Lögberg - 09.08.1923, Blaðsíða 1
Það er til myndasmiður
í borginni
W. W. ROBSON
Atíiugiö nýja staöinn.
KENNEDY BLDG. 317 Portage Ave. Mót Eaton
Iief q.
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir lœgsta verð aem verið
getur. REYNIÐ ÞAÐ!
TALSIMI: N6617 - WINNIPEG
35. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 9. AGÚST 1923
NÚMER31
HARDING DAINN, COOLIDGE TEKUR VID
*''"'¦
^?"í*,*!Sfe
?«*,
*^
STJORNARVOLDUM
Warren G- Harding.
Forseti Bandaríkjanna Warren G. Harding, lézt úr heilablóð-
falli í San Francisco hinn 2. þ. m-, klukkan hálf átta að kveldi. Mr.
Harding var sem kunnugt er, nýkominn úr Alaska leiðangrinum.
pegar til San Francisco kom, tók forseti sótt þá <er leiddi hann til
bana eftir viku legu. Andlátsfregnin kom öllum mjög á óvart,
með því að læknar höfðu fáum mínútum áður gefið út þá yfiriýs-
ingu, aö fu-11 ástæða væri til að ætla, að Mr. Harding væri kominr.
yfir mestu hættuna. Við sjú'krabeðinn var Mrs Harding, er dauða
manns hennar bar að.
Warren G- Harding, var fæddur 2. dag nóvember mánaðar ár-
ið 1865, á bóndabýli nálægt Corsica í Marrow sveitinni í Ohio-
Árið 1882 lauk hann prófi vií Central College í sama riki. Tveim
iirum síðar keypti hann blaðið Star, sem gefið var út í bænum
Marion og gerðist ritstjóri þess. Árið 1891 Kvongaðst Harding
og gekk að eiga ungfrú Florence Elizabeth Kling, er borln var og
barnfædd í Marion. Ríkissenator var hann kjörinn 1899 og
endurkosinn tveimur árum síðar. Árið 1903 hlaut hann lieuten-
ant-governors kosningu í Ohio- 1910 flutti hann útnefningar-
ræðuna á iþingi Republicana í Chicago, er WiTlia-m Howard Taft
hlaut forseta útnefningu. 1914 var hann kosinn senator fyrir
Ohio ríki í Washington þinginu. Hinn 12. júní 1920 var Mr. Harding
útnefndur forsetaefni Republicaa og kjörinn með feykilegu at-
kvæðamagni í nóvember byrjun það sama ár.
pann 4- marz 1921 var Mr. Harding svarinn inn, sem forseti
Bandaríkjanna, sá 29. í röðinni.
Harding þótti hinn mesti hyggindamaður og varfærinn mjög í
stjórnmálastarfi. Er vnikill harmur kveðinn að Bandaríkja þjóð-
inni við hið óvænta fráfall hahs.
Jarðarför Mr. Hardings fer fram á morgun í heimabæ hahs,
Marion í Ohio ríkinu, þar sem hann hafði eytt flestum sínum
manndómsárum.
Frá Islandi.
Sjómannadeilurnar.
Undanfarna daga hefir stjórn
sjómannafélag'isins látið varna
því, að skipin Gulltoppur og Glað-
ur fengi vatn, og varð höfnin að
leita hjálpar lögregTunnar í gær
til þess að láta vatnið úti. Nokkr-
ir lögregluþjónar fóru þá á
vatnsbátnum og kovnu að Glað,
sem bundinn er út af austur-
bryggjunni. Lögreglustjóii
var þar fyrir og nokkrir lögreglu-
menn og þrír aðstoðamenn þeirra-
Ekki var vatnsbátuinn fyr kom-
inn að Glað, en nokkrir sjó-
mannafélagar gengu út á skipið
og urðu þá smáhnippingar milli
þeirra og lögreglunar. — For-
maður sjómannafélagsins, Sigurj.
