Lögberg - 21.06.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 21.06.1923, Blaðsíða 6
3U. 6 LÖGBERG, FIMTUDaGINN JÚNI 21. 1923 Barónsfrú Mainau. Eftir E. Marlitt. “Gjarnan, senda mér eins margar ferðalýs- ingar og þú vilt —’’ “Senda þær til þín, konunnar, sem er skil- in við mig?” Hún hrökk við ósjálfrátt, eins og hún væri hrædd. það hefði verið hægðarleikur fyrir hana, að svara: Sambúð okkar í Schönwerth er óeðlileg. Við ættum að eiga hlut hvort með öðru í sorgum og gleði, en við göngum hvort við annars hlið eins og að örlög annars væru hinu með öllu óviðkomandi. þú ættir að vera vernd- ari minn, en iþú lætur misþyrma mér og særa tilfinningar mínar jafnt og stöðugt, án þess að þú hreyfir þinn minsta fingur til þess að verja mig — þess konar samband er ósiðferðislegt og eg slít mig úr því; hins vegar læt eg margt ekki á mér festa, sem heimurinn kallar óhæfu —” En hún sagði ekki ennað en þetta þótt hún hugs- aði fleira: “Eg hygg að höfundurinn og sá, sem málar skýringarmyndirnar fyrir hann geti haft bréfaskifti. Hver getur haft nokkuð út á það að setja, að við skiljum ekki sem óvinir og höldum áfram að standa í vinsamlegu sambandi hvort við annað —” “Hvemig getur þú vogað þér, að bjóða mér þetta — eg vil ekki hafa vináttu þína,” sagði hann æfur og spratt á fætur. “pað er satt að eg hefi hrapað langt mjög langt niður úr þeirri hæð, sem eg þóttist standa í, en eg er einn þeirra, sem hungra heldur en biðjast beininga.” Skóggæslumannskonan hafði, ef til vill heyrt reiðihljóminn í orðunum gegnum hálfop- inn gluggan og bjóst við að áköf deila milli hjón- anna væri í vændum. Hún kallaði á Leó í hálfum hjóðum til þess að sýna honum folald í garðinum — hún aumkaði drenginn. I Mainau hafði /gengið spölkom frá konu sinni og virtist vera að horfa með eftirtekt á blómin í kringum sig, en brátt. gekk hann aftur að borðinu, þar sem hún var að tína blöðin, sem hann hafði fleygt á jörðina, upp úr grasinu með skjálfandi höndum. “það hefir alt gengið sinn vana gang í Schönwerth meðan eg hefi verið burtu?” spurði hann með uppgerðar ró og sló hart með fingr- unum á borðið. “Eg veit ekki af neinu óvanalegu til að skýra þér frá,” sagði hún — “nema ef telja skyldi að Gabríel er sígrátandi út af hinni vænt- anlegu burtför sinni — Frú Löhn sýnist vera mjög hnuggin út af því.” “Frú Löhn? Hvað kemur það frú Löhn við? Og hvemig læturðu þér detta í hug, að nokkur skapaður hlutur geti snert tilfinningar þessarar konu? En hvernig þú lítur á alla hluti hér í Schönwerth, hvað ímyndunarafl þitt er æst! — — Frú Löhn, þessi karlmannlega kona, þessi taugalausi trédrumbur — Hún þakkar víst guði fyrir það þegar hún loksins losnar við drenginn!” “Eg er á alt annari skoðun.” Nú, og þú heldur þá sjálfsagt að hún sé mjög tilfinninganæm sál, rétt eins og þú gjörir þér í hugarlund, að þú hafir fundið snillli, sem jafn- ist á við hæfileika Michael Angelos, eða eitt- hvað því líkt hjá þessum sljóa og lata strákræfli.” petta kalda háð, þessi tilraun hans til þess að erta hana og særa gerði hana grama í geði; en hún vildi ekki deila við hann framar. “Eg man ekki eftir því að eg hafi borið Gab- ríel saman við nokkum frægan meistara,” svar- aði hún og horfði á