara niður ibrekku, frú -mín góð. — Mennirnir, sem koma á eftir okkur verða að vera úr járni. pess vegna verður Mka að sá niður drekatönnum, en þes-su isvo kállaða “góða sæti,” sem allir -skólamei-st- arar nútímans hafa vasana fulla af og Táta svo mik- ið með á öUu-m sínum fumdum. pér ættuð ekki að eyðileggja yðar barnslega eðli með of miklu-m strang- leika of snemma, mín fagra frú. Látið þér mig halda áfram að ráða. — Og má eg nú biðja uih einn bojlla fram af yðar fögru höndum.” Líana setti foolla á lítinn silfur-bakka og færði honum. -Hún var, að því er virti-st, mjög róleg og lét hvorki hið sigri hrósandi augnaráð rangeygðu kenslukonunnar né háðsbrosið, sem enn lék um varir -hirðdróttsietan-s á -sig fá. Hann leit beint framan í hana eitt augnablik um leið og han-n tók við iboll- anu-m — mú gati hún í fyrstá sinn séð langt inn í þessi smáu, gáfulegu augu; þau voru fu(H af eitri ill- menskunnar. pessi maður var svari-nn fjandmað- ur foennar, -sem hún yrði að berjast við meðan hann lifði — hún var- ekki í neinum vafa urn það. Hún var lí'ka nógu skarpskygn til þess að sjá, að hann mundi troða foana undir fótu-m sér og að hún yrði hér óðara að engu, ef foún væri bljúg og -léti undan. Eina ráðið tili þess að verða ekki undir í þeim við- skiftum var að láta honum standa beig af sér og gjalda honum i sömu my-nt, ef mögulegt væri. Hann greip vinstri hönd hennar og skoðaði hana. “Falleg hönd”, sagði foann, “ekta höfðingja- ættar hönd”. Hann þreifaði ofur lau-st á gómnum á vísifingrinum. “En hvað fingurgómurinn er harður! pér hafið saumað — ekki útsaumað, held- ur saumað föt, frú mín góð- — ef til vill línfatnað sjálfrar yðar. -— Hm, þessi óteTjandi -saumnájlarför verða að hverfa áður 'en við getum kynt yður við hirðina. — pau gætu verið góð meðmæli með dug- legri þernu, en þau eiga ekki heima á fingrunum á barónsfrú Mainau. — Drottinn minn góður, fovern- ig alt breytist. Hvað -mundi rauði Job af Trachen berg, sem var ríkastur og voldugastur meðál kross- ferðariddaranna, hafa sagt um þes-si nálarför!” Konan 1-eit á hann og forosti með alvörugefni. “Á hans dögum var iðin foönd ekki orðin smán- armerki á ættgöfugri fconu”, sagði hún, “og um fá- tæktina, sem þér setjið þessi nálarmerki í samband við, mundi hann ef til vildi hafa vit á að s-egja, að atvikin væru sterkari en viljinn í mannlífinu, og að aldirnar, sem eru liðnar siðan hann var uppi gætu ekki hafa liðið án -þess að skilja eftir ými-skonar merki á ættunum. Mainauarnir hafa heldur ekki æfinlega talað með fyrirlitningu um vinnuna. Eg hefi oft blaðað í skjalasafni ættar minnar og hefi séð, að einn af forfeðrum mí-num minnist á það, að einn af Mainau ættinni hafi lengj verið umboðsmað- ur hans í borginni; og hann hrósar honum mikið fyr- ir dugnað og trúmensku.” Hún gekk aftur að stóra -borðinu og fór áð búa til kaffið. Eitt augnablik varð þögn í foorðsalnum. Hirðdróttsetanum varð -svo mi-kið um síðustu orð- in, sem hún sagði, að hann fór í óða önn að fást við súkkulaðið, rétt eins og hann væri að því kominn'að vanmegnast. Hún heyrði ibollann glamra við und- irskálina í höndunum á foonum. Rétt á eftir foað ' hann um glóðarsteikt hveitibrauð. Hún rétti hon- um diskinn ein-s- alúðllega og ekkert hefði í skorist. Hann greip með fálmandi hendinni eftir nokkrum brauðsneiðum, en hafði ekki augun af eMinum á meðan. IX. i 'iMamma,” sagði Leó og rétti báðár hendurnar ástúðlega til Líönu, “eg skal vera góður og aldrei framar slá i ungfrú Berger; en þá lofar þú mér líka að sitja við hliðina á þér.” -Hún lét foann setjast við hliðina á sér og hjálp- aði honu-m með morgunmátinn, án -þess að virða nð nokkuru óblíða augnaráðið, sem öldungurinn sendi henni úr horninu sínu við eldinn. Barón Mainau íkom í þessu inn um dyrnar, sem voru beint á móti þeim. Hann nam staðar í dyrunum eitt augnabli-k og var auðséð að foann var ánægður. Svona átti það að vera, svona hafði hann óskað sérl að nýja hús- móðirin í Schönwerth væri. /Hún stóð þarna í kjðl úr sm-ágerðu efni, sem var sniðinn svo að hálsmálið ilagðist fast að -hálsinum; hún var laus við að vera 'h-eimtufrek og var eftirtakanlega fölleit við hliðina á rjóðu og sællegu barnsandlitinu. Hár hennar sýndi-st enn rauðara en endranær, vegna þess að það bar við Ijósa veggina. Daginn áður hafði hann verið -hræddur við framkomu hennar; hún isýndi svo ákveðið, hvað henni fanst hún mega bjóða sér. pessi yndislegi vöxtur og svo þessi gullroða litblær á hár- inu og málrómurinn fastur og ákveðinn — alt þetta -hafði skotið honum há|lfgerðan s'kelk í bringu. f framkomu hennar hafði ekki verið neitt sem minti á langa, ómyndarlega, rauðhærða stúlku, feiminn vesaling, sem foann hafði verið að leita að sem þeirri einu konu, er ætti við sjálfan hann og al-lar heim- ilisástæður í Schönworth. pað hafði ollað honum all-mikiillar áhyggju að komast að raun um, að hún var ekki -svona og fram á þessa stundu fylt huga hans með gremju yfir því, að hann foefði, ef til vildi, timbur, fjalviður af ölkim og ala- \T ✓ • .. 