Lögberg - 01.11.1923, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.11.1923, Blaðsíða 1
Það er til myndasmiðui í borginni W. W. ROBSON <\fhngið nýja staðinn. KENNEDY BLOG. 317 P»rta<e A™. MSt Eaton Þetta pláss í blaðinu fæst til kaups. ^5. ARCANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 1.NÓVEMBER 1923 NÚMER 42 "VONARHEIiMUR" (Flutt :if liöl'. soin uiðurlag á ræðú viíS vígslu Jóus líjainasonai- skóla ili. ok't. 1923.) Ilér sé ríf/i rurri tungu, Vcrmireitur feðra sið. — öllu' er bezt þeir sögðu, sungu, Sýnd hér rækt, og fornhelg grið. Hér skal áa arfinn geyma, Auðga, menta, norrænt kyn, - Æskan helga drauma dreyma, Drenglund telja þekking vin. Hér skal biðja, hlýða, kenná, Höggva í bergið þroskans spor. Héðan eigi' af hólmi renna, Hver scm örlög bíða vor. Leggja stund á feðra fræði, Fylkja liði um merkið nýtt,— Sækja þrótt % sögur, kvæði, Sýna' að enn er lið vort fritt. Island, Vínland auðgi, tengi Andans fögru norðurljós. — IIér þau verði vel og lengi Voru kyni styrkur, hrós :—• Vonarheimur ungum anda, lyðavellir frónskri sál, Þar sem ávalt inst skal standa Æitarinnar trú og mál. Jónas A. Sigurosson. Eins og auglýst hafði verið, var hin nýja bygging, sem Jóns Bjarnasonar skóla hefir verið reist á Home St. hér í bæ opnuð á föstudagskveldið var og sótti þá athöfn á fimta hundrað manns. Athöfn .þessi var hatfin með því, að sálmur var sunginn, og bæn flutt af séra B. B. Jónssyni D.D. Þar næst ávarpaði forseti sam- komunnar, séra Hjöi'tur Leo MA., sa'mkomuna á ensku, því enskir gestir. voru margir viðstaddir, bæði frá m-entastofnunum bæjar- ins og aðrir. Mintist hann á höfund skólamálsins, hina á- kveðnu og fórnfúsu starfsemi íhans í þarfir skólamálsins frá byrjun og í þarfir Vestur-flend- inga í heild, ásamt framtíðarvon- um skólans. Að loknu erindi skólastjóra, söng frú Alex Johnson einsöng, sem fól'kinu féll svo vel, að hún var ltölluð fram aftur með dynj- andi lófaklappi. . Næst flutti séra Jónas A. Sig- urftsson síijalla og skorinorða ræðu á íslenzku, sem birtist á öðrum stað í þessu blaði, ásamt kvæði, sem hann flutti og hafði ort fyrir það tækifæri. Þá söng frú S. K. Hall einsöng og höfum vér oft hlýtt á söng frúarinnar með ánægju en sjald- an meiri en í þetta sinn, því hún söng af hreinustu .list, einkum síðara skiftið, því hún var kölluð aftur fram, kvæðið yndislega úr Fjalla Eyvindi "Sofðu unga ástn mín". Næst skemti söngflokkur Fyrstu lút. kirkju með söng sem öllum þótti mikið tál koma. Sjö- unda atriðið á skemtis'kránni, var ræða, sem forseti kirkjuféíags- ins séra K. K. ólafsson flutti á ensku, var það ágætt erindi og vel flutt. En sökum þess að séra Kristinn hafði það ekki skrifað, getum vér ekki gefið nema ófull- ko'minn útdrátt úr því. Þunga- miðjan í ræðu hans var stefna skólans og hugsjónir. Hvort- tveggja sagði ræðumaðurinn, að þyrfti að verða skýrt fyrir fólki, ,áður en þessi .eða nokkur önnur stofnun, sem ætti tilveru sína undir örlæti þess, gæti réttilega vonast eftir styrk almennings. Hann mintist á kirkjuskólana yfirleitt þó einkum í Bandaríkj- unum, þar sem Ihann sagði, að sér væri þeir kunnari «n an'nar- staðar, og kvað það vera þrent sem þar væri sérstaklega lögð á- hersla á. Hin almenna ment- un, 'leikfimi