Lögberg - 16.08.1923, Blaðsíða 2

Lögberg - 16.08.1923, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. AGtJST, 1923. Bjargað frá uppskurði. KOMST TIL HEILSU VIÐ NOT- KUN “FRUlT-A-TIVESr Búið til úr jurtasafa. Áþreifanlegasta sönnunin fyrir gildi “Fruit-a-tives, eru vitn' burðir hinna mörgu kvenna, sim hafa notað það meðal. Fylgr hér einn slíkur: “Eg þjáðist lengi af hinum og þessum sjúkdómum, svo sem bak- verk, stíflu og höfuðverk. Lækn- ir ráðlagði uppskurð. En þá fór eg að nota Fruit-a-tives og það góða meðal læknaði mig að fullu.” Mrs. M. J. Garse. Vancouver, B. C. 50c. hylkið, 6 fyrir $2,50 reynslu- skerfur 25 c. Hjá öllum lyfsölum eða beint frá Fruit-a-tives Limi- ted, Ottawa, Ont. Minni Islands. flutt á ls’.endingadegi í Winnipeg 2 ágúst 1923. Eftir Dr. Ágúst H. Bjarnason. iHefir okkur /skilað notókuð !á!- fram síðan 1890, þenna mannsald- ur, sem liðinn er síðan? Já, eg hygg að svo sé. Þá áttum við ekki skip; en nú eigum viS ein 4 eða 5 góð skip í förum. Þá áttum við engan botnvörpung, en nú eigum viö 30. Þá lá enginn sími til lands- ins, en nú liggur hann um land alt. Þá vorum viö háðir Dönum, en síðan höfum við fiengið fult sjálf- stæði, fyrst með heirgastjórninni 1901 og siðan með fullvekiinu 1918. En það er ekki alt gull, sem glóir, og alt framfarir, er lita svo út á pappírnum, og við verðum að ganga nær og spyrja: hefir okkur farið fram og hverjar eru fram- faravonirnar ? Það er þezt að svara siðustu spurningunni fyrst. Háttvirtu Vestur-1slendingar ! Það er nú liðinn réttur aldar- þriðjungur eða 33 ár, siðan að fyrsta íslenzka þjóðhátiðin var Þaldin hér vestan hafs, að undan- tekinni þjóðminning þeirri, sem haldin var í Milwaukee 1874. Hef- ir það, eins og þið vitið, fallið í mitt skaut að mæla fyrir minni ís- lands að þessu sinni. Eg er þakk- látur fyrir veg þann, sem mér hef- ir vierið sýndur með þessu, en eg er Iitt undir þetta búinn, því að eg er nýkominn af ferðalagi. Og svo er vandinn meiri en margur ætlar, þar sem svo margir ágætir menn hafa-mælt fyrir minni þessu á und- an mér. En úr því að tengdafað- ir minn, Jón sál. Ólafsson, var einn af fyrstu frömuðum þessa há- tíðahalds og fyrsti málshefjand- inn, sæti það illa á mér að skorast undan. En eg verð þá að biðja ykkur, kæru landar, að taka vilj- ann fyrir verkið. I. Nafniö. Hafið þið tekið eftir því, íslend- ingar, að þegar ísland er nefnt í áheyrn erlendra manna, er eins og einhver kuldi standi af orðinu. Og er menn þessir lita á hnattlegu landsins og sjá, að nyrsti oddi þess snertir sjálfan heimskautabauginn, er eins og hrollur fari um þá. Þeim liggur við að halda, að landið sé einhver eyðihólmi og að þar sé naumast nokkrum mannverum lift. Og hafið þið svo tekið eftir hinu, að þegar ísland er nefnt í ykkaT eigin eyru, þá er kuldinn alveg horfinn úr þessu orði og þið eruö meira að siegja búnir að gleyma, hvaö það þýðir. Það er likast því, sem hinir volgu straumar, er um- lykja landið vort og gera það byggilegt og sumarfagurt, logi þá upp i brjósti voru og hlýi oss um hjartaræturnar. Þá minnumst við ekki lengur vetrarhörkunnar, sem vcrið getur á íslandi, og er þó ieng- in á móts við það, sem hún er oft- ast nær hér í Canada; og þá minn- umst vér ekki heldur hretviðranna haust og vor. heldur lúkast þá upp fyrir sálarsjón vorri víðar, breið- ar bygðir með sumargróðri og