Lögberg - 09.08.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.08.1923, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN Barónsfrú Mainau. Eftir E. Marlitt. / “Nei, það veit guð, náðugi herra, að mér hef- ir aldrei liðið eins veíl á æfi minni og nú,” sagði hún lágt, hálfhlægjandi og hálfgrátandi. pað var eins og leiftri brigði upp fyrir augum mínum og eg hélt í einfeldn minni, að himininn ætlaði að hrynja ofan yfir mig — Ó, guð minn góður!” Hún klöknaði og huldi andlitið með svuntu sinni. Hirðdróttsetinn horfði á hana rannsakandi augum- Þrátt fyrir geðshræringu :þá sem hann var í féll honu’m illa að hún, sem var þjónn, skyldi sitja þarna í nærveru hans og ekki standa á fæt- ur strax og hún var búin að segja að sér liði vel. “Og Gabríel á ekki að verða munkur ekki trú boði,” sagði hann í háðsleugm róm og snéri sér burt til þess að þurfa ekki lengur að horfa á hið óvirðandi háttalag frú Löhn. “Má maður spyrja hver sé sú háa ákvörðun, sem þú hefir tekið við- víkjandi þessum fyrirmyndar ungling.” "Svona tal dugar ekki lengur við mig, frændi. Eg hefi nógu lengi verið svo ístöðulítill, að láta hræða mig með svona tali — eg hefi kovnið fram sem miskunarlaust hárjárn, til þess að verða ekki fyrir athlægi með tilfinningasemi. En nú slít eg öllu samfélagi við þá af stéttarbræðrum mínum, sem láta stjórnast af þeim léttúðaranda. — Eg er sannfærður um að Gabríel er frændi minn. Vilj- ir þú ekki, sem fyrsti erfingi föður hans, gefa eftir nokkurn hluta af hinum mikla arfi, þá getur eng- inn neitt þig til þess; því Gabríel er ekki ski'l- getið barn. En eg held mér ekki við hinn laga- lega rétt í þessu efni, heldur við mína eigin rétt lætismeðvitund: eg gef drengnum nafn föður hans og að sem er nauðsynlegt til þess að hann geti lif- að eins og ætterni hans er samboðið, með því að ganga honum í föður stað ” Teningnum var kastað. En hinn mjúki hirðmaður, sem í orðasennu, þar sem hann bar lægra hlut, gat verið bráður og æstur, til þess að fá sínu máli framgengt, kunni að vera rólegur, þar sem engu varð um þokað. “Að eins tvent er mögulegt,” sagði hann með kuldahæðni,” annaðhvort ert þú veikur” — hann benti storkandi á ennið á sér — “eða þú ert eins og mig hefir lengi grunað, flæktur í rauðu hár- fléttunum, svo að þér verður ekki bjargað; eg er á þeirri skoðun að sú síðari sé sanni nær — því er ver, fyrir þig. Hvílík hörmung, Raoul! Eg þekki líka þess konar konur — Guði sé lof að þær eru sjaldgæfar! Frá hinu eldrauða hári þeirra og bjarta hörundi streymir einhver maurildis- bjaimi eins og frá líkama hfagúunnar; með sín- um kalda andardrætti kveikja þær efd, en þær geta ekki slökt hann. pær hafa gáfur, en ekki inni- leik sálarinnar; á vörum þeirra er •talandi orða- gjálfur, en hjarta þeirra þekkir ekki hið ólýsan- lega alglej'mi ástarinnar, þekkir ekkji konunnar innilegu hollnustu. Þú kemst í hreinsunareld- inn hérna meginn grafarinnar- Hugsaðu um það sem eg segi — Já, þú fölnar.” “Því get eg vel trúað. Blóðið frýs í æðum mínum við það að heyra þig tala! Eyru mín eru víst ekki mjög næm, því miður, en hvert orð, sem þú segir nú er eins og högg á andlit mér. — parf eg að minna þig á þín hvítu hár?” “Pú þarft ekki að gera þér neina fyrirhöfn með það — eg veit vel hvað eg gjöri og segi- Eg hefi varað þig við stjúpmóður dóttursonar míns. ELskaðu nú hana, þú sem aldrei hefir skilið mitt innilega guðhrædda barn, mína heittelskuðu Val- eríu — Um hinn nýja skólstæðing þinn, eg á við strákinn í indverska húsinu, vil eg ekki segja eitt orð — það er kirkjunnar málefni. Hann er hennar eign með