Lögberg - 01.11.1923, Blaðsíða 3

Lögberg - 01.11.1923, Blaðsíða 3
1. NÓVEMBER 1923 Bls. 3 Sérstök cieild í l !, c inn O* •'!»2*Q*0»0*0«0f0* '•O* .'•o«o*o«o•o*g*o#o* • • • •''• /+oi><éoécéoéGmoéöm #o« <••''• :• .•j*o*'>»''*o4í *o S Ö L S k I N OfOf ♦0*vJ#0»O*OfOfOfC •ö4o«o*o*óéo*i•o*o«'^ Gullnu ávextirnir. Draumur og raunveruleiki. Kona ein á Englandi segir svo frá: Vikum saman hefir mér legið ríkt á hjarta, að gera heyrum kunnugt, hve náðarsamlega guð hefir bænheyrt mig á’ kristniboðsakrinum mínum.” “Hafið þér kristniboðsakur til umsjónar?” spyr ef til vill margur forviða, “því að svo miklu leyti sem oss er kunnugt, þá hafið þér aldrei farið út fyrir landsteinana.” En þó eg hafi aldrei farið utan, þá er eg kristni- boði alt eins fyrir það. Og nú skal eg segja ykkur hvernig það atvikaðist: Fyrir sjö til átta áruiri fól Drottinn mér á hend- ur að bera umhyggju fyrir landi, sem myrkur heiðn- innar grúfir yfir. pað er Tibet. Og það gerði eg í bæn og starfi, eg gerði sáttmála við drottinn um þá þjóð, sem það land byggir. Fyrir henni bað eg því ávalt fyrst og fremst og leitaðist við með öllu móti að afla mér þekkingar á landinu og lifnað- arháttum hennar. Brátt komst eg að því, mér til sárrar raunar, að litla vitneskju var hægt að fá af bókum um landið og þjóðina. pá kom drottinn mér í kynni við nokkra kristniboða, sem starfað höfðu þar á landamærunum. En þegar eg spurði þá um landið og þjóðina, þá svöruðu þeir ekki öðru en þessu: “J?ar mun kristniboð seint viðgangast; þann akur er ærið erfitt að gera frjóan.” Svo leið hvrt árið af öðru, en aldrei þreyttist eg að biðja um frelsun Tibetbúa, því af trúfesti sinni hafði drottinn töðugt gefið mér fyrrheit í orði sínu um það, að hann hefði líka vakandi auga á þessari afskektu þjóð. En þrátt fyrir það freistaðist eg oft til að hugsa á þessa leið: “Skyldi nú annars nokkur trúboði komast inn fyrir landamæri Tíbets, áður en drottinn kemur til dóms ?” pessar vonleysis hugsanir féllu stundum eins og steypifjóð yfir sál mína og freistarinn hvísl- x aði að mér: “J?ér væri nær að hætta þegar í stað við þessar bænagjörðir þínar. pað gagnar ekki vit- und að biðja. par hefir hvort sem er ekkert gerst öll þessi ár. par hefir ekki einum einasta kristni- boða tekist að ná bólfestu; þú getur ekki vakið á- huga nokkurs manns á því máli!” En í hvert skifti áem þess konar freistingav réðust að mér, þá sendi guð rriér þó nýja upphvatn- ingu, með því að hann gerði fyrirheit sín sérstaklega lifandi fyrir anda mínum. Með þeim hætti fékk eg nýja djörfung til að biðja, þótt eg yrði ekki vör við neina bænheyrslu. EJcki gat eg átt tal við nokikra manneskju um Tíbet og frelsun þjóðarinnar. Og þó að mér gæfist oft færi á að bera upp þetta mikilvæga málefni drottins í kristniboðsfélögunum og á kristniboðsfundum, sem haldnir voru, þá hélt eg þó leyndum þessum sáttmála milli mín og drottins. Eg gat ekki gert annað en biðja og bíða; en þess var eg fullvís, að sá dagur mundi koma, er hinum sterku járnlokum yrði skotið frá, sem enn Iæstu inni þetta víðlenda ríki, til þess að konungur dýrð- arinnar gæti haldið þar innför sína. Svona