Lögberg - 12.07.1923, Blaðsíða 2

Lögberg - 12.07.1923, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, PIMTUDAGINN 12. JÚLt 1923. Limir og líkami stokk- bólgnir. Fruit-a-tives laeknuðu nýrun me8 ttllu. Hið. frægasta ávaxtalyf öllum >eim, er þjást af nýrna- sjúkdómi, verða kærkomin þessi tíðindi um Frit-a-tives, hið fræga ávaxtalyf, unnið úr jurtasafa, er gersamlega læknar nýrna og blöðrusjúkdóma, eins og bréf þetta bezt sannar. “Litfa stúlkan okkar þjáðist af nýrnaveiki og bólgu — allir lim- ir hennar voru stokkbólgnir. Við reyndum “Fruit-a-tives.” Á skömm um tíma varð stúlkan alheil.” W. M. Warren. Port Robinson, Ont. 50c. askjan, 6 fyrir $2,50, reyn- sluskerfur 25c. Fæst hjá öllum lyfsölum, eða beint frá Fruit-a- tives Limited, Ottawa, Ont. Vetrarferðalag um fjöll. Eftir Steingr. Matthíasson- Yfir Blöndu. ( pegar við komum að Blöndu leizt okkur hún óárennileg Hún breiðir úr sér þarna upp á fjöll- unum á sumrin hvað þá heldur á veturnar þegar klaki stíflar- Nú var hún öll að sjá í einu lagi og rann mest ofan á höfuðisu'm. En sumstaðar var tvískinnungur, sumstaðar stóðu upp úr vatninu bungur af uppsprengdum ís, og hér og þar voru dökkar skeWur í flóðinu eins og væru vakir á botn- lausum kyljum- Við fórum að prófa ísinn með okkar brcddstöfu-m, en vatnið steig brátt ofar öllum vatnstíg- vélum og skinnsokkum. En við sannfærðumst um að ísinn væri sterkur, fórum því á bak. Af vatnsmegninu, sem iþarna iá ofan á ísnuvn mátti ráða, að lítið mundi afgangs er runnið gæti undir ísinn — svo ferlegt vatnsfáll er þó Blanda ekki hér á fjöllunum meðan leysing er ekki meiri- Á- fram þurfti að halda, og var því ©kki um annað að gera en snúa tóbakstölunni í munninum og ríða ótrauðir yfir- Og við kom- uvnst slysalaust yfir Blöndu. Við vorum giaðir þegar Blanda var yfirstigin og hugðum nú að ekkert gæti hamlað okkur framar- Við fengum okkar nestisbiía (gott feitt hangiket með hveitibrauði og létum klárana bita í skjólgóðum 'hvavnmi þar sem gras var nóg og álíka ljúffengt klárunum og hangiketið okkur. Upp öldur. Frá Blöndu riðum við norðan við endann á Sauðafelli og upp á öldur- “18 öldur upp á Sand —” eru frá Sauðafelli ” Þennan vísupart kunna allir Skjiagfirðingar en enginn [þdikir botninn eða tbyrjunina. Landið hækkar smásaman upp öldurnar, og nú fer maður á vízl yfir öldur og langar dældir sem milli iþeirra liggja- Nú fór færð að versna fyrir al- vöru. Hvergi voru aurar að vísu eða 'iþá ekki dýpri en í skóvarp, en í öllum dælum voru krapalón með skara ofan á og Ihestarnir sukku á kaf “I syndahaf’, og við sjálfir ekki síður, «vo að ekki leið á jöngu, áður en stígvélin mín og skinnsokkar félaga minna fleyti- fyltust af vatni. “Enginn er verri þó hann vökni”, «n tafsamt er að hafa oft sokkaskifti og ekki tök að þurka mörg pör þó maður hafi “Prímus” Okkur vniðaði seint áfram, af ölduhrygg um bylgjudal og altaf nýjar krapablár og stríðir lækir milli skara Sumstaðar gátum við farið í krákustígum og komist hjá torfærunum, en oftast var ekki um annað að gera en að fara þar yfir, sevn að var komið. pótt- umst við “karlar í krapinu”, þeg- ar vel gekk, en hestunuig fór ekki að verða sama, þegar stöðugt •versnaði og skarinn