Lögberg - 15.11.1923, Síða 3

Lögberg - 15.11.1923, Síða 3
15. NÓVEMBER 1923. Bls. 1 Sérstök deild í blaðinu £r222gSSSSSS2SSSSS8S2SSS2SSSSS3S2S2SSS282SS8SSSSSS88 SOLSKIN SS.S^5.S2S2SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS8S8SSSSS» Fyrir börn og unglinga FERMINGARDAGURINN. Úr “Bernskan I.”) Sólin varpaði björtu morgunskini yfir fjöll og clali og grænkandi grundir. Loftið kvað við af lækjarnið og indælum söng vorfuglanna. Fólkið á Þverá var í óðaönn að búa sig af stað til kirkjunnar. Yindur stóð reiðtýgjaður úti ár 'hlaðinu, og steig eg á bak honum. En þeg- ar eg var að fara af stað, fann eg að ístaðsól- arnar voru of langar fyrir mig; fór eg því af baki og stytti þær. Síðan brá eg mér aftur á bak, og voru þær þá mátulegar. Við riðum nú þembing fram að Breiðabólstað. Bæði var það, að veðrið var fagurt, og svo ætlaði presturinn að ferma okkur börnin, enda þeysti fólkið til kirkj- unnar úr öllum áttuin. Alt í einu kvað við skær og fagur klukknaliljómur. Fókið þyrptist inn í kirkjuna og fylti hvern krók og kima. Hátíðlegur friður og alvara var yfir söfn- uðinum. Mér varð nú litið framan í ferming- arsystkinin mín, en hvergi sá eg bros; aftur á móti sá eg fögur tár blika á hvörmum þeirra. Sumar stúlkumar, sem áttu að fermast, vora á hinum gullfagra, íslenzka skautbúningi, . en aðrar á kyrtlum. Eg var í spánnýjum, svört- um vaðmálsfötum, með vel brydda íslenzka skó á fótum, og man eg ekki betur, en að allir hinir drengirair væru líkt til fara. Öll höfðum við hvíta klúta í vösum okkar, enda kom það sér vel, því að þegar við vorum búin að vinna það heit, sem við treystum okkur ekki til að efna, þá setti að okkur grát mikinn. Við huldum andlit okk- ar í vasaklútunum, meðan presturinn var að blessa yfir okkur. Heit og djúp andvörp stigu til himins frá hjörtum okkar, sem enn voru við- kvæm og lítt spilt. Þegar við komum út úr kirkjunni, rigndi heillaóskum yfir okkui' ihvaðanæfa. Mátti þar sjá marga góða og guðlirædda móður faðma baraið sitt með fögrum fyrirbænum. Við drengirnir stóðum allir úti í hlaðvarpa og urðum fegnir að anda að okkur fersku lofti. Allir voram við alvarlegir á svip, enda vildum við ekki vanhelga fermingardaginn okkar með því að brosa. En við gátum þó ekki annað en brosað, þegar við sá«m, hvar bamakennárinn frá Ivlömbrum kom blaðskellandi og stökk jafn- fætis yfir þvottasnærið, sem náði honum þó í höku. Það fór að glaðna yfir Tryggvm, vini mín- um. “Vasklega gert,” sagði hann og vingsaði leggnum. En svo varð hann alt í einu dapur í bragði, enda var hann nú farinn að efast um, að mennirnir mpndu nokkurn tíma læra þá fögru list að fljúga, alveg eins og fuglarnir. Okkur fermingarbörnunum var öllum boðið inn í stofu á Breiðabólsstað. Þar sátum við öll kring um sama borðið og drukkum kaffið. Við bárum svo hlýjan hug hvert til annars og ]>ekt- um hvert annað svo vel. Oft höfðum við leikið okkur saman, glöð og gáskafull, en nú var sú stund komin, að vegir okkar hlutu að skiljast. Við drengirnir vorum kyrlátir og siðprúðir, og hugsuðum því meira, sem við töluðum minna. Þarna sátu stúlkumar, hinum megin við borðið, hljóðar, með slegið hár. Þær voru svo angurblíðar á svip. Eg er viss