Lögberg - 01.11.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.11.1923, Blaðsíða 4
Bís 4 /-ÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER 1923 íl'ogbng Gefið út hvem Fimtudag af The Coi- umbia Press, Ltd., tCor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg, Man. Talsímari >-6327 oé N-6328 Jón J. Bílrtfell. Ertitor Otanáskrift til blaðsins: rt(f C0tU«HBU\ Pf^ESS, Itd-, Box3l72, Winnlpog, «(an. Utanáskrift ritstjóraftt: EOiTOR 10CBERC, Box 3172 Wlnnipeg, Man- The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Meditations on the Passion. Svo heitir ofurlítil bók eða kver, sem gefið er út af Longmans, Green & Co., 55 Fifth Ave., New York 1923, og dregið hefir saman og þýtt úr Passíusálmunuml prófessor Charles Venn Pilcher, D.D.. í kveri þessu eru, auk formála, ritgjörð um Hallgrím Pétursson, kvæði, sem Dr. Pilcher yrkir út af komu sinni til íslands og re- gisturs, þýðing á pörtum af þrjátíu og einuni passíusálmi. pað er með kvíðablandinni tifinningu, að maður opnar bók eins og þessa. Passíusálmam- ir eru öllum öðrum bókum kærari íslendingum. peir eru strengur sem snúinn er inn í líf þeirra, og það er hættara við að hnútarnir, eða bláþræð- irnir, sem á þeim verða, þegar aðrir fara að fást við þá, hneyksli og særi velsæmistilfinning vora, og það er einmitt sú hræðsla, sem grípur mann, þegar maður opnar bók eins og þessa, þar sem búið er að þýða þetta meistaraverk á annarlegsr tungur. En þegar maður fer að lesa, þá hverfur þessi kvíði nálega að öllu leyti, og maður sannfærist um, að það er ekki einasta hönd meistara, sem hér hefir verið að verki, heldur líka hjarta, sem finnur og bergmálar trúarstyrkinn, trúarvissuna, trúarsannindin og dáfeemdir skaparans, sem Pass- íusálmar Hallgríms Péturssonar halda svo meist- aralega uppi fyrir sálarsjón hvers manns. Dr. Pilcher er áður kunnur íslendingum fyrir sýnishom það, sem hann þýddi af Passíu- sálmum, sálmum Vald. Briems og Helga Hálf- dánarsonar og Matthíasar Jochumssonar og út- komu árið 1913, sem þá hlaut maklegt lof. pessi síðari útgáfa stendur þó síst þeirri fyrri að baki, oss finst að þýðandanum hafi far- ið fram — vald hans á rími, efni og innihaldi er nú víða svo máttugt, að furðu sætir af útlend- um manni, t. d. þetta úr 12. Passíusálminum um iðrun Péturs: “Oft, oft with contrite eyes I gaze to heaven; Then, at Thy look, arise In tears, forgiven.” Eða þetta úr 43. sálminum: “Finished for thee the Law’s command Finished redemption’s dread demand, Finished what prophets spake of old, Finished the grace thou shalt behold. Á margt mætti benda í þessum þýðingum, er ekkert stendur þessum sýnishornum að baki, en þetta nægir í bráð, til þess að sýna mönnum hve vandvirkur að þýðandinn er. Eins og menn sjá, þá hefir þýðandinn látið sálmana halda hinum upprunalega bragarhætti sínum í þýðmgunni, án þess að misbjóða efninu hið minsta og er slíkt ekki á hvers mann færi. í formálanum fyrir bókinni minnist þýðand- inn frú Láru Bjamason, með þakklæti og lotn ingu, og getur þess að hún hafi sent sér eintak af Passíusálmunum rétt áður en hún dó, og hafi það orðið til þess að hann fór á ný að þýða úr sumum. “Líf mitt er auðugra fyrir að hafa þekt hana og mann hennar,” segir Dr. Pilcher. Enn fremur minnist hann cand. theol. Sigurb. Á. Gíslasonar og frúar hans með þakklæti. Niður- lagsorð formálans eru þessi: “Ef rödd Hall- gríms með þessari