Lögberg - 28.06.1923, Blaðsíða 5

Lögberg - 28.06.1923, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FEMTUDAGINN 28. JÚNl 1923. Blfl. 5 12. National Lutheran Council. 13. Eisenach-þingiö. 14. BindindismálitS. 15. Fimtíu ára minning fyrstu íslenzku guösþjónustu í Vestur- heimi. Oss dettur ekki í hug að gera öll þessi mál aS umtalsefni í blaSinu, því þingtíSindin skýra nákvæmlega frá þeim að vanda, en sum þeirra verSum vér aS minnast á, svo sem skólamáliS, sem var eitt af aSal- málum þingsins, en áSur en vér gerum þaS, finst oss rétt aS gefa heildar yfirlit yfir starf kirkjufé- lagsins á árinu, sem hvaS skýrast er aS finna í skýrslu Framkvæmd- arnefndar, og prentum vér hana þvi í heild sinni: EfflSFi Ársskýrsla Framkvæmdamefndarinnar. Til kirkjuþingsins 1923. Framkvæmdarnefnd kirkjufélagsins hefir haldiS þrjá fundi á árinu, 28. og 29. ágúst, x. og 2. marz og 13. júní, — alla í Winnipeg. Á fyrsta fundinum var undirritaSur kosinn skrif- ari nefndarinnar. Skal hér gjörS grein fyrir málum þeim, er nefndin hefir haft til meSferSar. I. Útgáfmnál. Af Sálmabókinni lét nefndin binda þaS, sem til var prentaS á þunnan pappír, í svart leSurlíkisband, og ákvaS aS selja ein- takiS á $1.00. Enn fremur lét nefndin 'binda 200 eintök af Sálmabókinni í ódýrasta band og 100 eintök í bezta band. SömuleiSis gaf nefndin út “Sunnudagsskóla bókina’’, sem all-lengi hefir staSiS til aS út yrSi gefin. Er í henni guSsþjón- þjónustuform, sálmar og ljóS, FræSi Lúters hin minni og ýmis- legt annaS til leiSbeiningar viS kenslu í sunnudagsskólunum; viS nokkra sálma og svör eru nótur. Af bókinni voru prentuS 1000 eint. og stíllinn geymdur. 500 eint. hafa þegar veriS bund- in í gott léreftsband. VerS bókarinnar var ákveSiS 80 cts. eintakiS, en sd.skólum gefinn kostur á aS fá bókina fyrir 65 cts. eintakiS, ef töluvert er keypt í einu og borgaS fyrir fram. Bókin var ekki fullgjör fyr en í byrjun maimánaSar, en samt hafa þegar veriS seld um 300 eintök. Sameiningin hefir ekki boriS sig fjárhagslega á árinu, og kemur þaS til af því, aS innheimta áskriftargjalda hefir ekki gengiS vel. Ef allir kaupendur hefSu borgaS, þá væri fjárhag- ur blaSsins i góSu lagi. Tala kaupenda er lík og í fyrra. Sem stendur er tekjuhalli þessa árs $340.00. Á öSrum fundi sínum samþykti nefndin, aS biSja prestana í þeim prestaköllum, sem ekki veittu blaSinu sérstakan fjrástyrk á síSastliSnu ári, um aS fá söfnuSi sína til aS liSsinna blaSinu fjárhagslega þetta ár. Ekki hefir orSiS annar árangur af þeim tilmælum en sá, aS séra K. K. Olafson hefir útvegaS xo nýja kaupendur í prestakalli sínu. Eins og kunnugt er, er til óseldur allmikill forSi af Ben Húr og Minningarriti Jóns Bjarnasonar, og ákvaS nefndin á fyrsta fundi sínum aS lækka mjög verS á þeim bókum, og var öllum söfnuSum tilkynt þaS bréflega og þeir beSnir um aS vera nefnd- inni til aSstoSar í þessu efni; en árangur af þessari viSleitni hef- ir orSiS aS kalla má enginn. II. Heimatrúboð. Þegar eftir síSasta kirkjuþing samdi forseti viS séra Rúnólf Martemsson um starf í þarfir heimatrúboSsins um alt aS 6 mán- uSum af árinu fyrir $200 kaup á mánuSi; var þaS gjört sam- kvæmt bendingu kirkjuþingsins, og staSfesti nefndin þá ráSstöf- un forseta á fyrsta fundi sinum. Séra Rúnólfur starfaSi í ágústmánuSi í prestakalli séra Jó- hanns Bjarnasonar, er