Lögberg - 28.06.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 28.06.1923, Blaðsíða 6
x31ð. 6 LOGBERG, FIMTUDaGINN 28. JÚNÍ 1923. Barónsfrú Mainau. Eftir E. Marlitt. Miainau hélt á blöðunum í hendinni og ætl- aði að fara að leggja þau frá sér á borðið. Hann hætti alt í einu við það, er hann heyrði >essi orð gamla mannsins, sem voruí töluð með ótrúlegri frekju, og snéri andlitinu að honum. — Konum- ar litu ósjálfrátt og kvíðafullar niður á gólfið, er þær sáu hina áköfu reiði, sem afmyndaði svip iþessa fríða manns. Hirðdróttsetinn lét sér samt sem áður ekki bregða; hann var bálreiður — það var auðséð á því hvernig hakan á honum teygðist fram og á því hvernig hann gróf mjóu, hvítu finguma í rauða silkiklútunum, sem lá á hnjánum á honum/' Má maður að minsta kosti fá að vita hvað hefir komið iþér til þess að gera þessa skyndilegu — stjórnarbrellu?” “pessari spumingu gætir þú svarað sjálfur, frændi,” svaraði Mainau með stillingu og í létt- um háðslegum róm. “Eg fer í ferðalag, eg er lík- lega nógu oft búinn að segja það — eg fer og verð lengi burt, barónsfrúin fer til Rudisdorf og Leó nýtur ekki lengur tilsagnar hennar —” Við þessa rólega mæltu yfirlýsingu leit hertogaekkj- an upp og sendi sigri hrósandi augnaráð, sem ekki leyndi sér, til Líönu, sem stóð enn sem fyr hreyfingarlaus á bak við hægindastólinn. — “Og það sem mestu varðar fyrir mig,” hélt Mainau áfram — “við ge.tum ómögulega krafist þess af hirðprestinum, að hann líka að vetrinum, komi svona oft til Schönwerth, til þess að veita Leó trúarbragðafræðslu.” “Og svei, þú skalt ekki telja mér trú um það — þú leggur ekki mikið upp úr þeirri ástæðu sjálfur. pú veist þvert á móti mikið vel, að okkar góði hirðprestur hefir nýlega boðist til •þess að segja drengnum líka til í öðrum grein- um.” “Eg man eftir því,” svaraði Mainau þurlega, en þú getur víst skilið, að eg, sem hefi megnustu óbeit á faJsaðri vraldarsögu og náttúrufræði, verð að afþakka svo mikla góðsemi og sjálfsaf- neitun.” “Herra barón!” sagði presturinn æfur. “Yðar háæruverðugheit?” spurði Mainau hægt og í háðslegum róm um leið og hann mældi prestinn með hálflokuðum augum. pessi fyrirlitningarsvipur var óþolandi. — Presturinn stóð upp bálreiður, en gamli maður- inn tók með báðum höndum um handlegg honum og reyndi að toga hann niður í sætið við hliðina á sér. “Eg skil þig ekki Raoul! Hvemig getur þú fengið af þér að móðga prestinn svona, og það í návist hennar hátignar, hertogaekkjunn- ar? hrópaði hann í hálfkæfðum róm. “Móðga?” Hefi eg talað um falsaða víxla eða annað þess háttar? Eg spyr þig; kennir hinn rétttrúaði guðfræðingur um hlutina eins og þeir eru í raun og veru? Verður hann ekki, til þess að standa á sínum grundvelli, að neita mörgu, sem er eins augljóst og það, að tveir og tveir eru fjórir og verða iþað um alla eilífð? Læt- ur hann ekki himinhnetti standa kyrra, sem sam- kvæmt vilja og lögum hins eilífa skapara verða að hreyfast? Lætur hann ekki viðburði, sem nauðsynlega eru sprottnir af andans og vilja- krafti einstakra manna og af samstarfi fjöldans, vera framkomna af verkum illra eða góðra, yf- irnáttúrlegra anda? Metur hann ekki meira hinn heilaga hégóma í prósessíugöngunni og píla-,y