Lögberg - 07.06.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.06.1923, Blaðsíða 4
Bls. 4 LWiBERG, FIMTUDAGINN JÚNl 7. 1923 Jtigberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- | umbia Press, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Taloimart N-6327 o£ N-6328 J6n J. Bíldfell, Editor (jtanáakrift til blaðsins: THE eOLUMBIH PRESS, Ltd., Bt>x 3171, Winnipeg, M»n- Utanáskrift ritstjðrans: EDiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, M»_n. ! Tbe '•Löttberer” 1« printed and published by The Colutnbia Preee, Llmlted, in the Columbia Biock, «5S tj !>5T Bherbrooke 8treet, Wlnnipes, Manitoba __________________________________ ■tM.".....1 iTTTS.- .......T—.......... -j Furðuleg áskorun, pað er aldrei gott að vita, hvað mönnum get- ur dottið í hug, en fæstir mundu hafa látið sér til hugar koma, að menn sem vilja láta telja sig greinda og eru jrað, mundi vera svo illa komnir, að þeir fíeru að skora á mann, eða menn, að skýra það sem þeim sjálfum kann að hafa í hug ktom- ið við þetta eða hitt tækifæri — hvað þeir hafi átt við með því sem þeir sögðu í gær, eða því sem þeim kann að þóknast að segja á morgun. En það er þó einmitt það, sem porsteinn p. porsteins- son fer fram á í Heimskringlu sem út kom 23. f m. Hann fer fram á það þar, að ritstjóri Lög- bergs segi bæði sér og öðrum, hvað honum hafi verið í hug, þegar hann reit hina makalausu grein sína “Móðir í Austri’r. Fyrst og fremst er það, að ritstjóri Lögbergs er hvorki hjarta né nýma rannsakari porsteins né neins annars, og þó bann væri það, þá hefði hann ekki minstu tilhneiging til þess, að fara að færa höf. iþessarar ritsmíðar heim sanninn um það, sem han’n hafi verið að hugsa um, þegar hann bjó hana til. — Ef hann veit það ekki sjálfur, eða hefir ekki mannskap til þess að standa við það; þá er iþað hans, en ekki ritstjóra Lögbergs að bera ábyrgðina á því. Klettar í hafinu. Menn segja oft, að þessi eða hinn maðurinn standi eins og “kiettur í hafinu”. pað meinar að þeir séu stöðugir og sterkir — meinar at öldu- rót hins mannlega lífs getur skollið á þeim án þess þeir bifist. peir eru sterkir líkamlega og þeir eru and- lega sterkir. Á þeim brotna öldur hégóma og hugsunar- leysis og falla freyðandi fram hjá þeim. peir brjóta hugsanirnar hálfkaraðar til mergjar og handfesta gullið sem í þeim kann að felast — þeir eru kjölfestan, sem heldur jafnvægi í hugsun manna og stefnufestunni í fari þeirra. pað er fleira en menn sem föstum grunn- böndum hefir náð — svo fösfum, að tízka og tíð- arandi geta ekki slitið þau. Eitt af ‘því er hið al- kunna ljóð “Home sweet home.” f síðastliðnum mánuði, voru liðin eitt hundr- að ár síðan það fyrst var sungið opinberiega, það var í maí 1822. Höfundur þessa kvæðis var fæddur í New York 9. júní 1791 og hét fullu nafni John Haward Payne. Faðir hans, William Paine, var ættaður frá Massachusretts, þar sem ættfeður hans höfðu búið í langa tíð. Móðir hans, Sarah Isaacs var Gyðingaættar, eins og nafn hennar ber með sér. Foreldrar Paynes voru allvel efnum búin og því þess megnug að veita syni sínum allgóða ment- un, enda var sveininn hneigður fcil menta og hneigðist hugur hans einkum í bókaáttina og er ekki ólíklegt að hann hefði lagt ritstörf fyrir sig ef eignatjón sem foreldrar hans urðu fyrir, hefði ekki gjört það óhjákvæmilegt að velja sér aðra