aftur fór til Swan River safnaSar 02 starfaSi þar. Um miSjan september heimsótti hann Brandon söfnuS, mess- aSi þar og vann nokkur prestsverk. I 'byrjun október starfaSi hann hjá Lundar og Grunna- vatns-söfnuSum og nágrermi þeirra. í byrjun nóvember var hann tvo sunnulaga í Pipestone bygS; áSur var þar starfandi Jóhannesar söfnuuSr, en hann er nú ekki lengur til. 1 júli og fyrir jól heimsótti hann íslendinga í Keewatin, Ont.; eru þar 16 íslenzkar f jölskyldur. Snemma i april fór hann til Melanktons safnaSar, og starf- aSi þar mánaSar tíma. Á páskunum heimsótti hann Furudals söfnuS og messaSi þar. Hefir hann alls starfaS 4 mánuSi fyrir nefndina og einn fyrir Melanktons söfnuS. Séra SigurSur S. Christophersson hefir gefiS nefndinni ítarlega skýrslu um starf sitt í bygSunum nálægt Langruth, og leyfir nefndin sér aS mæla meS því, aS þingiS veiti honurn $300 styrk til þess starfs á komandi fjárhagsári, — sömu upphæS og honum var veitt þetta síSastliðna ár. Séra FriSrik Uallgrimsson hefir þrisvar heimsótt Brandon söfnuS á árinu og messaS þar. Séra Jónas A. SigurSsson hefir nokkuS starfaS í Foam Lake bygS; á síSastliSnu sumri fermdi hann þar fimtán ungmenni, og þar var fyrir jól stofnaSur söfuður. Út af burtför séra Halldórs Jónssonar frá Leslie á síðast- liSnu ári, hefir séra H. Sigmar bætt viS sig allmiklu starfi í aust- urhluta VatnabygSar. Á síSastliSnu þingi voru í HeimatrúboSssjóSi $611.29; á ár- inu hefir veriS lagt í sjóSinn $660.07, en útgjöldin hafa verið $1,229.70. SjóSurinn hefir minkaS á árinu um $569.63; en í því sambandi ber þess að geta, aS ‘bæSi hafa tillög í sjóSinn veriS riflegri þetta ár, en undanfarandi, og líka hafa útgjöldin verið óvenjulega mikil, vegna þess, hve mikiS hefir veriS unniS aS heimatrúboöinu þetta ár. Alls hafa 25 söfnuöir lagt fé i sjóS- inn á árinu. ViSvíkjandi heimatrúboösstarfinu á komandi ári hefir séra Rúnólfur Marteinsson lagt fyrir nefndina 'þessar bendingar og tillögur: I sambandi viS heimatrúboSsmál kirkjufélagsins, eins og nú er ástatt, tel eg tvent, sem sérstaklega þarf aS festa auga á: (1) Aö þaS eru hér og hvar hópar íslendinga í söfnuSum og utan safnaSa, sem kirkjufélagiS má meS engu móti van- rækja; (2) AS þaS er skylda vor, ekki sizt eins og nú stendur á meS fjárhag almennings, aS forSast alla óþarfa eySslu. Til þess aö fullnægja báöum þessum skilyröum, sýnist mér: 1. AS þaS sé óráSlegt, aS kirkjufélagiS hafi nokkurn sér- stakan launaSan eftirlitsmann heimatrúboSsins j 2. aS heimatrúboösstarfiS sé unniö af föstum prestum kirkjufélagsins, ef aS samningum verSur komist við þá og söfn- uöi þeirra; 3. ' aS á hverju kirkjuþingi sé trúboSssvæSunum, t. d. Kee- watin í Ontario, Brandon, Piney, PipestonebygS, Poplar Park, Markland, Vestfold, Hove, Westbourne og Marshland í Mani- toba, Duluth og Minneapælis í Minnesota, Washington Island í Wisconsin, og ef til vill fleiri stöövum, ráöstafaS, hafi þaS ekki veriö gjört áöur. Auk þessara stööva eru söfnuðir eins og Mel- anktons söfn., Swan River söfn. og Winnipegosis söfn., sem ekki hafa fasta presta, en ráöa sér presta eftir þvi sem ástæður eru til. Mér finst sanngjarnt, aS kirkjufélagiö mæltist til þess viS hlutaðeigendur, aS allir prestar kirkjufélagsins veröu minst tveimur vikum á ári til heimatrúboSsstarfs. SöfnuSirnir ættu' ekki fyrir þetta aS