Lögberg - 19.04.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.04.1923, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. APRlL 1923. Barónsfrú Mainau. Eftir E. Marlitt. Líana stóð inn við saumakörfuna sína; hún hafði án þess að vita það, margraðað niður silki- þráðar hespunum og tekið þær upp aftur. parna var gluggaskotið með bogahvelfingunni, þar sem Gisbert frændi hafði dáið, horfandi út í indverska garðinn, sem var hans verk; og með þessa mynJ frá æfintýraárum sínum í huganum, hafði hann dáið, þrátt fyrir reykelsi og allar tilraunir kirkj- unnar.—Grá, draugsleg skíma kom inn um glugg- ann og myndaði krossmark á eikargólfinu pað féll á Mainau, þar sem hann stóð. Rödd hans hafði farið gegnum hvern hljómblæ, frá glaðleg- asta skapi um sjálfan sig niður í dýpstu gremju. "Eg vissi, að barn hafði fæðst í indverska húsinu", hélt hann áfram, eftir stutta þögn. "Eg hafði líka séð það á handleggnum á frú Löhn. T^g komst þá við að sjá þennan litla yesaling með þungíyndislega andlitið. — pað fanst hverg nein erfðaskrá og eg var sannfærður um, að drengur- inn ætti að vera fyrsti erfingi. Eg lét þessa skoð- um í Ijós, en þá var mér sýnt pappírsblað. Gil- bert frændi hafði dáið úr einhverju voðalegu háls- meini, í fleiri mánuði áður en hann dó hafði hann ekki getað talað orð og orðið að skrifa alt, sem hann vildi segja, til þess að geta gert sig skilj- anlegan — það var fult af þessum blöðum hér". Hann benti á útskorið skrifborð með háum stand- hillum. —l "pau eru geymd í hinu svo kallaða dýrgripaskríni hirðdróttsetans. Á blaðinu, sem mér var sýnt, var sagt í ákveðnum orðum, að konan í indverska húsinu væri ótrygg, henni var hafnað og þess krafist með mjög sterkum orðum, að drengurinn yrði alinn upp í þjónustu kirkjunn- ar. pessu varð ekki mótmælt og eg reyndi heldur ekki að gera það; eg var æfur yf ir því og er það enn, að annar eins maður og hann var, skyldi þurfa að þola svona mikið vegna lævísi konunn- ar. — Við frændi vorum réttu erfingjarnir. • Við tókum við arfinum. Nú varð eg sjálfur herra yfir indverksa garðinum; nú stóð ekki frændi minn lengur í vegi mínum með krosslagðar' hend- ur og háðsþrosið á vörum, sem smaug eins og sverð í gegnum mig — og í húsinu með reyrþak- inu lá "lótusblómið" tilbeðna, slegið til jarðar af örlaganna hefnandi hönd" "pú ættir að sjá hana núna", slapp hálf ó- viljandi út af vörum konunnar. "Heldurðu — nei, alls ekki! Eg er læknað- ur fyrir fult og alt! Eg vil ekki svo mikið sem sparka fæti í tállynda konu. Og svo" — það fór hrollur um hann — "get eg ekki þolað, að sjá svo veika manneskju; hver einasta heilbrigð taug í líkama mínum æsist við það. — pessi kona er ¦hálf vitlaus, máttlaus í öllum limum og veinar þegar sá galiinn er á henni, svo að það er alveg óþolandi. Hún hefir legið og barist við dauðann í þrettán ár. Eg hefi aldrei litið hana augum og eg forðaðist eins og mér er framast unt, að temja leið mína framhjá indverska húsinu/' Líana lét lokið á saumakrörfuna og kallaði á Leó. Hann hafði verið að skemta sér við það, að kasta steini niðri á grasflötinni. Meðan Main- au