Lögberg - 09.08.1923, Blaðsíða 2

Lögberg - 09.08.1923, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9- AGÚST 1923. Ein 50c askja kom henni til heilsu. .. arðlífi sem varaði svo árum skifti, læknaðist af “Frui-a- tives.” Hið undursamlega gafameðal ' £« ‘M Hver sá sem er heilsulítill, eða þj áist af höfuðverk, eða hefir enga löngun til að lifa, mun lesa Wolfe, East ship Harbor, N. S. Mrs. de WTolfe segir meðal ann- ars: “í mörg ár þjáði'st eg af harölífi og höfuðverk og mér leið illa yfir höfuð. Engin meðöl virtust hjálpa. pá fór eg að reyna Fruit-atives” og afleiðing- með fögnuði bréf Mrs. Martha de arnar voru hinar beztu og eftir eina öskju varð eg eins og ný manneskja. 50c. askjan, 6 fyrir $2,50, reynsíu- skerfur 25c. — Fæst hjá öllum lyfsölum eða beint frá Frui-a- tives Limited, Ottawa, Ont. Minni íslenzkra land- nema. eftir JOSEFH THORSON. Herra forseti! Háttvirtu tilheyrendur! Þegar eg var fyrir nokkru beð- inn að mæla fyrir minni íslenzku landnemanna vestan hafs, var eg í efa um, hvort eg ætti að þiggja heiðurinn, sem mér var með því sýndur. Lágu til þess tvær ástæð- ur. í fyrsta lagi, eru nú í dag rétt io ár siðan eg hélt mína fyrstu— og eg mætti segja einu—ræðu á ís- lenzku. Og siðan hefi eg sjaldan talað hana. Þekking min á henni var ekki—jafnvel ]>egar bezt lét— eins mikil og hún hefði átt að vera. Það verð eg að játa, þó eg geri það ekki kinnroðalaust. Að öðru leyti fann eg til þess, að eg var ekki fær um að gera þessu efni þau skil. er það verðskuldaði. Mér fanst, að það ætti að vera falið færari ræðumanni, en eg er. En eg lét þó að lokum tilleiðast að færast þetta í fang. Þó eg sé minna við íslenzkan fé- lagsskap riðinn, en eg stundum kysi, og tilheyri ekki kirkjum eða öðrum félögum, sem þið haldið uppi. þá samt býr eitthvað innra fyrir hjá mér, sem veldur því, að mér finst eg enn vera einn af ykk- ur og mén lék mikill hugur á að reyna að taka að mínu leyti þátt með ykkur }• 50 ára hátíðahaldi fyrstu íslenzku landnemanna i Canada, og að gera það sem mér bar í að heiðra minningu þeirra, minningu Iandnemanna, sem hug- rakkir gengu í hólm við óteljandi þrautir og harðrétti til þess að greiða okkur, börnunum þeirra, leiðina að hinum miklu tækifær- um, sem okkur hafa síðan staðið hér opin og standa enn. Það er vegna þessa, heiðruðu tilheyrendur, sem eg af einlægni kem fram fyrir ykkur, þrátt fyrir vankunnáttu mína á íslenzkri tungu og vankvæði á að birta hæfi- Iega tilfinningar mínar, — og bið ykkur að sýna mér langlundar-geð og þolinmæði; hjarta mitt er í og með í þvi er eg hefi hugsað mér að segja. Fyrir 10 árum talaði eg á Gimli um íslenzkt þjóðerni og íslenzka þjóðernistilfinningu. í dag lang- aði mig til að tala frekar um það efni, því að sami andinn og hjá þeim mönnum bjó, er yfirgáfu eignir sínar í Neregi eftir orustuna í Hafursfirði, heldur en að búa við þá kosti, er þeim voru ógeðfeldir, kom mönnum síðar til að yfirgefa ísland með hinum ógleymanlegu endurminningum sinum þar, og leita gæfunnar fyrir sig og börn sín annars staðar. Saga íslenzks landnáms í Canada er saga sanns hetjuskapar og hugrekkis, lartgt fram yfir það, er eg get með orð- BEALT* iJt liiE 5KIN •Oa hörund«fegurC, ©r þrá kvenn* og f*eat með þvl að nota Dr. Chaae'a Olntmena. Alltkonar húðsjúkdómar, hverfa vlð notkun þe««a meðal* og hörundið verður mjúkt og fagrurt. Fœ»t hj& öllum