grímsferðum heldur en starf hugsandi lækna, heldur en öll læknislyf, sem skapari alheimsins hefir gefið okkur, heldur en vizku sjálfs guðs, með þeim fyrirslætti, að geta neytt guð til að breyta sínum eilífu lögum?” Hirðdróttsetinn skelti saman höndunum orð- laus af undrun og hneig aftur á bak í stólinn. “Guð sé oss næstur, Raoul; eg hefi aldrei heyrt þig tala svona fyr.” “Já,” svaraði Mainau og yfti öxlum, þú hef- ir rétt fyrir iþér; eg hefi eiginlega aldrei skift mér af þessum hlutum. Manni gremst hversu veikar röksemdir og vopn þess mótstöðumanns eru, sem ávalt flýr á bak við skjöld, sem á er letrað: “Guði er enginn hlutur ómáttugur;” og hver getur svo verið ánægður með að láta þessi svörtu illfygli fljúga suðandi í kringum sig, þegar hann elskar guðs fagra heim og vill njóta hans? Eg vaknaði ofurlítið úr þessu friðar- móki, þegar bömin reyndu að sprengja hús galdranoraárinnar í loftið; það var gamanleikur, sem nærri lá, að rændi drenginn minn sjóninni. Eg hefi illan grun á þeirri trúarbragðakenslu, sem gefur þess konar illgresi góðan vöxt og eg er á þeirri skoðun, að maður verði sem fyrst að byrja á því að lækna þá ungu með iþví að rífa iþetta upp með rótum hjá iþeim. Hinir gömlu, sem enn þá spilla þessari fögru jörð í þúsundatali, verða ekki læknaðir. “En hvað þetta er óréttlátt, barón Mainau! Er þetta í rauninni hugmynd yðar um hina hei- lögu einfeldni, hrópaði hirðmærin þröpgsýna, sem nú gat ekki lengur haldið sér í skefjum. “Hafið þér ekki sagt það sjálfur nýlega, að yð- ur geðjaðist vel að henni hjá konum?” “Já, og það endurtek eg nú,” svaraði hann og varð aftur léttúðugur í máli. Silkimjúkir lokkar yfir fögru, sléttu, hvítu enni og indælar, rauðar varir, sem hjala í sakleysi og hugsunar- laust — hversu þægilegt er ekki þetta fyrir okkur!-------ójá, eg elska þessar konur, en eg tek þær ekki fram yfir aðrar.” “Og þegar silkimjúka hárið fölnar og barna- legt sviplaust bros leikur ekki lengur um var- iraar rauðu — þá bara leggur maður leikfangið frá sér í eitthvert skot„ eða er það ekki rétt barón Mainau?” spurði hertogaekkjan nokkuð hvatskeytlega og fór með yndislegum léttúðarblæ að draga myndir á borðplötuna með svipuskaft- inu sínu. Demantarnir í ljónshausnum glitruðu með margvíslegum litbrigðum. “Vilja þessar konur nokkuð annað, yðar hátign ?” spurði Mainau með kuldagíotti. “Nú, maður byrjar þá víst sem allra fyrst a latínunni, grasafræðinni og efnafræðinni, sem maður kvaldist yfir í skólanum ?” sagði hertoga- ekkjan og hló napurt. “pað er sagt um mig að eg sé fljót að nema. Hver veit nema að hin innri hvöt hafi komið með aldrinum — það er alt undir viðleitninni komið------Hvernig líst yður á það barón Mainau, að eg heilsaði yður, þegar þér komið heim úr Austurlöndum, með fagnaðarræðu á latínu, og færi svo með yður inn í tilraunastofuna mína, til þess að gæða yður á allskonar vísindalegum rannsóknum?” “Ha, ha! ritkvensa subbuleg til fara og með ógreitt hár,” hrópaði Mainau og tók undir hæðn- ishlátur hennar. “Eg ber í sálu minni djúpan viðbjóð fyrir öllu þess konar yðar háfe(gn — en eg er nú alt í einu kominn á þá skoðun að það geti verið til konur, sem athuga náttúruna með ofurlitlu viti, og, sem