sól- aryl. Og er við hugsum til lang- degisins heima, þá komumst við i samskonar skap og Klettafjalla- skáldið, er hann kvað Náttlaus voraldar veröld, þar sem viðsýnið skin. Og hví skyldum vér ekki Iika elska þetta lahd, sem forfeður vor- ir hafa bygt endur fyrir löngu, sem tunga vor og saga eru tengdar við, þar sem vagga vor flestra hefir staðið og þar sem oss hefir dreymt vora fegurstu æskudrauma; þar sem við höfum glaðst og gratið, kæzt og kvalist, lifað og dáið mann fram af manni og þar sem ársalir eilífðarinnar virðast lúkast upp fyrir manni í norðljósadýrðinni á vetrum og sólsetursdýrðinni sum- ar og haust, landið, sem vér eigum að yrkja og bæta um ókomnar aldir ? En—höfum vér þá gengið til góðs götuna fram eftir veg? Það er svo bágt að standa í stað og mönnunum munar annað hvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið. W| 1 ■ fP N Hvt aí þjást af Up I I L blættandi o? bölg-1 tf ’i ~ | ■■ inni gy 11 i n I æí ? | I I na bU UppskurSur ónauS- j synlegrur. þvt Dr. I Chaae’s Ointment hjálpar þér strax. 60 cent hylkl8 hjá lyfsölum eöa frft j Edmajison, Bates & Co., Tamited. | Toronto. Reynsluskerfur sendur 6-1 kev-'is, ef nafn þessa blaíe er tiltek- !8 og 2 cent frlmerki sent. II. Landið og þjóðin. ísland er áreiðanlega framtíðar- innar land. Sjórinn í kringum strendur þess er þvinær ótæmandi auðsuppspretta. Landið getur sjálft hieð góðri ræktun borið þvínær ó- takmarkaða kvikfjárrækt. Hugsið vkkur, þegar búið er að slétta alt kargaþýfið, sem til ier á íslandi, með þúfnabananum, hvort ekki muni verða þar grasgæfar sléttur yfir að líta. Og þegar búið er að virkja fossana, þá getum vér unn- iö það úr ullinni, kjötinu og fisk- inum og öðrum afurðum okkar, að það verði hin útgengilegasta vara. Eg tala nú ekki urn þann framtíð- ardraum, þegar farið verður að skipa út rafmagninu siem “hvitum kolum.” Þá verður Island, sem er þriðja fossauðgasta land i Ev- rópu, ekki einungis að aflgjafa og yigjafa sjálfs sín, heldur og að afls-uppsprettu annara þjóða. Um þjóðina sjálfa er enn öðru máli að gegna. Hún er enn á gielgjuskeiðinu og hana brestur enn nægilega þekkingu og áræði til þess að hagnýta sér allar auðsupp- sprettur sinar. Og svo bagar fólks- fæðin oss sáran. Ef engir útflutn- ingar hefðu orðið árin 1873—90, þegar harðindin, úrræðaleysið og framtaksleysið háðu oss mest, þá værum vér nú orðnir um 150 þús- undir búsettra íslendinga í land- inu i stað þeirra nærfelt 100 þús. er nú lifa þar. En nú er svo kom- ið, að sjávarútvegurinn einn út- htimtir svo mikið vinnuafl, að sveitirnar eyðast að fólki og ein- yfkjarnir til sveita ertt að gefa bú- skapinn upp á bátinn. En ef nokkrir ykkar Vestur- Iskndinga, sem lært hafið að ryðja löndin hér vestra og vinna þau, kæmuð heim aftur og sýnduð lönd- urn yðar, hvernig einyrkjar hér fara að yrkja stór lönd með vélum sinum og hestum, þá væri mikið unnið. En eg þori ekki að telja neinn mann á þetta nema þann, Siem hefði þetta tvent, fjármuni og megna heimþrá, til að bera. En annað gætuð þið gert, Vest- ur-íslendingar. Árið 1930 verður alþingi 1000 ára og þá ættuð þið, Vestur-íslendingar, að heimsækja okkur hrönnum saman, helzt að manna skip undir ykkur. Og þá ættuð þið að fara að eins og far- fuglarnir, sem bera frækorn í nefi. Þið ættuð. að hafa með ykkur alls konar útsæði, fræ og trjáplöntur, sem þið haldið að