lyfaölum eða frá Edmanion, Batea k Co., Limlt^d. Toronto. ókeypis sýniahorn «ent, ef blað þetta ©r nefnt. i)f:.Chase’s -Oinlmcnt I um lýst. Þið, frumherjar land- námsins, þekkið þá sögu, því hún er sagan af ykkur sjálfum, en mörgum af ykkur, ungmennunum, sem hér eruð, er hún ekki kunn. Það er saga, sem við ættum ekki að gleyma, og minnir okkur á það, er erfiðleika ber að höndum, að forfeður okkar, landnámsmenn- 'ifnir, horfðust i augu við meiri erfiðleika og sigruðu þá. Með ykkar leyfi langar mig því til að gefa hér stutt yfirlit yfir fyrri ár- in af 50 ára landnámi íslendinga í Canada. Það mun fyrst hafa vérið farið að hugsa og tala um útflutning frá íslandi um árið 1870. Við- skifta ástandið var þá slæmt heima og stjórnmála ástandið ýmsra átta og óráðið. Framtíðin virtist ekki glæsileg á íslandi. En útflutning- ur byrjaði þó ekki að ráði fyr en árið 1872, því enginn vissi hvert halda skyldi. Ýmsa fýsti að fara til Brazilíu, aðra til Bandaríkj- anna og nokkra til Canada. Árið 1872 fóru fáeinir menn frá I3- landi til Milwaukee i MTsconsin- íylki í Bandaríkjunum. Alls voru það um^ís manns. Það var samt ekki fyr en árið 1873, fyrir réttum 50 árum síðan, að veruleg hreyf- ing komst á innflutning hingað til lands frá íslandi. Fjórða ágúst, það ár, héldu 165 manns á stað frá íslandi til Ame- riku. Þeir komu til Quebec 25. ágúst. Bkki er neinna sérstakra æfintýra getið i sambandi við þá sjóferö. 50 þessara manna fóru til íslenzku bygðarinnar í Milwaukee. en hinir . til Rosseau í Muskoka Lake héraðinu í Ontario. Hafði stjórnin sett það landsvæði til síðu fyrir þá. Þetta var fyrsta land- nám íslendinga í Canada. Við harðrétti og erfiðleika áttu þeir að búa fyrsta veturinn í þessu ókunna landi. N«kkrir tóku sér heimilis- réttarlönd. Aðrir. leituðu atvinnu í Toronto. Flestir fengu þeir vinnu við járnbrautarlagningu, en nokkr- ir við sögunarmylnur þar í grend- inni. Bjálkahús reistu þeir sér áður en veturinn reið í hlað. At- vinnu var erfitt að fá og laun voru lág. Einir $16 um mánuðinn fyrir erfiðustu vinnu, sem hægt var að hugsa sér. Matvara var dýr og af skornum skamti. Margir létu hugfallast þá um veturinn og fluttu til Milwaukee. Veturinn leið samt. í október næsta ár, eða 1874, kom annar hópur frá íslandi. Flestir fóru þeir til Kinmount, sem er 102 mílur frá Toronto. Nokkr- ir fóru og til Milwaukee. At- vinnuleysi var tilfinnanlegt á báð- um þessum stöðum, og veturinn, sem þá fór i hönd, var hræðilega erfiður fyrir þessa menn. Að Kinmount var nokkur vinna við járnbrautarlagningu. í bygðinni, sem þar átti að heita, voru fjórir kofar alls tveh- þeirra voru 70 fet á lengd og 20 á breidd, en hinir tveir 35 og 20 fet að ^tærð. 1 þessum kofum höfðust nálega allir íbúar bygðarinnar við. Vinnulaun- in voru 90 cents á dag við ströng- ustu erfiðisvinnu meðan hana var var að fá, en fyrir hana tók alveg lengi úr vetrinum. Mörg börn dóu þá, aðallega vegna kulda og ó- nógrar aðbúðar og jafnvel fæðu- skortte. Það var augljóst, að hér- að þetta var ekki hæft til að byggjast. Eandiö var einn karga- ^kógur og erfitt að hreinsa og yrkja fyrir menn, sem engin verk- færi höfðu, enga skepnu og því siður peninga til þess að borga með fyrir slika vinnu. Hraus þá mörgum hugur við, að eiga að dvelja þarna til langframa. Fóru nokkrir til Nova Scotia, sem héldu að ástandið væri betraf þar. Og hvað sem því