Lögberg - 05.04.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.04.1923, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖCiBERG, FIMTUDAGINN 5. APRÍL 1923 Jögberg Gcfið út hvern Fimtudag af The Col- ombia Press, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipjeg, Man. Talsimari IS-6327 oý N-6328 Jón J. Ríldfell, Editor Ltanáskríft til blaðsina: THE C0LUMBIA PRESS, Ltd., Box 317t, Winnipeg. tyan- Utanáekrift ritstjórans: EDiTOR L0CBERC, Box 3172 Winnipeg, ^an. Tha ••Ivögbar*" ie prlnted and publlshed by The Columbla Proas. Lilmited, in the Columbia Block, 86 3 t> 867 Sherbrooke Street, Wlnnipeg, Manttoba Hvað veldur? f Heimskringlu, sem út kom 21. marz s. 1. er grein sem nefnist “Hvers er að vænta”? Er það árás á ritstjóra Lögbergs út af greinum um landkosti Canada og framtíðarhorfur í Iþví landi fyrir væntanlega innflytjendur, sem ritstjóri Lögbergs á ekki eitt einasta orð í, og svo á fraím- færslutæ-kifæri manna og á landið sjálft, eða öllu heldur gæði þess. Hvað fyrra atriðið snertir, þá látuím vér það liggja oss í léttu rúmi, því hnútukasti erum vér nú orðnir svo vanir, að vér hirðum ekki um hvort í oss er kastað einni hnútunni færri eða fleiri. En um hitt er oss ekki sama hvernig talað er um landið sem vér búum í — landið, sem fæðir oss og klæðir og hefir yfirleitt veitt fslendingum alls- nægtir síðan iþæir stigu hér fæti á land. pað minsta sem hægt er að krefjast af íslendingum í því sambandi, er að þeir láti landið njóta sann- mælis þegar um það er rætt, en því fer svo fjarri að maður sá, er áminsta grein ritar, gjöri það og minnir hann oss sterklega á það sem Dufferin lá- varður sagði' einu sinni í ræðu, er hann flutti. Hann var að tala um Oanada og tækifæri þau sem land það byði öllum sem af einlægni leituðu þar gæfunnar og komst að þeirri niðurstöðu, að hver sá sem af alúð leitaðist við að komast áfram í því landi kæmist það. En svo bætti hann við: “pað eru til menn, sem ekki gjöra það — til menn sem hér eru imis'heppnaðir og óánægðir, en þeir komast hvergi áfram, — þeir voru mis- hepnaðir í heimalandi sínu, — þeir voru fæddir með mark misihepninnar á enni sér, og þeir halda áfram að bregðast köllun sinni unz lífið bregst þeim-” Skyldi “Homesteader”, sem ritar 1 Heims- kringhi frá 21. marz s. 1. vera einn í þeirra tölu? Til umhugsunar. pau eru mörg umhugsunarefnin sem hrifa huga mannanna á yfirstandiandi tíð og krefjast úrlausnar. Aldrei í sögu mannanna hafa spumingamar sem krefjast svars og úrlausnar, verið eins marg- ar og einmitt nú. Hinir forau siðir, venjur og trú standa skjálf- andi frami fyrir hinni nýju þekkingu og nýju siðum og enginn veit nær þeim verður rutt um koll. En þó verður æfinlega mikið að byggja á hinni liðnu reynslu, og í sumum tilfellum stendur hún óhögguð og býður breytingafýsn mannanna byrginn með bros á vör. f öðrum tilfeUum er trú, eða réttara sagt hjá- trú einstaklinga og þjóða að taka breytingum og stakkaskiftum fyrir vísdndalegum opinberunum, t. d. draugatrúin sem fyrir stuttum tíma var rót- gróin og er það að vísu enn hjá lítt þroskuðuim þjóðium. Nú dettur mönnum ekki lengur í hug að ótt- ast skringilegar afturgöngur — porgeirsbola, sem dró búðina á eftir sér, frafells-móra — dreng- hnokka, sem var klæddur í mórauða peysu og vann allslags strákapör mönnum til meins. Slíka drauga hafa kraftaskáld vísindanna nú kveðið niður. En það eru til aðrir draugar — virkilegir draugar, sem ekki enu minstu vitund betri, og valda ekki minni skaða og óheillufln en porgeirs- boli og