Lögberg - 09.08.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.08.1923, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9- AGÚST 1923. Jögberg Gefi8 út livem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.jCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Talniman N-6327 oé N-6328 Jóu J. Bfldfell, Editor Utanáskrift til biaðsins: THE C0LUN(BI/\ P^ESS, Ltd., Box 3171. Winnipeg, l*arv Utanádkrift ritatjórana: EDtTOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnipegy tyan. Ths "Löjfbsrtf" ls prtntad and publlahsd by Ths Columbla Prsss, LlmMsd. in ths Columbia Bloclc. 863 to 8ST Shsrbrsolcs Street. Wtanipeg, Manltoba Er frumleiki íhugsun að hverfa? pessi spurning hefir kveðið við úr ýmsum áttum hvaft eftir annaö. Hún hefir ef til vill gert það áður, en að líkindum ekki oft eins á- kveðið eins og nú. pað er sagt, að reykurinn sé faðir eldsins, og þegar eins mikið er af reyk upp af einhverju eins og af þessu, þá er ekki ó- líklegt, að þar sé um verulegan eld að ræða. Nokkrir merkismenn hafa nýlega látið til sín heyra um þetta mál. Prófessor Beresford Pite, sá er nýlega lét af embætti í bygginga- fræði (architecture) við The Royal College of Architecture í London, sagði nýlega í viðtali við blaðamann: “Byggingafræðingar nútíðarínnar hafa augun aftan í höfðinu—horfa aftur á bak til litiins tima, miklu fremur en fram til kom- andi tíðar og framþróunar í list sinni. peir þurfa tilfinnanlega á leiðbeiningu og nýjum hug- sjónum að haJda.” Mr. Garvin harmaði það mjög í ræðu, sem hann hélt í söngfélagi Breta, að Englend- ingar væru búnir að tapa sérkennum sínum í músík og þá vaxandi tilhnegingu, að apa alt sem þeir gætu eftir útlendum þjóðum. Og svo tók James M. Beck, dómsmála ráðherra Bandaríkj- anna, í sama strenginn í ræðu, sem hann flutti í hinu sameinaða félagi enskumælandi manna í Bandaríkjunum. Hann benti þar á hina sorg- Jegu afturför Englendinga í frumleik og skort á- umhyggju fyrir því, sem fegurst væri og frum- legast í sál einstaklingsins. petta eru þungar ákærur á hendur Eng- lendingum og óefað eru þær á einhverjum rök- um bygðar. En það eru ekki Englendingar einir, sem þannig eru að týna sjálfum sér. þetta á að . meiru og minna leyti við allar þjóðir og er eitt af stór-meinum mannkynsins. Óþarft er að fara mörgum orðum um hættu þá, sem einstaklingum og heilum þjóðum stafar frá þessari hnignun, því hún ætti að vera hverj- um manni auðsæ. ójsálfstæði í hugsun, orði eða verki, hefir ekki einasta peningalegt tap í för með sér, heldur andlega afturför og að síð- ustu þjóðernislega rotnun. Hvernig stendur á þessu ástandi? Tildrögin til þess eru mörg og margvísleg. Eitt þeirra er blátt áfram andleg leti. Menn nenna ekki að reyna á sig. pað er hverjum manni Ijóst, sem opin hefir augun, að menn eru á vorri tíð miklu ófúsari til þess að leggja á sig líkamlegt erfiði, heldur en menn voru fyrir mannsaldri síðan. öll samtök verkamanna miða til þess, að draga bæði úr erfiði og áreynslu — að komast hjá að reyna óþarflega mikið á sig og að Játa sem minst í té af áreynslu fyrir sem mesta borgun. J?essi tilfinning hefir gagntekið