reyni, líkt og karlmenn, að finna leydardóma íhennar, konur, sem hafi hvorttveggja í senn, skarpa sjón og hvöt, sem ekki verður bæld niður, til þess að hugsa fyrir sig sjálfar og að fylgjast með atburðum og skoða fyrirbrigðin á þessari jörð okkar án þess að ganga í tjóðurbandi erfðaskoðananna, en að þær láti þó þessa hvöt njóta sin fyrst og fremst á öðru sviði, með því að gera sér ljóst, að þeirra mikilsverðasta starf sé að vernda hinn helga eld heimilisins og að styðja heimilið með því að lykja það í sínum mjúku en þó sterku örmum.” “Kæri barón, það getur verið, að það sé til einher mikiU listamaður, sem gæti málað fyrir yður mynd af svona konu,” sagði hirðmærin og hló háðslega, en hertogaekkjan stóð upp skyndi- lega. — pegar orðasennan milli Mainau og prestsins byrjaði, hafði Líana lagt hendina á herðamar á Leó og farið með hann yfir í gluggaskotið, sem var lengst burt. Skýin leystust í sundur í hellirigningu, sem rann í breiðum straumum eft- ir gluggarúðunum. Trén beygðust og reistu sig við aftur, eins og þau væru skuggar eða vof- ur vafðar í þykka gráa þoku, sem væru að reyna að flýja burt af blettinum, sem þær væru fjötr- aðar við með töfrum og á grasfletinum sigu saman blýgráir vatnspoll/r. Engin elding hafði um langa stund leiftrað í gegnum dynjandi regnið, en við borðið, sem hún snéri baki við, voru enn eldingar í loftinu — þessi undarlegi maður setti sig alt í einu upp á móti hinum vægu en fastákveðnu yfirráðum, sem hann fram að þessu hafði leitt þegjandi hjá sér, sökum þess að hann vildi ekki láta spiÚa lífsgleði sinni — já, hann gekk lengra en það, hann hafnaði fyrri skoðunum sínum. Voru þetta samskonar kenjar og það að giftast fá- tækri konu, sem var mótmælendatrúar, eða hafði hann breyst í raun og veru? Líana snéri sér ekki við, jafnvel ekki þeg- ar hún heyrði að stólnum var rykt til og prest- urinn gekk með siínu hæga og hátíðlega fóta- taki fram að glerhurðinni. Mainau gekk að skrifborðinu og skelti aftur lokinu á gripa- skríninu. Rétt á eftir heyrði hún skrjáfa í kjólslóða nálægt sér og sterkan ilm lagði fyr- ir af uppáhalds ilmvatni hertogaekkjunar. Alt í einu var armur lagður um hana. “pér hafið töfrandi vaxtarlag, fagra frú,” hvíslaði hertogaekkjan í eyra hennar, “en eyðið ekki kröftum yðar — eg jafnast á við þessa mjúku en þó sterku arma — þér verið að gefast upp — þetta ferðalag, sem er svo óhagganlega ákvarðað, verður yður að ofurefli.” Variraar, sem töluðu þessi orð voru nábleik- ar og samanklemdar, andlitið var ægilegt og kom konunni ungu til þess að stirðna af hræðslu. “Láttu mömmu vera, þú ert vond við hana!” hrópaði Leó, og tróð sér á milli þeirra; en her- togaekkjan var þegar vikin frá. “Nei, vinur minn litli, hvernig gæti eg feng- ið af mér að vera það!” sagði hún hlægjandi og gekk að speglinum á afturvegg stofunnar, til þess að snotra sig til; hirðmærin fylgdi á eftir, til þess að hjálpa henni. L^na færði sig frá glugganum og kom óvilj- andi við það nær manni sínum — hjartað henn- ar barðist enn af hræðslunni, sem hafði komið yfir hana. “Láttu þessa konu adrei snerta þig aftur — eg vil það ekki,” sagði hann lágt en í skipandi róm. Enginn nema hún heyrði það, og hún nam ósjálfrátt