Lögberg - 15.11.1923, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINK
15. NÓVEMBER 1923.
Eg held því sem
eg hef
J?að var heldur en ekki uppbyggilegt, að
heyra hann tala um óbeit sína á hóglífi og hversu
hann þráði kofa einsetumannsins. Og sama
er að segja um það, hversu upp með sér hann
var af bústaðnum, og með hve mikilli ánægju
hann sýndi okkur garðinn, sem var skuggasæll
og vel sáður. Hann tók fram með sýnilegri á-
nægju stóreflis skorpusteik og vínflösku og setti
á borðið.
"Eg fasta í dag," sagði hann. "Eg má hvorki
eta né drekka fyr en eftir sólarlag Holdið er
hamramur jötun, fult af ofmetnaði og girndum,
og andinn verður sí og æ að vera reiðubúinn og
grípa hvrt tækifæri, til þess að undiroka og þjá
óvin sinn. Mrs. Alen er enn þá niður við virk-
ið, gapandi með hinu fólkinu og þjónninn ykkar
og þernan hafa enn ekki komið; en eg verð upp
á lofti, ef þið þurfið nokkurs með. Mrs. Percy
hlýtur að vera þreytt eftir ferðalagið."
Hann var farinn og skildi okkur eftir ein
Hún stóð á móti mér við gluggann; þar hafði hún
staðið síðan við komum inn. Hún var enn
rjóð í framan og augu hennar leiftruðu. Hún
hélt á rósunum, sem séra Jeremías hafði hrúgað
í fang hennar. Eg færði mig nær borðinu.
"Bíddu!" sagði hún, og eg snéri mér til
hennar aftur.
"parftu ekki að spyrja neinna spurninga?"
spurði hún.
Eg hristi höfuðið. "Ekki einnar einustu."
"Eg var skjólstæðingur konungsins!" hróp-
aði hún.
Eg hneigði mig, en sagði ekki orð, þó að hún
væri að bíða eftir að eg talaði.
"Ef þú vilt hlusta," sagði hún loksins drembi-
lega en þó í þægilegum biðjandi róm — "ef þú ^ilt
hlusta, þá skal eg segja þér hvernig það atvikað-
ist að eg gerði þér svona rangt til."
"Eg hlusta," varaði eg.
Hún stóð þar sem birtan féll mest á hana og
rósirnar lágu upp við brjóst hennar; hin dökku
augu hennar hvíldu á mér og hún bar höfuðið
hátt. Móðir mín dó þegar eg fæddist; faðir
minn dó fyrir mörgum árum; eg var skjólstæð-
ingur konungsins. Drotningin hafði mig hjá
sér meðan hún var á lífi. Henni þótti vænt um
mig, held eg, og konungurinn var mér líka góð-
ur — hann var vanur að tala við mig um galdra
og ritninguna og það að uppreisn gegn konungin-
um væn uppreisn gegn guði. pegar eg var
seytján ára gömul bauð hann mig skozkum lá-
varði fyrir eiginkonu. Eg elskaði hann ekki,
þvi eg hafði adrei séð hann, svo eg bað konung-
inn að taka eins mikla peninga og eg væri verð
til giftingar og gefa mér frelsi. Hann var mér
þa svo góður, að hann útvegaði skozka lávarð-
mum aðra konu, og eg danzaði ókvíðin í veizlunni
hans. Svo leið tíminn, og konungurinn var mér
enn mjog góður herra. En svo var það einn
oheilladag, að Carnal lávarður kom til hirðar-
mnar, og konungurinn leit oftar á hann heldur
en hinn velæruverðuga Buchingham Eftir
nokkra mánuði vildi konungurinn alt, sem Buc-
hingham óskaði. Til þess að gera þessum nýia
gæömg sínum til geðs gleymdi hann sínu fyrra
gofuglyndi, já, hann virti iandslögin vettugi. Eg
var frænka hans og ekki fullveðja enn; hann gat
gitt mig hverjum sem honum þóknaðist. Os
honum þóknaðist að gefa mig Carnal lávarði."
