Lögberg - 01.11.1923, Blaðsíða 8

Lögberg - 01.11.1923, Blaðsíða 8
LÖGBERG, FIMTUOAGINN 1. NÓVEMBER 1923 ðiti, L Ur Bænum. Jóhann bóndi Sigfússon frá Blómsturvöllu'm í Geysirbygð, var á ferð í bænum í vikunni. Miss Bogga Dalman, frá Gard ar N. Da’kota, kom til 'borgarinn ar vestan úr Wynyard í fyrri viku, þar sem hún hefir dvalið um hrið í kynnisför. Mr og Mrs. Eggert Johnson frá Amaranth, P. O. Man., eru fyrir skömmu alflutt hingað til borgarinnar ásamt níu börlium sínum. Heimili þeirra er að 540 Simcoe Street. Mr. John Reykja'lín, kom til borgarinnar síðastliðinn laugar- dag A'estan frá Wynyard, Sask., þar sem hann stundaði uppskeru og þreskingarvinnu í haust Fer hann út til Oak Point í vikulokin og ætlar sér að stunda .þar fiski- veiðar í vetur. Mr. Sigurður Magnússon frá Finey, Man., var staddur í borg- inni síðustu viku. Mr. Friðrik Johnson frá Bald-- ur, Man., kom til borgarinnar um miðja fyrri viku. ,Mr Sveinn Thomson aktýgja- smiður frá Selkirk, Man., kom til borgarinnar snöggva ferð í vik- unni sem leið. pann 15. október urðu þau Mr. oig Mrs. ;M. F- Sveinsson að Elf- ros, Sask., fyrir þeirri þungu sorg «ð missa ’mjög snögglega son sinn Pál Ha’lgrím fjögra mánaða gamlan, og þakka þau af alhug öllum þeim, er sýndu þeim hlut- tekningu í hinni tnik'lu sorg þeirra. Mr. og Mrs. Hannes Björns-i son frá Edinburg, N. D., og dótt- j ir þeirra Anna, haf averið í kynn- isför hér norður frá undanfarið. Þau brugðu sér norður til Nýja ís- lands og héldu heimleiðis aftur i síðustu viku. Þau hjón eru bú- in að búa á sömu bújörðinni þar syðra í 38 ár. Næsti fundur í Jóns Sigurðs- sonar félaginu verður haldinn þriðjudagskveldið 6. nóvember, að heimili Mrs. Preece 867 Winnipeg Ave. Áríðandi ‘málefm liggja fyr- ir fundinum og eru félagskonur beðnar um að fjölmenna. — .Pakkir. peir herrar Ásmundur Jóhanns- son og herra Sigurbjörn Sigur- jónsson, komu á síðasta fund stú- denta og færðu þeim $50 frá aðal félaginu og aðra $50 frá deildinni “Frón” með’hlýrri kveðju og heillaóskum frá þjóðræknisfélag- inu. Þessi einskæru merki vin- áttu og velvildar, þessi afdráttar- lausa viðurkenning, og þessi rausnarlega gjöf frá þeim félags- skap, sem stúdentum er öllum fé- skap skyldari og kærari er svo mikils virði að við eigu'm ekki orð til að lýsa því. Einlæglega þökkum við gjöf- ina og óskum Iþjóðræknisfélaginu allra heilla og hamingju. Þar vildu íslenzkir stúdentar af heil- um hug fylkja liði sínu, sem ís- lenzkir þjóðræknisvinir, — hefja merkið til sigurs. Fyrir hönd stúdentafélagsins Agnar R. Magnússon ritari Fundarboð:i— iMjög áriðandi fund heldur deildin Frón næsta mánudagskve'ld, 5. nóvember í G T. húsinu á Sargent Ave- Störf þau er fyrir liggja þola enga bið. Skorað á félagsfólk að sækja fundinn, ,se'm byrjar stundvíslega kl. 8 og hálf — S. Sigurjónsson. Eg var á ferð. Um gisting enskan bónda eg bað hann bók mér rétti — “now then,” “þú líklega getur lesið það.” Hvað! Ljóðmælin hans K-n. Svo Kristjáns ljóð nú kvað eg hátt það kættist á mér bráin. Þá heyrði eg enskinn ypmra lágt: “Oh! I .must get That cow-inn.” S. B Söndahl. Hér er tækifæri fyrir frískan efnilegan mann að sjá undra- landið