Lögberg - 04.10.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.10.1923, Blaðsíða 4
Bl« 4 AÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. OKTÓBER 1923 Vandræðin vaxa. I síðustu Heimskringlu fer ritstjóra þess blaðs eins og druknandi manni, að hann gríp- ur í það, sem hendi er næst, í von um, að geta dregið sjálfan sig að landi, þó það sé ekki nema hálmstx-á. t þessu síðasta svari sínu til Lögbergs sleppir hann, eða þá hver sá, sem fyrir þess- ari heiðindóms prédikun í Heimskringlu hef- ir staðið, hinu upphaflega umtalsefni, en reyn- ir, eins og Kringlu er tamt, að þeyta upp moldviðri og ryki, sem málinu er lítið eða ekkert skylt, til þess að villa mönnum sjónar á aðal umtalsefninu. En það var, eins og flestir muna, að einangrun íslendinga hefði valdið norrænni tungu tjóns, og að hinn “suð- ræni náðarboðskapur” hafi dregið þrek úr þjóðinni íslenzku og spilti henni. En það eru þessar staðhæfingar béðar, sem Lögberg hef- ir verið að mótmæla og gerir enn. I staðinn fyrir að halda sig við þetta um- talsefni og reyna að sanna að kjarni hins heiðna átrúnaðar, sem blaðið hefir verið og er að flytja, sé lífrænni og fegurri heldur en kjarni hinna kristnu trúarbragða, sem í raun- inni er ekki á færi Heimskringlu né heldur nokkurs annars blaðs etSJJmanns að gera, þá hefir ritstjórinn ekkert að bjóða í þessari síð- ustu grein sinni nema fáráðlegt fálm út í loft- ið, eða þá illgirnis keksni í garð ritstjóra Lög- bergs, sem hvox-ugt er þungt á metaskálum hugsandi manna, þegar um sannanagögn er að iieða. Og til þess að sýna, að þessi stað- hæfing vor um fáimið í Heimskringlu sé meira en orðin tóm, þá skulum vér, þó ógeðslegt sé, athuga nokkur aðal atriði í síðasta svaiS blaðsins. Trúrœkni hirma heiðnu forfeðra vorra. Heimskringla segir, að hún hafi verið mikil og áhrif hennar djúp á líf þeirra. En þó svo hafi verið, þá sannar það ekki, að þeirra heiðna trúrækni, eða þeirra heiðna trú, hafi verið göfugri heldur en trúin kristna. Menn geta trúað á líkneski, á dýr, á skrið- kvikindi, eiginlega helst alt á milli himins og jarðar og undir jörðinni, án þess að sá átrún- aður göfgi sál mannsins hið minsta. Það er því ekki trú mannsins, eða mannanna, sem í þessu efni veldur mestu, heldur kjarni eða eðli trúarinnar. Hver var nú kjarni hinnar heiðnu trúar forfeðra vorra—Asatrúarinnar ? Manndráp og blóðsúthelling, eilíft endalaust stríð hér í lífi. Aðal skilyrðið fyrir inntöku þeirra í sveit Einherja í Valhöll var að þeir gengju hraust- lega fram í orustum hér í lífi, dræpu sem flesta, og að falla sjé.’fir á vígvelii. En svo er ekki þar með búið, heldur halda þeir áfram að drepa hver anuan og ganga aftur og drekka brennivín í Valhöll, alt til hinnar mijílu ioka- orustu—ragnaröks. Ásatrúin var orustu- og inanndráps-trú í orðsins fylstu merkingu, og hinar náttúrlegu afleiðingar hennar voru her- eða ráns-ferðirnar á hendur saklausu fólki út um öll lönd, og þarf því Heimskringla ekki að kippa sér upp við það, þó vér nefndum ávexti þessarar trúar rán og manndráp, því þeir voru það. Víkingaferðirnar voru ekkert annað en ráns- og manndráps-ferðir, löghelgaðar af Ásatrúnni. 