geti dafnað heima, og þið ættuð að kenna vin- um ykkar og kunningjum að fara með það. Eg hefi séð það vestur í Klettafjöllum, hvernig ein einasta trjátegund getur klætt fjöll og firn- indi. Ef ykkur tækist að klæða gamla landið skógi og öðrum gróðri, þá væri sannarlega mikið unnið 'og þið hefðuð (vissulega greitt Torfagjöldin, þótt þið hyrf- uð þá aftur til ykkar átthaga. III. Máhð og bókmentirnar. En — kann einhver ykkar að spyrja hér vestan hafs — til hvers eruð þið íslendingar, svo fámennir s^m þið^eruð og svo erfitt sem land ykkar er, að burðast við að vera sérstök þjóð og sérstakt ríki? Og hvað á það að J>ýða, að binda svo hugann við málið og fornment- irnar, sem þið hafið gert? Eg gæti svarað ykkur með er- indi úr fyrsta ættjarðarkvæðinu, sem ort var hér vestan hafs og sungið var á fyrsta íslendingadeg- inum: Fémætur er fornöld sjóður framtakssömum lýð: að eins frækorn fyrir gróður, fyrir nýja tíð. Já, vér elskum ísafoldu, eins og verður hún, er það fræ rís upp úr moldu árdags móti brún. Vér elskum auðvitað tungu vora og bokmentir af þvi að þær eru efniviður annars meira, en vér elskum þær líka af því, að þetta er mikill og göfugur arfur, sem oss her að gæta sem bezt, að gangi ekki úr sér. Og það er bezt að segja það strax: beztu íslendingar heima fvrir bera með sér þá leynilegu ósk og þrá, að íslendingar, svo fá- mennir siem þeir nú eru og dreifð- ir, verði stór og mikil þjóð og að eins konar forgangsþjóð á meðal annara þjóða. En þá má þjóðin ekki glata því bezta, sem hún á. Einhver mesti dýrgripurinn, sem við eigum, er vor teigin tunga, ís- lenzkan. Siðan ( ísland bygðist, hefir hún verið andleg móðir vor. Hún hefir haldið við menning vorri og mentun, hefir kveðið í oss hug vorn og dug, hefir kent oss speki vora og trú. (sgiðo tTno htfirEhvetja ndífnfð Á þessari tungu — forntungu allra Norðurlanda — er Landnáma <yg íslendingabók rituð; hún hefir geymt sögu sjálfra vor og allra Norðurlanda; hún geymir Völuspá og Hávamál og Helga kviðurnar báðar; á henni hefir Lilja og Passíusálmarnir verið kvieðnir og hún mun geyma lofsöng vorn: “Ó. guð vors lands” til hinnar sið- ustu stundar: málið fræga söngs og sögu, sýnu betra guða vini, mál er fyllir svimandi sælu sál og æð, þótt hjartanu blæði. En—kann einhver ykkar að spyrja—er ekki tunga þessi farin að fyrnast og ganga úr sér, og væri ekki réttara að taka upp eitthvert heimsmálið i hennar stað, t. d. ensku? Eg man, hvað það kom við hjartað i mér i æsku, þegar eg las þau ummæli Gests Pálssonar um íslenzkuna, að þetta gullfagra mál lægi eins og brotinn lúður á jörð níðri, er enginn hirti um að þeyta, eða að þvi mætti líkja við kon- ungsdóttur í álögum, sem ienginn hirti um að leysa og færa i skart- klæði ’iútiðarinnar. Og eg hét þvi þá, að eg skyldi gera mitt til þess að leysa hana úr álögunum. Síð- an er nú liðinn rúmur mannsald- ur og margir menn mér færari hafa staðið að l>ví sama verki, og rtú hygg eg, að eg megi segja, að eftir svo seni aldarþriðjung hér (frá átt að viðhalda gömlum minning- En nú er öldin önnur. Nú um. beinist hún í þá átt að fá tök á mannlifinu og náttúrunni. í þess- um skilningi er ment máttur og það er þessi ment, sem á að gera oss máttuga meðal þjóðanna. Ekki þarf nú annað en að lita til sumra landa vorra hér vestan- hafs til þess að sjá og sannfærast um, að vér munum þess