A. ólafsson, var þar og átti lög-
reglustjóri tal við hann og varð
það þá úr, að Sigurjón vildi fyr-
ir sitt leyti" 'láta það afskifta-
laust, iþó að annað skipi fengi
vatn. Var þá tekið til að dæla
í það vatninu, en Sigurjón gekk
í land og hugðu áhorfendur að
alt 'mundi fara friðisamlega. —
En þegar hér var komið sögunni,
voru þeir orðnir all-æstir, sem í
landi voru, og þegar þeir sáu að
skiipið fékk vatn viðstöðirlaust,
þá vildu þeir efcki leyfa það og
ruddust um borð, skáru á vatns-
hólkana eða kiptu þeim upp, svo
að vatnið rann niður, en lögreglan
og aðstoðarmenn hennar .skipuð-
ust til varnar og varð snarpur
aðgangur og barsmíðar- Særðust
nokkrir menn af beggja hálfu.
Einkanlega fékk ' einn maður
mikinn áverka á hnakann og var
sagt að hann hafi verið barinn
með tómri flösku. Hann heitir
Pétur Jóhannesson og var aðstoð-
ar 'maður lögreglunnar. pessari
viðureign lauk svo, að Sjómanna-
félagar tóku vatnsbátinn af lög-
reglunni og lögðu honum, '— en
áflogin hjöðnuðu af sjáTfu sér. —
Formaður sjóðmannafélagsins,
Sigurjón A. Ólafsson, reyndi að
stilla til friðar, eins og fyr seg-
ir, því að hann vildi ekki ganga í
berhögg við lögregluna og hafði
beðið menn áður, að sýna
henni ekkert ofbeldi. En hér
fór eins og oft vill verða, þegar
móður er á mönnum, að þeir sjást
lítt fyrir og ráðast í þau verk,
sem betur væru ógerð. Sjálfsagt
sjá nó margir, sem að þessuvn
ofbeldisverkum unnu í gær, að
þeir hafa tekið á sig iþunga á-
byrgð, og gert meira en þeir
mundu sjálfir kjósa, að vel yfir-
veguðu ráði.
Borgara'legar óeirðir eru miklb.
alvarlegri en svo, að stofna magi
til þeirra fyrir smávægilegan á-
greining, er vei mætti jafna með
milligöngu góðra manna. En
milliganga annara t. d. land-
stjórnarinnar, mun ekki hafa ver-
ið reynd enn. Virðist þó svo,
sem það hefði mátt takast, að fá
samkomulag u'm, að þessi tvö skip
yrðu látin fara í friði, gegn því,
að skipshafnir fengi það kaup,
sem að samningum yrði milli
sjómanna og útgerðarmanna.
væri þá vel, ef forgöngumenn sjó-
manna vildu vinna að þessu, en
vafalaust 'mundi landstjórnin þá
Til Ágústs H. Bjarnasonar,
Hvert landnám í andans aldinreit,
sló eldingu' um rökkursali
og lýsti hvern afdal í íslands sveit
með óðsnild í sögn og tali.
En vaknandi þjóðin jafnt vorið leit
í vitrings sem barnsins hjali.
Af alfaraleiðinni oft fór sá,
er eldinn til hæða sótti,
því vitið er leitandans Völuspá,
er vígir hann sigurþrótti.
Og aldrei sá neinn hans blikna brá,
bótt brysti í liðið flótti.
Með ættarlands fánann efst við hún,
þú út hefir sótt á miðin,
og fegrað með starfinu föðurtún
um fjöldamörg árin liðin.
Með átaki hverju þú ræður rún,
svo rýmkast um hugar-sviðin.
Með kveðjuna' að heiman kær varð oss
koma þín hingað vestur.
Við minning um heimlandsins Huldufoss,
er hátíðablærinn mestur.
Flyt svo til ættlands vors ástarkoss,
>ú íslenzki, prúði gestur.
Einar P* Jónsson.
