Lögberg - 14.06.1923, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.06.1923, Blaðsíða 1
Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON Athugifi nýja staöinn. KENNEDY BLDG. 317 Portage Ave. Mót Eaton Mht SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞAÐ! TALSIMI: N6617 Z - WINNIPEG 35. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 14. JÚNI 1923 NUMER 24 I. ÞAÐ er engin ný saga, eða viðburður, þó samferðamenn- irnir hverfi sjónum vorum út yfir brimgarðinn — út á hafið mikla — haf dauðans. pað er daglegur viðburð- um og órjúfandi lífslögmál mannanna. Stutta stund njótum vér samfylgdar þeirra og svo hverfa þeir og vér stöndum eftir með myndirnar frá hinni stuttu sam- verutíð og minningarnar um þá í huga. Eitt af skáldum 'þessa lands kemst svo að orði: "Life is a leafe of paper white Where each one of us may write His word or two and then comes night." Eg vildi ganga lengra en skáldið og segja: að hver og einn verði að skrifa í bók lífsins og skilja eftir mynd sína á blöð- um hennar. Slíkar myndir eru misjafnar eins og mennirnir sjálfir, sumar eru fagrar, aðrar ljótar og enn aðrar þar á milli. Sum- ar myndirnar eru skýrar en þróttmiklar, aðrar daufar og ó- glöggar- Mynd sú er Magnús Paulson hefir dregið á sitt blað er hrein þróttmikil og skýr. '•— En þó myndin sé skýrt dregin á bók ííísins af Magnúsi heitnum Paulsyni sjálfum, — þótt drættimir í henni séu hreinir, þótt samræmið í henni sé ekki að eins eðlilegt, heldur óvanalega heilbrigt, þá er samt ekki að vita hvernig mér tekst að skýra hana fyrir öðrum — tekst að draga hana á þetta blað. pað tekst ekki öllum mönn- um sem við málverk fást að sýna í eðlilegum litum og samræmi myndir, þó þær séu skýrar í huga þeirra sjálfra. Eins er með þá, sem pennamyndir leitast við að draga, þeim tekst mis- jafnlega. En til þéss hefi eg sterka löngun að pennamynd sú, er eg hér dreg af þessum látna vini verði sem sönnust og líkust myndinni þeirri, sem hann sjálfur reit á blað sitt í bók lífsins. II. pegar eg þá hugsa um myndina af Magnúsi Paulsyni, þá eru það fjórir drættir sem skýrastir eru og sem setja blæ sinn á hana alla. Fyrsti og sterkasti drátturinn í henni, er það, sem hverjum manni er bezt gefið, þegar fult samræmi er á milli þless og ann- ara lyndiseinkenna manna og það eru gáfur*. Hann var gædd- ur óvanalega miklu andlegu atgervi. Annar drátturinn í myndinni er sjálfstæði. pað er sagt um skáldið Grím Thomsen að hann hafi farið sína leið í lands- málum og kveðskap- pað er, að hann hafi átt yfir nógu miklu / andlegu atgervi að ráða til þess að ryðja sjálfum sér veg — .verið nógu sterkur andlega talað, til þess að standa einn. Ekki veit eg til þess, að þeir hafi verið neitt skyldir Magn- ús Paulson og hann, en að þessu leyti virðist mér þeim svipa ekki alllítið saman. Magnús Paulson var maður sem gat staðið einn og varið málstað sinn, því hann braut hvert mál til mergjar áður en hann léði því lið sitt og vissi svo ávalt hvert hann stefndi og hvar hann ætlaði sér að lenda. priðji drátturinn í myndinni er festa- pað hefir verið sagt um íslendinga að þeir væru: "þéttir á velli og þéttir í ],und". Magnús Paulson var þéttur í lund, það er að segja, hann hélt fast við skoðanir sánar og meining. pó ekki svo, að hann byrgði eyru sín fyrir því sem þeim var mótstríðandi. Mótmæli óttaðist hann aldrei og svo var það langt frá honum að hann gjörði sér tíðum far um það, á opinberum málfund- um að fá fólk til að láta sem margbreytilegastar meiningar í ljós, til þess að geta náð sem beztu heildar yfirliti yfir mál þau sem fyrir láu. En þótt hann bæri. virðingu fyrir skoðunum annara, þá bar hann hana iþó meiri, fyrir sínum eigin. Fjórði og síðasti aðal-drátturinn í myndinni