Lögberg - 19.04.1923, Síða 3

Lögberg - 19.04.1923, Síða 3
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 19. APRÍL 1923. * r ■: ^ ^ * =-^ | £S£gSS£SSSS88SS8SSSS8SS8a8888SSSSSS88SS8SSS8S88SSSS8 Sérstök deild í blaðinu S' Ö.LSK 1 W m y SSSSSSSSS3SSS8S8S8S8SSS8SSSSS8SSS8S8S8SSS8SSS8S8S8SS 1 ^ Fyrir böm og unglinga SSS8S8888SSSS8SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS2SSS88 SSS3SSSSSS^SSS8S8S8SSSSSSSSSSSSSSS8SSSSSSSSSSSSSSSS Áhrif leiksins. SVEITA SAGÍA. / i Eftir M. M. Melsted. Átjándi júní var heitur dagur, og það fanst líka fólkinu, er þyrpst hafði umhverfis leiksviðið. Par fyrir innan voru stúdentar frá háskólanum að jþreyta knattleik. Mátti iþar líta fimleg'ar hreyf- ingar og djarfa aðsókn frá ibáðum hliðum. Séra Leonard, 'nýútskrifaður frá prestaskólan- um, var þarna að leik á meðal nokkurra skóla- bræðra sinna. póttist sú hliðin örugg, er hafði hinn unga prest í liði með sér. Var hann svo fljót- ur á fæti, að enginn á leiksviðinu komst þar að • jöfnu. Hann gat og stokkið hærra i loft upp, en nokkur hinna, og var hann því álitinn erfiður mót- stöðumaður. Séra Leonard var af ríkum ætt- um kominn, og þar eð faðir hans var sýslu- maður, fanst honum að sér bæri meira af að- dáun áhorfendanna heldur en hinum ,sem voru að eins sléttir bændasynir. Ungu stúlkumar veittu presti sérstakt athygli • og var hann glæsilegt hreystimenni í þeirra augum. Pað eitt rýrði gildi prests í augum hinna eldri —hvað helst mæðra hinna gjafvaxta dætra, er keptust um að ná athygli hans—að hann jþótti ó- reglusamur og óáreiðanlegur í mörgu. En þær, sem dáðust að kappanum, gátu engin lýti fundið, sem ekki mætti lagfæra. pað var svo sem ekki hætt við, að hann, presturinn, yrði annað en fyrirmynd ungra manna, eins og að hann væri frægasti kapp- inn á leiksviðinu. Á meðal margra áhorfenda var ungfrú Kerúlf. Var hún háskólakennari og var nú nýkomin heim \ til foreldra sinna eftir nærfelt árslanga fjarveru. Var hún öllum kærkomin og allar bygðarstúlkumar keptust um að iíkjast ungfrú Díönu. Hún var yfir- lætislaus, ann fögrum listum og dýrkaði þá, er reyndust skara fram úr S hverri grein sem var. Og hún var sérstaklega lagin með að halda öllum glöð- um, er náðu til hennar. Hún elskaði foreldra sína og launaði þeim sitt góða uppeldi með kærleik og íögrum siðum, og hún vann öll verk með sinni kæru móður, er hennar verkahringur náði til. Herra Kerúlf var vel staddur bóndi og starfaði vel að hag heimilisins. Eftir ósk Díönu fór Anna móðir hennar með henni til knattleikanna þenna dag. Hafflöturinn fram undan bænum var sem gljáandi spegill. Sólin þerði döggina af jörðinni og blöðin á trjánum iðuðu hálf ékrælnuð fyrir léttri golu, er lék sér í toppum trjánna hátt yfir höfðum mannanna^ I Rykið frá brautinni gerði loftið þungt og heit- ara. Alt yfir mátti líta langar lestir af hestum og vögnum, stem voru á leiðinni til leikvallarins. \ Geir Sverris var ungur, uppvaxinn bóndason í grendinni. Hann var fyrirvinna hjá móður sinni og var um tvítugsaldur. Var hann maður dulur og fáskiftinn, en kom alls staðar fram til góðs og vildi ætíð rétt gjöra við hvem sem hanin átti. Orð lék á, að hann væri sterkastur allra manna í því bygð- arlagi. Fáir vissu, hversu mikið afl hans var, en á skólaárum hans stóðst hann enginn, þegar um fangbrögð var að ræða, og mörgum fanst mikið um, þegar þeir sáu Geír beita afli sínu við ýms þung störf. Sjaldan fór hann til leikja. Hafði enda fáar •frístundir frá búgarði sín,um. penna áðumefnda dag er Geir árla dags að verki. Og við morgun- verðinn spyr hann móður sína, hvort hún ekki vilji aka með sér til