megnugir að afla oss slíkrar mentunar. Hvi er einn landa vorra orðinn stjórn- fræðingur, annar framúrskarandi rafmagnsfræðingur, þriðji efna- fræðingur, nema af þessu, að þeir höfðu allir i sér fólgna þekking- arþrána og þann göfuga metnað, að v.erða sem snjallastir á sinu sviði? Og hví verða aðrir prestar, læknar, lögmenn, mannfræðingar og landkönnuðir nema af þessu, að þeir vilja öðlast skilning og tök á mannlífinu? Haldi íslendingar þessari viðleitni sinni -áfram, er ekki hætt við öðru, en að þeir kom- ist framarlega í fylkingu og jafn- vel í fylkingarbrjóst á meðal þjóð- anna. Þá er enn einn mannkosturinn, sem gætir mjög í fornsögunum, en of lítið er á lofti haldið nú á tim- um og þó ætti að geta gert oss ís- lendinga ekki einungis að ágætis- mönnum, heldur og að öðlingum, én það er drengskapurinn. Það þótti ekki drengur góður, sem gekk á orð sin ,eða eiða til forna. Aftur á móti þótti sá drengskaparmaður hinn mesti, sem gjörði eitthvað meira en trú, lög og siðir útheimu. 1 Ekki verður lengra jafnað en til Ingimundar gamla og Halls á Síðu, er unnu það til friðar og sætta, og synir þeirra lægju óbœttir. En undirróður, ódrengskapur og illgirni þótti hin vcrsta smán og því vill nú enginn íslendingur bera Hrappsnafnið eða Marðar nafnið lengur. Höfðingsskapar og drengskapar gætir helzt til litið í lífi nútiðar- _. , , , . .þjóða. En ef það yrði aðall og verð, íslenzkan orðm svo þroskað metnaSur ískndinga, að halda mal, að hugsa meg, og segja á jafnan Qrð sín og gjöra betur en enni est það, sem unt er að vej \ hvivetna, þá mundu þeir bráð- segja a o rum ma um. ilega i hávegum hafðir og verða að Hvi ættum yer þa að myrða yort | forystumönnum ]anda og jýBa. eigið mal, mal fieðra vorra, elztu Bókmentir sem kenna slíka lif- speki, eru ekki lítils virði, og þær eiga ekki skilið að hverfa í glat- kistuna. Og meðan íslendingar gæta þeirra, örvænti eg ekki um, að þeir 'vefði miklijW'menn og göf- ugir og manna mentaðastir, þvi að námfýsin og náttúrugreindin er nóg og metnaðurinn þvi nær ó- drepandi. En gætið þess, að metnaðurinn verði ekki eigingjarn, því þá verð- ur hann til illinda og sundrungar, og sundrungin hefir jafnan verið vor versta þjóðarfylgja, heldur eðallyndur og göfugur, þvi að þá verður hann til góðs eins. IV. Þjóðernið. Munduð þér, Vestur-íslendingar, vilja og geta stutt oss í því, að við- halda tungu vorri og þjóðerni? Vissulega! Þið gætuð, auk þess sem þið kenduð börnum ykkar að verða að góðum og nýtum borgur- um i ykkar eigin landi, kent þeim að leggja rækt við íslenzkuna og það, sem íslenzkt er. Það er nokk- urt vandhæfi á þessu, meira þó í þorgunum en til sveita, þar sem enskan er ekki einungis kend í skólunum, heldur líka töluð á göt- en vitin höfum vér til þess að var- unum og alstaðar utan heimilisins ast þau, og þannig geta sögúr vor- jEn mikið getur sá, sem vill. Og ar kent oss hin heilbrigðustu lífs- j eg veit dæmi til þess, að sumir sannindi. þeirra manna, sem eru af íslenzku Enginn, sem lesið hefir íslend- 1 bergi brotnir, hafa lært islenzku ingasögur með gaumgæfni, mun j eftir að þeir komu á háskólann, og neita þvi, að metnaðarins gæti þar 'gott er að hafa jafnan mentuðustu einna mest hjá körlúm jafnt og og beztu mennina með sér. All- konum, þessa, að verða ekki öðrum ! ur hávaðinn af hinu fólkinu hugsa siðri, Iáta ekki undan siga