Hun þagnaði, snéri sér frá mér og fór að
horfa a skáhöllu sólargeislana fyrir utan glugg-
te£ h *" haí5!.talaÖ róIe*a °S ™° drembl-
Iegri hægð, sem Iysti sér bæði í rödd oglá^-
bragði; en nú þegar hún stóð þegjandi - eg rauf
ekki þognma _ roðnaði hún af endurminning-
unni um rangindin, sem hún hafði orðið fyrir
og það kom reiðisvipur í augu hennar. Svó
hropað, hun alt í einu með reiðiþrunginni rödd:
Konungunnn er konungur! Hvað er vilii
þegnsinS( að h setji sig upp , mót. J
wTn hjarttaAk°nunnar * n.óti geðþótta
hans Honum stoð^á sama þó að hönd mín
Stif Sf ^ -^ W *önd. Imhann
vddi Jeggja hana í. Hverju máli skifti það, þó
HanTva/áð1 ^J: »W ^ ^nabandi?
Hann var að ems vdji ungrar stúlku og það átti
aíku» hana Eg átti engan að neml konung
órevnd Va;e.,nstæðdn^r' kvennmaður, ung og
oreynd. J7eir reyndu að neyða mig, og eg fylt
íst af reiði við bá r>„x ¦ s y
taka mmn Jlí f * P Var enginn tjl >ess að
í vanZí ' engÍnn til >ess að hj'álpa mér
i vandræðum mínum eða sýna mér betri úrræði
en þau sem eg trreÍD til f„ w i. UII*oi
sem kom m/ , g hata >enna mann,
a W Z Z Pin" l Úag' af °llu hJ'arta ™ín«
veíttvlð °^af °1,Um krÖftum mínum-' VÍ
veirt hvað eg gerði til að flýja frá þeim flýja
fr aþessum manni. Eg flúði England bún
jng. þernunnar og undir hennar nafnf El kö \
M Virgnuu í þeim dularbúningi. Eg Ut hafa
SoíuS f U',meta ^ Ul Verðs> hafa ™£ * tí
eThel veVriðnUm Þarna ^ ^ -tt eins og
E* táíL Varnin^ur sa- «em eg þóttist vera
níÍTZi T manninn-sem *»* ^
nokkra virðmgu. Eg ]ét hann, sem var mér
Handrit fyrir söguna var ckki vift
bendina þegar blaðið fór í pressuna.
Heimsandinn.
(órímuð háttleysa).
Hér sit eg í forsælunni
og finn kuldanæðinginn af
Heimsandanum.
Mig næðir í brjóstið,
eg er orðinn að frosnum
ísmanni.
Með sorgblöndnu háðglotti
kasta eg fram hálfkærings græsku kendu glenzi
að heiminum.
Eg hefi tapað virfiingu fyrir
anda heimsins.
Eg hlusta á mál hans,
merki hræsnina og lýgina.
Þegar eg bið hann um
þegar eg bið hann um
sólarljóð vorsins,
þá sendir hann mér boðorð auðguðsins
til að lifa eftir. •
pá hrópa eg:
"pú níðingur,
sem vilt slíta úr hjarta mér trúna á ið
Fagra, Góða og Sanna."
Hann syngur mér sigursöngva
valdsins, frægðarinnar, heiðursins og þjóð-
rækninnar
pá svara eg:
"Vei yður, þér hræsnarar."
Hann reiðist og ógnar.
pá hlæ eg og segi:
'¦Ó, vesalingur!
vald þitt er kúgun,
frægð þín er morð,
heiður þinn er rán
«g þjóðrækni þín hatur."
Þá þegir hann og hugsar ilt í hjarta sínu.
;.
Svo skjallar hann mig:
Þú ert frjáls og vitur.
Gef mér atkvæði þitt
og eg geri þig ríkan af mínum tollu'm og skött-
um."
"Far burt frá mér andskoti,"
segi eg.
"pú ert Anarkisti", aegir hann.
Eg hlæ kuldahlátri.
Andi heimsins (—
leikur um ið ytra.
Hann reynir að brjótast inn í
hugskot 'mannanna.
Hann gerir hávaða,
suðar um eyrun,
reynir að töfra og dáleiða.