um, að guð hef- ir séð tárin, sem komu fram í augun á þeim, þó að ]>ær væru að reyna að þerra þau af sér, svo lítið bæri á, með hvítum vasaklútunum sínuin. Eg gat ekki lesið hugsanir þeirra, en vel get eg ímyndað mér, að þær hafi verið að biðja Guð í anda um hjálp til þess að rísa undir hinni þungu ábyrgð, sem þeim var lögð á herðar þenna dag, eða þær hafa undir eins verið farnar að tárast yfir því, að þær skyldu vera útreknar úr paradís bernskunnar. Við stóðum nú upp úr þessu skilnaðarsam- sæti okkar og kvöddum hvert annað með ein- lægri alúð og árnaðaróskum. Síðan stigum við á bak gæðingunum, sem biðu reiðtýgjaðir <á, hlaðinu, og riðum heim frá kirkjunni. Mér fanst eg nú ekki vera neitt barn lengur, enda voru skoðanir mínar mjög breyttar frá því eg fyrst mundi eftir mér. Jörðin flaut ekki leng- ur ofan á sjónum; hún var orðin að hnetti, sem sveif gegn um bládjúpan geiminn. Glerhimin- inn var horfinn, en í hans stað komið gufuhvolf °g Þar fyrir utan endalaus geimur, með svífandi himinhnöttum. Begnjið kom úr jskýjunum, svo að ekki þurfti að brotna neinn himnagluggi, þó að rigning kæmi. Ekki þurfti eg lengur að gráta í húfuna mína, til þess að guð gæti séð tárin mín, því að hann var ekki einungis góður, heldur og alskygn. Alt var gjörbreytt, bæði á himni og jörðu, nema mamma mín. Hún var enn þá bezta manneskjan undir sólunni, eins og hún hafði alt af verið. “Eg vona, að þú gleymir aldrei því heiti, sem þú hefir unnið frammi fyrir Guði í dag”, sagði mamma mín um kvöldið. Hún faðmaði mig að sér. “Eg býst við, að þú farir suður til Reykjavíkur í haust, og þá verð eg hvergi ná- læg til að hlynna að þér eða áminna þig, elsku barnið mitt. ” Mamma mín þagnaði alt í einu, því að það rann út í fyrir henni. Mér fór að hitna um hjartarætur. Eg flýtti mér út göngin og ráfaði síðan út túnið, því að eg þráði ein- veruna. Vornóttin breiddi vængi sína yfir fjöll og dali, hljóð og draumljúf, en þó björt og yndis- leg. Lóan, sem var búin að lofa Guð allan dag- inn með kvaki sínu, stakk nú höfðinu undir vænginn og fór að sofa. Eg settist niður á þúfu og starði eins og í leiðslu upp í himinblámann, því að þangað var eg vanur að horfa, þegar mig langaði til að biðja Guð. Síðan kvaddi eg bernskuna, með ölluin kenjum hennar og keipum, barnabrekum og ærslagangi, með öllum skeljum hennar og leggj- um, skopparakringlum og þeytispjöldum, með öllum hennar sólbjörtu vonum og indæla para- dísarfrið. Eg kvaddi bemskuna, segi eg, með heitum tárum — og eg sakna hennar enn þann dag í dag.. SAPUKÚLAN. “Hún er rauð, hún er gul, hún er græn, hún er blá,” sagði Jenny. Hún er alla vega lit, svaraði eg. Við vorum að tala um svo ljómandi fallega sápukúlu, sem Jenny var nýbúin að blása út. Þarna sveimaði hún til og frá, og sólin skein á hana gegnum gluggann. Eg andaði hægt undir hana, til þess að halda henni sem lengst á lofti; en þá kemur Imma litla alt í einu blaðskellandi og ætlar að grípa hana. “Æ, æ, komdu ekki við sápukúluna mína. Láttu hana vera, segi eg. — Eg skal segja henni mömmu það. — Hana nú, þarna ertu búin að sprengja hana.” Svona lét Jenny dæluna ganga, en Imma skifti sér ekkert af því. “Víst má eg eiga hana,” sagði hún og greip um leið báðum höndum utan um sápukúluna. En Imma litla greip í tómt og fór að skæla, því sápukúlan sprakk óðara en hún kom við hana. Æ'tli það séu ekki fleiri en hún Imma litla, sem seilast eftir sápukúlunum.