Lögberg - 25.10.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 25.10.1923, Blaðsíða 4
Bla 4 AOGBERG, FIMTUDAGINN 25. OKTÓBER 1923. Alvörumál. Eitt af mestu alvörumálum vorra daga, er aðstaða æskulýðsins til líkamlegrar vinnu. Frá alda öðli hefir það verið órjúfandi lífs- lögmál, að til þess að þroskast, þá þurfi menn áreynslu, bæði í líkamlegum og andlegum skiln- ingi. En eins og flestir þeir eldri munu vera búnir að ganga úr skugga um, þá er fátt eins erfitt að fá æskulýðinn til, og að vinna erfiðisvinnu. Afeiðingarnar af því eru margar og marg- víslegar, sem of langt yrði að telja upp hér. En á tvent má benda. _ Fyrst, að unglingur, sem elst upp án þess að taka þátt í einhverri erfiðisvinnu verður óhraust- ari heldur en sá, er iðkar hæfilega mikið af henni — óhraustari líkamlega og því óhæfari til þess að standa á móti aðköstum Mfsins og allslags erfið- leikum. Hann verður áræðisminni og hugdeigari, og því óhæfur til alirar framsóknar. En það er ekki einasta að áreynsluleysið sé móðir líkamlegrar hrörnunar og afturfarar, held- ur veldur hún líka andlegri afturför, andlegri sljófgun og ístöðuleysi, því heilbrigð sál getur aldrei átt heima í óhraustum líkama til lengdar, án þess að skemmast. f öðru lagi veldur óbeit æskulýðsins á erfi- iðisvinnu, stórkostlegu fjártjóni. ErfiðJs- vinnan sem því ber að gjöra, er í mörgum ti]- fellum óunnin, nema þegar þeir eldri foreldrin, í festum tilfellum bæta henni á sig, en þrátt fyrir það ganga akrarnir saman, búpeningi fækkar, húsverkin verða þyngri á herðum hinnar öldruðu húsmóðir með hverju árinu, útgjöldin vaxa en inntektirnar minka. pað þarf ekki skarpskygna mann, til þess að sjá að hvaða landi muni bera á meðan svona er siglt. Allir harma þessar ástæður og bera sig illa undan kringumstæðum sínum, menn meira að segja örvænta um framtíðina og kenna alt þetta ólag stríðinu, eða óhagstæðu stjórnarfari, en hlaupa þar langt yfir skamt. pví eitt af aðal- meinum vorrar tíðar — um leið ægilegasta tap, er óbeit og viljaleysi æskulýðsins á algengri og almennri vinnu. Kaupmenn geta reiknað tap sitt, eða hagnað áverzlunar viðskiftum í enda hvers árs. Bænd- ur tap eða hagnað af búum sínum í árslok. Út- gerðarmenn á skipum sínum í vertíðarlok. En hver vill með tölum sýna tap það, sem mannfé- lagsbúið býður við óbeit æskulýðsins á nauðsyn- legum erfiðisverkum. petta atriði er að verða svo alvarlegt spursmál um heim allan að til stór- vandræða horfir ef ekki er aðgert. Hugsið þið ykkur næstu kynslóð eða kvnslóðina þar á eft- ir, sem alist hefir upp með þeirri hugsun, að hún eigi rétt á að neyta gæða lífsins, án þess að borga fyrir þau, með þeim eina gjaldmiðli sem getur veitt henni rétt til þeirra — vinnu. Hvernig haldið þið að fari fyrir henni ? Hún verður ekki að eins gjaldþrota, heldur líka ráð- þrota. Eina ráðið við þessu, er að taka hér í streng- inn með lögum, því vér höfum litla trú á að það verði með fortölum gert. Ríkið þarf að leiða í gildi vinnulög eða reglur, sem skylda hvem ein- asta mann og hverja einustu mey, að vinna ein- hverja algenga vinnu, frá segjum, sextán ára aldri, þar til þau eru komin um þrítugt, og fylgja þeim lögum svo fram á þann hátt að eng- inn komist undan þeim, hvorki