California og vinna sér inn gott kaup. Eg þarf að fá efni- legan mann í ársvist, helst ís- lending, sem er vanur við lar.d- vinnu og getur farið ‘með Ford- j son vinnuvél. Vinnan er létt; og skemti'leg. Lysthafendur til-j taki það kaup, sem þeir vilja fá auk fæðis og þjónustu. Þeir sem sinna vilja atvinnuboði þessu skrifi hið bráðasta til: Sveins Thorwaldsonar Exter, California. THE LINGEKIE SIIOP Mrs. S. Gunnlaussson. Gerir Hemstiching fljótt og vel og með lægsta verSi. fegar kvenfólkiS parfnkst skrautfatnaSar, er bezt að leita til litlu búSarínnar á Victor og Sargent. J>ar eru’allar slikar g&tur ráðnar tafarlaust. par fást fagrir og nytsamir munir fyrir hvert heimili. Munið Ijingerie-bflSina að 687 Sar- gent Ave., áðjir en þér leitið lengra. Heimilis Talsími B 6971 Eins og getið var um í Lög- bergi fyrir nokkru. þá fóru þeir -°éra Jónas A. Sigurðsson, A- P. Jóhannsson eg Árni Eggertsson norður í Nýja Island í þjóðrækn- iserindum og flutti séra Jónas fyrirlestra á einum isjö stöðum °g alt af nýjan fyrirlestur á 'hverjum stað og var mikill róm ur gjörður að máli hans alstaðar. Þeir félagar hans Ásmundur og Árni töluðu o.g á fundunum og hvöttu menn til að ganga í þjóð- ræknisfélagið. Fyrirlestrarn- ir voru vel sóttir og menn tóku yfirleitt vel erindi þrímenning- anna og hefir þjóðræknisfélag- inu því ekki að eins aukist félaga- tala sem u*m munar, heldur líka hefir það sýnt lofsamlegan áhuga með að útbreiða og efla skilning manna á arfi þeim hinum ágæta, sem Vestur-felendingum hefír verið trúað fyrir. Mr. Albert Breckmann frá Grassy River, Man., kom til borg- arinnar um miðja fyrri viku. •Mi j^j_ r Herbergi fyrir tvo til leigu að 724 Beverley stræti, með mjög vægum kjörum. Sími N-7524. Fyri nr Winnipeg-búa Crescent mjólkin hefir ávalt haldið sínum góða orðstýr, meðal neytenda sinna, sökum hennar ó- viðjafnanlegu gæða. Hvenær sem fylgja þarf sér- staklega ströngum hei'lbrigðis- reglum, er sú mjólk ávalt við hendina. Vissasti vegurinn til þess að halda heilsu, er að drekka dag- lega nóg af Crescent mjólk og rjóma. Á fimtudaginn var, 25 okt., úruð þau hjónin, Swain Swains- son og kona hans Ovida, fyrir þeirri sáru sorg, að missa einka- son sinn, Joel Theodor 24. ára gamlan, efnilegan og góðan dreng. Hafði Theodor heitinn átt við hjartveiki að stríða uiídan- farandi og varð hún banamein hans. pað er sárt að sjá á bak efnilagum mönnum í broddi lífs- ins æfinlega, en ekki síst fyrir þessi h'jón, sem svo mjög hafa orðið að búa undir sorgar skýi lífsins. Vinir þeirra standa ’hjóðir og hnípnir við þetta síðasta reiðarfelag og vildu fegnir geta dregið úr sviða móður, föður og systurhjartans, sem dauðsfall þetta hefir orsakað. Eins og að undanförnu verður byrjað að halda barnastúkufundi j laugardaginn 3. nóvember 'klukk- an tvö eftir hádegi. Foreldrar barnanna eru vinsamlega beðnir að muna þetta og senda þau í tíma. Fundirnir verða haldnii í neðri sal Goodtemplaráhússins. Guðbjörg G. Patrick. Tímarnir breytast og ‘rnenn- irnir með, 1— Áður fyr þegar for- i feður vorir mintust merkis við- burða, voru það þeir, sem þessir f merkisviðburðir snertu, sem buðu og stóðu fyrir mótum, en nú er þetta