Hann glitrar og gyllir forað
Svívirðinganna
og plantar falsrósum
á öræfi eyðileggingarinnar.
Hann syngur sál'ma og hersöngva.
Hann mútar blaðamanninum,
prestinum og dómaranum.
Hann hieiðrar ofbeldismenn og
þjóðarsvikara,
en lítilsvirðir og ofsækir
fróma og góðgjarna.
Hann gefur þei-m sem hefir
en tekur frá þeim sem ekki hefir.
pannig er andi heimsina
á tuttugustu öld.
En í brióstum mannanna
býr annar andi, —
Andi mannsins.
Hann er engrar aldar andi,
hann er eniru háður nema
Tíma og Rúmi,
sem er eilífðin sjálf.
Hann er kúsraður en ósigrandi,
því hann er ótak'markanlegur.
Andi mannsins, —
gerfi vonarinnar,
þrárinnar,
ástarinnar
og fegurðarinnaif, —
er útlagi heimsins.
Hann dylst í leynum mannshjartans
hræddur og ofsóttur.
Hann er eins og héri í holu,
þar sem úlfurinn bíður fyrir utan
tilbúinn að rífa hann sundur
ef hann kemur út.
,Mannshjartað!
varmt af innra eldi mannlegra
ástríða og tilfinninga,
er griðastaður mannsandans,
sem hrakinn og lamaður
reynir að syngja
sólarljóð ins komandi vors
réttlætisins;
Minningarljóð
eftir miljónirnar, sem dáið hafa
undir svipuhöggum harðstjóranna.
Vonar og ástar söngva til innar
upprísandi sólar
Frelsisins.
En ó! þú mannlega sál.
þínar vonir,
þínar ástriður,
þín ást, —
eru óendanlegu einkennin, sem
andi heimsins
orkar aldrei að myrða.
Andi mannsins
lifir og sigrar.
Það er sú ódauðlega trú framtíðarinnar,
trum a ið
Góða, Fagra og Sanna.
Hefjum þvi uppreist 'móti
anda heimsins.
Brennum hof hræsninnar,
og hallir rángirninnar.
Sprengjuvn uPP vígi morðfýsninnar
og smíðum jarðyrkjuverkfæri úr
vopnum eyðileggingarinnar.
Og þá r—
í heimi frelsisins og réttlætisins
mun bergmála
á fjallatindu'm sannleikans
sigur-söngur mannsandans :>—
"Friður á jörð." S. B. Söndahl.
Ófreskjan á Jökuldal.
Eftir Pál Melsteð.
í Árbókum Jóns Espólíns, 10. deild, 19. bls.,
segir svo:
"Árni hét maður, bjó á Brú á Jökulsdal,
hálfgiftur, hann beitti fé sínu á Hrafnkelsdal, en
menn ætluðu þar á liggja meinvættir, var hann
haldinn maður sterkur; en eitt sinn fór hann í
sauðaleit í dainn, og kvaðst mundu koma að
kveldi aftur; kom hann eigi, og var farið að leita
hans; þótti mönnum líkindi sjást til, að hann
hefði eltur verið, og fanst hann þó við ána um
daginn eftir, liggjandi á grúfu, og votur upp fyr-
ir kné, en fötin rifin upp úr brókum hans, svo
hann lá á berum kviði, og örendur; rifin voru
klæði hans á barminum, og svartbláir flekkir um
öklaliðu, en armleggir báðir úr axlarliðunum;
sýndist nokkru ofar við ána, í krapa, skamt það-
an semhann hittist, sem glímt mundi hafa verið
og leyst upp grjót, en spor voru rakin þaðan
nokkuð á leið til fjalls, og þótti blóð í, og sem
skriðið hefði verið á f jórum fótum; var mark eft-
ir hina fremri fætur sem álftarkló, en sem hross-
hófar eftir hina eftri og kló fram úr, og er þetta
sagt eftir þingvitni, er tekið var, ætluðu menn
tröll, og hafa slíkan útbúnað, og skriðið eftir
viðskiftin og týnst, því að síðan var bygður dal-
unnn, er fyr 14 í eyði, og varð engum meint."
