Lögberg - 19.04.1923, Blaðsíða 4
Blfl. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. APRÍL 1923.
JTogberg
Gefið út hvern Fimrudag af The Col-
nmbia Press, Ltd.,SCor. William Ave* &
Sherbrook Str.. Winnipeg, Man.
Talaimars IV-6327 oi N-6328
Jób J. Bíldfell, Editor
UtanásVrift til btaSsina:
Tr|E eOLUMBlA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnfpeg, *l»n.
Utaná»krift ritatjórans:
EDiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnlpeg, (flan.
The "Lögbers/' ls prfnted and publlshed by The
ColumbU Pree«, Limlted, in th» Columbia Block,
86* t> 8S7 Sherbrooke Street, Wlnnipeg, Manitob»»
Gleðilegt sumar.
Sumardagurinn fyrsti hef ir lengi verið og er
enn, einn af hátíðisdögum íslenzku þjóðarinnar.
iMeð honum hefir þjóðin endurfæðst til nýs lífs
nýrra vona og nýrra framkvæmda. J>ví kaldari
og lengri, sem veturinn er, þess velkomnara verð-
ur vorið og sumarið. Vorið er trúarbrögð lífs-
ins—endurvakning þess alls, sem veturinn lagði
í læðing. Guð gróandans býr í vorjnu og lætur
það flytja fagnaðarerindi sumarsins frá sál til sál-
ar. Að vera sumarhugsjóninni trúr, er sama og
að vera trúr lífinu sjálfu. Æskan á að vera
syngjandi vor—manndómsárin síbjart sumar!
Ákvörðun sem er einhvers virði
Fyrir nokkrum árum síðan sátu tveir menn '
og voru að tala saman. Annar maðurinn var
nokkuð við aldur, hinn barnungur, nýbúinn 'að
ljúka námi sínu við háskólann, og talið snerist
um framtíð hins unga manns.
Eins og oft vill verða, lýsti sér -hæði^kvíði
og efi í orðum eldra mannsins, þvi hann var faðir
hins unga , þegar hann sagði: "Mér finst þeir
vera svo margir ungu mennirnir, sem enga fasta
ákvörðun hafa, heldur láta berast með straumn-
um, unz sjálfstæðis þráin er þrotin,1 tækifærin
horfin og lífskraftarnir orðnir lamaðir.-'
"Eg ætla ekki að verða einn af þeim, 'faoir
minn", svaraði svainninn ungi. "Eg ætla ekki „'
að verða að núlli í heiminum. Eg hefi ásett mér
að láta til mín taka pg láta líf mitt verða ein-
hvers virði. Eg hefi ásett mér, að láta verða eins
mikið úr hæfileikum iþeim, sem Guð hefir gefið
rnér, og eg framast megna. Eg skal ekk verða
iðjuleysingi. Eg skal keppa átfram af öllum
kröfum og eg skal vinna baki brotnu til þess að
eitthvað geti orðið úr mér. Eg er ekki að hugsa
um háttlaunaða þægindastöðu, eg kýs miklu
fremur að bjóða erfiðleikunum byrginn.
Eg ætla mér ekki að vera svo ístöðulaus, að
eg 'þoli ekki smáskvettur. Eg"ætla hvorkikað láta
lokkast ^f ginningum manna, né bugast af háð- •
glósum þeirra, frá að komast í fremstu röð í.
atvinnugrein þeirri, sem eg vel mér. Eg hefi
fastlega ásett mér, að ná þar æðsta sæti. Að
minsta kosti ætla eg ekki að láta úthluta mér
annað eða þriðja pláss, án þeirra sterkustu mót-
mæla, sem að eg á til.
Egætla ekki að Tcvarta, vorkenna eða telja
eftir sjálfum mér. Ef hlutirnir ganga illa.—
reynslan verður sár—, þá ætla eg að sýna hug-
prýði. Eg ætla aldrei að þreytast, aldrei að
sleppa tökum, aldrei að viðurk'enna að eg sé yfir-
unninn, a'ldrei að láta beygjast fyrir erfiðleik-
unum.
