Lögberg - 21.06.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.06.1923, Blaðsíða 4
Bls. 4 LöliBERG, FIMTUDAGINN JÚNf 21. 1923 Hlœgilegu*- skrípaleikur. pað er ekki ætlun vor, að fara að halda uppi J>rasi við porstein p. porsteinsson, út af rit- smíði hans, “Móðir í austri”, þó það hafi ef til vill verið tilgangur hans, með því að láta rit- verk það á þrykk út ganga. En oss finst þó rétt- ara að benda á nokkrar vandræða tilraunir til þess, að velta af sér, eða máske væri réttara að segja, laumast undan ábyrgð þeirri, sem áður nefnt ritsmíði hefir í för með sér. pað dylst engum, sem pá grein les, og er með réttu ráði, að þungar sakir eru bornar þar á einhvern, einhverja. eða segjum alla Vestur- íslendinga. pað geta ekki verið deildar meiningar um greinarhöfundinn, því fulfc nafn hans stendur •undir greininni, og >ví heldur ekki um höfund ákæru iþeirrar, er VII. kaflinn í ritgerð þeirri flytur. Naumast geta heldur verið deildar meiningar um það, að sá, eða þeir, sem kærðir eru eigi heimting á, að kærandi sanni kæru sína, eða taki hana aftur að öðrum kosti. Alt sem vér höfum farið fram á við p. p. p. er, að hann fylgi þessari sjálfsögðu og algengu reglu. Hefir hann gert það ? Nei, og svo er langt frá því, að maðurinn hefir gripið til þeirra óyndis og ómannlegu úr- ræða, að reyna að velta ábyrgð sinni yfir á rit- stjóra Lögbergs, með iþví að skora á hann að nefna þá menn, eða mann á meðal Vestur-fs- lendinga, sem honum findist að kæra sín gæti hljóðað upp á, og hann telur það bera vott um sýkta blaðamensku, að vér skulum ekki gín-a yf- ir þeirri ólyfjan — telur það sýkta blaðamensku, að hann meigi ekki svívirða Vestur-íslendinga mótmælalaust — að hann megi ekki bera óhróð- ur út um þá, án þess að þurfa að bera ábyrgð orða sinna og gjörða. Ritstjóri Lögbergs finnur enga köHun hjá sér, né heldur skyldur til, að verða við iþessum ^tilmælum, og telur aðstöðu sína í iþessu máli, að / mun heilbrigðari, heldur en þá aðstöðu porsteins að vilja ekki kannast við sitt eigið afkvæmi, eins og ærlegum manni sæmir, heldur að vera að reyna að troða því á mann, sem býður við því og hefir staka skömm á öllu svoleiðis braski. Ritstjóri Lögbergs hefir aldrei ætlað sér, að gefa þessum króa p. p. p. nafn, né heldur að annast hann,#svo ef hann er ófáanlegur til að gjöra það sjálfur, þá verður hann líklega að fara á sveitina. Um gorgeirinn, sem síðasta grein p. p. p. er full af, og hrottaskapnum, sem gægist þar svo að segja út úr hverri línu, hirðum vér ekki. Slíkt bætir sjaldan máJstað manna, og fer öllum illa, ekki síst porsteini p. porsteinssyni. Svo getur höfundur “Móðir í austri” haldið þessum skrípaleik sínum áfram ef hann vill; vér nenn- um ekki að vera að leika hann á móti honum frekar — minsta kosti ekki fyrst um sinn. De Valera leggur niður vopnin. Lesendum Lögbergs er ekki ókunnugt um hið ægilega ástand, sem átt hefir sér stað á ír- landi undanfarandi, því blaðið hefir stöðugt fært mönnum fréttir af því. Nú er því stríði loks hætt, sverðin sliðruð, ódáðaverkum