Lögberg - 19.07.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.07.1923, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN JÚLI 19. 1923, Jögbecg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.jCor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talsímart Pí-6327 <>ú N-6328 Jón J. BfldfelL, Editor btanAakrift til blaðsins: TlfE COLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnlpeg, Utanáskrift ritstjórans: EDiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnlpog, M«n. Tha '‘L.ófrborK*’ la printed and publiahed by Ths Oelumbla Preaa, Llmttsd, ln ths Columbta Block, SSS t» SI7 Bhorbrooks gtreet, Wtnntpog, Manltoba Hvað lengi ? Hvað lengí skyldu menn þurfa að búa við aðra eins óhæfu og framin var af afturhalds Senatorunum í efri málstofu þjóðþingsins í Canada nú fyrir nokkrum dögum, >egar þeir feldu f járveitingu, er nam $28,000,000, sem neðri deild þingsins hafði samþykt eftir ósk formanns þjóðj árnbrautanna í Cánada og meðverkamanna hans. pessi upphæð átti að ganga til þess ýmist að framlengja hliðarbrautir, sem liggja frá aðal- brautunum hér í Vestur Canada, eða þá að byggja nýja járnbrautarstúfa til bygða, er liggja í fjar- lægð við aðalbrautirnar. í fljótu bragði er ekki gott að átta sig á þessu tiltæki Tory-senatoranna í Ottawa. Eitt af lífsspursmálum þessa lands er að fá dugandi menn til þess að byggja hin óbygðu lönd Vesturlandsins. En til þess það sé hægt, þá verða samgöngurnar að vera þolanlegar. þett-a var og er þessum Senatorum kunnugt. peir vissu líka, að það voru þúsundir bænda hér í Vestur-Canada, sem hafa verið að bíða eftir þessum brautum í fleiri ár, og hafa í þeirri von, að þörf þeirra yrði fullnægt við fyrsta tækifæri, flutt búsafurðir sínar óraveg til markaðar. Nú hafa þessir Senatorar, sem sitja þarna austur í Ottawa í lífstíðar embættum og lifa á svita mannanna, sem vinna dag hvern á ökrum sínum langt frá öllum samgöngutækjum, eyðilagt þessa von þeirra og gert þeim illkleift að hafa ofan af fyrir sér eins og sakir standa. En þegar vér vitum, að foringi þessara manna — foringi afturhaldsflokksins í Canada, Hon. Arthur Meighen— reyndi til þess að spilla fyrir framgangi þessa máls í neðri málstofunni, þá sjáum vér hvaðan þessi alda er runnin og hvort það er hagur borgara landsins, eða það sem þessir menn halda að sé hagur afturhaldsflokks- ins, sem ræður athöfnum þeirra og atkvæði. það eru víst engir flokkar eða einstaklingar, að undanteknum afturhaldsflokknum og ef til vill Canadian Kyrrahafsbrautar félaginu, sem ekki fordæma þetta ódæði afturhalds Senator- anna í Ottawa. En það er til lítils að fordæma. þeir, þessir herrar, sitja í embættum sínum eftir sem áður sér til vanvirðu og réttsýni góðra manna til erg- elsis, og brosa að öllu umstanginu, því það er ekkert afl til í landinu, sem megnar að koma fram ábyrgð á hendur þeim fyrir þessar ráðstafanir þeirra, né heldur nokkrar aðrar. Stjórnarskrá laudsins skipar svo fyrir, að þeir skuli þama settir, og að þeir skuli þar sitja eins lengi og lífið endist, hvort heldur að landslýðnum líki það betur eða ver. Og því ákvæði stjóraarskrár- innar er ekki hægt að breyta né fá breytt, nema þinginu á Bretlandi þóknist að gera það, eða þá að það veiti stjórninni 1 Canada rétt /til þess. Skaðabótaniálið og Frakkar. Meiri vandræðum en nokkuð annað, hafa skaðabótakröfur samherja valdið í Evrópu. Ákafi Frakka til þess að knýja pjóðverja til að borga stríðs skaðabæturnar, hefir