—Bernskan. RAUÐIR STAFIR. “Er nokkur munur?” spurði Sigga litla á Reykjum, þegar kennarinn okkar kom inn. Hún þreif báðar skrifbækuraar okkar og rak þær upp að nefinu á kennaranum. “Er nokkur munur?’ tók hún upp aftur, því að hún vissi af því, hún Sigga litla, að hún skrifaði betur en eg. i “Jú,” svaraði kennaririn brosandi; “en hann er líka duglegri að reikna en þú.” “Það er undarlegt, að eg skuli ekki geta skrifað eins vel og hún Sigga,” hugsaði eg, þeg- ar við voram bæði að skrifa daginn eftir. “Það er af því, að stelpan hefir miklu betra blek en eg.” Mér datt nú alt í einu gott ráð í hug. Eg sá títuprjón, sem liafði dottið á gólfið, og tók hann, upp. “Eg skal — hvað sem það kostar,” liugs- aði eg og stakk mig um leið til blóðs í fingurinn. Þá vantaði nú ekki blekið. Ekki var það ljótt á litinn — fagurrautt! Eg fór nú að skrifa og hallaði undir flatt. Ó,hvað eg ætlaði nú að vanda mig. Eg var búinn að skrifa þessar tvær hending ar, með ljótum, svörtum stöfum: “Nú er úti veður vott, verður alt að klessu.” En svo kemur endirinn, með ljómandi fallegum, rauðum stöfum: “Ekki fær hann Grímur gott að gifta sig í þessu.” Eg var að enda við að skrifa þessar línur. þeg- ar kennarinn kom inn. “Er nokkur munur?” sagði Sigga, um leið og hún þreif báðar skrifbækurnar okkar og rak þær upp að nefinu á lionum. Kennarinn svaraði ekki Siggu litlu í þetta sinn. Hann leit á mig forviða og Miælti: “Hvar hefir þú náð í rauðan lit, drengur?” “Hérna úr fingrinum á mér,” svaraði eg og roðnaði út undir eyru. “ Jæja, góði minn. Það er fögur list að skrifa vel, og fyrir fagrar listir hefir margur fórnað eigin blóði sínu,” sagði kennarinn bros- ndi og klappaði á kollinn á mér, því að hann var hið mesta ljúfmenni.—BernsJcan. MOLAR. —Einn af hirðmönnum Bretakonungs hefii það eitt starf með höndum, að sjá um að altaf sé hreint og gott loft í öllum þeim herbergjum, sem konungurinn gengur um. —Jörðin snýst um möndul sinn með 30 km. liraða á einni sekúndu. Með öðrum orðum: Þú mætir manni á vegi, heilsar honum, kveður hann strax aftur, og á meðan hefir jörðin farið 200 km.—H.bl. —Sagt er að fornfræðingar, sem starfa í Jerúsalem, hafi fundið rústir hins fræga must- / eris Heródesar konungs mikla í Askalon. I jieim bæ var Heródes konungur fæddur og hann skreytti bæinn með byggingu þessa musteris og Josephus sagnaritari Gyðinga segir svo um þá byggingu, að hún sé hin skrautlegasta og undr- unarverðasta í alla staði. t rústunum hefir meðal annars fundist standmynd af Heródesi konungi. —Henry Ford, ameriski miljónamær|ingur- inn, er strangur bindindis- og bannmaður. Hann hefir lýst yfir því, að ef nokkur rnaður eða kona, sem hjá honuni vinnur, yrði uppvís að því að drekka áfengi, þá sé liann eða hún þegar ræk lir vinnustofum sínum. —Hin elzta bankaávísun, sem menn þekkja, er frá Kína; hún er útgefin af Hung-Wus keis- ara fyrir 550 áram siðan. Nú er hún geymd í British Museum í London. —Það er ekki óalgengt á Indlandi, að böni séu deydd ,sérstaklega stúlkubörn, og er þeim þá oftast gefið inn ópíum. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir offjölgun fólksins. Og þrátt fyrir það að Englendingar gera sitt ítrasta til að V koma í veg fyrir þetta, þá eru í sumum héruðum Indlands svo mikil brögð að þessu, að þar eru af hverjum hundrað íbúum að eins 30 konur. — En vitanlega hverfur þetta af sjálfu sér, þar sem ljós kristindómsins fær að skína. Sefur þú, þegar þú átt að vakaf Vornóttin hristi döggina af vængjum sínum um leið og hún sveif yfir Víðidalinn. Blómin fóru að gráta, þegar sólin kvaddi þau. Þó ætl- aði hún að vera komin svo snemma, morguninn eftir, að hún gæti vakið ]iau með kossi, Þau voru alveg eins og litlu börnin, sem fara að gráta, þegar mannna þeirra þarf að bregða sér bæjarleið. Eg var nú farin að vaka yfir vellinum. Fólkið svaf vært, alt í kring um mig. Hvað eft- ir annað ætlaði svefninn að sigra augu mín, en eg reyndi þó að halda mér vakandi. Sízt af öllu vrildi eg láta skepnur standa í túninu þessa nótt, því að húsbændur mínir voru í kaupstaðar- ferð, og eg átti von á þeim á hverri stundu. Mér þótti nú ekkert skemtilegt að híma þarna yfir sofandi fólkinu, svo eg læddist fram göngin og út á hlaðið. Þá tók ekki betra við. Það vrar komin svo mikil þoka, að eg sá ekki lianda minna skil. Eg sigaði hundunum í allar áttir, því að alstaðar sýndist mér kindur og liestar standa í túninu, en það voru þá bara þúf- ur og tóftarbrot. Eg var nú orðinn rennandi votur í báða fætur, því að náttdöggin var svo mikil á grasinu “Mér er svo kalt á fótunum,” hvíslaði eg í evrað á mömmu minni, þegar eg kom inn í bað- stofuna. Hún vaknaði strax og settist upp með stírurnar í augunum. “Láttu þér hlýna dálítið á fótunum, góði minn, liérna til fóta minna,” sagði mamma mín blíðlega, um leið og hún fékk mér þurra sokka. Eg fór upp í rúmið og breiddi hlý rúmfötin yfir kalda fariur mína. Ekki þorði eg að leggj- ast út af á koddann, lieldur sat eg uppi og hall- aði mér upp að þilinu, því að eg vildi ómögu- lega sofna. “Eg ætla að láta aftur augun rétt sem snöggvast, en ekki sofna, nei, nei.” A þessa leið hugsaði eg, þegar himininn varð alt í einu lieiður, og sólin skein svo skært inn uni glugg- ann. Nú var þokan horfin. Eg var farinn að aorða allskonar sælgæti, sem móðir mín hafði gefið mér, þegar hún kom úr kaupstaðnum. “Eg lirökk upp með andfælum við það, að laðstofuhurðin var opnuð, og inn kom húsmóðir mín, í reiðfötunum. Mig hafði værið að dreyma. Hún heilsaði mér alúðlega og ávítaði mig ekki. Eg flýtti mér í sokkana og hljóp út á ílaðið; var húsbóndi minn þá að spretta 1 af lestunum. “Sefur þú, þegar þú átt að vaka?” spurði íann með stillingu þegar hann sá mig . Eg þagði; en sv’o er mér spurning þessi minnisstæð, að eg mun ekki gleyma henni meðan eg lifi. Þegar fyrstu sólargeislarnir gyltu fjalla- indana, þá leið þokan burt, eins og vofa, sem íra'ðist ljósið. Fullorðna fólkið fór nú að dæða sig og drekka morgunkaffið, en eg lagðist upp í rúm og fór að sofa. Þegar eg vaknaði, sá eg livar Tryggvi litli stóð út við gluggann, með fullar lúkurnar af sætabrauði og brjóstsykri. “Þarna treður hann út á sér gúlann. — En eg? Eg fæ ekki neitt. Það er heldur ekki von, fyrst eg var sofandi í nótt, þegar húsbændur mínir komu heim. Það er annars enginn hægð- arleikur að halda sér vakandi, þegar allir sofa, alt í kringum mann.” LTm þetta var eg að hugsa þangað til mér vöknaði um augu. Það glaðnaði samt vfir mér, þegar hús- móðir mín kom með kúfaða undirskál af sæta- brauði og brjóst^ykri og gaf mér. “Aldrei skal eg sofna framar, þegar eg á að vaka,” hugsaði eg og fór undir eins að muðla góðgætið.