Lögberg - 19.07.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.07.1923, Blaðsíða 6
i*la. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN JÚLI 19. 1923. Barónsfrú Mainau. Eftir E. Marlitt. — =; " "--------------------- ---------------- XXI. Unga konan brosti beisklega og barðist við grát- inn, sem braust fram, er hún gekk niður tröppurn- ar. pessir þrír menn, sem eftir voru inni, mundu, ef 'til vill verða óvinir í nokkra daga, en svo mundi tíminn og siðvenjurnar jafna allar misfellur á sam- komulagi ,þeirra, en jörðin mundi lokast yfir fórn- ardýrinu, sem varð að steypast niður í gínandi djúp- ið- Hver mundi svo kæra sig nokkuð um konuna, sem væri skilin við mann sinn? Xteðal tigins fó'lks gkymast öH hneyksli ótrúlega fljótt. iLamparnir loguðu í búningsherberginu fyrir framan stóra spegilinn. Hanna, þerna barónsfrú- arinnar, hafði verið svo framsýn, að ibúast við að húsmóðir sín mund! vilja skifta um létta sumar- kjólinn fyrir annan hlýrri fyrir kvöldverðartíma; það var raki og kuldi í loftinu. pægileg hlýindi lagði út frá ofninum með hvíta postulíns skrautinu, sem einstöku -sinnum var kveikt upp í um þetta leyti árs, og glóandi birtan frá kolaeldin-um skein út yfir g;ólfdúkinn í gegnum opin á fægri látúnshurðinni. Inn í þetta Iþægilega heimkynni kom unga konan æst í skapi og með tárvot augu í síðasta sinn, til þess að undirbúa sig til fara burt frá Schönwerth- Hún lét þernuna fara og lokaði á eftir henni hurð- inni í dyrunum, sem láu út í súlnaganginn. Það var búið að loka gluggahlerunum, aðeins í (bláa herberginu stóðu gluggarnir opnir. >— Líana lokaði þeim æfinlega sjálf, því hún var hrædd um, að einhverjar ókunnar og klaufafengnar hendur gætu skerot fallegu blómin, sem stóðu í gluggunum. En hvað regnið streymdi óaflátanlega niður úr íbik- svörtu loftinu! Vindurjnn hélt áfram að hvína og með honuvn barst daufur hljómur frá vindhörpun- um, sem gáfu frá sér óskært hljóð í regninu, út yfir garðinn. Líana stóð stundarkorn við opinn glugg- ann og horfði út- Það fór hrollur um hana. Út í þetta illvirði og náttmyrkrið, sem var að byggj- ast yfir, varð hún að fara — og það fótgangandi. Hún ætlaði sér að fara burt svo leynilega, að eng- inn gæti sagt, Ihvenær hún hefði farið. Hjún gat ekki veriff næturlangt undir þaki þess rnanns, sem hafði ásakað hana um tilhneigingu til tállyndis og sagt, að hún væri svo illa kominn, að henni væri engin viðreisnar von. Svo mörgum æruleysis að- dróttunum hafði verið bent að henni, og með hinni svlksamlegu aðferð prestsins var hún svift öllum sannanagögnum. Aðeins leikin í svikum og undir- ferli hefði getað bjargað henni út úr vandræðum þei'm, sem hún var komin á; en hún var of hreir.