0g ef Heimskringla vill trúa því, að sú hugsjón sé fegurri heklur en kenning kristindómsins um kærleik, frið og n^, þá á hún rétt á því, og þá líka sjálfsagt fyrir hana að halda sínum heiðindómsboðskap áfram. Heimskringlu verður skrafdrjúgt um stofnun alþingis og allsherjar ríkis á Islandi árið 930, sem vér vorum áður búnir að taka fram að væri það eina, sem hægt væri að telja heiðnum sið til framk\Tæmda hjá þjóð vorri, og þó kom sú framkvæmd ekki að fullum not- um fyrir kappi og ofríki hinna heiðnu höfð- ingja, fyr en fimtardómurinn, eða yfirdómur- inn var stofnaður, en það gjörði kristinn mað- ur, Njáll Þorgeirsson á Bergþórshvoli, eins og lesa má í sögu hans, og er víst óhætt að tejla það fegursta gimsteininn í því forna laga- emíði. Iíeimskringla segir, að ritstjóri Lögbergs andmæli heiðindómsboðskap blaðsins, til þess að koma heiðindómsnafni á ' “He\imskrin|.*{!- unga”. Þetta er barnalegur útúrsnúningur út úr því sem vér sögðum. Vér sögðum aldr- ei, að “Heimskringlungar” væru fheiðnir. Það sem vér höfum sagt, er, að Heimskringla hefir. gerst heiðninnar málgagn, og segjum enn, og oss virðist að blaðið þurfi enga graut- argerð til þess að ganga úr skugga um það, nema ef grauturinn í heila ritstjórans er orð- inn svo veliandi, að hann geti ekki lengur greint hvítt frá svörtu eða ljós frá myrkri. Flestir mundu geta skilið án grautargerðar, að það sé nokkuð annað að segja, að blaðið Heimskringla flytji guðlast og heiðindóm, heldur en að segja, að aðstandendur blaðsins séu heiðnir. En fyrst Heimskringla vill endi- lega smyrja heiðindómsnafninu á þá, þá get- um vér ekki að því gert,—sú gamla veit lík- lega hvað hún má bjóða sér í þeim efnum. Heimskringla segir, að vér séum að bregða heiðnum forfeðrum vorum um óskírlífi. Þetta er ósatt. Vér bentum á það sem sögulega staðreynd fyrir hnignun íslenzku þjúðarinn- ar, og það með, að sá löstur ætti upptök sín í heiðni. Heimskringla sjálf staðfestir þetta í síðasta blaði með því að segja, að óskírlífið sé ekki í samræmi við anda kristindómsins. Og fyrst rætur þess lastar standa ekki í kristnum sið, þá verða þær að standa ' heiðnum. því cinhvers staðar verður vondur að ver.i. Vér höfum hvergi sagt, að sögur Snorra og Ara fróða séu klaustrum og klerkum að þakka. Það sem vér sögðum og segjum enn, er, að það voru hinir kristnu kirkjumenn ts- lendinga, sem fluftu mentunina og ritlistina inn til hinnar íslenzku þjóðar, og að það sé það tvent, sem mestum ljóma hefir brugðið upp yfir hina íslenzku þjóð, því án mentunar hefði íslenzk ritlist aldrei þroskast. En það teljum vér sjálfsagt, að klaustrin og prestam- ir hafi átt mikið meiri þátt í. ritverkum þeirra Snorra og Ara heldur en Heimskringla vill viðurkenna; því báðir þessir menn voru miklu vandari að heimildum sínum, heldur en Heimskringla að orðum. En prestarnir og mentamenn klaustranna voru líklegri en nokkrir aðrir mentamenn í landinu til þess að að vita deili á málum þeim, sem þessir menn voru að rita um, og því ábyggilegri heimildir þar að fá, en annars staðar. Enda er það á vitorði allra, að Ari fróði bar verk sín undir þá Þorlák biskup