liðu stundir fram, þangað til 1912. Eg hafði löfað að tala á fjölmennum kristniboðsfundi; átti þar að ræða um “heiðingjatrúboð”. Eg hafði þá, mér til ósegjanlegrar gleði, spurt það nokkrum mánuðum áður, að tveir ungir kristniboðar hefðn komist inn yfir Jandamærin. Mér fanst gleði mín mundi engan enda taka! pað var þá, þrátt fyrir alt, eitthvað að gerast austur í fjarlæga, harðlæsta landinu; Nei, árangurslaust er það ekki að biðja guð án afláts, og þreytast ekki! Nú var það ekki nema að eins eitt, sem olli mér sársauka. Og það var, að líða mundu margar vikur, þangað til hinn fyrnefndi fundur yrði haldinn og eg fengi færi á að láta trúaða vini mína eignast hlutdeild með mér í þessum miklu hlutum. ó, hvað eg þráði þetta, því eg var svo viss um, að þá mundu þeir verða svo langt um heitari í andanum en þeir hefðu áður verið. Á þessum biðtíma féll sama freistingaraldan yfir mig og áður. Mér féllst enn hugur: gleðin mikla og sæla hvarf mér og djörfungin um leið; mér fanst verða eitthvað svo óttalega dimt yfir; eg gat ekkert nema haldið kyrru fyrir frammi fyrir aug- liti drottins. Og af náð varðveitti drottinn sinn frið í sálu minni. Eg átti í harðri trúarbaráttu, freistingar illra anda lögðust svo fast að mér, að eg gat ekki nema augnablik og augnablik komið auga á, að Jesús Kristur heldur velli og sigrar allan heim- inn. — Kvöldið áður en fundinn skyldi halda, var eg þreytt og hugdöpur; eina athvarf tnitt var að út- hella hjarta mínu fyrir guði. Og i það skjól flúði eg og lagðist svo að því búnu til hvíldar. En á þeirri nóttu bar mér margt dásamlegt í • drauma. Mig dreymdi að eg stæði út í aldingarði og væri þar’að virða stikilsberjarunn fyrir mér. pá heyrði eg alt í einu rödd, sem sagði: “Sér þú þenna runn ?” “Já,” svaraði eg, “eg sé runninn, en eg sé ekk- ert nema langa og hvassa þyrna og fáein blöð.” ' pá heyrði eg glögt að röddin sagði: Bíddu þang- að til að eg lyfti upp blöðunum og virtu runninn þá fyrirþér aftur.” , Nú skildi eg það fyrst, að það var drottinn, sem var að tala við mig. Og þegar hann var búinn að lyfta upp blöðunum, þá sá eg, að hver grein út af fyrir sig var full af fögrum, gullnum stikilsberjum. Drottinn minti mig þá á hina miklu trúfesti sína og hvatti mig til að standast, því að svo sannarlega sem hann heyrði bænir mínar, þá skyldi á hinum mikla degi kom saman fjöldi dýrkeyptra sálna frá Tibet. “peir sem sá með tárum, munu uppskera með gleði- söng. Grátandi ber sáðmaðurinn sæðið, sem á að sssæsssæssssssssaæsssa; Fyrir börn og unglinga sá, en hann kemur aftur með gleðisöng, þegar hann ber fram kornbundinin.” pessi orð munu rætast á sínum tíma, svo sannarlega sem drottinn uup- skerunnar hefir talað þau sjálfur. En hvað eg óskaði þess af öllu hjarta, að mér mætti auðnast að bera kornbundinin heim frá Tíbet, til þess að leggja þau að fótum meistarans; eg vildi líka veita gulli og silfri viðtöku til starfsins fyrir drottinn. En alt til þessa hafði eg aldrei veitt eyri viðtöku til starfsins í Tíbet. En þegar eg vissi það víst í anda mínum, að það var drottinn sjálfur, sem talað hafði við mig í drauminum, þá var eg því vissari