leið, voru þeir þó nær sjónum og þess vggna nær íslandi. En ástandið var þá jafnvel enn verra þar og flestir af þeim, er þangað fóru, voru innan fárra ára horfnir þaðan aftur. Vorið 1875 barst landnemunum í Kinmount sú fregn, að ákjósan- legur staður væri fyrir innflytj- endur í Manitoba, á vesturströnd Winnipeg-vatns, og var ákveðið í Kinmount, að senda tvo menn, S’gtrygg Jónasson og Einar Jón- asson, til að skoða þetta land og skýra frá, hvernig högum væri þar háttað. Þessir tveir menn fóru frá Kinmount 2. júlí 1875, yfir St. Paul, Duluth, og eftir Rauðánni til Winnipeg. l’eir komu þangað 16. júlt 1875. Voru þeir fyrstu ís- lcndingarnir, er fæti stigu hér nið- ur. Ástandið i Winnipeg var þá framúr skarandi slæmt. Að eins fá hundruð manna áttu þar þá heima. Járnbrautir voru hér þá engar og akvegir eða brautir held- ur ekki neinar að ráði. Engi- sprettur höfðu nokkur ár ætt hér eins og logi yfir akur og landið var í flagi. Þessir tveir bústaða- Ieitendur, ásamt tveimur mönnum, er í förina slóust frá Duluth, fóru niður eftir Rauðánni og tóku land þar sem nú heitir á Gimli. Hér var stórvatn fult margskonar fiski. Og hér var land gott með- fram strönd vatnsins og ekki nærri eins skógþungt og í Muskoka hér- aðinu. Engi var og hér og þar milli skógarbeltanna. Var þá á- kveðið að gera þetta að framtíðar- heimili íslendinga í hinum nýja heimi, Landnemarnir í Kinmount gerðu það með sér, að flytja allir saman til þessa nýja bústaðar. Þeir, sem í Rosseau höfðu verið, voru komn- ir til Kinmount og slóust í förina með þeim. Seint um haustið 1875 lagði svo hópurinn af stað frá Ont- ario til Nýja Islands. Stjórnin borgaði ferð þeirra og kom það sér vel, því flestir voru peninga- lausir. Peningar þeir, er þeir höfðu komist yfir, voru fyrir löngu upp gengnir. Bjálka kofana sina og áðrar umbætur, er þeir höfðu gert, urðu þeir að yfirgefa og annars alt, sem í bráð var hægt að komast af án. Alls komu um 250 manns hingað i einum hóp, frá Ontario. Urðu þeir að fara til Duluth, þvi járnbraut var þá eng- in komin til Winnipeg. í duluth bættust talsvert margir í hópinn frá Milwaukee. í Fisher’s Landing við Rauðána stigu þeir á skip og fóru til Winnipeg. Voru þeir þangað komnir um miðjan októ- ber. Þeir, sem sáu Winnipeg þá, og sjá hana aftur nú, hafa sannar- lega séð milrtar breytingar. Það hafði verið ákveðið, að senda 3 menn snemma sumars út í þetta nýja hérað, til þess að heyja fyrir nokkrum kúm, er ráð var gerf fyrir að landnemunum yrðu sendar; en það kom þá upp úr kafinu, er hópurinn kom til Wltnnipeg, að heyskapurinn hafði farist fyrir. Það var því litil von um að hafa nokkra mjólk veturinn þann. Llvað átti nú til bragðs að taka? Það var liðið á árið og vet- ur í aðsigi. Enginn vegur var til að vera i Winnipeg; þar var enga vinnu að fá og engin lífsbjörg. 1 þessu nýja héraði var þó hægt að ná sér í fisk i vatninu og veiða kanínur í skóginum. En að hakla úl í þá óbygð án þess að hafa skýli yfir höfuð sér, var þó ekkert fagnaðarefni. En svo óbilandi og djarft var fólk ],dtta, að engin hætta eða þraut var svo stór á leiðinni, að því ofbyði hún. Og í lok október mánaðar ákvað það að halda ferðinni áfram til þessa fyr- irhugaða bústaðar, hvað sem fyr- ir kæmi. Fólk þetta flutti farangur sinn út á flatbotna, galopna báta, og ýtti úr vör út á Rauðána, þaðan sem Notre Dame strætið liggur niður að