hugsun verkalýðsins á vorum dögum. Hið sama á sér stað á sviði andans víða. Rithöfundar hafa myndað félag sín á meðal til þess að bæta sinn eiginn hag. Byggingameist- arar, læknar, lögfræðingar, prestar, söngfræð- ingar og aðrir, hafa gjört það sama. Mannfé- lagið er ein óslitin keðja af félögum, sem lang- flest eru að skara eld að sinni eigin köku, og hver getur láð þeim það? Er það ekki hinn ráð- andi hugsunarháttur samtíðarinnar? Er það ekki orðið að einu stóru hugsanaflóði í heimin- um, sem menn ráða naumast við og menn standa varla upp úr? Við þetta bætist “centralization” — að ver- ið er að draga alla skapaða hluti saman í eining- ar-heildir eins stórar og mönnum er mögulegt að ráða við. Mentamálin er verið að draga saman í eina heild — einn stóran og ægilegan grautarpott, og í þeim potti eru allir soðnir við sama hita, með sömu reglum og sama fyrirkomulagi. Atvinnumálin, iðnaðarmálin og mannfélags- mlin, alt eru þetta stór heildir, sem velta fram með ægilegu afli, sem enginn einstaklingitr, eða einstaklings eðli megnar við að standa. Þá eru vélarnar, sem nú eru svo margar og margvíslegar, að það er varla orðið það verk til, sem nokkra hugsun þarf við. J?au eru unnin af hugsunarlausum og sálarlausum vélum, sem mennimir þurfa að eins að setja í hreyfingu og stöðva. önnur ástæða enn, eru samgöngurnar. Millibilið á milli þjóðanna hefir verið nálega numið í burtu, að minsta kosti í samanburði við það sem var. Áður þrýsti fjarlægðin þjóðunum til þess að hugsa fyrir sig sjálfar. Nú er hver einasta ný hugsun orðin aö alheims eign óSara en hún verður til og menn grípa han? eða þær sjálf- ir og gera að sinni eign, og er það nokkuð þægi- Jegra, heldur en að þurfa að reyna á sig að fram- leiða sjálfir. IÁstaskólamir /hafa stefnur, ,sem alment eru viðurkendar, eins fastar og ósveigjanlegar og þær væru með Jögum skorðaðar, og hver sá, sem út af þeim hefir reynt að breyta, hefir í flestum tilfellum verið svelgdur upp í hina ráð- andi stefnu-strauma, sem hafa velt sér fram með sívaxandi hraða, eða þá að þeir hafa alveg drekt honum. Binn af frumlegustu listamönnum, sem nú eru uppi, er Einar Jónsson í Reykjavík. Maður með andlegt hugsanalíf og svo bjargskorðaðar skoðanir, að ekkert fær vikið þeim. Var hann ekki gerður svo að segja útlægur úr vistum hinna eldri listaskóla einmitt fyrir það, að hann beygði sig ekki fyrir ráðandi stefnu þeírra? J?að er ekki auðvelt að byggja upp gróður- reiti frumlegrar hugsunar innan um alt þetta óskapa flóð. En ekki er vanþörf á að halda þessu máli vakandi og hlúa að frækorni sjálf- stæðis og frumleika eftir megni, og það sem fyrst, áður en allur vísir til frumleika á sviði andans er horfinn. íslendingadagurinn á Gimli. Hann rann upp fagur og heiðskír. Snemma dags sást fólkið, ungt og aldrað, halda prúðbúið til skemtistaðarins, sem er einn sá prýðilegasti, er menn eiga hér völ á. porpiðr var þögult og kyrlátt, eins og það á að sér, og vatnið rólegt og spegilfagurt. Yfir öllu var ró og friður og ein- hver töfrablær breiddi sig yfir alt og alla— töfrablær er sveitimar einar eiga og geta klætt sig í við stórhátíðleg