írafell&móri, eða pórólfur bægifótur áttu að hafa gjört—öfl, virkileg, áþreifanleg, sem vinna sýnilegan skaða og skemdiir í lífi eiinstaklinga og Iþjóða, og það eru ljótar hugsanir, hvatir og orð. Vísindin segja okkur, að hin minsta hræring huga vors eða handa fari ekki forgörðum — líði ekki undir lök, heldur haldi áfraim að vera starf- andi kraftur í einhverri mynd. Hugsum oss þá allan þann ara-grúa af Ijót- um hugsunum, orðu/m og verkum mannanna, sem sívaxandi og sí-starfandi afl er læsir sig frá einni sál til annarar og legst með heljarafli heiftarinn- ar yfir líf þeirra og áform, eins og eitthvert fer- líki með útbreidda hramma, sem er að bíða eftir að geta vafið sig um sólskinið í sál mannanna og geta kramið hverja ærlega viðleitni þeirra. Er þá nokkur furða, þó útsýnið yfir mann- lífshafið sé nokkuð ömurlegt? Er þá nokkur furða þó menn berist á banaspjótuim í andlegum og líkamlegum skilningi? Er þá nokkur furða þó-sambúð mannanna sé öflnurleg og ísköld? Er það nokkur furða, þó samvinna og samtök vor mannanna séu erfið, þegar þessir draugar nútím- ans eial sífelt að veltast fyrir fótum voram, og að ýskra í eyrum vorum? Og samt halda menn áfram þes&um fáránlega dansi með hrotta-glotti á v'5"urn. Bœkur sendar Lögbergi. Sögukaflar af sjálfum mér. Matthiías Joch- umsson. trtgefandi porsteinn Gíslason. Reykja- vík. 1922. Eftir að það fór að kvisast, að von væri á slíkri bók eftir þjóðskáldð íslenzka, þá biðu marg- ir rneð óþreyju eftir henni. peir iþóttust vita, að þar mundi margt um fróðleik og allir þektu snild skáldsins í máli og framsetningu. svo kom hún, stór og myndarleg á að líta, 600 blaðsíður með registri, auk efnisyfirlits, vönduð að pappír, prentun og öllulm ytri frágangi. Eitt hið vandasamasta verk, sem menn taka sér fyrir hendur, er að rita æfisögur manna, svo vel sé og sanngjarnlega gjört, svo hvorki sé þar úr dregið né ofsagt. En þó er enn vandameira að rita sína eigin sögu og henma rétt frá kostum sínum og löstum, eiginleikum og lundemi, svo að hvergi sé hallað réttu máli. pessir sögukaflar Matthíasar bera með sér, að hann hefir Iagt rækt við að myndimar, sem hann bregður upp og vill að þjóð sín geymi, væra sem skýrastar og eðlilegasbar og þá um leið sann- astar. pessari bók má skifta í þrjá kafla: Ytri lífskjör, sálaráátand og samband og viðskifti við umheiminn. Frá ytri lífskjöram sínuhi segir Matthías hispurslaust, — frá æskuárafium, þegar hann, sökum mjög takmarkaðra efna foreldra sinna varð að fara til vandlalausra og hversu sveinninn tók sér þá vist nærri og viðskilnaðinn við for- eldra siína, einkum móðurina. Hvemig hann fyr- ir aðstoð góðra manna er settur til menta, velur sér prestsstöðuna og svo hinu margvíslega, bæði sorg og gleði, sem mætir honum í embættistíð hans. Frá öllu þessu segir hann svo blátt áfram og með svo mikilli nákvæmni, að lesarinn verður sannfærður um, að svona hafi það nú einmitt verið. Dálítið er öðra máli að gegna, þegar Matthí- as snýr sér að hinum innra manni sínum, sinni eigin sáJ. Sú stóra, fagra og veigamikla sál verður mönnum víst iengst af ráðgáta, og hefir sjálfsagt verið honum sjálfum það líka. Hún var blíð eins og bamsrödd, reikul eins og vind- ský, sterk eins og þrumugnýr—og hver skilur svo samræmið í þessu? Ekki reynir Matthías til þess, að draga úr róti sálar sinnar né efasemda, að því er til hinna lögskipuðu kenninga íslenzku kirkjunnar kemur. Hann tekur þar prestsvígslu, 'þó hann viti, að djúp sé staðfest á milli kenninga kirftjnnnar og þess, sem honum sjálfum fanst sennilegt, í