oft orðið með öðrum hætti hjá oss — svo vnjög, að persón- urnar, sem atburðirnir snerta, se?m um er að ræða, vita ekkert um boðin fy ren hús eru tekin af þeim eða þeir fluttir á veizlustaðinn. panng var það mtð Ifeknishjóníh í Riverton 20. þ. m.. pau Steinn læknir O. Thompson og frú hans, Þórdís Eyólfsdóttir, sem voru komin heim úr giftingartúr sínum fyrir fáum dögum. pað kveld safnaðist 160 manns saman í skólahúsinu í Riverton og slógu upp veizlu mikilli til þess að fagna brúðhjónunum. Veizlustjóri var Sveinn kaupmaður Þorvalds- son í Riverton, og leysti það starx af hendi með rausn og skörungs- skap —- flutti aðalræðuna, sem flutt var við það tækifæri og af- henti brúðhjónunuvn $200 að gjöf frá veizlugestum. Fleiri töluðu við þetta tækifæri, sem vér kunn- um ekki nöfnin á. Eftir að ræðuhöldum var lokið og menn mettir, því nóg var fram borið til matar og drykkjar, þó sumum hafi ef til vill fundist mjöðurinn held- ur bragðlítfl, þá skemtu menn sér við söng og samræður fram til kl. 4 á sunnudagsmorgun. Steinn læknir er sonur Mr. og Mirs. S. Thompson í Selkirk, en kona hans Þórdís er uppalin í Riverton, dóttir Gunnsteins heit. Eyólfssonar og ekkju hans Guð- Ný kirkja verður opnuð. Hinum mörgu íslendingum, sem oftar en einu sinni hafa beðið oss um að láta sig vita, er það oss mkjl ánægja að kunngjöra, að hin nýja íslenzka kirkja, 603 Alver- stone stræti, mun mun verða opn- uð sunnudaginn 4. nóvember næst- komandi kl. 7 síðdegiis. Staðurinn er skamt fyrir sunnan Sargent Ave, að austanverðu við strætið. Hið fróðlega og tímabæra um- ræðuefni verður: “þýðing hinna helstu viðburða hins síðasta ára- tugar.” Fagrar myndir verða sýndar. Allir íslendingar boðn- ir óg velkomnir. Virðingarfylst Davíð Guðbrandsons Dr. Cecil D. McLeod TANNLÆKNIR Union Bank Bid. Sargent & Sherbrook Ta!*. B 6 94 Winnipeg SeAI^DSftAViAN- ^IERICAN Skipa- gongur tillslands Að eins skift imi í Kaupmannahöfn. Stór og hraðskreiS nýtlzku gufuskip, “Frederik VIII', “Hellig Olav’’, “Unit- ed States’’ og “Osckar II”. Fram úr skarandi góöur aðbúnaður á fyrsta og öðru farrými. Matföng hin allra beztu,, sem bekkj- ast á NorSurlöndum. Lúörasveit leikur á hverjum degi. Kvikmynda sýningar ótteypis fyrir alla farpega. Frekari upplýsingar fást hjá öllum gufuskipa umboSsmónnum, eða beint frá SCANniNAVIAN AMKIUCAN I.TNE, 12:5 S 3rd St., Minneapolis >Iinn. Christian .Ioii»son Nú er rétti tíminn til að lata endurfegra og hressa udp L gomiu nusgognin og láta pau nxa ut ems og pau væru gersam lega ný. Eg er eini íslendingur inn í borginni, sem annast um fóðrun og stoppun stóla og legu bekkja og ábyrgist vandaða vinnu og fljóta afgreiðslu. Miun- ið staðinn og símanúmerið: — 311 Stradbrook Ave., Winnipe* Tls. FJt.7487 finnu. Til bænda er selja staðinn rjóma Vér greiðum hærra verð fyrir staðinn rjóma, en nokkurt annað verzlunarfélag sömu tegundar í öllu Manitoba. Pér getið bezt sannað þetta sjáifir, með því að ser.da rjóma til reynsiu- Vér sendum dunkana til baka sama dag og vér veitum þeim móttöku og peningana jafnframt. Vér veitum nákvæma vigt, sann- gjarna flokkun, og ábyrgjumst hrein viðskifti yfirleitt. Þann 23. október voru gefin