hann alvarlegum augurn. eg hefi að eins sagt að hjá honum væru bældir niður allmiklir listamanns hæfileikar, og eg endurtek það nú afdráttarlaust.” “Og svei! — Hver er það þá, sem bælir þá niður? Ef þeir eru eins ábærilegir og þú held- ur, þá einmitt fá þeir bezta jarðveg til að þríf- ast í, í klaustrinu *— Margir frægir málarar hafa verið munkar — En hvað þýðir svo að vera að deila um skegg keisarans. Hvorki eg né frændi minn höfum ákvarðað drenginn fyrir hina and- legu stétt; við að eins framkvæmum hinstu ósk dáins manns.” “Hefir þú í raun og vei;u lesið og rannsakað samvizkusamlega þessa síðustu skipun?” Hann hreyfði sig óþohnmóðlega og horfði á hana með augnaráði, sem smaug gegnum hana. “Gáðu að þér Júlíana!” sagði han ní hótandi róm og lyfti upp vísifingrinum. “Mér finst sem þig muni langa til þess að koma einhverjum blett á heimili það, sem þú ætlar að fara að yfir- gefa — þú vildir óska að þú gætir sagt sem svo: Eg kannast við, að það hefir komið blettur á Thrachenbergsættina við eignakyrsetninguna — en í Schönwerth er heldur ekki alt eins og það ætti að vera — iþað er ekki einleikið með auðinn þar! En viðvíkjandi þessum grun þínum svara eg þessu. Frændi minn er ágjarn, hann er drambsamari en flestir aðrir menn, hann hefir líka ýmiskonar smá illkvittni, sem maður verður að vara sig á; en hann er svo skynsamur og ór- lyndur, að hann hefir aldrei hlaupið í þær gönur, sem eru afleiðingar af illum ástríðum; hann hef- ir alla sína æfi haldið sér við meginreglur sannra aðalsmanna — í því efni ber eg óbilandi traust til hans og skoða það sem árás á minn eiginn heiður, þó að ekki væri nema í spaugi og hugs- unarleysi sagt um hann eitthvað það er benti á óheiðarlegt framferði, t. d. erfðaskráarfölsun, eða eitthvað þvílíkt. — Eg vil biðja þig að muna eftir því, Júlíana! Og nú held eg að það sé kominn tími til að við förum heim ______ pessi þytur í skóginum veit á ilt. J?6 að enn þá séu að eins fyrstu dagarnir í september, þá getur maður samt ekki verið viss um nema að það komi illviðri á eftir þessum svækju hita. — Heimkoma okkar verður varla eins yndisleg og sú, sem þ úvarst að lýsa áðan — en hvað gerir það til? Máður verður að reyna að láta það ekki fá mikið á sig.” Hún snéri baki við honum þegjandi og fór inn í húsið til þess að sækja Leó. pað titraði í henni hver taug. “Hann er voðalegur Líana,” hafði úlrika sagt við hana brúðkaupsdaginn, og þó hafði hann verið hægur og rólegur þá — hvað mundi hún segja, ef hún sæi hann í þessum ham. Svipur hans og látæði var harðlegt og í röddinni var einhver hljómur, sem hafði lemstr- andi áhrif. En samt þótt undarlegt væri, skildi hún hann betur í þessu ástandi heldur en þegar hann var með uppgerðar afskiftaleysi og lét sem hann væri leiður á lífinu; hún var orðlaus af hræðslu og kvíða og hinar óréttlátu ásakanir hans særðu hana, en þetta var eðli hans og skap- lyndi, sem einnig kom ósjáfrátt í ljós í því sein hann hafði skrifað, og þvert á móti vilja hennar var það alt í einu farið aðhafa aðlaðandi áhrif á hana. pess vegna var það að hún gat stungið upp á því við hann að þau skyldu standa í ein- hverju vingjamlegu sambandi hvort við annað — Nú þegar þau gengu heim byrgði hún