—Bernskan. Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 MEDICAIj ARTS BLDG. Oor. Graham and Kennedy Sts. Phone: A-7067 Offlce tlmar: 2—3 HelmUi: 77« Vlctor St. Fhone: A-7122 Winnípeg, Manitoba DR. O. BJORNSON 216-220 MEDIOAL ARTS BIiDG. C’or. Graham and Kennedy Sts. Phone: A-7067 Office tlmar: 2—3 Heimlli: 764 Victor St. • Phone: A-7586 VV’iimijieg, Manitoba dr. b. h. olson 216-220 MEDICAIi ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-7067 VlBtalstmi: 11 —12 og 1—5.30 Hefanilt: 723 Alverstoiie St. Wlnnipeg, Manltoba DR J. STEFANSSON 216-220 MEDICAIi ARTS BIiDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Stundar augna, eyrna, nef og lcverka ajúkdðma.—Er at5 hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Talsími: A-1834. Heimili: 373 Iliver Ave. Tais. F-2691. DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd Building Oor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérataklega berklasýkl og aCra iungnasjúkdéma. Er a8 finna á skrifstofunni kl. 11_12 f.h. og 2—4 e.h. Sími: A-3521. Heimili: 46 Alloway Ave. Tal- slmi: B-3158. DR A. BLONDAL 818 Somerset Bldg;. Stundar sérst&klega kvenna eg barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. 3 til 5 e. h. Office Phone N-6410 Heiraili 806 VictoT Str. Simi A 8180. DR. Kr. J. AUSTMANN 848 Somerset Blk. Viðtalstími 7—8 e. h- Heimili 469 Simcoe, Office A-2737. res. B-7288- DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDICAL ARTS BLDG. Cor. Graliam and Kennedy Sts. Talsími A 8521 Heimili: TaLs. Sh. 3217 J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald St- Talsfmi: A-8880 Vér leggjum sérstaka áherzlu á að selja meðul eftlr forskriftum trkna IIln be*tu lyf, sem lurgt er að fá eru notuð eingiingii. . i'egar þér komið með forskrliftum tii vor niegið þjer vera vlss um að fá rétt það sem lækn- irinn tekur tll. COLCLEIJGH & CO., Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-7659—7650 Giftingaleyfisbréf seld Viltii ekki verma þig. Norðanvindurinn var ,svalur, énda var cg krókloppinn. Eg var á leiðinni heim túnið, þeg- ar mér alt í einu varð litið á blessað sumartungl- ið, sem ljómaði svo fagurt á himninum. Eg treysti engum til að svara mér vel í það, nema mömmu minni; hljóp eg því inn göngin og inn í baðstofuna. Þar sat mamma mín á rúminu og var að prjóna. Eg horfði nú steinþegjandi á hana og beið eftir því, að hún segði eitthvað við mig. Eftir litla stund leit mamma mín blíðlega til mín og mælti: “Er þér ekki kalt, góði minn? Viltu ekki verma þig;” Síðan linepti liún frá sér treyjunni og lagði kaldar hendurnar á mér við brjóstið á sér. “Nú ertu búin að svara mér í sumartungl- ið, mamma mín,” sagði eg himinlifandi glaður. f Þegar eg síðan