er saman- tvinnaður úr skyldurækni og vandvirkni, því þær tvær dygðir voru óaðskiljanlegar í fari Magnúsar Paulsonar í gegnum alla starfstíð hans. Skyldurækni við heimili sitt og ástvini, » skyldurækni við hin daglegu störf sín, sem voru altaf vanda- söm. Hann lét sér ekki nægja eins og nú er orðinn siður svo margra að gera þau með hangandi hendi. f tæka tíð að morgni og hætta ekki fyr að kvöldi, en að hann hafði lokið heiðarlegu dagsverki, sem helzt ekkert varð út á sett það var markmið hans. Um þetta mlunu iþeir, sem hann vann fyrir, aJlir bera vitni og eins verkin sem eftir hann liggja. III. Eins og gefur að skilja iþá lá starfssvið hans aðalléga hér á meðal Vestur-íslendinga, því hann kom tiltölulega ungur frá fslandi með ekkert með sér annað en heilbrigt mannvit og þann einbeitta ásetning, að gjöra sér sem mest úr lífinu hér í hinu nýja kjörlandi sínu, það er, að verða hér að sem nýtustum manni, ekki nauðsynlega með því að græða hér peninga umfram það sem þarfirnar kröfðust, því eg held að mér sé óhætt að segja, að til þess hafi hann aldrei haft sterka tilhneigingu. Hann skildi víst snemma á skeiði æfi sinnar, að í þeirri átt væri ekki áð finna hina sönnu fullkomnun mannlegs lífs, en hana þráði 'hann fyrir sjálfan sig og sína og fyrir alla fslend- inga skilyrðislaust. Fáir af leikmönnum vestan hafs hafa tekið meiri þátt í félagsmálum Vestur-íslendinga en Magni^s Paulson gerði. Honum skildist ;það strax, að til þess að þeir gætu notið sín hér í dreifingunni iþá þyrftw þeir að halda saman og átti hann ekki minstan þátt í að knýta þau félagsbönd, sem mest og bezt hafa haldið íslendingum samaní Ameríku og í iþeim félags- skap hinum íslenzka — hinum íslenzka lúterska kirkjulega fé- lagsskap var Magnús Paulson einn af aðal leiðtogum í hópi leikmanna frá byrjun og alt til síns dauðadags- Félagsmaður var hann ágætur, bæði vegna hæfileika sinna sem voru óvanalega miklir og sem gjörðu honum mögu- nús Paulson legt að sjá orsök <ig afleiðingar skýrara og fljótara en flestum samtíðarmönnum hans var unt, svo var hann félagslyndur, úr- ræðagóður og vissi alt' af hvað hann vildi. Auk hinna kirkjulegu mála, 't'ok hann þátt sérstaklega í tveim öðrum. — f stjórnmálum og þjóðræknismálum. pað er nú fyrir rúmum þrjátíu árum, að eg var ásamt öðrum íslenzkum ungum manni á gangi á Jemima stræti, scm þá var kallað, að eg mætti Magnúsi heitnum Paulsyni í fyrsta sinni. Hann vék strax að okkur og spurði hvort við ættum annríkt, og þegar hann varð þess var að svo var ekki bauð hann okkur að verða sér samferða ofan í Á þ-eirri leið fékk eg mína fyrstu lexíu í stjórnmálum þessa lands og svo hefir hún verið endingargóð, að eg er nú, eftir meira en fjórðung aldar sannfærðari um sannleiksgildi hennar, en að eg var þá. Magnús heit. Paulson fylgdi frjálslynda flokknum að mál- um af því að hann áleit stefnu hans landi og lýð fyrir beztu og átti sú stefna þar liðsmann góðan, því fáum í vorum hópi, sem eg hefi þekt hefir verið sýnna um að standa fyrir máli sínu en honum var og að flytja kjarna kenningar þeirrar stefnu inn að hjartarótum manna en honum, bæði í prívat-samtali og á opinberum málfunduro, því þar fór saman góður málstaður og afbragðs meðferð, því maðurinn var gæddur þeim hæfileikum að geta sett mál sitt fram bæði skýrt og vel. í stjórnmálum var Magnús Paulson fastur fyrir og breytti þar aldrei skoðun til dauðadags. pjóðræknismál Vestur-íslendinga lét hann sig miklu skifta frá byrjun. Hann gat ekki annað, því hann var íslendingur í húð og hár og á honum var heimalandsmótið skýrt og hann var einn þeirra manna, sem vildi vernda þiau einkenni fslendins-í- eðlisins, sem fegursta ávexti voru líklegust til að bera í þessu nýja fósturlandi. íslenzkri