- hjörtuð til þess að þekkja nokkuð af því tæi- Hún var þesg. vegna ráðþrota og hafði engin önnur úr- ræði en að flýja heim til systkyna sinna og fela iþeim á hendur að halda uppi vörn fyrir sig. Hún ’lokaði glugganum og dró rennitjaldið fyr- ir hann. pá alt í einu heyrðist gengið með hröðum skrefum gegnum næsta herbergi fyrir framan, og það var gripið fast í handfangið á hurðinni, sem var lokuð. — Líana þrýsti höndunu'm að hjarta sér, sem barðist ákaft. Mainau stóð fyrir utan og heimt- aði að hún lyki upp fyrir sér. Nei, hún vildi ekki fyrir nokkurn mun standa augliti til auglitis við hann. f— Hann hafði gert henni alveg ómögulegt að nálgast hann. Hann barði hart á hurðina og sagði í skipandi róm: — “Ljúktu úpp, Júlíana!” Hún stóð kyr sem hún væri orðin að steini. Það heyrðist einu sinni ekki að hún dræi andann. Hún leit niður eftir kjólnum sínum, hrædd um, að hið állra minsta skrjáf í einhverri fellingunnj gæfi til kynna, að hún væri þar. Tvisvar kallaði hann og rykti í hurðina; svo heyrði hún hann fara og stóru hurðina út í súlna- iganginn opnast. Hun tók Gftir J?ví, að hcnni var ekki lokað aftur. Mainau hafði auðsjáanlega þotið burt í mesta flýti og fumi. Hún stundi með grátekka og gekk aftur inn í búningsherbergið- Hvers vegna grét hún? >— Hún fyrirvarð sig fyrir þessi tár- 'Er nokkuð til í víðii veröld, sem er meira í ósamræmi við sjálft sig, sem ér meiri ráðgáta en konuhjartað. Á þessu augna- bliki lá við, að það brysti af niðurbældri kvö’l. Hún byrgði andlitið í höndum sér, eins og að einhver háðgjörn augu gætu séð þessa breytingu í hjarta hennar — hún gat ekki lengur svikið sjálfa sig. Hefði hann komið inn á þessu augnabliki, þá hefði hún máske verið nógu veik fyrir til þess, að segja: “Eg fer burt að vísu, en eg gleymi þér aldrei”! 'Hvíliíkur sigur hefði það ekki verið fyrir þetta djöfullega skap! í raun og veru var það svo, að engin kona gat veitt honum viðnám- Jafnvel þessi kona, sem hann hafði kvalið, þessi kona, sem hann hafði varað við að sýna sér engin ástarmerki og sem hann hafði tengst til þess að svala hefndargirni sinni á annari, sem hann 'þó enn elskaði stöðugt — já, jafnvel þessi kona, sem hann að vísu hafði gefið sitt nafn, en sem hann í raun og veru hafði gert að kenslukonu á heimili sínu, kastaði frá sér vopni sínu, kastaði frá sér vopni stórmenskunnar Og velsæmistiífinningar ungra kvenna og sagði: “Eg gleymi þér aldrei ” — Nei, guði sé lof! Hann var farinn burt.. Hann sá ekki þennan sigur; hann skyldi aldrei verða nokkurs vísari um hann- Einkennflega harður og óvanalegur dráttur Iagðist um munn hennar. Hún sá í huga bráðólma hestana nema staðar fyrir framan höfuðdyr hertogahallar- innar; hún sá hinn djarfa reiðmann standa í dökkri kápu við vagndyrnar og ganga þaðan burt með hina stoltustu konu landsins við ,hlið sér. — pessi ferð heim til hennar hefði ef til vildi, verið þeim báðum úrslitastund. Hún var svo gremjufull og grunsöm, að hún hélt, að Mainau hefði viljandi og mót betri vitund borið á sig ótrygð til þess að flýta skilnað- mum- — En tii hvers var að vera brjóta heilann um þetta ? — pað var þó víst Iangt frá því, að það væri ást þessi tilfinning, sem hreyfði sér 'hjá henni — ættardrambið mundi forða henni frá þvú Samt gat hún ekki varist þess, að óska eitthvað undarlega og innilega, að hún mætti njóta vináttu hans; en hún mundi fljótt læra að bæla það niður, þegar hún kæmi heim. Hún opnaði gimsteinaskrínið og bar saman það, sem þar var geymt við skrána, svo ta'ldi hún peninga- strangana í skrifþorðinu — hún hafði aldrei snert viö neinuvn þeirra. Svo