Tíunda deild árbókanna, sem saga þessi er
tekin úr, kom á prent 1843, en mörgum árum
áður, mig minnir árið 1824 eða 1825, þegar eg
var á Hólmum í Reyðarfirði hjá dr. phil. séra
Gísla Brynjólfssyni, kom þangað gömul kona, er
í ungdæmi sínu hafði verið á Jökuldal. Hún
sagði frá þessum atburði nokkuð á annan veg en
Espólín segir frá, og var hennar frásögn hér um
bil á þessa leið:
Bóndinn á Brú á Jökuldal — mig minnir að
hún nefndi hann Gunnlaug — átti margt sauðfé,
og var venja hans á vetrum, þegar jörð var uppi
og veður leyfði, að halda pví til
beitar fram á dal, standa yfir því um daga og
reka það heim að kvöldi. Bóndi var smiður og
hafði stundum með sér spýtur og tálguhníf og
tegldi til ýmsa muni, svo sem kláfstuðla, hrífu-
höfuð o. s. frv, meðan hann var yfir fénu
Nú Jiðu dagar og ár, þá var það einn vetur,
að bónda dreymir að hann sé fram á dal með
sauði sína, og þá er minst varir, verður honum
litið upp, og sér hann, að einhver skepna kemur
hlaupandi ofan dalinn og stefnir þangað sem hann
er staddur. pegar þetta færst nær, sýnist hon-
um það vera hestur, svartur á lit eða brúnn. En
þegar honum þykir hesturinn vera kominn fast
að sér, hrekkur hann upp, og segir konu sinni
drauminn. Henni lízt illa á og biður hann að
fara ekki inn á dalinn. En hann fer samt sem
áður, kemur heim aftur að kveldi og verður eink-
is var; og gengur svo nokkra hríð.
Pá er það eina nótt, að hann lætur mjög
iJla í svefni, en vaknar um síðir og segir draum
sinn. Hefir hann þá dreymt, að hann væri fra. i
a dal, og hin sama skepna, sem áður hafði fyrir
hann borið, kom og réð á hann og barði hann,
þangað til að báðir armleggir hans voru brotnir.
Nú fór sem fyr, að eigi tjáði að letja hann.
Veður var gott og fylgdi hann fé sínu á haga
þann dag inn á dalinn; en nú kom hann eigi heim
um kveldið.
Daginn eftir fóru menn af næstu bæjum og
leituðu hans. peir röktu þaðan einhver spor,
undarlega löguð, inn eftir daJnum, og komu þanv,-
að sem bóndi hafði verið um daginn, og voru þar
tréspænir og smíðar hans; en hnífinn fundu þeir
eigi. pessi ókennilegu spor röktu þeir langt
inn í dal og sáu sumstaðar blóðdrefjar. J?að
þóttust þeir sjá, að maðurinn hefði híaupið lengi
aður en ófreskjan náði honum, en þar sem hún
hafði náð honum var traðk mikið; slitið hafði
hann sig lausan og komist þangað sem þeir
fundu hann dauðan.
Og svo kann eg ekki þessa sögu lengri.
Eg Jeyfi mér, áður en eg legg frá mér penn-
ann, að bæta hér við lítilli athugasemd.
Espólín segir, að Árni á Brú "hafi beitt fé
sinu á Hrafnkelsdal." Eg efast um, að þetta 8c
rett, vegna þess, að Jökulsá, eitt með mestu
vatnsfollum á fslandi, rennur milli bæjarins að
Bru og Hrafnkelsdals, og hlýtur því Brúarbónd-
mn að reka fé sitt yfir Jökuisá, ef hann vill beita
þvi i Hrafnkelsdal. En ómögulegt er það ekki,
þegar as er á ánni á vetrum Mér þykir hitt
senmlegra, eins og frásögn konunnar bendir til
að fenu hafi verið beitt í Brúarlandi inn á dal-
mn, þeim megin árinnar, sem bærinn er.
nyjar vorubirgdir tegW!dum, geirettur og ^.
konar aðrír strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
KorrtiÖ og «jáið vörur vorar. Vér erum ætlð glaðit
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
LimHod
HENRY A.VE. EAST
WINNIPEC
STŒRSTA
um áriðH ódýrasta og
FJÖLLESNASTA
vikublaðið, sem gefið er ^^
út á íslenzka tungu er s-
Lögberg
Gerist kaupindi nú þeg-
ar. Látið $2.00 fylgja
pöntuninni.