lífsstöðu, svo hann kaus að gjörast leikari, og kom í fyrsta sinnj fram á leiksvið í Park Theater í New York 1809. Payne gat sér þegar orð fyrir leikmensku- hæfileika sína og tók þátt í ýmsum leikjum á þeim árum. Fjórum árum síðar er hann kominn til Eng- lands, og hefii; þar einnig allmikið orð á sér, en hann gjörði sig ekki ánægðan með leikmenskuna eina, hann vildi og gerast leikritahöfundur. Haíln skrifaði þar sorgarleik sinn “Brutus”, sem átti miklum vinsældum að fagna þegar í byrjun. Lífið virtist nú brosa við honum, en /því láni átti hann ekki lengi að fagna, því hann komst brátt í fjárkröggur og yar að síðustu settur í skuldafangelsi. En hann lét ekki hugfallast, hann átti þá innstæðu sem Sir Walter Scott segir að sé undirstaðaf allrar frægðar, að gefast aldrei upp. Næst ritar Payne leikrit sem hann nefndi “Angoiletti”. f því riti voru nokkur kvæði. Eitt af þeim var “Home sweet home”. Síðar breytti hann nafninu á þessu leikriti, og efninu máske ííka, og nefndi það “Clari, meyjan frá Milan.” Sjálfur segist Payne hafa ort kvæði þetta í október. Úti var iþungt í lofti og suddarigning. Sjálfur sat hann við gluggan í herberginu sínu og horfði á fólksstrauminn, sem barst óslitinn fram hjá á götunni fyrir neðan. Sá, sem samdi lagið við þetta kvæði hét Henry R Bishop, en þó mun Payne sjálfur hafa átt allmikinn þátt í því, og fekk hann hugmynd- ina frá ftalskri stúlku, sem hann heyrði syngja og skrifaði hann niður lagið sem hún söng, að svo miklu leyti sem hann gat. Kvæði þetta og lag, hefir náð svo föstum tök- um í huga og tilfinningu hinna en'skumælandi þjóða, og þar er sjaldan svo mikið öldurót, að ekki lægi þegar kvæði þetta er sungið, og þeirri tilfinn- ingu hefir hundrað ára rót og lausung ekki getað breytt. > Englendingar héldu hátíðlega hundrað ára minning þessa kvæðis og lags 8. maí s. 1. Opna bréfið í Heimskringlu. pó að nafnlausa bréfið sem stóð í Heims- kringlu frá 23. maí s. 1., sé ekkert nema hártogan- ir á máli því, sem þar er rætt um, sem sé aug- lýsingarnar um landkosti Canada og tækifæri þau sem þar bíða dugandi mönnum, þá er samt vafa- samt hvort það væri alveg rétt að láta það fram- hjá sér fara án þess að minnast á það, jþótt það sé æfinlega leiðinlegt að eiga orðastað við menn, sem ekki eru nógu miklir menn til þess að standa við sjálfa sig, eins og Dr. Jón porkelsson komst einu sinni að orði, með því' að láta nöfn sín, eða nafn fylgja ritsmíðum sínum. Stjórnar auglýsingarnar, sem um er að ræða hafa aðeins fjallað um kosti þá sem land þetta hefir að bjóða og því samkvæmt eðli sínu aðeins um þá að ræða ef menn vilja halda sér við mál- efnið. v « En “Víðförull” gengur nalega alveg framh.iá því, og snýr sér í stað þess að verzlunar ástandi, atvinnumálum og hugsunarhætti, sem hér ríkir að meiru eða minna leyti. — Nú, jæja. Fyrst spyr hann, hvemig standi á því, að fólk sé hungrað í Vancouver, en búðirnar stórar og smáar fullar af mat. Fyrst og fremst efumst vér um, að það sé satt, að fólk gangi hungrað í Vancouver, án þess að úr því sé bætt, en, ef svo er, jþá geta legið til þess margar ástæður svo sem bráðabyrgða atvinnu leysi, heilsubrestur, en þó lang líklegast ræfils- háttur, eða leti, því oss er ekki kunnugt um neinu þann bæ í Canada, þar sem fólk vill vinna, að það þurfi að ganga hun'grað. f öðru lagi spyr hann að því, af hverju