Lögberg - 06.12.1923, Blaðsíða 2

Lögberg - 06.12.1923, Blaðsíða 2
BIs. 2 LÖGBERG, FIMTUUAGINN 6. DESEMBER 1923. Bjargað frá upp- skurði. PETTA AVAXTALYF VEITIR A- VALT HEILSUBÓT. 8928 Union St., Vancouver, B. C. “Eg þjáðist af allskonar kven- •júkdómum ásamt stöðugri stýflu og látlausum höfuðverk. Verk- ir í mjóhrvggnum kvöldu mig sí og æ Læknirinn ráðLagði mér uppskurð. “Eg reyndi “Fruit-a-tives” og pað meðal hefir læknað mig að fullu. “Höfuðverkurinn er nú úr sög- unni og sama er að segja um stífluna, og J>að sesn bjargaði mér, var þetta ávaxtalyf, “Fruit-a- tives.” Madam M. J. Gorse. 50 c. hylkið, 6 fyrir $2,50, reynslu- skerfur 25 cent. Hjá öllum lyf- sölum eða sent póstfrítt frá Fruit-a-tives Limited, Ottawa. Fréttabréf til Lögbergs. Það er ekki oft að bygðarbúar hér, ómaka sig með að senda ís- lenzku blöðunu'm okkar í Winni- peg og löndum sínum í fjærliggj- andi héruðirm — í þessari álfu, kveðju sína i fréttaskyni og er þó þessi bygð við Manitoba vatn 34 ára gömul, sem lengst hefir geng- ið undir nafninu Narrows bygð, af því að fyrsta pósthús bygðar- innar ber það nafn. En nú eru 7 pósthús hér í bygðinni og eru allir póstafgreið'slumenn þeirra íslendingar. Vorið 1889 námu hér land í grend við vatnið Ein- ar Kristjánsson frá Neðra-Nesi í Mýrasýslu og Bjarni Kristjáns- son frá Núpi í ísafjarðarsýslu, kcmu þeir báðir frá íslandi árið 1888 og voru þvi eitt ár til heim- ilis í grend við Lundar, Man. Einar Kri'stjánsson var náfrændi Kristjáns Geiteyings, >sem lengi var til heimilis í Winnipeg, Jfristján var frá iBreiðafirði og var hann vel þektur hér um slóð- ir, Iþví hann var smiður á hvað 'sem var, líka var hann sérlega orðheppinn maður og bezti dreng- ur í framkomu sinni. Fjórum árum seinna — 1893 — fluttu úr ÁJftavatnsbygð, (sem þá var kallað), nú Lundar- bygð í Manitoba, þessir fslending- ar '— Jón Methúsalemsson, Hall- dór Hallson, Páll Kernesteð og sá sem ritar þessar línur, og etu nú allir þessir fyrstu íslenzku landná'msmenn gengnir til sinnar síðustu hvíldar, utan þeir tveir <síðasttöldu. ipetta sem hér að framan er sagt má máske kalla útúrdúra í fréttaskyni, en þar sem að eg mintist á hversu gömul, að þessi bygð væri, áleit eg, að eg ætti að geta að nokkru fyrstu íslenzk i landnámsmannanna gömlu i Narrowsbygð. pað mun vera ga'mall vani, að minnast á veðráttufar í frétta- skyni og ætla eg því að fylgja þeirri reglu. — Hér voraði með seiena móti og fór því ekki ísinn af Manjtobavatni fyr en 18. maí s. 1., og hefir það mikil áhrif á allan jarðargróða hér í grend við vatnið, sem gefur að skilja. Eftir þann tíma, seinni partinn af maí, var hitaveður en votviðra- samt, og sama er að segja um s. 1. júnímánuð, sem var heitur, en fremur vætusöm tíð, júlímánuður var þurrari, en fremur miklir hit- ar, svo þegar heyskapur byrjaði hér, var kominn einn sá bezti grasvöxtur sem hér hefir komið í mörg ár, s. 1. ágúst var að mestu hagfeld tíð til heyskapar, en of •miklir hitar fyrir korntegundir bænda og var því léleg uppskera á akurblettum almennings, sem hér eru í smáum stíl, því fyrst er landið hér alt meira og rninna skógi vaxið að undanteknu engja- landinu, sem liggur fram með