draga neitt af launum prestsins og ekki held- ur fengi presturinn nein laun fyrir þaS starf nema það, sem fólkið á þeim stöðvum vildi góöfúslega láta af hendi rakna, og mætti sanngjarnlega ætlast til þess, aS hann fengi aB minsta kosti ferðakostnaS sinn borgaöan; en þaS mætti ekki, sízt í sumum til- fellum, heimta af þessu fólki fulla borgun eftir mælikvarSa sumra prestakallanna. Þ'ar, sem svæBin liggja mjög nálægt aðál stöðvum fasta- prests, færi óefaS bezt á því, að sá prestur starfaði þar. Þar sem ástæöur eru til aS leggja starfinu meiri styrk, en hér aS of- an er nefnt, er sjálfsagt aS kirkjuþingin athugi þaS og ráðstafi. En með sumar þessar stöðvar færi vel á því, aS prestarnir skift- ust á um aS þjóna þeim; sjálfsagt enn fremur, aS taka vilja fólks til greina, þegar því verður viS komiö, ef þaS óskar eftir ein- hverjum sérstökum presti.' Hversu sparlega sem fariS veröur meS fé heimatrúboðsins, verður ávalt þörf á fé i þann sjóS, og mega söfnuöirnir meS engu móti vanrækja aS veita honum reglulegan árlegan styrk.” Nefndin leyfir sér aS leggja til: 1. AS nafn Jóhannesar safnaðar sé tekiS af safnaðaskrá kirkjufélagsins. 2. AS nafn Skjaldborgar safnaðar sé tekið af safnaðaskrá kirkjufélagsins, meS því aS kunnugt er, aS sá söfnuður er ekki lengur starfandi. 3. AS séra S. S. Christopherssyni sé veittur $300 styrkur á árinu til starfs þess, er áöur hefir veriS bent á. 4. AS tillögur séra R. Marteinssonar viBvíkjandi heima- trúboSsstarfinu á þessu komanda ári, séu samþyktar. III. Prestaefni. Á fyrsta fundi nefndarinnar skýröi forseti frá því, aB ung- ur maður, fyrír skömmu kominn hingaS frá íslandi, Valdimar J. Eylands að nafni, hefði hug á því, aS búa sig undir prestsskap, ef hann gæti fengiS til þess nokkurn fjárstyrk. Samþykti nefndin aS heimila forseta aö veita honum alt aS $200 náms- styrk á þessu ári til guSfræSináms viS lúterskan prestaskóla. Fór hann svo á síðastliönu hausti til Hamlin, Minn., og hefir stundaö nám viö prestaskóla NorSmanna þar. Honum hefir verið borgaSur $180 námsstyrkur; hefir þaS fé verið borgaS úr Kirkjufélagssjóði, meS því aS ekki var nægilegt fé fyrir hendi í HeimatrúboSssjóSi. IV. HeiSingjatrúboð. TrúboSi kirkjufélagsins, séra S. O. Thorlaksson, kom heim frá Japan síSastliðiS haust, ásamt fjölskyldu sinni, eftir nálægt sex ára dvöl þar. Kom hann heim nokkru fyr en ráS hafði veriS fyrir gjört, vegna heilsubilunar. Hann hefir á þessu vori nokkuS feröast meðal safnaöa kirkjufélagsins og gjörir ráS fyrir aS halda því áfram fram eftir sumrinu. Á árinu hafa verið borgaöir $1200 upp í laun trúboðans ; en í HeiSingjatrúboðssjóS hafa veriS gefnir $587.64, og hefir sjóS- urinn minkað um $712.36; eru nú i sjóði $231.45. Alls hafa 16 söfnuðir gefiS fé í sjóSinn á árinu; en nefndinni er kunnugt um nokkra söfnuði, sem hafa í hyggju aS leggja fram fé í samþandi viS væntanlega komu trúboöans til þeirra í sumar. Nefndin leggur til, aS kirkjufélagiS borgi $1200 af launum trúboöans á þessu fjárhagsári. V. Fjármál. Á fyrsta fundi nefndarinnar voru ráSstafanir gjöröar til þess aS innheimta ógoldin loforS í sjóS þann, er hr. G. B. Björn- son safnaSi árið 1921. Af þessum loforöum hefir á árinu veriS borgaö $360.00. Vegna erfiös efnahags i flestum íslenzkum bygöum taldi nefndin réttast aS leggja ekki mikiö kapp á þessa innheimtu