var að tala, hafði henni fundist að hún yrði að ganga til hans og líta upp til hans í hluttekn- mgu sinni í því, sem hann var að segja frá; en nú sá hún aftur hina framúrskarandi eigingirni hans koma í ljós, og það fjarlægði hana aftur þessum ofstopafulla manni, sem í imeðvitundmni um styrkleik sinn, hélt sig vera öruggan fyrir hvem raun, og sem varpaði frá sér öllum óþæg- indum, til þess að verða á engan hátt fyrir ónæði með Mfsnautnir sínar. "Bjóddu pabba þínum góða nótt, Leó," sagði hún við drenginn, sem gekk til hennar og greip í handlegginn á henni. Mainau lyfti drengnum upp og kysti hann. "pú spyrð nú ekki oftar um hana þarna yfir í húsinu, Júlíana?" "Nei". "Eg vona líka að eg heyri þig ekki oftar bjóða drengnum góða nótt svona blíðlega, af ein- tómum mótþróa við mig. pú skilur víst, að eg get ekki farið öðru vísi að—" "Eg er sein að hugsa og þarf tíma til þess að álykta", greip hún framí fyrir honum. Svo bauð hún góða nótt og fór út úr stofunni með Leó. "Skólameistari!" nöldraði hann með ólund um leið og hann snéri baki við henni. — Gott og vel, hún er alveg ágæt til þess", hugsaði hann og varð strax léttari í skapi. Svo lót hann söðla hest sinn. Hann reið yfir á hertogasetrið, til þess að eyð^ kvöldinu og nóttinni þar. • Einni stundu síðar var hann farinn að tala vi^ vin sinn Rudiger í stofu aðalsmahna-klúbbsins. "Eg hefi verið stálheppinn," sagði hann; "konan mín syngur ekki, málar ekki og leikur heldur ekki á slaghörpu. Guði sé Iof að eg þarf aldrei framar að hafa leiðindi af þessu listakáki. Hún er margfalt fríðari en eg hélt fyrst að hú i væri, en hána vantar gáfur og hún hefir ekki allra minstu tilhneigingu til þess að vera ástleitin — hún verður aldrei hættuleg. — Hún er ekki nærri eins Iþröngsýn og eg hélt hún væri og held- ur ekki eins tepruleg, en hún er sedn að hugsa og hún mun halda meðan hún Iifir fast við allar ffkoðanir, sem hún hefir komið m-?ð með sér frá kvennaskólanum, með þessum óþreytandi þráa, sem einkennir allar manneskjur, sem eru snauðar af ímyndunarafli. En það er ágætt fyrir mig. Eg get strax' ímyndað mér hvernig bréfín frá henni til mín munu verða — íþau verða eins og stílæfingar alvörugefinnar skólastúlku, og efnið í þeim verður alt um heimilissakirnar. J?au munu aldrei halda fyrir mér vöku á nóttunni. Leó er orðinn mjög hændur að henni og tþað virðist sem hún haf töluverð áhrif á frænda með rólyndi sínu og kaldlyndi og drambi Trachenbergs-ættarinnar, sem hún slær um sig með, þegar henni finst það eiga við. — Eftir fjórtán daga fer eg burt." XI. Hertogaekkjan hafði látið tilkynna hirðdrótt- setanum heimsókn sína og sona sinna beggja — það gat ekki verið nein tilviljun. Meðan mað- ur hennar var lifandi hafði ált hertogaíólkið oft verið heila daga í Schönwerth; því að herra hirð- dróttsetinn var í miklu áliti og honum voru stöð- ugt sýnd merki um hylli, sem fylgismanni her- togafjölskyldunnar, er stæði stöðugur alt til dauð- ans. Meira að segja á sorgarárinu, þegar her- togaekkjan með stakasta strangleik hélt sér frá öllu, sem gat borið hinn minsta vott um sam- kvæmisskemtanir, hafði