líkama og sál, og hún mun vita hvernig hún á að ávara þér, ef þú reynir að ná honum undan hennar yfirráðum. Lof og heiður sé þeim herra, sem hún þjónar! Með hans hjálp hefir hún ávalt til þessa lagt þá að fótum sér, sem hafa risið upp á móti henni, bæði einstaklingana þjóðirnar — Þú tapa reins og allir þeir, sem á hatursfullan hátt ofsækja þjóna hennar og gera þá að píslarvottum. —♦ Við munum vinna sigur að lokum-.” .... Hann snéri baki við Mainau og bjóst til að fara, en staðnæmdist er hann hafði tekið eitt skref og rak hækjuna niður í gólfið. “Nú, nú, Löhn, eruð þér en ekki búnar að hvíla yður nóg? Það fer nógu vel um mann á silki- fóðruðum stólum húsbændanna?” sagði hann í gremjulegum róm. Ráðskonan, sem hafði steingle/mt sjálfri scr og hlustað með nákvæmri eftirtekt á orðasennu frændanna, stökk á fætur dauðskelkuð- “Berðu mér morgunmatinn á bakka og settu hann inn í vinnuherbergið mitt,” skipaði hann — “eg vil vera einn.” Hann fór út úr stofunni. Hækjan glumdi við gólfið og lyklakippa ráðskonunnar og bollarnir á silfurbakkanum hringluðu hátt Reiðin sauð niðri í gamla mannintrm, og frú Löhn sem fylgdi á eftir honum þegjandi skalf af gleði og meðfram af fögnuði yfir ósigri hans. Hún hefði helzt fleygt súkkulaðinu fyrir fætur hans, vegna þess, að hann, “Þessf gulgráa beinagrind,” hefði sagt svo margt svívirðilegt um blessaðan hreina engilinn. Um 'leð og hurðn lokaðist á eftir þeim, kom Líana út úr gluggaskotinu, sem hún hafði flúið inn í; hún hljóp til Mainaus, greip hönd hans og þrýsti henni að vörum sínum- “Því gerir þú þetta Líana?” spurði hann og 'kipti að sér undrandi hendinfii. “pú kyssir á hönd mína?” — En á sama augnabliki breiddist ljós skilningsins yfir andlit hans og hann breiddi út arma sína — hin unga kona hallaði sér í fyrsta skifti af frjálsum vilja upp að brjósti hans. Leó stóð með hendurnar fyrir aftan bakið og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið; frammi fyrir þessu undri stóð hann orðlaus, þótt hann annars væri sjaldan í vandræðum með að koma orðum að því, «r hann vildi segja. Konan dró hann toros- andi til sín og hann vafði blíðlega smáu handleggj- unum sínum um mittið á henni með hálf afbrýðis- samri þrákelkni. pað va rnaumast hægt að hugsa sér yndislegri sjón en þessar þrjár manneskjur, sem stóðu þarna sa'man. “Eg verð að skilja við ykkur bæði á morgun,” sagði Mainau daufur í bragði- “Þú getur ekki verið hér Líana, eftir þessa atburði. En eg þori ekki að fara burt frá Schönwerth fyr en búið er að gera út um þetta ait saman og jafna deilurnar, sem upp hafa komið.” “Eg verð hjá þér Mainau,” svaraði hún hik- laust. Hún vissi vel að hann átti enn eftir að komast að raun um margt, sem mundi falla honum afarþungt •— og það var hennar skylda að standa við hlið hans á þeirri raunastund. “Þú talar u'm deilur, og eg á að skilja þig eftir einan? pað er rétt eins hægt fyrir mig að vera ein út af fyrir mig hér eins og í Walkershausen. Eg þarf aldrei framar að sjá hirðdróttsetann” “Þú verður að gera það einu sinni enn þá,” greip hann fram í fyrir henni og strauk um íeið blíðlega hárið frá enni hennar. “pú hefir heý>** að hann verður í boðinu við hirðina í kvöld, og það þótt hann verði að skríða þar inn á fjórum fót- um. En eg fer þangað líka — Það verður í síð- asta sinn Líana- i— Hedlur þú, að þú gætir fengið af þér að koma þangað með mér, ef eg bið þig 'mjög- vel um það?” ,fEg fer með þér hvert sem þú ferð,“ sagði hún hugrökk, þótt þessi bón fylti hana með svo mikilli hræðslu að blóðið þaut fram í kinnar henn- ar. Það setti að henni geig, að hugsa