saman í hjónaband af séra Sig. Ólafssyni þau Helgi Stefán Stev- ens og Miss Guðrún Thorvalds- son. Athöfnin fór fram á Bet- el, því þar hefir Miss Thorvalds- son dvalið nokkur ár; er hún að mestu alin upip af móðursystur sinni, Miss Elenóru Júlíus. For- eldrar hennar voru þau Rósa Jóns- dóttir og Guðni Thorvaldsson, ættaður af Suðurlandi, en móðir- in eyfirsk, systir þeirra Júlíusar systkina, sem flestum eru kunn hér vestan hafs. Helgi er sonur capt. og Mrs. John Stevens, búa þau hér í grend við Gimli- Er hann ‘mannvænlegur og góður piltur. Miss Thorvaldsson er vel þekt hér. iHefir hún starf- að um nokkur ár á talþráðarstöð bæjarins, og getið sér hinn bezta orðstýr. Ókunnugt er þeim er þetta ritar hvar framtíðarheimili hinna ungu hjóna verður. Sig. ólafsson. 1—(■-----— Ráðskona óskast nú þegar á gott heimili hér í borginni, að eins tveir í heimili. — Upplýsing- ar veitir Fred. Thomsonfi 502 Tor- onto Street. . 26. f. m. flutti Dr. Steingrím- ur Matthíasson, fyrir.lestur í Minneota, um "Er hvíta kyn- flokknum að hnigna,” og Gunnar bróðir hans, sem með honum er, skemti áheyrendum með söng- A samkomu isem kvennfélag ís- lenzka lúterska safnaðarins hélt þar í bæ voru bræðurnir staddir, og talaði doktorinn þar og bróðir hans Gunnar, sem þó var mjög kvefaður tók þátt í söngskemtun. Svo var mikil aðsókn að þessari samkomu kvenn.félagsins, sem haldin var í ensku lút. kirkjunni, að fjöldi fólks varð frá að hverfa “Doktorinn,” segir blaðið Minne- ota Mascot “er jafnvígur á ís lenzka og eniska tungu.” Sunnudagurinn 7. október var hátíðlegur haldinn á sérstaklegan íhátt, því þá var hinn góðkunni prestur Argyle safnaða, séra Frið- ri'k Hallgrímsson búinn að vera þjónandi prestur þeirra safnaða I tuttugu ár. Guðsþjónusta af- ar fjölmenn var flutt að Grundar- kirkju af sér B. B. Jónssyni D.D. frá Winnipeg og lagði hann út af Jóhannesar guðspjalli 9. kap. 4. v-: “Mér ber að vinna verk þess er sendi mig, meðan dagur er: þa' kemur nótt þegar enginn getur unnið.” Var ræða dr. Jónssonar hin áhrifamesta Að henni lökinni talaði s.éra Friðrik, mintist hann starfisemi sinnar i þau tuttugu ár, sem hann var bú- inn að vera prestur hjá Argyle- söfnuðum og mintist starfsemi þeirra og sambúðarinnar með þökk og hlýhug. Séra Friðrik Hallgrímsson var vígður til prests á íslandi 12. o'któber 1898 og þjónaði heima á ættlandinu unz að hann kom vestur til safn- aðanna í Argyle, svo á þessari há- tíð var ekki að eins að minnast 20 ára prestþjónustu hans í Argyle- bygð, heldur líka 25 ára prest- þjónustu. í lok guðsþjónust- unnar, afhenti dr. Jónsson séra Friðrik $100, >—gjöf frá söfnuð- um hans- 100 íslenzkir menn óskast . KAUP: ----------------------------------$25 til $50 á viku Vér viljum fá 100 íslenzka menn til þess að læra bifreiöar- aðgerðir og stýra vöruflutningabilum; enn fremur menn til þeSs að læra raffræði. Vér kennum einnig hverjum sem er, hvernig stjórna skal fólksflutningabílum og kennum öll grundvallarat- riði fyrir bifreiðasölu. Einnig viljum vér fá nokkra menn til þess að læra rakaraiðn. — Vér ábyrgjumst að kenna yður þang- að til vistráðningaskrifstofa vor hefir útvegað yður atvinnu. Mörg hundruð Islendinga hafa lært á skóla vorum og reka nú atvinnu fyrir eigin reikning eða vinna fyrir góðu kaupi hiá öðrum. Það er ekkert því til fyrirstöðu, að þér getið gert hið sama, því eftirspurnin eftir æfðum mönnum í áðurnefndum greinum eru þvínær óþrjótandi.