að matvara hafi ekki lækkað blutfallslega í verði við •kaupgjald manna. Til svars upp á þessa spurningu “Víðföruls”, er það að segja, að matvara, eldiviður, húsaleiga og fatnaður hefir fallið meira í verði heldur en kaupgjald manna. Samkvæmt skýrslu Ottawastjórnarinnar, hef- ir matvara, eldiviður og húsaleiga fallið meira en 16% síðan 1920, og fatnaður miklu meira en það. En kaupgjald samkvæmt skýrslu Trades and Labor Council í Winnipeg um 7%% að meðaltali. prið.ja: “Víðförull” vill fá að vita af hverju að gripir bænda hafa fallið meira í verði, en kjöt til neytanda í bæjum. pað er af því að bæjar- menn geta ekki étið gripina eins og þeir eru í haganum, það þarf að slátra þeim, flytja þá til markaðs og selja svo kjötið í smá skömtum, en alt þetta kostar peninga. * *í fjórða lagi vill hann fá að vita, hví skóla- piltar á, aldrinum frá 14—18 ára hafi verið látnir ganga í fylkingum um göturnar í Vancouver með drápsvopn í höndunum og stundum í herklæðum. Oss er ekki kunnugt um hvemig stúdentarn- ir voru búnir, né heldur hvað þeir höfðu í höndum; en hitt vita allir að skrúðganga, eða herganga hvort sem “Víðförull” vill hafa það, fór fram af námsfólki í Vancouver, til þess að vekja eftir- tekt á sér, en aðallega þó til þess, að vekja eftir- tekt á þörf þeirri sem væri á því, að British Col- umbia-fylkið eignaðist háskólabyggingu, og það hefði “Víðförull” átt að vita líka. Fimta atriðið, sem maðurinn nafnlausi * í Heimskringlu vill fá að vita um er, hvers vegna að skemtigarðar og stórl^ggingar séu skreyttar með fallbyssum, og hvort að “narra” eigi bændur og bændasyni frá íslandi til Canada, til þess að koma iþeim í herþjónustu, ef á þarf að halda. Við fyrri part þessarar spumingar, er það að segja, að vér búumst við að byssuraar séu sett- ar á þessa staði, til þess að geymast þar, eins og hverjar aðrar leyfar frá eftirminnilegum atburð- um, án þess að það sé gjört til þess, að þær hafi nokkur sérstök áhrif önnur en þau, sem hljóta að vakna í huga hvers heilbrigðs manns sem lítur þær, en þau áhrif eru aftur undir innræti manns- ins komin og skilningi. Við síðari part spurningarinnar, er svar vort þetta: Vér neitum því afdráttarlaust, að stjómin í Canada. sé að narj-a nokkurn mann til þess, að fara til (Janada, með þeim auglýsingum, sem hún hefir birt í Lögbergi, eða í neinum öðrum aug- lýsingum, sem vér höfum séð frá henni. Hún hefir sagt frá kostum þessa lands og svo geta þeir komið sem vilja og verið kyrrir heima, sem það vilja heldur. En það ættu allir íslendingar að muna, sem hingað koma til þess að setjast hér að, og gjöras^ borgarar, að þeir með því gangast und- ir allar þær skyldur, sem þeim borgararéttindum þeirra eru samfara, hvort heldur þær eru ljúfar, eða leiðar, hvort heldur þær veita auð og allsnægt- ir, eða að þær kveða menn til varnar á vígvellin- um- íslendingar ættu að vera nógu miklir menn til iþess að gjöra skyldu sín hver sem hún er, og hvar sem-þeir eru — líka á vígvellinum, ef á því iþarf að halda. Það sem er að gerast í okkar eigin landi. pað sem valdið hefir meira losi í hugsun manna á þessum síðustu árum, ep sú svellandi þrá, sem gripið hefir mannkynið, að vilja umsnúa öllu, sem því finst að komi í bág Við þá stefnu, sem beinast liggur til þeirra áfanga sem tilfinningarn- ar vilja bera þá. / Svo að segja í hverju landi í heimi