lagði hún báða lyklana í um- slag, sem hún innsiglaði, skrifaði utan á það til Mainaus og lét það liggja á borðinu. Hún lét að- eins þá hluti niður í tösku sína, sem hún vi'Idi ekki að ó’kunnar hendur snertu á; alt annað skildi hún eftir handa herbergisþernunni að senda á eftir sér. Næstum tvær klukkustundir höfðu liðið meðan hún var að þessu- Hún dró upp rennitjaldið fyrir glugganum í bláa herberginu; það var orðið kol- dimt úti. Ljósið á lampanum, sem stóð á bak við hana, sendi geisla sína út yfir malborna gangstétt- ina fyrir utan og skein á fjölda af dökkleitum poll- um. Regnið var hætt að falla, en vindurinn kom hvínandi umhverfis hornið, rétt eins og hann hefði vilst milli útbygginganna frá höl'linni og ií súlna- göngunum og andaði nú aftur frjálslega, en hann gat þotið í gegnum hina breiðu trjágarða. Nú var rétti tíminn til þess að fara. Líana skifti um kjóla í snatri, kastaði yfir sig flauels- kápu og dró kápuhettuna yfir höfuðið. Hún grét beisklega er hún gekk inn í svefnherbergi Leós og lagði kinnina á koddann. Hvert kvöld hafði hún setið vakandj við rúrnið, unz hinn litli, káti dreng- ur, sem teygði úr sér í mjúkú rúminu með ánægju, hafði lokað björtu augunum og var fallinn í væran blund. Nú sat hann uppi hjá afa sínum og vissi ekkert um að tár hennar vættu koddann hans, vissi ekkert um það, að hún, sem hann elskaði og tilbað, yfirgaf höllina þessa illviðrisnótt og kæmi aldrei aftur þangað. Hún tók h'ljóðlega slagbrandinn frá hurðinni á bláa herberginu og gekk út, en hrökk afturábak for- viða, því hún fekk ofbirtu í augun. Hún hafði bú- ist við, að það væri svartamýrkur í forstofunni litlu, en nú logaði ljós þar á stóra hengilampanum og inn . í gegnum opnar ytri dyrnar skein skær birta frá gasljósinu í súlnaganginum. Hún stóð kyr frá sér numin af ótta. í hinu sterka ljósi leit hún út sem einhver fögur álfamær með fölt andlitið í svartri umgerð flauelshettunn- ar. En hörkulegu annarlegu drættirnir, sem höfðu áður komið umhverfis munninn, komu nú enn betur í ljós, er stálgráu augun hálf ringluð, en þó þráa- full, litu til hliðar inn í gluggaskotið, þar sem Manau stóð með krosslagða arma. “Þú ihefir látið mig bíða lengi, Júlíana,” sagði hann rólega og í tilbreytingarlausúm málróm, rétt eins og þau hefðu verið búin að tala sig saman um að vefða samferða 'I leikhúsið eða á samsöng. Um leið og hann sagði iþetta gekk hann að dyrunum og lokaði vængjahurðinni. Það var auðséð, að hann hann hafði opnað hana upp á gátt, til þess að geta séð um súlnaganginn og þannig að geta hindrað flótta hennar. “Þú ætlar þá ennþá út á skemtigöngu?” sagði hann um leið og hann) gekk tfl hennar. Hann ' sagði þetta í þessum háðslega róm, sem hún var á- valt hrædd við; en í augum hans var eitthvað í- skyggilegt leiftur. “Það er sem þér sýnist,” svaraði hún kuldalega. Hún snéri sér við og ætlaði, án þess að segja nokk- uð meira, að ganga tafarlaust til dyranna. “Undaríegit uppátæki í þessu veðri. Heyrirðu hvernig stormurinn hvín? pú kemst ekki út á næstu flötina í garðinum fyrir honum, það máttu reiða þig á- Vegirnir eru eitt vatnsflóð. Eg vara þig við þessu, Júlíana. pessar