hætt, og það er vonandi að eining og bróðurhugur fái nú að ríkja, að minsta kosti um tíma hjá þessari þróttmiklu og þrautseigu þjóð. 24. maí síðastliðinn, ávarpaði foringi |lýð- veldissinna á írlandi, de Valera, hersveitir sínar, sem um langa tíð hafa haldið uppi ákveðinni sókn með vopnum gegn nýlendu stjórnarfyrir- komulagi og nýlendu stjórnarskrá. Hermenn freJsisins! Fylkingar varðsveit- anna! pað er ekki hægt að halda lengur fram lýðstjómar hugsjón vori með vopnum. Frekari fómfærsla frá yðar hendi er nú þýðingarlaus. pað er óvit frá þjóðþrifalegu sjónarmiði, að halda sókn vorri lengur áfram með vopnum. Ákveðinn sigur með vopnum yfir þeim, sem lýðveldið hafa eyðilagt, verður að bíða um stund og aðra aðferð verður að hafa til þess að vemda rétt þjóðarinnar. Til þess að leggja niður vopn nú, þarf þjóð- emislega hugprýði, eins fullkomna og hreina, eins og þurfti til þess að taka þau upp. Sjö ára uppihaldslaus sókn, hefir svo reynt á krafta fólks vors, að þeir eru að þrotum komn- ir. Mörg hjörtu hafa hryggst á því tímabili, og margar eru fórnirnar, sem færðar hafa verið. Ef yður finst að þjóðin hafi snúið við yður bak- inu á hinu liðna ári, og ekki veitt yður fulltingi það, sem eitt gat leitt til sigurs, þá er það af því, að hún var orðin þreytt og þurfti að fá hvild. Gefum henni stundar hlé, og hún mun aftur taka upp merkið, þar sem það verður nú að falla.” The Liberty League, Svo heitir félag eitt, sem verið er að mynda í Bandaríkjunum, sem þegar hefir vakið nokkra eftirtekt. pað er að vísu ekkert nýtt að félög séu mynduð þar, eða annarstaðar, það er altaf ver- ið að mynda félög, og allir eru í félögum. Sum- ir í mörgum — svo mörgum, að þeim vinst ekki tími til þess að gegna félagsskyldunum í neinu þeirra, eins og vera ber, og er það eitt af yfir- sjónum og öfugstreymi á hugsunarhætti nútím- ans, að menn vilja þenja sig út yfir alt, taka alt í fang sér, og burðast með það, þó menn valdi því ekki, og þó þeir þurfi að dreifa til þess kröftum sínum svo að ekkert verkefni þeirra verði fullgert, þá samt halda þeir þessari stefnu áfram -— vananum og hégómaþrá sjálf síns til lofs og dýrðar. Félag þetta nýja, flytur þarfan boðskap til þjóðarinnar — það á að vera samband, sem bindur hana saman — sameiginlegt bræðrafélag, þar sem þjóðar einingin situr í hásæti og allar annarlegar tilfinningar og hvatir manna verða að víkja fyrir. Sagan sannar, að máttur og velferð þjóð- anna byggist á sameiginlegri hugsjón og sam- eiginlegri leiðsögn. Á meðan þau tvö öfl eru ráðandi og ríkjandi, þá fer alt vel, þá verða erf- iðleikamir léttir á herðum manna. pá er þrótt- ur í framkvæmdum, þá una menn glaðir við sitt og líta björtum augum á hinn komandi dag. Takið þau í burtu úr lífi þjóðanna, þá fer alt óðara á ringulreið. IHver höndin verður uppi á móti annari. Hagur einstaklinga og stétta sit- ur þá í fyrirrúmi, fyrir hag heildarinnar og þjóð- félögin losna öll í sundur, sem dæmi upp á það mætti benda á Grikki og Rómverja hina fornu. En nær oss liggur þó mynd sú, er vér