ánni. Bátana bar stór- slysalaust alla leið út að Winnipeg- vatni. Þar vildi svo vel til, að þeir mættu gufuskipi, sem Hud- son’s Bay félagið átti, og togaði það bátana alla leið til hins nýja bústaðar þeirra. Þeir nefndu hann Gimli, en í sannleika var það ekki nein himna sæla, sem land- nemarnir lentu þar í. Daginn eft- ir að þangað kom, snjóaði með hörku frosti. Vietur var í garð genginn. Þarna voru nú land- nemarnir staddir í ókunnu landi, með vetur veifandi feiknstöfum yfir sér, skjóllausir og sama sem vistalausir. P.jálkakofum varð tafarlaust að koma upp. En það var heldur enginn leikur. Hvorki voru hestar né uxar til að draga trén á að sér, svo á þróttinn í arm- inum varð að treysta til þess. Fiskvéiðin var treg það ár. Vet- urinn varð landnemunum hörm- ungar-vetur. Matvara var dýr og erfitt með alla aðdrætti vegna vegaleysis. Kartöflur voru 90 c. mælirinn, baunir, 7 c. pundið og hveitimjöl eins hátt og 7 cents pundið. Meira en einn þriðji land- nemanna dóu þenna vetur úr skyr- bjúg og öðrum sjúkdómum, sem stöfuðu af óhollri og knappri fæðu. Börn dóu af ófullkomnum aðbún- aði og mjólkurskorti, t.d. misti ein f jölskyldan 7 börn af 9, Hún var i sannleika geigvænleg fyrsta við- kynning landnema'nna af , þessu “Nýja íslandi” þeirra. En and- inn lifði enn fleygur og fær. Um vorið hljóp stjórnin undir bagga. Keypti hún 20 kýr„ sem farið var með norður og skift milli frum- byggjanna. Stundum urðu 3 til 4 íjölskyldur um eina og sömu kúna. Þetta var ekki mikil hjálp, en þó betri en ekkert. Og svo fór sum- arið i hönd. Nýjar vonir og nýtt þrek glæddist i brjóstum manna. En þessum. vetri gleyma þeir aldr- ei, sem þarna voru. Harðréttið og þjáningarnar, fátæktin, sjúkdóm- arnir og dauðsföllin, sem þetta fólk þoldi, mun, ætið lifa í annálum Nýja íslands. Sumarið 1876 komu yfir 1200 manns frá íslapdij ’ Nokkrfrt af þeim urðu eftir i Winnipeg, en meiri hlutinn fór til Nýja fslands. Bygðin færðist sundur og stækk- aði á vesturströnd Winnipeg-vatns frá Boundary Creek, sem ’ kallað *r, til Islendingafljóts, ,'og 'út til Hér er drepið á nokkur af þeim miklu kjörkaupum, sem fást á ÁGÚST SÖLUNNI miklu á húsbún- aði hjá BANFÍELD'S (Þþir fáu dagar, sem liðnir eru af sölu bessari, hafa sannað hyggindi kaupend- anna. Þeir voru ekki lengi að sjá, um hví- lík fáheyrð kjörkaup að þar var að ræða. Athugið hvers þér þarfnist — kaupið núna. Vér sendum vöruna nær sem þér óskið og það sem er enn meira út í varið, að verðið er öldungis óviðjafnanlegt. VORIR HÆGU BORGUN- ARSKILMÁLAR Chestcrfield Samstæða. Afar vandlega stoppaS og klætt meS úrvals flaueli, fjaSrasæti og bak. Lausir Marshall ptið- ar, gerSir samkvæmt nýjustu heilbrigSisreglum. Stóll _ af sömu gerö. VanaveríS þess er «264.50. IRQÍK Ágústsalan .............lOJ.t/u Borðstofu Samstæða. Úr ekta dökkri valhnotu eöa mahogany, 60 þuml. Buffet 50 þuml. þensluborö, eindyrað China Cabinet, 5 algengir stðl- • ar og einn hægindastðll. Ekta leöur slip sæti. Vanaverðið er Z’Zf................369.00 Borðstofustólar. Ekta reyklituð eik, doppusæti, ðbilandi efni, 5 litlir stðlar og 1 hægindastól}. VanaVerÖið er $39.50. OQ CA Ágústverð............ rtavcnette legubekkur Ekta, reyklituö eik, vel stopp- aður og fóðraður. Fullkomin rúmstærö eftir aö opnaður er. Ágæt dlna fylgir Vanaverðið er $87.00. CQ •7C Ágústsala ........... OtJmi O BorðStofu-samstæða. Samanstendur af Buffet, 48 þml case, þensluborÖ (post leg) 44 þml yfirborð, 6 feta þensia; 5 smástólar og einn hæginda- stóll, slip sæti, box frame, leð- urk)ætt. Vanaverð 1 OQ AT $'200. Ágústverð .... * Buffet skápur Ekta kvartskorin eik reyklit- uð, 48 þml. case, 2 smáar og ein stór skúffa fyrir lln, Stórt bollahólf Vanaverð QP $79.50. Agústverð .... OD.í/O 3 Stykkja Cane Samstæða Afar fallega fóðrað og stoppað I tvllitu raised Verona; val- hnotu áferð. Samanstendur af settee, stól og rocker. Vana- verðið er $249.00 Agústsalan ....... Toilet Set. 169.95 6 stykkja Toilet set, skreytt með rósblóma blæ úr afbragðs ensku efni. Vanaverðið er $8.95. A QC Ágústsalan ............. Svefnherbergis Samstæða. Ekta, dökk valhnota. Saman- stendur af Chefforobe, rúm- stæði, stærð 4 fet 6 þml. (semi- sveigur), dressing table og bekk. Vanaverðið er $259.50. Ágúst- Salan að eins ... Tapestry Stóll. Vel stoppaður og yfirklæddur, fjáðrasæti, rocker tilsvarandi. Vanaverð $45.75. QC Ágústsalan ........... Sllding Couch og Matrcssa. Með óryðgandi tvistuðu link- fabric. Stálumgjörð öldungis óbilandi. Matressa klædd fögru Cretonne með valance alt um kring. Vanaverð $16.95. Ágústsala ... 10.95 169.00 Allar vorar byrgðir af barnakerrum, sulkies, strollers og Refrigerators Verandah stólum ag Ruggustólum Iúinoges Dinner Sðt 97 stykkja Limoges Dinnar Set, nýt lag, fallegt munstur. Með öllu tileyrandi fyrir 12 manna borðhald. Úr fjórum tegund- um að velja. 40 QA Ágústverð............... tI£../U Kitchen Cahinet. Hvltt Enamel, 42 þml. toppur, porceliron, easy running top of base. Búið til með öllum nýtlzku þægindum. Vanaverð- ið er $92.50. Ágústsala ......... 67.95 BorgiiS litla niðnrborg- un og skiftið afganginupi niöur í viku- eöa mánaö- arlegar afborganir. JAJlanfieM Tho Uolt&blo Hom» Fúrnlshor' STREET-PHOJNE N6667 Banfielcl's ábyrgö: aö gera alla ánægöa eöa peningum skilaö aftur. — Búöin op- in 8.30 til 6. Laugardaga 8.30 f.h. til 10 e.h. Mikleyjar. Allir komu þangað sömu leiöina og áöur frá Winni- peg í opnum, flatbotnuöum bátum, niður Rauðána, því flutningstæki þangaö voru engin önnur í þá daga. En saga raunanna og erfiðleik- anna var ekki öll enn skráð. Næsta vetur geröi bóluveikin vart viö sig. Gaumur var henni lítill gefinn í fyrstu, vegna þess, að mjenn þektu hana ekki. En þaö gaf henni tækifæri til aö breiöast út, svo að erfitt varö aö stemma stigu hennar. VarÖ þá aö einangra alla bygöina þar til í júlí árið 1877. Þann vetur dóu yfir 100 manns úr bólusótt. Einnig dóu þá nokkrir úr skyrbjúg og annari sýki, því enn var hart um matbjörg; upp- skeran var rýr sumarið áöur vegna þess aö jörðin var ekki eins und- irbúin og vera þurfti fyrir akur- yrkju. Þann vetur weitti stjórnin nokkra hjálp. Þrátt fyrir bólu- sóttina, var annar vetur landnem- anna þarna ekki eins geigvænleg- ur og sá fyrsti. Sumariö 1877 glæddist aftur vonarneisti hjá bvgðarmönnum og næsti vetur leiö stórslysalaust. Skógur haföi tals- vert verið ruddur af löndum og meö meiri rækt lagðri viö akra, fór uppskera batnandi. Fiskivie'iöi var einnig skárri en áöur og margt bar nú vott um betri daga. Sumurin 1878 og 1879 voru aftur votviðra- söm; hey hirtust illa og uppskera var léleg. Dofnaöi þá yfir mönn- um og héldu ýmsir að þetta Nýja Island yrði aldrei lífvænlegur manna bústaður. ÁriÖ 1878 fóru margir úr Nýja Islandi og settust aö í