knattleiksins þann dag. “f dag? Mér er ekki hægt að fara, því nauð- synleg störf banna það,” svaraði móðir hans, en "bætti við: “En láttu það ekki setja þig til baka, því nú í ár hefir þú hvergi farið á leiki eða skemti- samkomur. Eg get vel gætt verka þinna ásamt rm'num, að eins einn dag.” “pað er vel sagt, móðir,” svaraði Geir. “Mig langar, til að fara til leiksins í dag, en eg vona, að það verði ekki fleiri dagar á sumrinu, sém eg van- ræki störf mín.” tJmhverfis leiksviðið var þéttskipað fólki og sæti öll upptekin. Álengdar mátti heyra fagnðar- hljóð og köll, og klútar blöktu yfir höfðum fjöld- ans, sem líktist fljúgandi hvítum dúfum hringinn í kringum þá, sem léku. pað var enginn asi á Geir, og það voru margbreytilegar hugsanir, sem brutust um í huga hans á leiðinni. pað var ekiki boltaleik- urinn, sem olli þeim hugarhræringum. pað var annar traustari grundvöllur fyrir framtíðar áform- um hans, er tilfinningar hans snerust um. pað var jafn snemma, að Geir kom á áfanga- staðinn, og þær mæðgur, Díana og móðir hennar, stigu út úr vagni sínum nærri leiksvæðinu. Geir hraðaði sér til þeirra og ,heilsaði þeim mæðgum kurteislega, og bauð Díönu velkomna heim eftir fjærveruna. pær fögnuðu Geir vel, og bauðst hann til að sjá um hesta þeirra, er þær þáðu þakksam- lega. pær mæðgur hröðuðu sér þar næst til hinna áhorfendanna, en Geir kom hesti þeirra ásamt sín- um í öruggan geymslustað, og gekk þar næst þang- -að, er þær mæðgur höfðu valið sér stað. * En öll saeti voru upp tekin. pó tókst Geir að þrengja svo að þeim er fyrir voru, að þær mæðgur fengu sæti, tn sjálfur stóð hann við hlið ungfrúarinnar, er sjá- anlega gerði ihana feimna í fyrstu, en áhrifin frá leikendunum heilluðu huga hennar og dáðist hún sem aðrir að leikfimi herra Lenóards. # Geir var fár, en gaf leikendum náið athygli, tví á skólaárum sínum var hann talinn góður knatt- Jeikari. (Meira). VÆNGBROT. Úr gleymsku vaknar gömul sýn, eg geng um æskulöndin mín. Um daJlinn þýtur blíður blær, í brekkuhvammi rósin hlær. Og gullnum lokkum sveipar sól í sumarveldi dal og hól. Á léttum vængjum leikur sér í lofti björtu þrastaher. Eg gekk um skóginn æsku-ör og ekkert tafði mína för; þá sá eg fugl — hann látinn lá með lokuð augu steini hjá. Og hörð var þessi hinsta sæng, er honum gafst með brotinn væng, sem bólginn lá um beran stein og brotið það, var dauðamein. Eg fer til þín á fjarra strönd, þú flýgur þar um gullin lönd. Pú syngur frjáls um vor og von, þú vængjalétti himins son. PÚ horfir út á höfin blá og hug þinn grípur ferðaþrá. pú veizt að Eyjan skín við ský, með skautið hvíta, björt og hlý. pú flýgur djarfur langa leið á léttum vængjum höfin breið. pér heilsar Frónsins hæð og strönd, þín heiðu, kæru draumalönd. pú syngur frjáls um vor og von, þú vængjalétti himin-son. pú flýgur yfir fjöllin blá þinn forna, þráða dal og sjá. pér heilsar tindur, lækur, lind, þú leikur þér við'-morgunvind. Og æskan rjóð Og ellin grá er unaðsfangin þig að sjá. pú flytur öllum vor og von, þú vængjalétti himin-son, er leikur þú um loftið blátt með ljóðahlátrum dag og nátt. — En síðar bjarta sumamótt, eg sé þig einn með slitinn þrótt. Með brotinn væng og brostna von þú bíður dauðans, himin-son. pín sára rödd er sorgarvein, þú sofnar loks við harðan stein. pig vinarauga ekkeit sér og engin móðir hjúkrar þér. Heimilisblaðið. “Máttugur til að hjálpa”, Maður nokkur gekk aíleiðis í myrkri og datt í foragryfju og fékk með engu móti komist upp aftur. Komgfutse, hinn mikli dygðakennari Kínverja gekk framhjá. “Kong, meistari, líknaðu mér”, hrópaði maður- inn. “pað er sjálfum þér að kenna, að