Þórhallsson í Skálholti og Ketil biskup Þorsteinsson á Hólum til athug- unar og umsagna. Ekki er gott að sjá, hvaðan Heimskringlu kemur sú vizka, að Snorri Sturluson hafi ekki kunnað latínu, eða það, að norrænn kveðskap- ur hafi ekki verið til í klaustrunum. LTm hina fyrri af þessum staðhæfingum er það að segja, að oss leikur í meira lagi grunur á því, að hún sé ósönn—ein af þessum staðhæfingum Heimskringlu, sem við ekkert hefir að styðj- ast. Það er litlum vafa bundið, að Snorri naut mentunar á meðan hann var í Odda, en á þeim dögum var latíi\an aðal mentagreinin, eins og hún var þá aðal mentamálið, og því meir en litlar líkur til þess, að Snorri hafi numið það ásamt norrænunni. Allir vita, að s'ðari staðhæfingin er ósönn og þarf ekki annað í þeim efnum, en að vitna til kvæðisins Lilja, eftir Eystein Ásgrímsson. Enn er Heimskringla að fetta fingur út í umsögn Lögbergs um skyldleika þeirra Jóns Loptssonar og Sæmundar fróða. Um það at- riði skal nú ekki frekar deilt. En til skýring- ar því máli setjum vér hér ummæli Dr. Guð- brandar Vigfússonar um það atriði, sem tek- in eru úr ritgerð hans um Snorra Sturluson, sem er að finna í fvrra hefti af Oxford-útgáfu hans af Sturlungu: “When three years old he was sent into fosterage at Oddi, the house of the mighty chief Jón Loptsson, the most influential man of his day in Iceland, great-grandson of Sæ- mund the Historian, and grandson of king Magnús Bareleg. ” (Þegar hann fSnorri) var þriggja ára gamall, var hann sendur í fóstur til Jóns Lopts- sonar í Odda, sem var sonar sonar sonur Sæ- mundar fróða og dóttursonur Magnúsar kon- ungs berfætta. Jón var mestur höfðingi á Is- landi í sinni tíð.) Ef vér höfum farið hér rangt með, þá hef- ir mörgum orðið það á, sem lakari heimihl hefir stuðst við en þessa. 1 niðurlagi greinar sinnaæ ber Héims- kringla sig tilfinnanlega illa út af því sem hún nefnir glæpsamlegan vitnisburð ritstjóra Lögbergs um hið norræna eðli. Vér fáum ekki séð, að það sé neitt glæpsamlegt við það, að segja satt, hvort heldur það er um forfeð- ur vora eða aðra. Hitt er verra, að vera að reyna að smeygja þeim löstum, sem þjóð vorri hefir staðið mest vandræði af, inn til æskulýðs nútíðarinnar, eins og Heimskringla er að gjöra tilraun til með heiðindómsboðskap sínum. Vér höfum nú drepið á aðal punktana í síðasta svari Heimskringlu: Trúrækni hinna heiðnu forfeðra vorra, stofnun alþingis og allsherjarríkis á Islandi, að ritstjóri Lögbergs hafi kallað Heimskringlumenn heiðingja, ó- skírlífisskraf blaðsins, að Snorri, , Sturluson hafi ekki kunnað latínu, að norrænn kveðskap- ur hafi ekki verið til í klaustrunúm, og að Jón Loptson hafi ekki verið sonar-sonar sonur Sæmundar fróða, heldur sonarsonur hans; og geta menn svo borið um hve þýðingarmiklir þeir eru fyrir hið upphaflega umtalsefni okk- ar: Einangrun Islendinga og spilling hins “suðræna náðarboðskapar” á hina íslenzku þjóð. Það er ekki einn einasti þeirra, sem snertir umtalsefnið, og það var líka sá eini vegur, sem Heimskringlu var fær í þessu máli, að standa ekki við neitt, heldur fara undan í flæmingi um alla vindheima, eða svo langt sem