tækifæri. Fyrri part dagsins fóru fram leikir, og var þeim svo myndarlega fjrrir komið og stjómað, að hvergi varð bið né árekstur og var þeim öll- um lokið að sundleikjunum meðtöldum, sem bæði karlar og konur tóku þátt í, á hádegi. Klukkan eitt byrjuðu ræðuhöld. Voru þrjár ræður fluttar: fyrir minni fslands, og flutti séra Friðrik Friðriksson frá Wynyard það minni skör- uglega og vel, og birtist það væntanlega hér í blaðinu bráðlega; minni Canada flutti Jón J. Bi'ldfell, og birtist ágrip af því í þessu blaði; síð- asta minnið flutti séra Halldór E. Johnson um Vestur-íslendinga, myndarlegt og vel flutt. Að þessum ræðum var gerður góður rómur. En hvað beztur rómur var gerður að söng þeim, sem þar fór fram undir stjóm og umsjón Brynj- ólfs porlákssonar og Jónasar Pálssonar prófess- ors. Er þaS ósegjanlega mikil búningsbót, að hafa söngflokka til þess að skemta við slík tæki- færi. Söngflokkur sá, sem skemti í þetta sinn, hafði verið æfður sérstaklega fyrir daginn og það mæta vel; sumar raddir, sem þar létu til sín heyra, voru afbragðs góðar og eiga allir hlutaðeigendur þakkir skilið fyrir verk það hið mikla, sem í því liggur að æfa slíkain flokk, söngfólkið fyrir tíma þann, sem það hefir gefið og ómök sem það hefir lagt á sig í því sam- bandi, og nefndin fyrir myndarskapinn í því að koma hreyfingunni á stað. Vér vonum, að söngflokkur þessi haldi áfram að æfa sig, sjálf- um sér til uppbyggingar og öðrum til ánægju. Söngflokkurinn söng um tuttugu íslenzk lög og var að söng þeim stór nautn. Aðsókn að deginum á Gimli var bærileg *— um 700 manns, og má það raunar heita gott, þegar tekið er tillit til þess, að vegir voru slæm- ir, annir manna við heyskap upp á það allra mesta sökum undanfarandi votviðra, og svo að annar þjóðhátíðardagur var haldinn að Hnaus- um í sömu sveit þann sama dag. Annars finst ose, að það sé fslendingadeginum óleikur, þegar menn eru að halda hann á mörgum stöðum, þar sem hægt er að ná saman og sameina sig. J?áð gerir daginn tilkomu meiri og ætti að auka' sam- úð og samvinnu. Forseti dasgins var hr. Bergþór pórðarson. Hjátrú á meðal Zúlúa. Um Zúlúaland og íbúa þess farast C. S. Stokes svo orð í ensku blaði: “Kyrð næturinnar breiðir sig yfir Zúlúu- land. Innan skamms leggjast skuggar nætur- innar yfir láð og lög og ekkert sést nema milj- ónir blikandi stjarna yfir höfði okkar. Hve áhrifamikil er ekki þessi fegurð, þeg- ar öll náttúran er í sinni voldugustu dýrð? Sól- in hefir stafað geislaflóði sínu niður á hinn margvíslega og auðuga jarðargróður og litbrigð- in margvísleg og töfrandi. Nú í hálfgerðri hita- beltis dimmu, sýnist kjarrið og trén litlaus, þó eru þau og það undarlega töfrandi, þegar þau bera við hið fjarlæga himinhvolf. Ekkert rýfur þögnina, sem hvílir yfir land- inu, nema rödd einstaka fugls, sem hefir verið seinn á sér til hreiðurs síns, eða apar, sem eru að klifra úr einni trjágrein til annarar. Eins og fiðrildi, sem flögrar úti fyrir glugga húss þess, <sem ferðamaðurinn hvílist í, og vekur hann upp frá hugsunum sínum, berst rödd Zúlúa fylgdarmansins til eyma hans: “Waw; við verðum að hraða ferð okkar, því