þú liggur þama”, svaraði Kong. “Legðu fram allan vilja þinm og kraft til að komást upp ú(r ófærunni. pað ér vegurinn til að komast áfram.” Svo hélt meistari Kong áfram ferð sinni. “Æ, andvarpaði maðurinn — vegurinn til að komast á- fram —, en hvaðan fæ eg kraftinn til þess ?” pá gekk Lootes fram hjá, hinn djúpvitri spek- ingur Kínverja. “Lao, meistari, líknaðu mér!” hrópaði maður- inn. “Góði maður,” svaraði Lao, “allar þrautir eru sjálfskaparvíti. Ef mennirnir létu leiðast af með- fæddri, náttúriegri hvöt, þá væri ait ágætt. Hverfðu aftur til náttúrunnar; það er leiðin til að komast áfram.” Og svo fór hann leiðar sinnar. “Æ, já”, svaraði maðurinn, “eg á að snúa aft- ur, en hvemig get eg losnað úr leðjunni hérna?” pá kom Buddha, sjálfsafneitunarspekingur Ind- verja. “Sjáðu, maður!” svaraði Buddha, “tilveran e- eintómt böl. Slöktu alla löngun, alla þrá”. Og Buddha fór leiðar sinnar. “Eg á ekki að þrá neitt”, kveinaði maðurinn, “en nú langar mig einmitt til að losna úr leðjunni héma.” pá kom Muhamed, hinn mikli spámaður Araba. “Muhamed, þú hinn mikíli spámaður, líkna þú mér!” v “Eg sé” sagði Muhamed, “að þessi þraut þín er nú einusinni orðin forlög þín og við því er ekkert hægt að gera”. Og svo fór Muhamed leiðar sinnar. “Æ, eg vesali maður”, kveinaði maðurinn, “öll von er úti!” Síðast kom Kristur, frelsari heimsins. “Jesús, meistari, líkna þú mér!” bað maðurinn. pá svaraði Jesús: “Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eru hlaðnir og eg mun veita yður hvíld, því að mannssonurinn er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það. Trúir þú að eg geta gert þetta?” “Já, eg trúi herra, frelsaðu mig!” Og Jesús rétti út höndina og hjálpaði mannin- um, og hann fýlgdi honum. “Eigi er heldur annað nafn undir himninum, er menn 'kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpn- um að verða”. SöGUR A F GIP. Herra ritstjóri Sólskins! — pegar eg las söguna af honum Trygg í Æðey í sólskini, þá datt mér 1 hug að segja þér sögu af hundinum mínum. Hann heitir Gip, og er úlfa-hundur gul-brönd- óttur á lit með svartann haus. Síðastliðið haust fór faðir minn og bróðir tutt- ugu og fimm mílur í burtu, til þess að ná upp heyj- um handa skepnunum okkar, því uppskeran, bæði korn og hey brást. Eina nótt þegar þeir voru í burtu, þá kom Gip að glugganum, þar sem við mamma sváfum og gelti og hamaðist og lét öllum látum, og þegar hann hélt að eg ætlaði ekki að gegna sér, var hann rétt að því kominn að brjóta glugg- ann, svo eg stökk upp úr rúminu og lyfti upp glugga- tjaldinu og leit út og s'á þá glampa af eldi á trján- um í kring, svo að við mamma fórum út á nátt- klæðunum og sáum að kviknað var í aðal geymslu- húsinu, sem var aðeins fá fet frá húsinu okkar., pað var stórt geysmluhús og verkstæði pabba og miklu stærra en íveruhúsið, svo að við geymdum þar alla ihluti sem hægt var að komast af án í hús- inu. Húsið brann niður á fáum mínútum og alt sem í því var og við gátum, ekkert að gjört nema með naumindum bjargað íbúðarhúsinu, einungis fyrir það' að við höfðúm stóra málm-ámu fulla af regnvatni. Nokkrum sinnum gat eldurinn læst sig í húsið, en mamma gat altaf slökt hann, en hún Wrendist svo mikið að hún varð að vúra undir lækn- is umsjón fyrir tíma og er ekki jafn góð enn. Strax og við komum út, þá kom Gip tiil okkar og sýndist vera svo hróðugur og montinn og auð- séð að hann fann til þess, að hann hafði haft sigur, og að hann hefði unnið eitthiert þarkt verk. Hann virtist vera framúrskarandi vitur í alla staði og eftirtektasamur með alt sem kemur við heimilinu og ætíð er hægt að sjá það að hann gerir