meiddi lapp- írnar og þeir stigu sig í umbrot- unum. Eg sat á Gráskjóna Ind- riða og fanst mér hann framan af spjara sig svo rösklega að hann minti mig á Sleipni, sem “tungla treður krapaV í Ásareið- inni Gríms En smásaman fór fjörið að dofna og hefði ekki veitt af að dreypa á hann læknabrenni- Vini, svo sem eins og skamt handa meðalkvígu. Lli/ f ivl0 ÞQ gerlr engra tn* r U&aLlllffl raun út f bláinn fi meS þvl aB nota ■i Dr. Chaae’s Ointment viB Eezema og öBrum húðsjúkdömum. paö SræCIr undir eins alt þesskonar. Eln askja til reynslu aí Dr. Chase's Oint- ment send frí gegn 2c írimerki, ef nafn þessa blaCs er nefnt. 60c. askj- an í ölium lyfjabú8um, e8a frá Ed- manson, Mates & Co., Ltd., Toronto. Tíminn flaug frá ckkur o.g var liðið að 'kvöldi, en hvassviðri f aðsigi og fyrirsjáanlegt að við yrðum að tjalda upp á Sandi u*m nóttina, og mu ;du þá hestarnir eiga þar illa vist eftir dagsins erfiði, þó vei gæti farið um okk- ur. Guðmundi og Indriða leist ekki á blikuna, en eg lagði til málanna alla þá bjartsýni, sem góður frmsóknarvilji gat orkað- pegar nú eitt allra versta krapa- dýið stöðvaði okkur um stund, kovn okkur sman um, að Guð- mundur færi á undan í njósnar- ferð upp á næsta leyti- Eftir stundarkorn kom hann aftur. “Einlægar endalausar krapalengj- ur framundan og ekkert viðlit að komast svo áfram til lengdar með ódrepna hesta.” — Og hann og Indriði áttu klárana en ekki eg Mér þótti fréttirnar illar og snöggvast datt mér í !hug að kæra mig ekki uvn votar, krapakaldar lappir og fara éinsanfall fótgang- andi með hangi'ket og þurra sokka, sem eftir voru, í bakpokanum. En hitt var mér Ijóst, að þeir urðu að bjarga 'hestunum til bygða sömu leið og við ko*mum. Þetta var þó hvatvíslega hugsað, 'því tveggja' daga leið var fyrir fótgangandi að Kalmannstungu og köld og dimm nótt á milli- — Heföi ©g nu haft skíðin og skiðasleðann, «em skilinn var eftir í Tinnárdai, var lítll vegur að halda áfram, en að vísu vantaði mig fylgdarmann þó, (fyrir einn er örðugur sleðadrátt- ur þó léttur sé), því I þessu falli veitti ekki af tveimur til að gæta hestanna og koma þeim heim til Skagafjarðar- Eg varð að beygja mig — beit mér nýja tóbakstölu og — við snerum við. “pað var eins og blessuð skepn- an skildi”, Gráskjóni lifnaði all- ur við og sneri eyrnarbroddu’m fram í áttina til Mælifellshnjúks, en litli Jarpur Guðmundar tölti á undaji og var fundvís á slóðina. Kaffihúsið í Surat. Eftir Leo Tolstoy- í bænum Surat á Indlandi, var kaffihús, þar sem margir ferða- menn frá öllum löndum heimsins mættust og ræddu saman. Einn dag ko’m inn í þetta kaffi- hús lærður persneskur guðfræð- ingur- Hann var maður er hafði varið lífi sínu í að lesa og rita um tilveru guðs. Hann hafði hugsað, lesið og skrifað svo mikið um guð að hann varð viti sínu fjær, ruglaður og misti jafn- vel trúna á tilveru guðs. Er Shah (konungur Persa) frétti þettað gjörði hann hann útlægan. Þessi ógæfusami guðfræðingur var nú ruglaður eftir hafa þrátt- að alla æfi um guð, en í stað þess að skilja það, að hann hafði tap- að viti sínu og röksemd efaðist hann um að til væri nokkur æðri vera er stjórnaði alheiminum- Guðfræðingur þessi hafði með sér ,J*-æl frá Afríku er