Eg ætla að dvelja við hina bjartari hlið lífs-
ins í huganum. Eg veit, að forsjónin hefir gert
mig svo úr garði, að eg get notið hins bezta:
velgengni, þæginda og jafnvel allsnægta. Eg
ætla að leita að þeim gjöfum lífsins, sem fæðing-
arréttur minn gefur mér tilkall til — lífsánægju,
allsnægta—, og eg veit, að aðferðin til (þess að
öðlast þau, er að vonast eftir þeim."
Og hinn ungi maður lifði eftir þessari á-
kvörðun, og hver skyldi þá furða sig á því, þó að
hann hafi nú náð æðstri virðingu á meðal stétt-
arbræðra sinna og í félagslífinu á meðal með-
borgaranna ?
Og enn er það eina leiðin fyrir alla, sem eru
að leggja út á lífsins brautir, ef þeir vilja þang-
að ná.
Hótfyndi.
Kunningi vor Lárus Guðmundsson ritar all-
langt mál í þetta biað Lögbergs til þess að sýna
og sanna, að'vér höfum ekki látið höfund kvæð-
isins "Melkorka við lækinn", í pjóðræknisritinu-,
njóta sannmælis í þeim fáu orðum, sem vér sögð-
um um kvæðið hér í blaðinu fyrir nokkru síðan.
Bentum vér þar á, að það væri ekki nema á ein-
stöku manna færi að fara svo í bundnu eða ó-
bundnu máli með myndirnar sem fslendingasög-
urnar hafa að geyma, og við eigum, að þær ekki
mistu í . Eða með öðrum orðum, að það sé engum
heiglum hent, að bæta um handaverk söguritar-
anna fornu. En söguritari Laxdælu segir ekkert
frá samræðum þeirra Melkorku og ólafs sonar
hennar við lækinn. Hann að eins sýnir oss þau
þar árla morguns og segir, að þau hafi verið í
samræðum. Hann segir ekki, um hvað þau hafi
rætt. En frú Jakobína Johnson bregður Ijósi upp
yfir það atriði í kvæðinu "Melkorka við lækinn",
með því að láta Melkorku vera^að segja syni sín-
um frá ættarsambandi sínu við íra, sem er svo
undur sennileg tilgáta og gjörir mynd móðurinn-
ar skýrari og fegurri í huga vorum. Vér sögðum
Iíka í ummælum þeim, sem hr. Lárus Guðmunds-
son er að ávíta oss fyrir, að myndin af Mélkorku
við lækinn yrði skýrari í huga manns eftir að hafa
lesið kvæðið, en hún var áður, og datt oss ekki í
hug að það yrði talið niðrandi fyrir nokkurn höf-
und, þó um hann væri sagt, að hann hefði bætt
handaverk hinna fornu sagnaritara vorra. Oss
fanst þá og finst enn, að hver einasti höfundur
mætti vera fullsæmdur af þéim vitnisburði, hvar
a bygðu bóli sem hanri væri.
Raunir Heimskringlu.
pað er næstum að manni verði á að vikna um
augu, þegar maður les greinina, sem út kpm í 27.
tölublaði Heimskringlu, með fyrirsögninni
"Hvers á fóstran að gjalda?" Svo er hreimurinn
í grein þeirri angurvær — næstum óskiljanlega
angurvær. pó er ekki gott að gjöra sér grein
fyrir þeim blæ, gráts og gremju, er 6Ú grein and-
* ar að lesandanum. Varla getur umtalsefnið
vakið slíka kend. pví ritstjórinn er þar að tala
um gæði landsins, sem hann býr í — Canada, og
kemst að þeirri niðurstöðu að það sé mesta 'fram-
tíðarland í heimk Ekki ætti sú þugsun að geta
vakið öldur hryggðar eða hörmung-a í huga neins
manns.
Og þegar loksins að sál ritstjórans varð/
snortin af fegurð og landgæðum Canada, að þá
einmitt skyldi gremjan þurfa að vefja sig inn í
hugsanirnar og spilla jafnvæginu, rónni og á-
nægjunni. — Lögberg þurfti þá endilega að vera
að fiækjast inn í hugarfylgsni ritstjórans og
skjóta hausnum upp hvað eftir annað og vitan-
lega raska hræringum hugans í hvert skifti.