hún kemst; en hvað langt vér nennum að elta hana, það er annað mál. Leiðtogi frjálslynda flokksins á Englandi. Enska tímaritið nafnfræga, Review of Re- views, staðhæfir, að Herbert H. Asquith, fyrr- um ■stjórnarformaður Breta, sé í raun og veru hinn eini og sanni leiðtogi frjálslynda flokks- ins á Bretlandi og beri höfuð og herðar yfir flesta stjórnmálamenn samtíðar sinnar. Eft- irfylgjandi greinarkorn, er lauslega þýtt úr tímariti þessu: Fyrir rúmu ári eða svo, sýndi Review of Reviews fram á það með svo ljósum rökúm að ekki verður móti mælt, að fordómarnir gegn Mr. Asquith meðan á striðinu stóð, voru bygð- ir mestmegnis á öfund og síngirni, eins og sannast hefir síðan'., Atvikin Ihafa dregið fram í dagsljósið margt frá því er Asquith lét af völdum, er sýnir betur en flest annað, hve afleiðingarnar af lágum hvötum, hefna sín óþyrmilega á hverjum og einum, er ætlaði að gera sér mat úr þeim og gerði ef til vill um stundarsakir. Bræðingsstjórnin, sú er við völdum tók af Asquith og hugði sjálfa sig ó- dauðlega, féll með vansæmd. Leiðtogi þeirr- ar stjórnar, er um eitt skeið var einskonar al- ræðismaður Evrópu, steyptist niður af sínum pólitiska himni ofan í myrka gjá, yfirgefinn af flestum sínum fornu vinum. Nýr og á- hrifamikill verkamanna flokkur, er kominn til sögunnar, er skipar hina opinberu andstæð- ingafylking stjórnarinnar. En um fram alt hefir það þó sannast, er blað vort hélt þá og hefir ávalt haldið fram, að Herbert H. Asquith hafi verið og sé enn hinn máttugi, gætni og framsýni leiðtogi hinnar brezku þjóðar, hvort heldur í stríði eða friði. Allar þær mörgu til- raunir, er til þess hafa verið gerðar, að hefja aðra til skýjanna, á kostnað þess merka manns, eru nú orðnar að lítili vindbólu. Einn þeirra manna, er fremst gekk í þá átt, að grafa ræturnar undan Asquith, var Northcliffe lávarður, en Lloyd George, þáver- andi fjármálaráðgjafi, ísamþýkti undfirróðurt inn með þögninni. Northcliffe var sambland af slungnum viðskifta leiðtoga og barni, er aldrei gat ná.ð fullum þroska. Hann var fé- gjarn og jafnframt því svo fáfróður, að mest bar á þeim eiginleika, að . 'hégómadýrlðinni einni undanskilinni. Hann hafði umráð yfir hinni fáránlegustu keðju af dagblöðum, og var þess vegna um hríð nokkurs konar svipa á hugsunarhátt miljóna manna, einkum þá hinna lítilsigldari. Hvar helzt se mþví varð við kom- komið, lét Northcliffe blöð sín narta í Asquith og linti eigi fyr, en hann hafði fengið nógu marga til þess að trúa því, að eitthvað væri bogið við afstöðu hans til stríðsins, en á því sviði var þjóðin af eðlilegum ástæðum við- kvæmust fyrir. Ýmsir hafa fundið Asquith það til for- áttu, að hann skyldi ekki reyna að hæna að sér þenna hégómagjama pappírs-gullkálf með veizluhöldum og öðru þvílíku. Það var aldrei Asquith lagið, að afla sér fylgis á slíkan hátt, hitt enda harla vafasamt, að hann hafi nokkru sinni lagt mikið upp úr fylgi Northcliffe’s, með því að kunnugt var, að skoðanir þeirra á flestum meginmálum, voru næsta ólíkar. Hon- um hafði aldrei komið til hugar, að láta nokkrum einum manni að minsta kosti haldast uppi, að flytja umboðsvaldið frá