fylgdi honum hvert sem hann fór. Þeg- ar Persinn fór inn í 'kaffihúsið, settist þrællinn á stein fyrir ut- an dyrnar og reyndi að verja sig fyrir flugunum, sem suðuðu í kringum hann, þar sem hann sat í brennandi sólarhitanum- Pers- inn setti sig niður á hvílubekk í kaffihúsinu og bað um bolla af ó- píum. Er hann hafði drukkið úr honu’m og hugsanir hans voru farnar að örvast, kallaði hann til þrælsins, sem sat fyrir utan opn- ar dyrnar: “Segðu mér vesalings þræll, heldur þ úað til só guð eða ekki?’ “Vissulega” svaraði hann og og dró undan belti sínu lítið skurð- goð úr tré- "Herra,” sagði hann, “þetta er guðinn, sem hefir leitt mig og varðveitt frá mínum fyrsta degi. AHir í mínu landi tilbíðja undra- tréð er minn guð er smíðaður af ” petta samtal á milli guðfræð- ingsins og og þræls hans, vakti mikið athygli á meðal allra gest- anna í kaffihúsinu. Allir voru undrandi yfir spurningu fræði- mannsins og engu síður yfir svari þrælsins- Einn af gestunum ©r var Brahma trúar og hafði hlustað á, snéri sér að þrælnirm og sagði: Vesalings^ heimskingi! Er það mögulegt að þú trúir því að hægt sé að bera guð undir belti sínu? — ,pað er að eins einn guð Brahma, og hann er voldugri en allur heimurinn, þvf heimur- inn var skapaður af honum. Brahma er hinn eini almáttugi guð og honum til dýrðar eru 'bygð musteri á Ganges bakkanum, þar sem hinir sönnu prestar Brahma tilbiðja hann. peir þekkja hinn sanna guð og þeir einir. Fleiri þúsund ár hafa liðið og þótt margar trúaröldur hafa risið og fallið, þá hafa þeir samt staðið stöðugir í sinni trú á Brahma, því Brahma hefir verndað þá og leiðbeint þeim.” Þannig talaði Brahminn og hugði að sannfæra alla. 'En verzlunarmiðill nokkur, Gyðingur að ætt og upp- runa, er á hafði hlustað tók til máls og sagði: “,Nei! musteri hins sanna guðs er ekki á Indlandi- Ekki vernd- ar hann heldur Brahmamenn. — (Hinn sanni guð er ekki guð Brah’ma, heldur guð Abrahams, ísaks og Jakobs. Ekki verndar hann neina er tilheyra hans út- völdu þjóð ísrael. Frá upphafi hefir hann elskað hana og hana eina- Þótt hún sé nú tvístruð um allan heim, þá er það að eins til að reyna okkur, því guð hefir lofað að á sínum tima, að saman- safna aftur sinni útvöldu þjóð í Jerúsalem. Þá skal musteri Jerúsalemsiborgar verða endur- reist — dýrðlegra en nokkru sinni áður- Þá skal ísraelsríki verða stofnað að nýju og ríkja yfir öllum þjóðum.” pannig talaði Gyðingurinn með tárin í agunum. Hann óskaði að segja 'meira, en ítalskur trúboði tók fram í fyrir honum. “pað sem' þú segir er villa,” sagði hann við Gyðinginn- “Þú gjörir guði rangt til. Hann elskar ekki þína þjóð fram yfir aðrar- Þótt það væri satt að hann hafi haft ísraelslýð í meiri metum e naðrar þjóðir, þá eru nú nítján hundruð ár síðan hún reitti hann .til reiði, sem varð or- sök þess, að hann eyðHagði hana sem þjóð og siindraði börnum hennar út á meðal allar þjóða og trú hennar eignast ekki lengur nýja lærisveina, heldur er að mestu útdauð. Guð gjörir ekki greinarmun á nokkurri þjóð, heldur kallar alla er vilja freL- ast til sinnar rómversku kaþólsku kirkju, en hver sál utan hennar vébanda glatast.” pannig talaði sá ítalski, e*i mótmælanda prestur er hlustaði á — fölnaði