andlitið í höndum sér; hún fyrirvarð sig, því boð hennar hafði verið afþakkað. Vindurinn gnauðaði ákaft í trjánum og þyrl- aði lausum blöðum í loftinu, og fullþroskaðir á- vextir duttu niður og ultu eftir veginum. þegar þau voru komin nálægt höllinni, sagði hestamað- urinn einn, er þau mættu, þeim frá því, að hestar hertogaekkjunnar og hirðmeyjar hennar stæðu í hesthúsinu — hún hefði verið í útreiðarferð og leitaði skýlis undan illvirðinu í höllinni.. Mainau stappaði óþolinmóðlega í jörðina, er hann heyrði þetta. “Nú, er þetta ekki nógu skemtileg heimkoma fyrir mig? Getur maður fengið nokkra elsku- legri og nægætnislegri móttöku?” sagði Mainau í háðslegum róm og benti til hallardyranna. Her- togaekkjan kom skyndilega fram á grashjallann og studdi sig með báðum höndum við jámgirðing- una. Vindurinn feykti til dökka hárinu hennar, sem hékk laust Iangt niður á bakið, og hvítu strútsfjörðinni í hattinum hennar. Hún horfði svo undrunarfull á hjónin, sem komu gangandi með Leó á milli sín og virtust vera mjög ánægð að hún tók alls ekki eftir því að Mainau heilsaði henni álengdar. Hún rykti til höfðinu þótta- lega og flýtti sér að setjast aftur í hægindastól milli prestsins og hirðdróttsetans og þar sat hún og hallaði sér aftur á bak makindalega, er Mainau og kona hans komu inn í gestasalinn. J7að var sem illvirðisskýin hefðu þjappast saman uppi undir loftinu í salnum; hálfrökkrið þar inni var svo ógeðslegt og þvingandi — hvítu gipsmyndirnar á veggjunum höfðu draugalegt útlit, en samt var andit hertogaekkjunnar enn hvítara og um það lék gremjulegur háðssvipur. Leiftur hinna fögru augna hennar sást ekki í hálf- dimmunni — en þau lýstu eins og kulnandi glæð- ur undir ljósgráum flókahattinum. Hún tók hinni kurteisu kveðju Líönu með drembilegu augnatilliti. “Hvaða undarlegt uppátæki er þetta, Raoul ?” hrópaði dróttsetinn til bróður sonar síns. “pú skilur eftir vagninn og hestana og gegn- af eintómum tepruskap í gegnum skóginn! Veiztu það, að það nærri því hlaust slys af þessu. Hvemig getur þú trúað öðrum eins klaufa og hann er þessi Andre fyrir bráðólmum hestum frá Wolkershausen ? þeir fældust með hann, og hann kominn hingað næstum dauður af hræðslu.” “J?að er þó sannarlega hlægilegt. það hefir enginn annar en hann farið með þá langa lengi — peir hafa hlotið að vera hræddir við mílustaur- inn aftur. — En ferð mín í gegnum skóginn hing- að heim á ekkert skylt við tepruskap; mig lang- aði ekki til þess að sitja lengur á vagnsætinu og hálfstirna í sólarhitanum.” “Og þér, náðuga frú, hefðuð átt að fara ein til skóggæzlumannshússins, sem þér hafið alt í einu tekið svo mikla trygð við”, sagði karl í ó- notalegum róm við Líönu, án þess svo mikið sem að líta við henni — honum fanst óþarfi að hreyfa sig nokkuð úr þægilegu stellingunum, sem hann sat í, hennar vegna. — Eg verð samt vinsamlegast að biðja yður, að skoða ekki dótturson minn sem eign Trachenbergs fjölskyldunnar, sem þér getið farið með eins og yður sýnist — eg hefi verið dauðhræddur um barn- ið.” “Mér þykir mjög mikið fyrir því, herra drótt- seti,” sagði Líana, án þess að láta hnífilyrði gamla mannsins fá nokkuð á sig. Hertogaekkjan var auðsjáanlega komin í betra skap. Hún dro