og verða eg að verði enskt, en ekki íslenzkt. ekjci undir i skiftum, en sjá sóma Þó geta íslendingar haldið við is- sinn i hvívetna. Þetta auðkendi lenzkunni hér enn um langt skeið. tunguna sem töluð hefir verið um öll Norðurlönd, eina sígilda Evr- ópumáliö, sem enn er við lýði? Ef vér gjörðum það, glötuðum vér ekki einungis ætterni voru og sögu, heldur og sál feðra vorra og svo að segja vorri eigin sál. Og hvi ættum vér að glata því máli, sem er ekki einungis hróður allra Norðurlanda og móðir þeirra tungna, sem ]>ar eru talaðar, held- ur svo mjög i hávegum haft, að það er kent við háskóla viðsvegar um lönd, ekki ieinungis á Norður- löndum, heldur á Þýzkalandi, Eng- landi og í Ameriku. Þér ættuð, \Testur-ísIendingar, að heimta það, að það væri kent við alla háskól- ana í yðar landi, ekki sizt vegna bókmentanna, sem þetta mál gevm ir, því að þær eru með þeim si- gildustu bókmentum, sem nokkur4 þióð á i eigu sinni. Eða eiga nokkrar aðrar þjóðir til veglegri rit i eigu sinni en Eddurn- ar, Heimskringlu Snorra Sturlu- sonar og íslendingasögur ? En hvað kenna t. d. íslendingasögur oss? Þær lýsa eðli og háttierni for- feðra vorra, kostum þeirra og löstum. Mannkostina munum vér. landnámsmennina feður vora. Þetta hefir og, að mér skilst, auð- kent ykkur, Vestur-íslendinga. Ætli það hafi ekki verið metnað- Eg hefi nú farið um flestar helztu íslendingabygðir og komið i sveitir og þorp, þar sem menn töluðu lítið annað en islenzku sin urinn, sem kom ykkur til þess að i milli; en eg hefi lika komið i vinna ykkur upþ úr skurðunum j borgir, þar sem unga fólkið ís- hér vestan hafs? Og ætli það sé 1 lenzka talar ekkert annað en ensku. el:ki metnaðurinn, sem enn kemurÍEg þykist hafa tekið eftir þvi, að náfnsmönnum yðar til að skara j bygðin er að færast vestur á bóg- fram úr öðrum? j inn alla leið til hafs og að íslend- Að verða öðrum jafn-snjall eða íngar dreifast þar smámsaman um snjallari og helzt að skara fram úr, j 2,000 milna strandlengju. Og þessi göfugi metnaður, er löngun hvers einasta íslendings, sem nokkuð er í spunnið, og það er þessi lyndiseinkunn, sem ásamt öðru góðu ætti að geta gjört oss að hinum útvöldu meðal þjóðanna. hvernig fer þar fyrir íslenzkunni. Hún týnist, en enskan kemur í hennar stað. Til marks um það get eg sagt ykkur ofurlitla sögu. Það var á þjóðhátiðardegi Se- aUlebúa nú fyrir 10 dögum, síð- Þá er annað, sem auðkennir fs- jasta dag sæluviku okkar þar, þvi lendinginn bæði fyrr og síðar. Það að viða hefir okkur verið vel tek- er fróðleiksfýsn hans.og þekkingar- jið, en hvergi betur. Við vorum að þrá, löngun hans til þess að kynn- j sigla heim um kvöldið til hinnar ast háttum og hugsunarhætti ann- j fögru börgar og styttum okkur ara þjóða og þá helzt nema það, stundir með því, eldra fólkið, að sem þykir stórmannlegt og drengi- syngja öll þau ísl. lög, sem við legt, muna það og færa það í letur. kupnum. En á meðan við vorum f'róðleiksfýsn þessi varð fram já efra þilfarinu og sungum alt á eftir öllum öldum að fræðimanna- íslenzku, ''söng unga fólkiðt lensk grúski og heindist þá aðallega i þá löf og amerisk á neðra þilfarinu. Og er við nálguðumst land og fór- um að þoka okkur fram á skipið, var þar enn yngra fólk, er söng alt á ensku. Okkur langaði til að komast að með lofsönginn okkar ísL, “Ó, guð vors lands” — én um það var ekki að tala lengi