og kristilegar hug- sjónir. f hinum almennu fræðum skólans tækju allir þátt. En leikfiminnar nytu ávalt fáir — stundum ekki nema einn eða tveir og gæti því aldrei orðið sam- ræmi í þeim greinum, en líf manna þyrfti meira til þess að ná full- fkomnun, en þetta tvent, jafnvel þó að rækt væri lögð við hæði þessi menningaratriði — til þess að heilbrigt samræmi geti komist í mentun og sálarlíf þyrfti yl, fegurð og kærleika kistindómsins. Margar þjóðir, sagði ræðumaður, að væru auðugar að menningu, en fáar auðugri heldur en Banda- ríkja og Canadaþjóðirnar ef þær að eins vildu sjá það og hagnýta sér menningarauð þann, sevn þær ættu yfir að ráða. >Bæði þessi lönd sagði séra Kristinn verá bygð af mörgum iþjóðarbrotum, sem ötl ættu yfir meiri og minni menningu að ráða, er þau ein ættu og hefðu flutt með sér frá ættlöndum sínum og eú menning, sem ekki vildi taka tillit til þess aukna auðs — þær þjóðernis hug- sjónir, sem ekki vildu leggja rækt við og hagnýta sér þá ómetan- legu innstæðu, væru ekki að eins þröngar, heldur sjúkar. Á meðal þessara þjóðarbrota væru íslendingar, og skyldan sem á þeim hvíldi í þessu sambandi, væri eins mikil og annara. — Það væri þeim enginn 'menningarauki að vanrækja þjóðar arf sinn, — að gleyma máli feðra sinna, né neldur væri það hagur fyrir þjóð- ir þær, sem þeir byggju á meðal, að þeir gerðu það. En þó þeir reyndust þeim arfi trúir, sjálfum sér til manndóms og þjóðum þeim, se-m þeir byggju hjá til eflingar, þá ætti það ekki og mætti ekki, meina neina ein- angrun, heldur að eins það, að þeir vildu vera menn með mönn- um, sem væru færir um að veita eins og að þyggja, — væru færir um að leggja sinn skerf, þó lítill kunni að verða, til prýðis þjóðfé- lagsheilda 'þeirra, sem hér eru að myndast, og til þess er þessi skóli reistur Frá honum eiga hrein- ir straumar að liggja inn í þjóð- h'f þessa Iands. A honum á að þroska hið yngra fólk í almennum fræðum, og auk þess á hinn kristi- legi andi að auðga, fegra og þroska ílif þeirra, því kristindóms- laus mentun, verður hverri ,þjóð að falli fyr eða síðar, eins og hún hefir nú orðið hinni þýzku þjóð. Frá Jóns Bjarnasonar skóla eiga að koma sterkir 'menn og konur, hreinhjartaðir menn og konur, — menn og konur sem verða 'lifándi yottar kristilegra dygða í hugsun, í orði og í verki. Að lokinni ræðu séra Kristins, sem bæði var lengri og fullkomn- ari en það ágrip, sem hér er gefið, söng Paul Bardal einsöng, með sinni alkunnu listfengi og lynti fólkið ekki lófaklappi fyr en hann söng í annað sinn. Næst talaði prófessor Osburne frá háskóla Manitobafylkis. Mint- ist hann á kynni þau, sem hann hefði haft af fslendingum í lengri tíð. Sérstaklega mintist hann séra Friðriks heitins Bergmanns og. séra Runólfs Marteinssonat! og Iærisveina þeirra íslenzkra, erj hann hefði kynst við Wesley | Oollege og Manitoba Iháskólann, og gat þess að sú viðkynning hefði komið sér til iþess að fyrir-i verða sig fyrir hvern þann íslend- ; ing, sem hann kyntist og væri ekki meira en meðalmaður. Sagði | að ísl. hefðu öðrum fremur kastað sér út í þjóðar strauminn. og hvergi hlíft sér. Heimsku • mestu taldi ræðumaðar þá hugs- ] un, sem hér væri ríkjandi, að i Canadamenn teldust þeir einir, sem gætu kallað enskuna