í andliti i— snéri sér að kaþólska trúboðnaum og mælti: “Hvernig getur þú sannað að frelsun sé að eins að finna í þinni trú? Þeir einir munu frelsun öðlast er tiM»iðja guð í anda og sannleika og lifa eftir þeim boðum er Jesú Kristur hef- ir oss opinberað í sínum 'heilögu guðspjöllum.” Tyrki nokkur, yfimðaur í toll- húsinu í Surat, sat í kaffihúsinu og reykti pípu sína, snéri sér því að þeim kristnu með yfirlætis- svp og mælti- Ykkar rómverska trú er ófull- nægjandi. Hún var numin úr gildi fyrir tólf hundruð árum síðan af hinni réttu og sönnu trú Múhameds- pið hljótið að vera þess varir að hin sanna Mú- hameds trú er að útbreiðast í Evrópu og Asíu og jafnvel í fram- faralandinu Kína. Þið viður- kennið sjálfir að guð hafi snúið bakinu við Gyðingaþjóðinni og færið því til sönnunar að Gyðing- ar eru niðurlægðir og undrokað- ir og trú þeirra kyrstæð, játið því hina sönnu iMúhameds trú er út- breiðist sigri hrósandi um viða veröld. Þer einir frelsast, sem eru lærisveinar hins síðasta spá- manns guðs, Múhameds, og af þeim að eins þeir se mfylgja Om- ar en ekki AIi, því þeir seinni hafa yerð ótrúir.” Persneski guðfræðingurinn er tilheyrði flokk' AIi, hefði viljað svara þessu síðasta, en nú hafði deila mikil risið á meðal allra gestanna í kaffihúsinu af ýmsum trúartorögðum og flokkum- par voru kristnir Abyssinans, Llamas frá Tibet og elddýrkendur og fleiri. peir deildu allir um eðli guðs og tílveru og hvernig hann ætti að vera tilbeðinn- Hver um sig fullyrti að í hans landi að eins, væri hinn sanni guð þektur og að eins þar réttilega dýrkaður. Allir þráttuðu og hrópuðu nema Kinverji einn, lærisveinn Confu- siusar, er sat kyrlátur út í horni við tedrykkju. Hann tók grand- gæfilega eftir því sem aðrir sögðu en tók engan þátt í um- ræðunum. Tyrkinn kom auga á hann og skaut máli sínu til hans og sagði: “pú munt staðfesta það sem eg segi: — Ef þú segir nokkuð þá veit eg það verður minni skoð- un til styrktar- Verzlunarmenn Kína er hafa leitað 'minnar | aðstoðar segja, að þótt mörg trú- arbrögð hafi verið innleidd í Kína, þá álíti þið Kínverjar, Mú- hameds trú 'bezta og aðhyllist hana fúslega. Staðfestu þá mín orð og segðu ckkur þitt álit á einum sönnum guði og hans síðasta spámanni ” Já, látum oss heyra hvað hann hefir að segja,” scgðu allir hmir og snéru sér að Kínverjan- u'm. Kínverjinn, ‘Iiærisveinn,: Confu- siuusar, lét aftur augun og hugs- aði um stund og mælíi síðan í hægum og stiltum róm, um leið og hann brá höndunum fram úr löngu enimnum á úlpu sinni og krosslagði þær á brjótsi sér. Herrar mínir, að mínu áliti er það aðallega dramblæti, sem bag- ar mönnum frá að vera samrmála í trúarbrögðum. Ef ykkur lang- ar til, þá skal eg segja ykkur sögu, sem skýrir þetta greinilega: “Eg kom hingað frá Kína á ensku skipi er hafði siglt í kringum hnöttinn- Við sigldtfm inn á höfn við eyjuna Sumatra til að ná í ný^ar byrgðir af vatni. Sumt af okkur fór í land- \— Við; hvíldum okkur í skugga undir, 1 ókoshnetu tré .lálægt ströndinni, skamt frá þorpi eyjarskeggja. í okkar hópi voru menn af ýmsu'm mismunandi þjóðflokkum. íEr við sátum þarna, nálgaðist okkur blindur maður. Við kom- umst að því seinna að hann misíi sjónina á