fylt alla hrolli og óhug. Sú óskiljanlega afstaða Poin- caré að vilja heldur hlaða skuld á skuld ofan á hina frönsku þjóð, sem mönnum kemur saman um að nú séu orðnar svo alvarlegar, síðan að Frakkar fóru á ný með her manns inn í pýzka- land, að þjóðin geti alls ekki risið undir þeim til lengdar, heldur en að ganga að þeim borgunar- samningum, sem þýzka þjóðin kveðst fær um að uppfylla. petta er því ömúrlegra, sem þjóðunum báð- um er full-ljóst, að framtíðar velmegun þeirra er komin undir góðu samkomulagi þeirra á milii og vingjarnlegum verzlunarviðskiftum. Og Ev- rópu þjóðunum öllum er líka Ijóst, að afkoma og velferð Evrópu er undir því komin, að friður og eining komist á á meðal þjóðanna allra. Með óhug og kvíða hafa þjóðirnar horft á aðfarir Frakka í Ruhr, vitandi það fyrirfram, að þeir gátu ekki bætt hinar efnalegu kringum- stæður sínar með þeirri aðferð. Samt hafa þær setið hjá og horft á í fleiri mánuði. Nú virðist málið komið í það horf, að þetta megi ekki ganga svona lengur, ef menn vilja forðast gjaldþrot á Frakklandi, borgarastríð í pýzkalandi og vo(n-í leysis örbirgð yfir alla Evrópu. ) Páfinn í Róm hefir nýlega ritað opið bréf, þar sem hann skorar á Frakka í mannúðarinnar nafni, að fara með her sinn heim úr pýzkalandi. Forsætisráðherra Breta, Bafdwin, hefir nú rétt nýlega krafist hins sama á þingi Breta fyrir hönd þjóðar sinnar. En hvað segja Frakkar? þeir segjast við- urkenna vald páfans til þess að Játa til sín taka í hinum andlegu málum manna, en homim komi hin veraldlegu málin ekkert við. v - Áskorun Breta taka þeir vingjarnlega á yf- irborðinu, en halda samt áfram uppteknum jhætti. H Hvar á þetta að lenda? Annað hvort í blóð- ugu stríði, eða þá að þjóðiraar verða að láta Frakka fara úr Rínárdalnum nauðuga viljuga. paÖ ættu heldur ekki að þurfa að vera nein neyð- arkjör fyrir Frakka. peir eru búnir að reyna að knýja fé út úr pjóðverjum með valdi og eru engu ríkari nú en þeir voru, áður en þeir fóru að heiman. En þeir hafa máske átt sinn þátt í því, að pjóðverjar eru skýlaust búnir að viðurkenna skyldu sína í að bæta skaða þann, sem stríðið olli, eftir mætti, og gjört það boð, sem flestum sanngjörnum mönnum finst að til grundvallar megi leggja til nýrra skaðabóta samninga. f— Tilboð það hljóðar svo: Að stjómin á pýzkalandi skuldbindur sig til þess að borga árlega, eftir fjögur ár hér frá, 60,000,000 pund sterling, og býðst til þess að s^tja járnbrautir ríkisins í pant fyrir 25,000,000 punda sterl. árlegri borgun, viðskiftahagnað rík- isins fyrir öðrum 25,000,000 pundum, og part af tolltekjum landsíns fyrir 10,000,000 pd. sterl. árlega, eftir hin tilteknu fjögur ár. Að nefnd hagfræðinga verði sett til þess að komast að raun um og ákveða, hvað stóra upphæð Pjóð- verjar væru færir um að borga, og svo skyldu þessar árlegu 60,000,000 sterl.punda - borganir halda áfram unz skuldinni væri lokið. En Frakkar skella skolleyrum við öllu, líka þessu tilboði, og halda áfram að leggja iðnaðar- borgir pjóðaverja undir sig í Ruhr. Fyrir nokkrum árum tóku pjóðverjar sér það fyrir hendur, að bjóða öllum stórþjóðum heimsins byrginn og þóttust góðir fyrir sinn hatt. — Skyldu Frakkar ætla sér hið sama nú? Skyldu þeir ætla að segja “við höfum nú styrk- inn og valdið. Hví ættum við að vera að fást við samningsbrali — við höfum herinn og byss- urnar, iátum það ráða úrslitum.” Hreyfingarleysi. Fyrir nokkru síðan var eg að blaða í riti einu, sem pósturinn var svo góður að