hefir ekki spámaðurinn sagt, að það er ekki holt fyrir menn að vera á ferð í dimmu.” Svo þeir halda áfram. Hvítklæddi ferða- maðurinn sker dálítið af við hina ljúfu fegurð næturinnar. Zúlúinn flóttalegur skimar í allar áttir og tautar eitthvað fyrir munni sér og er órplegur í skapi. Með dagrenning tekur Zúlúinn aftur hug- prýði sína, og á ekki vel úti látinn árbiti og sterkt tóbak lítinn þátt í því og hin meðfædd i þagmælska hans við Evrópumanninn hverfur. “Hinn mikli hvíti “baas” (herra) verður að hafa hraðan á á næturferðum. pví undarlegir hlutir gerast í dimmunni. Hinir vitru töfralæknar hafa sagt fólki voru það.. pað er þá, þegar dimt er orðið, að hinn mikli látni höfðingi, Chaka, sem var sonur andanna og því voldugur og sigursæll í orustum, og sem með her sínum drap heilar ættkvíslir, kemur ásamt hinum grimmu, dauðu hersveitum. Og hver veit, segja töfralæknam- ir, hvaða örlög þeim eru búin, sem þá verða á vegi þeirra? Waw! við verðum að hraða ferð- um okkar, ibaas.” Svo gengur Zúlúinn í þungum þönkum dá- litla stund, og tekur svo aftur til máls: “Og andinn, vatna^andinn, hvíti herra, rödd hans er sterk — svo sterk, að-allir, sem heyra hana, verða að hlýða. Hún systir mín, herra — jafn- vel hún. Sá eg hana ekki, þegar hún heyrði rödd hans? Hún hljóp til árinnar og henti sér ofan í hyldýpið, baas, fór til andans og kom aldrei aftur.” pannig halda Zúlúarnir áfram, á meðan þeir eru að borða morgunmatinn, sem þeir gera góð skil og reykja pípu af sterku tóbaki. pegar hvítir menn kveðja Zúlúland, þá gera þeir það með þeirri tilfinningu, að það sé ’fallegt, frjósamt og sólríkt land. En tilfinning þeirra er enn sterkari fyrir því, hve afskaplega að þjóð- in sé hjátrúarfull.” MOLAR. I. Tveir af Senatorum Bandaríkjanna, lögðu fyrir nokkru upp í leiðangur um Norðurálfuna í þeim tilgangi að kynna sér með eigin augum ástandið þar, eins og það í raun og veru er, að því er þeim sjálfum sagðist frá. Slíkar ferðir eru nú í sjálfu sér engin nýjung, því ávalt eru einhverjir á hendings kasti fram og til baka, þó ekki væri til annars en að auglýsa sjálfa sig í allri sinni dýrð. Collier’s Magazine mintist nýlega á ferð þessara tveggja Senatora og sýndi Ijóslega fram á, hvers árangurs mætti vænta af athugunum þeirra, eða hitt þó heldur. í borginni Geneva hefir framkvæmdarstjóm pjóðbandalagsins að- al-aðsetur sitt. Annar Senatorinn mátti ekki vera að því, að koma við í þeirri borg, en hinn staðnæmdist þar hálftíma, rétt til þess að geta skift um lest. pegar heim til Bandaríkjanna kemur, má svo búast við, að höfðingjar þessir fordæmi pjóðbandalagið,-segist geta gert það með góðri samvizku vegna þess, að þeir séu nýkomnir úr athugunarför um Norðurálfuna og hafi að sjálf- sögðu aflað sér ábyggilegra upplýsinga í sam- bandi við stofnun þessa, sem og flest annað, er almenningsheill varðar. Nefnt tímarit lætur þess getið, að Senator- arnir hafi svo sem ekki verið að ómaka sig til þess að kynnast hugarfari almennings í löndum þeim, er þeir ferðuKust um. Heldur hafi þeir látið sér nægja með að heilsa upp á hinn og þenna stjórnmála gasprarann, svona rétt til