Lögberg - 02.08.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.08.1923, Blaðsíða 4
Blð. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. ÁGÚST 1923. ■3BBMI1II.I .J... !.. m II m IL'. H ) .. J-lln l-W Jögberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Prets, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Talaiman N-6327 ofi N-6328 iom J. Bíldfell, Editor Utanáakrílt tíl blaðsina: THt COtUMBI^ PRESS, Itd., Box 3l7l, Winnlpeg, M»H- Utanáakrilt rítatjórana: EDiTOR LOCBERC, Box 317C Wlnnipag, M»n. Tbe ‘L.f'icbarg" la prtntad and pubtlahed by The C'olumbte. Presa, I.imtted. in the Columbía Block, SIS t> S67 Sherbrouke Street, Wlnnipeg. Manltoba Sérvitringar. Við höfum oft heyrt talað um sérvitringa, þessa einkennilegu menn, sem aldrei fást til að binda bagga sína eins og samferðamenn þeirra gera. Menn, sem hugsa sínar ! eigin hugsanir, fara sínar eigin brautir, eru aldrei fáanlegir til þess að láta almenningsálit og hégóma fjöldans svínbeygja sig. Á þessa sérvitringa er oft litið með fyrir- litningu af fólki, sem telur sig fylgjast með tímanum eins og sagt er. Slíkt fólk vill helzt sneiða hjá þessum eintrjáningum, finst að þeir séu eins og nokkurs konar nátttröll, sem dagað hafa uppi og sem-engin mök sé eigandi við. ’petta er bæði orðinn vani, og svo er þetta undur náttúrlegt, því hugsun sérvitringsins og þessa fólks á enga samleið. pað er að elta einhvern, sem það vill líkjast, eitthvað, sem það vill ná í og heillar huga þess í það eða það skiftið, — elta vanalegast það, sem fólk sækist mest eftir og minst er á að græða í lífinu, tízku tildrið. Sérvitringurinn sinnir því ekki. Híann fylgir hugsunum sínum, og hégóminn, tildrið og tízkan fer fram hjá honum, nema þegar hann rekur sig á það einstaka sinnum, eða það á hann, og þá hefir hann sig úr vegi sem fyrst, því hann hefir enga nautn af samleið með því. Margir hrista höfuðið og aumkvast yfir hann, harma þá ógæfu, sem yfir hann hefir lagst, að hann skuli ekki geta orðið fjöldanum samferða. Horfa á eftir honum, þar sem hann gengur inn á sniðgötuna af alfaraveginum, varpa öndinni og segja: “aumingja maðarinn.” En sérvitringarnir eru ekki nærri eins brjóstumkennanlegir og fólk heldur.^ peir eru menn, sem vanalegast hafa nautn af því að þreyta hugann við viðfangsefni andans og að brjóta til mergjar spursmálin mörgu og marg- víslegu, sem mæta þeim — brjóta þau til mergj- ar upp á sinn eigin veg. John Stuart Mill segir í hinni nafnkunnu ritgerð sinni um frelsið: “Á sérvizkunni hefir æfinlega mikið borið, þegar mennirnir hafa átt yfir sem mestum andlegum þrótt að ráða, og sérvizkan hefir vanalega haldist í hendur við yfirburða hæfileika innan þjóðfélaganna og sið- ferðisþrek þeirra. Að það eru svo fáir, sem nú á dögum dirfast að sýna sérvizku, er eitt af hættulegustu afturfara einkennum vorra daga.” “Keeping up with Lizzie”. Svo heitir bók, sem Irving Bacheller hefir ritað, sem gerði mörgum gott að lesa, ekki ein- asta fyrir það, hvað skemtilega að hún er skrif- uð, heldur sérstaklega vegna þess, að þar er miskunnarlaust dreginn fram í dagsbirtuna einn áf hættulegustu löstum Ameríkumanna, og þá um