1 • ttmbur, ha Wyjar vorubirgchr tegu«dum, geúettu, konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erum aetíð glaðir að sý-na þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ----------------- Limitwd-------------- HENRY AVE. EAST - WlNNIPEfi n i Gleymið ekki i wnnn & ^n MQ U. 1 J. VVUUU 01 ÖU þegar þér þurfið IV öj KOL Domestic og Steam kol frá öllum námum Þú fœrð það sem þú biður um. Gæði og Afgreiðslu Tals. N7308. Yard og flffice: Arlington og Ross verið svikinn af gömlu, slægu greifafrúnni í Rud- isdorf og væri nú foundinn drambsamri og heimtu- frekri konu, sem treysti á margar kynslóðir for- feðra sinna og sína eigin ytri yfirburði til þess að rýra frelsi foans, sem foann vakti svo vandlega yfir. Nú sá hann hana aftur í- virðingarstöðu húsmóður- innar og nú var hún svo Tátlau-s og jafnvel kenslu- konan, s'em ekki hafði þó fegurð til brunns að bera, sómdi sér ekki sem verst við hliðina á henni. Dreng- urinn hans sat við hlið hennar- o-g það virtist vera vel -litið eftir frænda hans, sem -var sínöldrandi. Hann gekk -hratt inn í isalinn og bauð þeim góð- an dag glaðlega. pað var -sem hið svalandi loft og litskrúð þessa sumardagsmorguns streymdu með honum inn í stofuna, svo fríður, djarflegur, sterk- ur og glaðlegur var hann. Enginn fann það betur en sjúki maðurinn í völtustólnum; hann hTeypti ibrúnu-m og stundi, og skapið, sem var úfið, batnaði ekki við það. “Jæja, Raou-1, hversu mörg af -þessum marg- Tiofuðu, lágvöxnum plommtrjám þínum eru eftir í nýja 'gróðrarteignum?” spurði hann foáðslega, og leit á bróðurson sinn, sem greip snöggvast um hönd konu -sinnar og kysti hana. pað brá snöggvast skugga á breiða, 'hvít ennið, en hann hló samt. “porpararnir! pau ætluðu bara að -byggja sér ofurlítið hús, sögðu þau, og þau héf-du að plómu- trén mín dygðu til þess,” sagði hann með gletni í rómnum. “En til allrar hamingju voru -þau hand- sömuð rétt í því að þau ætluðu að fara að ná sér í fallegasta tréð, það sem eg held langmest upp á. Skaðinn, sem þau gjörðu, er yfirleitt mjög lítiíl'l.” “pótt þau hefðu ekki gert annað en að brjóta eina einuis-tu grein, þá væri það mikill skaði,” greip hirðdróttsetlnnn frammí með mikilli á'kefð. “pað versnar allt af. pað| hefði enginn þorað að snerta -eitt lauf meðan eg gat hreyft mig. pað hefði átt að refsa þessum ósvífna strák, refsa honum svo að hann og aðrir foefðu munað eftir því. — Svipan hefði átt að vera í höndunum á mér.” “pað er smá ánægja fyrir mig, að berja slíkan emjandi smáræfil, og svo sýndist mér strákræfill- inn alt of fölur og aumingjalegur,” -sagði baróninn seint og eins og hann vildi þessu engu skeyta. Hann gekk að einum glugganum. Hvílíkur feikna munur var ek-ki á uppgerðar geðró þessa manns, sem venjuTega var svo skapbráður og hinni logandi bræði frænda foans. Öldungurinn snéri sér ti-1 bróðurson- ar -síns, sem stóð og sló m-eð fingurgómunum -á eina rúðuna; honum var mikið niðri fyrir. “petta er ví-st ein þessi svo nefnda mannúðar tilfinning, sem skóarar og -skraddarar hefja til skýjanna. •— Með þeim getur maður á svipstundu orðið vin-sæ-](l hjá þess konar lýð,” sagði Ihann háðs- lega. Baron Mainau hélt áfram að elá á rúðuna, en -blóðið þaut honum til höfuðsins. “pegar eg áður var sj-ónarvottur að þes'su skemtilega smáatviki í garðinum, Raoul, iþá fór eg að verða -sm-eikur u-m, að því miður mundi það vera satt, sem sagt er um þig.” “0g hvað er það, sem sagt er um mig?” spurði Mainau og -snéri -sér við. “Nei, hættu, hættu! — vertu ekki reiður, vin- -ur minn!” sagði frændi -hans í mildari róm. — Hinn stóð þannig, að auðséð var, að hann skipaði og krafðist reikningskapar af frænda sínum. Heið- ur þinn er ekki í veði — þú verður blátt áfram hlægilegur, fþegar þú lætur alræmdan sakaanann sleppa burt vegna eintómrar mannúðar. pað er sagt, að einhver sem var hærra settur, hafi hjálpað þessum déskotans flækin-gi, þessum Hesse, sem var hættulegur maður í skóginum í kring, til að komast hurt, rétt þegar lögreglan ætlaði að stinga honum inn.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.