Manitobavatni, og svo er land hér töluvert grýtt með pörtum, svo erfitt er að koma í verk akur- yikju, og er því aðal búskapur bænda hér nautgriparækt og stökumaður hefir dálitið af sauð- fé. Heyafli manna hér um slóðir, varð í góðu lagi, betur en áhorO- ist síðastliðið vor, því þá flæddi Manitobavatn inn :á engjar manna og var þá útlitið ískyggi- legt, og var eg, sem rita þetta farinn að verða hræddur um að það ætlaði að verða flóð úr vatn inu líkt og 1902, þá lá vatnið alt sumarið yfir engjum almennings, en þá vijr tækifæri að afla heyja Hvt aC Þjast af fclæðandi og bólg- innl grylliniæC? UppekurÖUr 6nau8. synlegur. I>vl Dr. Chase's Ointment hjálpar þér strax. 10 cent hylkih hjá lyfsölum eta frá Eimanson, Bates & Co„ Ijmlted, Toronto. Reynsluskerfur sendur 6- k»v>is, ef nafn þessa blatSa «r tiltek- *« 2 cent frímerk' ■—* á bakalöndum frá vatninu, sem nú eru öll upp tekin. Alt fyrir þetta vonda útlit með flóðið úr vatninu hér creiddist undravel fram úr, því Manitoba- vatn byrjaði að lækka í júlímán- uði s. 1. sumar og hefir lækkað töluvert fram á haust. Sam- bandsstjórn Canada hefir lofað eð hjálpa framrás vatnsins fyrir ötu'a fr'imkomu þingmanns okkar við Manitobaþingið, herra Skúia Sigfússonar að Lundar, Mai.„ og °r vorar.di að stjórnin iáti byrja á því verki á komandi sumri. Þetta haust hefir verið eitt af þeim beztu haustum sem hér koma, oftast góðviðri og úrfella- lítið, svo hitinn hefir oft verið hér í skugganum (talið frá frost- punkti) frá 25—35 stig, og þetta blessað Manitoba sólskin, sem alt endurnærir. Seinasta október kom hér næturfrost, sem nokkuð gætti, þann 25. sama mánaða'- gerði kuldahrynu, og var þá frostið í skugganum í nokkra daga frá 14 stigutn til 18 fyrir of- an zero og féll þá lítið snjó hrafl, svo að gránaði í rót. Svo batn- aði veðrið aftur með nóvemoer og nú hefir verið það sem af er þess- um mánuði sérstök veðurblíða með logni og sólskini. og er það sannarlega indæl sjón að líta hér spegilfagran vatnsflötinn dag eftir dag. — Menn setn ætla að fiska á komandi vetri hér í vatn- inu eru nú farnir að vonast eftir breytingu á veðráttufarinu — að veðrið kólni svo ís festist, svo að þeir geti farið að koma netjum sínum niður í vatnið strax og friðunartíminn er úti á hvítfiski, sem er á enda 15. þ. m., en svo er nú alvnenningur hér ósköp ánægð- ur með þessi blíðviðri, því fyrst er nú veturinn hér í Manitoba nógu langur þó að gott haust stytti hann til muna og svo hafa fram að þessum tíma allir geldir nautgripir létt feér svo vel á fóðrum fyrir komandi vetur. — Heilsufar ’manna hefur verið hér alment gott þetta ár, að undan- teknum fyrrverandi a’þingis- manni Jóni Jónssyni frá Sleð- brjót. Snemma síðastliðið vor veiktist Jón, svo það varð að flytja hann ti-1 Winnipeg, hefir hann verið þar í cumar, og legið þar rú'mfastur. Og mun hann því miður, lítið a batavegi, þó reynt hafi verið af læknunum þar að bæta heilsu hans. Jón var búsettur í mörg ár við Siglunes pósthús og mega ,margir -sakna hans hér í bygðinni, hann er mað- ur vel 'máli farinn og hefir oft á skemtisamkomum skemt fólki með snjöllum og nytsömum ræðuhöld- um, enda er Jón víða þektur hér vestan hafs, sem á