Til Mr.ogMrs. Ág.H. Bjarnason
í kveðjusamsæti í Winnipeg 7. ág. 1923.
pú komst að sjá og kanna nýja vegi,
þú komst að líta þinna bræðra sveit,
þú komst með sjóð á sumar-hlýjum degi,
að sá í okkar dreifða þjóðlífs reit.
pinn svipur, vígður sönnu hetju blóði,
oss sýnir ættarmerkin glögg og há,
og máls þíns kraftur, mær í sögn og óði,
er móðurlandsins tungurótum frá.
Til heimalandsins helg >ig skyldan kallar,
en hér í vestri standa okkar bú.
Og vit, hér þagna aldrei raddir allar,
þvi íslendingar geyma von og trú.
Hvert djúp má brúa bræðralagsins anda,
svo blómin spretti köldu grjóti frá.
Já, sýnum dáð og hefjumst allir handa
því háa, göfga marki til að ná'.
Við kveðjum þig, með þínum kæra svanna,
í þökk og minning fyrir gefna stund.
pú sást vor ból og sveitir landnemanna,
og svo er þitt að dæma slíkan fund.
ipó fjarlægð hamli frænda gleðimótum
og frónska drengi skilji eyja -band,
er eitt, sem geymist okkar hjartarótum:
p'm ást og trú á vorra feðra land.
M. Markússon.
beita sér fyrir því, að koma samn-
ingum fram og miðla málum- En
sem komið er, er málinu í óefni
komið, því að stjórnin mun varla
vilja hefj aneinar sáttatilraunir,
nema sjómenn láti af öllu ofbeldi
gegn lögreglunni.
—Vísir.
* * *
Aðalfundur Eimskipafélagsins.
Ar 1923, laugardaginn 30. júní
var aðalfundur h. f. Eimskipa-
félags íslands haldinn samkvæmt
auglýsingu stjórnar fglagsins
dags. 22- desember 1922.
Var fundurinn haldinn í Kaup-
þingsalnum í húsi félagsins og
settur klukkan 1,15 af formanni
félagsins, Pétri A. ólafssyni,
konsúl. — Stakk hann upp á
Halldóri Daníelssyni hætaréttar-
dómara sem fundarstjóra og var
það samþykt með lófataki. Tók
hann við fundarstjórn og kvaddi
til fundarskrifara Lárus Jóhann-
esson, cand. jur.
Vitjað hafði verið um 22091 at-
kvæðaseðla, eða fyrir 37,1% af
öTlu hlutafénu.
Áður en gengið væri til dag-
skrár mintist formaður félagsins
Hallgríms Kristinssonar framkv.
stjóra, se-m látist hefði úr stjórn
félagsins á árinu, og bauð því
næst velkominn Svein Björnssou,
sendiherra, sem var til staðar á
fundinum.
Var þvínæst gengið til dag-
skrár fundarins.
Formaður félagsins Pétur A-
Ólafsson, konsúll, tók fyrstur t^l
máls. Lagði hann fram skýrslu
um hag félagsins og farmkvæmd-
ir á starfsárinu 1922 og starfs-
tilhögun 1923 og framtíðarhorf-
Lýsti hann í aða'latriðunum
rekstri og starfsemi félgasins á
umliðnu starfsári og gerði grein
fyrir fyrirhugaðri tilhögun á
starfsemi þess eftirleiðis.
Gjaldkeri félagsstjórnarinnar,
Eggert Claessen, abnkastjóri, tók
næstur til máls, yfirfór ársreikn-
íng félagsins í aðalatriðunum, og
grði nánair grein fyrir ýmsum
atriðum í honum.
Spunnust nokkrar umræður út
af dagskráarlið þessum og tóku
til 'máls: Brynjólfur H. Bjarna-
son, kaupm., Pétur A- ólafsson,
Eggert Claessen, bankastjóri, og
svöruðu tveir hinna síðarnefndu
fyrirspurnum þeim, sem fram
höfðu komið, f. h. stjórnarinnar.
Að loknum umræðum þessum
var reikningur félagsins satti-
þyktur í einu hljóði.