— Komið eða skrifið eftir vorri nýju og fogrií verðlagsskrá og lista yfir atvinnu. HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LTD, 580 Main Street, Winnipeg. l’etta er eini hagkvœmi iðnskólinn í Winnipeg borg. Yfir 600 ísl. nemenda hafa sótt The Success Business Coliege síðan 1914. Jóns Sigurðssonar félagið hafði boð mikið að heimil Mr. og Mrs. W. J. Líndal á ’Wolseley Ave. á miðvikudag í síðustu viku. Var þar saman komið um 150 manns. Til skemtunar var aðallega “Bridge” spil og voru verðlaun veitt þeim sem hæðþta höfðu vinninga — tvenn verðlaun, önnur til kvenna og hlaut Mrs. Finnur Johnson þau. Hin til karlmanna og 'hrepti H. Axford þau. Veitingar voru bornar fram af mikilli rausn og yfir höfuð var kveldstund sú hin skemtileg- asta, enda stuðlaði alt að því, húsakynnin, og við'xnót húsbænda. Guðsþjónusta í Lundarfkirkju 4 nóv kl. 7,30 e. h. Adam ÞorgrímsSon- CRESCfMTPUREMlLK COMPANY, LIMITED WINNÍPEG Eins og auglýst var, hélt þjóð- ræknisdeiidin Frón fund á fimtu- dagskveldið í síðustu viku, var það kosningafundur embættis- manna og hlutu þessir kosningu: Forseti Sigurbjörn Sigurjónsson, varaforseti Hjálmar Gíslason, ritari Jóhannes Eiríksson M.A., fjármálaritari Kristján Vopn- fjörð, og gjaldkeri Jón Ásgeirsson- Samþykt var af deildinni að taka þátt í umferðakenzlu í íslenzku íj vetur og að halda áfram kenzlu í íslenzku á laugardöigum í vetur. j í nefnd til þess að hrinda því máli1 í framkvæmd voru kosnir Ás- vnundur P. Jóhannsson, Jóhannes Eiríksson og Guðjón Hjaltalín.! Séra Jónas A. Sigurðsson frá Churchbridge, flutti erindi um “Frumbyggja” tilþrifamikið og: snjalt, og á sá maður miklar þakkir skilið fyrir alt það erfiði sem hann leggur á sig og fyrír alla þá alúð og skörungskap, sem hann Jeggur við og sýnir í þjóð- ræknismáli Vestur-íslendinga Samsæti það, sem Bandalag Fyrsta lút. safnaðar hélt á fimtu- daginn í síðustu viku, tókst ágæt- lega í alla staðk 250 meyjar og sveinar, sem eru meðlimir félags- inis sátu boð þetta. Undir borð- um fóru fram ske'xntanir, svo sem ræður og söngur, sem unga fólkið tók aðallega þátt í, og fórst eftir sögn prýðilega vel. Auk unga fólksins og prests safnað- arins sátu þetta iboð embættis- menn safnaðarins og sunnudaga- skólans. “Silver Tea” var haldið í hinu nýja og veglega ihúsi Jóris Bjarnasonar skóla á Home St., á laugardaginn var og sóttu það á þriðja hundrað manns. Auk veitinganna sem þar fóru fram, var til skemtunar: ræður og söng- ur. Héldu þar ræður skóla- istjóri séra H. J. Leo M.A. og Ás- mundur P. Jóhannsson. Hljóm-, leikaflokkur ungra íslendinga spilaði og svo voru íslenzk þjóð- Jög sungin af öllu'm. — Inn komu milli sextíu og sjötíu dollars- Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar, er að undirbúa veglega þakklæt- ishátíðar samkomu, sem haldin verður í kirkju safnaðarins 12. nóv. n. k. pað má fá nóg af skrifstofustörfum í Winnipeg, mið- stöð