fyr en á komandi hausti. Þvi miður hafa tekjur sjóSanna tveggja, sem áöur hefir veriS á minst (Ueimatrúboðs og HeiSingjatrúboðsJ veriS tals- vert minni en útgjöldin; allmargir safnaSanna hafa alls ekkert sint þeim sjóðum á árinu. Út af. því telur nefndin sér skylt, aS láta í ljós það álit sitt, aS þaS, hve margir af söfnuöum kirkju- félagsins taka engan þátt i fjárframlögum til kirkjufélags þarfa, stafi aö miklu leyti af því, aS prestarnir hafi ekki alment, né heldur Sameiningin, lagt næga áherzlu á þaS aS halda þeim mál- um aS fólki safnaSanna. Vill neíndin benda kirkjuþinginu á, aS eina aSferðin, sem hún getur hugsaS sér til þess aS hluttaka safnaSanna í fjárframlögum til sjóða kirkjufélagsins, veröi meiri og almennari en veriS hefir, sé sú, aS allir þjónandi prestar kirkjufélagsins gjöri sitt ítrasta til þess aS koma söfnuöunum í skilning um skyldu þeirra í þvi efni, og aS Sameiningin vinni aö því aS glæSa áhuga safnaðanna á þeim málum. VI. Sunnudagsskólarnir. Eins og áður hefir veriö á minst, var gefin út á þessu vori “Sunnudagsskólabókin”, og vill nefndin benda sd.skólunum á þá bók og hvetja þá til að nota hana. Meö þessari bók og Ljósgeislum og þeim bókum öðurm, sem fyrir hendi eru, má segja, aS borgiS sé í þvi efni þörfum yngri deildanna. En aS því er eldri deildirnar snertir, bibliudeildirnar svo- nefndu, finnur nefndin til þess, aS þeim þarf aö liösinna betur en gjört hefir veriS. Nefndin telur, eftir' vandlega íhugun, hyggilegast, aS út verði gefnar 1 Sameiningunni biblíulexíur, er þannig séu valdar, aS þær mætti á eftir sérprenta i heild í handhægri -bók, er oröiS gæti til frambúöar viS kenslu i eldn deildunum. Ljósgeislar I eru uppseldir, og þarf aS endurprenta þa, meS þeim breytingum á lesmáli, aS sögurnar verði lengri, en spurn- ingum og svörum slept. , Af því aS nefndin telur sjálfsagt, aS þessu mali verSi vis- aS til þingnefndar, ber hún ekki fram neinar tillögur því viS- víkjandi aS svo komnu. VI- Samband við önnur kirkjufélög. A fyrsta fundi var rætt um þaS, hvort æskilegt væri aS kirkjufélagiö kæmist í samvinnusamband viS Norwegian Luth- eran Church eSa United Lutheran Church, og var forseta og séra K. K. Ólafssyni faliS aB hafa þaS mál til meSferSar. Leyfir nefndin sér, aS því er1 þaS mál snertir, aö vísa til árs- skýrslu forseta. Fyrir hönd nefndarinnar, Winnipeg, 14- júni 1923, F. Hallgrímsson, sknfari. Frá myrkrinu til ljóssins Kæri lesari! Ef til vill átt þú bágt með að trúa jþví, að maður- inn, sem helzt ritar um stríð, etyrjaldir tog ihörmungar, geti boðið fþér út í ofurlítinn andlegan leiðangur, sem kallast mætti: frá myrkrinu til ljóssins.” Þú heldur ef til vill að hann sjái ekki ljósið, sjái að eins myrkrið, en þá þekkir þú hann ekki réttilega enn þá og getur það verið skaði fyrir toáða parta/ Kæri lesari. pað er fyrir mér eins og unga skáldinu ís- lenzka, sem segir: “Eg elskaði lífið Ijósið og ylinn.” Eg hefi orðið njótandi meira iljós® og yls á lífsleið minni heldur en kulda, og þótt eg sjái glögt að framtíð- arhiminn þjóðanna sé alsettur skuggaþrungnum skýjum, þá elska eg ekki skýin heldur sól- ina og ylinn, sem á bak við er. Svo mikill ylur og svo mikið ljós hefir streymt úr flóðgáttum lífs og sólar hiiminsins inn í sálu mlína, að mig langar oft til að trúa bæði iþér og öðrum fyrir því, hve mikils vert