Islandi fyrir góðar ritgjörðir, sem hann hefir ritað í okkar íslenzku blöð. Það er með hann sem fleiri svokallaða sjálfmentaða ’menrv, að þekking hans á sviði bóklegra fræða er í allan máta jöfn við menn í hans stöðu. Jón frá iSleðbrjót er sann- J ur íslendingur. Hann er einn af vorum þjóðarmönnum, sem kannast í fylsta máta við þjóðerni sitt. Dauðsföll þau sem átt hafa ®ér stað hér í bygð síðastliðið vor og suvnar, hefir áður að nokkru leyti verið getið í íslenzku bíöðunum í Winnipeg, en alt fyrir það ætla eg ao -leyfa 'mér að minnast á þau hér. 16. júní s. 1. .andaðist að heimi’i sínu í grend við Heyland pósthús, Man., konan Guðný Holm, búsett þar ásamt eigin- manni sínum Gunnari Holm. pað var gjörður holskurður á henni síðastliðinn vetur en sjúkdómur sá sem téð kona þjáðist af mun hafa verið þeirrar tegundar (að sögn) að ekkert gat hjálpað lifi þeirrar heiðruðu góðu konu, j;ó góðir læknar reyndu alt sem í þeirra valdi stóð. Guðný sál. Holm var ágæt eiginkona og móð- ir, og er hún því sárt hörmuð af eiginmanni hennar, se*m lifir hana ásamt sex börnum þeirra, sem öllu eru nú fulltíða fólk. Síð- astliðinn október andaðist á sjúkrahúsinu í Winnipeg María eiginkona Jóns Hávarðssonar bónda i grend við Siglunes póst- hús. María sál. var kona á bezta aldri. Dauða'mein hennar var afleiðing eftir barnsburð. Frá fall hennar er mjög tilfinnanlegt fyrir eiginmann hennar og bless- aðan barnahópinn þeirra, sem flest munu vera ung að aldri. Er hún því sárt treguð af eftirlif- andi eiginmanni og börnum ásamt öldruðu'm foreldrum hcnnár og 'skyldmennum þeirrar látnu. Eg vil minnast dálítið á okk- ar kristilega félagsskap. Fyrir nokkrum árum síðan voru stofn- aðir hér fimm lúterskir söfnuðir, af séra Carl Olson, se'm þá var prestur hins evangeliska lút. kirkjufélags íslendinga í Vestur- heiiai. Kirkjufélag vort sá okk- ur hér fyrir prestþjónustu eftir því sem það Hafði föng til, og einn sumartíma höfðu söfnuðirn- ir hér við Manitobavatn séra Jón N. Jóhannesson til prestjþjón- ustu, sem þá var nýkominn frá fslandi en fór aftur heim á næsta hausti. Næstu tvo strmur höfðum við séra Auam Þorgrímsson, sem gengdi hér prestverkum, sem þá var ekki vígður prestur, en var við nám á pre taskóla í Banda- ríkjunum u‘m vetrartímann. — Eftir að séra Adam Þorgrír s- son vígðist fengum við hann sem þjónandi -prest hér síðastliðinn 4 ár og var hann hér til heimilis ásamt fjölskyldu s-inni, Á síðast- liðnu vori urðuin við þessir áður- nefndu söfnuðir fyrir því tapi að séra Adam varð að flytja héðan, af þeim ástæðum, að tveir af áð-j urgreindum söfnuðum sáu sér j ekki fært að hafa hann eftirleið- is, -sem heimilis fastan þjónandi j prest, og flutti því séra Adam porgrímsson ásamt fjölskyldu sinni til Lundar, Man„ þar semj hann er nú fastur prestur. En stór bót er það S þessu máli aöj söfnuðirnir hér við vatnið njótaj prestþjónustu sér Adams Þor-j grmssonar að svo miklu leyti sein kringumstæður hans leyfa. j pað er efamál hvort þessir söfn- uðir hér við Manitobavatn fái nokkurntíma prest að öllu leyti, sem séra Adffm porgrímsson, þó það liggi fyrir þeim í framtíðinni að taka fastan prest, því fram- koma séra Adams á meðan