Lögberg - 19.07.1923, Blaðsíða 5

Lögberg - 19.07.1923, Blaðsíða 5
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN JCLÍ 19. 1923. j Bls. 5 að rækta dálítinn matjurtagarð, með :því að slíkt veitir hreint ekki svo lítinn búbæti. í júlímánuði byrjar venjulega heyskapurinn, og þá slær nýbygg- inn heimaland sitt, eða leigir heyskaparlnd hjá nágrönnum sín- u'm, .ef hans eigið nægir ekki- ■pegar fram í ágústmánuð kemur, fer uppskéran að byrja, og sé að- eins um litla akurbletti að ræða, vinnur nýbyggi þá venjulega sjálfur, en komist hann ekki yf- ir það, skiftir hann við nágranna sína á vinnu, fær þá til að hjálpa sér og veitir þeim aftur síðan til- svarandi hjálp. Þegar til þresk- ingar kemur fá nýbyggjar mann, sem á þreskivél, til að þreskja fyrir ákveðið verð á bushelið, er kornið síðan flutt, að undantéknu fóðri, til markaðar, þar sem eig- andi getur þegar komið því í pen- inga, eða ef hann vill heldur senda það í vagnhlössum tíl korn- hlaðanna í Fort William eða Port Arthur. í því falli að hann sendi korn- ið, fær hann viðurkenningu fyrir flokkun þess og máli, og getur gegn þeirri kvitteringu fengið lánaða peninga á hvaða banka sem vera vil'l, og getur síðan selt það á markaðsverði, hvenær svo sem að hann helst kýs. Hvers árangurs má bóndinn vænta sér af akuryrkjunni? SVDeðal uppskéra í Manitoba, er því sem næst 18 bushel af ekrunni, það er að segja af hveiti- Þetta er allmiklu lægra en í rnörgum Noorðurálfulöndunum, en hinu má jafnframt ekki gleyma, að þar eru víðast að eins smaár spildur undir rækt, en í Vestur- Canada, eru víðáttumiklar lend- ur ræktaðar og eftirtekja bónd- ahs hér því margfalt meiri. Af höfrum fást að meðaltaii 33 bus- hel af ekru hverri, en 24 af byggi. Auka má framleiðsu allra þess- ara tegunda til muna, ef nær- gætni er viðhöfð, að því er rækt- unina snertir. Með núverandi verði korntegunda, er ekki ósann* gjarnt áð ætla, að uppskéran af nýju landi, muni því sem næst samsvara landverði. Þeir, sem æskja frekari upp- lýsinga um Canada, snúi sér til ritstjóra Lögbergs, J. J. Bildfell, Columbia Building, Cor. William og Sherbrooke, Winnipeg. Til Sauðfjárœktar- manna. Hér með tilkynnist, hvað Man- itoba Wóolen Mills framleiðir af tóskap: Það kembir ull, stopp í teppi, spinnur og tvinnar band tvi til fjór þætt, vefur rekkjuvoðir og aðrar þykkar ábreiður, voðir fyrir verkamanna milliskyrtur, vaðmál (mackinawj, fæst það í álna tali; yfirhafnir tilbúnar, einni^ efni i buxur; dúka fyrir drengjaföt eða þau tilbúin; vetlingar og sokkar prjónaðir. — Vélar fyrir annan prjónaskap hefir verksmiðjan ekki að sinni. Til þess að svara eftirspurn er mér hefir borist bréflega og einnig i viðtali við menn, um að fá dugg- arapeysur með tvöföldum kraga prjónaðar úr bandi sínu, þá hefi eg komist í kynni við verksmiðju i Winnipeg, sem slíkt görir; skýri frá því síðar, hvað mér getur á- gengt orðið með að ná rýmilegum kjörum við það að koma slíku í framkvæmd. Til þeirra, er gjörast vilja hlut- hafar, er nú< eigi á hendi hafa meiri ull, en til eigin þarfa, þá geta þeir sent hana til verksmiðjunnar og verður þar úr henni unnið hvað af því ofangreinda, er hlutaðeig- andi óskar; nær það einnig til þeirra, er ull hafa keypt eða hafa á hendi, en vilja koma henni í band eða eitthvað annað. Band Guðjón Ágúst Jóhannsson Fæddur 20. ágúst 1867. Dúinn 11. maí 1923. Guð, attur hcimur, eins í lágu og háu, Er opin bók, um þig er frœðir mig. Já, livcrt eitt blað á blómi jarðar smáu, Er blað, sem margt cr skrifað á um þig. v. B. Þann n. maí síðastliðinn andaðist að 504 Agnes St. í Winnipeg, Guðjón Agúst Jó- hanrisson. Ágúst heitinn var fæddur 20. ágúst, 1867, í Kefla- vík, Gullbringusýslu á Islandi. Foreldrar hans voru: Jóhann Vilhelm JakobsSon og Jóhanna Jónsdóttir. Bjuggu þau allan sinn búskap í Keflavík. Árið 1887 fluttist Ágúst til Ameríku og settist að í bænum Sayreville^New Jersey. Árið 1889 giftist Ágúst Hólmfriði Guðmundsdóttur frá Haga í Grímsnesi, Árnessýslu, dáin 31. janúar 1896. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, stúlku, er dó i æsku, og sonar, er heitir Haraldur Vilhelnr, giftur Miss Louise Frankton, búsett hér í Winnipeg. IHaraldur vinnur í Canadian National Railway Shops fOxy Acetylene Welder.J Arið 1898 giftist Ágúst í annað sinn, Miss Margréti Páls- dóttur frá Vallarhúsum í Kirkjubólshverfi á Suðurnesjum. Fluttu þau hjón frá Sayreville, N. J.,'til Winnipeg, árið 1904, og liafa dvalið hér síðan. Fjögra barna varð þeim auðið, og mistu eitt af þeim, stúlku 14 mánaða. Jóhannsson eftirlætur ekkju og fjögur börn á lífi, sem öll dvelja hér í Winnipeg: 1. Haraldur, sem áður er getið. 2. Hólmfriöur, M. E., gift Konráð Jóliannesson, einum af þeinr frægu Falcons, sem flestir kannast við. Hann starfar fyrir fylkisstjórnina í Manitoba. 3. Páll Jakob, sem er bókhaldari fyrir Beatty Bros.. Pump Manufacturers, 4. Lillian Rose ("15 áraj og er þetta annað árið hennar á miðskóla. Ágúst heitinn vann í mörg ár fyrir Paulin Chambers Biscuit Company hér i borginni. Siðustu fimnr og 'hálft ár vann hann 'hjá Manitoba Free Press Engineer. — Hann var rnaður kapp- samur og ötull við vinnu. Glaðlyndur var hann, stefnufastur, en Jk') bjartsýnn í skoðunum. Vel þenkjandi og guðelskandi. Vinafastur og vinavandur. Honum var ant um fjölskylduna, að henni gæti liðið vel. Þessu til sönnunar, að eg segi ekki of mikið, vil eg geta ]>ess, að frá þvi hann varð að hætta verki hjá Free Press, og til þess tima sem hann var burt kallaður úr þessum heimi, fékk hann fult kaup hjá Free Press. Þeir, sem með honum lröfðu unnið, skiftu á milli sín hans verki. Slíkt mun vera fágætt. Ágúst heitinn tók sjúkdómslegunni með rnestu stillingu, treysti drotni og læið rólegur eftir því, sem koma átti. Dr. Brandson stundaði hann, og lét honurn líða eins vel og unta var. Sjúkdómurinn var krabbi innvortis, og lá hann réttar sjö vikur. Útfarar athöfnin fór fram frá Fyrstu ’lút. kirkjunni 15. maí undir umsjón Mr. A. S. Bardal. Var hann jarðsunginn af séra Birni B. Jónssyni, D.D., í Brookside Cemetery. Eg vil enn á ný endurtaka ]iakklætið, sem blöðin hafa áður flutt í santbandi við þetta, öllum þeim, sem á einn og ann- an hátt sýndu innilega hluttekning með heimsóknum og fram- boðinní hjálp alla lcguna, og færðu honum blóm oft og mörg- um sinnum; það glæddi hans bjartsýni á almættinu. Þakka öll- um, sem heiðruðu hann með nærveru sinni við útfararathöfn- ina. Þakka honum, sem knúði frarn tóna orgelsins, og þakka þeim, sem sungu. Þakka útfararstjóranum fyrir aíla síua góðu framkomu; þakka unga manninum, Páli Bardal fyrir hans snildarverk. Og enn frennir votta eg mitt þakklæti til stúlkunnar Ástu Höskuld, sem stundaði Ágúst alla leguna með snild og frábærum viljakrafti. Eg og svo minnist Mr. B. J. Lindal, senr heimsótti hann tvisvar á dag alla leguna og færði honum oft blórn. Að síðustu vil eg minnast hjónanna, Mr. og Mrs. Péturs- son og systranna að 504 Agnes St., fyrir alla þá hjálp. sem það lét 1 té og umburðarlyndi, er það syndi við