kenjar þínar hafa í för með sér vont kvef og gigt.” “Hvað á þessi skrípáleikur að þýða?” spurði hún róleg og nam staðar. “Þú veizt mikið vel, að hér er ekki um neinar kenjur að ræða. Eg er nýbú- in að segja þér, að eg fari héðan og nú er eg tilbú- in að framkvæma ætlun mína.” Einmitt það? Og ætlar þú að fara gangandi til Rudisdorf svona eins og þú stendur í flauelskápu og með regnhlíf í hendinni?” Dauft bros lék u'm varir hennar- “Nei, aðeins til hertogasetursins. Járnbrautar- lestin fer þaðan klukkan tíu.” Rétt er það! Þetta er annars nógu skemtilegt. Hesthúsin hér eru fu'll af hestum og í vagnaskúr- unum er heil röð af þægilegum og fallegum vögnum. En barónsfrúin ætlar sér að fara burt fótgangandi, vegna þess — ” Á því augnabliki sem eg gekk út úr stofunni moð þei'm ásetningi að fara burt héðan í dag, Ibætti' eg að vera einn meðlimilí' þessarar fjölskyldu, og þá slepti eg öllum rétti til þess, að gefa nokkrar skipanir. —” “Vegna þess”, hélt hann áfram með hækkandi róm, án þess að 'láta trufla sig og brosti að mót- mælu’m hennar i— vegna þess, að það væri svo á- kaflega átakanlegt, svo óumræðilega sorglegt, þeg- ar snemma á morgun yrði sagt á hertogasetrinu: “Aumingja frú von Mainau! Svo illa var farið með hana í Schönwerth, að hún flúði út í náttmyrkrið. Stormurinn æðandi þeytti henni á tré í skóginn og hún féll niður 'meðvitundarlaus. Og í morgun fanst þessi þolinmóða, margþjáða kona liggjandi á veg- ínum og andlitið og faílegu, gullnu hárflétturnar voru ekkert nema blóðslettur”. |Hann gekk í veg fyrir hana, því hún hafði hljóðað upp að gremju og hreyft sig snögglega. “Hvernig getur þú, Júífana, sem ert svo þrek- mikil og laus við hleypidóma, sem lítur svo skyn- samlega á hlutina, verið svona ótrúlega barnáleg um 'leið”? hélt hann áfram- Alt háð vor horfið úr rödd hans og svip. pú hugsar eins Og-karlmaður en hagar þér um leið eins og hræddur krakki- peg- ar um það er að ræða, að tala sannleikann eða verða öðrum að liði, ertu hetja, þá er tunga þín eins og hárbeittur hnífur, en þegar þú þarft að verja sjálfa þig, þá leitar þú undan, eins og strúturinn, sem felur höfuð aitt og heldur að hann sjáist ekki — þú skoðar þig saklausa og samt leggurðu á flótta? Veiztu það ekki, að með þessu egnir þú móti þér á- fellisdóm alls heimsins! Kona, sem er í myrkri um hánótt og án nokkurrar fylgdar, yfirgefur heimili mannsins síns, til þess að koma þangað aldrei aftur, er og verður strokumanneskja! Þetta er sæmandi fyrir þínar næmu tilfinningar, er það ekki rétt? En eg get ekki leynt þig þessu.” Hann greip um hönd hennar, sem hvfldu á hurð- arhandfanginu, en fingur hennar læstust fast utan um það. Hann hefði orðið að beita afli til þess að ná þeim burt. Skyndilega kom einhver undarlegur eftirvæntingarsvipur á andlit hans, sem um leið var svo æðislegur og hatursfullur, að hún varð hrædd. Samt sagði hún rólega: “Gleymdu ekki því, að eg hefi kvatt þig í við- urvist tveggja votta og sagt þér, að eg ætlaði að fara. Það er þess vegna ekki um neitt strok eða glæpsamlegan flótta úr húsi þínu að tala- — Og vilji skæðar tungur tala illa um mig, þá mega þær það. Eins og að það geri