móður- mál sitt- i— pað væru allir, sem slindrulaust legðu hönd á plóg- inn. Kvað hann það hinn mesta styrk Bretlands, að menn af ýms- um ættstofnum hefðu óháðir feng- ið að þroska séreinkenni sín ogj mæla máli feðra sinna, og mint- ist i því sambandi á ummæli Lloyd George. Hann kvaðst vera sammála séra Kristni um >að, að sá væri la/kur Canadamað-] ur, sem gleymdi máli feðra sinna. íslendingar ættu að vernda það og alt annað fagurt, sem þeir ættu i fari sínu, ekki að eins sér sjálf- um til uppbyggingar, heldur h'ka og miklu fremur hinu canadiska þjóðlífi. Prófessorinn mintist þess, að stundum hefði Bretlandi reyndar andað kalt frá Norður- landamönnum. Það hefði verið fyrir rúmum þúsund árum, að þeir hefðu komið norðan yfir höf og barið á Bretum, brent bæi þeirra og 'kastað eign sinni á lönd ;þeiri-a, en þá hefðu þeir fært þeim, það sem hefði gjört Breta að hinni mestu verzlunar- og siglingaþjóð heimsins — út- þrá siglingamannsins. Að síð- ustu kvað prófessorinn að skólan- um mundi engin hætta búin í höndum manna, sefra eins væru vel að hæfileikum búnir og ís- lendingar. Dr. McKay frá Manitoiba Coll- ege óskaði skólanum og þeim sem hefðu komið honum á þenna rek- spöl til lukku. Kvað þörfina brýna á áhrifum kristindóms á mentamálum yfirleitt, enda væru allar kristnar þjóðir, að vakna til þeirrar meðvitundar og krefjast kristinnar mentunar. Dr. iMcKay tók ákveðið í sama strenginn og þeir séra Kristinn og- prófessor Osburne um þörfina fyrir hin aðfluttu þjóðarbrot, að vernda feðra arf sinn- "Því það væri hin margbreytta menn- ing, sem þau hefðu flutt með sér, sem hefði gert Canadamenn, það sem þeir væru í dag og þeirra fremst væru íslendingar.." Hann óskaði að Jóns Bjarna- sonarskóli, mætti verða miðstöð- þar sem alt hið bezta í eðli ís- lendinga í Canada þroskaðist, og að frá honum mætti streyma þróttur og líf, út í hið canadiska þjóðh'f. Dr. Riddell, forstöðumaður Wesley háskólans flutti skólanum heiilaóskir frá þeirri stofnun. Ta'aði hann nokkuð um nauðsyn kristindómsins á mentamálin og mintist þess, að þegar ákveðið var af háskólaráði Manitoba fylk- is að innleiða íslenzkuna, sem námsgrein í tvo fyrstu bekki ha- skólans, þá hefði hann gefið því máli fylgi sitt og atkvæði. Að lokinni ræðu Dr. Riddells skemti söngflokkur Jóns Bjarna- sonar skóla með söng og var samkomu þessari, sem var upp- byggileg og skemtiieg, lokið með nokkrum ávarpsorðum frá svenskum presti hér í borg sem Anderson heitir. Rœða séra J. A. Sigurðssonar Erindi þesisu svipar til skóla vor útlendinganna íslenzku í því, að það er gert af vanefnum. Sum- ir yðar vita, að eg hefi verið á ferð og flugi undanfarna tíð, flutt eitt eða tvö erindi daglega og átti, auk þess enga von þess, að vera hér staddur í kvöld- Frá öndverðu bað mannkynið u'm "'Meira Ijós," eins og þýzka stórskáldið í dauðanum. Ljós, birta, þekking, er þörf mannsins og heimsins. Skólar eru því gamlir ,en hér skaj ekki rakin saga þeirra né þýðing. — ís'lenzk kristni byrjar að kalla má, með frægu ,skól*haldi. Síðan um 1056 hafa því skólar, á kirkj'uleg- um grundve'lli, lifað með þjóð vorri. Þjóðfrægasti biskup ís- lenzku kirkjunnar, Jón Arason, flytur prentsmiðju inn í landi^ og fær ti,l prentara, en sá prent- ari