leið einn af hættulegustu löstum nútímans yfir höfuð. Bók þessi hljóðar um eyðslusemi, sérstak- iega það, sem nú sýnist orðin ómótstæðileg á- stríða, að sýnast — að njóta sérstakra þæginda, af því að einhver annar af nágrönnum manns gerir það, hvort sem fólk má við því eða ekki. Ef að Sigurður nágranni kaupir sér bifreið, þá er sjálfsagt fyrir Jón að gera það líka, og helzt áð hafa hana dálítið dýrari heldur en Sigurðar, þó hann þurfi að fá alt verð hennar að láni. Ef Guðrún nágrannakona kaupir sér hljóm- vél, þá er Sigríður ekki í rónni fyr en hún er búin að fá aðra, þó til þess þurfi að setja í pant árskaup mannsins hennar. Pannig er lífið crðið einn tryltur skrípa- leikur á nálega öllum sviðum og fyrir þann skrípaleik eru einstaklingar og þjóðir að sökkva í vonlaust hyldýpis skuldabasl. Grávörukaupmaður einn sagði 1 nýlega, að ioðkápur, sem hann hefði selt fyrir stríðið á $200 og fólki hefðu þótt helst til dýrar, seldust nú á $900, og fólk keypti meira af þeim á því verði, en það hefði gert á $200. petta sýnir ekki að eins að vara sú hefir hækkað í verði, heldur líka breyttan hugsunar- hátt. pví fólkið kaupir, segir hann, fimm sinn- um meira af slíkum loðkápum nú á þessu verði, en það gerði fyrir stríðið. Vér heyrum talað i um erfiðar kringum- stæður fólks í þessu landi og víðar. Vér heyrum talað um slæmar framtíðarhorfur og skuldabasl, og menn kenna þetta slæmu árferði, lítilli og illa launaðri atvinnu, lágu verði fyrir afurðir og eignir, og það er því miður allmikið satt í þessu. I En mönnum er svo gjamt til þess að líta á kringumstæðurnar, sem eru fyrir utan sjálfan imann, en gleyma því, að maður hefir ávalt skapað þær kringumstæður sjálfur og að meina- bótina er ekki að finna úti í heimi, ekki á hveiti- verði í Evrópu, ekki á nautgripaverði á Eng- landi, heldur í jafnvægi vorrar eigin sálar. pað hefir enga þýðingu, þó við fengjum $2.00 fyrir hvem mæli hveitis og $100 fyrir hvem nautgrip, sem vér höfum til þess að selja, eða $20 fyrir hvert dagsverk, sem menn hefðu fram aS bjóða, ef þeim peningum væri sóaS í sinnuleysi og þeir gengju til þess að kaupa ó- þarfa, sem menn gætu án verið — ef þeim væri varið til þess að borga fyrir heimskulegan hé- góma, af því að einhver annar hefði verið nógu heimskur að borga fyrir hann hátt verð. En þetta vandræða ástand, sem vér menn- irair erum komnir í. “að halda í við Lizzie”, hef- ir ekki einasta fjárhagslega bölvun í för með sér — hefir ekki einasta það í för með sér, að menn eru bundnir á skuldaklöfum árið út og árið inn, geta aldrei um frjálst höfuð strokið. Heldur er Öll lífsánægja manna horfin og engin von til þess að geta lifað sínu lífi óháður. Einhver hefir sagt, að ef öll þau tár, sem feld hafa verið út af skuldakröggum, væru kom- in í eitt, þá mynduðu þau stærri foss en Niagara fossinn er. Mundi nokkur geta mælt alt það lamandi hugarstríð, sem því táraflóði væri sam- fara? Mundi nokkur geta talið þá, sem út af því hafa orðið vitskertir, þá sem stytt hafa sér aldur, vonimar sem það hefir deytt, hjónaskiln- aðina, sem það hefir valdið, heimilin sem það hefir eyðilagt, ógæfuna sem það hefir steypt yfir þúsundir