þeirri von, að hann slampist af eins og hinir. Hann verður hei'llaður af kenningiím Unit- ara og þiggur fé af þeim, bæði til að prédika og til blaða útgáfu, tii þess að ryðja kenningum þeirra rúm í íslenzku þjóðlífi. Svo riðlast festa hans í þeim kenningum við lestur rita dr. Carusar um efnishyggjuspeki. Efnishyggjan hvarf fyrir nýguðfræðiskenningum Hamacks, en þær aftur fyrir spíritista hreyfingunni. Var þá ekkert samræmi, engin festa til í sálu þessa gáfaða manns? Jú, vissulega, en hana er ekki að finna í neinum “ismum” mannanna; þeir vora alt of jarðbundnir fyrir hann. Samræmið í sál Matthíasar var fléttað úr þremum þáttum: Trú á algóðan og alvitran guð, mætti norrænnar tungu og kærleik til al'lra manna. Um þriðja kaflann í bók þessari, eins og vér höfum skift henni, mætti rita langt mál, því hann kemur víða við og segir frá mörgu, en það gerir enginn betur en Matthías sjálfur, svo þeir sem viija njóta nautnarinnar af að lesa hann, ættu að kaupa bókina. pað er kunnugra, en frá þurfi að segja, að dr. Matthías Jochumsson sagði allra manna bezt frá mönnuim og málefnum, og í þessum kafla bókar- innar segir hann frá Breiðafirði og Breiðfirðing- um, Rangárvöllum og Rangvellingum, Eiyjafirði og EjTirðingum, Akranesi og Akranesingum, auk fjölda manna og kvenna, sem hann kyntist um alt land. Enn fremur er þar mjög ítarlega sagt frá utanferðuim hans og kynnum þeim, sem hann hafði á þeim ferðum af nafnfrægustu mönnum .NorðurJanda, svo sem Bjömson og Ibsen, Grundfc vig og Brandes, og þar rætt allmikið um stefnur þær, sem þeir menn hófu í Danmörku og beittu sér fyrir, Grundtvigs, eða rómantiska stefnan, sem var að lyfta sálum mannanna frá því lága.og lióta, upp í hið æðsta og göfugasta, sem manns- andinn gat hugsað sér; og realista stefnuna svo- kölluðu, sem segir hisnurslaust til syndanna og í raun réttri er niðurrifsstefna, enda hefir henni svo farið í Danmörku, 'því hún er nú talin :þar út- dauð eða því sem næst. Aftan við æfisögu dr. Matthíasar er eftir- imáli eftir son hans Steingrím lækni; er þar sagt frá ýmsu er snertir æfisögu föður hans, frá sam- sætum /þeim, er honum voru haldin á Akureyri, þegar hann varð 75 og 80 ára. Heillaóskaskeyti, á áttatíu ocr fimm ára afmæli hans, og svo segir hann frá veikindum föður síns og banameini. Bók þessi er skemtileg og hin eigulegasta. Hún er til sölu hiá bóksala Hjálmari Gíslasivni að 538 Sargent Ave., Winnipeg, ÍMan., og kostar Sarah Bernhardt. Hinn 26. f. m., lézt að heimili sínu í Paríar- borg, leikkonan heimsfrægia, Rosine (Sarah) Bernhardt, fædd 1844. Hún var af Gyðinga- aett, en samkvæmt ósk föður síns, skírð og alin upp í kristnum sið.. Árið 1858 innritaðist hún við leiklistarskólann í höfuðstað lýðveldisins franska og hlaut þar brátt verðlaun fyrir draima- tiska hæfileika. Fyrstu afskifti hennar af leik- list á opinberu leiksviði voru þó alt annað en örf- andi. pað var fyrst árið 1862, að hún kom fra.n sem Iphigénie á Théatre Francais, og sætti í það sinn hinum sárustu vonbrigðum. Ekkert var henni þó fjarri skapi, en að leggja árar í bát. Freist- aði hún gæfunnar hvað ofan í annað við hin og þessi leikhús, án þess þó að ná nokkursstaðar verulegri fótfestu. Tók hún þá um hríð að stunda höggmyndagerð, listmálningu og leikritagerð, og varð nokkuð ágengt, einkum í hinni fyrst- nefndu grein. Leið svo fram að árinu 1872, er hún var kvödd af nýjtu til Théatre Francais. Eftir það mátti svo að orði kveða, að æfi hennar væri óslitin sigurför. Ferðaðist hún fram og aftur um Norðurálfuna og