höfum af Rússum og pjóðverjum í því ástandi. Bandaríkjamenn finna mjög til skorts á þjóðernislegri einingu, og til þess að bæta úr þeirri vöntun og koma í veg fyrir hættu þá, sem þjóðinni geti af henni stafað, er félag þetta myndað. Bent er á, af talsmönnum þessarar hreyf- ingar, að Bandaríkjaþjóðin sé af Evrópiskum stofni sprottin, að hún taki og hafi tekið á móti fólki frá öl’lum löndum Evrópu, sem hefir komið til Bandaríkjanna að leita sér og sínum að fram- tíðar bústað, með opnum örmum og útréttri vin- arhönd. En sökum þess, að þetta fólk — þessi mörgu þjóðarbrot, sem nú mynda Bandarísku þjóðina, haldi enn fastara við heima þjóð sína, heldur en þjóð síns fósturlands, þá sé Bandaríkja þjóð- in öll í molum. petta segja þeir að verði að lagast, áður en þjóðin geti notið sín til fulls. peir fara ekki fram á, að fólk af Evrópisk- um stofni gleymi uppruna sínum, eða feðra þjóð sinni, né heldur, að það glati menningar-oinkenn- um þeim, sem eru séreign þeirra, eða þjóða þeirra, en þeir krefjast þess, að bönd þau, sem bindi það við hinar erlendu stofnþjóðir þeirra, séu ekki látin sitja í fyrirrúmi fyrir hinum helgari bönd- um einingar og bróðurhugs, sem eiga og verða að binda þjóðfélag það, sem þeir búa í og veitir þeim lífs framfærslu saman. % Aðal stefna félags þessa, seAi talað er um, að gjöra að al-þjóða félagi, er þá að sýna og sanna hinu innflutta fólki, að'það verði að fórna öllu sem það á sérkennilegt í eðli sínu, og sem knýtir það við stofnþjóðir sínar, á hinu sameig- inlega þjóðernis-altari Bandaríkja þjóðarinnar — að þjóðfélag Bandaríkjanna krefst ekki að- eins óskiftra krafta þess, til daglegra starfa, og aukinnar auðframleiðslu, heldur líka hins and- lega þrótts þess, og lífsreynslu til sameiginlegr- ar framþróunar hinu andlega lífi þjóðar sinnar. peir vilja, að hætt sé að tala um fra, pjóð- verja, Englendinga, Norðmenn, Svía, Frakka, Dani, eða íslendinga í Bandaríkjum, heldur að- eins, að þeir séu af þessum ættstofni komnir, að þeir sjálfir og allir aðrir skilji, að þeir séu fyrst og síðast Bandaríkjaþegnar, óaðskiljanleg ein- ing þjóðarinnar. ( Erkibiskup Dana með íslend- ingum. Harald Ostenfeldt heitir yfirbiskup hinnar lútersku kirkju Dtanmerkur. Er hann maður á besta aldri, talinn dugnaðarmaður með afbrigð- um og heitur trúmaður. Ostenfeldt biskup er á ferð um Vesturheim, sem stendur. Einkum er för hans vestur um haf á fund danskra kirkjumanna. Sunnudaginn 17. júní var biskupinn staddur í Winnipeg. Að kvöldi þess dags sótti hann guðsþjónustu íslendinga í kirkju Fyrsta lúterska safnaðar hér í borg. Hinn mesti fjöldi var þar saman kominn, með prestum og þingmönnum kirkjufélagsins. Guðsþjónustan fór fram á venjulegan hátt og var öll á íslenzku. Áður en messugjörð var lokið, ávarpaði biskupinn söfnuðinn. Hann mælti á enska tungu. Bar hann fslendingum hér hina hlýjustu bróður- kveðju danskra trúbræðra þeirra. Gat hann þess, að hann teldi sér vegsauka að vera forseti dansk-íslenzka félagsins. Fagnaðarefni mikið taldi hann það, hvílík framför