Var þvínæst tekinn fyrir 2- lið-
ur dagskráarinnar, svohljóðandi:
"Tekin ákvörðun um tillögur
stjórnarinnar um fikiftingu árs-
arðsins."
Framsögumaður þessa liðs dag-
skráarinnar var ritari félagsins,
Jón Þorláksson verkfræðingur.
Tók hann til máls um tillögur fé-
lagsstjórnarinnar um, skiftingu
ársarðsins, sem rituð er aftan
við ársreikninginn og gerði grein
fyrir henn í einstökum atriðum.
Kom fram breytingartillaga
frá HjaTta Jónssyni fra-mkvæmr'-
arstjóra, þess efnis að greiða
stjórnendum félagsins 500 króna
þóknun hevrjum fyrir störf þeirra
í þágu félagsins s. 1. ár-
Urðu nokkrar umræður um til-
lögur stjórnarinnar og breyting-
artillöguna og táku þessir til
máls: Hjalti Jónsson fram-
kvæmdarstjóri, séra Magnús
Bjarnason á Prestbakka, Brynj-
ólfur H. Bjarnason, kaupm, Jón
Bergsveinslson, fofseti og Jón
porláksson verkfræðingur. — Að
þeim loknum var genið til at-
kvæða og tillaga stjórnarinnar í
9. lið 2- samþykt með ö'llum
greiddu'm atkvæðum, en breyt'
ingartillögur Hjalta Jónssonar
framkvæmdarstjóraj samþ. með
25. atkv. gegn 7 og þreytist 3. lið-
ur stjórnartillöguniiar yfirfærsla
til næsta árs, sarhkvæmt því-
í stjórn voru endurkosnir af
hér búsettum stjórnarmeðlimum.
Pétur A. Ólafsson 'með 11284
atkvæðum, Hallgrímur Benedikts-
son með 10363 atkv., og Halldór
Þorsteinsson með 10327 atkv. —
Næstir fengu ólafur Johnson
3454 atkvæði, Jón Björnsson 2683
atkvæði, Hjalti Jónsson 1766 atkv.
Af háTfu Vestur-íslendinga var
kosinn Árni Eggertsson með 11-
438 atkvæðum-
Endurskoðandi Var kosinn í
einu hljóði pórður Sveinsson
kaupm, og varaendurskoðandi
Guðm. Böðvarsson sömuleiðis í
einu hljóði.
Ræddar voru og sam<þyktar
nokkrar tillögur u'm breytingar á
reglugjörð um eftirlaunasjóð fé-
lagsins.
Loks var gengið til síðasta
dagskrár liðs, sem er svohljóð-
andi:
"Umræður og atkvæðagreiðsla
um ónnur mál, sem upp kunna að
verða borin."
Fundarstjóri lagði fram til-
lögu frá Magnúsi Guðmundssyni
um að félagið bjóði ríkisstjórn-
inni að kaupa eitt eða fleiri aí
skipum rikissjóðs þannig að and-
virðið yrði hlutafjúreign í félag-
inu.
Tóku formaður félagsins og
Magnús Kristjánss-'n til máls
um hana-
Var tillagan síðan borin upp
og l'ékst ekxert atkvæði með
henni.
Samþykt var svohljóðandi til-
laga frá Guðmundi Hlíðdal verk-
fræðingi:
"Fundurinn ályktar að lýsa þvi
yfir í sambandi við breytingu sem
gerð hefir verið á þessum fundi
á 4. grein reglugerðar fyrir eft-
irlaunasjóð félagsins, að hann
ætlast til að félagsstjórnin sjái
um, að eigendur þeirra skipa,
sem Ei'mskipafélagið hefir út-
gerðarumsjón á, greiði í efTTr-
launasjóð félagsin\s hlutfallslegt
gjald."
Loks var samþykt tillaga frá
Þórði Bjarnasyni kaupmanni með
10 atkvæðum gegn 8 þess efni3,
að endurskoðendum verði greidd
250 kr. launauppbót hverjum fyr-
ir árið 1922.