manna, sem annars hefði getað liðið vel? Og alt þetta fyrir þann hugsunarleys- is ákafa, að halda í við Lizzie—að sýnast. Og svo, þegar þessi leikur er leikinn á enda, þegar lánstraustið er alstaðar farið, og þegar kraftamir eru þrotnir til að vinna, þá liggur ekkert fyrir mönnum annað en ísköld fyrir- litning þeirra, sem enn geta haldið leiknum á- fram og sveitar eða opinber ellistyrkur, sem oft er látinn af hendi með tregðu og eftirtölum. Fyrir allar yfirsjónir okkar mannanna verðum við að borga á einhvern hátt. En það eru sjálfsagt fáar þeirra, sem ganga eins misk- unnarlaust eftir borgun sinni, eins og yfirsjón sú, sem hér er um að ræða, eða eins og þetta fólk kallar það, skuldheimtumennimir. En það er ekki einasta, að þessi eyðslusemi hefni sín á þeim, sem gjöra sig seka í henni með því að eyðileggja þá efnalega. pað er ekki nóg, að þeir verði píslarvættir yfirsjóna sinna, held- ur leggur hún líka hlekk sinn um. háls ung- dómsins, bamanna og unglinganna, sem alast upp í þessu andrúmslofti, og sem eru dæmd til þess að ganga í gegn um aðra eins eldraun og foreldrar þeirra gerðu. pað er varla sanngjarnt að ætlast til þess, að börnin verði foreldrum sínum hygnari í þess- um efnum. Ef þau hafa aldrei séð föður sinn eða móður neita sér um nokkurn skapaðan hlut, sökum þess að það væri rétt að gera það, þá er varla að vænta þess, að bömin geri það. Enda ber reynsla nútímans raunaleg merki um þaíS. pekkjum vér ekki öll hópa af ungum meyjum og sveinum, sem stunda vinnu, sem mörgum fjölskylduföður hefði þótt vel borguð fyrir nokkrum árum síðan, sem eyða hverju einasta centi, sem þeim innheimtist og skulda þar ofan í kaupið upp á væntanlega borgun? Unga fólksins, sem þannig fer að ráði sínu, bíður alveg sama ógæfan og hið eldra hefir orð- ið að bera, sem vér höfum verið að tala um hér að framan, að það getur aldrei notið sín í lífinu, riema að það breyti þeirri stefnu. Vinna manna er alveg eins og hver önnur vara, sem er til sölu á markaðinum. Ef menn hafa ekki hag af henni á meðan að framleiðslu- kraftamir eru heztir, þá liggur ekkert annað en tap fyrir þeim mönnum út í gegn og þá síðast sveitin. Vildi unga fólkið hugsa um það í sambandi við vinnu sína, að það í raun réttri er ekki að vinna, heldur að selja vöru, og að enginn maður né kona getur haldið því áfram til lengdar, ef hann eða hún er að tapa. Varan, sem það selur, er vinnan. Hagnað- urinn af þeirri verzlun er tvennskonar. Fyrst sá partur kaupsins, sem það sparar, því það er það eina, sem það ber úr býtum fyrir líkamis og sálar þrótt þann, sem það verður að láta af Kendi. f öðru lagi er það orðstír sá, sem það getur sér við vinnuna, sem er aðal tryggingin fyrir því, að það geti selt vöru sína. Einhleypt fólk, sem vinnur, en sparar ekk- ert af kaupi sínu, er í flokki þess fólks, sem Irving talar um í bók sinni a8 sé að halda í við Lizzie og því á hraðri ferð til gjaldþrota. pað getur vel verið, að kaupið, sem sumt af því fólki fær, sé ekki hátt. En afkoma þess og framtíð- arsjálfstæði er ekki nálægt því eins mikið komið undir því, hvað mikið fé það hefir undir hönd- um, eins og því, hvemig að fénu er varið. pað