átti sér stað síðari árin, hvað snerti bróðurþel og betri þekking hjá Dönum gagnvart íslenzkri þjóð og kirkju. pess gat biskup Ostenfeldt einnig, að einn hinna merkari presta Kaupmannahafnar væri íslenzkur, og að hann prédikaði fyrir íslending- um, búsettum í Kaupmannahöfn á íslenzku, einu sinni í mánpði. Kvað ibiskup þessar íslenzku guðsþjónust- ur í Kaupmannahöfn vel sóttar af íslendingum. íslenzki presturinn, sem hér er átt við, heit- ir séra Haukur Gíslason. Megum vér Vestur-íslendingar fagna þess- ari fregn, sem oss var að vísu áður kunn, um íslenzkar guðsþjónustur í höfuðborg Dana, bæði frá kirkjulegu og þjóðernislegu sjónarmiði. Augsýnilega fanst biskup mikið koma til þessa kirkjulega samfundar með íslendingum. Að lokinni guðsþjónustu mætti biskup prestum, þingmönnum !og ýmsum lejðtogum í hóp Vestur-íslendinga. Biskupinn er hinn ljúfasti maður og alþýð- legur, án allra ytri tignarmerkja. pó bar hann biskups kross er Norðmanna biskupar hafa lengi borið. Senator Borah. Fáir af núlifandi stjórnmálamönunm Banda- ríkjanna munu hafa vakið jafn almenna eftirtekt á hinum síðari árum og Senator Borah frá Idaho. Fáir hafa barist jafn snarplega fyrir friðarhug- sjóninni bæði utan þings og innan. Hann hatar stríð og telur það vera helgustu skyldu hvers einasta manns, að vinna að því takmarki að úti- loka þau um allar aldir með alþjóðalögum. Hinn 1. þ. m., flutti Borah ræðu í bænum Norfolk í Connecticut ríkinu, um friðarmálið og fer hér á eftir dálítill kafli úr henni: “Meðan éínstaklingum eða þjóðum líðst á- tölulaust að stofna til ófriðar og ófriður er helg aður með lögum, fæ eg ekki séð hvernig útiloka megi framtíðarstríð.” “Frá því að heimsófriðnum mikla lauk, hafa dunið yfir heiminn tuttugu og þrjú stríð. Hverj- ir stofnuðu til þeirra? — Fáir ofríkismenn. Allar þjóðir sem stofnað hafa til striðs, frá því að Ver- salasamningarnir voru undirskrifaðir, hafa verið félagar1 í hjóðb,’.ndalaginu ■— Leaguo of NaLons. Haldið þér ekki að fólkið í heild sinni sé fyrir löngu búið að fá sig fullsatt af vígaferlum? Ekki efast eg um það. Með hvaða hætti haldið þér að helzt megi fyrirbyggja stíð? Með viturlegum alþjóðalögum, er lýsa yfir því í eitt skifti fyrir öll, að stríð sé glæpur. Hver á að annast um að slíkum lögum verði dyggilega framfylgt kunnið þér ef til vill að spyrja? Alþjóða dómþing, er skeri úr deilumálum á líkan hátt og hæstiréttur Bandaríkjanna gerir út um ágrein- ings atriði milli hinna ýmsu fylkja eða ríkja inn- an ríkja sambandsins. Ef vér fengjum komið <því til leiðar, að stofn- að yrði alþjóða dómþing, með fullu og ótakmörk- uðu valdi til þess að refsa hverjum og einum, er stofnað hefði til stríðs, væri betur farið en heima setið. Eg geri ráð fyrir að einhver kunni að halda því fram, að þjóðirnar séu enn ekki undir slíka breyt- ingu búnar- pví ekki ? Fjöldinn er fyrir löngu dauðþreyttur á blóðsúthellingum, hvernig svo sem tilgangurinn kann að vera fegraður í þann og þánn svipinn. Hver einasta stórþjóð, sem treystir á vopna- vernd, er annaðhvort