Landið auðuga — Lögberg með auglýsingar sem
borgað er fyrir, og svo Heimskringla með aldeilis
ekki neitt. Er þá nokkur furða þó gleðin verði
angurvær? Já, vesalings Kringla, hún má þó
minnast betri tíðar, þegar hann Roblin og hann
Borden sátu að ríkjum. pá var þó ékki brent fyr-
ir að hún fengi borgað fyrir auglýsingar við og við.
En svo kom samsteypustjórnin og hann Meighen
sem ekki fekkst til að kasta í hana beini, þó tveir
mætir flokksmenn hans bæru hana fram fyrir
hann á bænarörmum.
Er ekki fremur erfitt fyrir ritstjórann eða
nokkurn annan mann að vera glaðann og gremju
frýjan, þegav alt er að snúast öfugt, og svo þeg-
ar við alla þessa dauðans armæðu bætist, að verða
að skrifa þessa áminstu grein til þess að sýna
lit á að bæta fyrir níð það um Canada, sem blað- -
ið hefir verið áð flytja nú að undan förnu. ]7á
verður vorkunsemi vor nærri því grátkend.
Robert Cecil.
Einn af nafnkendustu stjórnmálamönnum
Breta, Robert Cecil lávarður, hefir verið á ferða-
lagi um Canada og Bandaríkin að undanförnu.
Tilgangur farar hans var sá, að útbreiða manna
á meðal 'skilning á gildi þjóðbandalagsins —
League of Nations.
Eins og kunnugt er, var Robert Cecil einn
hinn allra ákveðnasti fylgismaður pjóðbandalags-
hugmyndarinnar, í því formi, sem Wilson Banda-
ríkjaforseti bar hana fram og barðist fyrir henni
á friðarþinginu í Versölum, þar tjl yfir lauk.
Bandaríkjaþjóðin bafnaði þjóðbandalags hug-
myndinni, eða að minsta kosti neitaði að taka 'þátt
í þeim félagsskap um hríð, en samt hefir málið á-
valt átt og á enn marga góða og göfuga stuðnings- '
menn þar. Aðal erindi Cecils lávarðar til Banda-
ríkjanna var það, að reyna að sannfæra þjóðina
um gildi þjóðbandalagsins að því er snerti try,gg-
ingu fyrir alheims friði. ^Hver árangurinn af för
hans kann að verða, er enn á huldu, þótt hitt sé
víst, að ýmsir leiðandi menn, áður andstæðir hlut-
töku Bandaríkjanna í félagsskap þessum, hafa nú
skift um skoðun. Robert Cecil er af aðalsættum
kominn, sonur Salisbury lávarðar. Forfeður hans
fylgdu um langt skeið, mann fram af manni, í-
haldsflokknum brezka að málum, en sjálfur varð
hann þegar í æsku snortinn af hinni frjálslyndu
stjórnmálastefnu og hefir fylgt henni trúíega
jafnan síðan. Árið 1906 kom Robert Cecil fyrst á
þing og lét þegar allmikið til sín taka. f ráðuneyti
Lloyd-George's, átti hann sæti um hríð og sat á
friðarþinginu í Versölum, sem einn hinn allra á-
hrifamesti fulltrúi þjóðarinriar brezku. . Robert
Cecil er eigi að eins talinn að vera einn af h'inum
hygnustu stjórnmálamönnum Breta, heldur kalla
margir hann Baldur hinnar brezku þjóðar — þann
hvítasta allra Ása. Á þingi nýtur Cecil tóvarður
óskiftrar virðíngar allra flokka og er meðal ann-
ars einn þeirra fáu í brezka þinginu, sem ávalt
hefir komið sér vel við verkamannaflokkinn og
dregið taum hans, þegar að honum hefir verið
þsengt.
Eigingirni og upplýsing.