hún mörgum sinnum drukkið síðdegiskaffið í Schönwerth, er hún var á skemtireiðum s*ínum gegnum Kashmir-dalinn. Að vísu hafði andlit hennar á bak við grisslæð- una ávalt litið út eins og steingjörfingur við þau tækifæri, og jafnvel hirðdróttsetinn, með sín að- gætnu fiirðmannsauga, hafði smá saman sann- færst um, að þessi sorgmædda ekkja hlyti hafa elskað manninn sinn mjög innilega. Nokkru fyrir og eftir giftingu Mainaus hafði hún ekki komiðí heimsókn, hún hafði látið nægja með að senda kveðju, þó að vind hennar, hirð- dróttsetanum værí stöðugt að versna gigtin. Nú kom herra von Rudiger síðari hluta dags einn daginn og færði hirðdróttsetanum þá gleði- fregn, að litlu hertogasynimir æsktu eftir að tína snemmvaxin vínber og ávexti í garðinum í Schön- werth, með sínum göfugu höndum, eins og þeir hefðu gert undanfarin ár. t— Heimafólkið sat víð matarborðið og var að neyta eftirmatarins, þegar hann kom. Gamli maðurinn spratt á fætur, eins og hann hefði yngst upp; hann lagði hækjuna frá sér, beit á jaxlinn, leit til hliðar í spegilinn og reyndi að staulast yfir að næsta glugga, án þess að styðja sig. pegar hann var kominn þangað, benti hann Líönu að koma til sín og fór að gefa henni fyrirskipanir um matinn og vínið. "parna sérðu", sagði Mainau við konu sína —» hann hafði fylgt henni á eftir út úr stofunni — "eg var fús á að láta að ósk þinni og kynna þig ekki fyr en eg kæmi heim aftjur, en nú neyðir hertogaekkjan þig til þess að sýna þig fyrir henni á morgun." f látbragði hans var niðurbældur hlátur, hé- gómagirni og illgjarnlegt háð, sem erfitt er að lýsa. Hann ypti öxluim. "pað verður hreint ekki hjá því komið". "Eg veit það," sagði hún rólega og dró of- urlitla vasabók upp úr vasa sínum, til þess að skrifa niður fyrirmæli hirðdróttsetans. "pað er gott. — Rósemi þín, hvernig sem á stendur, er í sannleika aðdáunarverð. pað er að- eins eitt, sem mig larigar til að minna þig á. pú misvirðir það ekki við mig, Júlíana? Hertoga- frúin hefir sterka tilhneigingu til þess a^ brosa háð&lega, þegar hún sér bersýnilega tilraun til þess að berast of Mtið á í klæðaburði — þín til- hneiging — " "Eg voná að þú treystir mér til þess að hafa svo mikla háttlægni, að eg geti gert greinarmun á, hvar eg má fylgja minni tilhneigingu og hvar eg verð að taka skyldurnar til greina, sem fylgja stöðu minni," greip hún framí fyrir honum með vingjarnlegri alvöru og stakk blýantinum í vasa- bókina. • pau voru komin í ganginn fyrir framan her- bergi Mainaus. par stóðu tvær nýjar ferða- töskur úr rússnesku leðri, sem hafði verið fluttar þangað meðan á máltíðinni stóð. Augu hans leiftruðu, er hann sá þær, eins og hann sæi sjálf- an sig fljúga yfir fjöll og dali langt út í heimi, f jarri Schönwerth. Hann lyfti þeim upp og skoð- aði málmleggingarnar á þeim. — Á meðan fór Líana niður í eldhúsið til þess að tala við frú Löhn og matreiðslumanninn. Hirðdróttsetinn hafði fallist á það orðalaust, að hún tæki hússtjórnina í sínar hendur, en með því hafði hún búið sér legurúm á þyrnum. Hún átti í stöðugri baráttu við hina tuddalegu á- girnd karlsins, sem