er enginn einhleypur maður eða kona, sem vinn- ur, svo lágt launuð, að þau geti ekki sparað eitt- hvað af kaupi sínu, ef þau vilja. pað gerir ekki avo mikið til, hvað mikið það er, sem sparað er tnánaðarlega, ef það er að eins eitthvað. Aðal- atriðið er, að hugsunarhátturinn sé heilbrigður. f bréfi til sonar síns sagði Henry Ward Beecher: “Forðastu skuldimar eins og sjálfan Satan.” petta er heilbrigð kenning, sem bæði ungir og gamlir hefðu gott af að hugsa um, eins og sakir standa nú. Lögreglumaður á verði. Eftir Dr. Frank Crane. Lögreglumaðurinn ósýnilegi, sem afkastar mestu erfiði við það að halda reglu í heiminum, er enn á verði. Hann er við iðju sína tuttugu og fjórar klukkustundir á hverjum sólai'hring. Hugsun þessa tók hebreska skáldið fram fyrir löngu síðan, þegar það sagði: “Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður ísraels.” pað var til dæmis fyrir fáum dögum, að maður harði að dyrum á fangelsi í bæ einum, og þegar lokið var upp fyrir honum, sagði hann: “Eg vil láta refsa mér hið bráðasta. í guðs bænurii hleyptu mér inn. Eg þoli ekki þessa hug- ar-angist lengur.” Maður þessi tók niður vinnutíma fólks fyrir járnbrautarfélag eitt. Fyrir sex mánuðum síðan sagði hann að maður hefði komið til sín og sýnt sér fram á, hve auðvelt væri að falsa kaupgjaldsskrána og á þann hátt að ná peningum út úr félaginu, án þess að minsta hætta væri á að það kæmist upp. Uann féll fyrir freistingunni og lofaðist til þess að deila þýfinu við þann sem ráðin lagði á. Upphæð sú, sem í hans hlut kom, nam $400, en frá því fyrst að hann fór að gera þetta, þá hafði hann samvizkubit af því, Að síðustu þoldi hann það ekki lengur og gaf sig því upp. pegar hann kom inn í dómsalinn, var þar enginn kærandi annar en hann sjálfur. Hús- bændur hans höfðu ekki hugmynd um, að hann hefði haft nokkuð óleyfilegt í frammi. En lögreglumaðurinn voldugi, sem samvizka heitir, hafði manninn engu síður á valdi sínu, og aftók að láta hann lausan. Með allri virðingu fyrir hinum bláklæddu lögjregluþjónum, sem hafa höndur í hári þjóf- anna og annara lögbrjóta, þá má með allri sann- gimi segja, að fyrir hvem einn lögbrjót, sem þeir handsama, þá handsami þessi hinn voldugi lögregluþjónn tíu. Og meira en það, því fyrir hvem þann glæp, sem þeir koma í veg fyrir, þá kemur hinn mikli lögregluþjónn í veg fyrir hundmð þús- unda. pað er hann, sem við eigum það að þakka, að konur geta nálega óhultar gengið um farinn weg í borgum og bygðum. Hann er það, sem heldur bókhöldumm frá því að falsa bækur sínar. Hann er það, sem heldur yngismeyjum á vegi dygðanna og yngissveinum háttprúðum. Hann er í sannleika sá, sem vamar því að bærinn þinn er ekki brendur niður og öllu steini léttara þar stolið. Ef að þú ert óhræddur um að þú verðir myrtur í rúmi þínu, eða á þig ráðist á alfara- vegi, þá átt þú honum aðallega fyrir það að þakka. pó undarlegt sé, þá er hann óaðskiljanleg- ur hluti þess, sem vér elskum og kallað ter mannlegt eðli. Hann er síðasti ávöxtur framþróunarinnar. Hann er ávöxtur jarðarinnar á sama hátt og kom eða kettir eru það. pað, að hann er ósýnilegur, gjörir hann enn voldugri. Hjá engum er hann