færa mér. par voru sögur, kvæði og ritgerðir um ýmislegt. Eg fletti blöðunum og leit á fyrirsagnirnar, eins og mér oft hættir við. pá varð eftirfylgjandi dæmisaga fyrir mér: pað var einu sinni fésýslumaður og hann var þreyttur, þó eg hafi aldrei getað gert mér grein fyrir því hvað það er, sem gerir þreyttan fésýslumann þreyttan. En þessi maður var í raun og sannleika þreyttur. Hann fór til lækn- is. Læknirinn hlustaði eftir hjartaslögum hans og þreifaði á Iífæðinni og mælti: “pú verður að fara að hafa útihreyfingar.” Svo þessi þreytti maður gekk í “Golf”- klúbb, sem kostaði hann fimm hundruð “shek- els” og tvö hundruð shekels meira í ársgjald. Svo keypti hann sér knetti og verkfæri til þess að slá knettina með. Og í hvert sinn, sem hann sló knöttinn, mátti hann verða af með dollar, því knötturinn fór ekki rétta boðleið svo hann týndist, og þá hreyfingu, sem maðurinn fékk ekki sjálfur, fékk fylgisveinn hans við að leita eftir knöttunum. Og hann keypti bifreið, til þess að ferðast til leikvallarins og frá leikvellin- um og heim. Við þessa útvist og Ieikmensku minkaði blóðþrýstingurinn og með honum pen- ingarnir, sem hann átti á bankanum. Svo var það dag einn, að hann meðtók bréf, sem var skrautlegt á að líta. pað var frá banka- stjóranum, og tilkynti það honum, að jafnaðar- talan á reikningnum hans væri rituð með rauð- um tölustöfum. Hann flýtti sér í bankann og gekk úr skugga um, að það kostaði ekki mikið að gefa eigin handar víxil, að það var furðu létt að selja hann, en erfitt að borga hann að þrjátíu dögum liðnum. Hann fór að verða órólegur og blóðþrýst- ingurinn óx á ný. Svo fór hann að tala um þetta við konuna sína, sem var greind og athugul kona, og hún spurði: “Hvað er langt í kring um leikvöllinn ?” “Hann svaraði: “Hér um bil fimm mílur vegar, ef maður telur ekki nítjánda áfangan.” “Hvað langt er frá heimilinu okkar og til leikvallarins?” spurði hún. Hann svaraði: “Nálægt tveimur og hálfri mílu.” Hún svaraði: “Svo þú fórst að kaupa bif- reið til þess að aka í henni fimm mílur, til að geta gengið aðrar fimm?” ‘preytti maðurinn fór að hugsa alvarlega um sakiraar. Svo seldi hann bifreiðina, og seldi félagaskírteini sitt í “klúbbnum”, og hann og konan hans gengu á milli heimilis síns og leik- vallarins, og það hresti hann eins mikið og að hann hefði gengið fimm mílur í kring um leik- völlinn. Og hann sagði: “Á morgun skulum við ganga jafnlangt í aðra átt.” Dagin eftir gengu þau í aðra átt en þau voru vön. pau töluðu saman, hvíldu sig saman og drukku svaladrykki saman. Og hann sagði: “pessi gangur æfir ekki á mér handleggina. En eg hefi hlújám og kart- öflugarð.” Svo hann og konan hans unnu í kartöflugarðinum. Blóðþrýstingurinn minkaði aftur og innieign hans í bankanum óx. Og hann sagði: “pað eru til menn, sem eiga að leika ‘golf’, en eg er ekki einn þeirra. Eg nýt æfingar þeirrar, sem það veitir á annan og ódýrari hátt. pví það er lítið vit í fyrir mig að halda bifreið, til þess að flytja mig fimm mílur á stað, til þess eins að ganga þar aðrar fimm mílur.” Og ef blóðþrýstingurinn heldur áfram að minka, en innieign hans í bankaum að vaxa þá fer Hann máske aftur að leika “golf.” Bœkur sendar Lögbergi. “Aumastar allra”. Eftir ólafíu Jóhanns- dóttur. Bók þessi, sem er 102 bls. að stærð, í séxtán blaða broti, er fyrst rituð og gefin út á norsku, og síðan þýdd af höfundinum og gefin út á íslenzku. af Arthur Cook. Prentuð í prent- smiðju Odds Björnssonar. Akureyri. 