um, að eins og fólkið mundi koma til hans, svo mundi heldur ekki bresta fé til starfsins fyrir hann; gullnu ávextirnir j drauminum voru mér full trygging fyrir hvoru tveggja. Eg ásetti mér að minnast ekki á fjárframlögin á fundinum, heldur bíða þess í kyrþey, hversu drott- inn sjálfur leiddi féð fram, er við þurfti, eg í anda mínum var þess fullvís, að þessi aðferð mín var að hans vilja. Fundardagurinn kom. En þegar eg ætlaði af stað, fékk eg ákafan höfuðverk og leið svo illa. Eg átti að vera frummælandi á fundinum. - Og eg bar líka alt fram, sem mér lá á hjarta, að því er snerti frelsun Tíbetbúa. En það var ekki að sjá, að orð mín næðu til manna. Næsti ræðumaður dró aug- sýnilega að sér hugi allra með sínum kröftuga boð- skap, svo útlit var fyrir að hin fátæklegu orð mín væru þegar í stað gleymd með öllu. póttist eg finna þann grun staðféstán á eftir; þá var beofo heitt og kröftuglega fyrir mörgum löndum; ekki bað einn einasti fyrir Tíbet. Á heimleiðinni réðist freistarinn á mig enn sem áður: “Hættu við að biðja,” hvíslaði hann, “eng- um er Tibet nokkurt áhugaefni. Til hvers er þetta alt saman?” Bn andi drottins kom mér til hjálpar gegn þessu. Eg lyfti skildi trúarinnar og bar af mér með orði guðs öll skeyti óvinarins, hóf upp lof- söng trúarinnar og þá þerraði guð tárin af augutn mér. — Eg gat ekki komið á kvöldsamkomuna; en þeg- ar fólkið mitt <kom heim um kvöldið, þá sagði það við mig: “pú hlýtur að hafa talað vel í dag, því að við fengum 20 krónur að gjöf handa kristniboðinu þínu.” >— “Guði sé Jof!” sagði eg, “þarna kemur þá fyrsta gullna stikilsberið.” “Hvað áttu við?” sögðu þau öll í einu hljóði. “Eg skal segja ykkur það alt við kvöldverðar- borðið,” sagði eg, því að alt til þessa hafði eg ekki minst á drauminn við neinn. Eg sagði þeim nú drauminn, en þau hlóu að mér og spurðu hvort eg héldi að peningar fengjust til kristniboðastarfs í Tíbet, eins og eg hafði séð í drauminum. “Guð er máttugur”, sagði eg og ekki annað, og gekk síðan til rekkju, innilega glöð í drottni. Daginn eftir áskotnaðist fólki mínu annar 20 kr. gullpeningurinn handa mér og daginn þar eftir kom gömul kona að húsdyrum mínum og lagði enn einn 20 kr. gullpeninginn í lófa mér. “pað er handa kristniboðinu þínu, sem þú talaðir um á sunnudag- inn. Næsta dag eftir mætti eg hefðarhjónum, sem stungu pening í lófa mér með þessum orðum: “pað er handa Tíbet, sem við heyrðum yðui; tala um á sunnudaginn.” pégar eg leit í lófa minn, sá eg að þar var enn einn 20 króna gullpeningurinn. Um kvöldið sagði eg fólki mínu frá, hvé mikla peninga eg væri búinn að fá handa Tíbet. Og þá hló enginn. Dag eftir dag bárust hin gullnu ber að mér hvert á fætur öðru. Og á afmælisdeginum mínum, veittist mér sú gleði, að allir ástvinir mínir gáfu mér sinn 20 króna gullpeninginn hver, 1 stað þess að gefa mér sínar 'venjulegu gjafir, “handa kristniboðinu mínu,” eins og þeir sögðu. Aldrei hefi eg átt glaðri afmælisdag! par sem eg nú hefi sagt frá, hversu drottinn hefir á undursamlega hátt, án þess að eg hafi lagt nokkurt orð til sjálf, látið fé safnast til starf síns, þá verð eg líka að segja yður lítið