Danska krónan hefir falilð
mjög að undanförnu, sem kunnugt
er. Síðast liðinn miðvikudag var
gengi sterTingspunds í Khöfn kr.
26,55, en daginn áður 26,15- — Er
þetta verðfall síðustu dagana
kent hafnarverkfallinu í Eng-
landi, af >ví að það gerir erfiðara
að fyrir að ko'ma dönskum út-
flutningsvörum á markað. — TJt-
Iend gjaldeyriseign Þjóðbankans
hefir au'kist síðasta mánuð við
það. að seld hafa verið útlend
ríkisskuldabréf. GuTltrygging
bankans fyrir seðlum er nú um
47% af seðTum í umferð, en þarf
ekki að vera nema 33 og einn
þriðji %; er nú ráðgert að selja
nokkuð af gullinu úr lanid, og var
eitthvað af því sent til Ameríku í
síðustu viku. Er þetta gert til
að 'hækka gengi krónunnar-
Listasafn Einars Jónssonar er
opið daglega þessa viku, kl. 2.—6
síðdegis. Aðgöngueyrir ein króna,
Nánari ákvarðanir verða síðar
birtar u'm sýningartíma og sýn-
ingardaga fra'mvegis.
Árið 1873 útskrifuðust 11 stú-
dentar úr lærða skólanum í
Reykjavík, og eru fjórir þeirra
enn á 'lífi- peir eru þessir:
Guðm. Guðmundsson, læknir í
Stykkishólmi, séra Jóhann por-
kelsson dómkirkjuprelstur, séra
Sigurður Jensson frá Flatey, séra
Stefán M. Jónsson frá Auðkúlu.
Eru þeir aTlir samankomnir hér
í bænum, til að minnast 50 ára
stúdentsafmælisins. — Sambekk-
ingar þeirra sem dánir eru, voru
ir: Björn Jensson, fyrv- yfir-
kennari, Brynj. Gunnarsson
prestur á Stað í Grindavík, Hall-
gri'inur Melstað, bókavörður, Jó-
Calvin Coolidge.
Hinn nýji forseti Bandaríkja þjóðarinnar Calvin Coolidge, er
fæddur í Ply'mouth þorpinu í Vermont ríki, þann fjórða dag júlí
mánaðar, árið 1872. Lauk hann prófi við Amherst lærða skólann 1895
með fyrstu ágætiseinkunn- Að því loknu, hélt hann til North-
hampton og tók að stunda lögvísi. Lauk prófi í þeirri fræðigrein
þrem árum síðar, sömuleiðis með hinum ágætasta vitnisburði.
Settist Mr. Coolidge að í þeim bæ og kvongaðist Grace Goodhue,
árið 1905. Eiga þau hjón tvo sonu á lífi-
Calvin Coolidge hefir or." fyrir hugrékki, pegja þeir
er bezt þekkja manninn, að hann blátt áfram kunni ekki að hræð-
ast. Hvað ofan í annað var hann kosinn á ríkisþingið í Massa-
chusetts og þótti hinn mesti atkvæðamaður í hvívetna. Ríkia-
stjóra embætti í Massachusetts gengdi Mr. Coolidge um hríð, en
var kjörinn til varaforseta í kosningunum 1920. ' Nafn Mr.
Coolidge varð kunnugt út um allan heim árið 1917 í sambandi við
Tögreglumanna verkfallið nafntogaða í Boston, er hann rak hvern
einasta lögregluþjón borgarinnar er í verkfallinu tóku þátt og skip-
aði nýja menn í stöður þeirra- Þótti mörgum þar vera ærið
djarflega teflt.
Daginn eftir lát Hardings var Mr. Coolidge svarinn inn í for-
seta embættið, frammi fyrir föður sínu'm, manni komnum fast að
áttræðu. — Fullyrt er að Mr. Coolidge muni verða útnefndur í einu
hljóði sem forsetaefni Republicana, við kosningar þær, er fram
eiga að fara næstkomandi ár.
han Malby, dó á háskólanum, Páll
Vigfússon, umboðsm. Richard Ó-
lafsson, læknir í Danmörku, séra
Zóphónias Halldórsson, Viðvík.