atvinnu og iðnaðar í Vesturlandinu. Pað morgborgar sig að læra í Winnipeg, þar sém mest er um atvinnu og þar sem þér getið sótt The Success Business ColJege, með þvi að þúsundir af námsfólki þaðan njóta forréttinda að því er atvinnu áhrærir, og þér getið fengið góða atvinnu um leið og þér stigið yfir skólahúss þröskuldinn. ..The Success Business College er traustur og ábyggilegur skóli og yfirburðir hans hafa gert það að verkum, að hann hefir útskrifað fleiri nemendur, en nokk- ur annar skóli í Manitoba. Starfar allan árshring. Inn- ritist nær sem vera vill. Skrifið eftir upplýsingum. THE Success Business College Limited WINNIEG - - MANITOBA Stendur í engu sambandi við nokkurt annað Business College í Canada. Tilkynning Hið nýja vikulega afborgunar fyrir- komulag Ford félagsins. OO Þér borgið á hverri viku .... Alveg einstök vildarkjör veitt á nýjum og gömlum bif- reiðum í vetur. Ford bifreið er ein hin bezta innstæða, er nokkur getur eignast. Leitið upplýsinga til vors íslenzka umboðsmanns The Dominion Motor Co. Ltd., Winnipeg íslenzkur umboðsmaður: Mr. PAUL THORLAKSSON Gleymið ekki Bazaar kvenfé- lagis Fyrsta lút. safnaðar, sem hefst í samkomusal kirkjunnar í kveld kl. 8. e. h. og verður ihaldið þar áfram á föstudag 0g föstu- dags’kveld. Kvenfélagið vonast eftir að það fái að njóta sömu vinsælda í þetta sinn bæði hjá ut- an og innan safnaðarfól’ki, eins og það hefir átt að fagna undan- farandi. Ekki síst þar vandað hefir verið tll þessarar útsölu betur en nokkru sinni og verð- meiri og fjölbreyttari munir istanda mönnum til boða nú en áður- Exchange Taxi. B 500 Avalt til taks, jafnt á nótt sem degi Wankling, Millican Motors, Ltd- Allar tegundir bifreiða mtl- gerða leyst af hendi bseði fljótt og vei. 501 FURBY STREET, Winnipeg Á þriðjudagskveldið í isíðustu viku heimsóttu nær fimtíu vin- 'konur frú A. S. Bardal í Austur- Kildonan hana, í sa’mbandi við | 43 ára aldurs afmæli hennar og | færðu henni vandaðan stofulampaj að gjöf- ‘ Sátu konurnar við glaum og gleði á hinu prýðilega heimili þeirra Bardals hjóna frarn eftir kveldinu. Frank Fredrickson Melody Shop Sími: N-8955 Cor. Sargent og Maryland WinnljH-g Beztu kjörkaup í borginni á Pianos og Hljómvélum. Einnig stórt úrval af Hljómplötum. pví miður er vafa.sairf, að hægt verði að fá fslenzkar hljómplötur fyrir jóiin, þótt gerðar verði til Þess allar hugsanlegar tilraunir. petta er búð’n, sem illir íslendingar ættu að verzla f. Ógrynni af nótnaból um og nótna- pappfr. Sími N8955 Frank Frederickson Melody Shop Cor. Sargent og Maryland Winnipeg Brauðsöluhús Beztu kökur, tvíbökur og rúgbrauð, sem fæst í allri borginni. Einnig allskonar ávextir, svaladrykkir, ísrjómi The Home Bakery 653-655 Sargent iVve. Cor. Agnes Síimi: A4153 lsl. Myndastofa WALTER’S PHOTO STUDIO Kristín Bjarnason eigandi Næn við Lyceum leikhúaið l 290 Portage Atie Wtnaiper Eina litunarhúsið íslenzka í borginni Heimsækið ávalt Dubois Limited Lita og hreii^sa allar tegurdir fata, svo þau líta út sem ný. Vér erum þeir einu í borginni er lita hattfjaðrir.