hreif til sín hugi þús- undanna. Einnig lék hún í flestuim stærri borg- um Norður og Suður-Aimeríku og töfraði lýðinn með ástríðuhita sinnar lifandi listar. Árið 1882 giftist Sarah Bernhardt grískum leikara, Jacques Diaria eða d’Amala að nafni. Eigi urðu samfarir sem ákjósanlegastar, enda skildu þau brátt að lögum. Son einn lætur Sarah eftir sig og heitir sá Maurice; unni hún honum mjög og gaf upp andann í faðmi hans í lok síðustu hólm- göngunnar við sjúkdóm og dauða. Frulmeðli allrar listar, er að líkindum eitt og hið sama, þótt greinamar hráslist að vísu í ýmsar áttir. pótt neistinn sé sama eðlis, er leiklistin í ýmsum verulegum atriðum, allmjög frábrugðin öðrum listum. Hljómplöturnar geyma raddir söngsnil'linganna frá öld til aldar. Málarar og höggpiyndameistarar hafa skilið eftir sig minjar og minnismerki, er aldimar fá eigi grandað og kynslóð eftir kynslóð getur svalað sér við að skoða og dáðst að.. Rithöfundamir Iifa í leik- ritum sínum, ljóðunn og sögum, mælskumennirn- ir í rituðum ræðum og fyrirlestrum, en leikarinn, tilfinninga og sálarlífstúlkurinn, er ef til vill hef- ir örðugasta og umfangsmesta viðfangsefni allra listamanna meS 'höndum, verður venjulegast að láta sér nægja, þegar bezt gegnir, brot af hrifning saantíðarinnar og ef til vill nokkra sögufrægð. Myndir af leikurum í hinu og þessu hlutverkinu, má ef til vill finna öldum síðar á söfnum. En mál- rómur lei'karans, því allir leikarar eru ekki radd- menn, er gleymdur, sálarlífs og tilfinningahitans nýtur ekki lengur við. Hvað harmleikiallistinni græddist mikið við lífsstarf Sarah Bemhardt, verður ef til vill aldrei metið til fulls, en hitt er víst, að við fráfall henn- ar misti ihún einn sinn tryggasta og áhrifamesta þjón. Sarah Bemhardt var þriungin af lífsfjöri og áhuga fyrir list sinni, svo að segja fram til síð- ustu stundar. prátt fyrir hinn háa aldur, hafði hún aldrei orðið viðskila við æskuna. Hug- tengslunum við listina og lífið, hélt hún öllum óskertum fram í andlátið. Hún lifði og dó eins og hetja. Síðasta sýningin var óefað »ú áhrifamesta — og nú er tjaldið fallið. Miðvikudagskveldið þann 29. f. m., rétt fyr- ir sólgetrið, var leikkonan imikla lög« til hvíldar- innar hinstu í Pere la Chaise grafreitnum, en kveðjuathöfnin hafði farið fram í kirkju hins helga Francois de Sales, að viðstöddu fádæma fjölmenni. Jarðarförin fór fram á kostnað hins opinbera og er mælt, að engri krýndri drotningu hafi verið nokkru sinni meiri virðing sýnd. Mörgum klukkustundum eftir að gröfinni var lok- að, streymdi þangað fjöldi fólks og lagði liljur á leiðið. En á slíkum blómum hafði leikkonan haft mestar mætur í lífinu. E. P. J. Ain grœtur. Á eyðjmörkum Austurlanda Áin Terber hljóðlaust streymir, Hún bylgjum slær á ibera sanda Báruniðinn þögnin geymir. Hún vildi fegin vökva blómum Og vierða lífsins þroska að gagni. En á sandsins auðnuml tómum Er ift að slíta lífsins magni. þegar kyrláttl kveldið bíður Til hvíldar rótt í svefnsins armi, Undan hugar hanmi svíður Hjartað elfar djúpt 'í tbarmi. Hennar bitru harma tárin Heljar þögla sandinn lauga pað græðir enginn soLInu sárin það sér þau ekkert kærleiks auga. Himnaríkið mitt. * .. í vestrinu sólin sígur Syngur í grænum lund. Fuglarnir kátir kvaka Á kyrlátri aftanstund. í moldinni maðkar iða En marglitu fiðrildin Flökta í grænu grasi Og gægjast í húsið inn. Nú finst imér eg hljóta a? hafa Himninum komist næet Við gluggann minn hérna heima Er himnaríkið mér stærst. H E. J. Látið Peninga Yðar á óhultan stað Þér getiö ekki tapaS þeim