nokkuð til eða frá 'með mig? Eg er ekki svo hégómleg, að eg láti mér koma til hugar, að nokkur fari að vorkenna mér í— það væri iheldur ekki hægt, því eg hverf af sjónarsviðinu. Og nú bið eg þig, að standa ekki í vegi fyrir mér. Eg kveð þig ekki aftur — við erum hvorugt okkar gefið fyrir of mikla tilfinningasemi.” ‘tNei '— nema eg, auminginn, hefi einskonar tilfinningu í brjóst mér, sem kveinar — ” Hann færði sig frá dyrunum. Leiðin stendur opin, Júlí- ana, það er að segja hún er opin fyrir okkur bæði- pú lætur þér þó varta detta ií hug, að eg láti þig ganga eina framm fyrir dómarann, sem er ákær- andanum vilhállur? Þú æ'tlar að láta sysíur þína skera úr um samkomulagið milli okkar.. Gott og vel, en eg verð þar líka við. — Eg læt taka út vagninn og eg fylgi þér. Hin gáfaða og skilningsgóða Úlrika skál kveða upp dóm í málinu. “Mainau, ætlar þú að voga þér það?” hrópaði hún skelkuð- Hún tók svo snögt viðbragð, að kápu- hettan féll af höfði hennar; hárið, sem var hálf- laust, féll í þungum skínandi bylgjum niður á svart • flauelið. Regnhlífin féll úr hendi hennar. Hún pressaði hendurnar saman og þrýsti þeim að brjósti sér. “Eg hefi orðið að þola margt og mikið hér í húsi þínu, en samt gæti^ eg Ipkkilfengið mig til þessv að láta þig standa frammi fyrir hinum ströngu, rannsakandi augum Úlriku — eg gæti ekki þolað það. — Hverju mundir þú svara, er hún spyrði þig, af hvaða ástæðum þú hefir beðið um hönd systur hennar? pú yrðir að segja til þess, að hefna mín á annari konu; eg hefi beðið greifadótturinnar frá Trachenberg og trúlofast henni í augsýn allra hirð- arinnar aðeins til þess, að reka hníf í hjarta her- togaekkjunnar.” Hann stóð fyrir framan hana fölur eins og liðið lík- pögnin og svipur hans allur var eins og manns, sem veit að alt er komið í óefni fyrir sér, og með uppgerðar ró biður úrálita. — “Og hvað tekur svo við, Mainau?” spurði hún án þess að sýna nokkra vorkunsemi. “Þú munt verða að halda áfram á Iþessa leið: Og svo hefi eg tekið þennan vesalings aðstoðar leikara minn, sem velsæmisins vegna, ekki var hægt að losna við strax aftur, inn á heimili mitt, og gefið 'honum þar fyrirskipanir um, hvernig hann ætti að haga sér, eftir fyrst að hafa hlaðið á hann allskonar skrauti, og heimtaði af honum, að hann rækti sitt verk á réttum tíma, svona hérumbil, eins og þegar maður dregur upp klukku og ætlast til, að hún gangi. — Eg vissi að gamall heilsutæpur mað- ur, sem ómögulegt er að ilynda við er lífið og sáiin í húsi mínu, eg vissi að það hlaut að vera þrekvirki að fylgja skipunum mínum á móti honum, að til þess þyrfti dæmafáa þolinmæði, algerðan skort á næm- um ti'lfinningum og jafnlyndi, sem ekkert fengi á — já, það var það sem vænta mátti hjá s'túlkukind sem 'bæri mitt nafn, borðaði við mitt borð og dveldi undir mínu þaki.” — Hún þagnaði og lyfti upp höfð- inu með opnum vörum, eins og hún hefði losað við þunga byrði, eins og hún væri laus við einhvern mikinn sársauka, sem um margar vikur hefði lagst með kyrkjandi þunga um háls hennar og hjarta- ‘Ertu búin, Júlíana? og viltu lofa mér að svara Úlriku?” spurði hann en svo lágt að varla heyrðist. Röddin