þýðingu nær til stærri um- heims, þá hefir verk mitt ekki verið unnið til einkis.” Að síðustu getum vér ekki stilt oss um, að taka upp hið gullfalega kvæði, sem prófessorinn hefir ort til fslands, eða eins og hann nefnir það, Endurminningar um ísland (Icelandic Memor- ies). En af því vér erum ekki skáld, verður kvæðið að koma á frummálinu. ICELAIDIC MEMORIES. / Deep in my treasure store I hold A easket rare; bright pictures fill Its secret place, unlocked at will By memorie’s magic key of gold. I draw them forth . . . Once more I roam, Beyond the utmost Hebrides, The pahtway of the tumbling seas To Iceland. Iceland o’er the foam. I see the Westman Islands keep Their steadfast watéh; ’neith summer skies, As when the storm-chased spindrift flies, Sublime rock-bastions of the deep. Then Snaefell lifts his cone of snow, Aspiring towards a cloudless heaven, Still looking on the wave first riven By viking prows long, long ago. I stand where Hallgrim, stricken sore With mortal sickness, till the last Awoke the psalm, and, praising, passed To be with Christ for evermore. He, midst his people, raised on high A solemn crucifix of song, And gazing up, the burdened throng There learnt to Iive, there learnt to die. O Land, where mighty deeds have shed A glory from the far off time, In rushing saga, sounding rhyme, That light yet lives, it is not dead. It haunts Thingvellir’s classic field, It lingers o’er the emerald lake, As when here met, for Law’s high sake, The freemen, bright with helm and shield. It lives along that southern strand Where, high o’er peerless Gunnar’s home, Towers Eyjafjalla’s virgin dome, Mysterious warden of the land. Lone Isle, I love thy storied hills, The colours of thine arctic night, Thy flowers in barren places bright, Yet something deeper moves and fills. My musing heart with thoughts that brood ín grateful wonder, as there rise, Calléd up in vision, memories Of Iceland faces, kind and good. Dear friends, who bade me to your board, Who shared with me your holy things, Beyond my thanks, such service brings The benediction of the Lord. Bók þessa geta menn fengið með því að snúa sér til Finns Johnsonar 676 Sargent Ave. Hún kostar einn dolilar. Rœða eftir Jón Stefánsson. Ph. D., flutt I Viking Society veizlu I London 5. júll 1917. Ástæðan fyrir nærveru mesta sagnfræðings Breta á þessum stað, er atburður, sem gerðist fyrir fjörutíu og fimm árum. Lávarður Bryce er hér staddur sökum þess, að hann festi ást á ís- landi við heimsókn sína þar, árið 1872. Hinar fögru og fræðandi lýsingar hans á landi og þjóð birtust í Cornhill Magazine 1874 og hafa hundr- uð manna vitnað til þeirra síðan. Á undan Willi- am Morris hafði hann komið fram með bendingu um það, að þjóðfélagsskipulagið á íslandi, gæti verið öllum Norðurálfuþjóðum til fyrirmyndar, með því að hver einasti maður og hver kona þess þjóðfélags, nyti mentunar á því sviði, er upplag og æfiköllun frekast krefði. Lávarður Bryce var fyrsti maðurinn, er lýsti yfir því, að ísland væri einstætt dæmi þess í sögunni, hve mláttugar bókmentir gætu verndað þjóðarsálina á hættu og hörmunga tímum. Hann lagði íslend- ingum ávalt liðsyrði í brezkum blöðum, í sambandi við frelsisbaráttu þeirra og núna síðast hefir hann ritar lýsingu á stjórnskipulagi hins ís- Ienzka lýðveldis. f hálfa öld hefir lávarður Bryce varðveitt sömu ástina til eldfjalla eyjunnar, er