hélt dauðahaldi í hvern eyri. Hin takmarkalausa grunsemd hans oghræðsla um að af sér yrði stolið og að hann yrði svikinn komu í ljós við öll möguleg tækifæri, og urðu óþolandi. par við bættist gremja hans yfir seinni giftingu Mainaus, sean ekki fór minkandi. Barónsfrúin var ávalt búin undir baráttuna við hann. Hún vissi, að hann sat stöðugt um hana, eins og hon- um var framast unt, og að iafnvel bréf til hennar að heiman fóru í gegnum hans hendur áður en hún fékk iþau. Bréfin frá systkynum hennar voru ef til vill ekki svo mjög hættuleg í augum hans — þau báru sjaldan vott um nokkurt banafilræði. En fyrir nokkrum dögum hafði komið bréf frá móður Líönu, það fyrsta síðan hún kom til Schön- werth. Hún var viss um, að það hefði verið brotið upp og það gerði hana enn órólegri, sökum innihalds bréfsins. Greifafrúin kvartaði sáran yfir söknuði sínum. Læknir hennar hefði strang- lega boðið henni að ferðast til einhvers baðstað- ar, en Úlrika lægi eins og ormur á gulli, á tekjum þeirra og afsegði að láta sig hafa einn eyri, þess vegna snéri hún sér nú til þeirrar dótturinnar, sem bún élskaði mest og bæði hana að láta sig hafa eitthvað af vasapeningunum, sem hún hefði svo mikið af. Hún var ekki lengi1 í vafa um að hirðdróttsetinn hefði lesið þetta bréf, hatursfulla augnatillitið, sem hann sendi henni, næst þegar hún kom inn í borðsalinn, sannfærði hana um það. Mainau vissi ekkert um þessa baráttu milli þeirra. pegar hann var viðstaddur, gat gamli maðurinn haft nánar gætur á svip sínum og orð- um, og hinni ungu konu, kom ekki til hugar að kæra hann fyrir manni sínum, sem umfram alt vildi hafa frið á heimilinu. Klukkan íþrjú síðdegis kom Líana inn í sal- inn með glerhurðinni, sem lá fyrir innan aðal- innganginn í höllina. Við iþessar dýr ætlaði hirð- dróttsetinn að taka á móti hertogaekkjunni, þeg- arrhún kæmi. Hann var þar til staðar og var að tala við prestinn, sem sat við hliðina á honum. pað var sem einhver birta ljómaði um salinn, þegar hún kom inn. Hún var klædd í bláan kjól úr flaueli, og kjólslóðinn, sem var ekki mjög lang- ur var úr ljósbláu silki. Djúpblái liturinn á kjóln- um og hinu rauðgulni háralitur herfnar áttu vei saman og hún bauð af sér einkennilega góðan þokka. Víðar, opnar ermar, sem voru fóðraðar með silki héngu niður á mjaðmirnar. Hálsmálið á kjólnum var ferhyrnt og nokkuð niðurskorið. Um handleggina, sem voru berir, og einnig um brjóstið bylgjaðist hvít kniplingaslæða. Hið lýtalausa vaxtarlag Trachenbergs-ættarinnar og hreini hörundsliturinn á andliti hennar höfðu ald- rei komið eins vel í ljós og nú, jafnvel ekki þeg- ar hún var klædd í brúðarkjólinn með silfurút- saumunum. "pað er altof snemt ennþá, náðuga frú!" hrópaði hirðdróttsetinn til hennar. Hertogaekkj- an kemur ekki fyr en klukkan fjögur." Hann leit með sýnilegri gremju á stóran blóm- vönd, sem frúin hélt á í hendinni. "Drottinn minn góður, en sú éyðsla með blóm- in! pér hljótið að hafa tekið alt úr vermireit- inum, góða mín! — Raoul lætur eins og flón með þessar gloxniríur og gesneríur og hvað þau nú heita, öll þessi dýru blóm frá