staðar. “Drottinn minn góður! En það veður. pvílík óhepni! Arminíus minn verður að gista hér í nótt!” hrópaði hertogaekkjan í sömu andránni. Hún stóð og sneri baki að Mainau og Líönu, en þau gátu séð í speglinum,í að hún horfði á ’þau með stórum leiftrandi augum. “Viljið þér gera mér þann mikla greiða, a lata keyra heim með mig, barón? Eg verð að komast heim — það er orðið næstum of seint nú þegar.” Mainau bauðst til að fara með hana sjálfur, þvi að hann gat ekki trúað öðrum fyrir hestun- um, jafn ólmum og þeir voru; hann gekk út til þess að gefa nauðsynlegar skipanir um það, og um leio að heilsa nýja kennaranum. Hertogaekkjan settist aftur við hlið hirð- drottsetans rétt eins og ekkert hefði komið fyrir Hann sat þegjandi með gremjuvip, en hún gasp- raði um hitt og annað ofur hversdagslegt og dró prestinn inn í samtalið, þangað til Mainau kom inn aftur, klæddur í regnkápu. Hestamir frísuðu fyrir utan og tveir þjónar með regnhlíf- ar í höndunum settu sig í stellingar fyrir utan dyrnar. “Komið þér með?” spurði hún prestinn. 7 ^ afsakaði si£ með því, að hann hefði lofað drottsetanum að tefla við hann um kvöldið og vék sér hægt til hliðar, þegar Mainau opnaði glerhurðina við hliðina á honum, svo snögglega að það hrikti í henni. Hertogaekkjan kvaddi alúðlega og leið svo mjúklega út úr stofunni við hlið Mainaus. Hirð- dróttsetinn gekk stynjandi aftur að stólnum sín- um “VUjið þér gera svo vel og loka hurðinn?” sagði hann í onotalegum róm við prestinn og* hneig niður í hægindið. “pér ættuð ekki að hafa opnað hana áður, kæri vinur — eg þorði ekki að hafa á móti því, vegna þess að hertogaekkjan virtist óska þess, en þetta óhræsis loft hefir sest eins og blý í fæturnar á mér — á morgun verð eg dauðveikur. Og þar við bætist þessi skapraun, þessi gremja, sem ætlar ennþá að kæfa mig. Viljið þér ekki gera það fyrir mig að aka stóln- um mínum inn í svefnherbergið mitt? par er hlýtt. Eg ætla að reyna að híða þar og jafna mig, þangað til að ofninn hér er orðinn heitur. — J?að er orðið drepandi kalt. Áfram, Leó, þú kemur með mér”, kallaði hann til drengsins, sem stóð ' - 'I ..... ■ ' I II I ■' ' ■ —• —■ hjá Líönu, og vildi ekki skilja við hana. “Eg vil vera hjá mömmu, hún er alein, afi”, svaraði drengurinn. “Mamma er aldrei ein. Náttúruandarnir heimsækja hana og hún þarf ekki okkar með, ’ sagði karl í illgirnislegum róm. “Komdu bara hingað!” Hann greip í hendina á drengnum og dró hann með sér nauðugan um 'leið og prestur- inn ýtti stólnum út úr dyrunum. h XX. I Unga konan gekk aftur að glugganum. Skröltið í vagninum, sem ók burt, var þagnað. Nú keyrði hún burt, hvíslandi á hvítu silkihægindi — hún, þessi kona með hið fagra medúsa —and lit, sem elskaði hann út af lífinu, sem í návist hans gleymdi öllu sínu drambi og stöðu sinni, sem háættuð aðalskona og tilbað hann með stjórnlausum ákafa og fyltist af afbrýðissemi. Hvers vegna hafði hann tekið unga stúlku frá Rudisdorf 'sér fyrir konu? Hvers vegna hafði hann ekki leitað sér kvonfangs á hertogasetr- inu. Honum hefði verið tekið fúslga og hann hefði getað orðið hamingjusamur með henni, því honum stóð ekki á sama um hana. Samfund- urinn í skóginum brúðkaupsdaginn stóð Líönu lifandi fyrir