þann fólksstraum alla daga og langt frain á nætur. Að endingu þakka eg Mr. H. Skaftfeld fyrir alla hans umönnun og fvrirhöfn. Bið Guð að launa einum og sér- hverjum. Vertu sæll, vinur. Góða nótt. 629 Agnes Street. Þorbjörn Magnússon. er ekki hægt að spinna úr ull neins sérstaks einstaklings, hvorki með neinum sérstökum litum eða á neinn annan hátt. Vélar þær, er að þessu vinna, eru til slíks um of umfangsmiklar. Spinnarinn isnýr upp á 240 þræði á sama tíma; að því skapi er kembingarvélin stór- tæk. Um verðmæti ullar er þannig ákveðið, að hún er flokkuð eftir gæðunr og er verð hennar frá 18 cent pundið og upp ; en pund af bandi kemur til að kosta $1.25, hvert að er tvöfalt eður marg- þætt. Verðmæti á öðru hefir ekki enn verið á'kveðið. Band er hvitt, grákembt og á ýmsan annan hátt; einnig er band litað á hvern hátt, er fólk óskar. Til þess að gjöra fólki út um landsbygð hægt um að kynnast betur og sjá það er verksmiðjan starfrækir, hefi eg ákveðið að hafa til sýnis á sem allra flestum stöð- um, helzt öllum hvar nær til ís- lendinga, sýnishorn CSamplfij á þann hátt, er minstan kostnað hef- í för með sér, svo sem eg hefi nú þegar ráðstafað í nokkrum plássum. Að slrkt verður að sjá á pósthús- um eður x grend við þau, hjá á- vaxtasölum í smábæjum eður á annan hátt, þar sem þægilegt er fyrir almenning og umferð er al- menn. Og óska eg eftirbendingum frá velunnurum þessa fyrirtækis hjá hverjum sé heppilegast að koma því fyrir. Það er einnig aúglýsing og dregur viðskifti til smáverzlana, er slíkt á hendi hafa, því að fyrirhöfn fylgir því engin, þar eð sýnishorn þau verða með númeri og ákvæðisverði. Þeir er nokkuð vantar af slíku að panta, sendi sína pöntun til mín eða fé- lagsins. Þetta mun tilbúið og til framkvæmda sett á útlíðandi sumri, svo að kostur gefist þeim, er vilja ná sér í hlýjar verjur gegn vetrarkuldanum, tilbúnar úr þeirra eigin ull, án þess að blönduð sé með fifu eður öðru lakara.. Ákvæði félags þessa er að selja, framreidda vöru sína beint til þeirra, er hennar þurfa með, en sneiða hjá heildsöluhúsum, og einnig sem mest smásölum. Samt geta þeir verzlað með vöru þess með ákvæðisverði frá félaginu til j þeirra, er af þeim kaupa. Getur þar > af almenningur á- kvarðað um tilgang þess og gjört sér nothæf kjörboð þau, er síðar! verða birt öllum almenningi, því! hér er eigi um pukurs verzlun að j ræða. Eins og eg gat um síðast, þáj skrifa eg um framþróun félagsins í bæði islenzku blöðin, þar þau eru meir en fús á að birta það í dálk- um sínum félaginu til eflingar og sparnaðar, en viðskiftavinum sín- um til upplýsingar um hvað er að gjörast, sem komið gæti mörgum að gagni að vita um. Skirteini fyrir lupptokubeiðni í félagið, sem prentað er hér í þessu blaði, getið þér tekið úr, fylt inn og sent mér eða félaginu, og er yður þar i sjálfsvald sett, hve stóra þér viljið hafa hina fyrstu ársborgun á hlut yðar, eður’ láta það biða til næstu ullar uppskeru; greiðið þér þá tvo-þriðju af ull yð- ar sem borgun á $100 hlut, þótt 3—5 ár taki að hafa hann upp- borgaðan. Þetta nær til þeirra, er hafa 25 kindur eður færri, svo þeir geti notið réttinda í viðskift- um við félagið hlutfallslega við þá, sem rneiri efnum búnir eru, sem vér teljum vist að aðhyllist það með nærveru hluttekningar sinnar, með að taka hluti og greiða and- virði þeirra hið bráðasta, sjálfum sér og öðrum til verðmætis og framtíðar tryggingar fyrir þessa afurðagrein búnaðarins. Félag þetta er stofnað og starf- rækt af Manitoba bændum, er