Suður-Ameríku! pað eru engir smáræðis peningar, sem þau kosta og svo eru iþau ekki til neins annars en að visna í höndunum á óviðkomandi fólki. — pað er ekki ætlast til þess að húsmóðirin sé klædd eins og hún ætli á dansleik, þegar hún tekur á móti gest- um." Líana stóð kyr og lét hann halda áfram, unz hann var búinn með það sem hann vildi segja. Hún hefði vel getað svarað honum því, að dóttir hans hefði oft, af eintómum hroka, eða þegar hún var í slæmu skapi, rifið þessa dýru blóm- vendi sundur, stráð blómunum um gólfið og troð- ið þau undir fðtum — en hún lét sér nægja að segja: "Mainau vill að eg rétti hertogafrúnni þessi blóm, þegar tekið verður á móti henni." "Nú, einmitt það! Eg bið þá þúsund sinn- um fyrirgefningar!" Hann ieit á úrið sitt. "Fyrst við höfum nægan tíma, vil eg nota hann til þess að segja yður nokkuð, sem er mjög slysa- legt og leiðinlegt — en eg get ekki breytt því sem hér er skeð — þér senduð í morgun ofurlítið skrín til Rudisdorf, til systur yðar tilriku. Eg lít eftir því, <að alt sem á að sendast með pósti, sé látið í blikkkassa fyrir augunum á mér, sem er send- ur á hverjum morgni til bæjarins. Eg veit ekki hvaða klaufahöndum hefir verið trúað fyrir skrín- inu yðar, en það er víst, að iþað var brotið, þegar eg tók við því". Hann tók skrínið undan stólnum sínum. Nokkuð af lokinu á því var brotið. Andlit konunnar varð eldrautt, en á augna- bliki varð Iþað náfölt, jafnvel varirnar, sem voru samanbitnar af gremju, voru hvítar. pað hefði næstum mátt búast við, að hún kafnaði af því hve skyndilega blóð:ð streymdi til hjartans. Henni varð ósjálfrátt litið á prestinn, sem hreyfði sig á stólnum. Hann horfði á hana með leiftr- andi augum, sem lýstu vel, hvað honum bjó í brjósti. f þeim var einkennilegt sambland af í- skyggilegum funa og hræðslublandinni umhyggju. Hún náði sér stax aftur eftir þetta augnatillit. Hún lagði blómvöndinn, á borðið og færði sig nær. "Eg verð að koma nokkru af stað, sem veldur mér vandræðum", sagði hirðdróttsetinn með upp- gerðar seinlæti. Hann ræskti sig og strauk með fingrunum um efri vörina, eins og hann væri að strjúka skegg, sem þó var þar ekki, en um Ieið hvesti hann smáu augun á konuna, með leiftr- andi seiðandi augnaráði, hann var eins og kött- ur, sem leikur sér að vissri bráð. "Við erum hvort sem er ein,' kæra, litla frú mín, og það skal aldrei komast út fyrir þessa veggi, að þér hafið gert yður séka í ofurlítilli villu — að eg hygg." Hann stakk hendinni hægt ofan í brjóstvas- ann á frakkanum og dró þaðan dálítið veski. "pessi hlutur datt úr skríninu þegar eg tók það upp nokkuð fljótt, ergilegur yfir klaufaskap þeirra, er höfðu brotið það. Mjói vísifingurinn k honum, með kúptu nöglinni þrýsti 'á fjöður og silkifóðraða lokið hrökk upp. par lá ljómandi fagur ffólublár gimsteinn umkringdur af mörg- um smáum demöntum, sem glitraði með rauðblá- um bjarma. Steinarnir voru þannig greyptir, að þeir mynduðu rós, sem gat verið brjóstnál eða hangið í hálsbandi. "Fyrirgefið mér, ef eg hefi rangt fyrir mér", sagði hann í næstum blíðum málróm og hélt upp skrautgripnum fyrir