han t dvaldi hér á meðal okkar var í all an máta okkur svo kærkominn fyrir hans góðu hæfileika ekki einungis sem prests, heldur að öllu leyti viðkomandi almennum félagsmálu'm innan safnaða vorra. í mörg ár ihafa verið hér í þess- ari bygð íslenzk lestrarfélög og hafa þau þrifist vonum íremur þó betur hefði mátt vera, ef al- menningur hefði athugað hvað slíkur félagsskapur hefur í för með sér, Því að inínu áliti er það grundvöllur til viÖhalds okk- ar ástkæra móðurmáli, íslenzk lestrarfélög hér vestan hafs •— því þar er tækifæri fyrir okkar ungu og uppvaxandi kynslóð að læra íslenzka tungu .— þeim seT« hafa 'löngun til þess. Fyrir rúmum þre'mur árum síðan var stofnsett þjóðræknis-j deild í þessum parti bygðarinnar, j hefur hún heldur aukist þó hæ-ct fari, og er vonandi að hún efli t betur þegar fram líða tímar, þið er hér sem annarstaðar að þes-‘r erfiðu tímar sem umkringja menn á marga vegu, halda of mikið til baka velferðarmálum okicar fs- lendinga. — Eg vil taka til dæmis burtflutn- ur á bændum úr þessari bygð á síðastliðnu'm þremur árum, reynd- ar hafa það verið annara þjóða menn enn íslendingar, sem vir*- ast halda sinni 'gömlu þrau:- seigju og flytja ekki 1 burtu. En þegar bændur yflrgefa heimili sín og flytja í burtu úr hvaðs j bygðum sem er verður það aldrei kallað nema afturför, þar sevn að býli þeirra standa í eyði og selja verður ábýli þeirra manna fyrir ógreitt sveitargjald og er það vanalega að svO'leiðis sala er flestum til skaða eftir því sem nú árar með viðskiftalíf bænda. Svo óska eg öllum löndum mín- um til lukku og blessunar fjær og nær. Dolly Bay, 12. nóvember 1923 Óla^ur Thorlacius. Frá California. Exter, Calif., nóv. 20 1923 Heiðraði ritstjóri Lögbergs! Hér er eg þá enn á ný í sólskins- landinu, og vil toiðja þig að láta blað þitt færa kunningjum mínum austur frá kæra kveðju fr ámér og konu minni, sem er hér 'líka. Mér 'líður vel, en henni ekki eins, hefur verið lasin venju frettiur nú um tíma o-g skyggir það talsvert á j framtíðina fyrir mér líka, þó skal ekki æðrast eða orðum eyða um j það, en þakka alföðurnum, að hún hesfir ennþá þá heilsu sem hún hefur, og vonast til að hún með hans hjálp haldist enn um tíma. í þessu sambandi vil eg friðmælast við -þá, sem eg hafði lofað að sjá áður en fór vestur i haust, einkum eru það tengdasystkyni mín, Dr. 0. Björnson og Mrs. P. S. Bardal, se*m eg vil biðja fyrirgefningar á, að toafa orðið að isvíkjast um að heims®kja þau áður en eg fór, eins og eg hafði lofað, ásett mér og óefað gjört hefði lasleiki systur -þeirra hér, ekki útheimt að eg hraðaði sem mest ferð minni hingað. Þeir isem vildu vera svo góðir að serrda okkur línu ættu að skrifa utan á til: 1620 Carlson Court, Los Angelos, California, þangað föru'm við Wáðum og búumst við að dvel ja þar í vetur hjá börnum okkar tveimur. peir aftur á móti, isem kynnu að hafa einhverja “druslu að tyggja” ættu að skrifa utaná til Hollywood, Honolulu eða h....... svo við sæum það aldrei. Eg ætla ekki að eyða mörgu’m orð- um héðan í þetta sinn, með því að eg er nýlega kominn hingað o? varla toyrjaður að hugsa, heyri, og sjá hér, og öllum gögnu nj þarf að breyta til alls þeissa þeg- Sidasta Ifsláttar Salaa * Alt niðursett — Síðasta kall FLÝTI NÚ HVER SÉR SEM BETUR GETUR Til þeirra semVILJA SPARA eiu þessi oið töluð SÖLUVERÐIÐ SKORIÐ NIÐUR TIL HELMINGA ENDIRINN SENN KOMINN pelr af yður, sem vorlð hafa að bíða þessa síðiista og mesta afsláttar, munu ekki verða fyrlr vonbrigðiun. Vorubirgðlmar voru svo miklar og margbrey tliogar. að þrátt fyr- ir afarmikla verzlun undanfamar vikur, er enn mikið úr að velja í flestum tegund- untim.