stundað hafa sauðfjárrækt, með ákvæði að hrinda henni fram á meir arðberandi svið en verið hef- ir, þvi ull Manitoba er ekki nema fyrir lítinti part af þörfum ullar- fatnaðar, ér Norðvesturlandið þarfnast. Sýnist því vart heilbrigt, að flutt sé burt ull vor fyrir litla borgun, úr kaldasta parti þessa lands, þar er héraðsmenn hafa fulla þörf og rétt að hagnýta ágæti hennar. án þess að láta hana fara hálfan hnöttinn kring. Og láta svo utan- ríkis og annara héraða f járhyggju- menn rogast með stórar klyfjar fífu og hörblandins fatnaðar um tollgarða skörð og yfir hnjúska ]>eirra, vitandi, að vér erum að borga marga peninga fyrir erfiði og áhyggjur þeirra, er að slíku starfa, sjálfum þeim til vel not- hæfrar framfærslu. n afdrifin af slíkum vöruskift- um munu almenningi kunn, því reynslan hefir sjálfsagt fært þeim heirn sanninn. fS'krifiö nafn yðar á merki- spjaldið og festið annað innan í við pokaopið.J Ull send merkist þannig: Thc Manitoba Woolcn Mills, Ltd., Osborne and Mulvey Winnipeg, Man. Asgeir Bjarnason, 692 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Gleðifregn. öllum vinum Jóns Bjarnasonar skóla út um allar bygðir Vestur- íslendinga berst hér með sú gleðifregn að hann er að eignast heimili- Fyrir fáum dögum síðan var keypt land, vestan vert við Home Str. hér í borginni, nokkuð fyrir sunnan Sargent Ave. Landið er 75 á breidd með fram Home Str. pegar fyrir vestan þessa lóð og skamt fyrir norðan er yfirfljótanlegt af_ auðu landi fyrir leiki skólafólksins. Um- hverfið er hið ákjósanlegasta, sem hugsast getur, strætið sjálft lagt með “asfalt” og snotur heim- ili umhverfis, þægilegt að kom- ast þangað á strætisvagni og vel sett í íslenzku bygðinni í Winni- peg, líklega mjög nálægt mið- punkti hennar- Eins og nú er á- statt væri erfitt að finna hentugri stað en iþann sem valinn hefir verið. önnur frábær hepni þessa máls er sú, að afburða dugnaðarmað- ur, maður hygginn og ósérhlífinn með afbrigðum og þaulvanur .byggingastarfi í Winnipeg, er meðlimur í byggingarnefndinni eða öllu heldur er bygginganefnd- in, því þar munu framkvæmdirn- ar vera sem hann er. Hann á hugmyndina frá rótum, og það furðar líklega engan á því, sem þekkir þann mann, að nú þegar er hafið verk. f morgnn þegar eg gekk ofan Sargent Ave., sá eg að menn og hestar, ásamt verk- færum, voru komnir á staðinn þar sem skólinn á að standa og byrj- aðir á því að grafa kjallarnn. “Hálfnað er venk þá hafið er.” Reynist það sannleikur í þessu tilfelli. Margir hafa í liðinni tíð tjáð mér sorg sína yfir því að ekki væri • búið að byggja. Þetta verður Iþeim gleðifregn. lEn nú þarf má'lið fórnfús hjörtu og hjálpsamar hendur. í þessu máli verði allir lútersk- ir Vestur-íslendingar samtaka. Allir e'itt! Allir eitt! Rúnólfur Marteinsson. Hvaðanœfa. Serbneskur maður, Milutone Raitch að nafni, skaut nýlega á yfirráðgjafann í JugojSlavia og særði hann til muna- Sjö þýzkir iðnfrömuðir í Ruhr héruðunum voru nýlega dæmdir til dauða af frönskum hérrétti. Gjafir til Betel J. Helgason Dafoe , Sask. $10.00 J. Jónsson, Brandon, Man- 10.00 Joseph Walter, Gardar N. Dak.... ......... 10.00 Safnað af Jónasi Sturlaugssyni frá Svold P. O. N- Dak. Jón Hannesson ........... $2.00 Björn Sveinsson .......... 3,00 Tryggvi Dínusson ......... 2.00 Halldór Björnsson ......... 100 Barney Stevensson ........ 1.00 August Thordarson ........ 1.00 Lárus Thordarson ......... 5.00 Sig. Thordarson ........ 5 00 Hilda Thordarson ......... 2.00 Ónefndur ...........*.... 