No. 10 Down- ing Street og yfir í Carmelitehúsið, eins lengi og hann fengi við nokkuð ráðið. Fjármálaráð- gjafinn bjó þá að No. 11, og þangað var North- cliffe ávalt boðinn og velkominn, þar gat hann öldungis óáreittur spaugast að því hvað As- quith væri orðinn gamall, óákveðinn í skoðun- um og yfir höfuð að tala, ekki lengur stöðu sinni vaxinn. Og að lokum fór þannig í des- ember 191fi, að Beaverbrook-Lloyd George- Northcliffe-samsærið, fékk fram að ganga og með því var rutt úr vegi manninum, sem Lud- endorff sjálfur sagði, að búið hefði svo um hnútana í upphafi, að ekki hefði verið viðlit fyrir Þjóðverja að vinna stríðið. Nú er það komið á daginn, og á þó eftir að skýrast enn betur, að maðurinn, sem aldrei gerði tilraun til þess að verja sjálfan sig, Mr. Asquith, brást aldrei, þegar mest reið á. Þangað sóttu foringjar flotans og landhersins hvatning og þrótt. Hann var eini maðurinn, sem haldið gat þjóðinni óskiftri um það leyti, er ófriðurinn gaus upp, eins sundurlynd og hún var þá um þátttökuna. Hann var eini maðurinn, er talað gat kjark í lávarð Grey, er liann var rétt að því kóminn að láta af em- bætti. Hann var líka eini maðurinn, sem haft gat taumhald á Wiston Churchill. Enda játar Mr. Churchill það afdráttarlaust í hinni nýju bók sinni, að forsætisráðgjafinn hafi alt af staðið “eins og klettur úr hafinu.” Og sú ■sarð reynsla allra, er með honum störfuðu. Því meira, sem opinberast af leyndardómum fyrstu tveggja stríðsáranna, þess augljósara verður ]>að, hve miklu Asquith fórnaði í þarf- ir þjóðar sinnar, um þær mundir, er margir ]>eir, er nú gera hæstu kröfur til heimsviður- kenningar, gengu með lífið í lúkunum. Þrátt fyrir nartið og róginn, er Mr. Asq- uith samt sem áður hinn eini og sanni leiðtogi frjálslynda flokksins á Bretlandi og það svo ótvírætt, að um þessar mundir kemst enginn í hálfkvisti við hann. Enda má um flesta hina með sanni segja, að þeir hafi í pólitiskum skilningi, sálgað sjálfum sér af ásettu ráði. Herbert H. Asquith, er framúrskarandi áhuga- og eljumaður; sýndi hann það ekki hvað sízt í síðustu kosningum. Hann ferðað- ist svo að segja nótt og dag um landið þvert og endilangt, meðan á kosnjngabaráttunni stóð og eggjaði liðsmenn sína. Kom enda að flestum þeim hinum gömlu fylg'ismönnum Robin Hood Flour i Bezta efni og það hag- kvæmasta zmmmsismmiæmiimm o™ "flONET BAGK" ROBIN HOOD FLOUR IS GUARANTEEO TO 6IVE YOU * BETTER SATISFACTION THAN ANY OTMER FLOURMILLED £ IN CANADA YOUR DEALER 15 AUTHORIZEO TO REFUND Þ THE FULL PURCHASE PRICE WITM A «0 PtR CÍMT PEN ALTY ADOED. IF AFTER TWO BAKINGS VOU ARE NOT THOROUGMLV SATISFIED WITH TME FLOUR. AND WILL RETURN TME UNUSED PORTION TO MIM ROBIN HOOD MlltLS. LIMITED Innifalin í hverjum poka 24 pund og þar yfir. ROBINHOODMILLSLTD MOOSE JAW, SASK. sínum, er reynst höfðu trúir hinum frjálslyndu hugsjónum, þegar mest lá við. Sínu eigin kjördæmi, Paisley, gaf hann ekki nema tiltölu- lega lítinn gaum. Var annara um að afla stefnunni fylgi sem allra víðast, hvað sem eigin hagsmununl leið. Kosningu náði hann þó sjáfur, þótt eigi væri að vísu með meira en rúmum þriggja hundraða meiri