sér mik- inn mannamun. Við höfðum tvo aðra hunda á heimilinu, sem hvergi létu á sér bera, og Virtust ekkert um þetta vita, samt voru þeir góðir hundar, því við seldum þá fyrir góða peninga eftir brunann, en fyrir Gip tækjum við enga peninga, hvað mikið sem í væri boðið, því það er áreiðanlegt, að húsið hefði brunn- ið líka og rnáske eg og mamma, ef hann hefði ekki gert okkur aðvart. pegar hann var svolítill hvolpur komst hann tvisvar inn í húsið og stal mjólk, svo að mamma skammaði hann duglega, en viti menn, hann fæst a/ldrei til að koma inn í húsið síðan, hvernig sem við látum. Hann er ennþá mjög ungur, en er æfinlega mjög stiltur, en ef að fólk er hér og við erum að fljúgast á í gamni og hann heldur að við meiðum okkur, þá rýkur hann í milli okkar. Sama ger'r hann við alt, þó það sé ekki nema hænur og svín eða aðrar skepnur. Einu sinni var eg að ferðast heim af P. 0. og það elti mig nágranna hundur, mér líkaði illa að haf a hann með mér svo eg bannaði honum að fylgja mér. Gip sá og heyrði þetta, en lét semi ekkert væri, en hundurinn gegndi ekki svo að áður en mig varði var Gip þotinn í hann og hunsi sneyptist í burtu. Eg hefi aldrei fyr vitað til að hann færi í hund að fyrra ibragði. Margt fleira mætti segja um Hann, en eg held að þetta sé orðið nógu langt í þetta sinn. Getur skeð að eg segji þér eitthvað af honum seinna. Vinsamlegast Christine Oliver. SKRÍTLUR. Jón: Af hverju ertu að gráta, mamma? Móðirin: Af því að hann Ámi bróðir þinn ver Öllum aurunum sínum til að sitja í leikhúsinu. pú ætlar ekki að gera það, þegar þú ferð að vinna þér inn aura. Jón: Nei, mamma, það skal eg ekki gera. Eg skail altaf fara í Bíó. Takið aftur. — Wessel hafði sagt við konu nokkna, að hún væri ekki þess verð, að hrækt væri á ihana. Honum var því stefnt fyrir rétti og heimt- að að hann tæki slík orð aftur, sem hann gerði þannig: “Eg tek hér með ummæli mín aftur; eg hefi sagt, að þessi kona væri ekki verðug þess að hrækt væri á hana; en nú er hún einmitt verðug þess. Svarið. — Herforingi nokkur sagði einhverju sinni við Wessel. “Ef eg ætti heimskan son þá skyldi hann verða skáld”. “pá hefur faðir yðar verið á annari skoðun”, svaraði Wessel. LÍFIÐ OG LÍFSLOK. Lífdaganna sígur sól sína leið án tafar; senn mér verður búið ból á botni köldum grafar. pá er úti þraut og kíf, það mér gleði vekur; aftur kemur ánnað líf, sem enginn frá mér tekur. pá eg lifi um eilíf ár öllum sviftur mæðum; þá ei framar felli tár, en fagna lífsins gæðum. I — Hetmilisblaðið. ■*——------------------------- Professional Cards DR. B. J. ÉRANDSON 216-220 MEDICAIi ARTS BLDG. Cor. Graham and Kenncdy Sts. Phone: A-70G7 , Offlce tlmar: 2—3 HeimiU: 776 Victor St. Phone: A-7122 Winnípeg, Manitoba THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrifstofa: Room 811 MoArthar Building. Portago Ave. P. O. Box 1656 Phones: A-6819 og A-6840 DR. 0. BJORNSON 216-220 MEIHCAL ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Phone: A-7067 Office tlmar: 2—3 Heimill: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Mauitoba W. J. LINDAL, J. 11. LINDAL B. STEFANSSON Islenzkir iögfra-ðlngar * 3 Home Investment Building 468 Main Street. Tais.: A 4963 þelr hafa einnig skritstofur aR Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar «6 hitta á eftirfylgj- andl tlmum: Lundar: annan hvern mifivikudag. Riverton: Fyrsta flmtudag. Gimliá Fyrsta mlSvikudag Plneý: þriSja föstudag I hverjum mánuöi. DR. B. H. OLSON 216-220 MEDICAL ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Phone: A-7067 ViStalstmi: 11—12 og 1—5.30 Hehnili: 72S Alverstone St. Winnlpog, Manitoba