100 Hjálmar Hjálmarson ....... 5,00 Guðm. Johnson ............. 100 J. G. Jónsson ............ 3.00 Mr og Mrs- S Sæmundson 3.00 G P Dalsted .... - ....... 3,00 A C Dalsted ............ 1,00 G A Vívatsson ............ 2,00 S A. Dínusson ............ 2.00 G G Eiríksson ;............ 1.00 Ásbjörn Sturlaugsson ...... 5.00 Jónas Sturlaugsson ......... 500 Hallson P. O. .Sig. Pálsson ..... 1.... 2,00 Jón K. Einarsson .......... 2.00' Júlíus A- Björnsson ........ 1.00 Steinvör L. Einarsson .... 5.00 Einar J. Hnappdal ........ 1.00 Wilhelm Anderson ............ 5.00 Akra: Björn Hjálmarsson ......... 100 B. Þorvarðsson ............. 1.00 Jónas Jónsson ........... 1.00 Jón Jónasson ../...... l.CO Kristín Kristjánsdóttir .... 1.00 Guðm- Þorláksson .... ........ ,50 Erlendur Erlingssoh ........ 5.00 Eggert Gíslason ............ 2.00 Jakob Johnson .............. 1.00 St. Hilman ................. 1.00 Halldór Hillman ..... .... 1-00 Egill Hillman, ........... 1.00 Mountain: Mr. og Mrs J J Myres .... 5.00 Simon Johnson ............ 1,50 S. Björnsson ............... 1,50 E A Brandson .... ....... 10.00 B- Benediktsson .......... 5.00 Kristinn Dalman .......... 5.00 Cavalier: Matth. Björnsson ......... 2.00 Ónefndur ................. 2.00 Oli Stefánsson...............50 Sveinn Sveinssn .......... 1,00’ Hensel: Halldór Anderson, ........ 5,00 Jóhannes Sæmundson .... 2.00 S- B. Björnsson .......... 5.00 W. Vívatsson .... ,50 Innilegar þakkir fyrir gjafirnar J. Jóhannesson féhirðir, 675 McDermot, (Winnipeg, Man. pess ber að geta sem göjrt er pað er gamall íslenzkur máls- háttur, að sá er vinur sem í raun reynist, eg hefi nú áreiðanlega reynt það sjá'lfur. 1 vor þegar mín ástkæra eiginkona veiktist svo hastarlega, að þa$ varð að flytja hana á spítala í Winnipeg, þar sem hún lézt laugardaginn 26. maí. pað þarf ei að faar mörgum orðum um það, að það var mér og börnunum óbætanlegur missir- En hér fór sem oftar að þegar ein báran rís er önnur vís, næsta dag fór eg til kirkju með öll börnin sem heima voru, til að láta ferma einn drenginn minn, á 'meðan á þeirri athöfn stóð, þá brann íbúðarhús mitt til kaldra kola, ásamt fjósi, hlöðu og A. McLeod, President T. Zachary, Vice-Þresident. J. C. Kyle, Secretary-Treasurer. DIRECTORS: Jas. H. Braden. J. M. Leamy Jas. Fleming T. Donaldson. MIDL AND OFFICES: Corner Osborne and Mulvey Avenue, Winnipeg, Man. Phone: F-7243 The Manitoba Woolen Mills Limited application for shares To the Directors of The Manitoba Woolen Mills, Ltd., Winnipeg, Man. I, ........................................... of the ............................................. of ........„........................... in the Province of Manitoba, hereby request that there shall be allotted to me ..............................shares in the Capital Stock of the Manitoba Woolen Mills, Limited, each share of the par value of One Hundred Dollars, and I agree to accept the same and covenant and agree with the said The Manitoba Woolen Mills, Ltd„ to pay for said shares as follows: ................................... with this application $.............. On the .. $. On the .. $. On the .. $. And I covenant and agree to ship to the Manitoba Woolen Mills, Limited, all the wool I produce off my own flocks until the hereinbefore mentioned number of shares are paid íor in full, making such shipment at such times as the said Corporation shall so request me in writing to do. And it is understood and agreed that I, the said applicant, shall have the privilege of buying the products of the said The Manitoba Woolen Mills, Limited, at their factory and warehouse, at wholesale prices, so long as I remain a registered shareholder of the said Corporation. I hereby appoint the secretary of The Manitoba Wcolen Mills, Limited, my attorney, with full and irre- vocable powers to sign for me on the stock book of the Manitoba Woolen Mills, Liimited, in accordance with this application. Witness my hand and seal at the ................ of .......................................... in the Province of Manitoba, this ................... day of ..........—..................... A.D. 19...... Witness: Sunlight Soap Hreinindi og efnisgæði, einkenna Sunlight Soap. Ólikt því sem oft á sér stað, inniiheldur þessi sápa eng- in efni, sem skemt geta föt.. Svo hrein er Coco-ihnetu olían, sem í henni er, að nota ma hana til neyzlu, Coco-hnetu og pálmaolían — þessi óviðjafnanlegu tvö efni í Sunlight Soap — gera hana að beztu sápunni, sem nokkru sinni hefir þekst. Alt saman hrein og ekta sápa. geymsluhúsi með öllu dauðu og lifandi, sem húsin höfðu að geyma, því nokkrar skepnur brunnu inni. Eg stóð því uppi með blessuð börnin, nú móður- laus, heimilislaus og því sefm næst eigulaus. En þá sannaðist hið fornkveðna, að ,þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. svo gáfu mér margir aðrir hér í kring og sérstaklega frá Winni- peg, peninga, húsmuni, föt og mat og fleira og þó eg nefni ekki nöfn allra þessara mörgu gef- enda, þá gleymi eg þeim aldrei, og bið góðan; guð að launa þeim öllum ríkuglega, sem á einn eður annan hátt tóku þátt í því 'mann- Jóhanna systir mín og Sig- tryggur Ólafsson í Winnipeg byrj- uðu með því að borga að öllu úðar verki að bæta mér missirinn eins vel og í þeirra valdi stóð. Árborg 14. júlí 1923- leyti, útför konunnar minnar, og Sigtryggur Indriðason. í Fimm nautgripir í viðbót H: hefðu nægt í heilt vagnhlass. « Hvar átti að fá þá nógu £ fljótt? Gripakaupmaðurinn g var ráðþrota. J| Hann fór að tala um vandræði sín á gisti- H húsinu. “Heyrðu,” sagði viðstaddur bóndi. íý: “Brown á gripi, sem hann viil sel.ia. Hann Q er sjö mílur í burtu, en þú getur náð í hann | í simanum.” “Gott,” sagði kaupmaðurinn i ánægjuiega. Litlu seinna var hann aftur í i gistihúsinu % og í slæmu skapi. “Brown hafði látið taka % síma sinn í burtu og sagði hann borgaði sig p ekki,” sagði kaupmaðurinn. “Reyndu þá Tomlinson,” sagði bóndinn. “Eg £ veit að hann hefir síma.” Seinna um daginn þakkaði kaupmaður hin- I um leiðbeininguna. Gripirnir voru komnir | af stað. | pessi litla saga felur í sér mikinn sannleika. pað er að eins breytt um j| nöfn. pað er alveg eins til falsk- ur sem sannur sparnaður. Sérhver bóndi ætti að hafa síma. | Canadian Pacific Steamships S nú er rétti tíminn fyrir yCur at5 f& vini y!5ar og settingja frá jjjj Evrðpu til Canada. — öll farþegagjöld frá Evrópu til Vestur-Canada j hafa nýlega veriC lækkuð um $10.00. — Kaupiö íyrirframgreldda ■ farseöla og gætið þess að & þeim standl: ■ CANADIAN PACIFIC STEAMSIITPS. ■ Vér eigum skip, sem sigla frá öllum megin hafnbæjum Bretlands, | svo sem Liverpool, Southampton, Glasgow og Belfast. — Vér lelö- beinum yöur eins vel og veröa má. — Skrifiö eftir upplýsingum til: W. C. CASEY, General Agent, Canadian Pacific Stcamsliips, Ltd. 364 Mnin Strcct, Winnipeg, Man. ^■!II!B!li!HlHllHlliaiBlBnilHlHI!«BIU!H!l!ai«!Blffi!B«;!B!!!!B!«!a!!l!a«l!BlC!H!P!BI«!H!iil

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.