—VERÐ það or vér setjum nú 4 vör- uraar að lyktum, munuð þér trauðlu flnna f öðrum búðum. pér munuð finna hjá oss kjörkanp er stlnga í aug-u þá lltlð er á varn- ing'inn. Vér EBIIM VISSIR UM að slikt verðlag býðst ekki aftur á naestu 10 ánun. GIjKYMIÍ) EKKI pESSU! HEIjMINGS- VERÐ. Komið og sjáið. KAUPIÐ PEYSURNAR Peysur karlmanna, sem smeygja skal yfir hðfuS; allir litlr, háir i hálsinn, V-mynda8 háVsmál. Aluil. Slíkir bjöðast aðeins einu sinni á mannsæfi.. VerS alt 1 Q að $6.00. SöIuverS ........ BREGÐID Nú VID UNÐIRFATNAÐUR KARUA I EINU IjAGI (Combination) pessi nærfatnaíur er búinn til á Englandi, og á ekki sinn líka hvaS endingu snertir og Þæg-indi. Hann selst meðan flF upplagiS endist á ......... ENSKAR HÚFUR þetta er tækifæri, sem ekki býSst nema einu sinni á JífsleiBinni. Enskar húfur af alls- konar gerð. Kostuðu alt að /»Q $4.50. Nú ......................oyc SOKRAH knrla . Hvítir a8 eins. Alull. Sléttir og gar8a8Jr. Á8ur $2.75 Á . 69c. óHEYltT VERí).—Ilústreyjur Karlu A8ur $3.50 á ................ $1.95 AÐ HUGSA SJER Eru $58.00 vir8i. Alullar Cheviots föt og Tweeds og va8mál, grá, brún og kembingur. Ným68ins sni8 og stærBir fyrir hvern sem er. Peir eru vanalega $45.00 QC $55.00. Á Uaugardaginn ... 3 Brush Wool Treflar Vanaverð *l ÆQ alt aS $3.50. LaugardagsverS ... Sérsttklega gó8ir Treflar. 7Q/» Vanaver8 $2.50 4 ............4 «/C SKO pETTA Karlmanna Peysur, úr alull; þykkir, Jubo prjón. Litir hvitir, bleikir og ÍC ’J C YFIRFRAKKAR KARLA Alt a8 $35.00 virSi. Ulsterettes og Ulsters og iBiox Frakkar, me8 belti og sléttu baki, vanalegum og raglan öxlum. Ör þykku og lo8nu ensk-u frakkaefni. Vana- •« O Qr ver8 $35 til $40. Nú á ...«plZ.OD NEGUIGEE SKYRTUR Karla allar sUrrðir Aður $2.50 á $1.19. Áður $3.50 á $1.6® KARLM. FATNAÐUR á áður óheyrðu verði. Vér höfum takmarka8 upplag af Karlm. fatnaSi, sem,vér ætíum a8 selja í einni lotu. $35.00 vir8i, úr Worsteds, tweeds og fínu efni. óaSfinnanlegur frá- ÍQ fiC gangur. Vanaver8 $33.00 .. «p«/«ÖD Hálstau Karla, dúsín tegundir ú»r Irsku Po'plin. A8ur $2.50 á ......... 98c Vetiingar Karki af allri gerS .. 98c $1.00 FL6KA HATTAR Hér er tækifæri8, herrar. Alullar flóka- HATTAR í öllum litum og og sérhverri lögun. 400 4 boSstólum. Vana- verS $5.50. Allar stær8ir .. AÐ HUGSA SJER pENNA N/ERFATNAB KARIA á svo sérstöku verði MiBlungs þykk karlamanna undirföt sam- föst, VanaverS $3.50. í"l QC Alullar nærföt, garSaprjónuS, sem vana- lega seljast 4 $4.50. Ver8 nú . $2.79 VJER LÚKUM STARFINU 24. DES. Áður en sá tími líður, ætlUm vér að spora fólki meira af góðum Canada-doIIuriim. en nokknr hefir nokkum tíma til hugar kom- ið óður. eg vu að þór lesið verðlagið, som hér er skráð og komið svo á sölnna. pað er yður sjálfum fyrir beztu. pað er skylda yðar gagnvart yður sjálfum og fjöldskyldu yðar, að grensiast cftlr þessu ineð því að sækja þessa lang-mcstu verðlækkunar-sölu, sem þér liaflð nokkura t*ma sótt tO. Rerið sjálfur saman verðlð. Gamli verðmiðinn er enn á hverjum hlut. VJER GEFIJM KASSA ineð liverjn hálsbindi, trefli og vetlingum pað gerir jólakaupin þægllegri. Notið þan. BUXUR, Sem oiga við allan fatnað, ;jr Tweed og Worsted... Vanaverð $12........ $3.95 SJERSTAKT—Alullar enskir sokkar, 48- ur $1.50 4 69c..Oashmere alullar sokk- ar. á8ur $1.25 á 49c. Belti Karla og pilta, 48ur $1.00 á 19c. Verður að seljast. K.IARAKA UP, er aldrei munu aftur bjóðast. — Yfirluifnir er áður kost- uðu $45., aliir litir iang- ar, fegursta klæði. liýðst tækifierid. er að eins Hér Verðið $21.75 Bankrupt Stock Sale SIILES& HUMPHRIES Cor. Portage & Notre Dame pETTA KEMUIt Yðnr til gi-ípa fyrir munninn. Allar vorar beastu Yfir- hafnir, sem áður kostuðu alt að $65 leggjum vér nú í búnka. Allar þessar yf- iriiafnir eru, gerðar af be/.tn Klæöskerum úr ú- gsetu efnl; sniðið er ný- móðins og litir eins. HEIMSINS BEZTé MUNNTÓBAK COPENHAGEN Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tótakffölcm ar hingað kemur ef ttiaður á að geta hugsað, heyrt og séð rétt. Ef til vill og með leyfi, er vís að senda Lögberg línu við og við síð- ar og vil þá reyna að toafa í huga ummæli góðkunningja míns G. Goodmundson í Heimiskr. í sumar, að eg skrifi helzt um sjálf- an mig? þó eg á hinn bóginn þyk- ist hafa að minsta kosti tvær tvær gildar ástæður, isem afsaka mig ií þeim efnum. önnur er sú, að hún a'mma mín ráðlagði mér? að láta nanara koppa kyrra, hin er að eg þykist ávalt vita meira um mínar eigiro sakir en annara. — En ef til vill hefir Mr. Good- mundson gagnstæða skoðun á þesisu hvorutveggja, en eg gjöri honum engar getsakir um það að óreyndu, því það á hansn ekki af vnér skilið og eg ler vLs um að við getum orðið á eitt sáttir í bessu »efni, þar sem við erum lík- legir að ifinnast oft á komandi vetri og það í blessuðu veður- bíðunui í Los Angeles, þar sem en<rinn kuidi e'- til. Tíðarfar er hér eims og vant er, sólskin og blíða ’jm daga, og sva’ar nætur. Rigning hefii ckki kott’ið hér til muna enn þá í haust, svo gras er dautt og jörð skræld af langvar- andi þurki og hita um sumarmán- uðina og ryk er tálsvert í lofti, ó- þægilegt að anda þar isem umferð er miikil út á landi. Aldina upp- skeran >var mikil og góð af ná- lega öllum tegundum, en verðlag afar lágt á sumu svo ekki svarar kostnaði að hirða. Helzt eru það rúsínlur (á Calif. toáli grapes),| sem eru i þúsundutti ekra óhirtarj enn, og undir eyðileggingu þegar; rignir, sem ekki mun verða langt’ að bíða eftir. Appelsínur eru nú ein verðmætasta tegund á- vaxta hér, og eru íluttar inn til sölu. Einn dag hjálpaði eg Sveini bróður mdnum að flytja inn appelsínur á landi hans, fluttum inn þann dag u'm 500 dala virði, en svo ofát eg mig og hann rak mig, í kaup fékk eg það sem eg át — svonia er nú iþað. Yfirleitt eru framtíðarhorfur hér í Calif. að mínu áliti talsvert lakari nú, en þær voru er eg kom hér fyrst, verðlækkun hefir orð-1 ið á flestu sem framleitt er