hefi' átt eitthvað bágt, þegar Iijarta mitt hefir kólnað, svo að það hefir ekki leugur getað fundið til, ekki elskað neiit, ekk' glaðst af neinu, þegar norðankuldinn hefir alveg æt'lað að gera út af við mig, þá hafa þessi orð mömmu minnar komið óbeðin, eins og góðiri englar, til að gleðja og verma liuga minn: “Er Munið Símanúmerið A 6483 og pantiS meööl yöar hjá oss. — Sendiö pantanir samstundis. Vér afgreiðum íorskriítlr með sam- vizkusemi og vörugæði eru úyggj- andi, enda höfum vér magrra ára lærdðmsrlka reynslu að baki. — Allar tegundir lyfja, vindlar, Is- rjómi, sættndi, ritföng, tóbak o. fl. McBURNEY’S Drug Store Cor Arlington og Notre Dame Ave J. J. SWANSON & CO. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 808 Paris Bldg. Phones. A-6349—A-6310 þér ekki kalt, góði ])ig?”—Bernskan. minn? Viltu ekki verma Ciítinga og b,6 Jarðarfara. með litlum fvrirvara Birch blómsali 616 Portas,e Ave. TaU. B720 ST IOHN í RING 3 THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrlfstofa: Room 811 McArthor BuUdlng, Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: A-6849 og A-6846 W. J. LINDAL, J. H. I.IMDAL B. STEFAiVSSON IsJen/.kir lögfræðlngar S Home Investment Hulldtng 468 Main Sireet. Tals.: A 496« >air hafa einnlg skrifstofur aö Lundar, Riverton, Gimli og Plnsy og eru þar at hitta á eftirfylgj- andi tlmum: Lundar: annan hvern miövikudag Rlverton: Fyrsta fimtudag. Gimliá Pyreta miövikudag Piney: þriðja föstudag 1 hverjum mánuöi ARNI ANDERSON ísl. lögmaður í félagi við E. P. Garland Skrifst.: 801 Electric Rail- way Clhambers Talsíml: A-2197 A- G. EGGERTSSON LL.B. ísl. lögfræðmgur Hefir rétt til að flytja mál bæði í Man. og Sask. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Phone: Garry 8616 JenkinsShoeCo. •89 Notre Dam* Avenua A. S. BardaB 843 Sherbrookc 8t. Selui lfkkistui og annast um útiarir. Allur útbúnaður sá bezti. En.frctn- ur selur hann alskonar minnisvarða og legstema. Skrilst. talsinsi N 6»«(f Heimilís talsftni N f 367 EINA ÍSLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin í borginni Hér þarf ekki að blöa von úr vlti. viti. Vinna öll ábyrgst og leyst af hendi fljótt og vel. J. A. Jóhannssön. 644 Burnell Street F. B-8164. Aö baki Sarg. Fire Hal John Christopherson, B.Jt. Barrister, Solicitor, Notary PubUc, etc. DOYLE, COSTIGAN and CHRISTOPHERSON á45 Somerset Bldg. Phone A-1613 Winnipeg ralsimar: Skrifstofn: Heimili: .... N-6225 A-7996 HALLDÓR SIGURDSSON General Contractor 808 Great West. Perm. Loan Bldg. 356 Main St. JOSEPH TAVLOR LÖGTAKBMADUR Heimilistals.: St. Jofan 1644 Skrtfstof u-Tnl».: A 6657 Tekur lögtaki baeöi húaaJaiguakutdh veðakuldir, vlxlaakuldir. AfgrelBlr aj sem að lögum lýtur. Kkrllacofa 265 Matn faww Verksrtofu Tals.: Hetma Titls.: A-8383 A-9384 G. L. STEPHENSON Plumber AUskonar rafmagnsáhöld, svo sem straujárn víra, allar tegundlr af Clösum og aflvaka (batteries) Yerkstofa: 676 Home St. Phone B-4558 Til taks á öUum tímum. Exchange Buto Transfer Co. Hytja Húsgögn og Pianoa Annast flótt og vel um allar teg- undir flutninga; jafnt á nótt sem nýtum degi A. PRHDEN, Eigandi 67? Sherbrooke St. Winnipe*

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.