leikur þjóðfélagsskipunin á reiðiskjálfi. Menn vilja , slíta af sér vanans bönd og láta gamminn geysa eitthvað út í loftið, án þess þó að vita hvað þeir væru að fara, eða hvar þeir mundu lenda. peir urðu'og eru jþrælar tilfinninganna og þegar svo er komið — þegar menn eru búnir að missa jafn- vægið, er aldrei gott að vita hvað <þeir taka til bragðs. peir em þá líklegir til þess að ráðast á hvað sem þeim finst að sé fyrir þeim, og það sem helst hefir orðið fyrir þessum óeyrða- eða umbrota-mönnum, er efna, eða hagfræðilegt fyr- irkomulag þýóðanna, eins og það hefir verið og er, og því samfara hefir verið ástríða fcil þess að umturna hinu andlega fyrirkomulagi, sér- staklega að því er hin kristnu trúarbrögð snertir, virðast menn helst hafa viljað sjá höggna hverja stoö sem “himnana ber”, eins og Þorsteinn Erlingsson kemst að orði, og vaða iþangað inn með sínar kreddur, .eða kredduleysi, og afleiðingamar af öllu þessu má hvarvetna sjá. Ástæðumar fyrir þessu ástandi eru ef til vill • margar — þær eiga sumar ef til vill upptök sín í lífi þjóðanna, eða einstaklinganna, og eru lengi búnar að búa um sig, áður en þær brjótast út. Menn kenna stríðinu um þetta ástand, eins og um flest annað, sem illa fer, eða ilt er. Stríðið á að sjálfsögðu mikinn þátt í að þær brutust út einmitt á þessum tíma, en þær voru lifnaðar löngu áður og það var búið að kynda undir þeim lengi, áður en stríðseldurinn hleypti ólgunni í þær. Eins og aðrir, höfum vér hér í Canada feng- ið að kenna á þessum óróa og óeyrðum nú alveg nýlega, og það svo tilfinnanlega, að við upphlaupi lá í síðast liðnum mánuði. Fyrir nokkru síðan fóru menn þeir, er vinna við linkola gröft, þess á leit við alsherjar námu- mannafélagið, að sú deild sem þeir tilheyra, fengi að bindast félagsböndum við communistafélag Rússa í Moscow. Forseti sameinuðu félaganna í Bandaríkjum, John L- Lewis setti þverjt nei þar við. Hinir létu sér ekki segjast við það, heldur senclu umboðsmann sinn til Moscow og gengu í samband við félag communista eða Bolsheviki- manna. Eftir að það samband var gjört,,þá leið ekki á löngu áður en launaðir, talsmenn communistanna á Rússlandi fóru að halda æsingarræður á meðal námumanna; þeir sögðu þeim, að þeir væru nógu lengi búnir að vera þrælar auðmannanna, að þeir skyldu taka námurnar í sínar hendur með valdi, ef það gengi ekki marð góðu. peir fengu námamennina til iþess, að minka J framleiðsluna að minstakosti um þriðja part, og héldu jþeir þeirri aðferð uppi um tíma. pegar árangurinn af því varð ekki nógu á- kveðinn, þá komu þeir því til leiðar, að námumenn gengu ym bæina með* fána í fararbroddi, sem á var ritað: “Lifi communistamir; niður með Lewis og Gompers. Ef við fáum ekki kröfum okkar _ ^ framgengt með góðu, þá tökum við þær með valdi. “Workers of the world, okkur er alvara! Niður með auðmennina!” / pegar hér var komið fór mönnum ekki að standa á sama um athafnir Moscow-vítanna og fóru að veita mótstöðu, og lenti þá í slag. Á meðán að þessar hamfarir voru á náma- mönnum, héldu þeir marga fundi og samJþyktu á meðal annars þetta: * “Við erum ófrávíkjanlega mótfallnir capi— talista fyrirkomulaginu, og með iþví beita afli til þess að ná takmarki okkar. Við erum líka mótfallnir Samuel Gompers forseta sameinuðu verkamannafélaganna í Bandaríkjum og John L. Lewis forseta hinna sameinuðu