tungu unni hann heitt, enda kunni hann vel að fara með hana. Hann þráði að sjá íslendinga leggja meiri rækt við hana hér í landi en þeir gera og var boðinn og búinn að leggja lið sitt hverri hreyfingu, sem miðaði til þess að vernda hana. Hann kendi ávalt við'laugardagsskóla þann, sem Fyrsti lút. söfnuður í Winnipeg hélt uppi. Hann var öflugur stuðnings- maður Jóns Bjarnasonar skóla og átti sæti í stjórnarnefnd hans frá byrjun- Hann var einn þeirra manna sem gekst fyrir myndun pjóðræknisfélags Vestur-fslendinga og gjörði þaC, með það eitt fyrir augum, að reyna að vinna íslenzku þjóðerni gagn á þann hátt. En hann var ekki einn þeirra manna, ef þeír annars eru nokkrir, sem vildi láta íslenzkuna sitja í fyrir- rúmi fyrir enskunni. Enskuna lærði hann þó hann gengi hér aldrei á skóla, svo að honunTvoru bæði málin jafn töm og bók- mentirnar ensku las hann jafnt þeim íslenzku. Hann vildi um fram alt að íslendingar yæru góðir canadiskir borgarar, en hann vildi að þeir væru iþað án þess að glata sjálfum sér — án þess að þeir hættu að vera fslendingar. Hann hugsaði í því efni líkt og EinarBenediktsson: "Sæll hver, sem eignast annan; en á sig sjálfan þó." Hann vildi að fslendingar legðu rækt við feðraarfinn, til þess að verða meiri og betri menn í þíessu þjóðfélagi og er sú hugsun í fylsta máta heilbrigð, eins og svo margar aðrar hugs- * anir hans voru. IV. Magnús Paulson var fæddur að Hallfríðarstóðum í Hörg- árdal í Eyjafjarðarsýslu á íslandi 19. febrúar 1855. Hann var sonur Páls Erlendssonar og konu hans Guðrúnar Magnús- dóttur. Um æskuskeið Magnúsar Paulsonar er mér lítið kunnugt, annað en það, að hann ólst upp hjá foreldrum sínum við lík kjör og flestir aðrir bændasynir áttu við að búa um það leyti út á fslandi. En þau kjör voru eins og flestir hinir eldri ís- lendingar muna, oft skömtuð af kringumstæðum, ekki síst þar sem mörg voru börnin. Foreldrarnir þurftu á hjálp þeirra að halda, enda voru börn þá í flestum' tilfellum fús á að veita hana og svo mun hafa verið hjá foreldrum Magnúsar Paulsonar. En þó mun hann hafa notið tilsagnar í almennum fræðum í æsku, bæði á barnaskóla og eins er oss kunnugt um að hann stund- aði nám nokkurn tíma hjá séra Davíð Guðmundssyni á Hofi og séra Eiríki Briem, sem þá var prestur í Steinnesi í pingi í Húnavatnssýslu, en aðal þekkingu sinni, sem var víðtæk, náði hann með því að lesa í frístundum sínum þegar aðrir léku sér, eins og svo margir sjálfmentaðir menn hafa orðið að gera. Um námsgáfur Magnúsar á þeim árum get eg ekki dæmt, en nokkuð má ráða um þær, af (því, að fyrir innan tvítugt var hann búinn að fá orð á sig í átthögum sínum, fyrir það hvað hann væri framúrskarandi vel gefinn og samla vitnisburðinn fékk hann hjá séra Eiríki Briem þegar hann átti tal um þenna unga mann, við mann, sem síðar varð samverkamaður og vinur Magnúsar Paulsonar- pessi vitnisburður séra Eiríks er ekki langur en lýsir honum svo undur vel. Vitnisburðurinn er þessi: "Hann er bráðgáfaður, en dulur." pað er raunasaga, sem hefir margendurtekið sig hjá hinni íslenzku þjóð og raunar að meiru og minna leyti hjá öllum þjóðum, að verða að horfa upp á vonir sinna efnilegustu ung- menna fölna og deyja. Fjöldinn hefir margoft sýnt að hann tekur sér það ekki nærri. Hann heldur áfram hlægjandi sína vanalegu braut. En ekkert get eg hugsað mér sárara fyrir þann semi hlut á að máli, en það að þrár þeirra til æðra andlegs þroska og víðtækara starfslífs verði að frjósa i hel, þegar á æskuskeiði þeirra. pað er víst engum vafa bundið, að Magnús Paulson yfir- gaf ættland sitt ísland, sökum þess að hann átti ekki kost á því að fá mentaþrá sinni fullnægt þar. Magnús Paulson kom til Canada árið 1876 og settist að hér í Manitobafylki og hefir dvalið nálega altaf síðan í borg- inni Winnipeg. Fyrstu árin hér, vann hann að algengri vinnu, en ekki leið samt á löngu unz hann komst að bókhaldarastöðu hjá félagi einu. sem Sigtryggur Jóm;sson veitti forstöðu og nefndist Lake Winnipeg Transporation Lumber & Trading Cov peirri stöðu hélt hann unz þeir br,-^ður, hann og Wilhelm, sem síðar varð þingmaður í Saskatchewan fylki, og er einn af bezt þektu Vestur-fslendingum, "settu upp fjársýsluskrifstofu í Winnipeg, ásamt 'slenzkri bókaverzlun. 