25 ára stúdents afmæli eiga 30.
þ. m- Magnús Jónsson prófessor,
Guðmundur Hallgrímsson 'læknir,;
Þorkell Þorkelsson löggildingar-j
stjóri, Halldór Hermannsson pró-|
fe&sor, Jón S. Hjaltalín héraðs-'
læknir, Bjarni Jónsson banka-
stjóri, Ari Arnálds bæjarfógeti, |
Sigfús Einarsson tónskáld, Sig- '¦.
urður læknir Jónsson í Færeyjum,
Matthías Einarsson læknir, Matt-j
hías Einarsson fornminjavörður,
Bjarni p. Johnson má'lafærslu'mað-
ur, Einar Jónasson sýslumaður,
Þorsteinn Björnsson cand. theol-, \
porvaldur Pálsson læknir og Valdi* |
mar Steffensen læknir. Einn1
sambekkinga þerra er látinn, j
Tómas Skúlason. Hinir munu j
allir koma hingað nema Ari
Arnalds, til þess að minnast af-
mælisins með hátíðahöldum.
Eldur kviknaði um kl. 9 í morg-
un á miðhæð hússins' no- 11 við
Grundarstíg. Það er þrflyft
steinhús á háum kjallara og
nokkur herbergi á fjórðu hæð.
Sjónarvottur sagði Visi svo;
frá, að hann hefði séð eldinn
gegnum glugga og hlaupið til að í
brjóta brunboða, en 1 sömu and-:
ránni heyrði hann brest og sprakk ;
þá einn gluggi á miðhæðinni og.
eldblossann lagði þar út. Slökkvi-1
liðið kom mjög fljótt, en eldurinn I
komst á svipstundu upp á þriðju |
hæð og þaðan upp undir rjáfur,;
og einu sinni læsti hann sig niður|
á neðstu hæð, því að gólf öll og|
loft eru úr tré. Fólk bjagaðist með |
naumindum. Ein stúlka stökk
út um glugga, komin að köfnun |
í reyk, og var gripin í segli, og
sakaði hana ekki- Fleiri voru
hætt kormnir.
Húsið brann mjög innan, en
ekki verður að svo stöddu sagt
um skaðann, en ugglaust er hann
mjög mikill.
Eldurinn var slöktur fyrir há-
degi. Innanstokksmunum varð
bjargað úr kjallaranum og ef
neðstu hæð, en litlu bjargað af
hinum hæðunum. -
Helgi Teitson hafnsögumaður
andaðist í morgun, eftir örstutta
legu í lungnabólgu. Hann var
hniginn á efra aldur og hafði
lengi verið hafnsögumaður i
Reykjavík-
F. C. Möller kaupmaður andað-
ist hér í bænum í gærkveldi, eftir
langvinna vanheilsu.
Nýr sjónleikur eftir Kristján
Albertsson, er nýkffminn út og
heitir Hilmar Foss. Verður hans
minst síðar.
0r bænum.
Séra Halldór Johnson á Gimli,
hefir verið kallaður til prests-
þjónustu hjá Lút. söfnuðinum í
Blaine og á Point Robert í Wash-
ington, og býst hann við að fara
vestur til þeirra safnaðar innan
skamms.
Mrs. Sigurborg Johnson, kona
porsteins Johnsonar bónda í
grend við Leslie, Sask., í kynnis-
för hjá ættingjum sínum í Fram-
nesbygð í Nýja íslandi, varð fyr-
ir þeirri sorg að missa yngra«
son sinn, Steingrím að nafni,
tæp'lega ársgamlan,, þ. 23- júlí s.
1. Barnið lézt úr lungnabólgu er
það fékk upp úr mislingum. Jarð-
arförin fór fram frá hei'mili Mr.
og Mrs. Jóns Karvelssonar þ- 25.
júlí. Séra Jóhann Bjarnason
iing.