námamannafé- laga í Ameríku, fyrir þá sök, að þeir eru orðnir að hinum örgustu afturhaldsseggjum og að verkfærum í höndum auðmannanna. “Við fyrirdæmum atferli Frakka í Ruhr héraðinu, sökum þess að áform þeirra er, að tengja saman kolanámurnar í Ruhr við jám- námumar í Alsace-Lorrain með aðstoð þýzkra verkamanna- “Við sendum bróðurkveðju og óskir bestu til alsherjar rauðafélagsins í Moscow, til deilda þess í pýzkalandi og til allra félaga communista hvar svo serfl þau eru. \n Við skorum á stjómarformann í Canada og stjóra hans, að lána Soviet-stjóminni í Moscow $30,000,000.” Ennfremur samþyktu þeir að heimta hækk- un á launum sem námu þrjátíu af hundraði. ./J 1 _ » Tveir af leiðtogum communista sem reknif höfðu verið úr hinu sameiginlega námwmanna- félagi Bandaríkjanna, þeir Alexander Howatt frá Kansas og William Z. Foster, áttu að tala 1. maí s. 1., sem forkólfar Bolshevikanna í Nova Scotia og New Brunswick, höfðu ákveðið sem almennan helgidag fyrir námamenn í þeim fylkj- um, voru fastsettir við landamæri Canada, af em- bættismönnum Canadastjórnar, og urðu upp- reisnarmenn því svo reiðir, að þeir hótuðu for- sætisráðherra Canada , og öðrum málsmetandi mönnum öllu illu, jafnvel lífláti, ef þeir væru ekki tafarlaust látnir lausir. Vér höfum nú dregið fram aðal drættina í þessum raunarlega sorgarleik, sem háður var hér svo að segja við okkar eigin dyr í síðastliðnum ^ apríl og maí, og vér gjörum það til þess að menn geti betur áttað sig á hættu þeirri, sem hinu æsta hugarfari manna á yfirstandandi tímum er samfara og líka til þess, að menn geti áttað sig á því, hversu óþarfir þeir menn eru, sem daglega eru að leiða menn út á þessar brautir. HUGSUM OSS AÐ pER HEFÐUÐ Bökunar-leyndarmál Ef einhver Ibökunarleyndarmál hefðiL truflað yður, munduð þér þá ekki bjóða iþann sérfræðing velkominn, sem gæti veitt yður fullnægjandi lieiðbeiningu ? L pjónustudeild Robin Hood félagsins, býður yður ókeypis leiðbeiningu frá sérfræðingum. peir gera bæði efnafræði- legar og iböikunar-rannsóiknir og skýra yður frá hvað að var. ROBIN H00D FL0UR Engar kvatir. pér þurfið ekki einu sinni að nota “Robin Hood” mjöl. Þjónustudeild vor býður yður ókeypis leiðbeiningar. Því ekki að . gera sér gott af því. Skrifið oss í dag. Trygging.—1 staöinn fyrir poka af Robin Hood Flour, 24. punda eiSa þyngri, sem búiö er aS eytia nokkru úr, látum vér ytiur fá annan fullan I þeim tilfellum, sem kon- unni hefir ekki hepnast bökunin eftir þrjár tilraunir. MOOSE JAW, SASK. . —----------------------- Ástœðurnar fyrir því að hugur íslenzkra bænda hnegist til Canada 46. Kafli. -------! Pouce Coupe sléttan liggur í suðaustur Jiluta Peace River landflæimiisins, í ÍBriitish -Columbia fyilkinu. Landið er þar ðldu- myndað með köflum og með gisn- um skógi hér og þar. Spilda þessi >er uim 25 mílna ibreið en 40 á lengd. Hún er aðskilin frá 'Spirit River og Grande Prairie að austan og sunnan með öldu- hryigg eða ihálsi. lNorður og vestur jaðrar spildunnar, ná alla leið tiil Peace og South Piné ánna. Meginlína Edmonton, Dunvegan og British Columbia járnbrautarinnar, liggur gegnum héraðið frá austri til vesturs. Með bættum járnibrautarsamgöngum má óhætt fullyrða að isvæði þetta verði eitt thið arðvænlegasta í( öllu fylkinu. Mikið er þar af koium í jörðu, e runnin verða að sjálfsögðu í stórum stíh þegar brautin er