vel, fyrri en búið var að syngja marga enska söngva og “My Country, ’tis of thee!” Á meðan á þessu stóð, var verið að hleypa úr flóðlokun- um út í hafið. Og á meðan flóð- aldan rann út í hafið með hægum og hljóðum, en þó ekkablöndnum nið, sungum við: Ó, guð vors lands. Það var ekki laust við, að tveir sveinstaular gerðu gabb að þessu. En er komið var að orðun- um: íslands þúsund ár, eitt eilífðar smáblóm með titr- andi tár, sem tilbiður guð sinn og deyr! Og þá var ekki laust við, að eg klöknaði við og mintist orðanna: Það sem eg ann, ber nú opinn knör úti með von og kviða. En það eru einnig vatnaskil hér vestra og þangað kom i'eg líka. Þau eru í nánd við Lake Louis. Annar lækurinn rennur þar vest- ur yfir niður í British Columbia, en hinn rennur austur af niður til Alberta, þar sem Stephan G. Stephansson býr. Eg á von á, að það fljótið, sem liggur austur, beri heita og sterka strauma alla leið heim til íslands og að þeir megi frjóvga þjóðarakur vorn heima fyrir. Og því bið eg ykkur nú, sem berið enn hlýjuna i brjósti til gamla landsins, að hafa upp með mér þessi orð: Volduga fegurð, ó, feðrajörð fölleit með smábarn á armi, elski þig sveinar hjá hverri hjörð, helgist þér menn við hvern ein- asta fjörð, frjáls skaltu vefja vor bein að barmi, brosa með sól yfir hvarmi. E.B. íslenzk tunga og íslenzkt þjóð- erni lifir og mun lifa, á meðan að ísland getur sér góða og dygga niðja, konur sem karla. Og þvi er eg fyrir mitt leyti vongóður um framtíð Islands. Heill og hamingja fylgi gamla landinu. ísland lifi! Mikið mannvirki. Núna um helgina var lokið við eitthvert hið mesta íhleðs'lufyrir- tæki, sem enn hefir verið fram- 'kvæmt hér á landi, Djúpóssíhleðsl- una svo nefndu. Hefir verið unnið að því verki að meira eða minna leyti frá því um sumarmál í vor. iSvo er þarna til háttað, að þar sem Ytri-Rangá mætir EystriRang- á og Þverá í sameiningu, mynda árnar nálega rétt horn. Verður þar af straumbreyting, framburð- urinn hefir ihlaðið upp og ná- lega stíflað hið æfagamla fram- hald ánna, Hólsá (Djúpá hét hún einhverntíma). :Nú um langan tíma hafa árnar flætt á báða bóga yfir bakkana, brotið skörð í þá og umturnað engjum og hag- mýrum, 'langt út frá sér. Eru víða ófær fen, þar sem áður voru vail- lendis bakkar, eða þýfðar beiti- mýrar- Sumir gömlu álarnir fyltir af sandi, en aðrir nýjir komnir í staðinn, þar sem áður var gróin jörð. Engjar margra jarða ósláandi með öllu, vegna vatnságangs; en í annan stað hcf- ir sandur borist í mikla fláka þýfðra og blautra mýra, og verður þar nú slétt starengi, að þessu verki loknu. En mörg eíð- ustu árin hefir Markarfljót legið í pverá 0 gfjdt alt af vatni, og fyrir þá sök hafa sáralítil not hafst af þessu mikla grasflæmi, sem er tl að sjá nokkrar ferhyrn- ingsmílur og eins og samfeldur bylgjandi akur, þar sem víða lægi á teig þykkasta síbreiða, ef slægt væri. Um herrans mörg ár hafa ábú- endur og eigendur jarða þessara, sem orðið hafa fyrir þessum bú- sifjum, háð þunga baráttu við vágest þenna, og hann hefir jafnan kunnað að snúa undan- haldi í sigur, þegar frá leið. En nú á að vera svo um hnútana bú- ið, að Jhonum takist það ekki. — Mundi margur hafa gott af ef sagan um þá viðureign væri færð í letur. Nú þrengdu árnar svo fast að, að annaðhvort urðu menn að láta reka á reiðanum og eiga það á hættu að verða að yfirgefa býli