hugskotssjónum — þar var eitt- hvert leyndarmál á bak við. “petta óhaggan- lega ákvarðaða ferðalag verður yður að ofur- efli,” hafði hertogafrúin hvíslað að henni — henni fanst hún enn finna brennheitan andar- drátt hennar á kinninni á sér — Hvaða tilraun var það þá, sem átti að fara forgörðum? Hún hafði gert alt sem hún gat til þess að gera skýld- ur sínar, en hún hafði aldrei gleymt sóma sín- um; hún hafði ekki svo mikið sem hreyft sinn minsta fingur ti þess að ávinna sér ást Main- aus. í því efni hafði hertogaekkjan rangt fyr- ir sér, en hitt var rétt, að ferðalagið mundi leysa hið laust knýtta band, og það jafnvel þó að Líana hætti við þann ásetning sinn, að fara burt frá Schönwerth.-------J>að var raunaleg tilhugs- un! pegar hann kæmi aftur einhverntíma seint og síðarmeir, þá yrði enginn þar, sem einu sinni vissi að greifadóttirin að Trachen- berg hefði verið dregin til Schöcenwerbh, til þess að lifa þar marga óhamingjusama daga, sem voru fullir af þjáningum. Hann yrði þá bú- inn að losa sig við allar óþægilegar endurminn- ingar út á löndum og hann kæmi aftur að lokum til þess að taka höndina fögru, sem í innilegri þrá var rétt út á móti honum. Hún bar ósjálfrátt hendina að hjartanu. Hvaða undarlegur sársauki var þetta, sem hún fann alt, í einu til. Var það þá svo hræðilegt að manni væri kastað burt vegna annarar konu? -----Hún mintist þess, að hann hafði bannað sér að láta hertogaekkjuna snerta sig. Hvað gæti honum hafa gengið til þess að banna það? Ekkert annað en afbrýðissemi. Hann gat jafnvel ekki unnað henni, konunni sinni að verða fyrir þessum vináttumerkjum. Hún byrgði andlitið í hödum sér — hvaða ístöðuleysi var þetta, sem var að koma yfir haa? Hún gekk hægt frá glugganum og ætlaði að fara til her- bergis síns, en gekk um leið fram hjá skrif- borðinu, og þar nam hún staðar, eins og hún gæti ekki slitið sig lausa þaðan. Lykillinn stóð enn í skránni á skríninu; Mainau hafði gleymt að taka hann þaðan og dróttsetinn hafði í gremju sinni, gleymt að heimta hann aftur — Hjarta hennar barðist ákaft. parna í skríninu lá blaðið, sem öll örlög Gabríels voru undir kom- in. Hana langaði til þess að sjá það að eins einu sinni. Hún vissi, að þesskonar skjöl varð að rannsaka á alt annao hátt en með berum aug- um. En til þess varð að opna sknínið og það var eign annara, og lykillinn hafði verið skilinn eftir í ógáti — — Var það ekki óheiðarlegt að taka blaðið upp ? Nei, hún mundi láta það aftur óskemt á sinn stað, og Mainau hafði sjálfur gert henni það að skyldu að sanna mál sitt, og til þeyss hafði hann heimtað blaðið af dróttsetanum. Hún opnaði skrínið án þess að hika — rósrauða bréfið !á þar fyrir framan hana — hún kipti að sér hendinni, eins og hún hefði verið stungin, og hreyfði við því um leið af tilviljuú; hún greip opið blað, sem lá efst — það var það sem hún var að leita að. Hún gekk með það í vasanum yfir í herbergi sitt og þorði varla að draga andann, og eftir nokkur augnablik lá það undir smásjánni, sem hafði verið henni svo mikil og áreiðanleg hjálp við grasafræðisrannsóknirnar-------Hún hrökk við og það fór um hana hrollur. parna undir glerinu, sem ekki sveik, var það deginum ljósara, að skammarleg- fölsun