mér finst að fá að búa í rílki íljóssins. pótt eg níú ekki geti sagt, að eg sjálfur hafi horfið frá hinu voðalegasta valdi myrkursins til ljóssins, þá veit eg að þetta er þó sannleikur- inn um ættlegg minn, ef rakinn er aftur í fyrri tlíðir. Sjálf- sagt kynnum vér oft að meta betur birtuna og ljósið, sem vér njótum og lifum í, ef vér gerðum oste grein fyrir iþví, hve myrkrið var voðalegt og óvistlegt, sem vér vorum hrifin úr. Myricrið er í sannlei'ka óttalegt. í myrkriu eru menn hræddir, í myrkrinu sjást hætturnar ekki, í skúmaskotum er kalt og rakasamt, þar er óvistlegt, þar vaxa engar fagrar jurtir, engin Iblóm, engir fagrir ávextir, þar þroskast ó- lyfjan, alls kyns eóttkveikjur, þar er kuldi, rotnun, já dauði. (En í ljósinu er hið gagnstæða, þar Jifnar^alt, blómin gróa, á- vextirnir dafna, jörðin grænkar, sóttkveikjur deyja, veikur fær mátt, sárin gróa, sálin hressist og alt fagnar og gleður sig. í sann- leika ljósið er undursamlegt, og þegar vér berum þetta tvent sam- an, ljós og myrkur, þá er það engin furða þótt þeir, sem reynslu hafa syngi sætlega lof í ihjörtum sínum þeim lífsins góða guði, sem hefir eins og einn þjónn drottins orðar það: “Kalilað oss frá myrkrinu til síns undursam- lega ljóss.” Það er fátt sem mennirnir ekki deila um, og svo er með ljósið og myrkrið — andlega ljós- ið tog myrkrið, sumir kalla myrkur ljós og Ijós myrkur, og sumir viilja kenna ljósinu um þau verk sem eru framin í því, en sæmdi betur myrkrinu, það stafar af andlegri skamsýni. Eg hefi oft fyrirhitt manneskjur, sem sagt hafa, að kristnin væri ekki toetri en heiðindómurinn, og að engin ástæða væri til þess að vera að kristna héiðinn heim, því að heiðingjarni væru ekki verri en vér, en er nú þetta virkilega satt? Er þessu þannig varið? Meig- um vér vera að því að brjóta heil- ann um það ofurlitla stund? Heldur þú kæri lesari, að sú manneskja sem er upplýst af sannleiksljósinu, uppilýst af sannri mentun og kristindómi, lifi eins ömurlegu sálarlífi eins og ó- upplýstur heiðingi? Þú segir: Já, en öll stríðin, glæpirnir, allur ójöfnuðurinn, alt ofbeldið og öll rangsleitnin, sem hinn mentaði iheimur temur sér. En stansaðu nú vinur. Hverjir eru það sem þeyta þjóðunum út í striíðin? Það eru einmitt örfáir einstaklingar, sem eg held eg verði að segja það, hafa snúið toaki við sann- leikanum, en þjóna valdafíkn og ágirnd. Þeir sem glæpina fremja hafa líka oftast nær snú- ið bakinu við því góða og göfuga, a’fneitað Ijósinu og sannleikanum og þá eru glæpir þeirr aekki þessu að kenna. pað sama er að segja um ójöfnuð og tofbeldi. petta er einmitt framið af mönn- um sem elska völd, peninga og nautnir meira én hið góða, hafa svikið hið sanna ©g góða, bvo þetta er þá ekki hinu sanna og Sterkur vitnisburður gefim af Sadd. Segir Tanlac hafi læknað asthma og ítýflu eftir að alt annað brást “Eg hélt að þessi margauglýstu meðöl væru eins, þar til eg 'byrj- aði að nota Tanlac, og eg verð að segja að á minni 60 ára löngu æf'i hefi eg engan þess líka fundið,” segir William Sadd, 28 Mulberry St., Hamilton, Ont. “Sex árum áður en eg fór að nota Taralac, var eg að verða að reglulegum auminlgja, sökum jnæíi fog meltingarleysis. Var ; stundum svo taugaveill, að mér | fanst eg mundi tæpast geta lafað uppi á fótunum. Meltingin var svo léleg, a ðmér varð iilt af öllu, sem eg