sín, margir hverjir von bráðara, eða sækja svo fast á, að þeim tækist að reka þær af höndum sér. Það ráð var upptekið. Og nú er svo komið, að þeim hefir verið markaður bás, í sínum forna farvegi. Aðal ósarnir og þeir sem mest- an us'la gerðu, vóru Valalækur og Djúpós, Valalækur flæddi á Út- Copenhagen Vér ábyrgj- umst það að, vera algjörlega hreint, 0g þaðl bezta tcbak í| heimi. ^pPfNÍiÁOEN# ' SNUFF Ljúffengt og end,ingar gott, af því það er | búið til úr safa- miklu en milun tóbakslaufi. MUNNTOBAK Landeyjar (Bakkakotsós sem flæddi austur á sömu slóðir og gerði mikið tjón, var teptur í fyrra), en Djúpós í neðri hluta Ásahrepps. Valalækur stefnir til landsuðurs, en Djúpós í vestur. En þar í milli, beint framhald af Ytri-Rangá, rann Hólsá. Rann hún áður fyr beina leið til sjávar, en ’langt er síðan brímið hlóð sandi í ármynnið, þegar vatns- þunginn léttist og áflæðið hófst. Hlefir hún nú um langan tíma runnið austur í Affall fyrir sunn- an Landeyjar og vestur í pjórsá, sunnan við Þykkvabæ og Háfs- hverfi, og kallast þeir álar báðir Gljá. í vor þegar verkið hófst, voru árbakkarnir styrktir allvíða, hlaðinn garður ofan á, þar sem þurfa þótti, en því næst tept í Valalæk- Ge'kk það verk bæði fljótt og vel, því að aða'l vatns- megnið rann um Djúpós. par hófst aðalverkið 26. ma„ en áður hafði verið viðað að ein- hverju af efni, bæði unnið að sniddu og hrísi. Siðan hefir verið unnið að íhleðslunni lát- laust og síðast bæði dag og nótt. Unnu þar oftast 100 manns og| lengi 90—100 hestvagnar, svo að handagangur hefir verið í öskj-l unni. Aðal íhleðsluefnið varj snidda, er stunginn var í engjum þar rétt við, hrís var og mikið notaður og timbur og svo botn- vörpur til að festa með sniddurn- ar. Til styrktar garðinum voru gildir staurar neknir niður með fallhamri, með meters mfllibili, straummegin og varð að hafa raðirnar þrjár þegar á leið- Garðurinn sem hlaðinn var i ósinn, er um 180 faðmar á lengd og 8—12 faðmar á þykt að neðan og 6 að ofan. Hlaðið var beggja megin frá og var vatns- hæðin síðast í skurðinum sjö og hálf alin. 4.. júlí náðu garðarnir saman, en næstu dagana þrjá var garðurinn styrktur og jafnaður. Þegar ósinn tók að þrengjast og vatnið minkaði sem um hann rann, var jafnhliða grafinn skurður í kampinn út í sjó, svo að nú fellur Hólsá til sævar, þar sem hún áður gerði, þegar Ketill Hængur kom skipi sínu í fyrsta sinn, í Rangárós. En óvíst er hve ’lengi það stendur. Ríkisjóður lánaði fé til fyrlr- tækinins- Var verkið unnið undir yfirumsjá landsverkfræð- ings. Jón ísleifsson verkfræðing- ur var þar viðstaddur af hans hálfu, en verkstjórar voru Einar bóndi Guðmundsson á Bjólu, við norðurbakkann, en Siguröur Ó- lafsson bóndi á Hábæ, að sunn- anverðu. Nú, þegar þetta er afstaðið, kemur upp ógrynni af slægju- landi; miklu meira en von er til að þeir, sem næstir búa, komist yfir uð nytja í bráð- Væri nú gott og gagnlegt, ef hægt væri að koma þeim til hjálpar og moka þarna upp heyinu í sumar. Alt er þetta kúgæft hey; miklu betra en Reykjavíkurtaða. >—Vísir. Willem van Rossum kardínáli- Hans Ðminence kardínáli Will- em van Rossum steig hér fæti á land í gærmorgun. Hann icom á e. s. Botniu, sem öll var fánum skreytt, þegar hún lagðist að hafnarbakkanum. Eins var Esjan fánum skreytt, og um all- an bæ blöktu fánar, í virðingar- skyni við hinn göfuga gest. Séra