fullger og nær alla leið til sjáfar. Aðalbygðarlögi.i á svæði þessu eru tvö, sem sé Pouce Coupe og Ralla. Pouce Cóuipe Ihéraðið er fram- úrskarandi vel fallið til gripa- ræktar. Það er einskonar há- slétta, um 2400 fet ofan við sjáf- armál, er liggur austan við Klettafjöllin. Jarðvegurinn er afar frjósamur og heyskapur þar þvínær óþrjótandi. Áhrifa hinna hlýju “Chinook“ vinda, gætir þar ef til villi meira, en á nokkrum öðrum stað. Allar al- gengar korntegundir spretta þar vel, svo sem hveitf, bygg o'g hafr- ar> sama er að segja um garðá- vexti. Skemdir verða þar sjald- an af hagli eða hretviðrum og yf- irleitt er veðráttufarið ihið ákjós- ahlegasta, er hugsast getur. Fort St. John stendur á norður- baMca Peace árinnar, á eitthvað 800 feta háum stalli. Frá iDuavegan og þangað, er etthvað um 187 mílur. Staður þessi liggur innan vébanda British Coil- umbia fylkis. Fort St. Joh héraðið er allmjög tekið að byggj- ast. þótt en sé að vísu mikið landrými, sem bíður þess, að hönd sé lögð á plóginn. Auðsuppsprettur eru þar því nær ótæmandi. Pine áin hin nyðri fellur frá norðri til suð- austurs og rennur í Peace éna, um 20 mílur neðan við Fort St. John. Dalurinn er þar alldjúp- ur en hlíðarnar vel grasivaxnar og útbeit þar því 'hin bezta er husgsast getur. Snjólétt er þar að veia-inum til og áhrif hinna hlýju “Chinook” vinda gera þac að verkum, að góðir hagar hald- ast þar iðuglega allan veturinn út. Fáment er enn á stöðum þessum, þótt nokkrar fjöls'kyldur hafa að vísu tekið sér þar ból- festu hin síðari1 ár. Landið er einkar vel fallið til kvikfjárrækt- ar. — Hudson Hope liggur við Peace -ária, nálægt vesturtakmörkum Peace River héraðsins. Bátar ganga eftir ápni frá Peace River bænum fr^m á ihaust. Talsvert er þegar búið að leggja af góðum vagnavegum hér og þar u-m svæði þessi. Jarðvegurinn er gljúpur og sendinn. Um 18 mílna braut iliggur til Maberly Lake, er þar allmikið um hvítfiskjarveiði. Talsvert hefir verið tekið af gheimilisréttarlöndum á stöðum þessum og hefir nýbyggjum yfir- leitt vegnað þar vel. Símalín- ur teng'ja nú Hudson Hope við toorgir og bæi fylkisjns og sam- göngurnar eru óðu-m að batna. Feikna flæmi i þessu volduga ihéraði, eru enr. óibygð með öllu, en ínnan tiltölulega fárra ára, miá ó'hætt fullyrða. að þar muni rísa upp blómleg bygðarlög. Skil- yrði öll frá náttúrunnar hendi, eru þar hin ákjósanlegustu, sem verða má. Flæmi þessi eru framúrskarandi vel fallin til korn yrkju, sem og búpeningsræktar. í«. Keg River dalnum, eru beyskap- arlönd hin beztu og útbeit pþrjót- andi. Sama er að segja um -Hay River dalinn, Hay Lake -slétt- urnar og Buffalo Head hæðirnar. -Suðaustur af Fort Vermilion, liggja sæmilega góðir vegir ti'l Buffalo !Head og Wabiskaw ár- innar. Er timburtekja afar- mikil á þeim stöðvum. Veðþáttufar í béraði þessu, er óviðjafnanlegt að gæðum. Með hættum sam-göngum, má öhætt fullyrða, að í náinni framtið, ^ferði þar að finna ein þau happa- sælustu bygðarlög. sem vestur- landið á til í eigu sinni. Alvarlegar úrfellingar. Spurningar til Moderationmanna. ——i—i— Hér fylgja á eftir tvær máls- greinar, úr British Coulumbia vínbannslögunum. ipær sýna EDDYS MATCHES Fyrstar að öryggi F yrstar að hagkvœmni Fyrstar að sparnaði ÆFINLEGA x FÁST ALSTAÐAR í CANADA BIÐJIÐ UM EDDY’S ELDSPITUR.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.