1923. Um bók þessa ætlum vér ekki að tala frá listarinnar sjónarmiði. Hún er ekki rituð til þess að vera neitt listaverk. Hún er miklu frem- ur kærleiksverk. Fyrst og fremst sýnir hún eina af dætrum þjóðar vorrar, sem af meðaumkvun- ar tilfinningu og kristilegum kærleika til þeirra systra sinna, sem lægst eru fallnar í mannfélag- inu, helgar bezta part æfi sinnar því háleita takmarkí að hjálpa þeim og reisa þær á f»tur. f öðru lagi er hin hrytlilega afleiðing sið- leysisins og kynsjúkdóma, sem því fylgja, sýnd í bók þessari í sinni ægilegu mynd, og hér ekki um neinar getgátur að ræða, því höfundur bók- arinar þekkir persónulega hvert einasta atriði, sem þar er dregið fram. Hún tók þessa ófar- sælu aumingja mannfélagsins að sér, vakti yfir þeim, vann fyrir þeim og talaði um fyrir þeim, þegar þær áttu hvergi höfði sínu að að halla, ráfuðu úr einum syndasal í annan með vonleysi í hjarta og brostið viljaþrek. pað er sami kærleikurinn, sem knýr ólafíu Jóhannsdóttur til þess að bregða þessari mynd upp í íslenzku þjóðlífi, — kærleikurinn til systra sinna, tilraun til þess að vemda þær frá því að koma í þennan ægilega kvalastað. pví þó það væri sárt í Noregi að sjá saklausar stúlkur, með æskuroða í kinnum, verða óþokkum mannfé- lagsins að bráð, þá er þó enn sárara aS sjá þaS úti á fslandi. Bók þessi er hin þarflegasta hugvekja og hana ætti hver einasta íslenzk stúlka að lesa. “Dómar.” Eftir Andrés G. pormar. Reykjavík. 1923. petta er leikrit í fjórum þáttum, og fer fram á “galdraöldinni” í Skagafirði á íslandi. Aðal innihald rits þessa, er að sýna, hve ættar- drambið getur gengið langt, hvað kirkjuvaldið var miskunnarlaust og hve miskunnarlaust að foreldrar kröfðust hlýðnisskyldunnar af bömum sínum. Og er hvert eitt af þeim atriðum út af fyrir sig nægilegt efni í leikrit. Um jhlýðniskröfui Toreldra /til barna Sinria og hver endalok hún fær, sé úr hófi gengið, sýn- ir Jóhann Sigurjónsson í ósigri og endalokum Sveinunga í Bóndanum á Hrauni. par berst á kærleikur Ljótar til Sölvá og sjálfsmeðvit- und hennar gegn ofsafullri hlýðniskröfu Svein- unga. Hið sama á sér stað í Dómum á milli Regínu, sem ann pórólfi, fátækum t)g umkomu- lausum sjómanni, en bezta dreng, og föður hennar Kristjáns, sem krefst þess, að hún gangi að eiga son Sigurðar, sýslumanns Skag- firðinga, ólaf. Ást þeirra Regínu og pórólfs, eins og Ljótar og Sölva, er' svo sterk, að faðir Regínu ræður ekkert við. pá kemur galdurinn til sögunnar, og kirkjan dæmir pórólf, sem nátt- úrlega var saklaus, til'að brennast á báli. Ýmislegt hefir rit þetta til síns ágætis. Fyrst það, að það er skrifað fordómalaust. Hugsun höfundarins er í nógu miklu jafnvægi til þess að efnið njóti sín að fullu. Og er það ekki lítill kostur. Annað, að hugsunin er falleg, persónurnar sumar, eips og Regína, Erla, Agla og pórólfur, þróttmiklar og hreinar. Regína minnir á kvenskörunga eins og Unnur Djúp- úðgu. Hún er ákveðin og föst, hógvær og blíð- lynd: engir erfiðleikar ægja henni, og engin mis- gjörð er svo stór, að hún vilji ekki fyrirgefa hana.. Ýmislegt er vel sagt í riti þessu, svo sem þetta úr samtali þeirra pórólfs og Regínu, þeg- ar eldvargamir voru á hælum hans og hann er að tala um hefnd við Regínu og hún svarar: Regína.—Eg veit að þarf mikla sjálfsafneitun til að þola mótgeröir óvina sinna. En þetta myndi verða þyngsta byröin, sem hægt væri atS leggja á herSar mín- ar, og eg veit aö þú hlifir mér viö henni. éGrúfir sig aö honum; lokar augunumj.