um það að verða gjaldþrota, eða horfir fram á beina tortíming. pað eru leiðtogarnir, stjórnimar, sem standa í vegi fyrir alheimsfriði, en ekki fólkið sjálft. Bræðralags hugsjónin er engan veginn út- dauð, — henni getur ekkert grandað, og að lok- um blaktir sigurfáni hennar yfir allri veröldinni þrátt fyrir undirhyggju stríðsdýrkandans.” KAGKVÆiMAR Leiðbeiningar handa öllum e baka Fást hjá Rabin Hood fólaginu, hjá sérfræðingum þeim, er þar vinna, bæði í efnarannsókna-stofuni og brauðgerðarhúsinu. pað eru hin jöfnu gæði, sem skapað hafa og við- haldið nafni /ROBIN HOOD FLOUR J Nú bjóðum vér sérhverju heimili lleiðbeiningar vorar. » Bökun er list og hefir eins og allar aðrar listir, sín vanda- » mál við að stríða. pað eru ávalt kökur, sem hepnast ekki eins ’£ vel í bökuninni og æskilegt var. Á Vér bjóðum yður, að færa yður í nyt * upplýsingar sérfræðihga vorra, er starfa við þjónustudeildina. Látið þá ráða ókeypis fram úr bökunar-erfið- leikum yðar. Engar kvaðir. þér þurfið jafnvel ekki að nota Robiin Hood Flour. Þjón- ustudeildin skoðar það iheiður, að fást við bökunarerfiðleika yðar og ráða bót á þeim. Skrifið í dag. Trygging.—í staSinn fyrir poka af Robin ^ Hood Flour, 24. punda eSa þyngri, sem 3 búiS er a8 ey8a nokkru tlr, látum vér y8ur fá annan fullan í þeim tilfellum, sem kon- w unni hefir ekki hepnast bökunin eftir þrjár tilraunir. ROBIN HOOD MILLS LTD MOOSE JAVV, SASK. * Astœðurnar fyrir því a8 hugur íslenzkra bænda hnegist til Canada 48 Kafl’i. Vér höfum nú með nokkrum orðum drepið á helztu megin at- riðin er draga huga fóilks til Vesturfylkjanna fjögra, Manti- töba, Saskatchewan, Alberta og British Columbia. En í þessari grein verður leitast við að skýra afstöðu canadiskra stjórnarvalda til fólksflutninga inn í landið, á- 'samt helstu fyrirmælum laga, lút- andi að innflutningi fólks. Canada fagnar af, að sjálfsögðu innflutningi al'lra góðra manna og kvenna, er hingað koma með þeim ásetningi einum að byggja upp þetta volduga land, og bæta þar með sín eigin kjör. pó ber þess að gæta, að frekari fól'ks- straum, en atvinnuskilyrði og kringumstæður landsins leyfa. kýs stjórnin ekki. Grein þessi er ritin í þeim höfuð tilgangi, að skýra eins ljóst og frekast má verða skilyrði er ilöggjöfin setur í sambandi við innflutninga, svo að enginn renni blint í sjóinn, selji til dæmis eign- ir sínar og flytji hingað, áður en hann er nokkurnveginn sannfærð- ur, að geta unað sér hér og van- ist hinum mismunandi staðhátt- um. Á undanförnum árum, hef- ir það eigi sjaldan borið við, að fólk hefir orðið að ihverfa heim aftur frá ströndum þessa lands, sókum þess að það fullnægði eigi, á einn eða annan hátt, fyrirmæl- um innflutningslaganna. Hefir slíkt, eins og liggur í augum uppi iðuglega orðið hlnum væntanlega innflytjanda til stórkostlegs tjóns. Alt því um likt, er nauð- synlegt að fyrirbyggja. Ekki er andi innflutningsjlag- anna sá, að gera væntanlegum innflytjendum erfiðara fyrir en nauðsyn ber til. En hitt er vert að athuga, að afar áríðandi er, að