Upplýst eigingirni hefir svo fedkimikla yf-
irburði fram yfir óupplýsta eigifgirni, að sú teg-
und hennar á það sannarlega sikilið, að henni sé
sérstakur gaumur gefinn. En þrátt fyrir það er
upplýsing, sem bundin er ei^ingirni, að eins gler-
augu, sem skýra að litlu leyti stutt og hrukkótt
útsýni. Ef veröldin vill sjá lengra en fram
fyrir sínar eigin tær, þarfnast hún betri sjón-
auka en þessi gleraugu geta veitt. Upplýsing og
eigingirni eiga skamma leið saman. Vegir skilja
skjótt. Hinn eini vegur er bæði beinn og breið-
ur, en eigi svo breiður, að upplýsing og eigingirni
geti rúmast samhliða á honum. En samt verður
veröldin að ganga þann veg fyr eða síðar, því það
er sú eina gata, sem liggur í allar áttir, nema að
fenum og foræðum. Einn uppdráttur er til af
(þeirri braut, og sá er upplýst óeigingirni. i
Upplýst óeigingirni meinar ekki hóflausar ?
fjárgjafir til náungans, heldur ekki ótaMmarkáða
viiinu í J?arfir annara; ekki heldur býður hún að
bjóða skuli hina vinstri kinn, er slegið hefir ver-
ið á hina hægri En hún kennir, að allir me'nn
séu samtengdir, og myndi að minsta kosti tvo
samningsaðila í öllum viðskiftum, að enginn
samninguí geti verið til frambúðar, eða af var-
anlegum toga spunninn, sem gerður er í eigin-
gjörnum tilgangi fyrir aðra hvora hliðina.
Upplýst óeigingirni segir, að engin hyggindi
séu í því falin, að blihda aðra sjálfum sér í hag,
heldur þvert á móti beri það vott um heimsku,
því |»að sem sé slæmt fyrir annan málspart,
verði áreiðanlega slæmt fyrir báða, er fram í
sækir. Upplýst óeigingirni veit, að sómatilfinn-
ing er strengur sá, er bindur alla menn saman,
og að orðheldni, sannsögli og göfuglyndi er eng-
inn óþarfi, heldur bráð nauðsynleg fo'rystuein-
kenni í framsóknarbaráttu lífsins.
Nútíðar galdramenn.
pegar hugsað er um, hvað gera megi nú á
dögum með ritblýi og hvítu pappírsblaði, kemst
maður að þeirri niðurstöðu, að með þessum tveim
hversdagslegu hlutum, má gera nálega alt, sem
galdramenn gerðu í fyrri daga með öllum sínum
mörgu töfra- og verndargripum, óska- og lukku-
steinum. '
Á máð og lúið pappírsblað mætti t. d. skrifa
ávísun, sem flytti feikna fjárupphæð "hálfan
hnöttinn kring." Einnig mætti nota það til að ,
skifta um eignarrétt á stóru landflærni, eða jafn-
vel heilum löndym. Á það mætti rita dauðadóm
heilla mannfylkinga, eigi síður en sýknun ein-
staklings.
Tónskáldið gæti skráð þar lag, sem vekti
huggun og gleði hjá mil-jónum manna um heim
allan; og skáldið kvæði, sem læsist og lærðist
kynslóð fram af kynslóð.
En jafnframt eru svo miklar allsnægtir af
þessari töfravöru, að hana má nota, ekki ein-
görigu í þarfir sektar og sýknar, viðskifta og
lista, heldur einnig til frásagna daglegra við-
burða hnöttinn um kring, sem og til leiðbeining-
ar í hinu umfangsmikla verzlunarlífi þjóðanna.
Pappírinn er töfrateppi, Aladínslampi og
álfasproti nútímans.
Eins og þú hugsar.
Ef maður hugsaði, að allir væru á móti hon-
um, færi hann bráðlega að breyta svo við dðra,
að þeir yrðu það. En ef hann aftur á móti héldi,
að allir væru vinir sínir, mundi hann óafvitandi
koma svo fram við aðra menn, að þeir yrðu vinir
hans innan skamms.
Maður, sem hefði hinn síðamefndá hugsun-
arhátt, mundi flytja með sér ljós og yl sannrar
lífsgleði hvar sem hann færi, og án prédikana
kenna mönnum hina sönnu lífsspeki.
Ef vér settum í samband við trúarskoðanir
vorar fullan mæili vináttu og góðs vilja til allra
manna, megum vér vera vissir um, að fá hann
til baka "fullan svo út af flói". En ef við tor-
tryggjum alla, verður skamt þess að bíða, að
allir tortryggi oss.
