Lögberg - 12.07.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.07.1923, Blaðsíða 4
BIs. 4 LÖCiBERG, FIMTUDAGINN 12. JÚLÍ 1923. t" 11 ~=g' IJögberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- ombia Pre*s, Ltd.,iCor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talsímart N-6327 og N-6328 Jón J. BOdfeli, Editor Utanáskrift til biaðsins: THE COLUtyBIA PHESS, Ltd., Box 3171, Winnipeg, Harp Utanáskrift ritstjórans: EOiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, ^an. The “Lög\>«rg" 1« prlnted and publiahed by The Coiumbla Preaa, Llmltad, in tha Columbia Hlock, S63 tj S67 Sherbrooke 8treet. Wlnnipeg, Manltoba Heiniilið. pau eru ekki mörg, orðin í tungumáli mann- anna, sem hljómfegurra er en orðið heimili. Og >að er ekki að eins hljómfagurt, heldur er það, sem orð það táknar, það bezta og þýðingarmesta, sem mennirnir eiga, eða geta eignast á lífsleið- intii. Heimilið, sá eini griðastaður, sem til er á jarðríki. Heimilið, þar sem útrétt vinarhönd mætir manni og kærleiki og friður umvefur mann. HeimUið, þar sem menn geta feng'ð •’ ' j' frá kuidahrolli lífsins, hvíld frá þreytuverkum daglegrar iðju og safnað kröftum fyrir komandi dag. En heimilið er, eða getur verið miklu meira en þetta. J?að er lífgjafi þjóðarinnar. þaðan kem- ur henni allur hennar styrkur, og þar er hugsun- arháttur hennar myndaður og framtíðar velmeg- un hennar annað hvort eyðiiögð eða grundvölluð. Fyrir heimilinu eiga menn að bera mesta virðingu allra veraldlegra stofnana, vegna þess, að það er virðulegasta stofnunin, sem til er. Grundvöllur þess er kærleikur. Böndin, sem binda það saman, er vinátta, og framtíðar við- hald þess er fórnfýsi. Fegurð heimilisins er ekki að finna í skraut- legum húsum, eða skrautmunum, fögrum klæð- um, eða neinni útvortis fegurð. Hið reisulegasta heimili og skrautlegasta, getur verið tómt, kalt og óaðgengilegt, því ekkert hús eða útvortis skraut megnar að gjöra heimilið að sælustað. pað er heimilislífið eitt, sem það getur gjört, sam- bandið á milli þess fólks, sem heimilið byggir, orð þess og atlot, sem gjörir heimilið fullkomið og auðugt, eða þá óaðgengilegt og fráhrindandi. Á miðöldunum fundu menn til þess og lögðu sig þá fram til þess að auðga heimilislifið og efla heimilisfriðinn, og þeir vissu hvað þeir voru að gera. Myndirnar, sem meistararnir máluðu þá af heimilishelginni, áttu ekki lítinn þátt í að vekja lotningu í sálum manna fyrir hinu háleita hlut- verki þess. Hugsun sú, að heimilið væri stofnað guði til dýrðar og því haldið við í hans þjónustu, umskapaði andrúmsloft heimilanna og gjörði þau að hans musteri, og í slíkum musterum var og er gott að búa fyrir þá eldri, jafnt sem þá yngri. f þessu sambandi erum vér sérstaklega að hugsa um þá hina yngri—kynslóðina, sem nýtur verka og hugsana þeirra eldri, og hina ægilegu breytingu, sem oss finst að sé að verða á heim- ilishaldi og heimilislífi vorra daga. Oss finst, að heimilishelgin sé að hverfa, og lotning bæði eldri og yngri að hverfa fyrir helgi heimilisins. Heim- ilið er nú ekki orðið meira en svefnstaður og mat- arbúr, þar sem fólkið kemur saman til þess að borða og sofa, og helgi þess er