hluta. Eins og nú standa sakir, ber Asquith höf- uð og herðar yfir flesta, ef ekki alla samþing- ismenn sína í neðri málstofunni. Bera allir flokkar fyrir honum óskifta virðingu, jafnt leiðtogi hins svo að segja nýfædda verka- mannaflokks, sem hinn hægláti, ráðvandi, en “óinnblásni” leiðtogi afturhaldsflokksins, nú- verandi forsætisráðgjafi. Ilerbert H. Asquith, er sá eini foringi frjálslynda flokksins, er þrátt fyrir árin, hefir sett sig inn í hinn nýja skilning frjálslyndu stefnunnar og sýnt honum samiíð. Honum skilst, að hinar pólitisku æðar frjálslynda flokksins þarfnast nýs blóðs, ef honum á að verða forðað frá upplausn eða rotnun. Maðurinn, er af ýmsum ástæðum, er sag- an mun síðar varpa enn skýrara Ijósi yfir, var beint svikinn af undirmönnum sínum og starfs- bræðrum fyrir sjö árum, nýtur nú meiri og almennari virðingar hjá þjóð sinni, en nokkru sinni fyr. Undantekningarlaust mun nú vera svo komið, að á sérhverri þeirri stefnu, er hinir vitrustu Norðurálfumenn hafa komið saman, í þeim tilgangi að ræða um alþjóðamál, hafi það orðið alment álit, að ef sami maðurinn, sem sat við stýrið á Englandi 1914, hefði einnig verið að verki við Versalasamningana, mundu þeir hafa orðið réttlátari, en raun varð á. Ekki ólíklegt heldur, að þá mundu ýmsar hin- ar ægilegu afleiðingar stríðsins hafa verið gleymdar, Norðurálfan búin að ná sér nokkuð aftur og komin á góðan rekspöí 1 velgengnis- áttina. Ástœðu nar fyrir því að hugur Lslenzkra bænda hneigist til Canada. 64. Kafli. Væntanlegir innflytjendur, er hafa í 'hyggju að flytjast til vestur Canada, hafa jafnan haft góðan augastað á Saskatchewan, enda mun fylki það vera tiltlu- lega betur augfýst í Evrópu, en nokkurt hinna fylkjanna. Eru það einkur Norðurlandamenn, er þangað hafa sótt. Getur þar víða jhá þeim, sem finnast þeir vera að líta blómleg bygðarlög iþétt- skipuð jfslendingum, Norð’mönn- um og Svíum. — Jarðvegur Saskatchewan fylkis, er víða svipaður því sem við- gengst í hinum Sléttufylkjunum. Hann felur í sér afar margbrotið frjómagn, og er því sérstaklega vel til kvikræktar fa'llinn, án þess að nota þurfi áburð- Á vetrum fer frost alldjúpt í jöðu og safn- ast þar með nægur raki saman fyrir sáninguna að vorinu til. Minstu bújarðir eru aldrei ’rninni Nfn STJÓRNAR SKULDA- BRÉFA ÚTBOÐ NYTT útboð af Dominion of Canada skulda- bréfum, með 5% vöxtum, dagsett 15. októ- ber, í $100, $500 og 1,000 upphæðum, eru nú til sölu fyrir almenning. Hlutabréf þessi falla í gjalddaga 1928 og 1943. Þeir, sem eiga sigurlánsskírteini, er falla í gjalddaga 1. nóv. 1923, geta látið þau ganga upp í þetta nýja lán og þannig nytfært sér hin góðu kjör, sem í boði eru. Eldri skuldabréfin vorða tekin í skiftum, á fullu verði, og halda eigendur þeirra arðmiðunum fyrir nóvember. Hin nýju fimm ára verðskuldabréf, eru boðin á 99 og vexti, en tuttugu ára bréfin á 9814 og vexti. Þessi veðskuldabréf eru hin álitlegustu hagnaðarkaup. Yerður áskriftum veitt mót- taka og skift um eldri skírteini, við sérhvert útibú banka þessa, er veitir allar upplýsingar tafarlaust. THE R0YAL BANK 0FCANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.