Norður Dakota, í grend við Pembina, Mountain og Cavalier. Áriö 1880 komu flóðin miklu. Flæddi þá yfir bakka Winnipeg- vatns og voru þeir í kafi alt sum- arið. Undir haust steig þó flóðið enn þá hærra, og flæddu þá út ('Niðurl. á bls. 7). £. Lifrar verkir. Verkir undir herðarblöðunum feenda til veiklunar í lifrinni. önnur einkenni eru stýfla, meltingarleysi og höfuðverkur Vissasti vegurinn til þess að komast sem allra fyrst til heilsu er sá, að nota Dr. Chajs- e’s Kidey-Liver Pills. Stöðug notkun þeirra tryggir bata, leiðréttir meltinguna og hreinsar blóðið. Mrs. W. Barten, Hanover, Ont., stkrifar: “Um langa tíð þjáðist eg af lifrar sjúkdómi og fylgdi því al'la jafna þreytutilfinning í bakinu, sem örðugt var að út- rýma. Einhver ráðlagði mér Dr. Ghase’s Kidney-Liver Pills. pær sannarlega reyndust mér vel. preytan í bakinu hvarf á svipstundu og nj líður mér á- gætlega. Eg hefi óbilandi trú á Dr. Ghase’® Kidney-Liver pills og hefi þær ávalt í húsinu” Dr. Ghase’s Kidney-Liver Pilils, ein pilla í einu; 25 cent askjan hjá öllum lyfsölum eða Edman- son, Bates og Co., Limited. Tor- onto. Minni Vestur-Islendinga. Gimli, 2. ágúst 1923. Drottinn þurfti salt í sjó, sá og vissi hvað það giltí; ekkert hann til einkis bjó, aldrei neina plötu sló, alt sem lifði leið og dó, lögmál hans að nokkru fylti. pað er gott að geta sótt g'lóð í leiði feðra sinna, þegar kuldinn kyrkir þrótt, koldimm ríkir vetrarnótt; sælt að geta sofnað rótt syfjaður í rúmi hinna. Samt er betra bróðir kær, blysin isín að kveikja sjálfur. Flest er það sem framtíð nær, fætt í dag en ekki í gær; sá sem annars afla fær, aldrei verður nema hálfur. Vestur-íslenzkt þrek og þor þrautir vann, — sem áttu feður — Deyfð og framsókn vitja vor; — vinna hlýtur önnur hvor. — Látum okkar eigin spor aldir geyma — hvað sem skeður. Eins og dropi að sökkva í sjó sýnist vera höfuð þrautin broti, se*i*n að sínu bjó, sjálfstætt bæði lifði og dó. — En við gætum eflaust þó orðið salt í þjóðargrautinn. Sig. Júl. Jóhannes'son. Minni Canada Gimli, 2. ágúst 1923. í ljóði smáu á tungu tigna landsins ,Úr töfrablámans himinvíðu firð, Þér heilsar rödd frá brimi sævar sandsins. í söng og óði gegnum djúpsins kyrð, Þér heilsar rödd frá heimi söngs og sagna, Sál vors lands í gegnum tímans flug Skal tengjast þér og ‘máttaröfl þín. magna Við megineld er skapar þrótt og dug. Vér kyntumst þér, sem sveinn og ungur svanni Und sól og morgni tengja hug og mund, Þú gafst oss fríða rós úr þínum runni pinn röðull vermdi æ vorn blómalund, pótt fléttist sorgum sumardagsins litur Og sól og ‘myrkur skiftist um vorn hag Vort land þú sért unz sól á víði situr Hins síðsta dags, frá fyrsta landnámsdag. -Með sigurbros í faðmi forlaganna Þig fjötrar aldrei nokkur mannleg hönd Því þú ert rík í frelsi frumskóganna, Átt frið og kyrð við sævardjúpsins rönd, Já, rík þú ert, þér gull í æðum glitrar Sem geisli á leið hins villulúna manns, Og rík þú sért er tónn þíns hjarta titrar, Sem tárhrein dögg á gróðri kærdeikans. Ó, -Canada, heyr kveðju íslandis barna Með kærri þökk vér minnumst þín í dag, Sé ást til þín vort Ijós og leiðarstjarna Á lífsins braut til sigurs þínhm hag, Sé ást til þín, »sá eldur -sem að forennur Á arni þeim er fram á veginn -skín, Á meðan blóð í aldaæðum rennur íslendingar skulu minnast þín. S. E. Björnsom

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.