því að einblína í sól- ina, með þeim tilgangi að ganga! úr skugga um hvað 'hún væri, tií þess að ágirnast 'ljós hennar- Með þessu augnamiði starði hann tímum saman í sólina, en eini árangur hans var sá, að sólarljósið skemdi og smáeyddi sjón hans, og að síðustu varð hann alveg blindur. “Þá sagði hann við sjálfan sig: “Ljós sólarinnar er ekki lögur, því ef svo væri þá væri hægt að renna því úr einu íláti í annað og vindurinn mundi feykja því líkt og vatni- Það er heldur ekki e’.dur, því ef sro væri þá gæti vatn slökt það. pað er held- ur ekki andi, því það er augum sýnilegt, og heldur ekki efni, því það er ekki færanlegt. Sökurn þess að Tjós sólarinnar er hvorki lögur né eldur, andi né efni, þá er það ekkert.” “Þannig rökfærði hann- Og sem afleiðing af að 'horfa stöð- ugt í sólina og hugsa þráfalt um hana, tapaði ‘hann bæði sjón og röksemd. pegar hann varð al- gjörlega blindur, sannfærðist hann fyllilega um það að sólin væri ekki til- Með þessum blinda manni var þræll, sem aðstoðaði hann í öllu. Er hann var búinn að hagræða húsbónda sínum í skugga trjánna, tók hann hnetu er lá við fætur honum og byrjaði að búa til úr henni nátt-týru. Hann snéri sa*m- an taugarnar úr hnotuskelinni og bjó til úr því kveik, kreisti olíu úr kjarnanum í skelina og vætti kveikinn í henni- “Á meðan þrællinn var að þess- um starfa; kastaði blindi maður- inn mæðinni af göngunni og mælti síðan: “Jæja þræll minn, hafði eg ekki rétt fyrir mér er eg sagði, að það er engin sól til? Sérðu ekki hvað dimt er- Samt sem áður segja menn að til sé sól. Ef svo er, hvað er hún?” “Eg veit ekki hvað hún er”, svaraði þrællinn. “Eg læt það liggja á milli hluta en eg veit hvað lj<Ss er. Hérna hefi eg búið til nátttýru og við ljós henn- ar get eg þjónað þér og fundið það sem þér þóknast.” “Og þrællinn tók upp týruna og sagði: “petta er mín sól ” “Kripplaður maður er gekk við hækjur, heyrði á tal >eirra og hló “Þú hefir að sjálfsögðu verið blindur alla æfi,” sagði hann við blinda manninn, “að vita ekki hvað sólin er. Eg skal segja þér hvað hún or< Sólin er eldhnött- ur er rís upp úr hafinu á morgn- ana en hverfur að kvöldi á bak við fjöllin hérna á eynni. Við erirm öll vitni að þessu og ef þú værir ékki blindur, þá mundir þú sjá það líka.” Fiskimaður er hlustaði á sagði: “Það er skiljanlegt að þú hefir aldrei ferðast af eynni. Værir þú ekki kripplaður og hefðir siglt út á hafið á fiskibát líkt og eg hefi, þá mundir þú vita að sólin sest ekki á bak við fjöllin heldur rís hún á hverjum morgni upp úr hafinu og sekkur í það aftur að kvöldi- petta veit eg er heilagur sannleikur, því eg sé það á hverjum degi með mínum eigin augum.” Hindúi, sem var einn úr okkar hóp, tók fram í fyrir 'honum og sagði: Eg hefi *nú ekki orð til' í eigu minni, að heyra óvitlausan mann fara með aðra eins heimsku- ihvernig getur eldhnöttur sokkið í hafið og ekki slokknað?? Sólin er ekki eldhnöttur heldur goð — Deva. sem ekur eilíflega í kring- um Merufjöllin í skrautvagni. Stundum ráðast illvættirnir á Deva og gleypa hann, þá'Tiöfum við nátt. En prestar okkar biðja fyrir Deva að ihann verði laus látinn og þegar þeir eru bæn- heyrðir þá höfum við morgun- Það eru að eins heimskingjar, sem