horfín, musterið fallið og lotningin flúin. það er sagt um Rómverjann Ágústus, að hann hafi, á hverjum degi efra aldurs síns átt tal við barnaböm sín, vakað yfir velferð þeirra, leitt þau og leiðbeint þeim í öllu góðu og göfugu. — Gæti það ekki verið holl lexía fyrir feður og aðra þá, sem fyrir heimilum standa nú á dögum, þar sem bömin eru orðin fráhverf foreldrum sínum áður en þau eru sjálfbjarga? pjóðimar hafa úr mörgum vandamálum að leysa, úr mörgum erfiðum spursmálum að greiða, en ekkert þeirra er vandameira, né heldur þýð- ingarmeira fyrir þjóðfélög og einstaklinga, held- ur en heimilis spursmálið. Ef mönnum tekst að endurreisa heimilishelgina, heimilislotninguna, heimilisfriðinn, þá leysast mörg hin erfiðu spursmál, sem þjóðimar eiga nú við að stríða, af sjálfu sér. Ert þú einn af þeim? Eins og náttúrlegt er, þá horfa flestir ungir menn með aðdáun til afburðamanna, sem þeim eru samtíða, eða sem mest hefir kveðið að og fram úr hafa skarað í liðinni tíð, uppfyndinga- manna, kaupsýslumanna, stjómmálamnna og vís- indamanna. Út á þetta er ekkert að setja. Síður en svo. En það, sem athugavert er, er það, að flestir horfa á frægðarljómann, sem hvílir yfir nöfnum þessara manna, en athuga ekki erfiðleikana, sem þeir urðu að yfirstíga áður en þeir urðu frægir, — hugsa ekki um næturnar, sem þeir hafa orðið að vaka og brjóta heilann um þetta eða hitt við- fangsefnið, — hugsa ekki um fátæktina, sem þeir hafa orðið að ganga í gegn um, áður en efna- mennirnir vildu fara að líta við þeim, — hugsa ekki um vonleysisfargið, sem var að því komið að merja þá undir þunga sínum, — hugsa ekki um það, að enginn maður getur náð frægðarstig- inu, nema fyrst að hafa strítt við þessa erfið- leika, alla eða einhverja af þeim, og unnið sigur. pegar menn tala um þenna eða hinn yfir- ■burðamanninn, þá verður það vanalega fyrst fyr- ir, að tala um það, hvað hann sé eða hafi verið ’ gáfaður, og er það máske náttúrlegt, því gáfur eru gull. En gáfurnar einar flytja aldrei neinn mann, eða neina konu, upp á tind frægðarinnar. Tökum tvo menn til dæmis. í æsku er ann- ar þeirra sagður fluggáfaður, fljótur að læra og skilja, en hinn daufari og seinni að átta sig á öllu. En samt var það nú hann, sem náði tindi frægð- arinnar í mörgum tilfellum. Hvernig stendur á því? pað stendur svoleiðis á því, að atorka manna í lífinu er ekki eins mikið undir gáfna- forða komin, eins og því, hvemig gáfurnar eru notaðar. það er með hæfileikana eins og gimsteinana, að þeir glitra ekki fyr en búið er að slípa þá. Hæfileikar manna njóta sín ekki fyr en búið er að æfa þá. Æskumaðurinn, sem vill ná frægðartakmarki í lífinu, verður að skilja, að á milli hans og þess er haf, sem hann verður að kafa, erfiðleikar, sem hann verður að yfirvinna, aflraunir, sem hann verður að þreyta, unz hver taug líkama hans er stælt og hver andans hæfileiki, sem hann á yfir að ráða, þroskaður. En þegar það er fengið, þeg- ar afl vilja, sálar og líkama stefna ákveðið að einu og sama marki, þá er líka fátt til á lífsleiðinni, sem megnar að aftra mönnum frá að ná takmarki sínu. pessi draumur manna um meðfædda afburða hæfileika, sem flytji menn fyrirhafnarlaust