— Eg sé myndir. Eg sé mann og konu. Þeim hefir skilist, að liáleitasta lifs- takmarkið er, að geta hreinsaS sig aS allri óvild, öllu hatri, — aS geta fyrirgefiS i dauSanum, þeim, sem hafa gert manni mest rangt.—Eg sé sálir þeirra svífa í armlögum upp í gegn um blámóSu himinsins, og krjúpa meS fyrirgefningarbænina aS fótskör drottins. Lífið er svo lítils virði, saman boriS viS óend- anleik timans. Þögn. Skilningsleysi manna gerir það svo myrkt og , kalt. Þögn. Samt trúi eg þvi, að i lifi hvers manns komi sú úrslitastund, sem varpar skugga eSa birtu yfir eilífS hans. Þögn. . Standi sú úrslitastund nú yfir í lífi okkar, veit eg hvaS við eigum að gera, ef við erum fær um að fyrirgefa. Þögn. Þegar öll sund eru lokuð, eru Héraðsvötn ör- «ggur griðastaður. Þá geta menn hlegið kuldahlát- ur yfir heimsku okkar, — en ekkert skilur okkur að. Efni rits þessa hrífur huga lesandans og1 heldur honum föstum unz hann hefir lesið bók- ina á enda, sem er 120 bls. Samtölin eru eðli- leg, en það er meira í þeim af alvöru-þunga en hnytti-yrðum. En þrátt fyrir það mun leikur þessi áhrifamikill á leiksviði, og hann hefir það fram yfir sumt það, sem mönnum er nú boðið á leikhúsum, að hann vekur heilbrigðar hugsanir og skilur eftir fagrar myndir í huga manns. Bökunar árangur fulltrygður Léleg bökun sýnist tæpast hugs- anleg, er ekki svo? En jþví má ekki gleyma, að ihveiti er enginn verksmiðjuvarningur, heldur lif- andi fæða. pess vegna verður skiljanlegt, að veðráttufar og kringumstæður skapa mismun- andi bökunargildii hveitis. Til þess að tryggja að .Robin Hood Flour, sé ávalt eins, höfum vér efnastofu og gerum tilraunir með toökun.i pess vegna fylgir Ro/biin Hood engin óvirkn. Látið þjónustudeild vora ráða fram úr örðugleikuuum Jafnvel á ibestu iheimilum getur hökun brugðist. Skýrið þjónustudeild vorrí írá, ef svo er. Sérfræðingar vorir verða ekki lengi að ráða fram <úr örðugleikum yðar á vísindalegan hátt. Alveg sama hvort þér notið Robin Hood eða eitthvað annað mjöl. pjón- ustudeild vor veitir upplýsingar með jafnmikiWi ánægju ihvort sem er. iSkrifið í dag. Trygging.—1 staílnn fyrir poka af Robin Hood Flour, 24. punda eða þyngri, sem búið er að eytSa nokkru úr, látum vér yður fá annan fullan í þeim tilfellum, sem kon- unni hefir ekki hepnaat bökunin eftir þrjár tilraunir. R0BIN H00D MHLS LTD MOOSE JAW, SASK. Ástœðurnar fyrir því aö hugur íslenzkra bænda hnegist til Canada En slíkt er meira en fullnægjandi til ræktunar hvaða korntegundar sem vera vill í Vestur-iCanada- Og víða þarf langtum minni raka. 53 Kafli. Nú skal lýst að nokkru lofts- lagi í Manitoba. Hér um bil fyrsta spurningin, sem brýst fram af vöru'm hins væntanlega innflytjenda er sú, hvernig veðr- áttufarinu sé hagað. Sú skoð- un er ærið almenn meðal þeirra er ekkert þekkja tfl, að iveðráttan í Manitoba sé alt annað en á- kjósanleg. Ef það er rétt, að í mjög breytilegu loftslagi, tapi fólk áhuga á vinnu, verði dapurt í lund og viljalaust, sem fáir munu í móti mæla, þá er hitt engu síður ómótmælanlegt, að á þeim stöðum, þar sem fólkið er hraust og fult af starfsfjöri, hlýtur veðráttufarið að vera gott og slíkt gildir pinmit um iMianitoba- Þess vegna er það víst, að Manitoba já eitt það heilsusamlegasta veðráttufar, sem hugsast getur. Ipví verður að vísu ekki neitað, að í Manitoba sé nokkuð breyti- leg veðrátta, stundum 40 stiga frost að vetrarlagi, en yfir 90 og einstaka sinnum frá 95—100 stiga hiti á sumriu. En