pening- um, sem vér geymum fyrir ySur. AuSur og festa The Royal Bank of Canada eru trygging fyrir aftur- borgun meS vöxtum nær sem er. THE ROYAL BANK O F CANADA Ástœðurnar fyrir því að hugur íslenzkra bænda hnegist til Canada 37. kafli. Svo má heita að sama regla gildi í Alberta og ihinum fylkjum sambandsins, að því er útmæling- ar áhrærir. Var byrjað að mæla frá landamerkj#ínu Banda- ríkjanna. Hin stærri' útmældu svæði, eru section.s eða fermílur af landi, er taka yfir 640 ekrur. Sérhvert township, þannig mælt út, inniheldur 36 sections, eða 23,- 040 ekrur. Spildum þeim er sections kallast, er svo aftur skift í fjórðunga, eða 160 dcra býli. Héraðsvegir í fylkinu mega á- gætir kallast,, enda hefir verið til þpjrra varið miklu fé, bæði ?rá sveita, sambands og fylkisistjórn- um. Fyfikið samanstendur af borg- um, bæjum, þorpum og sveitar- félögum, er hafa síma eigin fram- kvæmdarstjórn, að því er heirna- málefni áhrærir. A'lls eru se>: borgir ií fyl'kinu. Er þeim stjórn- að af borgarstjóra og bæjarráðs- mönnum, jjcjörnum í almennum kosningum. pó er stjórnar- fyrirkomutlag iborganna sumstað- ar tálsvert mismunandi. Sér- hverri borg er stjórnað sam- kvæmt löggiltri reglugerð eða grundvallarlögum. Bæjum qr •stjórnað af bæjarstjóra og sex fulltrúum, en þorpum stýra odd- vitar ásamt þrem kosnum ráðs- irtönnum. LÖg þau, eða reglu- gerðir, sem bæjum og þorpum ber að hegða sér eftir, nefnast The Towns Act og The Villagie Act. Sveitarhéruð eru löggillt af fylkisstjórn, eðá atjórnardeild þeirri, er með höndum hefir eft- irlit með ihéraðsmárefnum — Municipal Áffairs, samkvæmt bænarskrá frá kjósendum, er í bygðarlaginu eiga dvöl. Sveitar- félagi er stjórnað af sex þar til kjörnum ráðsmönnum og er for- setinn nefndur sveitaroddviti. Sveitarfélög, sem eru að byggj- ast, enn ihafa eigi hlotið löggild- ingu, standa undir beinu eftirliti fylkisstjórnarinnar. Eins og í hinum Sléttufylkjunum., er að finua í Alberta, ai'.ar nútíðar menningarstofnanir, svo sem bókasöfn,, sjúkrahús, skóla og kirkjur. En barna og unglinga- skólar í hverju löggiltu bæjar eða sveitarfélagi, svo og gagnfræða skólar, kennaraskólar, iðnskólar, enn fremur landbúnaðar og verzl- unarskólar, er njóta góðs styrk3 al! opinberu fé. Barnaskólamentun er komin á hátt stig og allir nýjir skólar til sveita, njóta árlega ríf.egs styrka frá stjóminni. Skú'.ahéruð má stofna, þar sem eigi .búa færri en fjórir fastbúsettir gjaldendur og eigi færri en átta börn frá fimm til sextán ára a’ldurs. Skylt er foreldrum að láta börn sín sæíkja skóla, þar til þau hafa náð fim- tán ára aldri. Heimilað er samkvæmt lögum, að láta reisa íbúðarhús handa kennurum á kostnað hins opinbera, þar sem isvo býður við að horfa og nauð- synlegt þykir. Skólahéruðum fer fjölgandi jafnt og þétt og er ekkert tilsparað, að koma menta- stofnunum fylkisins í sem allra best horf. Á landbúnaðarskól- unum, nema bændaefni, visinda- Legar og verklegar aðferðir í bún- aði, en stúlkum er kend ihússtjórn og iheimilisvísindi. Réttur minni hlutans er trygð- ur með isérskólum, sem þó standa undir eftirliti fylkisstjórna^inn- ar, enda verður auk hinna sér- stöku greina, að kenna þar allar hinar, sömu námsgreinar, sem kendar eru í skólum þeim, sem eru fvlkiseign. í iborgum og bæj- um eru gagnfræða og kennara- skólar og í sumum þorpum einn- ig. Mentamáladeild fylkis- stjórnarinnar hefir aðg’t umsjón með skólakerfinu og annast um að fyrirmælum skólalaganna sé stranglega framfylgt. prír kennaraskólar eru í fylkinu, í Ed- monton, Calgary og Camrose. Verða öll kenraraefni lögum sam- kvæmt, að ganga á námsskeið, þar sem kend eru undirstöðui at- riði í akuryrkju. Háskóli Alberta er í Suður-Ed- monton. Eru þar kendar allar algengar vísindagreinar, er kraf- ið er að þeir nemi, er embæt.ti vilja fá í iþjónustu þess opinbera. 