upp á frægðartindinn, er í flestum, nei öllum tilfellum villandi. pangað kemst enginn, nema með afar- mikilli áreynslu, Menn horfa nú á dögum á hina iðandi kös manna og kvenna, sem virðast berast með tím- ans straumi—sofa, eta leika sér og deyja. Kraft- ar þess stirðna með hverju líðandi ári. Meðvit- und þess fer þverrandi. Nautnalífið eitt heldur áfram að vaxa og þroskast. Samt er margt af þessu fólki hæfileikafólk, kannske alt og sjálfsagt margt af því meiri hæfileikum búið, heldur en þeir eru, sem fram úr skara að atorku og vinna sér ódauðlega frægð á ýmsum sviðum lífsins; en það notar þá ekki, svo þeir ryðga og rotna, þar til þroska skilyrði þess eru töpuð. Mannfræðingar segja, að fólk upp til hópa þroski einn tíunda part hæfileika sinna; hinir níu tíundu partar þeirra fá enga framrás. Ef þessi staðhæfing þeirra er sönn, er þá nokkur furða, þó afkoma fjöldans sé bágborin? Eða er það þá nokkuð undarlegt, þó þeir séu tiltölulega fáir, sem ryðja sér braut til vegs og frægðar? Frægðarbrautin er engum auðfarin, en hún er fær hverjum þeim, sem vill beita öllu afli sínu til þess að komast yfir hana og upp á tindinn, sem sólroði sigursins leikur um. ‘‘The Vikings Heart”. Svo heitir saga, sem nú er í prentun og kemur væntanlega á bókamarkaðinn í haust, eftir Laura Goodman Salverson. Vér höfum ekki séð handritið að þessari bók, en þeir, sem hafa séð það og lesið, Ijúka lofsorði á það. f riti einu, sem út kom ekki alls fyrir löngu, er minst á sögu þessa, því ritstjóra þess hafði verið sent handritið til athugunar, og farast hon- um þannig orð um það: “Mér hefir verið send saga eftir Mrs. Goodman Salverson til athugun- ar, og þó hún sé alt of löng til þess að birta hana í tímariti, þó það væri gert í smáköflum, þá verð- skuldar hún að henni sé veitt nákvæm eftirtekt. Sagan er af landnámi íslendinga við Winnipeg- vatn, og segir mjög skýrt frá frumbýlingsárum landnemanna þar. Eitt af því, sem dregið er skýrt fram í þessari sögu, er tilfinning íslend- inganna gagnvart hinu enskumælandi fólki, eða það væri ef til vill réttara að segja: tilfinning þeirra enskumælandi gagnvart íslendingunum. Reynsla þeirra í þessu efni er reynsla allra ann- » ara þjóðflokka, sem þetta land hafa bygt, og það eru um fjörutíu af þeim, sem búsettir eru í Manitobafylki. pað eru tvær stefnur, sem hægt er að taka í þessu sambandi: Sú fyrri er fyrir- litning og mótþrói ,að líta á innflytjendurna sem þeir væru óvelkomnir og að troða sér inn í verkahring annara, að þeir séu menn, sem standa á lægra mentunar og menningarstigi fyr- ir þá sök eina, að þeir mæla ekki á enska tungu. Hinn hugsunarhátturinn eða viðmótið 'sér og viðurkennir, að afkomendur þessara innfluttu manna verði framtíðar borgarar landsins; að þeir tali ekki landsmálið tafarlaust, sé að eins tilviljun, að innan lítils tíma geti þeir fleytt sér allve í að tala ensku, því að sökum viðskifta sinna við enskumælandi fólk verði þeir að læra það og sve gangi böm þeirra hér á enska skóla og flytji þekking þá, sem þau öðlast þar, inn á heimilin. J?að er í augum uppi, að síðari aðstaðan er sú eina rétta, að bjóða þetta fólk velkomið sem borgara þessa lands. pað