um það, að hún ætti enn þá einu sinni að ganga fyrir auglit þeirrar konu, sem var hennar versti óvinur, sem mundi alt til vinna til þess að koma henni burtu úr stöðu sinni og ná frá henni hjarta manns þess, sem daginn áður hafði fullvissað hana á hinn helg- asta hátt um það, að hann væri hennar um alla eilífð- xXIII. Hirðdróttsetinn hélt kyrru fyrir allan daginn í herbergi sínu, hann borðaði einn og bað ekki um að að fá að sjá Leó litla. Vinnufólkið var gripið af skyndilegri undrun, því að yngri herrann hafði toorðað í stofu frúarinnar náðugu ásamt Leó og nýja kennaranum. Hann hafði líka látið sækja lækninn til toæjarins, og hafði sjálfur gengið með honu'm inn í indverska húsið. Samkvæmt skipun hans og undir hans eigin umsjón hafði verið gerc við loftið í indverska húsinu, án allrar miinstu há- reysti, til þess að engin óþægileg birta skyldi falla inn um götin, sem höfðu komið á það í ofviðrinu- Útlendu dýrin í Kashinir-dalnum voru lokuð inn í húsum sínum og gryfjum, og Mainau sá sjálfur um að sálin, sem var að kveðja líkamann skyldi ekki verða fyrir ónæði af nokkrum hávaða. Þessar ráðstafanir nægðu til þess að vinnu- fólkið, sem var fljótt að breyta skoðunum .snérist strax.. -Konan deyjandi, sem það í mörg ár hafði hreytt ónotum að, vegna þess að hún var eins- kis nýtur sníkjugestur, varð nú alt í einu að píslar- votti, og þegar barón Mainau kom aftur úr ind- verska húsinu með hátíðlegan alvörusvip á andlit- inu, gengu þjónarnir enn léttilegar á tánum gegnu’m haLlargangana, en þeir voru vanir, og í hesthúsun- .um og vagnaskúrunum var forðast að gera nokk- urn óþarfa hávaða, svo sem að syngja eða blístra, rétt eins og sjúka konan lægi heima í sjálfri höllinni. — Hanna gekk um með grátbólgin augu- Hún hafði reynt tvent merkilegt þenna dag; í fyrsta lagi hafði hún séð í gegnum skráargatið á borðstofuhurðinni, að herra baróninn kysti “frúna hennar” — svo hafði hún í fyrsta sinni komið í ind- verska garðinn. Hún hafði farið alla íleið inn í stofuna, þar sem deyjandi konan lá, með bolla af kjötseyði til frú Löhn', og siðan hafði hún verið sígrátandi, og hún hélt því fram í eldhúsinu, að hún væri hér innanum eintóm flón og óhræsis fólk; vegna þess, að þar hefði enginn verið nema frú Löhn, sem hefði skeytt hið allra minsta um vesa lings sjúklinginn, sefm þó hlyti að vera furstadóttir — það gæti hver manneskja með nokkurri mentun séð undir eins — sem hefði verið flutt þangað úr öðru landi. Heimsóknin í indverska húsið hafði líka haft mikil áhrif á Mainau- Andlitið, sem hann eitt sinn af brennandi forvitni hafði reynt að svifta blæjunni er huldi það, af, og sem hann síðar flúði, vegna þess að hann ímyndaði sér að það hlyti að bera Kains merkið, hlyti að bera vitfyrringuna í dráttum sinum þetta andlit hafði Legið fyrir framan hann á koddanum, dauðbleikt, rólegt og fagurt. petta var ekki hin ótrúa ástmær Gisbert- frænda, ekki móðir Gabríels, þetta var syndlaust deyandi barn, hvítt rósarblað, sem vindurinn hafði slitið af bikar blóms- ins og kastað á jörðnia til að visna. — Hin athug- ul aog réttsýna sál Líönu hafði varpað björtu ljósi inn 1 myrkur ’liðna tímans, en þó( ljó'maði enn þá bjartara Ijós frá þessu rólega andliti. Mainau vissi nú, að það væru til fleiri en einar leynidyr í Schönwerth, þessu heiðarleikans heimkynni, sem ískyggileg leyndarmá'l lægju falin á bak við. Hann •hafði stigið inn i þær, án þess að vita af því, en honum hafði aldrei fundist nauðsynlegt að rann- saka þenna jarðveg, enda þótt að sumt af því sem hafði gerst þar áður, hefði verið næsta æfintýralegt í hans