neytti, hversu létt og auð- melt, sem það var. “Tanlac er eina meðalið sem loom að haldi við sjúkdóm minn. Hafði eg þó reynt mörg og sömu- leiðis margleitað 'lækna. \Nú líður mér eins vel og þegar eg var um þrítugsaldur.” Tanlac fæst hjá öilum ábyggi- legum lyfsölum. Varist eftir- líkingar. Yfir 37 miljón flösk- ur seldar. Tanlac Vegetable Pills, eru náttúrunnar frægasta Iheilsulyf. Fást í ölilum lyfjabúðum. góða að kenna Þetta verðum vér að hugleiða rétt, svo vér metum hlutina rétt. pað er ömurleg hugsana tízka, að kalila það sneypuför eða ónýtt, sem misbrúkað er, að kálla þau lög ónýt og óhæf, sem brotin eru, að kalla hjónafoandið óhæft og snéypuför af því að margir mis- brúka það, að katla kristindóminn sneypuför og gagnslausann af því að svo margir svíkja hann og misbrúka. Þetta er ekki réttmætur dómur um hlutina, hluturinn sem getur verið indæLl í eðli sínu þótt hann sé misforúkaður. Hlutirnar verða að dæmast eftir áhrifunum þegar þau fá að njóta sín. Ef vér nú gætum að áhrifum vanþekking- ar myrkui'sins og áhrifum sann- leiks og mentaljóssins, þá skulum við sjá, að það er indælt að horfa frá myrkrinu til ljóssins. Það eru svo mörg iljóssins börn í okkar mentaheimi, sem elska Ijósið, lífið og ylinn, sem sýna að þær lifa í ljósinu, sem strá birtu og yl umihverfis sig í allar áttir, og hafa viðfojóð á verkum myrkursins, — að það væri stór- tjón fyrir oss, ef vér kynnum ekki að meta það og héldum oss ekkert betur sett en óupplýstan heiðin heim Eg er óhræddur að hlusta á vitnisburð óhlutdrægs manns, sem ferðast hefir í myrkri heið- indómsins og svo aftur < ljósi kristindómsins, eg er viss um að hann, þrátt fyrir ö'll stríðin og alt öfugstreymið í mentaða heim- inum, hefir fundið þúsund sinn- um meiri alúð, meiri manngæzku, meiri fegurð, meiri ánægju, meiri hreinleik, meiri lífsgleði, meiri dygðanna ávexti í öllum myndum. Eg hefi þegar sagt, að í myrkr- inu væri ólyfjan, rotnun og dauði. þetta á við andlega myrkrið ilíka. Nú skuilum vér sjá. Heiðindóm- urinn fórnar litlu saklausu börn- unum við afguðaveizlurnar. Það gera engir sannkristnir foreldr- ar, jafnvel ekki illa kristnir. Heiðindómurinn toer litlu börnin út að þau deyi, en kristnar mann- eskjur vefja þau að hjarta sér. (Eg bið lesarann að minnast þess að eg held ekki uppi vörn fyrir heiðnum kristningum, heldur að eins réttilega kristnum mönnum.) Kristin börn reyna að annast for- eldra sína á elliárunum og jarða þau svo virðuglega, er þau deyja, en margir heiðingjar láta gamal- mennin, foreldra sína klifra upp í tré, ganga svo í kringum tréð og i syngja eitthvað, hrista þvínæst tréð, þar til gamalmennið Joks fellur niður og á þá að vera þrosk- aður ávöxtur, og er nú etið upp af nánustu ættmennum. Svona eru skelfingar myrkursins. Ljós kristindómsins býður hvers kyns gæði, hamingju og líf, en menn hafa séð heiðingjana leggja sig þúsundum saman und- ir hjól afguðavagnanna til þess að láta þau merja sig í sundur. Kristin þjóðfélög, eg segi kristin, reyna að sjá vel fyrir ekkjum sín- um, en heiðindómurinn brennir þær með mönnum sínum þegar þær deyja Söguritarinn Henry U'ssing segir, að á að eins tíu ár- um hafi verið brendar sex þúsund ekkjur í Bengal héraðinu. pað þarf ekki annað en að líta tí andlit heiðingjanna, til þess að sjá, að þeir lifa í hörmungum myrkranna, að þeir eru