ráðinn. pó er hann einn af embættismönnum laganna, sem ekki verður keyptur með mútufé. Við flýjum undan honum. Við reynum að svæfa hann, við formælum honum og hötum hann oft, en hann stendur óhagganlegur við dyr sálar vorrar dag og nótt. Svo fólkið, sem dálítilli skynsemi er gætt og vill friðinn hafa, hefir tekið hann í þjónustu sína og reynir að láta sér vera vel við hann. Á SILFURBRÚÐKAUPSDAG Sigurðar og Sigríðar Sigurðsson á Mary Hill. Þeir, sem ei vilja Adams fótspor feta, og forðast stúikur, eru skrítnir menn; þeir aldrei læra lífsins gæSi’ aS meta, og leitt er hvað þeir finnast margir enn. Um þig er ekki þetta hægt aS segja, og þú varst býsna hygginn, Siggi minn; á lífsins braut þú hugöir stríS aS heyja og hræddist aldrei strit við búskapinn. Og þér til fylgdar kaust þú konu góSa, Hún kaus sér líka' að hjálpa þér sem mest; hún hafði kjark og kosti til ab ibjóöa og kærleiks-eld, sem hitar jafnan bezt; og ykkur fylgdu heillavættir valdar, sem vigðu ykkar trygð og hjónaband, og merktu leiö um liöinn fjórSung aldar, svo lifsins snekkja hvergi rynni’ í strjnd. Eg óska, aS þiS lifiS langan aldur og lukkan blessi sérhvert áriS nýtt, og þó aS stundum vetur komi kaldur, þá kemur voriS yndislegt og blítt. Og forsjónin, sem farsæl ykkur gerSi, hún faSmi ykkar kæra bygSarlag og Játi ykkur stöðugt vaxa í verSi og von og gleSi aukast sérhvern dag. V. J. Guttormsson. Astœðurnar fyrir því a8 hugur islenzkra bænda hnegist til Canada 55. Kafli. Eins og sýnt hefir verið <og sannað í undanfarandi greinum, er Canada líklega betur fallið til hveitiræktar, en hokkuð annað land í heimi. Jarðvegurinn 'er óvenju auðugur að gróðrarefn- um og veðráttufarið eins og skapað til þess að framleiða hraust og velþroskað hveiti. Hið sama gildir og að vísu um flest- ar aðrar korntegundir- Enda er það nú lengur engum vafa bund- ið, að eftirspurn eftir hveiti er meiri frá Canada en nokkru öðru Iandi. pegar tekið er tillit til þess, hve fá'ment landið er enn, sætir það stórri furðu, hve framleiðsl- an er þegar orðin stórfengleg. Feykileg landflæmi liggja enn ó- notað með öllu víðsvegar um Vesturlandið log. bíða þefes, a15 hönd sé lögð á plóginn. Lönd, sem geta framfleytt fólki, svo miljónum þkifti. Engum vafa er það undirorpið, að tí tiltölu- lega náinni framtíð, verður mik- ið af flæmum þessum tekið að byggjast upp. IMá það best marka af því, hve innflytjenda- straumurinn til Canada hefir stórum auikj^t á yfirstandandi ári, til móts við iþað er átti sér stað ;í fyrra. Stjórnir (ýmsra Norðurálfuiþjóðanna, svo sem ítala og Svisslendinga, hafa sent hingað til lands u’mboð/femenn sína, til þess að kynna sér skil- yrðin fyrir innflutningi fólks ■hingað frá þessum þjóðum, en þar sverfur atvinnuleysið svo hart að um þessar mundir, að til stórvandræða horfir, *og stjórn- irnar fá ekki rönd við reist. Ný- lega var borin fram í ítalska þinginu þingsályktunartillaga, er skoraði.