vetrarnir, þó nokkuð sé kaldir, eru heiðbjartir svo að segja frá upphafi til enda, og mjög litið um storma- Sól skín þvínær altaf í heiði og þess vegna er það, að fólk finnur til- tölulega lítið til kuldans. Maður heyrir innflytjendur frá Eng- landi,, Bandaríkjunum og íslandi, iðuglega tala um það, hve mikið þeim falli betur vetrarnir ’hér en heima- pess ber líka að gæta, að á tiltölulega fáum stöðum stíg- ur frostið eins hátt, og um hefir verið getið, og stendur sjáldn- ast nema örlítinn tíma í einu. Þegar ofsahitar koma að sumr- inu þá vara þeir sjaldnast nema fáar klukkustundir og næturnar eru því nær undantekningarlaust svalar og hressandi. Yfirleitt má svo að orði kveða, að heiðskírt sé í iManitoba meginhluta ársins. í meðalári er -því sem næst 2175 klukkustundir af sólskini; regn- fallið nemur 15 og hálfum þuml- ungi, en. snjófall 52 þumlungum. Nemur vatns, eða raka framleiðsl- an því hér um bi.1 21 þumlungi. Kornrækt. Sem akuryrkjuland, varð Mani- toba fyrst heimsfrægt fyrir hveiti framleiðsluna. Sólskinsdagar og svalar nætur, hafa hjálpast til að framleiða í fylkinu það á- gætasta hveiti, sem þekst hefir, og er mjöl úr “Manitoba Hard fWheat” isvo fullkomið, að það skarar fram úr öllum öðrum teg- undum. Hin óviðjafnanlegu skilyrði fyrir arðsamri kornyrkju í Manitoba, hafa frekar öllu öðru dregið athygli annra þjóða að fylkinu. Þótt griparækt sé hér mikil og oft arðvænleg, þá er hitt þó víst, að meiri hluti inn- flytjenda, rennir fyrst vonar- augum til kornyrkju héraðanna, þar em arðsvonin er mest- Jarðvegurinn í Vestur Canada, hefir þegar nokkuð verið lýst. Landið er mælt út í það, sem kall- að er sections. Hiver section inniheldur 640 ekrur, og bújarð- ir geta verið heil eða hálf seoti- on, fjórðungur úr section, eða jafnvel minni Hálf section er jafnaðarlega talin æskileg stærð á bújörð. Landneminn byrjar á því að ibrjóta og plægja landið, með plógum, sem uxar eða hestar ganga fyrir, eða þá með gufu- plógum — Tractors. pví næst er spilda sú, er sá skal í herfuð, óg fylgir þar á eftir sáningin. í land það, er reiðubúið er til sán- ingar um miðjan maí mánuð eða svö, má sá hveiti; en höfrum byggi og faxi, má sá þangað tii í júníbyrjun- Yfir sumarmán- uðina, eftir að sáningu er lokið, heldur landneminn áfram með að brjóta meira af landinu og ’búa það undir næsta árs uppskéru. Einnig girðir hann þá inn beiti- lönd, ibyggir hlöður og fjós og grefur brunn. Hafi hann eitt- hvað afgangs af tímanum og sé í peningaþröng, vinnur ’hann eitt- hvað fyrir nágranna sína og afl- ar sér þannig aukatekna. Afaráríðandi er fyrir nýbyggj- ann, að reyna að útvega sér eitt- hvað af gripum, þegar fyrsta misserið, sem hann býr á land- inu, jafnvel þótt efnin leyfi ekki nema eina kú eða svo, og dálítið af alifuglum. Eins ætti hann MENNIRNIR SEM VÉR KÖLLUM HEPNA SUMIR eyða fljótar peningum sínum en þeir afla sér þeirra. Svo þegar tækifærið kemur, þá geta þeir ekki sint því, og í blindni sinni álíta sig óhepna. Framfaramaðurinn horfir fram í tímann—og smábætir við innlegg sitt í bankanum.—Og þeg- ar tækifærið kemur, er hann fær um að færa sér það í nyt—gerir það og nýtur svo ávaxtanna. Hann er oft talinn að vera “heppinn” — pað var ekki hepni, heldur útsjón. Ert þú tilbúinn að mæta tæki- færum, sem bjóðast? THE ROYAL BANK OF CANADA Höfuðstóll og Viðlagasjóður ....... $ 41,000,000 Allar eignir ..................... $512,000,000

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.