ríkir né fátækir. — Hvorki æðri né lægri. Menn segja ef til viU, að þetta væri ófrelsi og því er ekki að neita að það er heldur í þá átt- ina. — En hvað skal segia? Ef frelsið er að leiða æskulýðinn út á glapstigu og þjóðarheild- inni eða þjóðarheildunum stafar hætta af því. Er þá ekki skykla, aS gera við þeirri hættu? Og svo er það frelsi óekta, eða ekkert frelsi, sem ekki að e:ns leiðir ógæfu og glötun yfir þá, sem njóta þess, heldur líka yfir komandi kynslóðir. Sæmundar Edda. Þýdd á ensku af Henrv Adams Bellows. með formála og athugasemdum eftir þýðand- ann. Gefin út af Ameriean Scandinavian Foundation. London. Humphrey Milford. Prentuð í Oxfoid University Press. i 1923. 610 blaðsíður, þar af xxvii formáli. Verð $4.00. Þessi tvö bindi. .sem gefin eru út saman, eru nr. xxi og xxii í röðinni í safni því af skandinaviskum bókmentum, sem Scandinav- ian Foundation hefir gefið út og sem íslend- ingum eru kunnar af útgáfum af Snorra Eddu og leikritum Jóhanns Sigurjónssonar. Útgáfa þessi er styrkt að nokkru leyti úr sjóði Charles S. Peterson í Chicago. Þýð- andinn minnist með þakklæti þessara manna og kvenna: W. H. Schofield, prófessor við Harvard háskólann, sem nú er látinn. Dr. H. G. Leach, fyrv. ritari American Scand. Founda- tion, og ungfrú Hönnu A. Larson, bókmenta- ritara American Scandinavian Foundation, og sem hefir á hendi ritstjórn blaðsins Ame- rican Scandinavian Review. (Útgáfa þessi stendrh- ekki að baki hinum vönduðu bókum í þessum flokki, sem á undan eru komnar, hvorki að efni, frágangi né formi. t hinum stutta en skýra formála, er minst á eftirtektaverð atriði, svo sem (1) þörfina á, að Sæmundar Edda sé þýdd á enska tungu. • Er þar vikið að^ þýðing þeirra Vigfússonar og Powell’s, Corpus Poeticum Boreale, og hún réttilega talin ónóg (Fm. bls. xi); (2) þýðing efnis þess er hún hefir að flytja; (3) stutt yfir- lit yfir söguatriði bókarinnar; (4) handrit af Sæmundar Eddu, sérstakl. Codex Regius (R. 2365) og handritið í safni Árna Magnússonar (A. M. 748). Sjá formálann, bls. xiv—xv. — (5) í sambandi við þýðing á nafni bókarinnar, felst þýðandinn á hina heppilegu skýringu Eiríks Magnússonar, að nafnið sé dregið af Oddi. E. M. hélt fram, að Edda væri eintala eignarf. af Oddi (Fm. bis. xvi); (6) sögu Eddu óg Eddukvæðanna. Niðurstaðan, sem þýðand- inn kemst að um tímabil það, sem meginið af Eddukvæðunum urðu ti] á, er nokkurn veginn óhult tilgáta, sem sé: á árunum frá 900 til 1050 (Form. bls. xviii). Hann felst á þá hug- mvnd, að Eddukvæðin hafi verið ort á Islandi: “Hinn mikli bókmentaþroski Islendinga, eftir að Norðmenn fluttu þangað inn seinni part níundu aldarinnar, gefur skoðun þeirri sérstakt gildi (sbr. F'm. bls. xiv). 1 öðru lagi: “Sök- um þess að Island varð hin verulega miðstöð skandinavisku. landanna í þessu éfni, þá er ekki ósánngjarnt að benda á, að megnið af gögnum þeim, sem fyrir hendi eru um upp- runa Eddukvæðanna, í svipuðu formi og þau nú eru, benda í þá átt” (Fm. bls. xiv). (7) Eddu og forn-norr. bókmentir; (8) verndun Eddukvæðanna; (9) textann, er þýð. leggur til grundvallar fyrir þýðing sinni. Um hann farast honum svo orð í formálanum, á bls. 23: “Textinn, sem lagður er til grundvallar fyrir þvðingunni, er þýðing