óreyndu unglingsaugum. Hann hafði ver- ið 'léttúðarfullur og hafði ekki viljað spilla lífs- nautnum sínum með ofmikilli og leiðinlegri eftir- grensian um hvað eina og þess vegna hafði hann treyst um of á hina óbrigðulu réttlætismeðvitund frænda síns- Hann hafði aldrei haft nokkurn minsta grun hér, en nú þegar alt ástandið kom svona skyndilega í ljós, varð hann að kannast við fyrir sjálfum sér, þótt hann blygðaðist sín fyrir það, að jafnvel fyrir fáum mánuðum mundi hann hafa gengið fram hjá þessu óþægilega máli þegj- andi, ef hann hefði fengið vitneskju um það. — pað að hann nú, er hann hafði verið vakinn tiL umhugsunar af vfljasterkri konu, fór að hugsa sjálfur og beitti viljakrafti sínum til þess að breyta rás viðburðanna ol’li í rauninni engum breyting- um á ástandi því, sem hann hafði myndað með af- skiftaleysi sínu og eigingirni. Augun brostnu sáu ekiki að hann Lyfti upp toarninu, sem hann hafði misþyrmt, og sem nú horfði í grátlausri kvöl á síðustu andartök móður sinnar, og þrýsti því að hjarta sínu. Konan óhamingjusarna heyrði ekki að hann kallaði þenna “vesalings bastard” sinn son. Hún skynjaði þetta ekki fremur en dreng- urinn sjálfur, sem ekki vildi vera sonur neins nema hennar, sem nú var að deyja og sem harður og miskunarlaus heimur hafði komið honum til að 'leita einkaathvarfs hjá. Enn gat Mainau ekki ásakað dróttsetann um annað en það, að hann hefði í blindni sinni reitt sig á orð annara- Hann hefði ekki átt nokkurh þátt í fölsun skjalsins — hann hefði í dag alveg hiklaust vitnað í skjal, sem væri ekki Lengur til. Hirðpresturinn færi sér sínu fram, eins og hann með bréfið að minsta kosti hefði getað látið líta svo út í augum dróttsetan3, sem alt væri með feldu án þess að koma upp sannleikanum. Mainau taldi sér trú um þetta og það gerði hann rólegri, en samt gat hann ekki losað sig við þann grun, að orðstýr^ Mainauanna mundi fá slettur, þegar far - ið væri að grafa 'lengra inn í hina hálfgleymdu for- tíð. Líana gekk líka yfir í indverska húsið seint um daginn. Mainau hafði fengið áríðandi skila- boð frá Wálkershausen og varð að dvelja um tíma á skrifstofu sinni. Leó var mjög ánægður undir eftirliti nýja kennarans, sem hann hafði tekið trygð við undur fljótt — — Pað var óvenjulega hljótt umhverfis hana, þegar að hurðin á stálvírsgirðing- unni hafði lokast á eftir henni — í garðinum ríkti dauðaþögn- Það var undarlegt að eftirlætisgoð Gisberts frænda virtust ætla að verða samferða burt. Fallega vizkugyðjulíkneskjan hans, sem hafði staðið þar svo hnarreist undir hinum ókunna norðlæga himni, 'lá nú á grasflötinni illa til reika eftir storminn, rétt eins og henni hefði verið hrundið af stalli. ““Því betra” hafði dróttset- inn sagt. — — >Hún varð að brjótast áfram yfir niðurfa'llnar trjágreinar, sem láu þvert yfir götuna. Langur spölur af götunni, sem 'hún varð að ganga eftir var stráður rósablöðum, sem höfðu fokið niður, og efstu greinarnar á rósrunnunum, sem stóðu á bersvæði höfðu brotnað af í storminum- Hvar sem litið var, blasti eyðilegging við- Að eins ind- verska musterið glitraði bjartara en það hafði nokkurntíma áður gert, eftir regnbaðið, og vatnið lá spegilslétt fyrir neðan það, rétt eins og það væri ekki ótrúr nágranni, sem daginn áður hafði slett froðu upp um marmaratröppurnar og alla leið inn i musterisganginn. Fjöldi af innlendum jurtum hafði sprungið út um nóttina hjá hinum votu bökkum þess — Norðlægu vatnajurtirnar voru full- ar af gróðurkraftí, en austurlenzki gróðurinn stóð hálfvisnaður í baráttu sinni við dauðann. Hvers kyns hugrenningar mundu hafa