1 fylkinu cru 6 skólar er það sérstaka verkefni hafa með hönd- um, að veita sveitapiltum og stúlkum, tilsögn í grundvallar at- riðum landbúnaðarins, svo sem akuryrkju, húsdýrarækt, mjólk- urmeðferð og ostagerð, ennfrem- ur bókfærslu, er viðkemur heim- ilishaldi. Skólar þessir eru í Vermilion, Olds, Claresholm, Raymond, Gleichen og Youngs- town. Námskeið fyrir bændur, eru haldin á ári hverju við landbún- aðarskö’ana og fer aðisókn að þeim mjög í vöxt. Sambandsstjórnin hefir fyrir- myndarbýli að Lacombe og Leth- bridge og nokkrar smærri tíl- raunastöðvar, svo sem þær »7 Beaver Lodge, Fort Vermilion Grouard og Fort Smith. pei’* lcsendur Lógbergs, er æiskja kynnu freka’i upplýsinga um Canr da, gcta snúið sér bréf- lega til ritstjórans, J. J. Bíldfell, Columbia Building, William Ave. og Sherbrooke St., Winnipeg, Manitoba. Andlát Clarissa Harlowe Eftir Scmiucl Richardson. Eg má eins vel reyna að skrifa ; }>ví þó eg færi að hátta, þá gæti eg ekki sofnað. Sorgin hefir aldrei lagst eins þungt á niig, eins og : við andlát Jæssarar aðdáanlegu" konu, sem nú gleöst í sölum ljóss- ins.. Það er þér ef til vill ánægjuefni, að heyra nákvæmar um hina aðdá- anlegu burtför hennar. Eg skál reyna að hakla áfram, því í kring um mig er alt kyrt og hljótt. Heim- ilisfólkið er gengið til hvílu, en eg óttast að enginn þeirra, og sízt frænka hennar, muni hvíldar njóta. Eins og eg gat um í síðasta bréfi minu, þá var sent eftir mér klukk- an fjögur; og af því að þú hefir sagt, að þér falli lýsingar mínar vel i geð, þá skal eg reyna að lýsa því, sem fyrir augun bar, er eg kom að hvílunni. Mér varð fyrst litið á liðsfor- ingjann, hann kraup við rúm- stokkinn og hélt hægri hönd sjúk- lingsins í báðiUri sinum og baðaöi hana í tárum, þrátt fyrir það, þó hún hefði verið að hughreysta hann. Hinu megin við rúmið sat ekkj- an; tárin streymdu niður andlitiö á henni, sem hún lét falla að rúm- stöðlinum, og hún bar sig hið hörmulegasta; þegar hún sá jnig. mæíti hún: “Ó, herra Belford! —” lengra komst hún ekki fyr- ir ekka. Mrs. Smith kraup viö fótagafl- inn, með upplyftu andliti og spent- um greipum, eins og hún væri að biðja um hjálp úr þeim eína 'staft sem hjálpar var að vænta, og runnu tárin ofan andlit hennar. I Ijúkrunarkonan kraup við rúm- ið á milli ekkjunnar og Mrs. Smith. grátbólgin i framan, og hélt á með- aiaglasi í hendinni, sem hún hafði verið að gefa húsmóður sinni úr. Hún leit til mín vonaraugum, eins og hún vildi biðja mig að taka þátt i hinum vonlausa harmi þcirra, og það var eins og sorg þeirra brytist út með meiri þunga, þegar eg gekk að rúminu. Tfús|>ernan stóð út við vegg og fét höfuðið fallast ofan á hand- legg sér og grét sáran. Konan (Clarissa Harlowe) hafði ekki talað orð i nokkrar mínútur. Samt sást hún hreyfa varirnar og hélt frændi hennar um hægri hönd bennar, eins og eg hefi sagt. Þeg- ar frú Lovick nefndi nafn mitt. sagði hún i veikum rómi, en þó skýrt: “Ó. herra Belford. Nú, nú” —með þögn á milli. “Eg lofa Guð fyrir náð ]>á, sem hann hefir auð- sýnt hinu vesala hami sínu — alt er senn á enda — fá, að eins fáein augnablik binda enda á stríðið —- og eg er orðin sæl! Hughreystn hann” og hún sveigði 'höfuðið í

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.