var sænskur prestur. Frá kirkjunni, bókvísi hennar, skól- um og prents'miðjum, er runnln bókmentaleg frægð íslendinga. Síðar fæðist lúterska kirkjan i skóla og fæðir eðlilega af sér skólahald og alþýð'lega mentun. Frá Lúter og siðabót 16. aldarinn- ar stafa alþýðuskólar og alþýðu- mentun þjóðanna. f heiðnum sið var vopnið æðsta valdið. Með kristninni tók kirkjan að mestu við manna for- ráðum- En á vorri tíð her barn þeirrar upplýsingar er hún ól, blaðamenskan, nálega ein- veldi. — Við það skal kannast, að ávirðingar kirkjunnar manna, hafa verið margar- En er hag heimsins og sálarfriði manna, drengskap þeirra og dygðum, ti'l muna betur borgið nú á ríkistíð blaðamenskunnar? Um það efni má vonandi hugsa án þess að það verði að háværu ádeilu- efni. Og er það ekki enn skylda kristinnar kirkju, að vera saltið, er ver mentun og menning mani:- kynsins skemdum. Einn iþeirra ilslenzku menta- manna, er vestur um haf flutti, sá, er nafn skólans ís,lenzka minn- ii á var þeirrar skoðunar. Þvi leggur hann hér hornstein Vest- ur-íslenzkrar mentastofnunar, þessa s-kóla. Og ,þó sú saga sé hér alkunn, vil eg að eins benda á nokkur kapítula-skifti málsins. Á kirkjuþingi, höldnu í íslend- ingafélagshúsinu hér í Winnipeg, 1887, ber Eiríkur H. Bergmann fram þá tillögu, er Friðjón Frið- riksson studdi, að fyrir alúð, erf- iði og áhyggjur við Waðið Sam- einingin, greiði féhirðir úr sjóði blaðsins, ritstjóranum séra Jóni Bjarnasyni, $100.C0 Séra Jón þakkaði gjöf þessa, hina einu er honum var veitt fyrir alt starf hans í þarfir Sam., en gaf þegar þessa upphæð, sem fyrsta stein "til undirstöðu æðri íslenzkrar mentastofnunar hér í landinu, í sambandi við kirkju- félagið og undir umsjóh þess. Fyrir hönd þingsins *þakkaði séra Friðrik J. Bergmann gjöfina og hugmyndina, og vildi fela séra Jóni féð ávaxtalaust. Neitaði séra Jón að þiggja það, en sam- kvæmt tillögu hans var þá hin fyrsta skólanefnd kjörin, er vaxta skyldi féð og varðveita mál- ið. í nefndinni urðu: Friðjón Friðriksson, Eiríkur H. Berg- mann og Jón Jónsson (frá Múnkaþverá.) Þanng var hugmyndin um vest- ur ísi'enzkan s'kóla einn aðaiþátt- ur í hugsun og starfi voru hér vestra, og festi enda rætur á fósturjörðu vorri. paðan bár- ust skólasjóðnum fégjafir og skólahugmyndinni styrktarorði. Sem dæmi þess er ,það, sem pór- hallur Bjarnason, síðar biskup, sagði í umræðum um trúboð: "hafi eg mi'lli handa að eins einn pening, sem eigi tekur að skifta,, þá læt eff hann heldur <til skól- ans." (þessi auðkenning er mín). Hér er, af slíkum manni, skóla vorum, skipað ofar en trúboði. Fleiri slík dæmi mætti hér telja. En naumast varð skólahug- myndin þó óskabarn Vestur-ís- lenzkrar alþýðu. Ef til vill var hún aldrei nógu nauðuglega stödd til að eignast yl íslenzkra hjartna. Þá urðu landamerki ríkjanna málinu þröskuldur og ýmsir með- al kirkjulegra andstæðinga sáu í slíkum skóla fjöregg Vestur-ís lenzkrar kristni. peim varð metn- illa við það mál. Hentugra var það lí'ka, að ráðast á skóiann en kirkj- una. Hún átti sögu og starf að baki og hlut í hjörtum fó,lksins. Skólinn var óreistur og óreindur einstæðingur , en átti ónumið land í skoðun og kærleika manna. En afskiftaleysi eða andróður gagnvart skóla-fyrirtækinu frá