hreyft sér í sál hins gamla hirðmanns, ef hann hefði getað litið reyrhvíluna augum. Frá því var hann verndaður. Líana hafði ‘litið eftir því að glugg- arnir á herbergi hans, sem vissu út að indverska garðinum, voru lokaðir með hlerum. — Dans’mærin gat ekki hafa verið fegurri þá, er hún vakti hina áköfu brennandi þrá í hans visnuðu hirðmanns sál, en hún var nú í dýrðarljóma dauðastundarinnar. Frú Löhn hafði enn einu sinni vafið laufléttan lík- amann innan í snjóhvítt lín; “því henni hefði ávalt líkað það svo vel.” Á brjóstinu sem varla sást bær- ast, lá skrautgripurinn úr gullpeningunum, og með vinstri hendinni hélt hún um verndargripinn, er hékk á gullkeðjunni- “í guðs bænum þér rnegið ekki halda, að eg sé að gráta vegna þessarar vesalings sálar þarna, náðuga frú,” sagði frú Löhn, er Líana horfði 'með meðaumkun á grátbólgin augu hennar. “Mér hefir þótt vænt um hana,” hélt hún áfram, — “þótt eins hjartanlega vænt um hana og þótt hún hefii verið mitt barn. pað er nú það sem eg hugga mig við — og eg isegi; guð veri lofaður! Hún er nú laus við alla kvöl. í morgun upp í höllinni komu tárin fram í augun á mér og eg hélt að eg mundi kafna, af því að eg þorið ekki að láta tilfinn- ingar mínar í *ljósi í gleðiópi — Svona stendur nú á því, sjáið þér til. Svo gekk eg hingað í þetta hús, sem hefir haft svo mikla kvöl og sorg að geyma og hér grét eg eins mikið og hjarta mitt krafðist — nú þori eg að gera það. Nú á þessi skrípaleikur ekki að verða leikinn lengur og nú á ekki að kasta lengur ryki í augun á þeim þarna — nú tek eg af mér grímuna. Hingað til hefi eg orðið að setja upp alvörusvip, þegar mig hefir sárlangað til þess að rífa augun úr þessum þorpara. Þér megið ekki virða þetta á verra veg.fyrir mér, náðuga frú, eg má til með að segja það. En eg verð ennþá marg- oft að hugsa mig um, hvort þetta, se*m eg hefi reynt geti verið satt, og nú er eg dauðhrædd, þegar eg hugsa um það, að hann sá krúnurakaði, geti ein- hvernveginn snúið þessu við, eins og hann vill eins og hann vill, enda 'þótt herrann ungi vilji ált hið bezta. pess vegna er nú um að gera að vera snarráður og ná markinu á undan honum. i— Hvað sagði eg náðuga frú! pér hafið sannarlega verið sá góði engill, sem drottinn sendi — hans langlund- argeð var á enda, og loksins hafa augu barónsins opnast. — Eg vissi undir eins í morgun, þegar hann ko minn í stofuna og leit á yður, hvernig komið var. í einu orði. sagt. Gabríel á hamingju sína yður einni að þakka — hyggindum yðar og hjartagæsku. Og nú megið þér til með að ljúka við það sem þér hafið byrjað á. — pér megið ekki misvirða það við mig, en það er ekki til neins með unga herrann — hann hefir verið of lengi strangur og harður til þess að við Gatoríel getum reitt okkur á hann. Eg reyndi það í morgun, en það hafði enga þýðingu; læknirinn var þar viðstaddur, og eg stóð þar rétt eins og mér hefði verið rekinn rokna löðrungur. — Farðu nú út Gabríel, þú þarft að fá þér ferskt loft, og það er 1T/* -• 1 • J** thnbur, fialviður af ölkun Nyjar vorubirgmr tegundum, geirettur og als- konar aðrir stríkaðir tiglar, hurðir og gluggar. Korráð og sjáið vörur vorar. Vér erumaetfð glaðii að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. 