kviknaði í brjósti hans við fyrstu sýn. Svo oft og dyggilega hefir hann staðið vor megin í baráttunni, að vér stöndum við hann í stórri þakkarsl^uld. Hvað hefir fsland til brunns að bera? Hvert bókmentalegt og andlegt gildi hefir þjóð- in fyrir Englendinga og Norðurlandaþjóðirnar ? Athugum Norðurlönd fyrst. ísland er sterkasti hlekkur í Norðurlandakeðjunni, því það hef- ir vemdað og ódauðlega gert helgidóma hins liðna, — minjar og myndir úr svip og sögu hinna frændþjóðanna þriggja og fóstrað hinn sameiginlega arf. ísland hefir verndað sögu- minjarnar um þátttöku Norðmanna, Dana og Svía, ,í stofnun veldanna við Temipsá, Seine og Dnieper. Mig grunar, að Norðmenn sé ekki hvað sízt upp með sér, enda sagði þjóðskáld þeirra Bjömson, að ísland væri partur af Nor- egi, er fluzt hefði norður í Mið-Atlantshaf. All- ar þjóðirnar þrjár, sækja sögu sína í gullnámu íslenzkra bókmenta. pangað er að leita sagn- anna um hina fornu víkinga, er sigldu frá strönd til strandar og og gerðust þátttakendur í stofnun brezka veldisins, Frakklands og Rúss- lands. Til vor verða þær þjóðir nú að leita upplýsinga um sína eigin gullaldarsögu. Vér metum það mikils, að vera spegill liðinna alda, en teljum það þó engan veginn fullnægjandi, að vera aðeins endurminningasafn frændþjóða vorra. Vér þráðum að leysa vora eigin hnúta, ráða sjálfir stjórnmálagátur vorar og samfélags, jafn- vel þótt vér með því tefldum í tvísýnu einhverju af vorum erfða-einkennum. Hinir mestu andans afburðamenn Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, Björnson, Ibsen, Oeh- lenschlager, Tegner og Geijer, hafa allir lýst jTir því, að til vor hafi þeir orðið að sækja eld ímyndunaraflsins. pað á ekkert skylt við inn- antómt sjálfshól, þótt því sé haldið fram, að það hafi orðið hlutskifti vort að vemda hinn heilaga eld fyrir frændþjóðir vorar. pannig er það ísland, er sameinar og samtengir Norður- landaþjóðimar. fsland er einnig tengiliður milli Englands og Norðurlanda. Náttúruöfl og menn hafa slegið sér saman um, að láta ísland brúa sundið milli Norð- urlandaþjóðanna og Englands. Frá landfræðilegu og jarðfræðilegu sjónar- miði, er ísland áframhald norður á bóginn, af eyjunum brezku. pað rís upp af sama neðan- sjávarhryggnum, er sker frá suðaustri til norð- vesturs NorSur Atlantshafið. ViS suSaustur- endann standa brezku eyjamar, svo taka Orkn- eyjar við og þá Færeyjar og ísland. Fjarlægð- in milli Bretlands og íslands, er ekki mikil. Frá íslandi til Wrath höfðans á Skotlandi, eru að eins fimm hundruð sjómílur. í öðru lagi er ís- land í vissum skilningi brezk nýlenda. Margir hinna fyrstu landnámsmanna, fluttust þangað frá hinum nyrðri hluta brezku eyjanna. Á frum- stigi bókmenta vorra, rétti England oss hjálp- arhönd. paðan bárust oss kristin fræði, ásamt hinni latnesku menning, ýmist beint eða um Noreg. Samböndin málli Englands og þjóðar vorrar, voru í þá daga margfalt nánari, en nú á sér stað. Á einum kafla fimtándu aldarinnar, voru eigi að eins öll vor viðskifti, heldur svo að segja landið sjálft í höndum Englendinga. Á sextándu öldinni gerði England tvær samningstilraunir við /Danmörku, í þeim til-» gangi að ná íslandi undir brezku krúnuna. Leyf- ið mér að skýra frá eftirtektaverðri sögu um sambandið við England. Meðan á sjö ára stríð- inu stóð, milli Englands og Danmerkur /1807— 1814), gáfu Bretar út stjórnarsamjþykt, er und- anþáði ísland frá