aldrei hafa ferðast landa á milli er halda að sólin skíni að eins yf- ir ættland sitt.” pá mælti egypskur kapteinr, sem hlustaði með gaumgæfni á það sem hinir sögðu: “Þú hefir einnig rangt fyrir þér- Sólin er ekki goð, sem flýgur að eins yfir Indland og fjöll þess. Eg hefi nú í mörg ár siglt á Svartáhafinu og með- fram ströndum Arabíu. Eg 'hefi einnig siglt til Mada^ascar ig 'PhJIippine eyánna. Sólin skín yfir alla jörðina en ekki að eins á Indlandi- Hún snýst ekki í kringum neitt fjall, heldur rís langt í austri hinumegin við Japan og sest langt, langt, fyrir vestan England. Þess vegna kalla Japanar land sitt “Nippon” sem meinar uppruni sólarinnar- Eg veit þetta með vissu. Eg hefi séð mikið og heyrt enn meira, því afi minn sigldi hafið á enda.” Hann hefði haldið áfram hefði ekki einn úr okkar hóp enskur siglingamaður, tekið fram L “Ekki í neinú landi,” sagði hann, “veit fólk meira um gang sólarinnar en á Englandi- Sólin eins og allir á Englandi vita, rís hvergi og sest hvergi. Hún er alt af á hreifingu í kringum jörð- ina- pið megið vera sannfærð uvn þetta, því við höfum nýlega ferðast í kringum ihnöttinn og höfum hvergi rekið okkur á sólin. Hvar sem við fórum skein sólin á morgnana og faldi sig á kvöld- in rétt eins og hún gjörir hér.” Englendingurinn \,tók upp spýtu og gjörði með henni hring í sandinn og reyndi að gjöra skiljanlega, hringferð sqlarinn- ar í kringum jörðina, en tókst ekki að gjöra það vel greinilegt. Hann benti þá á hafnsögumann skipsins og sagði: “pessi maður er mér fróðari í þessum efnum. * Hann getur skýrt það greinilega ” Hafnsögumaðurinn, er ~~var mjög skynsamur maður, hafði hlustað á tal þeirra, þar til hann var beðinn að tala. öllum var nú mikið um að heyra, hvað hann hefði að segja og ihlustuðu með athygli er hann sagði: ‘,;pið leiðið hver annan afvega og svíkið sjálfa ykkur. Sólin fer ekki í kringum jörðina, held- ur snýst jörðin í kringum sólina og snýr þannig á móti sólinni á hverjum 24 klukkutímum að ekki að eins Japan og Philippine eyj- arnar og Sumatra, sem- við nú erum stödd, á, njóta ljóss hennar, heldur einnig Afríka, Evrópa og Ameríka og mörg önn- ur lönd þar að auk- Sólin skín ekki yfir eitt sérstakt fjall né sérstaka eyju eða haf, heldur ekki fyrir einn hnött að eins- Hún skín fyrir marga 'hnetti jafnframt okkar. Ef þið að eins lyftið augum ykkar upp til himins í stað þess að stara á blettinn und- ir fótum ykkar, þá munduð þið skilja þetta.” Þannig talaði hinn vitri hafn- BLUE MBBON TEA Góðar húsmœður eru varkár- ar með að biðja ætíð um BLIJE RIB- BON TE, Þœr gera það vegna þess þær vita að þá fá þær bezta te sem búið er til og með lægsta verði sem hœgt er að selja gott te fyrir. Það er ekkert te í Canada eins gottogdrjúgt eins og BLUE RIB- BON. Hefði gefið $100.00 fyrir einnar nætur svef n Aður en eg fó rað nota Tanlac, mundi eg fegin nhafa gefið, 100 dali fyrir einnar nœtur svefn, en nú sef eg vært eins og barn hverja einustu nótt og engidn þekkir mig fyrir sömu manneskj- una,” sagði Mrs. Annie Stillson, velmetin frú að 263 Smcoe St., Lodon, Ont- “Eg þjáðist árum saman af taugaveiklun og magaveiki mat- arlystin var sam se'm engin og þð litla sem eg át, olli