andstæðingunum, er um 'leið góð trygging fyrir þörf 0g þýðing skólans. Þeir hafa komið auga á það, sem sumir af oss hafa ekki sé?5 glögg'Iega. Þegar skólaundirbúningurinn var 14 ára, rétt um fermingarald- urinn,x byrjar skólinn í tvíbýli með hérlendum skólum, fyrst hér í Winnipeg og þá í St. Peter, Minn. Eftir 12 ára reynslu komust menn að þeirri niðurstö.'Su, að hið forn- •kveðna: "fáir lofa einbýli sem vert er," væri sannmæli. Var þá oftir 26 ár byrjað í Winnipeg á sjálfstæðu'm mi^skóla, en leigu- liði hefir þó skólinn verið þau 10 árin, sem hann hefir starfað i sjálfsmens'ku. Lokst hefir hann fest kaup í jörðinni og komist l töl'U óðalsbænda. Sjálfstæðisárin, frá 1913, var forstaða skólans fahn, að undan téknu síðastliðnu ári, systursyni upphafsmannsins, séra Rúnólfl Marteinssyni, er reynst hefir, að mönnum til, annar hornsteinn skólans. — Sama árið en vétt áður, er sjóður skólans var stofnaður, lét séra Jón þessi orð eftir sig í grein einni: "Nái hinn íslenzki æsku'lýður vor hér að verða í sannleika kristinn, þá verður þjóðflokk vor.um hér i framtíð- inni óhætt." Þegar sjálfstæður skóli komst á fót, 26 árum síðar, leggur séra Jón ií Sam. grein (sept. 1913) "megin-áherzlu á það, í hugmynd vorri um skóilann" .— að á menta- stofnun þeirri fái mótast góðir vel kristnir íslendingar. pað getur að eins orðið í íslenzkum skóla er vér, eigum sjálfir. Vér ætlumst til, að skóli vor — kenni þeim, er hann sækja, ékki að eins, að það sé þjóðernis'leg skylöa þeirra að leggja kostgæfilega ræ'kt við íslenzku af því að þeir eru íslendingar, heldur einnig, að það sé bein kristindómsskylda þeirra allra, sem af íslenzku bergi eru brotnir." Við þetta bætir höfundurinn: "A þann hátt einn fá Vestur-íslendingar rækt skyldur sínar við .þetta land." — Skólinn þessi ætti að kunna er- indi Jóns áBægisá: "Fátæktin er mín fylgikona, frá því eg kom í þenna heim " — En þess ber að gæta, að það eru ' fleiri févana enn ská'ldin og skólinn — íslenzk- ir hugsjónamenn og listamenn hafa sjaldan búið við al,lsnægtir. Efnalegir örðugleikar eru þvi ekk%rt eins dæmi, og engin sönn- un fyrir óverðugleik hvorki ein- staklinga né stofnana. fslenzka þjóðin er sjálf fátæk þjóð og smá þjóð. Auður hennar er íslenzk tunga og kristin trú. Þessi skóli á að vera evfða«krá vor, €r vér ánöfnum afkomendum og ættingjum þessa einu auðlegð vora, þessa dýrgripi, er svo lengi hafa verið í ættinni. pessi skóli er eigi síður fyrir hjarta en höfuð; a'llur ilærdómur á vitan- l«ga að vekja og styrkja vilja og tilfinningar nemendanna, auk þess að bæta við þekkingarforða þeirra. En þessi stofnun á, í alveg sérstökum skilningi, að vera gróðrarstöð hins bezta er vér eigum sem ísienzk þjóð: krist- innar trúar og íslenzkrar tungu og bókvísi. Þar er vor vegur og vor vandi. Hér er, og á að vera "söfnunarsjóður" Vestur- íslendinga. Hér á að ávaxta arfinn og andlegt sparifé- Hér á að kenna ungum Vestur-íslend- ingum að verjast og varast and- leg gjaldþrot, — að standa í skil- um við guð og menn. Hér er augnamiðið að auka nytsemi og auðnu manna, ásamt aukinni þekkingu. Skólinn íslenzki á að vera þjóðlegar radiostöðvaf, er bæði eignist og útbreiði .hið ágætasta í heimi andans til ís- lenzkra ættmenna. — Hér á, auk hins