óham- ingjusamir, að þer eru undir þrælkun seldir alla æfina, að þeir eru hræddir við lífið, hrædd- ir við dauðann, 0g sú 'hræðsla er kvalalíf fyrir miljónir. Finst þér ekki kæri lesari, eins og ylstraumur Ifrá geislamagni ljfs og sannleiks sólarinnar, sem þú nú getur breitt þig á móti, eins og stundum vaggi þér í sælu dvala, svo að sála þín eins og drukkin af gæzku guðs fyllist að- dáun yfir undursamlega ljósinu. Og þá fögnum við öll yfir tolíðu ; ljóssins. Reynum þá að forðast það að sitja norðan undir helmúr- um vanþekkingar, vantrúar, heið- indóms og hégilja. Breiðum oss heldur öll sem Ijóssins börn móti Allra Hreinust Ekta Cocoanut olía, frá mínum eigin gróðrarreit, er vísindalega blönduð í Sunlight Soap. pað eir hreinasta og foezta sápan og sú mest notaða í heimi. Sunlight 'Soap >vær ó- endanlega vel og hefir engin óhrein efni. Hún verndar fötin betur en nokkur önnur sápa. Kaupið Sunlight. k___________________—---• undursamlega ljósinu, og köllum á þá sem í skuggafylgsnum búa, Ljósið er hlutdeild þeirra líka. “Statt upp, og skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð drottins rennur yfir þér. pví sjá, myrkur grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum, en yfir þér upprennur drottinn, og dýrð hans birtist yf- ir þér. heiðingjarnir stefna á ljós þitt og konungar á ljómann, sem upp rennur yfir þér.” Es.60,1-3. P. Sigurðsson. Cfe-... “STAR” BIFREIÐIN B IFREIÐIN með Continental Red Seal Motor —Timken % Floating Rear Axle—Timken front Axle—Timken Bearings—Wamer transmission Stewart Vacuum feed—Spicer universal, etc. pessir gullvægu eiginleikar þekkjast ekki á nokk- urri annari bifreið undir $1,600. STAR ROADSTER . $ 710.00 STAR TOURING.... . 755.00 STAR COUPE................ 995.00 STAR SEDAN................ 1095.00 Ofangreint verð gildir í Winnipeg og innifelur alla skatta, ennfremur raf-sjálfhreyfir og ljós. Dominion Motor Co., Ltd. Distributors of DURANT and STAR Cars. Cor. Fort and Graham Winnipeg IIHIWmWlllMIIIMIIHBllllBilllBiiiiMiiHMiiiuniMlllllllllMlllMminHMllllliiiniiMimMiiiiMiiiinie Canadian Pacific Steamships Nú er réttl ttminn tyrir ytSur aC fá vini yBar og æft'ingja frá Evrópu tll Canada. — öll farþegagjöld frá Evrópu til Vestur-Canada hafa nýlega verlS lækkuC um $10.00. — KaupiS fyrlrframgreidda faraeSla og gætiS þess aS á þeim standi: CANADIAN PACEFTC STEAMSIIIPS. Vér eigum skip, sem sdgla frá öllum megin hafnbæjum Bretlands. svo sem Liverpool, Southampton, Glasgow og Belfast. — Vér leiB- beinum ySur eins vel og verSa má. — SkrifiS eftir upplýsingum til: W. O. CASEY, General Agent, Canadlan Pacific Stcamships, Ikd. 364 Main Street, Winnipeg, Man. ■UIIHIBIUIHIIIIBIIiamailllBIIIIHIIllHIIIIBIIIIHIIIIHIIIlMllllHiiiHiiiiBiiiiHiiiiHiiiiHiiiiHiuianiBnuHnji^gii, A U STU R CANADA Hclmsækið Ontnrto Skcintlstnði Skoðið gömlu einkcnnilcgu Qnebec og aðro Sögulega Staði með hinu mikla St. I.awrcncc fljóti og í Strandfylkjunum eystra. TITj I GIIjDA thj 31. OKT. 1923 KYRRAHAFS- STRANDAR Gegn um 500 Milur aí undraverðri og Stórkostlegri FjaUasýn, með Viðstöðu í Banff, og við lilð fagra I>ake Luhís, eða við hln inndlu Bungalow Camps. pRJÁR IÆSTIR DAGLEGA, þar á meðal lestin FAST TRANS-CANADA. IjIMITED 'Taktu þér ferð á hendur í sumar—Ferðastu. , CANADIAN PACIFIC

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.