Karls Hildebrands (1876), endurskoðuð af Hugo Gering (1904). En innihald Eddu hefir verið aukið svo mjög í hinum ýmsu útgáfum, og hefir sá viðauki farið mjög eftir hugmyndum þeirra, sem séð ha,fa um útgáfurnar, að eg hefi stuðst við margar aðrar út.gáfur, svo sem Finns Jóns- sonar, Nickel, Sijmons, Detters og Heinzells, ásamt mörgum umsögnum um þær útgáfur” (Form. bls. xxiii); (10) búningur Eddukvæð- anna (Fornyrðislag, Ljóðaháttur og Málahátt- ur )er tekinn til meðferðar í formálanum og sýnishorn af honum á íslenzku gefið og svo þýtt yfir á ensku (bls. xxvi). Að endingu eru tveir kaflar, (11) um eiginnöfn og (12) niðurlag. Stafsetningin, sem notuð er, er nokkuð ó- vanaleg (I.) í enda nafnorða á eftir sam- hljóðendum, er r felt í burtu, en haldið ef það er partur stofnorðs; (II.) í stað þ er th ritað f gegn um alla bókina; (III.) í stað stafsins cs er o, en ekki a, notað, og er sú breyting hvorki auga né eyra geðfeld; (IV.) yfir löngum hljóð- stöfum er komman feld í burtu. Leiðarvúsir á framburði nafnorða á bls. 559—583, með skýringum þeim, sem gefnar eru á bls. 557— 558, er góð aðstoð. Leiðarvísir eða registur um efnið sjálft með líkum tilvitnuntfm, hefði gjört bókina meira virði fyrir þá, sem í hana ' þurfa að vitna. í fvrri parti bókarinnar er a,ð finna Goða kvæðin. Grógaldr og Fjölsvinnsmál birtast hér undír fyrirsögninni Svipdagsmál. Völuspá hinni skömmu er skotið eins og aukagetu inn í Ilyndluljóð, eins og á sér stað í Flateyjarbók. I síðari parti bókarinnar eru Hetjukvæð- in. Sólarljóð, sem Finnur Jónsson og aðrir á- líta kristileg ljóð, ort á tólftu öld, fá ekki inni í þéssari útgáfu, og er það réttlátt. Framan við hvert kvæði er skýring rituð, umjívæðið sjálft, aldur þess og meining, bók- meníalegt og sögulegt gildi, og athugasemdir gerðar. t neðanmálsgreinum, sem eru margar, er og fjallað um efni kvæðanna. Ástæðu fyrir hinum mörgu neðanmálsgreinum gefur þýð- andinn í formálanum (bls. xxiii) á þessa leið: “Eg hefi ráðist í að setja svona miklar skýr- ingar á hverja blaðsíðu, til þess að sýna eins vel og unt er, frumtextann ásamt hinum mik- ilvægari athugasemdum, sem gjörðar hafa verið”. Greinir þær benda mönnum á ýmis- legt, sem vert er að lesa, skýra ýms nafnorð og margt annað í sambandi við sögu, goða- fræði, landafræði, trúarbrögð og siðvenjur hinna fomu Skandinava. Hann gerir margar brevtilegar athugasemdir, sem kæmu að betri notum, ef registur eða efnisskrá hefði verið samin, eins og vikið hefir verið að hér að framan, og stundum gefur hai^n Lliðstæðar tilvitnanir. En hann hefir réttilega takmark- að þær; því ef það hefði ekki verið gert, þá hefði þýðingin ekki orðið annað en saman- dreginn goðafræðis samanburður. Vandvirkni þýðanáans er svo mikil og svo er hann harður í dómum við sjálfan sig, að hann gerir neðanmáls athugasemdir þar sem honum finst að þýðingin komi í bága við frumtextann. Merkilega vel hefir þýðandanum >tek!ist að ná anda hins forn-íslenzka texta og fylgja honum án þess að það sé ógeðsleg stæling, því þegar maður les án þess að bera saman við frumtextann, finst manni að maður sé að lesa nýtt skáldamál. Hinn tápmikli, háfleygi andi, sem einkenn- ir Eddukvæðin, ásamt hin(um sérkennilegu, ’realisku einkennum, sem