sérstaka íslenzka skyldu- starfs, að vera almenn emerisk mentastofnun, sem í orðum dr. Riddells, skólastjóra Wesiey skól- ans hér í iborginni, í skólaræðu fluttri við setning þess skóla fyr- ir viku síðan, "að mynda og menta karakter, því það er ihin þýðingarmesta og æðsta skylda vor gagnvart æðri mentun fylkts- búa." Undir þessi ummæ'li forstöðu- manns hins kunna og stærra kirkjuskóla, tökum vér. — Oss langar einnig til að það sem dr. Valdimar Briem kvað á hátíðisdegi eins skólans á ættjörð vorri, megi ávalt auðkenna þenna skóla vorn: "Vér þráum framför lýðs og Ian^s 0$ ljós í öllum greinum. en fast við orðin frelsarans vér fremst þó halda reynum." Á heiðursdegi franska lista- mannsins :Millet, sagði amma hans við hann: — "Mundu ávalt eftir því, að þú ert kristinn maður fyrst o? þá listamaður." Hið sama vakir fyrir þeim, er að þessum skóla standa- Skóla uppeldið á að verða slíkt. að allur skólalýð- urinn, allir vinir skólans. óski þess, hvað umheiminn snertir, sem barn eitt bað um á þessa ieið: "Ó, guð, gerðu alla illa menr. góða menn, og alla góða menn fallega menn." Engin þjón- usta er þarfari en sií, að gera hið illa gott; hið litla stærra, stórt; hið fávísa fróðara, viturt; HANNES HAFSTEIN. (Kvcðiíi vlö aiullátsi'i-í'Kii il. 11., en prentaS iiér sainkvicnit tihua-liun.) Eg kyntist honum á Kaldadal, Er króknaði ættlands gróður, En kólgan söng hámessu' í hamrasal Og hljóðnaði flestra óður. — En karlmenska' og gleði 1 kappans geði Þá •kvað, þegar sérhver varð hljóður. —¦ — Á Ijóði' hans var enginn Ijóður. — Þar vonir og vofur ei andd 1 varðhaldi jökla og sanda, Einn kórsöng lifsins hann kvað í þeim val. Eg útlendur síðar og allslaus sá, Hve örðugur myndi hjallinn, En heyrði hans vígmóð hjá Valagtisá Og vegslitur fanst mér upp stallinn, Eg vissi það anda Hans " Velbergklifranda" 1 víking andans er trúleysi'gallinn, — Það ítrekar oddvitinn fallinn : / leysingum eggjar hans andi, Þótt elfin sé "vestur " á landi,— Og Valagil amerísk Almarmagjá. En karlmenskan söng og Systurlát, Hún sonartorrek reit blóði ; — En lengst man sveit helgan harmagrát, Það hrygðar-úthaf í Ijóði, Er syrgði 'ann með Agli Og sálin grét hagli ; — En Sorg við gaflhlaðið nísti'ann í Jdjóði;— Þeim enginn, er les, gleymir óði. — Sú frœgð er mest foringja landans, Þá fyrst varð 'ann ráðherra andans Og öndvegi skálds snýst i björgunarbát. Svo auðugra er land, er 61 þanm dreng, Og andlega frjálsari þjóðin, Þar harpan fékk nýjan hrevm x streng, Og hreystin fegursta óðinn. — En sess valda' er sválur Og sá Kaldidalur A hafísnum bitrari hnjóðinn. — Er sársauki' og sorg loka-gróðinnf — En leiptrin Guðs lengi ei standa A lifsauðnum jökla og sanda. — En Ijósvaka andans þó lifs tel eg feng. Jóoas A. Slsurðaaon. að reyna, í hið minsta, að leggjaj sinn skerf fram til þess, aðj mennirnir verði meiri og betri,; kærleikur, friður og kristndómur^ verði máttarstoðir í ö'llu samlífi voru. Skólinn þessi vill komast í tölu þeirra sem Browning segir um: "A happy — tempered bringer of the best Out of the worst." — En hugsjónin, skyldan, er ekki < ávalt auðveld. í framkvæmd-: inni, í lífinu þarf starf og fórn-i færslu. Stundum koma menn' auga á byrðina eina í sambandi I við mál vor — og gefast upp., Gott