málamynda. Aðal tilgangur fararinnar í viðbót við sjálfsauglýsinguna, hafi bersýn|lega verið sá, að sækja yfir til Norðurálfuþjóðanna kosn- ingapúður til notkunar heima fyrir í andróðrin- um mikla gegn þátttöku Bandaríkjanna í pjóð- bandalaginu — League of Nations og alþjóða- dómstólnum. II. Maður tekur varla svo upp Bandaríkja dag- blað eða tímarit um þessar mundir, að ekki verði fyrir manni eitthvað um Henry Ford og forsetakosningarnar næstu. Þetta er þvi merki- legra,_þegar tekiS er tillit til þess, a!5 bifreiSakóng- inum hefir aldrei, svo menn viti til, leikið hugur á forsetatigninni. Henry Ford hefir aldrei ver- ið og verður líklega aldrei “prófessional” stjórn- málaskörungur; þó hefir hann alla jafna fylgst vel með öllu því, er fram hefir farið á stjórn- málasviðinu, síðasta aldarfjórðunginn eða vel það. En hann segist samt sem áður aldrei hafa tekið sjálfan sig alvarlega í þeim efnum. Að vísu bauð hann sig einu sinni fram sem Senat- orsefni í Michigan. Fólkið vildi fá hann á þing, en Newberry, frambjóðandi Republicana, stal kosningunni og neyddist til þess, sem kunnugt er, að segja af sér eftir stuttan tíma með van- sæmd. Henry Ford hefir ávalt fylgt Demokrata- flokknum að málum og nýtur þar sem annars staðar góðs álits. Henry Ford skarar ekki ein- ungis fram úr á iðnaðarsviðinu, heldur er hann og sannur mannúðarmaður. pessi tvö einkenni út af fyrir -sig, eru næg meðmæli með honuml til forsetatignarinnar. “Stjómi Henry Ford þjóðar-búinu jafnvel og sínum eigin iðnfyrirtækjum, ætti velferð þjóð- arinnar að vera vel borgið í höndum hans,” sagði stórblaðið New York World núna fyrir skemstu. Ástœðurnar fyrir því a8 hugur íslenzkra bænda hnegist til Canada 56 Kafli- Stjórnarfyrirkomulagið í Canada. Stjórnarskrá landsins er að mestu leyti bygð á grundvallar- 'lögum Breta. Stjórnin er þingbundin, það er að segja sam- bandsstjórnin og fylkisstjórnirn- ar bera alla ábyrgð gagnvart hlutaðeigandi þingum. Valdsvið fylkjanna er ,skýrt ákveðið en nú er verið að gera tilraun í þá átt að fá þeim í hendur full u*m- ráð yfir náttúruauðlegð þeirra, svo sem skógum, námum og þar fravn eftr götunum. Hvert fylki um sig hefir æðsta framkvæmd- arvald í mentamálurn sínum; þau hafa einnig al'l víðtækt valdsvið, að því er viðvíkur meðferð á ak- uryrkju og innflutningamálum- ■Fylkin hafa rétt til þess að breyta stjórnskipulögum sínum að undanteknu því, að embættis afstaða fylkisstjóra, verður að háidast óbreytt. Fylkistjórar eru skipaðir af sambandsstjórn- inni og hún ein hefir rétt til iþess að vísa þeim frá- Enn fremur skipar sambandslstjórn alla dó*mara. Sambandsstjórnin hef- ir einnig rétt til að fyrirbyggja staðfesting laga frá fyilkisþing- um, ef sannað er að þau hafa með slíkri löggjöf farið út fyrir vald- svið sitt einkum og sér í lagi þó, ef farið er þar út fyrir takmörk eðlilegrar réttvísi. — Fylkin standa í engum bein- um samböndum við alríkisstjórn- ina brez'ku, heldur er sambandið á því sviði, hinn eini rétti milli- liður. Landstjórinn er útnefnd- ur af konungi, samkvæmt tillög- u*m frá forsætisráðgjafa Breta, og skal þess vandlega gætt, að val hans