fólk, sem víðast út um heim viti og skilji eins greinilega og framast má verða öll þau helztu lagaákvæði, er hamla fólksflutn- ingum inn í landið. Með því að innflutningsráðuneyti sambands- stjórnarinnar, hefir enga umboðs- skrifstofu á íslandi, geta þeir er afla vilja sér frekari upplýsinga um Canada, skrifað Canadian Department of Immigration and Colonization, Ottawa, eða rit- stjóra þessa blaðs. Enn frem- ur má leita upplýsinga til Mr. J. Obed Smith, Superintendent of Emigration for Canada 1 Regent Street, Lnodon, S. W. I. England.. Innflutningslögin canadisku, banna fólki því landvist, er kem- ur undir eftirgreinda liði: — 1. Fáráðlingar, geðveikt eða brjálað fólk, eða sem þjáðst hefir af þeim sjúkdómum einhverntíma á æfinni. 2. Berklaveikt fólk, eða fólk sem þjáð er af öðrum útbreiðslu- sjúkdómum. 3. Fólk, sem gerst hefir sekt um siðferðisbrot, þar á meðal glæpi. 4. Betlarar og aðrir slæpingjar, sem líklegir eru til þess, að verða þjóðfélaginu til byrði. 5. Æsingamenn, er kunnir eru að því, að vilja kollvarpa reglu- bundnu stjórnarfyrirkomulagi. 6. Fólk frá pýzkalandi, Aust- urríki, Ungverjalandi, Bulgaríu og Tyrklandi. 7. Fólk, sem gert hefir verið landrækt úr Canada, eða bannað landgönguleyfi áður. 8. Fólk, sem eigi kemur beina leið frá föðurlandi sínu, eða öðru því landi, er það síðast hefir not- ið borgararéttinda. (Nokkrar undantekningar eru þó stundum veittar frá ákvæðum þessum, ef snúið er sér til innflutninga um- boðsmanns Canadastjórnar — Canadian Government Emigrat- ion Agent.) 9. ólæst fólk. (Ákveðin skyld- menni eru þó undanþegin, sam- kvæmt laga fyrirmælum og má fá allar upplýsingar í þvlí sambandi hjá innflutninga umboðsmönnum hinnar canadisku stjórnar). 10. Heyrnarlaust og sjónlaust fólk, eða líkamlega vanheilt að öðru leyti. Vissar undanþágur geta þó fengist í þessu sambandi, með því að snúa sér ti'l umboðs- manna innflytjenda skrifstofunn- ar. Fyrirmæli No. 6, 8, 9, og 10, ná ekki til ferðafólks, er að eins kem- ur til stuttrar dvalar. Miklum hægðarauka veldur það, ef innflytjendur merkja all- an farangur, annan en þann, er þei rekki beiht þurfa að nota á ferðinni, með orðunum: “Not Wanted on Voyage.” Annan far- angur skal merkja: “Wanted on Voyage”, og ska'l hann að eins bundinn við allra nauðsynlegustu hluti. Farangur sem ekki kemst fyrir í algengum ferðakoffortum, ætti að vera látinn í sterka timbur- kassa, er auðveldlega má opna, til þess að tollþjónum veitist að þeim greiður aðgangur. Skal lokið meðal annars aldrei neglt á slíka kassa. Eftir að innflytjendur koma til canadiskra hafnstaða, er far- Hverju svarið þér? HVAÐ mikið af allri þeirrri upp- hæð, sem þér innunnuð yður síðastliðið ár, er í bankanum? Einn fimti? Einn tíundá? Jafnvel $50? Eftir þeim mælikvarða, hvað langt komnir verðið þér eftir tíu eða jafn- vel tuttugu ár? Er ekki svar yðar sönnun þess, að þér ættuð að hefjast handa og spara meira í framtíðinni, en þér hafið igjört í liðinni tíð? THE ROYAL BANK O F CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.