Veröldin iþarfnast vináttu, umhyggjusemi
og góðs vilja. Ekki að eins á sunnudögum, held-
ur hvern dag vikunnar og hvern tíma dagsins.
* Hugsaðu vingjarnlega. '
Ef þú hefir sál, þá skammastu þín eigi fyrir
hana.- Taktu hana með þér til vinnu þinnar.
Sálin er sú lindin, sem alt gott og göfugt rennur
frá.
Trúðu á mennina. Treystu því, að þeir séu
vinir þínir, og þeir munu verða það.
Leyndarmál lukkunnar.
Hinn heimsfrægi uppfyndingamaður, Thomas
A. Edison, var ekki alls fyrir löngu að líta yfir
vélar, er hann hafði smíðað á sínum yngri árum.
Við það tækifæri sagði hann: "Eg man nú ekki
til hvers eg bjó þær til, en eitt veit eg, að við
hverja þeirra sveittist eg blóðinu."
í þessum orðum gamla mannsins felst leynd-
ardómur hins happasæla líísstarfs hans—að
sveitast blóðinu.
• Danté sagði þessa sömU hugsun meir en sex
hundruð árum fyr, en með öðrum orðum: "Vindu
eins og náttúran vinnur, í eldi," sagði hann.
Ef jþú svitnar ekki og brennur við verk þitt,
verður ekkert úr því.
Fáum alla unga menn og konur til að skrifa
á lífsskjöld sinn þessi orð: "Enginn hlutur, sem
er nokkurs virði, er auðveldur, og sá sem tekur
hlutina rólega, er e'kki að gera neitt, sem er
nokkurs virði."
Vér þörfnumst—
Vér þurfum menn, sem stjórnast af sönn-
um vísdómi, en ekki af hentugleikum; menn
gædda háleitum hugsjónum, fremur en persónu-
gervileik; menn innblásna skyldurækni við land
og lýð, en ekki eigingirni í hagsmunalegu tilliti
fyrir,þá sjálfa; menny sem sveigjast af ættjarð-
arást, en eigi af pólitiskum flokksskyldum.
Vér þörfriumst sterkra, ósíngjarnra, hugs-
andi manna.
Pví fleiri, sem mannfélagið eignast af slík-
um mönnum, að sama skapi mundu hin ömurlegu
örlaga minnismerki þjóðarinnar hverfa, svo sem
uppeldisskólar afvegaleiddra unglinga, vitfirr-
inga spítalar og hegningarhús, sem eru svartir
skuggar hinna fögru merkja, skóla og kirkna.
Sannir menn og. sannar konur er það nauð-
synlegasta til. leiðbeiningar ungmennum vorum.
AFLSTÖÐIN AÐ POINT DU FOJSE
WlAIAÍlPEG j-\YDRO ELECTRIC
§YSTEM
t^kePlOA'EER OF OiEAP-pOWBR '"^e Qty
n«»* i
iini
»1111..«« 1
I'ár scm City Light and Powcr framlciðir orkuna
til Ijósa og iðnreksturs.
Þeim, sem fylgst hafa me5 þroskasogu Winnipeg-borgar
síðan um aldamótin, hljóta að standa í fersku mirtJii hinar
mörgu og margvíslegu umbætur, sem oröiö hafa á hinum ýmsu
svoSum. Eíft af þeim fyrirtækjum, sem orSiS hefirjrorgarbúum
til ómetanlegra hagsmuna, er raforkukerfi þaS hiS mikla, er nú
nefnist Winnipeg Hydro og lýsir upp borgina a<5 miklu leyti,
auk þess sem þaö selnr orku til iSnreksturs.
Frá því aS borgin sjálf tók aS starfrækja raforkustöS fyrir
eigin reikning, hefir kostnaSur einstaklinga þeirra og félaga,
sem orkuna nota til ljósa og iSnreksturs lækkaS' svo mjög, aS
furSu sætir.
Eftirfarandi dæmi þarfnast engra útskýringar viS.
1906 Einokun prívatfélags 20C fyrir K. W. H.
1907 ioc fyrir K.W. H.
1911 " " 7Y2 fyrir K. W. H.