Leó til sín og gerði gælur við hann. “En þér hafið nú fengið hann heilan á húfi aftur, minn kæri von Mainau,” sagði hún í mýkjandi róm við hirðdróttsetann. Leo vatt sér snúðugt úr örmum hennar. Honum geðjaðist ekki að “mömmu erfðaprinsins'’ og hann dró aldrei neinn dul á það. Svipa frúarinnar, sem lá á borðinu, var öllu gimilegri í augum hans. Handfangið á henni vaf haglega gert tígrisdýrahöfuð úr gulli með dem- antsaugum. pessi svipa er á stóru myndinni, sem stend- ur á borðinu hans pabba”, sagði hann — hann átti við stóra Ijósmynd af hertogaekkjunni í reið- fötum. “En nú stendur hún þar ekki lengur”, bætti hann við og fór að blístra og láta smella í svipuólinni — “og hinar myndiraar eru þar ekki heldur, og veggja pappírinn er fallega rauður enn- þá, þar sem þær héngu—og þpssi kjánalega blái skór er Iíka farinn.’ “Hvað er þetta, barón Mainau, hafið þér hreinsað til hjá yður ?” spurði hertogaekkjan og hélt niðri í sér andanum. “Hafið þér fleygt öll- um þessum gömlu, uppgjafa minjagripum í sama ruslaskotið?” Alt hið ósveigjanlega drottingar- dramb hennar kom í ljós í svipnum, en í röddinni, sem var djúp og ekki laus við að vera klökk, mátti merkja sambland hræðslu, kvíða og eftirvænting- ar. — Hún vissi nákvæmlega, hvernig öllu var fyrirkomið í herbergjum Mainaus; hún hafði verið þar við marga kvöldskemtun meðan fyrri kona hans var á lífi. Hann stóð beint fyrir framan hana og horfði fast og rólega í augu hennar, er leiftruðu af til- finningu, rétt eins og honum þætti gaman að. “J?að er vel um þá búið, yðar hátign”, sagði hann. “Eg verð lengi burt og vil ekki láta, þessa gripi skemmast af ryki eða ógætni þjónanna.” “ En pabbi, þú hefir látið mína mynd, þar sem glerklukkan með skónum í var áður”, hélt Leó áfram með þráa, “og þar fyrir ofan hefir þú hengt nýju myndina, sem mamma hefir málað.” Mainau leit hvorki á hertogaekkjuna né hina, sem við voru staddir, til þess að lesa út úr andlitum þeirra, hver áhrif þessi orð hefðu, en hann snéri sér fljótt við og leit á konu sína hálf feimnislega, en um leið með ískyggilegu augna- ráði, eins og hann væri sárgramur út af því, að einmitt hún skyldi vera heymarvottur að þessu hjali barónsins. “pú hefir þá slegið hendi þinni á myndipa, Raoul,” sagði hirðdróttsetinn fljótt. “Eg leyfði mér að efast ofurlítið um staðhæfingu barónsfrú- arinnar um að hún hefði ekki fengið hana aftur. — Fyrirgefið þér, náðuga frú, eg hefi gert yður órétt til!” Hann hneigði sig hátíðlega en um leið háðslega fyrir Líönu. Nú, fyrir mér máttu það. Hún er vel geymd hjá þér, Raoul. Láttu hana bara vera kyrra í gluggaskotinu. — En veiztu hvað hátt listakonan hefði virt hana? —Fjöru- tíu dali.” "Eg verð að biðja þig, að gera svo vel og láta mig einan um það, að koma mér saman við hana,” greip Mainau framm í fyrir honum reiður. Karl hrökk saman og var hálfsmeikur við svipinn, sem kom á andlit bróðursonar hans — það leit helzt út fyrir, að hann langaði til að reiða krept- an hnefann.