hafði átt sér stað. Hver stafur hafði fyrst verið vandlega dreginn með blýjanti. petta sást ekki með berum augum, en nú sást blýjantsskriftin eins og skuggi við hiðina á pennadráttunum, sem voru skýrir og virtust óþvingaðir, og sumstaðar, þar sem blek- ið var ekki mjög þykt, mátti sjá blýjantsskrift- ina í gegnum það. petta hafði verið seinlegt verk. Sá sem hafði falsað það hlaut að hafa týnt saman staf- ma af öðrum handritum, til að fá orðið, sem hann vildi skrifa. En hver hafði gert það? Og til hvers hafði það verið gert? Skjalið var ritað án vitundarvotta — pað hafði eftir því verið skrifað til þess að vera notað í því skyni að hafa áhrif með því á einhvern, sem einhverju réði um þetta mál, og það var Mainau. Hann hafði sagt henni sjálfur, að hann í fyrstu hefði reynt að taka málstað drengsins. — Viðey. Álfröðull Ægisund eldar og brtysir við; kveldlblær með léttri ilund leikur um fiskimið. Umhverfis æða-storð andvari hiylslar hljótt; ljóðrænt er ljúflings orð: “landvættur, góða nótt!” iT/i .. 1 • ttmbur, fjalviður af öllum Nýjar vorubirgöir tegundum, geirettur og als- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limited HENRY ÁVE. EAST WINNIPEG RJÓMI Virðingarvert nafn er bezta trygg- ingin fyrir áreiðanlegum viðskiftum — og þess vegna getið þér treyst Jrví að fá allan hugsanlegan ágóða og fyrsta flokks afgreiðslu hjá: CITY DfllRY Limited WINNIPEG James M. Carruthers, James W. Hillhouse forseti og framkv. stjóri, fjármálaritsn Spyrjið þá er senda oss rjóma. Verður þá viðkvæm öll Viðeyjar kjarna-mold. Bókmenta veglegt ver vaknar af alda blund. Augnablik inn í sér eilífan helgilund. þar hefir þjóðar sál þrifist um tíma-bil, ornuð við arinbál augum rent himins til. Fást þar við fræði sín fornaldardís var ihent. Umbreytti vatni í vín Viðeyjar klausturment. Tungunnar laugalind liggur við klausturgrunn. Lúterska bræði-blind bókvísi sló á munn. Hjartsláttur Helgafell heitur og mikill greip, pingeyrum þungan fóll þjóðernisleysu geip. / % Út geklc eg aftans stund, athygli á flugi var >— skundaði á Skúla fund, skörungs er hvílir þar. Steinsúla stendur ein; • stórskorinn afreksmann verndar þar, vegleg, brein, veðurnæm eins og hann. pjóðrækni dul og djúp drúpir við falinn eld. Inn undir hulinshjúp hún leitar nú í kveld. Menta og minja ver, mannrauna og kosta storð, Verðandi veiti þér víðförult sæmdar orð. Hirti sem helgan dóm höndin í klausturbygð dvergsmíð, Heimis Ihljóm, heiðninnar snild og dygð, aldræna sögusögn, Sólarljóð’ Hávamál, himnanna huldu mögn, heimfúsa, s'kygna sál. Angandi minja mold Mímisbrunn á í sér. Fræðimunks heilagt hold hugmyndum frjómagn ber. Ljómaði um iistræn kveld Ijós undir vígðum skjá; þann geymir andans eld eyjan við sundin blá. Menning, er merlar sig, menguð en snoppugylt, ráfar um refilstig ringluð og áttavilt. i— Viðri um vaðberg þín, Viðey og Helgafell, eil'ífri sólarsýn; sveipi ykkur skikkjupell. Mol(Nsem er málstirð hér — menningar Völuspá verði nú þulin þér, það kvæði hlýði eg á. Þá væri Skúla skuld skilað á róttan hátt. — Viðeyjar hljóðu huld helgaðu bjarta nátt! G. F. —Lögrétta. Utan frá Ægishöll ómurinn berst um fold.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.