eitt frá því, hversu starfinu reiðir af í Tíbet. Guð hefir á dásamlegan hátt starfað meðal þessarar þjóðar, sem dauð vaf syndum og yfirtroðslum., Margir eru endurfædd- ir í anda og sannleika og ganga með guði. Margir kristniboðar vinna þar nú á ýmsum stöðum blessun- arríkt starf, sálir frelsast og sjúkir rísa á fætur. Hjarta mitt gleðst af því að heyra þessi góðu tíðindi, því að nú er hið harðlokaða land opið og verður aldrei lokað aftur, þá von höfum vér til guðs. Kristniboði þar eystra sagði fyrir skemstu: “Tíbet hefir opnað hurðina og neglt hana fasta í vegginn.” Tíbetbúar spyrja eftir guði og fagn- aðarerindinu, þeir biðja sjálfir um kennara, er geti frætt þá á hinum guðlegu dýrmætu sannindum og í trúnni sé eg þá koma til hinnar nýju Jerúsalem í hópum. — Að lokum vil eg bæta því við, að eg fékk kveðju frá kristniboða í bréfi til einnar vinkonu minnar, sem ferðast hefir í Tibet. Kveðjan var svolátandi; “Berið vinkonu-yðar kveðju og segið henni, að einhver algengasti skógrunnur í'Tíbet sé stikils- berjarunnur með löngum og hvössum þymum. Runnurinn, sem hún sá í drauminum, á þar raun- verulega heima. Já, Tíbetbúar koma, ef vér þreytumst ekki og höfum aldrei augum af trúfesti drottins. Sá, sem trúir á hann, mun engan veginn verða til skammar., Fyriheiti hans verða á sínum tíma bæði já og amen. pess vegna skulum vér lofa drottinn! —Heimilisblaðið. Hvíldir. Eg sé að fjöllin felast í faðrni þínum nótt. Og dagsins Jjós er liðið, um land og sæ er hljótt. ó, sumar þú ert svifið með sigur þinn á braut. Og dapurt hauður hnígur í húms og klaka-skaut. En jörðin sjálf, hún sofnar, að safna nýjum þrótt. og ísinn yfir henni er að eins hvíldamótt. Mitt hjarta verður hljóðlátt, sem haustsins kyrra nótt. Eg síg í svefnsins rökkva, að safna nýjum þrótt. Og svefninn hans er sætur, hann sigrar dagsins raun. Er starfsins kraftar hverfa, er hvíldin dýrust laun. Eg blunda eins og blómin, sem blikna undir haust; þau vakna upp að vori, mig vekur dagsiijs raust. Og er á hinsta hausti eg hneigi andlit mitt, þá legg eg sár og sveita þú, svefn, á hjarta þitt. pað verður kannske vetur, pað verður kannske nótt. Frá starfi sælu’ og sorgum eg sofna glaður. rótt. En í því æðsta trausti, eg enda dagsins stríð, að bak við húmið hulda mér heilsi starfatíð. Professional Cards T DR. B. J. BRANDSON 21«-220 MEDIOAI, ARTS BU)G. Oor. Graham and Kennedy Sts. Phone: A-7067 Offlce tlmar: 2—3 HelmiU: 776 Victor St. Phone: A-7122 WinxUpeg, Manitoba DR. O. BJORNSON 216-220 MEDICAIi ARTS BIiDfl. Cor. Graham and Kennedy Sts. Phone: A-7067 Office tlmar: 2—3 HeimiU: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba Da B. H. OLSON 216-220 MEDIOAIi ARTS BIiDG. Cor. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-7067 VlCtatatmi: 11 —12 og 1—6.30 HelmiU: 723 Alverstone St. Wlnnipeg, Manitoba DR J. STEFANSSON 216-220 MEDICAIi ARTS BIiDG. Cor. Graham and Kennedy Sta. Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdðma.—Er «aC hltta kl 10-12 f.h. og 2-6 e.h. Talsími: A-3521. Heimlll: 627 McMUlan Ave. Tals. F-2691 THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrlfstofa: Room 811 MoArthnr BuUding, Portage Ave. P. O. Box 1656 Pbones: A-6849 og A-6849 W. J. IiINDAIi, J. H. IJ.MDAIi B. STEFANSSON Isienzkir lögfrseðingar 3 Hoine Investnient Hullding 468 Main Street. Tals.: A 4968 fetr hafa einnlg skrlfertofur aC Lundar, Rlverton, Gimli og Piney og eru þar aC hitta fl eftirfylgj- andi tlmum: • Lundar: annan hvern miCvtkuda* Riverton: Fyrsta fimtudag. Glmliá Fyrsta miCvikudag Plney: þriCja föstudag 1 hverjum mánuCi ARNI ANDERSON ísl. lögmaður í félagi við E. P. Garland Skrifst.: 801 Electric Rail- way Chambers Talsiml: A-2197 Jón Magnússon. -Heimilisblaðið. Konan í sæluhúsinu. Pað hefir frá gamlalli tíð verið tíðkað á fs- laridi að byggja hús á fjöllum uppi, á þeim fjall- egum sem eru langir og erfiðir yfirferðar, handa ferðamönnum að gista í, ef þeir verða dagþrota fyrir illa færð eða óveður. pessi hús voru svo kölluð sæluhús, til foma. Einu sinni var kona ein á ferð með bam yfir einn þvílíkan, fjallveg, og var að gefast upp í sæluhúsinu til að vera þar um nóttina, því dagur var að þrotum og veðrið vor.t. Tn svo stóð á, að þetta sæluhús hafði fengið vont orð á sig fyrir reimleika, svo ekki þótti 'fýsilegt fyrir cinn mann eða konu að gista þar. Enda segir sagan, að hún hafi orðið þess fljótt vör, þeg- ar dimma tók, að þar væri eitthvað óhreint á sveimi. Fór hún þá að yrkja og hafa yfir and- eg Ijóð, því konan var vel hagorð; þessu hélt hún áfram alla nóttina. En þegar lýsa tók af degi, var veðrið farið að batna, hafði hún sig þá til ferð- ar. Endaði hún þá Ijóðin sín með þessari vísu, un^ Jeið og hún yfirgaf sæluhúsið: “pú hefir ekki með mig meira myrkra svívirðing. — pví, eg er lauguð í drottins dreyra og dýrðleg alt um kring.” Bara við gætum öll tekið okkur þessi síð- ustu orð konunnar í munn; í öruggri trú og lof- gjöðrafullri lotningu. pá væri bjartara yfir mannlífinu en nú víða er. S. S. H. DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd BuUding Oop. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýki og aSra lungnasjökdóma. Er aC linna á skrifstofunni kl. II—12 f.h. og 2>—4 e.h. Sími: A-3521. Heimili: 46 Alloway Ave. Tal- sími: B-315S. DR. A. BLONDAL 818 Semerset Bldg. Stundar sérstaklega kvenna cg barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. 8 tll 5 •. h. Office Phone N-6410 Heimlll 806 Vlctm- Str. Sfmi A 8180. DR. Kr. J. AUSTMANN 848 Somerset Blk. Viðtalstími 7—8 e. h- Heimili 469 Simooe, Office A-2737. res. B-7288- DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDICAL ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Talsími A 8521 Heimili: TaU. Sh. 8217 A. G. EGGERTSSON LL.B. ísl. lögfræðmgur Hefir rétt til að flytja mál bæði í Mian. og Sask. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Phon«: Garry 8616 JenkinsShoeCo. 