'EG Limitad -- nENRY AVE. EAST WINNIP Sendið oss yðar RJOMA Og verid vissir um............... Sanna vigt Rétta flokkun 24 kl.stunda þjónustu og ánœgju. EGG Vér borgum peninga út í hönd fyrir glæný egg Canadian Packing Co. Stofnsett 1852 WINNIPEG, CANADA Limited margt sem eg þarf að tala um við náðuga frúna” Líana hafði lágt handlegginn yfir axlir drengs- ins, til að hugga hann. Hann stóð upp, gekk út í garðinn og setti sig á hekk undir rósrunna. Það- an gat hann séð inn að rúmi móðursinnar í gegnum brotnu rúðurnar á hurðinni. “Ungi herrann hefir gert skjalið, sem sálaði herrann skrifaði, ógi'lt; hvers vegna hann hefir gert það svona alt í einu veit eg ekki,” sagði ráðskonan. “Eg get bara þakkað góðum guði fyrir að svona er komið- pað versta við það er að það veldur nú hörmulegu stríði við þenna <— guð fyrirgefi mér — þenna vnunk; og eg er eins viss um það og eg lifi að við toerum ekki sigur úr býtum. Það hafið þér heyrt í dag á dróttsetanum. Hann sem hló upp í opið geðið á unga herranum. Enn eg veit nokkuð. 'Hún dró niður í sér unz hún talaði í hálfum hljóðum- pað er til annað skrifað skjal, sem eg hefi séð herrann sálaða iskrifa staf fyrir staf með sinni eigin hendi.” — Hún benti á vinstri hönd konunnar, sem var að deyja — Hún hefir það í hendinni, það er í litla silfurhulstrinu, sem er eins og toók í laginu. Vesalings manneskjan. Hjartað gæti brostið í brjóstinu á 'manni við það að heyra þessa þorpara segja, að hún hafi verið ótrú manninum sem hún elskaði- Hér hefir hún legið í þrettán ár og vakað yfir þessum pappírssnepli betur en yfir toarn- inu sínu; hún hefir haft sársauka í veikum fingr- unum af því að halda utan um þetta, vegna þess að það var það síðasta, sem hann gaf henni, og vegna þess, að hún heldur, að hver sem komi nálægt sér, ætli að taka það af sér- Unga konan mintist þess að presturinn hafði hrifsað eftir þessu djásni. Nú skildi hún hina kveljandi hræðslu veiku konunnar og hvers vegna frú Löhn hefði verið svo huguð að ganga á milli þeirra og kffmið í veg fyrir, næstum óðslega, að presturinn fengi vilja sínum framgengt. pað fór ihrollur um, hana, þegar hún hugsaði til þess, að þarna milli þessara mögru, bleiku fin^ra væri vitni, sem biði eftir tíma hefndarinnar. Prestur- inn hafði næstum sér óafvitandi næstum verið bú- inn að ná í blaðið, án þes sað hinn skjótráði andi meistara hans og herra hefði hvíslað að honum að eyðileggja það. “Sjáið þér til náðuga frú, neyðin og óhamingj- an urðu að koma, áður en þessi vesalingur svo mikið sem liti á mig,” hélt ráðskonan áfram- “Eg hefi alt af verið ófríð og stirð í öllum mínum hreyfingum •.— og svo gat eg heldur ekki búist við, að hún væri öðruvísi gagnvart mér. Þegar náðugi herrann sálugi kom með hana til Schönwerth, þá var þau ósköp um að vera hér í höllinni, rétt eins og að hvert mannsbarn yrði að skríða á hnjánum, til þess að nálgast indverska húsið. Herrann hafði sjálf- ur verið hálf ruglaður og hann heimtaði að allir hög- uðu sér eins og þeir væru ekki með öllum mjalla. Eg og míni rlíkar þorðum varla að líta á hana, hvað þá að tála við hana, þegar hún skoppaði eins og barn fram og aftur um hallargangana, með dádýrið sitt á eftir sér, og lét ekki elskhuga sinn, sem hljóp á eftir henni eins og örvita maður ná í sig. Svo snéri toún sér þá alt í einu við, eins og erla, og flaug upp u'm hálsinn á honum. Eg varð þá margoft að taka á allri minni stillingu til þess að hlaupa ekki til hennar og kreista þessa fisléttu litlu veru í mín- um stóru höndum af eintómri ást. Lítið 'þér bara á hana! Það verður langt að bíða að heimurinn fái að sjá svona framúrskarandi yndislega manneskju aftur.” — Hún þagði eitt augnablik, svo istóð hún upp og, eins og elskandi móðir, «em er stolt af fegurð barnsins síns, hagræddi hún þykku svartbláu hár- flttunum, sem lágu sín hvorumegin við torjóstið, sem varla bærðist af andardrættinum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.