Meulenberg tók á móti kardínálanum á skipsfjöl, kvaddi hann með knéfalli og öðru'm lotn- ingarmerkjum og ók síðan með honum í bifreið til Landakots. — í kirkjunni var reist hásæti handa kardínálanum og blómum stráð á leið hans er hann gekk í kirkjuna. Margt manna var við móttökuna og var hún hin há- tíðlegasta. í fylgd með kardínálanum er einn fylgdarmaður. Hér fara á eftir helztu æfiat- riði kardínálans. Kardínáli Willem van Rossum fæddist í Zwolle í Ho'llandi 3. sept 1854. Afloknu námi með framúrskarandi vitnisburði tók hann prestvígslu 17. okt 1879 í “Redemtorist” reglunni. Snemma vakti þessi framúr- skarandi prestur á sér eftirtekt yfirboðara sinna. í fyrstu var Jiann kennari við latínuskólann í Wittem, en síðar við háskólann þar. Hann var forstöðumaður heimspekis og guðfræðisdeild- anna og brátt rektor . Sakir á- gtæra gáfna hans og þekkingar var hann kvaddur til Rómaborg, ar en þar hafði hann, samkvæmt skýlausri ósk Leó páfa XIII. yf- irgripsmikið starf á hendi í þjón- ustu hins heilaga “Officiums Kongregation.” Við þett aerfiða og vandamikla starf ávann hann sér mikið álit margra kardínála og starfaþol hans talið óbi'landi og óþreytandi. Píus X. veitti honum mikla at- hygli og fól honum sakir vits- muna hans og fjölhæfis hin mestu trúnaðarstörf. panngi varð hann ráðunautur lögbókarnefndar kirkjunnar. Árið 1909 var hann gerður aðalráðunautur Höllands og Belgínu, 27. nóvember 1911 var hann í “Konsistorium” sæmd- ur kardínálstign. Er Píus páfi X. spurði hann hver væri stefnu- skrá hann sem kardínláa, svar- aði hann: “Að vinna og fórna mér í þarfir kirkjunnar alt til dauðans.” Árið 1912 var kardínáli van Rossum sendur, sem legáti páfa á enkaristiska fundinn í Wien. Leyfðist öllum þar að ganga fyrir kardínálann. Kardínálar, bisk- upar greifar, bændur og verka- menn þyrptust að til þess að heilsa legáta páfa, sama rétt höfðu allir og móti öllum var tek- ið með sö‘mu vingjarnlegu orð- unum. Þessum enkarifetiska fundi lauk með hátíðlegri skrúð- göngu og tóku þátt í henni sjálf- ur keisarinn, öll hirðin, margir prinsar og furstar, 10 kardínálar,- 150 erkibiskupar og biskupar, 6000 prestar og 250 þúsundir manna. Árið 1918 var kardlínáli van Rossum skipaður “Propaganda- Præfekt” og er það ein æðsta tignarstaða innan kirkjunnar. Auk klassisku málanna talar kardínáli van Rossum hollensku, þýzku, frakknesku, enzku og í- tölsku. /■ Höfuðverkurinn horfinn. pér getið ímyndað yður hvað það þýddi fyrir mann, er þjáðst hafði í full tíu ár. Lesið um það í þessu bréfi: Mrs. Tena A. Smith, Country Harbor, Cross Roads, N. S. skrifar: “Ef nokkur getur mylt imeð Dr. Chase’s meðölunum með réttu, þ áer það sannarlega eg. í tíu ár hafði eg þjáðst af höf- uðpínu, svo magnaðri, að engin meðöl komu að haldi. Eg var að verða alheilsulaus aumingi, sem kveið fyrir hverju aug»a- bliki. Eg hefi notað átján öskjur af Dr. Chase’s Nerve Food og það hefir gert mig að alt annari manneskju. Nú kenni eg einkist höfuðverkjar og er orðin hraust eins og hest- ur. Eg vóg 109 pund, þegar eg fyrst fór að nota Dr. Chas- es Nerve Food, e» veg nú, 121 pund. Eg get því með góðri samvizku mælt með meðali þessu við hven sem vera skal.” Dr. Chase’s Nerve Food, 56 cent askjan, hjá öllum lyfsöl- um eða Edmanson, Bates og Co., Limited, Toronto.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.