má vera satt, að mönn- um hafi yfirsézt með val á innflytjendum, sök- um þess að sumir þeirra væru frábitnir því að sameinast- þjóðarheildinni og því ekki líklegir til þess að hjálpa til þess að byggja hér upp samfelda og einhuga þjóð; að þeir haldi áfram að vera útlendingar í útlendu landi. J?að er sama hvað duglegt slíkt fólk er og hvað mikinn þátt að það tekur í verzlun og við- skiftum, það er sama hvað duglegt það er að af- kasta erfiðisvinnu, sem er svo nauðsynleg í nýju landi, ef að það getur ekki á endanum sameinað sig samborgurum sínum, þá verða þeir dauðar greinar á þjóðarmeið þessa lands. En það eru fáir, sem til þessa flokks teljast og vér getum slept þeim úr huga vorum. íslend- ingar eru sannarlega ekki í þeirra tölu. Ef það eru nokkrir, sem reynst hafa drengir góðir hér í Vestur-Canada, þá eru það íslendingar, og á- sts^ðan fyrir því er sú, að þeir hafa átt í svo rík- um mæli dygðir þær, sem Mrs. Salverson lýsir svo vel í sögu sinni.” 0g í sambandi við þessa hugsun þess, er grein þessa ritar út af sögu Mrs. Salverson, held- ur hann áfram og segir: “Aðal atriðið, þegar um það er að ræða að byggja ný lönd, er að færa sér í nyt dygðir hins innflutta fólks. J?að hefir alt yfir þroska eða menning að ráða, sem er verðmæt. Sumt af því flytur með sér líkamlega hreysti, sumt ó- bilandi siðferðilegt þrek, sumt þekking á verzl- un, sumt listfengi, og þekking á mannfélags- málum. þegar fram í sækir þá verða blandaðar þjóðir sterkari heldur en þær, sem eru af ó- -blönduðum stofni, en það tekur oft nokkurn tíma, til þess að blöndun sú komist á. Hið mesta ógagn, sem enskumælandi fólk getur unnið í þessu landi, er að fyrirdæma og fyrirlíta innflytjendur siökum máls þess, jsem þeir mæla, eða klæða þeirra, sem þeir bera. það eru að eins hin ytri merki, á bak við þau felst eitthvað, sem er óendanlega meira virði, og reynslan sýnir, að jafnvel þeir af innflytjend- um, sem eru allra óálitlegastir, hafa sitt pund til þess að leggja fram til myndunar hinnar nýju þjóðar. Ef að menn líta nokkur ár fram í tímann, þá geta þeir séð þetta fólk sem, sameinaða heild þjóðarinnar, með sameiginlegum hugsjónum og vonum, talandi hinu sameiginlega máli þjóðar- innar, og varðveitandi mál feðra sinna, og þjóð- in verður óendanlega miklu auðugri í hium sam- eiginlega styrkleik. pegar sannleikurinn er sagður, þá er það fremur lítið, sem hið enskumælandi fólk hefir að miklast af, að minsta kosti í sumum tilfell- um. f stjórnmálum og verzlunarmálum hafa at- hafnir þeirra ekki verið með öllu óaðfinnanleg- ar. Og það er augljóst þeim, sem þekkja æsku- mennina í dag, að margir af trúnaðarmönnum þjóðarinnar, hæfustu embættismönum og fjár- sýslumönnum hennar, verða synir útlendu inn- flytjendanna, sökum þess, að hjá þeim lifa hin- ar ódauðlegu dygðir, iðjuseminnar, sparseminn- ar og ráðvendninnar. Og það vegur baggamun- inn.” Sögufélag Vestur-íslendinga. Hr. Sigtryggur Jónasson hélt fyrirlestur sinn, sem getið var um í síðasta blaði, í Good- Templara húsinu á fimtudaginn var, og var fyr- irlesturinn fremur laklega sóttur. Eins og getið hefir verið um, þá talaði hr. Jónasson um stofnun Sögufélags á meðal