menn, er i fön^ist hafa við að þýða Eddu, hafa staðið ráðalaus- ir frammi fyrir, nýtur sín svo vel í þessari þýðingu Bellows, að það setur mark sitt á verkið sem bókmentalegt tour de force. Á meðal hæfileika þeirra, sem slíkt verk krefst, eru: óraskanlegur ásetningur, víðtæk tungumála þekking, nákvæm þekking á forn- aldarlífi Skandinava og sögu þeirra, heil- brigð dómgreind, ásamt þeim hæfileika, að að geta siglt heilu og höldnu á milli Scyllu og Charybdisar hinna lokkandi getgátna þeirra, sem áður hafa um Eddukvæðin ritað. En um- fram alt þarf eld hinnar skapandi sálar, sem gjörir þýðing þessa ekki að eins fallega til- búnar setningar og orð, heldur lifandi heild. Og ávexti allra þessara hæfileika til samans, sem eru svo sjaldgæfir, er, að því er eg bezt fæ .skilið, að finna í þessari þýðingu á Sæ- mundar Eddu. Það er ekki áform mitt að fara að tala ítarlega um þessa bók, jafnvel þó að nákvæm gagnrýni geti verið nógu skemtileg. Ekki er *það heldur ætlan mín að þessu sinni að gefa sýnishorn af þýðingu þessari. Það sem eg vildi gera með línum þessum fyrst og fremst, var að benda öllum íslenzkum bókmentavinum, sem þessi orð mín ná til, á, að Sæmundar Edda, þessi ævarandi fjársjóður, sem gengið hefir í erfðir frá hinni fyrstu lýðvejdistíð íálend- inga til allra manna, er nú handhægri fyrir þá, og alla aðra sanna bókmentavini, fyrir snild, áhuga og afkomu Henrv Adams Bellovrs og vegna göfugmensku þeirrar, sem hinar há- leitu og sigursælu framkvæmdir Ameijican Scandinavian Foundation byggjast á. Wesley College, 23. okt. 1923. Skúli Johnson. Stjórnarbyltingin á Spáni. “Nýjir siðir með nýjum herrum.” þannig hljóðar íslenzkur málsháttur, sem' flestir kann- ast við að hefir að geyma mikið af sannleika, eða að minsta kosti eru hinir eldri ríkisþjónar á Spáni að verða varið við það síðan hin nýja stjórn settist var við stýrið. Blöðin í Evrópu og í Ameríku, hafa flutt hverja ritgjörðina eftir aðra um einræðisstjórn- ina nýju á Spání, og líkt hinum nýja stjórnar- formanni, hershöfðingja Premo de Rivera við Mussolini á ítalíu, sem eins og menn vita er þar einvaldur. petta orð “einvaldur”, lætur illa í eyrum nú- tíðarmanna, en er það samt ekki eina ráðið til þess að reyna að bæta úr ástandinu eins og það er orðiðhjá mörgum þjóðum? -Hefir ekki almenn- ingsviljinn og almenningsvaldið sveigt svo vilja og framkvæmdir þeirra, sem ráðin höfðu á hendi, að almenningsviljinn hefir ráðið meir en hag- fræðiskröfurnar og það hagfræðislögmál, sem krefst þess að almenningur láti á móti vilja sín- um, þegar um hagfræðilegan þjóðarbúskap er að ræða? Erum vér ekki einmitt komnir að því tak- marki nú í fjármálum vorum, þar sem um það er að ræða, að taka með hendi harðstjórans, einveld- isins, fram fyrir höpdurnar á alþýðunni og á- kafa hennar til eyðslu og nautna, eða verða gjald- þrota? Hjá þes^um tveimur þjóðum, ítölum o* Spánverjum virðist það hafa verið svo að minsta kosti. ftalir voru á hraðri afturför fjármálálega, og þjóðin virtist að því komin, að missa tiltrú sína og álit út af óreglunni, sem komin var á stjórnmálin þar í landi, þó einkum á fjármálin, þegar sá einvaldur, sem þar nú heldur um stjórn- völin» kom til sögunnar, og breytingin til batnaö- ar, sem