PRENTUN
Látið yður 'ekki
standa á sama
um hvernig að
prentun yðar lítur út, farið með það
sem þér þurfið að láta prenta til þeirra
sem baeði geta og gera gott verk.
Vér höldum þvi fr»m «8 vér gerum gott
verk b«ði á stórum og imáum pöntunum.
Reynið oss. Sanngjarnt verð.
Columbla Pre*», IM., Wbmtpec
Enn fremur segir Espólín, "að þetta sé sagt
eftir þingvitni, er tekið var." Hann lætur sögu
þessa hafa gjörst árið 1749. Er þá mjög lík-
!egt að þingvitnið hafi verið tekið eigi all-löngu
3Íðar en atburður þessi var„ og það hefir þá að
líkindum gert Pétur sýslumaður porsteinss^ ,
oinhver merkasti sýslumaður 18. aldar hér á
landi, og þarf eigi að efa, a ðþingvitnið hefir verið
vel úr garði gert fra hans hendi. En hins vegar
er engin vissa fyrir því, að Espólín hafi sjálfur
séð það þingvitni, eða, að það hafi komist óbrjálað
í hans hendur. Aldrei sá eg neitt um atburð
þenna getið í embættisskjölum eða embætti,-
bókum Norðurmúlasýslu, og heyrði engan mann
á hann minnast, nema konu þá, sem til er vitnaö
hér að framan. En engu að síður tel eg alllík-
legt, að einhver maður sé en uppi í Múlasýslum,
er frætt geti menn um þetta efni betur en mér er
unt. Reykjavík 4. marz 1891. Páll Melsteð.
Töfravald hlátursins.
J?að eru ait og fáir sem gjöra sér grein fyrir
töfravaldi hlátursins. Hann er eins og vindur-
inn, sem þeytir skýjunum í himinhvolfinu burt frá
sjónum. Eins og lækurinn tæri, sem svalar
þyrstum og langþreyttum ferðamanni. Eins
og sólin sem helJir geislum sínum yfir jörðina
og gefur öllu sem Jifir yndi fjör og ánægju.
Stúlka ein ung og æskufríð, sem lífið brosti
við og hún við því, var teki'n föst í sjóþorpinu
Chereury á Frakklandi. Lögreglan fór með
hana á lögreglustöðvarnar og kærði hana fyrir
að hafa valdið óeyrðum. pegar lögregluréttur-
inn var settur var þessi stúlka leidd fram fyrir
dómarann og hann spurði hana, hvernig stæði á
því, að hún svo góðleg og háttprúð skyldi gera
sig seka í óeyrð og illindum.
"Eg var ekki völd að neinum óeyrðum",
mælti stúlkan. "Eg bara hló, meira að segja
skellihló."
.'Lofaðu okkur að heyra hvernig þú hlóst,"
sagði dómarinn. Stúlkan fór að brosa. En
brosið hefir lík áhrif á menn og ljósið á myrkrið.
það læsir sig gegnum þunga ólund og harðneskj-'.
og áður en þeir sem inni voru í réttarsalnum vissu
voru þeir farnir að hlægja, og dómarinn líka,
og kvað hann kæruna á hendur stúlkunni á engu
bygða, og hláturinn ekki í tölu glæpa.
Gáta.
Eftir Schiller.
Hvað er það sem hug að fæstir Jeiða?
pó hvílir það sem skart á konungsmund.
pað til er búið bragna til að meiða,
og brandi skyldast er á marga lund.
Það blóðgar ei þótt þúsund sárum særi,
og sízt það rænir auðgar stöðugt >ó;
það allan hefir heim á sínu færi
og helgar líf vort jöfnuð, gleði og ró.
Það ríkin stærstu stofnaði á láði,
það staði og borgir elztu reisa vann. —
pað aldrei stríð í heimi hefja náði,
og heill sé þeim, sem treystir þv*í og ann.
S. A.