sé ekki á móti vilja hinnar canadisku þjóðar. Er afstaða landstjórans í Canada til ráðu- neytisins í raun og veru hin sama og konungsins til hinna brezku ráðgjafa. . Er embætti hans nokkurskonar tengiliður milli sambandsstjórnarinnar og alríik- isstjórnarinnar brezku- í öllum stór-þýðingarmiklum málum útávið, skiftir forsætis- ráðgjafi Canada við yfirráðgjafa Breta. Síðustu þrjú árin hefir Canada verið félagi í þjóð-bandalaginu og hafa fuliltrúar þjóðarinnar oft. látið þar mikið til sín taka. Eins og í öllum öðru*m lendum hins brezka veldis, hefir hið frjálsmannlega brezka fyrirkomu- lag gefist hér vel og orðið landi og lýð til ómetanlegrar blessun- ar. — Samgöngur í Canada eru þær beztu er hugsast getur. Braut- ir Canadian Pacific félagsins og þjóðeignakerfisins — Canadian National Railways, tengja fylki við fylki og strönd við strönd, þó eru enn að vísu héröð er þarfnast frekari járnbrautarlagninga. Nýja akvegi er stöðugt verið að 'leggja innan vébanda vestur- fylkjanna. Er þeirra og brýn þörf, með því að notkun bifreiða fer stórkostlega í vöxt með hverju árinu sem líður. Er nú meðal annars verið að fullgera akbraut- ina milli Winnipeg og Emerson bæjar, er liggur á landa’mærun- um, og búist við að slíkt muni hafa í för með sér stórkostlegan ferðamannastraum sunnan úr Bandaríkjunum. Árlega streymir til Canada mesti sægur ferðafólks víðsvegar að úr veröldinni, og með bættuvn samgöngum innan'lands mun ó- hætt mega fullyrða að slíkt fari mjög í vöxt í náinni framtíð. Landið er fagurt og loftsilagið heilnæmt og hressandi fyrir gesti hverrar þjóða rsem eru. Þeir, sem æskja frekari *upp- lýsinga um Canada, snúi sér til ritstjóra Lögbergs, J. J. Bildfell, Columbia Building, Cor. William og Sherbrooke, Winnipeg. * Agrip af Minni Canada Flutt á Gimli 2. ágúst 1923 af J. J- Bíldfell. ________ n Herra forseti! Háttvirtu tilheyrendur! Mér dettur í hug dæmisagan um mennina, sem sem lleigðir voru um elleftu stund til vinnu í vín- garðinum- Þið getið því nærri, að þeir hafa ekki getað afkastað eins miklu verki og hinir, sem lengri tíma höfðu til iðju. pann- ig er það með mig, að eg er kall- aður um elleftu stundu til þess að leysa af hendi vanda verk — verk sem öðrum hefir verið gef- inn heill dagur til þess að und- irbúa. En mér var sagt, að það þyrfti nú ekki mikinn undir- búning til þess að mæla fyriF minni Canada. Ekki veit eg hvað hefir vakað fyrir þeim kunningja , mínum sem það sagði. Hvort heldur það hefir verið það, að svo auð- velt væri að tala um Canada, eða þá að það skifti minstu um, hvern- ig það væri gert- En hvernig sem því er varið þá er eg kominn upp á þenna ræðupall og hefi verið settur eins og þið sjáið á skemtiskránni, á milli tveggja presta. Eg ætla að biðja ykkur um að* halda ekki að það sem eg hefi nú sagt sé minni Canada, það er það e&ki, heldur að eins nokkurs- konar inngangur að því, sem eg ætla að segja Jæja, mér hefir verið falið að tala um Canada — æskunnar land, land draumanna, land von_- arinnar, framtíðarinnar og frels- isins, og þaðf er yndislegt að hugsa um æsku og vor. Hvað á eg svo að segja um Canada? Á eg að fara að