Vest- ur-íslendinga, og er meiningin, að féiagið sé í jafnmörgum deildum og bygðarlögin eru í Atae- ríku og að hver deild annist um að rita sögu sinnar eigin bygðar og á þann hátt verði hægt að fá heildarsögu allra Vestur-íslendinga frá fyrsta landnámi þeirra og fram á vora daga. Ekki er því að neita, að fyrirtæki þetta er bæði fallegt og þarft, og eins á það undur vel við, að einmitt þessi maður, Sigtryggur Jónas- son, sem allra manna mest hefir fengist við land- nám íslendinga í Ameríku og er því allra manna kunnugastur málum þeim, sem að því lúta, standi fyrir þessu verki. Hr. Jónasson hefir nú þegar myndað fimm deildir þessa félags í Nýja íslandi, og hygst hann svo að ferðast um sem flestar sveitir íslendinga í Canada og í Banda- ríkjum í þessum erindum. f þessu sambandi er vert að geta þess, að hr. Jónasson kostar ferðir sínar sjálfur og gef- ur tíma þann, sem í ferðalögin gengur, og er það stór myndarlega að verið. Að fyrirlestrinum loknum hér í Winnipeg, fóru fram almennar umræður og tóku þessir þátt í þeim: dr. B. B. Jónsson, A. Olafsson, J. J. Bildfell, A. Eggertsson, B. M. Long, Jóh. P. -Sólmundsson, Jón Jónatansson, S. B. Benedikts- son og voru allir sammála um þörf fyrirtækis- ins og fúsir á að styðja }*að, en mönnum sýndist dálítið sitt hverjum um aðferðina. Að síðustu bar J. J. Bildfell fram eftirfylgjandi tillögu, sem Guðmundur Bjarnason studdi: 1. Að stofnað sé nú í kvöld á þessum fundi, deild, er nefnist “Winnipeg-borgar deild í Sögufélagi íslendinga í Vesturheimi”. 2. Að skrifari fundarins riti niður nöfn þeirra, sem sem ganga í og stofna deildina. 3. Að kosin sé nú 7 manna bráðabirgða- nefnd, er semji frumvarp til stofnlaga fyrir deildina, gangist fyrir að fá fleiri meðlimi í fé- lagsskapinn, kalli saman fund, eins fljótt og auðið er, til að samþykkja stofnlögin og gjöri aðrar nauðsynlegar ráðstafanir til að koma mál- efni deildarinnar í heppilegt horf.” í nefndina voru kosnir: séra B. B. Jónsson, D.D., séra Rögnv. Pétursson, Jón J. Bildfell, séra H. J. Leó, séra J. P. Sólmundsson, séra Rún- ólfur Marteinsson og Stefán Einarsson. Ágúst H— “Dræ” Humor. Nú heilsa eg -heimspeking frægum Og hnegi mig — Sæll vert þú — heiðraði herra Ágúst, H.—“do you do?” Við þráum hér syðra að sjá þig og setjast hjá þér í “bíl” og hlusta’ á þig, Herra Ágúst H.—“do you feel?” pað er svo hressandi, heilnæmt, og heimskuna dæmir í bann, að hafa þig hjá okkur Ágúst H.—lærðan mann. peir, sem að þekkja þig, vita, þegar að komið er haust heldur þú heimleiðis, Ágúst H.—vaðalaust. K. N. Sú prófun ER SEGIR SEX erbökunarprófunin Engar tvær uppskérur, eru eins. Jafnvel ekki sama teg- undin, ræktuð í sömu moldinni, því sérihver uppskéra hveitis, toer að einhverju leyti menjar veðráttunnar, sem hún óx í. Margar aðferðir eru reyndar, en -bökunarprófunin er sú eina, sem aldrei’ bregst. ROBIN HOOD FLOUR pJÓNUSTUDEILD býður yður að verða aðnjótandi hinna vísindalegu upplýsinga, sem hafa leitt í ljós hina ævarandi yfirburði Robin Hood ihveitisins. Látið oss vita um ibökunarerfiðleika yðar, og -efnarann- sóknastofa vor, mun þegar ráða fram úr þeim. Engar fkvatir fyrir yður. i— Aðeins viljum vér vita um örðug- leika yðar og hjálpa yður til þess, að ráða ibót á -þeim. Til þess er þjónustu- deild vor stofnuð. Skrifið þegar í dag. Trygg-infr.