þátttöku í stríðinu, skyldu ís- lendingar skoðast sem fágætir vinir í nýlendum hans hátignar konungsins. J?etta er háenskt, og eg held ekki að nokkur önnur þjóð mundi hafa breytt á sama veg, að minsta kosti þekki eg eina þjóð, sem eg er viss um, að ekki mundi hafa gert það. pegar tekið er tillit til afstöðu vorrar í miðju úthafi, þá verður því eigi móti mælt, að brezki flotinn hafi verið vor vörn og verja. Undir frelsinu á hafinu er Mf vort komið. Brezk- ar hugsjónir hafa ávalt haft djúp áhrif á þjóð vora. Samúð vor með skyldleikanum við hugsjón- ir Breta, hefir stundum ráðið meiru í lífi voru, en blóðtengdirnar við Norðurlandaþjóðirnar. f mörgu íslenzku bóndabýli skipar imynd Glad- stone öndvegið, jafnvel þó hún hafi aðeins verð klipt úr myndablaði. pað líður mér seint úr minni, er eg á leið minni til Kaupmanna- mannahafnar háskóla, steig fyrst fæti á brezka mold. Morgun einn grilti í hinar hrjúfu strendur Skotlands, gegn um móðuhjúpinn — þama lá landið, er mig hafði dreymt um frá bernsku— Mecca allra þeirra, er frelsinu unna. Eg minn- ist þess, að heyra einhverju sinni roskinn íslend- ing segja: “Eg má til með að sjá England, áður en eg loka augum mínum í síðasta skiftið.” pér vitið, hve sjaldan draumar rætast, hve örsjaldan þeir komast í námunda við hugsjónatakmiarkið En draumurinn, sem mig dreymdi í hálfrökkrinu á íslandi, náði fegurri fullkomnun í dagsljósi Bretlands. pað er eitt af máttareinkennum Englads, að það veitir viðtöku mönnum allsstað- ar að og veitir þeim fullkomið jafnrétti við sína eigin sonu. pess vegna skoða smáþjóðimar Bret- land, sem sjálfkjörinn verndara frá náttúrunnar hendi. Á dögum Knúts mikla á elleftu öldinni, var til ensk-skandinaviskt veldi. Hver hefði af- # leiðingin orðið, ef því hefði auðnast lengri aldur? Norður^jórinn og Bretlandshafið hefðu orðið ensk-skandinavisk vötn, því jafnvel suðurströnd Bal'tiska hafsins fylgdi með. Norvegur, Dan- mörk og Svíþjóð myndu þá ekki hafa eytt afli sínu í bræðravígum. Völd pjóðverja á hafinu, mundu 'hafa orðið næsta takmörkuð og Hansa einokifnin, er svo mjög þröngvaði kosti Norður- álfubúa, mundi verið hafa óþekt með öllu. Yf- irráð Breta á heimishöfunum, hefðu crðið að staðreynd öldum fyr. Hinn enskumælandi heim- ur^ mundi hafa eignast ensk-skandinavis'ka menningu, í stað þeirrar fransk-skandinavisku, Vér viljum stofna að nýju ensk-skandinaviskt veldi — í heimi bókmentanna. íslendingar hafa áður fyr, verið tengiliður milli hinna ensku og Skandinavisku frændþjóða sinna. En sú er ósk vor, að sambandið megi verða ennþá miklu nánara í framtíðinni. Wil- liam Morris var þeirrar skoðunar, að sú myndi tíðin koma, er hver einasti enskur sveinn og hver einasta stúlka, læsi íslendingasögur og Eddurnar. “pær eru vort eigið hold og blóð”. var hann vanur að segja, “og standa oss svo margfalt nær, en bókmentir Rómverja og Grikkja. Enska þjóðin mun sannfærast um það. að í bókmentum íslendinga felst skýrari lýs- ingar úr bennar eigin sögu en þær, er Engil- Saxnéska sagan hefir til brunns að bera. pess vegna eru bókmentir vorar í raun og veru sam- eiginleg gullnáma hinnar brezku þjóðar og Norðurlandaþjóðanna. Danskar, norskar og sænskarbókmentir hafa oftar en einu sinni sótt afl sitt og endurynging til uppsprettanna ís- lenzku. Enska þjóðin er nátengd oss, bæði í lík- amlegum og andlegum efnum. Hún getur því með fullum rétti vænst endurvakningar úr