668 Notr* Dame Avenue A. S. Bardal 848 Sherbroeke 8t. Selur llkkistui og annaet um útfarir. AUur útkúnaCur aá bezti. Ennirem- ur eelur hann alekonar minniavarða og legttema. Hkrifat. uUaiml N á.M Heimille taiafml N fSM Kvöld og morgun. Blessuð sólin sígur rótt að svölum unni; þokk fyrir guðdóms geisla þína, gott væri að sjá þá lengur skína. Sælt er að rísa úr rekkju og skoða rósir fjalla hlíðar girtár, hnjúka, tinda, himins roða gullnum linda. Ef sú fegurð aldrei hrífur einhvers hjarta, gæti varla glatt hans sinni geisladýrð í eilífðinni. Lýsi blessað ljósið þitt að lifsins öldum, þeim, sem á banakvisti köldum, kveðja dag að sleptum völdum. Ant. H. S. —iHeimilisblaðið J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donaid St. Talsími: A-8889 Vér leggjum sórstuka áberzlu á að selja mcðtil eftlr forskriftutii lækna. Hln lieztu lyf, st'in luegt er að fá eru notuð elngöngu. . pegar þér komið með forskrliftuin til vor megið þjer vera vlss um að fá rétt það sem lækn- irinn tekur tii. COLCLEUGH & CO., Notre Dame anil Sherlirooke Phones: N-7659—7650 Giftingaleyfisbréf seld EINA ÍSLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin í borginni Hér þarf ekki aC blCa van úr vltl. viti. Vinna öll ábyrgst og leyat af hendi fljótt og vel. J. A. Jóhannsson. 644 Burnell Street F. B-8164. A6 baki Sarg. Fire Hal John Christopherson, 6.A. Barrister, Solicitor, Notary Public, etc. DOTLE, COSTIGAN and CHRISTOPHERSON Al5 Somerset Bidg. Phone A-1613 Winnipeg Sagt er að fornfræðingar sem starfa í Jerú- salem, hafi fundið rústir hins fræga musteris Heró- desar konungs mikla í Askalon. f þeim bæ var Heródes konungur fæddur og hann skreytti bæinn með byggingu þessa musteris og Jósephus sagnrit ari Gyðinga segir svo um^byggingu þessa, að hún sé hin skrautlegasta og undraverðasta í alla staði. f rústunum hefir meðal annars fundist standmynd, af Heródesi konungi. Hin elsta bankaávísun, sem menn þekkja, er fr áKína; hún er útgefin af Hun-Wus keisara fyrir 550 árum síðan. Nú er hún geymd í British Mus- eum í Lundúnum. Munið Símanúmerið A 6483 og pantið meCöl yCar hjá oss. — SendiS pantanir samstundis. Vér afgreiSum fórskriftir meS sam- vizkusemi og vörugæSi ’eru éyggj- andi, enda höfum vér magrra ára lærdómsrlka reynslu aS baki. — Aliar tegundir lyfja, vindlar, is- rjómi, sætindl, ritföng, tóbak o. fl McBURNEY’S Drug Store Cor Arlington og Notre Dame Ave J. J. SWANSON & CO. Verzla með fasteignir. Sjá um léigu á húsum. Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 808 Paris Bldg. Phones. A-6349—A-6310 ralsímnr: Skrifstofn: Hetmiii: ... .... N-6225 .... A-7996 HALLDóR SIGyURDSSON General Contractor 808 Great West. Perm. Loan Bldg. 356 Main St. JOSEPH TAVLOR LÖGTAK8MACUR Heimtllstais.: St. John 1344 Skrifstofu-Tals.: A 6567 Tekur lögtakl bœCi hösaleiguakuMH veðskuldir, vixlaskuldlr. AfgreiCir «i »em aC lögum lýtur. Skrilstofa 265 M&tu Strew Giftinga og Jarðarfara- blóm með litlum fyrirvara Bircb blómsali 616 Portape Ave. Tals. B726 «;-r omm f Rin<5 3 Verkstofu Tals.: Heima Tals. A-8383 A-9384 G. L. STEPHENSON Plumber Allskonar rafmagnsáhöld, svo wsn st.raujárn víra, allar tegundlr *i glösnm og aflvaka (batteriee) Verkstofa: 676 Home St. Phone B-4558 Tll taks á öliiim tímuni. Exchange Huto TpansTer Co. Flytja Húsgögn og Pianos Annast flótt og vel um allar teg- undir flutninga; Jafnt á nótt sem nýtum degi A. PRUDEN. Eigandi 57? Sherbrooke St. Winntnss’

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.