á þing og stjórn, að leggja fram það ríflega fjárhæð, að hægt væri að greiða götu all- ra þeirra atvinnulausra ítalskra borgara er flytja vildu búferlum til Canada og freista gæfunnar þar. Mussolini stjórnin hét mál- inu óskiftu fylgi sínu og er gert ráð fyrir að fleiri þúsundir ítala flytji til Vesturlandsins á öndverðu næsta vori. Sama gildir u'm flest önnur lönd Norð- urálfunnar- Má því fullyrða að á næstu árum flytjist fjöldi fólks inn í landið víðsvegar að. Á það hefir áður verið drepið, hve affarsæll hinn blandaði landbúnaður — mixfed farming — reyndist í Canada, enda er sú búnaðaraðferð að þyðja sér æ meir og meir tii rúms. Eins og í öllum öðrum löndum, getur uppskéra í Canada af einhverj- um ástæðum, brugðist með köfl- um og kemur gripastóllinn þá sér vel. Fyrstu árin eftir að ófriðnum lauk, lenti búpening- ur í afarlágt verð og það svo mjög, að bóndanum lá við að láta hugfallast- En nú er þetta all- mikið farið að lagast, og góðir sláturgripir komnilr í sæ’millegt verð. Mun mega fullyrða, að sú tegund framileiðslunnar eigi mikla og arðisama framtíð fyrir höndum. Eitt af iþví, er hnekti eigi all- lítið Jieilbrigðum vnarkaðsskiL yrðum fýri(r canadiskan búpen- ing, var bannið á aðflutningi lifandi búpenings frá Canada til Bretlands. Nú hefir bann það, sem betur fer, verið afnumið og mun það vafalaust verða cana diskum Inautgripaframtleiðend- um til hins mesta hagnaðar, er tímar líða- Mikið hefir veriö að því unnið, að bæta kyn naut- gripa hér í landi á síðari áru’m. Hafa og nautgripir héðan iðu- laga hlotið hæztu verðlaun á ibúnaðarsýningum víðsvegar; um Bandaríkin. 'Skilyrðin til arðvænlegrar bú- peningsræktar hér í landi, eru hin ákjósanlegustu- Beitilönd eru því nær óþrjótandi og hey- fengur er víðasthvar bæði góð- ur og mikill. Sauðfjárrækt er allmikið að fara 1 vöxt í Vestur-Canada á hinum síðari árum og hefir gef- ið af sér góðan arð. Tóvinnu- verksmiðjum er stöðugt að fjölga og nú rétt fyrir pkömmu hefir ein slík verksmiðja verið sett á fót í Manitoba-fylki. Er það •samvinnu fyrirtæki, sem alt út- lit er fyrir að muni hepnast vel- Þeir, sem æskja frekari upp- lýsinga um Canada, snúi sér til ritstjóra Lögbergs, J. J. Bildfell, Columbia Building, Cor. William og Sherbrooke, Winnipeg. Hvaða misskilningur? Fyrir rúmum mánuði talaði eg fáein orð á eftir einum fyrirlestri. Dr. Á.gústs Bjarnasonar. Af þvi sð sumt af þvi masi, sem út af þessu litla atviki hefir spunnisL ber vott \im óþarfa óvild í minn garð, get eg ekki fundið mig skyldan til að láta það fara lengur fram hjá mér. ÞaS hefir oft veriS tíSkaS hér, aS hafa umræSur á eftir fyrir- lestrum, og verSa þeir þá óneitan- lega aS fyllri notum, ef þeir eru eitthvaS ræddir, meS eSa mót, á meSan þeir eru öllum áheyrend- um í fersku minni. Mér fanst þess full þörf á þessu þingi, og færSist í fang aS byrja. ÞaS þótti mér aS bera í bakkafullan lækinn, aS fara aS skjalla sjálfan mann- inn, en þvi, sem eg var búinn aS heyra hann flytja, var eg ekki samþykkur, og fór ekkert dult meS þaS. AuSvitaS bjóst eg viS, aö einhver tæki næst til máls í öSrum tón heldur en eg talaSi, en í staö þess aS fleiri áheyrendur fengju aB láta til sín heyra, var fyrirles- arinn óSara staðinn upp sjálfur, til þess aS gjöra heyrin kunnugt, aS eg færi meS misskilning. UmræSurnar urðu ekki lengri AnnaS hvort hafði ekki þessi á- gæti vitmannahópur haft neina lyst