var óumræðilega þýð — þessi rödd sem kom kvenfólki til að skjálfa eins og strá í vindi. “Ekki ennþá,” sagði hún. Hún hafði nú bragðað á bikar hefndarinnar; hún fann nú í fyrsta sinn til þess, hversu sætt það er að gjalda líku fyrir líkt, -að láta kulda koma á móti kulda og lítilsvirðingu á móti fyrirlitningu. Hún var á- fjáð í að drekka meira af þessu ölvandi eitri; hana grunaði ekki að þess brennandi hefndarþorsti leiddi af sér aðra sterka og vonlausa ástríðu. i— -----“Þessi vesalings brúða, sem altaf var sí- saumandi og með hnífilyrði á vörum, gerði sig seka í einum klaufaskap, þrátt fyrir það þó hún vildi vel — hún sýnli sjálfa aig of lengi á iMainau- heimilinu,” hélt hún áfram í beiskum róm — hún vanrækti að fara meðan að hún gat það, án þess að illa færi á því, og svo varð hún að hafa það að gripið væri til sterkari úrræða, til ærumeiðandi á- sakana, til þess að koma henni burt sem fyrst.” “Júlíana!” t— Hann beygði sig niður að ar.d- litinu á henni og horfði beint inn í augu hennar- Þau voru stór og störðu á móti með þessu ógeðs- lega starandi augnaráði, sem fylgir áköfum geðs- hræringum. — “Það er raunalegt, að hugur þinn, sem var áður svo hreinn, skuli hafa vilst ofan í þetta hyldýpi misskilningsins. En það er mér að kenna; eg lét þig standa eina þíns liðs of lengi, og það get eg ekki réttlætt, þegar eg verð reiðu- búinn að halda uppi vörn í öllu öðru frammi fyr- iiúlriku . — — Horfðu ekki á mig með þessum starandi augum, Júlíana,” sagði hann í bænarróm og tók um hendur hennar og dró þær til sín; þessi voðalega geðshræring, sem þú ert í gerir þig veika.” “Láttu mig þá vera eina,” greip hún framm í fyrir honurn;” þú getur ekki þolað að sjá veikt fólk.” Hún dró að sér hendurnar og varir henní \|/» .. | • vx timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgmr tegudum, geirettur og ai.- kooar aðrír stríkaðir tiglar, hurðir og gluggar. Korcú8 og sjáið vörur vorar. Vér erumœtíð glaðir að aýna f>6 ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ■ " LimKtd---------_____— HENRY AVE. EAST - WINNIPEG -------RJÓMI---------------- Virðingarvert nafn er bezta trygg- ingin fyrir áreiðanlegum viðskiftum — og þess vegna getið þér treyst því að fá allan hugsanlegan ágóða og fyrsta flokks afgreiðslu hjá: * CITY DAIRY Limited WINNIPEG James M. Carruthers, James W. Hillhouse forseti og framkv. stjóri, fjármálarit^ri Spyrjið þá er senda oss rjóma. ar titruðu í þrálátum sársauka- Hann snéri sér frá henni eins og honum féllí ist hugur. Hvert sem hann snéri sér, hélt hún uppi fyrir augum hans spegli þar sem hún sá sál- armynd sína dregna með ljótum og ógeðslega ná- kvæ'mum dráttum. Hún hafði með mestu ná- kvæmni tekið eftir öllum hans hörðu og miskunar- lausu orðum. Hann gæti^talað glæsilega; hon- um væri ekkert ómögulegt í samkvæmislífinu — hann gæti bygt brú næ’masta háðs og leikandi fyndni yfir allar ófærur — en hér varð hann, heimsmaðurinn, sem ávalt vissi hvernig hann átti að snúa sér, undir )í baráttunni við heiðarlega konu, sem var orðin gremjufull vegna misgerða hans. Hann ætlaði að taka þegjandi í klukkustrenginn og hringja, en hún kom í veg fyrir það