„ Hertogaekkjan og hirðmærin skildu ekki hvað þessi orðasenna ætti að þýða, en presturinn, sem hafði setið og ekki skift sér af neinu, studdi nú báðum olnbogunum á stólinn og beygði sig á- fram hlustandi með ákafri eftirtekt, í djöfullega seyðandi stellingum, rétt eins og hann væri að komast á snoðir um eitthvað hræðilegt leyndar- mál í augnaráði, rödd og látbragði hins reiða manns. “Drottinn minn góður! vertu ekki svona æst- ur til einskis kæri Raoul!” sagði dróttsetinn í sefandi róm. “Af hverju ertu svona reiður? Eg vil bara að alt sé rétt.” Mainau horfði á hann alvörugefinn. “Eg efast ekki um það,frændi, en í tilraunum þínum, til þess ert þú oft svo óheppinn, að koma of mikið í bága við siðvenjumar. Enginn mundi ábyrgj- ast eins og eg, að þú sért gagntekinn af réttlæt- istilfinningu — þú ert hinn eini Mainau, sem enn er á lífi, og eg get látið mér nægja með stéttar- meðvitund mína og stolt mitt yfir heiðarleik ætt- ar okkar. — En meðal annara orða — mér dettur nokkuð í hug — get eg ekki ennþá einu sinni fengið að líta yfir skjölin, sem hafa að geyma síðustu yfirlýsingar Gilberts frænda fil samtíð- armanna sinna. — Eg mintist hans í Wolkers- hausen, þegar eg stóð fyrir framan hina ágætu mynd hans þar, og tók eftir því, mér til sárra leið- inda, að hún er farin að skemmast af myglu og raka og þarf viðgerðar með. —Kveðja hans til okkar er þar á ofan í þessum skjölum.” “þú skalt fá þau — á það að vera strax ?” “pau eru vel geymd í skríninu þaraa,” sagði hann og benti á útskoma skrifborðið. “Ef þú vildir gera svo vel og opna það.” Hirðdróttsetinn var staðinn upp og haltraði fúslega að borðinu. Hann opnaði skrínið, sem hafði líka að geyma bréfið frá greifafrú Trachen- berg. iHann tók róslitaða blaðið upp varlega með fingurgomunum og sýndi hertogaekkjunni það með djöfullegu brosi: “Fagrar endurminn- ingar, yðar hátign — rósailmur —ekkert annað, en samt virði margra þúsunda í mínum augum”, sagði hann með léttúðarfullum hlátri og fleygði því aftur í skrínið. Svo tók hann upp pappírs- stranga, sem svörtu bandi var bundið um og rétti Mainau hann. Mainau leysti strax utan af hon- um. “ó, hér liggur blaðið með fyrirskipunum frænda viðvíkjandi Gabríel ofan á”, sagði hann og tók mjóa pappírsræmu úr stranganum. “J?að var hin síðasta skrifaða ósk, sem hann lét í Ijós ?” “J?að var hans síðasta ósk,” sagði hirðdróit- setinn rólega um leið og hann gekk aftur að völt- rustól sínum. Mainau tók fleiri blöð og lagði þau hvort við hliðina á öðru á borðið. “petta er merkilegt”, sagði hann.. “J?essi síðasta ósk er mér sagt að hafi verið skrifuð fáum stundum áður en hann dó, og samt er á henni sama einkennilega flúðraða rithöndin, sem hann var vanur að rita; höndin er sú sama alveg upp á punkt og kommu. — Ná- vist dauðans hefir ekki haft minstu áhrif á hans styrku hönd — og það er gott. — Hversu auð- velt væri ekki annars að efast um, að þetta skjal, sem er lagalega óvottfest, væri ekta.’ Hertogaekkjan tók blaðið úr hönd hans af forvitni. “J?að er einkennileg rithönd, en nokkuð erf- itt að lesa hana,” sagði hún. — “Eg mæli svo fyrir og fastákveð að drengurinn Gabríel skuli verða í þjónustu kirkjunnar — í klaustri skal hann biðja fyrir sinni lágt föllnu móður.” þetta stóð í ein- um fyrirmælunum, sem hún komst fram úr að lesa. Langar þig ekki ti svo mikið sem að líta á þessa skrá hins deyjandi manns, Júlíana?” sagði Mainau rólega og snéri sér til konu sinnar, sem stóð á bak við hægindastól og lét hendumar A T ✓ • .. I • vt timbur, fialviður af öllum Njgar vorubirgSir tegvmdum, geirettm og aj.