framan hana, "en eg þyrði að sverja, að eg hafi séð þetta djásn á dóttur minni. — Er það ekki eitt af skrautgripum fjöl- skyldunnar, sem tilheyrir Raoul ?" "Nei", sagði Líana í föstum róm og tók um leið gimsteinadjásnið úr flauelsveskinu. Hún ýtti gullskífu, sem huldi afturhlið þess. "pér þekkið vafalaust skjaldlamerki furstans af Thurgan, herra hirðdróttseti. Viljið þér vera svo góður og sannfærast um, að (það er grafið hér. Eg erfði' þennan grip eftir föðurömmu mína. pér ættuð að vita það sjálfur, að svona misgrip, eða, eins og þér haldið, yfirsjón, getur ekki átt sér stað hjá baraabarni prinsessunnar af Thurg- au." "f Guðs bænum, kæra frú!" hrðpaði hann og reyndi að snúa sig át úr klípunni, sem hann var kominn í, "hefi eg þá talað svo klaufalega, að þér hafið getað misskilið mig svona algerlega? pað er alveg ómögulegt! Maður segir þó ekki það sem manni hefir aldrei komið til hugar. Eg hafði samt sem áður rétt fyrir mér, þegar eg-talaði um villu, það er að segja misgrip — alveg samskon- ar gripur tilheyrir okkar f jölskyldu." "pað veit eg. Kistan, sem allir ættarskraut- gripir Raouls eru geymdir í, stendur í búnings- klefanum mínum. Skömmu eftir að eg kom hing- að, bar eg hvern grip saman við lýsinguna af honum á skrautgripaskránni." "pað er að segja, þér hafið strax og þér kom- uð, slegið hendi yðar á þá. pað lái eg yður ekki. Og með allan þennan auð fyrir augunum, er 'það auk þess rétt gert af yður, að senda heim aftur Standast tuskið af vínnu, veru, veðri og vætu. ÞaÖ er óhætt að treysta þeim í alíkonar vinnu og í öllum veðrum. ^?>; KaupmaSur yðar hefir pær eða útvegar þær. ^*" >C^° The Northem Shirt Co.,Limited WINNIPES M^« .. ¦ • \«» titnbur, fjalviður af ölkim Wyjar voruwrgðir tegandum, ^^ og ak- konar aðrir stríkaðir tiglar, hurðir og gluggar. IComið og sjáið vörur vorar. Vér erum ætfð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Liirtitad HENRY 4VE. EAST WINN1PE« þetta litla, sem eftir er af dýrð liðinna dagi, handa systur yðar, Úlriku. pér (þurfið þes*; ekki framar með, en hún verður því fegin." f róm gamla mannsins lá takmarkalaust hatur og andslyggilegt háðsbros lék um varir hans. Láana átti mjög bágt með að ve.rjast því, að tár kæmu fram í augun á henni, en hún vissi.að þaí væri úti um sig, ef hann sæi nokkurn biibug á henni. Hún tók skrínið UT>p af gólfinu og setti það á útskorna skrifborðið, sem hann sat við, við hliðina á kjörgripa-hirzlu hans. "Yður skjátlast, herra hirðdróttseti", mælti hún og horfði einarðlega í augu hans. Eg skal hafa minningu dóttur yðar í heiðri og aldrei skreyta mig með gripum þeim, sem hún hefir átt. Eg hefi aðeins litið yfir þá, því eg ætla að ábyrgjast, að þeir tíni ekki tölunni. Yður skjátlast ennfremur i því, að eg ætli að senda þetta skraut til Rudisdorf í því skyni að skreyta systur mína með þessu litla, sem eftir er af dýrð liðinna dag." — En hvað systir mín mundi hlæja að þeirri hugmynd! Hún. opnaði það sem eftir var af lokinu með pappírshníf, sem lá á bor^ inu, og tók úr kassanum böggul af þerriblöðum með þurkuðum plöntum á milli; hún lagði hann hjá sér