—1 staSinn fyrir poka af Robin Hood Flour, 24. punda e!5a þyngri, sem búi? er aS eytia nokkru úr, látum vér yöur fá annan fullan i þeim tilfellum, sem kon- unni hefir ekki hepnast bökunin eftir þrjár tilraunir. ROBIN HOOD MILLS LTD MOOSE JAVV, SASK. Ástœðurnar fyrir því aB hugur íslenzkra bænda hnegist til Canada 52 Kafli. 1 undanfarandi greinum hefir verið reynt að skýra frá með sem. allra fæstum orðu‘m, stavháttum Vesturlandsins- Þótt á margt hafi verið drepið, er samt, ein3 og gefur að skilja fjölmargt þýð- ingarmikið, sem enn hefir eigi verið minst á nema þá að litlu leyti. Landbúnaðar og iðnaðar- ástandinu, hefir verið að nokkru lýst, þótt enn megi að sjálfsögðu bæta nokkuð mikilu við eins og vænta má, þar s-em u'm er að ræða jafn feykilega víðáttu sem Vesturfylkin. Að því hefir verið vikið í hinum f.yrri greinum, hvílíkt ógrynni af linkolum væri að finna í Alberta fylki. Reynslan hefir fyllilega sannað að flestar tegundir þeirra kola eru ágætar til iðnreksturs og heimilisnota og þarf Vestur- landið því á engan hátt að kvíða kola-skorti, því um 'lítt Iþrjótandi byrgðir er þar að ræða. Hitt hef- ir almenningi eigi verið jafn ljóst, að ótæmandi harðkola- námur væri þar að finna er að engu leyti stæðu hið minsta að baki harðkolanámunum frægu í Pennsylvania- En þó er svo komið nú, að um ekkert þarf lengur að efast í þessu efni. í efri hluta Peace River héraðsins hafa fundist harðkolanámur svo góðar, að jafnast munu fyllilega við þær allra bestu sunnan lín- unnar- Og það sem meira er um vert er það, að námafræðingar segja að þar sé um feykilegan kolaforða að ræða. Eins og flestar, eða allar aðrar þjóðir, þráir hin unga canadiska þjóð, að verða eins efnalega sjálf- stæð og framast má verða. En verulega -sjálfstæð er hún ekki í þessum skilningi, meðan hún verður að reiða sig á eriendan kolaforða, minsta kosti að því er harðkolin áhrærir, eins og raun hefir orðið á í liðinni tíð, þar sem hún hefir að meira eða minna leyti orðið að treysta á aðflutt kol, þótt frá nágranna þjóð væri. Bandaríkja þjóðin telur yfir hundrað miljónir íbúa, og stóriðn- aðurinn þar krefst eins og gefur að skilja, feykilega mikilla kola- byrgða. pað eyðist alt sem af er tekið. pótt harðkolanámur Banda- ríkjanna sé auðugar, þá er þó vit- anlega eigi alllítið farið að ganga á þær- Þess dags þyrfti, ef U1 vill, ekki ilengi að bíða, að Banda- ríkjastjórn bannaði með öllu kola útflutning þaðan. í því falli yrði Canada að sjálfsögðu að spila upp á eigin spítur- Ekki er ráð nema í tíma sé tek- ið, segir gamla máltækið. Með það fyrir augum, 0g nú þegar fullsannað að hér er að finna góð harkol, þarf viitanlega ekkert að óttast í þessu efni. Alt, sem gera þarf, er að hefjast nú’ þeg- ar handa, ganga hreint til verks og taka að vinna námur þessar nú þegar og í það stórum stíl, að þjoðin þurfi ekki lengur að treysta á innflutning er'lendra kola. Holt er heima hvað. Það hefir sjald- an reynst heiiiavænlegt, er til langframa lætur, að seilast langt yfir skamt, ekki sízt er til þess her