væri þá að vér mintumst \ þess, er Moody sagði eitt sinn: "Hin mestu vanndræði er eg hcfi i ratað í, stóðu í sambandi við. mann einn, — og sá maður er eg." — Eg held það eigi heima hjá oss' gagnvart skólanum, kirkjunni —] og lífinu. Eg veit skólinn þarfnast fjár. En fé er ekki fyrsta þörfin, héld- \ ur trú; — ákveðin, einlæg trú á málefnið og fyrirtækið. Þá finst féð — Fyrir 12 árum áttu! skólarnir að verða tveir. Ein sveit réðist i að safna hjá sér og! öðrum, 12 þúsundum dala. Þá hljóp slík hitaalda í þetta skóla- mál. í svipinn hafa menn haft trúj á þörf og þýðing skólans. ^— pað se'm hefir skeð, getur skeð aftur, segja fróðir menn. Eg er í eng- um efa um, að þó sumarhitinn kó'ni um stund, vori aftur og góðæri fari í hönd, ef vér sjálfir biðjnm í trú. En ef vér glötum áhuga og andríki erum vér í sann- leika snauðir menn. Byron var borinn til auðs og tignar, en Burns var snauður verkamaðiu-; þó varð sízt 'minna úr gáfum hins síðarnefnda. Hal'lgrímur Pét-1 ursson var lengi blásnauður, smíðaði hestajárn og bar kol á bakinu fyrir lífsviðurværi. sn Hóla-Jón fæddist af góðu foreldri til of fjár, á íslenzkan mæli- kvar.'ía Maðurinn er annað en auðsafn eitt. Hið sama er rétt mælt um skóla og mentastofnan- ir. Efnin eru engan veginn alt 'lífið. — Eg veit að hér verður ekki bent á auð né ytri dýrð, enga fegurð né stærð. Hér er ekkert sem gerir efnishyggjumann hug- fanginn. Umheimurinn verður ekki hissa á stórum tölum né af- reksverkum. pér vitið að enn er það til á öld vorri, að afvega- leiðslan býr i marmarahöllum, en skólar og kirkjur í bjáikahreysum. En þeim, er heillast af ytri dýrð, bendum vér bróðurlega á ummæl- ið spaka: "Oft er það í koti 'karls sem kóngs er ekki í ranni." Hver öld, hver tíð, hver þjóð, kirkja, sköli og mannsál, á sín örðugu vandamál. Carlyle nefndi 18. öldina, öld «fans- Það taldi hann tákna Pandóru-öskj- una, — Meinauppsprettu manna. Trúarlegur stjarfi lagðist þyngst á andleg mál og andlegar stofn- anir. Menn þekkingarinnar liðu, og af því flaut mest tjón. Leiðtoginn, Kennarinn, er lækn- ir. Þjóðin er hans sjúklingur. En sjúklingum batnar seint ef lyf læknisins eru getgátur og efi, eða lýsing á dauðanum, Annað- tveggja deyr hinn sjúki eða yfir- .gefur þann læknir. — En hvað er um vora öld? Að ýmsu er hún hin bezta öld manr,- anna. Hins vegar er hún einnig hin örðugasta. Hags- munir hennar eða framfarir eru ekki hreinn ágóði Vér hneigjum nú ekki sem áður páfum og kon- ungum. En aftur beygjum vér oss einatt 5 duftið fyrir afvega- leiddum aldaranda. Yms ein- veldi og öfgastefnur rísa upp, sem eru óhollar sönnum hags- munum manna. — Ef rfiri Bakk- usar hefir rýrnað, er Mikligarður Mammons þeim mun betur víg- girtur og voldugur. Margt var að í guðsþjónustu liðinna tíða, en sjálfstilbeiðsla nútíaðarmannsins er sízt umbót í því efni. Um- mæli Emersons um skyld efni voru þessi: Fyr voru prestarnir úr gulli, en kaleikurinn úr viði; nú eru preetar timburmenn, en kaleikurinn úr gulli. — Hér á þetta bent fyrir þá skuld, að skólamenn og blaða- menn víðsvegar um heim eru nú að vakna til þeirrar vitundar, að kristindómurinn sé hin eina meinabót í heims'lífinu. pað sé Framh. á 4. bls.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.