sömu átt. Norræn endurvakning mundi greiða henn- ar fyrstu hugsjónum veg. England berst um þessar mundir fyrir vor- um eigin hugsjónum, og vér höfum sent margan hraustan dreng af kynflokki vorum til vígvall- anna, til aðstoðar vorum ensku frændum. f fyrstu sjálfboða herdeildinni, er lagði af stað frá Canada til Frakklands, voru 750 íslend- ingar úr Winnipeg-borg einni, — hlutfallslega miklu fleiri, en af nokkrum öðrum þjóðflokki. Mér er sagt, að í deildum þeim, er næst fylgdu á eftir, hafi verið jafnvel enn fleiri íslendingar. Megin-þorri þeirra, er með fyrsti^ herdeildinni fóru, eru nú ýmist fallnir, særðir eða hafa verið teknir til fanga. Höfum vér þannig innsiglað vináttu og ættarböndin við England, með voru eigin blóði. pér hafið allir heyrt þess getið, að blóð sé þykkara en vatn. Maður gæti jafnvel bætt því við, að blóðið sé þykkara en blek)—eða bókment- irnar. Vér höfum því sýnt í verkinu, forgangsrétt vorn til þess, að tengja England og Norðurlönd enn nánari böndum, — höfum lagt fram vom skerf, til endurreisnar hins nýja ensk-skandi- naviska musteris. Ahs.—Höfundur þessa erindis, Dr. Jön Stef- ánsson, hefir dvalifi langvistum í Lundúnum, en er nú búsettur á Mauritius-ey, brezkri nýlendu í Indlands- hafi. í sambandi við tölu hermanna þeirra frá Winni- pe?. ér höf. telur hafa fylgt fyrstu sveitinni /division/ til Frakklands, er væntanlega þar átt viS þá alla, er um það leyti fóru frá Winnipeg og hinum ýmsu ís- lenzku nýlendum. E. P. J. Robin Hood Flour Gerir léttasta og hvítasta brauðið OUR "money Back ROBIN HOOD FLOUR 15 GU»RANTEEO TO GIVE YOU BETTER SATISFACTION THAN ANT OTMER FLOUR MILLEO IN CANADA TOUR OEALER IS AUTHORIZED TO REFUND TME FULL PURCHASE PRICE WITH A 10 PtR CtNT PEN ALTY AOOCD. IF AFTER TWO BAKINGS VOU ARE NOT THOROUGHLT SATISFIEO WITH TME FLOUR AND WILL RETURN THE UNUSED PORTION TO HIM ROBIN HOOD MILLS. LIMITED v ...'\t Innifalin í hverjum poka 24 pund og þar yfir. mM -%rmr " ROBIN HOOD MILLS LTD MOOSE JAW, SASK. ff|Á áfát\ L Meðlimir Grain Exchange, Winnipeg Produce Clearing Association, Fort William Grain Exchange, og Grain Claims Bureau. LICENSED AND BONDED Nortliwest Commission Co. LIMITED Telephone A-3297 Grain Exchange, Winnipeg, Man... . Roorn 376 íslenzkir bændur! Munið eftir íslenzka kornverzlunarfélaginu, það gæti borgað sig að senda okkur sem mest af kornvöru yðar. þetta árið. — Við seljum einnig hreinsað útsæði og “option” fyrir þá, er þess óska. — Skrifið á ensku eða íslenzku eftir upp- íýsingum. Hannes J. Lindal. Peter Anderson. Ástœðurnar fyrir því, að hugur íslenzkra bœnda hneigist til Canada. 68. Kafli. Svissnesku blaSamennirnir, sem verið hafa aö ferðast um Vestur- landiS, láta hiS bezta yfir för sinni Teljast þeir þess fullvissir, aS á komanda vori, muni fleiri þúsund- ir samþjóSarmanna sinna flytja hingaS og taka upp búskap. Er hins sama vænst frá ítalíu og skandinavisku löndunum. Sól- skin Vesturlandsins hreif svo hugi blaSamanna þessara, aS þeir tjást því aldrei gleyma munu. Veturnir í Sléttufylkjunum eru aS vísu oft svalir meS köflum, en hreinviSriS þar á engan sinn lika. Þó er ekki kaldara en þaS, aS fólk skemtir sér úti viS hinar og þess- ar íþróttir úti viS, allan veturinn út. JarSyrkja og plægingar aS haustinu til ná yfir engu skemmri tímabil, en viSgengst í vissum hluta Bandaríkjanna, mörgum mílum sunnar. * Sáning í Vestur-Canada hefst sjaldan mikiS