1899 tók hann við ráðsmannsstöðu við vikublaðið Lögberg og hafði hana á hendi þar til árið 1901 að hann tók við rit- stjórn þess blaðs og hafði þá stöðu á hendi þar til í október 1905, að hann lét af því starfi samkvæmt sinni eigin ósk. Tók hann þá aftur að sér ráðsmannsstöðuna við blaðið og hélt henni þar til í október 1907, að hann gjörðist bókhaldari hjá hinu góðkunna lögfræðingafélagi Rothwell & Johnson, síðar Roth- well, Johnson, Bergman & McGee og þeirri stöðu hélt hann síðan. Alsystkini Magnúsar heitins, voru að því er eg bezt veií þau Mai-grét, Páll, Erlendur, Wilhelm og Stefán, en Vilhelmina hálfsystir. Af þeim komu vestur um haf auk Magnúsar, Páll, sem dá- inn er fyrir mörgum árum, Wilhelm búsettur í Regina, Sask-, og Stefán, merkur prestur í Brooklyn í Bandaríkjunum. Magnús heitinn Paulson var tvíkvæntur, fyrri kona hans hét Anna, dóttir Halldórs Reykjalín. pau vpru ekki búin að vera í hjónabandi full tvö ár, þegar að hún Öó. ásamt nýfæddum syni þeirra hjóna, síðari konu sinni Guðnýju, dóttir Jóns Magn- ússonar frá Skeggjastöðum á Jökuldal og konu hans Stefaníu Jónsdóttur giftist hann árið 1892. Fyrri konu Magnúsar heitins Paulsonar þekti eg ekki, en hún var af góðu og myndarlegu fólki komin. Síðari kona hans, Guðný, er ein af allra myndarlegustu konum, sem eg hefi kynst meðal Vestur-fslendinga, prýðisvel gefin, mentuð, góð og umhyggjusöm eiginkona og hefir hún oft mint mig á Auði Vésteinsdóttir, konu Gísla Súrssonar. Ekki varð Magnúsi heit. Paulsyni barna auðið í síðara hjónabandi sínu, en pilt tóku þau Magnús og Guðný til fósturs, systuj-son Guðnýjar, Magnús Bjarnason, bráðvelgefinn pilt og efnilegan. pað er varla hægt fyrir mig að ljúka svo þiessu máli, að minnast ekki með fáum orðum á heimili þeirra hjóna, Magnús- ar heitins og Guðnýjar, því þar hefi eg ásamt ótal fleirum notið margar ánægjustundar. pau hjón kunnu vel að taka á móti gestum. Hann flestum skemtilegri í samræðum, fróður um alla hluti og svo skýr, að iþað var ekki að eins ánægja að ræða við hann, heldur líka ávalt uppbygging. Hún hóg- vær, glaðlynd og prúð. Sjúkdómsins, sem leiddi Magnús heitinn til til bana varð fyrst vart síðastliðið sumar og var hann þá frá vinnu um tíma- Náði sér samt aftur, en varð að láta undan síga aftur fyrir áramótin síðustu og fór honum svo stöðugt hnignandi, unz hann lézt að heimili sínu 784 Beverley St., í Winnipeg, 18. marz 1923- Veikindi sín bar Magnús heitinn með stakri hugprýði. Hanrt vissi upp á hár hvað verða mundi, en út af vörum hans kom ekki eitt einasta æðruorð. Og svo komu æfilokin eins og fagurt sólarlag, eftir að hann hafði ráðstafað útför sinni og öllu sem hann lét sig varða hér í lífi, og hann fór frá ást- vinum sínum — konunni sinni, sem hafði reynst honum svo vel og stundað hann með óþreytandi alúð á meðan kraftarnir voru að þverra, bróðurdóttur sinni sem aðstoðaði hana undir það síðasta og fóstursyninum, sem hann unni — út yfir landa- mæri lífs og dauða, í öruggri trú á frelsara sinn og drottinn. "Sm'allast var hann sambland snildar og iðni, Sálar skarpsýni, sálar langíýni, og sinnis krafta, með sinnis þoli; en hið sjálfráða var engu síður." J. J. BlidfeU.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.