á aS melta þessa nýfengnu næringu, ellegar þeir höfðu allir snögglega mist hana. Sumir héldu aS Dr. Bjarnason hefSi reiSst. SíSar frétti eg þaS aukheldur, alla leiS norðan úr Mikley, aS eg hefSi “kveikt i prófessornum”. í þa5 minsta skynjaSi eg þaS strax, aS slíkt dómsáfell frá heiðursgestin- um yrSi notaS fyrir barefli á mig, en mér voru báðar hendur viS axl- ir fastar. Eg vildi ekki þegjandi horfa upp á, aS nytsamleg trúmála stofnun væri gjörS að umskiftingi; og eg vildi ekki heldur, — og vil ekki — láta launa mér leiðrétting- una meS rangfærslu. Til þess aS afstýra því, aS þaS yrði gjört, fór eg aS minu leyti svo langt, aS mæl- ast til viðtals, í því skyni aö glöggva mig á því, hvaða misskiln- ing væri um aS ræða. Undirtektirnar urðu ekki neit- andi, -— ó, nei, ekki var þaS, — en svo dræmar og ‘herramannlegar, aS eg þurfti ekki meira. Mis- skilningurinn á lífinu var greini- lega á hina hliðina. Allir speking- ar eru ijúfir og litillátir, einkum viS þá, sem hafa móðgaS þá. Þeir vilja að allir sér minni menn og ófullkomnari betri sig og Ixitni, og eru sífúsir til aS eiga sjálfir þátt í þeirri betrun. Stærilæti, réttlæting af verkun- um, dugnaður, vald, peningar, afl, og orka — þetta á alt heima í sömu skuffunni. Um þaS þarf ekki frekar aS fjölyrSa viS sálarfræS- ing. Um hógværS, ljúfmensku, rétt- læting af trúnni, kærleika, anda, og guS, er öðru máli að gegna. Þetta tvent tollir aldrei í sömu vistinni, til hvers sem mennirnir ætlast í því efni. GuS og Mamrnon sitja ekki sruna bekk. Á það hefir mönnum fyrir löngu veriS bent, og engin nýtizku-afsökun fyrir kúgun og yfirgangi getur útskafiS þann sannleika. Á Islandi og annars staðar er um tvær aSalstefnur aS ræða. í fyrsta lagi efnishyggju, orku-pré- djkanir, og yfirleitt alt það, sem aS þvi miðar, aS kenna mönnum þaS ófagra boðorS, aS “djöflast á- fram.” I öðru lagi guðdómleika- trúin, fullvissan um eSli og þrosk- un svo kærleiksriks anda, að bróS- ur höndurnar tengist yfir gröf og dauSa. ÞaS er svona löguö “and- ans leið upp á sigurhæöir”, sem sumir eru að reyna aS prédika; og þeim hinum sömu stendur eðlilega geigur af umbrotum orkunnar “á v’tisvegi.” ÞaS er ekki min skuld, aS þessar tvær andstæður hafa myndaS sam- bands-kirkjufélag í hópi íslenzkra manna í Vesturheimi. Hitt er mín skylda, aS benda á þaS, úr því eg sé þaS, aS svona er í pottinn búiS. Liklega einhver ihinn ágætasti æskumaður íslenzku þjóðarinnar, sonur eins aSal forgöngumanns andlegu stefnunnar, er fenginn austan um hafiS eitt áriS. Næsta ár er svo aðal-orkuprédikarinn sjálfur fenginn — en til hvers? Voru þeir, sem buddurnar hafa, óánægöir meö þann fyrri,—hrædd- ir viS, að hann legði of mikið upp úr andanum? Þurfti aö fá ork- una til aö vega salt á móti? Andanum hefSi naumast getaö vtriS ofaukiS, ef upphaflega spurs- máliS hefSi veriS aS efla nokkurs manns sáluhjálp. En orkunnar verSur náttúrlega sárast saknað, þegar þess er minst, aS megin- atriðið sé málahjálp, — aS hafa sitt mál fram, ná valdi. Valdatrú! Það gæti veriS á- gætur titill fyrir efnishyggjuna, kúgarastefnuna, og auk þess veriö

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.