1012—OrkustöS borgarinnar (1 samkepni) 31/Gc fyrir K. W. H.
Fyrsta lækkunin var gerS áriS 1907 eftir aS stórkostlegur
meiri hluti kjósenda, þafSi ákveSiS aö reisa orkustöS á kostnaS
borgarinnar og starfrækja hana í þágu almennings.
Saga Winnipeg Hydro, sánnar betur en flest annaS, hve
miklu góðu má til vegar koma meS samvinnutilraunum.
Ástœðurnar
fyrir >ví a8 hugur íslenzkra bænda
hnegist til Canada
39. íafli.
Tiltölulega auSveJt er, enn sem
komið er, aS eignast lönd í Al-
berta, við sanngjörnu verði. Ný-
ræktað land gefur þar skjótt af
sér arðvænlega uppskeru og auk
þess m'á því nær alstaðar hafa
mikla búipeningsræfct.
Land í Alberta steig ekki í
verSi meðan á stríðinu stóð, í
hlutfalli við það, sem það gaf af
sér. Výjinukraftur var takmark-
aður þegar fyrir stríðið og eftir
að fjöldi hinna ungu manna gekk
í herþjónustu, var eins og leiðir
af sjálfu sér enn örðugra, að afla
sér vinnumanna. Meðan á stríð-
inu stóð, var enginn fó(lksflutn-
ingur inn í fylkið, né heldur nokk-
urt%utanaðkomandi fjármagn. Á
þeim tímum hækkaði íand allmik-
ið í verði í Bandaríkjunum; fór
það í hlutföllum við við verðhækk-
un "hinna ýmsu landbúnaðar af •
urða. í Alberta eru enn feyki-
stór flæmi ónumin með öllu, og
sökum Iþess hve tiltölulega fátt
fólk hefir ffluzt þangað inn hin
síðari árin og eftirspurnin verið
lítil eftir jarðnæði, hafa ónumin
lond hækkað tiltölulega lítið í
verði. Öðru máli er að gegna
með Bandaríkin, þar sem meginið
af öllu byggilegu landi, er þegar
undir rækt. Enda hækka land-
eignir þar jafnt og þétt í verði,
meðhverju árinu sem líður. Með-
alverð ræktaðs lands í Aflberta
} nemur svo sem einum þriðja af
landverðinu sunnan línunnar,.
Jafnvel beztu lönd í Alberta
mega en kallast í lágu verðý. Land
í Iowa, selzt fyrir $169 ekran,
en meðalverð i Hlinois ríkinu er
$144, þótt á sumum stöðum selj-
ist það fyrir $400 til $450. Svip^
aður' mismunur á sér stað millli'
verðs á foújörðum á Englandi og
í Alberta. Gott land í Alberti
fæst keypt fyrir það sem svar-,r
ársleigu á sama landrými í
Bandaríkjunum og á Bretlandi.
óyrkt land fæst fyrir þetta frá
$20 til $40 ekran, en ræktað land
frá $25 til $75 Ihver ekra, eftir
þvtí !hve um miklar umbætur er
að ræða. Áveitulönd seljast fyr-
ir frá $50 til $75 og þar sem þau
eru fullræktuð, fyrir $75 til $125
ekran.
í Alberta fylkí eru markaðsskil-
yrði fyrir korn, hin ágætustu.
Ströngum lögum er fylgt í samv
bandi við sölu kornsins; hafa um-
sjónarmenn stjórnarinnar eftirlít
með flokkuninni. Alls eru í
fylkinu fimm hundruð kornhlöf-
ur og eiga bændur sjájlfir í sam-
einingu af þeim 146.
Allir kornkaupmenn verða að
bafa stjórnarleyfi og leggja fram
¦veð er tryggi bændur gegn tapi
ef kornkaupmaður kynni að verða
gjaldþrota, eða sýna af sér ó-
ráðvendni. *
Bóndinn getur sent korn sitt
til kornhlöðunnar pg fengið fyrir
það alt peninga út í hönd, eða
hann getur fengið þaðgeymt þar
og beðið 'eftir foetra verði, ef ráð-
legt þykir. Fær Ihann skýrteini
er sýnir flokkun og magn korns-
ins. Selt getur hann kornið nær
setn vera vill. Vilji ihann ssnda
kornið beina iboðleið, getur hann
f)lutt fþað sjálfur til stöðvarinnar
og látið það í járnlbrautarvagn-
inn, því hleðslupallar eru þar
hvarvetna og má aka upp að
þeim alla leið.