litla eða enga nauðsyn. f þessu efni er það nú þegar sann- að, að kolanámur Vesturlandsins, geta eigi aðeins fulinægt þörfurn Vesturfylkanna fjögra, igæitu vafalaust drjúgum miðlað Austur-Canada af auðlegð sinni, bæði hvað viðvíkur linkolum og harðkolum- Því fyr sem gengið verður til verks við að vinna harðkolanámurnar í Peace River héraðinu þess Ibetra. Við það skapast vellaunuð atvinna handa þúsundum og tugum þúsunda manna, jafnframt því, sem trygð- ur verður nægilegur kolafortii þjóðinni ti-i handa- Þeir, sem æskja frekari upp- lýsinga um Canada, snúi sér til ritstjóra Lögbergs, J. J. Bildfell, Columbia Building, Cor. William og Sherbrooke, Winnipeg. Frá Gimli. “Lífið er mikið líkt, ef gáum: Ijósi er þykir brenna of fljótt, eða kvikmynd, er vér sjáum augnablik, og kverfur skjótt.” Þ. og B. pessi vísa skáld-sins kom í huga minn 30. júní síðastl-, þegar eg einn gekk heim, að enduðu hinu árlega skógargildi Lúterska sunnudagsskólans hér á Gimli, sem haldið var í skemtigarði bæj- arins kl. 2- e.h. Samkoman þótti mér skemtileg, þó hún væri ekki umfangsmikil. Undir eins og eg kom inn í garðinn voru mér boðn- ir ísrjóma-stiklar, (ekki samt til að kaupa), en þá vildi eg ekki, né kalda drykki, en spurði eftir hvort nokkurs&taðar væri kaffi á ferðinni, Eg hafði varla slept orð- inu fyr en presturinn S- Ólafsson kom með sinni vanalegu alúð, er honum er sérlega eiginleg, fór með mig á grasbala, þar sem kona hans, nokkur hiluti skólabarnanna. og kennaranna var samankominn. par var blessuð kaffikannan & ferðihni, ekki ósköp slóð&leg í snúningu'm; grét hún fögrum gleðitárum, bæði vegna dagsins og gestanna. Eftir að hafa drukkið hálfan 5ta kaffibolla af ágætis kaffi, og þakkað fyrir mig, gaf eg mig út í sollinn og glauminn, og þannig leið tíminn, þar til kl. 4% þá kom fyrir dálítið skemtilegt at- vik, tilbreyting frá því, sem var að gerast í garðinúhí- Skýin fóru að halda s'kýja-giildið sitt. pau fóru að tala saman með þungum drunum og sméllum; því næst jusu þau regninu í stór- um dembum niður yfir garðinn og alt í kring. Var þessi aðferð him- insins, að mér fanst, til að minna okkur á, að við fullorðna fólkið værum þó ennþá máttvana börn hins mikla kraftar, sem að guð hefir stöðugt í hendi sinni, og sem nú skipaði öllum strax undir þak í byggingu garðsins, og allir á augabragði hlýddu eins og auð- mjúk og hlýðin börn, svo enginn sást úti þar til ileyfið var aftur fengið, jOhætt að jrigna). Þá skein sólin svo mild og blíð úi- skýjum og betri heimi; Wlýleiki kveldsólarinnar andaði svo blið- lega, að vanga mínum, að besta vinarhendi hefði tæplega snert hann betur- pað var á leiðinn heim, sem eg tók eftir því, að ein af hinum al- gengu dýrðlegu kvikmynda'sýn- ingum byrjaði. Hvítu skýin hlóð- ust saman hingað og þangað á heiðbláu himinhvolfinu, eins og væru það dyngjur af vel þveginni hvítri ull. — pessar dyngjur greiddu úr sér alla vega, og skiftu á tiltöluiega stuttum tíma stöð- ugt iögun sinni. Stundum voru það landdýr af ýmsum tegundum og sjódýr af ýmsum stærðum- Stundum voru það tröllkarlar á- kaflega ófríðir í andliti og skrítn- heldur

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.