mér jafn- an ógleð. Eg beinlinis kveið of tfyrir að setjast til ,borðs. Taugarnar voru í því ásigkomu- lagi, að mér kom iðuglega ekki blundur á brá nótt eftir nótt og gat sama sem ékkert unnið á dag- inn- “En nú hlakka eg til hverrar máltíðar og verður af engu meint. Taugarnar komust í samt lag og það reið baggamuninn. — Tanlac á engan sinn líka ” Tanlac fæst hjá öllum ábyggi- legum lyfsölum. Varist eftir- stælingar. Meira en 37 miljón flöskur seldar- Tanlac Vegetable Pills, eru náttúrunnar öruggasta lyf við stýflu. Fást í öllum lyfjabúð- um. sögumaður er hafði ferðast ví®a og oft stytt sér stundir með þvi að horfa upp í himininn- “Þannig er það í trúmálum”, hélt Kínverjinn, lærisveinn Con- fusíusar áfram- “Það er dramb- semi og stærilæti er veldur sund- urlyndi og deilum á meðal mann- anna. Likt og með sólina, evo i er það með guð. Hver einn vill hafa sérstakan guð fyrir sig, að minsta kosti fyrir þjóð sína- Hver þjóð villi innibyrgja í sínuffi musterum guð, sem veröldin get-< ur ekki rúmað- “Er hægt að jafna nokkru musteri við það, ®em guð sjálfur hefir bygt til þess að sameina all- ar þjóðir um eina trú? öll mannleg musteri eru eft- irmynd þessa musteris, sem er guðs veröld- Hvert musteri heflr sína skírnarskál, sína þakhvelf- ingu, sína la'mpa, sínar myndir, og myndastyttur, sínar lögbækur, I sínar fórnir, sín altari og sína I presta. En í hvaða musteri er slík skírnar skál sem hafið, slík 'hvelfing sem himininn, eða lampar se'm sólin, tunglið og stjörnurnar. Hverju er hægt að líkja við lifandi, elskandi, samhjálpandi menn og konur? Hvar eru frásagnir um guð skráð- ar, sem auðveldari eru að skilja en þær góðu gjafir, sem guð sáir yfir allan heim, mönnunum til gæfu? Hvar er sú lögbók sem eins er auðskilin og þau lög, sem rituð eru í hjarta hvers manns? Hvaða fórn er & við sjálfsafneit- un og ósérplægni karla og kvenna hvert fyrir öðru? Og hvaða altari getur komist í samjöfnuð við hjarta göfugrar sálar, þar sem guð sjálfur meðtekur af fórn- ina? “Þess göfugri hugmynd er vér höfum af guði, þess betur þekkj- um vér hann- pess hetri þekkingu er vér höfum á honum, þess nær erum vér því, að geta auðsýnt, brot af þeirri elsku náð og misk- un er guð auðsýnir mönnunum. “Látum því þann, sem sér alt Ijós sannleikans, forðast að fyrir- líta þann ’hjátrúaða, sem sér í sínu goði að eins einn geisla af þessu sanna ljósi. Látu*m hann heldur ekki fyrirlíta hinn van- trúaða sem er blindur og sér ekki neitt-” pannig talaði Kínverjinn, læri- sveinn Confusiusar. Allir í Kaffihúsinu þögðu og deildu ekki meir u'm hvers trú væri bezt- Sveinbjörn Ólafsson þýddi Valparaiso University- “Skamma stund verður hönd höggi fegin.” Barátta hefir staðið yfir um Hríö í Manitoba, milli bannmanna og brennivínsvaldsins. Þeirri bar- áttu lauk, eins og kunnugt er. Eitursalinn vann sigur í bráSina með öllum sinum fylgitólum. En skamma stund verður hönd höggi fegin; því það er víst, aö ekki verður úlfurinn lengi lögvernclað- ur innan kvianna. Þótt nógu margir hafi látið blindast um stund til þess að opna dyrnar og veita löghelgi þeim ó- vini, sem allra óvina er skæðastur, þá skina sólargeislar sannleikans í gegn um myrkur heimskunnar áð- ut en