ARNI ANDERSON ísl. lögmaður í félagi við E. P. Gafland Skrifst.: 801 Electric Rail- way Ghambers Talsími: A-2Í97 DR J. STEFANSSON 216-220 MEDICAL ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aS hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Talsími: A-3521. IleimiU: 627 McMillan Ave. Tals. F-2691 '\ * A. G. EGGERTSSON LL.B. ísl. lögfræð'ngur Hefir rétt til að flytja mál bæði í Man. og Sask. Skrifstofa: Wynyard, Sask. DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd Buiiding Oor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýki og a8ra lungnasjúkdóma. Er aC finna & skrifstofunni kl. 11—12 f.h. og 21—4 e.h. Sími: A-3521. Heimili: 46 Alloway Ave. Tal- slmi: B-3158. f Phone: Garry Ml€ JenkinsShoeCo. •89 Notre Dame Avenue ; • DR. A. BLONDAL 818 Someraet Bldg. Stundar aérstaklega kvenna «g barna ajúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. 3 til 5 e. h. Talsími A 4927 Heimili 806 Vlcter S%r. Simi A 8180. A. S. Bardal 843 Sherbrooke St. S.Iur Ifkkiatui og annast um útfarir. AUur útbúnaður aá bezti. Enafrem- ur aelur bann alakonar nunniavarða og legateina. , Hkrlfst. talainai N DcOH Heimllls taladml N é«Of DR. AUSTMANN 848 Somerset Blk. Viðtalstími 7,30 — 8,30 e. h. Heimili Suite 4 Marie Apts, Alverstone St. Sími: A2737. Res N8885 PRENTUN komið með prentun yðar til The Columbia Press Ltd. Wllliam & Sherbrooke DB. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDICAL ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Talaími A 3521 Heimili: Tala. Sh. 3217 Vór geymum reiðhjól yfir veturinn og gerum þau eins og ný ef þess er óskað. Allar tegundir af skautum búniar til samkvæmt pöntun. Áreið- anlegt verk. Liimr afgreiðsla. EMPIRE CYCLE CO. 641 Notre Dame Ave. J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald St. Talsími: A-8889 Vrér leggjuni sórstalca úherzlu ú að selja meðul eftir forskriftnm lækna. IIii» beztu lyf, sem hægt er að fá eru notuð eingöngu. . pegar |>ér komið með forskriiftum til vor megið þjer vefa viss nm að fú rótt það sem lækn- irhin tekur tU. COLCLEUGH & CO., Notre Damo and Sherbrooke Phones: N-7659—7650 Giftingaleyfisbréf seld ralsímnr: Skrifstofa: N-6225 Heimiii: A-7996 HALLDÓR SIGURDSSON General Contractor 808 Great West. Perm. Loan Bldg. 356 Main St. Munið Símanúmerið A 6483 og pantið meðöl yðar hjá oss. — Sendum Pantanir samstundis. Vér afgreiíum forskriftir meC sam- ' vizkusenri og vörugæði eru öyggj- andi, enda höfum vér margra ^ra lærdémsrlka reynslu aö bakl. — Allar tegundir lyfja, vindlar, Is- rjömi, sætindi, ritföng, tóbak o. fl. McBURNEY’S Drug Store Cor Arlington og Notre Dame Ave JOSEPH TAYLOR LÖGTAKHMAÐUR Heimilistala.: St. Joton 1644 Skriístofu-Ttals.: A 6667 T«kur lögtaki bæBl húMl.lguokulAg veB.kuldir, vlxUnkuldlr. AfgraiBtr M œm aB iögum lýtur. BkrUnofa 266 Malo 8«ww Verkstofu Tals.: Heima Tals.: A-8383 A-9384 G. L. STEPHENSON Plumber Allskonar rafmagnsúliökl. svo sem stratijúm víra. nilar tegutullr af glöstim <»s aflvaku (batteriee) Verkstofa: 676 Home St. J. J. SWANSON & CO. Verzla með fásteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 808 Paris Bldg. Phones. A-6349—A-6310 ■ Giftinga og i 1 / Jarðarfara- °*om með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. B720 ST IOHN 2 RING 3 “DUBOIS” LIMITED. ViB litum, hreinsum og krulluim fjaSrir. — Föt af ölium gerBum •hreinsuB og lituB.— Gluggablæj- ur, Gólfteppi, Rúmteppl hreina- uB eftir nýjustu tlzku. Pöntunum utan af landi sjer- stakur gaumur gefinn. Tais. A-3763 276 Hargrave St. \ B. J. LINDAL, eigandi

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.