og sömuleiðis flatt spjald, vafið innan í silkipappír, sem líktist mynd. Svo snér hún við tómum kassanum og sl6 með hendinni á botnin á honum. "Að undanteknum þessum hlut, sem eg hefi erft eftir ömmu mína, er ekkert hér, sem er peningavirði," sagði hún fljótt og með gremjufull- um róm og horfði þóttafull á manninn með hinu óvandaða hugsunarhátt. Jafnvel á hinum bleiku kinnum hans vottaði ofurlítið fyrir blygðunar- roða, Hann hafði fyllilega verðskuldað >á refs- ingu. "En herra minn trúr! hvað eiga þessar sann- ahir að íþýða?" sagði hann. "Á eg að fara að biðja um fyrirgefningu, iþegar mér hefir ekki svo mikið sem komið til hugar að móðga yður? Hernig mundi eg dirfast að efast um sannsögli yðar? — Eg trúi æfinlega því sem þér segið, náð- uga frú! Já, eg trúi öllu sem þér segið, og þó að þér segðuð mér nú, að þér senduð skrautið heim til þess að láta móður yðar þinda það um háls- ínn á keltuhundinum sinum, þá mundi eg trúa því!" í málrómi hans var óhemjuleg óskammfeiln'. Háðið var vso biturt að blóðið saug í æðum kon- unnar. Hún var að því komin að snúa baki v'5 honum og" fara út, en iþá sá hún að presturinn. sem fram að þessu hafði setið hjá þegjandi reykti í sundurkrosslögðum ^höndum og leit hornauga til gamla mannsins, og augnaráðið var svo hvat- skeytislegt, að það var sem hann langaði til að reka hann í gegn með augunum. — Var það til- gangur hans að hjálpa henni, að halda uppi vörn f yrir hana ? — Var þetta eitt af þeim augnablik- um, er hann óskaði eftir að, hún leitaði til sín, Aldrei, nei aldrei skyldi bún rétta fram svo mik- ið sem fingurgóm, til þess að eiga í sameigilegri baráttu með þessum manni, sem svo ósveigjan- lega kúgaði mannssálir (þær, er hann hafði yfir að ráða. með öllu því valdi, sem hann gat fram- ast beitt. "Eg mundi aldrei gera svo Mtið úr mér, að gera slíka f jarstæðu", sagði hún og stilti sig til þess að koma í veg fyrir að presturinn segði nokkuð. "Eg er. af Traohenbergs-ættinni, og það fólk hefir ávalt verið of alvörugefið til þess að gera nokkuð, sem er jafn barnalega hégómlegt. En hvers vegna ætti eg að Ieyna því, sem allur heimurinn veit, nefnilega, að við erum orðin blá- fátæk? — Eg sendi móður minni skrautgripinn til þess að hún geti ferðast til baðstaðar." "Ha, hvað er þetta, sem þér viljið nú koma mér til að trúa?" sagði hirðdróttsetinn og hló. "Eða á eg að ásaka yður um svíðingslegustu nízku ? Vasapeningarnir yðar eru þrú þúsund dalir — " "Eg geri ráð fyrir að það komi engum við nema mér einni, hvað eg geri við (þá peninga", greip hún framm í fyrir honum. "Alveg rétt—eg hefi engan rétt til þess að spyr.ja yður að, hvort Iþér verjið þeim til þess að kaupa rfkisskuldabérf eða til þess að klæða yður. En hvað sem því líður, þá hafið þér einkennilega hugmynd um verðmæti gimsteina." Hann ýtti til veskinu, sem lá á borðinu, fyrirlitlega, með fíngurgómunum. "petta lítilræði er ekki áttatíu dala virði. 1. . . Hvað eru áttatíu dalir til þess að uppfylla allar þarfir greifafrúarinnar af Trachen- burg fyrir ferðalag til baðstaðar!"

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.