langir timar líða. Iðrunar- stundin eftir syndina, sem drýgð var 22. júni kemur eins áreiðan- kga og sól kemur eftir svartnætti eða vor eftir vetur. Þessi vissa veitir þrek og kjark og von jafn- vel þegar bráðabyrgða ósigurinn er allra tilfinnanlegastur. Menn og konur i Manitoba hafa í þetta skifti selt Jósef bróður sinn mannsali; en hver veit nema ein- mitt það verði honum að góðu, þegar til lengdar lætur. Brennivínsliðið er alt af og al- staðar óaldarflokkur, sem einskis svífist, brýtur lög og beitir öllum hugsanlegum eiturvopnum. Það hefði að sjálfsögðu haldið áfram lögbrotum sinum og ofbeldisverk- um ásamt öllum þeim blekkingum, sem því er lagið að beita, þótt brennivinslögin hefðu verið feld, þá má vera, að sú svarta nótt, sém nú færist yfir Manitoba hefði komið siðar; er því, ef til vill, bezt illu af lokið; því það er víst, að þau þrjú árin; sem nú fara í hönd, verða nógu reynslurik til þess að vekja menn og konur til iðrunar fyrir það fylgi, sem þeir og þær veittu eyðileggingunni 22. júní 1923. Tvent er það sérstaklega, sem er eftirtektarvert við þessa atkvæða- greiðslu, annað sorglegt, hitt gleðilegt. 1. Trú þeirra manna, sem nezt beittu sér fyrir kvenréttindamálið, hlýtur að hafa lamast. í þetta skifti voru nógu mörg kvenna at- kvæði til þess að ráða, en sómatil- finningin var ekki á hærra stigi en það, að þær skipuðu sér undir 1 inerki spillingarinnar. Þetta er sorglegt. Þeim konum og mæðr- um, sem um slikt eru sekar, gæti eg unt þess, að þær sæju — og jafnvel fyndu—ávexti gerða sinna. 2. í öðru lagi er það eftirtekta- vert, að i hverjum einasta atkvæða- stað, þar sem íslendinga gætti, hef- ir áfengiseitrið verið fordæmt. Á Árborg, í Mikley, í Riverton, á Hnausum, á Geysi, á Víði, á Gimli, á Sinclair, á Baldur, í Glenboro, á Vestfold, á Otto, á Dog Creek, á Oak Point og Lundar voru bann- menn i stóhim meiri hluta. Þetta cr þeim öllum gleðiefni, sem verð- skulda nafnið Islendingur. Sig. Júl. Jóhannesson. FRÁ ÍSLANDI Taugaveiki er komin upp f Vestmannaeyjum á sex eða fleiri heimilum, og liggja um 20 'manns. Margir ætluðu héðan á Gullfossi til eyjanna, en hættu við, þegar þessar fregnir bárust þaðan- Bú- ist er við, að sóttvarnarráðsúaf- anir verði gerðar í eyjunum og er landllæknir farinn út þangað í þeim erindagerðum. Tímabært nálspor Skjót úrræði eru það eina sem dugar þegar um nýrna- sjúkdóima er að ræða. Vanræktum nýrna sjúkdómi fylgir löng 'lest af allekyns kvillum, svo sem gigt, bakverk, Bright’s sjúkdómi og óeðlileg- um blóðþrýstingi. í Dr. Ohase’s Kidney-Liver Pills finnurðu meðal, sem vinn- ur fljótt og vel. Mr. C. E. Raymus, Lindale, Alta., skrifar: “Eg þjáðist mjög af nýrna- sjúkdómi árum saman og var að verða aumingi. Vínur einn ráðlagði mér Dr. Chase’s Kidney-Liver Pjlls og han<9 vegna reyndi eg* þær. Eftir fyrstu öskjuna var mér farið að batna drjúgum. AIls notaði eg fimm öskjur og er nú alheill. Eg get nú með góðri samvizku mælt með Dr. Ghase’s Kidney-Liver Pills við alTa er líkt stendur á fyrir.” Dr. Chase’is Kid/ney-Liver Pills, ein pilla í eirni, 25 askjan, hjá öTlum lyfsölum, eða frá Edmandson, Bates og Co., Ltd., Toronto.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.