- konar aðrir strikaðir tiglar, Kurðir og gluggar. Koncflð og sjáið vörur vorar. Vér erum aettð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ------------- ------------------ HENRY A.VE. EAST - W1NNIPE6 hvíla á stólbakinu. Hún leit ekki á manninn, sem reyndi að gera henni sem mesta smán. Enginn þeirra, er viðstaddir voru, vissi hvað hann ætl- aði sér með þessu — en henni einni fanst hvert orð hans vera sem hnífsstunga. Hvers vegna hafði hún líka vogað sér að leita að þessu leyndarmáli, sem frú Löhn hafði minst á með mestu varúð? —Mainau hélt tveimur blöðum fyrir framan hana og hún bar þau saman með samvizkusamlegri eftirtekt, án þess að snerta þau. J?að var ná- kvæmlega sama rithöndin á báðum, sami penna- drátturinn í síðustu orðunum. J?ar að auki voru drættirnir alt of einkennilegir og óvenjulegir til þess að nokkrum hefði getað komið til hugar að falsa þá —og samt — pjónn kom inn og rétti Mainau nafnspjald á silfurdiski. J?að batt enda á þessa óþægilegu at- höfn. “ó-já”! hrópaði hirðdróttsetinn og sló ofur- laust með fingrunum á ennið á sér, “eg var alveg búinn að gleyma því, Raoul! pað kom hingað ungur maður fyrir svo sem einni klukkustund og hann steig svo fljótt og hispurslaust út úr vagn- inum, að það var rétt eins og hann ætlaði sér að setjast hér að. Hann hélt því fram, að hann væri hingað kominn samkvæmt þinni skipun, og hefði ekki sú ómetanlega ánægja fallið mér í skaut, að heilsa hertogaekkjunni, þá hefði eg veitt honum móttöku til þess að fá að vita erindi hans.” “Jú, hann á að setjast hér að frændi.— hann er nýi kennarinn hans Leós”, sagði Mainau og lagði blöðin saman. Hirðdróttsetinn beygði sig áfram eins og hann hefði ekki heyrt rétt. “Eg held að eg hafi ekki skilið þig, kæri Raoul,” sagði hann seint og lagði áhersluna á hvert orð. — “Sagði þú að hann væri nýji kenn- arinn? — Drottinn minn góður, hefi eg þá verið sofandi eða legið í hitaveiki í fleiri mánuði, að eg skuli ekkert hafa heyrt um þetta ?” Háðsglott lék um varir Mainaus. “J?að hef- ir hreint ekki verið margra mánaða undirbúning- ur fyrir þessa breytingu, frændi”, sagði hann. “Pað hefir verið mælt með þessum manni við mig einu sinni áður, og nú lét eg hann koma, fyrst eg á annað borð þurfti á honum að halda. J?að vildi svo vel til, að hann var ekki við neitt bundinn, svo að hann hefir komið tveimur dögum fyr en eg var búinn að leggja fyrir. Mér þótti það lakara, því eg ætlaði að láta þig vita að hann kæmi, að minsta kosti einum degi áður en hans væri von.” “J?að hefði lítið breytt vilja mínum og hann er sá, að þessi ungi maður, sem kemur hingað eins og ofan úr skýunum, verði ekki hér í Schön- werth.” hiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiffiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii EDDY’S MATCHES Öll betri gestgjafahús, matar- söluhús, járnbrauta og gufu- skipafélög brúka EDDY eldspít- ur, vegna áreiðanleik þeirra. BIÐJIÐ CETÍÐ UM þÆR MEÐ NAFNI. iitiimiiiiiiimiiiiiimitfiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiimiiii

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.