lýsa skógun- um grænu og þögulu, sem klæða dali hlíðar og hálsa landsins? Á eg að fara að lýsa elfunum straumþungu, sem liggja eins og silfurþræðir um þvert og endi- langt landið og geyma í sér afl ljóss og hita. Á eg að llýsa vötnunum fiski- sælu og fögru. — Voldugum eins og úthafinu þegar það er í ham- förum, eða friðsælum eins og vorblænum, þegar þau liggja í kyrð sinni við fætur vorar? Á eg að lýsa sléttunum víðáttu- miklu og auðugu, sem um þetta ileyti ár.s eru nálega ein iðandi kornstangamóða ? Á eg að lýsa fjöllunum tign- arlegu og háu, sem teyja sig upp í himinblámann og gefa land- inu tign og svip? Á eg að lýsa námunum marg- víslegu, sem gefa árlegan arð, svo miljónum dollara iskiftir? eða þá höfunum þremur, sem lauga strendur Canada- í stuttu máli, á eg að lýsa landinu sjálfu, gæðum þess og gö'llum — auð þess, og auðsvon? Það hefir verið gjört að meiru og minna leyti á hverjum ein- asta íslendingadegi, sem haldinn hefir verið í meir en þrjátíu ár og því litlu við það að bæta. pað var hægt að segja flest það um gæði landsins sem nú verður sagt, fyrir tvö hundruð árum síð- an, og jafnvel meira, því þá bjuggu Rauðskinnar í hundruð þúsundatali með fram ám lands- ins og vötnum og vísundar i mil- jónatali dreifðu sér um sléttur þess. Samt var það óþekt —■ Samt hafði það verið ilandið myrka í þúsundir ára. Sannleikurinn er sá, að iþað er óhugsanídi að tala fyrir minni landsins án þess að minnast fóíksins, sem í landinu býr, því það eru búendurnir sem gera garðinn frægann, það er þjóðin, sem gerir land þetta voldugt eða vesælt. Eitt af skáldum Vestur-íslend- inga, sem nú er gengið til mold- ar, komst svo að orði í kvæði sem það orti fyrir, minni Canada: “Canada hafvíða heimkunm veldi, holt er þér baðið í nútímans laug, glóir af framsóknar umbrotaeldi upptendrað lífsmagn í sérhverri taug- Ekkert á skylt við þig tá'lið og tjónið traust er þitt lifandi ráðsnildar orð, undrandi stara á þig örnin og ljónið alblómguð sólföðmuð vestræna storð.” Þetta eina erindi er heilt Can- ada minni, ejáið 'myndina sem þarna er brugðið upp. Þjóð ung og æskufríð sækir fram á starfsvið lífsinjs. Lífsmagnið sindrar í hverri taug hennar. Tál- laus og með góðhug gengur hún a,ð verki og athafnir hennar eru svo djarftækar, að tvær næstu menningar og framfara þjóðir heimsins stara undrandi á hana. Þetta er fögur mynd. — Mynd sem hver einasti sannur Canada- maður getur virt fyrir sér með réttlátum metnaði — Mynd sem hver einasta canidisk kona getur horft á með aðdáun- En hver er aðaldrátturinn í þessari mynd? Eru það auðsuppsprettur lands- ins? hnattstaða þess, eða nokkuð annað, sem landið sjá'lft getur látið mönnum í té? Nei, heyrum orð skáldsins: “Traust er þitt lifandi ráðsnild- arorð.” Það er hið lifandi ráð- snildarorð þjóðarinnar, eða sam- einað, samtaka og samhuga and- legt atgerfi hennar. Skáldin eru spámenn þjóð- anna. peir sjá lengra fram í tímann en aðrir og þeir sýna okkur hinum oft þá leið, sem til framtíðar og þroskatakmarksins liggur. Mér er næst að halda að mynd sú, sem skáldið dregur upp í er-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.