Markaður fyrir búpening er
hinn hentugasti. Gripasölu-
torgum er stjórnað samkvæmt
fyrirmælum laga, er nefnast The
Live Stotk og Live Stock Products
Act. — 1 Edmonton og Calgar r,
eru stærstu markaðirnir fyrir af
urðir bænda. Kornykrjumanna-
félögin og eins félög hinna sam-
einuðu bænda, hafa starfað að þ"'í
aHlmikið á hinum síðari árum, að
koma á samtökum, að þrí ^r
snertir sölu hinna ýmsu búnaðar
afurða. Gripakvíar (Stock-
yards), eru undir ströngu stjórn
ar eftirliti. Skal þar föstum
reglum fylgt að þVí er snertir vigt
og meðferð markaðsfénaðar.
í samráði við járnbrautarfélög-
in, hefir stjórnin fengið því fram-
gengt, að bændur, sem kaupa
kvígur innan tveggja ára aldurs
í gripakvíunum, eða ær innan
eins árs, fá hvorttveggja flutt ó-
keypis með járnbrautum, til hinn-
ar næstu stöðvar við heimili
þeirra. Til þess að slíkt fáist,
\erður að senda að minsta kosti
20 ær í einu og eigi færri en 40
kvígur.
Smjörgerð fylkisbúa, stendur
•índir beinu stjórnar eftirliti.
| Landfoúnaðarleild fylkisins
|^é í^nús í Cajlgary og þangað geta
bændir sent smjör sitt, selt það
þegar í stað, eða fengið. það
geymt þangað til niarkaðsskilyröi
batna. Srrjör alt er ^lokkað,
samkvæmt lögum, er nefna3t The
Dairymens Act. Fer flöidcun-
in fram bæði í Calgary og Edmon-
ton, jafnskjótt og sýnishornin
berast þangað í hendur umboðs-
manns stjórnarinnar.
Lögin um samvinnulán — The
Alberta Co-oper-ativ^' Credit Act,
heimila 30 bændum, að afla sér
láns í sameiningu gegn sameig-
inlegri ábyrgð og lána það síðar
út aftur til meðlima sinna. Sérhver
meðlimur leggur fram $100, síðar
kýs félagsskapur íþessi embættis-
menn, er semja við löggiltan
banka um að kaupa eiginhandar
víxla félagsmanna, gegn ábyr<?ð
félagsins í heild sinni. Slík
lán eru veitt til eins árs í eirm
og eru vextirnir venjulega sex af
hundraði.
The Live Stock1 Encouragement
lögin, sem oft eru nefnd "The
Cow Bill" voru samin í þeim til-
gangi að gera nýbyggjum kleift
að útvega sér kýr og koma sér
upp nautgripastofni. Fimm eða
fleiri bændur geta safekvæmt
þeim lögum stofnað með sér fé-
lagsskap lí þeim tilganig að afla
láns. Eigi má lána einstökum
félagsmanni, meira en $500. Um-
boðsmaður stjórnarinnar, hefir
eftirlit með lánveitingum en fylk-
issjóður 'ábyrgist lánin. Slí'k
lán eru veitt tiíl fimm ára, gegn
sex af hundraði í vöxtu.
Tií þess að standast kostnað
við skrifstofu hald, greiðir sér- -
fover meðlimur þessa félagsskap-
ar $1 í isameiginlegan sjóð. Á-
byrgð "stjórnarinnar á lánum sam-
kvæmt lögum þessum, nemur nú
orðið meira en hálfri annari mil-
jón dala.
Vísir frá 24. febr.—16. marz.
Nýlega fanst lík Jóns laeíínis
Blöndal, sjórekið vestur á Mýr-
um. . Hann druknaði, sem kunn-
ugt er, niður um ís á Hvítá í
Borgarfirði, 2. dag marsmánaðar-
ar 1Í20. Jarðarför hans fer fram
í næstu viku,