seinna, en sunnan landamæratina. Um níutiu af hundraSi hrossa og nautgrnipa ganga úti allan'vet- urinn, þótt hinum’ síöarnefndu sé oftast gefiS eitthvaö af heyi heima viS. ÞeSs munu vart dæmi, aS úti- gangsskepnur hafi dáiS úr kulda í V esturlandinu, meSan þær höfSu nóga beit eöa fóSur Fyrir nokkrum árum keypti bóndi einn í NorSur Saskatchewan vagnhlass af hryssum frá Lexing- ton í Kentucky ríkinu. Hryssum þessum var slept meS hagvönu stóöi út á sléttur. Allar gengu þær undan í beztu holdum og hafa fætt og fóstraö hraust folöld. Eins og bent hefir veriö á i hin- um fyrri greinum, er Cánada vafa- laust betur til akuryrkju falliS en nokkurt annaö land í víSri veröld, og á snjófafliö sinn gó&a þátt í því. Fannbreiöan verndar jarSveginn og tryggir nægan raka, þegar snjó- inn leysir á vorin. Sáning hefst stundum í april og er henni ávalt lokiS fyrri part maimánaöar. Hey- skapur hefst ekki fyr en seint i júní, en kornsláttur byrjar oft í ágústmánuöi og stendur yfir fram í september. Haustplægingar fara stundum fram út allan október og fram í byrjun nóvembermánaöar. Er algengt aS beyra fólk segja, aö hann fari, ekki aS kólna fyrir al- vöru fyr en undir jól. Heitasti kafli ársins er í júlímásiuSi Stígur hitinn þá stundum upp í hundraS stig á daginn, en aö öllum jafnaSi fylgja svalar og hressandi nætur. Nægilega mikiS regn er víöast- hvar í Vesturlandinu til þess aS tryggja uppskeru korns og annan jarSargróöa. AS sumarlaginu mun mega segja, aS sól skíni i heiSi til jafnaSar, fimtán klukkustundir í sólarhring. En í hverju meöalári mun mega reikna fullar tvö þús- und sólskinsstundir. Þeir, sem æskja frekari upp- lýsinga um Canada, snúi sér til ritstjóra Lögbergs, Jóns J. Bildfell, Columbia Building, Cor. Toronto St. og Sargent Ave., Winnipeg. Ræða séra J. A. Sigurðssonar. (Niðurl. frá bls. I) því blátt áfram brýnasta skylda kristinna manna með öllum þjóð- um, að reisa við og byggja upp kristnaða mentun og ‘menning í heiminum- Vér, sem aðrir, eig- um því að byggja skóla, er verði, í þeim skilningi, annexía kirkj- unnar í hennar hreinu og helgu mynd, 1— í stað þess að kirkjan verði ánauðug þerna heimsins, og þekkingin, kristindómslaus, fremji sjálfs'morð. Vér þurfum að eignast þá viz'ku, þá mentun, er veiti huganum hvíld og lífinu styrk, er gerir manninn þarfari i félagslífinu og sæl'li á heimiii sinu. En sigur lifsins, sannur mann- dómur, er aldrei ódýr né auðfeng- inn. Hann fæst aldrei með neinum afslætti. Hann verðum vér og niðjar vorir að kaupa fullu verði. Allir kannist þér við Norð- tnanninn ágæta Christopher Bru- un. Ættjarðarást Grundtvigs með Dönum,.náknýtt lifandi krist- indómi, hreif Bruun svo, að hann stofnsetti frægan lýðháskó'la í Guðbrandsdal. Þar hét í Von- arheimi. Það er mér einnig kunnugt, að enginn einn maður hafði meiri áhrif á andastefnu dr. Jóns Bjarnasonar en C'hristopher Bruun- Hér er þá Vonarheimur Jóns Bjarnasonar og yðar, bræðra hans og systra og samverka- manna. Hér er bygt yfir bækur og bökvísi feðra vorra, fyrir sálir og sa'mlíf afkomenda og eftirkom- enda. í gegnum bæ'kur hinna beztu manna með þjóð vorri og öðrum þjóðum, gegnum guðs orð, fá sálir leiðtoga og spámanna, fær guðs eigin rödd, að tala hér til niðjanna í þessum Vonarheimi hins vestur-íslenzka manns. Að lyktu'm eitt orð um framtíð þessa skóla. — Eg veit að öll til-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.