orðið hefir á högum þjóðarinnar virðist helga þá stefnu. pað er eftir að sjá, hvaða áhrif hún hefir á Spáni, en ef ráða má af framkvæmdum einvalds- /stjórans þar, þá er svo að sjá, sem þeirra sömu áhrifa sé frá honum að vænta. Eitt af vandræðamálum Spánverja, var ólag- ið sem komið var á þjóna ríkisins. Eða ef menn vilja heldur embættismenn þess, bæði í háum og lágum stöðum. Embættishegðun þeirra var með öllu óþolanleg og vilji aðstandenda þeirra og fylgiliðs þeirra veitti þeirri embættisfærslu fult fulltingi sittj og var sá vilji svo sterkur orðinn, að þeir sem sáu og skildu til hvers það leiddi fengu enga rönd við reist. Fjöldi ríkisþjónanna, svo sem þingmenn, skólakennarar, hershöfðingjar. hermenn, póst- þjónar og aðrir notuðu stöður sínar til fjárdrátt- ar. Sviku skýrslur sínar til stjórnarinnar. Bættu í þær nöfnum manna, sem aldrei höfðu i þeirri þjónustu verið og jafnvel ekki til, svo kaup þeirra var í mörgum tilfellum eins hátt eða jafn- vel hærra heldur en hæðst launuðu embættis- manna ríkisins. par ofan í kahpið létu margir þeirra aldrei sjá sig, helst þeir sem þýðingar- mestu embættin höfðu, á skrif- eða verkstofum sínum, nema þegar þeir tóku á móti launum sín- um, einu sinni á mánuði. pegar Primo de Rivera tók við völdum, lét hann þau boð út ganga, að öllum slíkum fénaði yrði vikið úr ríkisþjónustu, nema því að eins að menrt stunduðu ærlega vinnu sína, á þeim stöð- um sem skyldan kallaði þá á, frá kl. 9 á morgn- ana og til klukkan tvö síðdegis, a.ð engu-m manni yrði borgað af ríkinu m.eira en hans ákveðin laun, og ef rnenn sem í ríkisþjónustu væru, væru ekki til staðar við verk sitt stundvíslega kl. 9 ár- degis, yrði þeim vikið úr stöðum sínum í annað skifti sem þeir brytu reglugjörðina. petta þyk- ir mörgum -harðir kostir og tala óspart um ein- veldi og harðstjórn. En svona löguð harð- stjórn ætti að vera víðar en á Spáni. Robin Hood Flour Otilokar bökunar vandræði. OUR "HONIT BACK ROBIN HOOD FLOUR IS GUARANTEEO TO GIVE YOU BETTER SATISFACTION TMAN ANY OTMER FLOUR NILLED IN CANADA YOUR OEALER IS AUTHORIZED TO REFUND KE FULL PURCHASE PRICE WITH A 10 PtR CtNT PEN TY ADOED IF AFTER TWO BAKINGS YOU ARE NOT TMOROUGHLY SATISFIED WITH THE FLOUR AND WILL RETURN THE UNUSED PORTION TO HIM ROBIN HCX)D MILLS. LIMITED Innifalin í hverjum poka 24 pund og þar yfir. J| R0BINH00DMILLSLTD MOOSE JWV. SASK. IROBINHO® C5) I át‘ % ; • o y Ástœðurnar fyrir því að hugur íslenzkra bænda hneigist til Canada. 67 Kafli. þótt undarlegt megi kallast, þá hefir ostagerð í Canada minkað tilfinnanlega síðan u'm aldamót- in. Árið 1900 voru framleidd í landinu 220,233,269 pund af osti, en á síðastliðnu ári, nam osta- gerðin að eins 134,530,053 pund- um. Svo að segja á öllum öðrum syiðum, hefir framleiðslan auk- ist stórkostlega mikið. Árið 1901 nam framleiðsla af rjúmabúa smjöri 36,066,739 pnndum, en síðastliðið ár var hún komin upp í 146.863.517 pund. Árið 1900 nam niður-'.oðin mjólk $269,520 virfi en í fyrra var sú framleiðsla kom in upp i $6.839.232. Á síðastliðnum tíu tólf áru'm, hefir framleiðsla mjól-kuraf- urða í Sléttufylkjunum margfald- a?t. Fyrir ^áum árum fíuttu Vest- urfylkin inn smjör, en nú senda þau á erlendan markað, margra miljón dala virði