með snöggri hreyfingu. “Gerðu það ekki, Mainau- Eg ek ekki burt með þér,” sagði hún álvarleg og með fastri rödd. ‘‘Hvers vegna á þetta ljóta stríð að flytjast ttl Rudisdorf? Eg vildi ekki valda mínum kæra kvíðafulla ibróður, Magnúsi þeirrar sorgar — hann mundi Mða of mikið við það að verða að blanda sér inn í þetta leiðinlega mál. Og móðir mín? —• Eg mun eiga í harðri baráttu við hana, þegar eg ke?m heim — eg "yeit það með vissu, en hana vil eg þúsund sinnum heldur ganga út í alein en að sjá þig þar til staðar. Hún verður undir eins á þína hlið, og í hennar augum verð eg sek um aldur og æfi. pú, ert hinn vinsæli og öfundsverði herra- maður, eigandi Schönwerth, Wölherhausen o- s. frv., en eg er burtstrokin stúlkukind, sem^varla getur krafist verustaðar í klaustri fyrir ungar stúlkur. Hvað liggur þá nær en að halda að eg hafi ekki haft vit á að komast inn í stöðu mína á réttan hátt?” — pað' lék sárbiturt bros um varir hennar. — “En einmitt af þessum ástæðum öllum mun mamma gera alt, sem mögulegt er til þess að koma í veg fyrir skilnaðinn, en því erum við þó bæði á móti.” “Einmitt það, Júlíana?” hann hló kuldahlátur. ef það væri mér ekki á móti skapi að hei’mta með frékju þar sem mér stendur ekkert til boða, þá væri það víst langbezt að láta móður þína gera út um þetta — en nú verður Úlrika að vera hæsti dóm- ari- — — Eg skal ekki neita hinu allra minsta af öllu því, sem eg hefi gert mig sekan í. Eg skal ;3egja frá, hvernig þetta tigna daðurkvendi hefir gabbað mig, hvernig hún með ótrúmensku sinni hefir gert njig að því sem eg er t— hégómlegur háðfugl, samvizkulaus kvenhatari, eirðarlaus ferða- langur — hvernig hin djúpa og óverðskuldaða smán, sem hún hefir bakað karlmannsdrambi mínu, hefir komið mér til þess að gleyma þér, með því að sökkva mér niður í lægri nautnir. Úlrika skal fá að vita, að þótt eg langa lengi hafi ekki sýnt henni nokkurn snefil af ást, þá hefi eg óaflátan- lega þráð að fá fullnaðargjald. sem um munaði. Hún getur, ef tfl vill, betur en þú skilið sálarástand hégómagjarns manns, sem hefir orðið fyrir mik- illi móðgun. — Eg skal segja henni: Það er satt Úlrika, að eg hefi farið heim með systur þína til þess að hegna hertogaekkjunni og til þess að svala hefndargirni minni; en eg hefi líka gert það til þeas að reisa skorður við þessari konu, sem var mér andstyggileg ” Hann þagði nokkrar sekúndur, eins og hann vænti þess að fá að heyra eitthvað, sem yki honum þor, en hún sagði etkki, orð — það var engu líkara en hún væri orðin að steini við að heyra þessa játn- ingu. “Mér stóð alveg á sama irm ungu stúlkuna, sem eg sá, er við mættumst fyrst, og sem eg varla virti yiðlits,” hélt hann áfram með 'hálfklökkri rödd. “Hefði fegurð hennar og andlegir hæfileik- ar haft nokkur áhrif á mig þá, þá hefði eg óðara hætt við. Eg vildi ekki leggja neina fjötra á hjarta mitt aftur og leitaði að eins að ástúðlegri konu ’með þeirri ósk, að sú, sem eg veldi sætti sig við ástæðurnar, sem voru fyrir hendi, sem kona á heimilinu, sem þolinmóð hjúkrunarkona fyrir minn geðstirða frænda og sem kennari drengsins míns.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.