— Lipur af greiðsla. vönduð vinr.a. Eigendur: Arni Goodman, RagnarSwanson 276 Hargravc St. Sími A3763 Winni p Msbile og Polarlna Olla Gasoline Red’s Service Station milli Furby og Langside á Sargent á. BIRGMAN, Prop. FBEB 8KRVICK ON RUNWAY CUP AN DLFFKBENTIAL GREASE The New York Tailoring Co. Er þekt um alla Wlnnipeg fyrir lipurð og sanngirnl í vlðskiftum. Vér sníðum og saumum karlmanna föt og kvenmanna föt af nýjustu tízku fyrir eins lágt verð og hugs- ast getur. Einnig föt pressuð og hreinsuð og gert við alls lags loðföt 639 Sargent Ave,, rétt vi’ð Good- templarahúsið. íslenzka brauðgerðar husið. Selur beztu vörur fyrir lægst verö. Pantanir afgreiddar bæöi fljótt og vel. Fjölbreytt úrval. . .Hrein og lipur viöskifti... BJARNASON BAKING CO.. 631 Sargent Avn. Sími A-5638 gjörir við klukkur yðar og úr ef aflaga fer Einnig býr þann til og gerir við allskonar gull og silfurstáss. — Sendið að- gerðir yðar og pantanir beint á verkstofu mína og skal það afgreitt eins fljótt og unt er, og vel frá öllu gengið. — Verk- stofa mín er að: 676 Sargent Ave., Phone B-805 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bld WINNIPEG. Annast um fasteignir manu Tekur að sér að ávaxta sp&rlfi fólks. Selur eldábyrgðir og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fjrrÍT- spurnum svarað samstundia. Skrifstofusími A4268 Húasimi Arni Eggertson 1101 McArthur Bidg., Wianipeg Telephone A3637 Telegr.ph Addresa: ‘EGGERTSON (VINNIPEG” . Verzla með hús, lönd og lóð- ir. Utvega peningalán, elds- ábyrgð og fleira. King George Hotel (Cor. King & Alexander) Vér höfum tekið þetta ágæta Hotel á leigu og veitum viC- skiftavínum öll nýtízku þœeg- indi. Skemtileg herbergi til leigu fyrir lengri eða skemrl tíma, fyrir mjög sanngjarnt verð. þetta er eina hótelið 1 borginni, sem Islendingar stjórna. Th. Bjamason, Mrs. Swainson, að 627 Sargent Avenue, W.peg, hefir ávalt fyrirliggjandi úrvalsbirgðir af nýtízku kvanhöttum, Hún er eina fsl. konan sem slfka verzlun rekur f Winnipg. Islendingar, látið Mrs. Swain- son njóta viðskifta yðar. TaU. Heima: B 3075 CANAÐIANj,n. PACIFIC 5ERVICCS Siglingar irá Montreal og Quebec, yfir Nóv. og Des. Nóv. 3 Montlaurier til Liverpool 7. Melita til Southampton “ 8- Marburn til Glasgow ‘‘ 9. Montclare til Liverpool “ 10. Empr. oí Fr. til Southampt. 15. Marloch til Glasgow 16. Montcalm til Liverpool 21. Minnedosa tii Southampt. 22. Metagama til Glasgow “ 23. Montrose til Liverpool “ 28. Montlaurier til Liverpool. Des. 7. Montlare til Liverpool. “ 13. Meiita til Cherb. Sptn, Antv. " 14. Montcalm til Liverpool “15. Marloch, til Belfast og Glasg. “ 21. Montrose: Glasg. og Liverp. “ 21. Minnedosa: Cher. Sptn. Antv “ 28. Monlaurier til Liverpool “ 29. Metagama til Giasgow. Upplýsingar veitir B. S. Bardal. 894 Sherbrook Street W. G. CASEY, General Agent Allan, Killam and McKay Bldg 364 Main St., Winnipeg Can. Pao. Traffic Agenta. BÓKBAND. peir, aem óska að fá bundið Tímaritið, 4 árg., í eina bók, geta fengið það gert hjá Columbia Press, Cor. Toronto og Sargent, fyrir 1 $1,50 í léreftsbandi, gylt í kjöl, en fyrir $2,25 fvrir leður á kjöl og horn og bestu tegund gyllingar. — Komið hing- að með bækur yðnr, sem þér þurf- ið að láta binda.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.