áf þessari vöru- tegund. Hefir bændum skilist æ betur og betur á seinustu árum, hve heillavænlegur hinn bland- aði landbúnaður er. Allmikið af smjöri úr Vesturfylkjunum sélst við háu verði í Vnndaríkj- unum og á Bretlandi. Áhugi fyrir ostagerðinni virðist sem betur fer talsvert vera farin að glæðast, hefir stjórnin fyrir- skipað flokkun á þessari vöruteg- und og hefir það leitt til betri- markaðar. í Sléttufylkjunum og eins í -Nova Scotia hefir flokk- un smjörs, einnig verið fyrirs-kip- uð samkvæmt lögum. ■—. Öll Sléttufylkin undantekning- aríaust, eru vel til gripraæktar fallin. Heyskapur er víðast hvar mikll og góður og útbeit í bezta 'lagi- g í Alberta fylki, hefir gripa- ræktin þroskast feykilega á sið- ustu árum. Eru sláturgripir þaðan meðal þeirra allra vænstu er á markað koma. Þá er 0g alifugla rækt þess fylkis komin á hátt stig. Árlega er flutt út ur fylkinu mikið af -eggjum og ali- fuglum. Er meiri partur þeirra vörutegunda sendur á markað til borgann^Við Kyrrahafsströn ina, en þó nokkuð til Austur-Can- ada og þaðan til Noxðurálfunn- ar. (Hefir stjórnin unnið mik- ið að því að hvetja menn til ali- fugla ræktar. (Hefir hún í þjónustu sinni sérfræðinga f þeirri grein, er ferðast um fylkið þvret og endilangt, bændum til ileiðbeiningar í þessum efnum. Frá The Privincial Poultry Breed- ing Stations geta bændur fengið úrva'ls alifuglategundir, við til- tölulega lágu verði. En um- sjónarmaður alifuglaræktar i fylkinu, í samráði við umboðs- menn sambandsstjórnarinnar, stuðlar að því að útvega sem allra hentugust markaðsskilyrði. Auk þess eru í fylkinu um tuttugu verzlunarfélög, er kaupa egg og alifugla. Alifuglarækt er orðin næsta út- breidd. Af 62,000 bændabýlum í fylkinu, eru 50,000, er hafa meira og minna af alifuglum. Gefur sú framleiðsa af Isér ærið miklar tekjur. Þeir, sem æskja frekari upp- lýsinga um Canada, snúi sér til ritstjóra Lögbergs, J. J. Bildfell, Columbia Building, Cor. William og Sherbrooke, Winnipeg. Fiskiátsdagur. prítugasti og fyrsti'október hef- ir verið ákveðinn fiskiátsdagur í Canada. Ástæðurnar fyrir þeirri ákvörðun eru tvær: í fyrsta lagi er tilgangur stjórnarinnar með þ irri ti'lhögun sá, að vekja al- menna eftirtekt fólks á, um þvað ágæta fæðu sé að ræða, þar 'scm um fiskiveiðar vorar sé að ræða, og í öðru lagi að auka fiskimarkað- inn innanlands. Það eru ef til vill ekki margir sem vita hve víð- tækur fiskiiðnaðurinn í Canada er 1— hve kikinn auð þar er um að ræða, eða heldur hve mikið fé hefir verið lagt í þá iðnaðar- grein og hvað margir það eru sem vinnu hafa við hana. Til skýringar .þeim atriðum bá má benda á að í skýrslu fiski- máladeildarinnar fyrir árið 1922 stendur tala fiska þeirra er seldir Peningar fyrir Victory Bonds SldFTA öllum peim VICTORY BONDS, er falla í gjalddaga Kinn 1. Nóvember, 1923, fyrir peninga út í hönd, Kjá öllum útibú- * um þessa banka, að kostnaðarlausu. Til þess að fyrirbyggja töf, er bezt að framvísa þessum Bonds í banka þessum að minsta kosti fjórum dögum fyrir 1. Nóvember, svo bægt sé að skoða þau og skráretja, Leggið síðan andvirðið inn á sparisjóð vorn þann l.nóv. og látið peningana bera vöxtu. ‘ THE R0YAL BANK 0FCANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.