á| landi og atvinna því minni og lakar borgað. Bæirnir virðast , halda sí'mi enn þá, enn þó berj flestum saman um að }>eir einnig! muni hljóta að þurfa að “slaka á klónni,, bráðum líka. Með kærri kveðju til kunningj- anna. S. Thorvaldson. Dr. Cook. Frederick A. Cook, sá er þótt- ist hafa fundið norður heimskaut- ið 1909, hefir verið dæmdur til 14 ára fangelsisvistar fyrir svik í sambandi við olíubrask í Texas. — Dr. Cook komst á hvers manns varir árið 1909, er hann kom til Kauptnannahafnar og tjáðist hafa komist alla leið til norðurheim- skautsins. Sæmdi háskóli Dana hann doktorsnafnbót við það tækifæri. Eftir að heim til Bandaríkjanna kom, var Dr. Cook tekið með kostu'm og kynj- um og sæ'mdur margskonar heiðri. Eigi leið þó á löngu þar til vís- indamenn tóku að bera brigður á afrek Dr. Cooks og fór svo að lokum, að meginþorri landfræð- inga og landkönnunarmanna, isannfærðist um að hér væri um tóma blekking að ræða. Fór hróður Dr. Cooks þá óðum þverr- andi og að loku'm trúði engin lifandi maður sólarsögum hans. Dr. Frederick Cook útskrifað- ist í læknisfræði frá læknis- fræðideild New York háskólanis árið 1890. Hann hefir ritað all mikið, meðal annars bókina “Trough the First Arctic and Ant-arctic Night.” Skýjarof. Viðskifti -Canada við aðrar þjóðir, eru stórkostlega að aukast í iseinni tið. Bölsýnismennirn- ir, sem ekkert aðhafast annað en veina og bartna sér yfir ástandi heimsins, gætu vel staðið sig við að opna augun; þó ekki væri nema sem snöggvást og litast um. Hvernig er 'ástandið hér í landi? í síðastliðnum októbermánuði, námu útfluttar og innfluttar vör ur í Canada $176,464,000, eða fullu'm sjö miljónum meira en í tilsvarandi mánuði í fyrra. Út- fluttar vörur námu í október $100,123,000, en þær innfluttu $76,341,000. Mismunurinn á þess- um eina mánuði, verður -því $23,- 782,000. Ekki ætti skýrsla sem þessi, að valda nokkrum 'manni hugarhrellingar. Rétt er og að taka það til greina í þessu sam- bandi, að sökum þess hve sáning fór síðla fram í vor sem leið, og uppskera var þar af leiðandi síð- tæk, er enn miklu meira hlutfalls- lega eftir i lamdinu af korni, se,m ætlað er til útflutnings, en alment gerist á tilsvarandi tímabili. Fjárhagsár 'SambandsstjórnaV- innar, byrjar ávalt 1. apníl, og frá 1. apríT síðastliðnum til 1. rsóvember, >eða um sjö mánaða tímalbil, ná'mu viðskifti vor víð önnur lönd $1,094,564,000. Hreint ekki svo óálitleg fúlga! Á tilsvar- andi tímabili í fyrra, nam sams- konar viðskiftavelta $921,700,000, en árið 1921, $854,000,000. Árið 1920', meðan allar vörur voru að heita mátti í sama geypi- verðinu og rneðan á stríðinu stóð, námu viðskifti við erlendar. þjóð- ir fyrstu sjö manuði ársins, $1,497,000,000. Af útfluttum vörum síðan fyrsta apríl 1923, hafa búnaðar afurðirnar •— kom, búpeningsafurðir og ávextir num- ið, $277,966,000. En afurðir skóga. þar með taTinn pappír, námu $164,312,000, eða $35,537.000 rneira, en á næsta fjáThagsári þa- á undan. Engu'm heilskygnum manni get- ur dulist, að farið er að rofa til, talsvert tekið að birta yfir við- skiftalífinu. Þótt enn sé margt sem kippa þarf í lag og á ýmsum sviðum við ramman reip að draga, þá hefir Canada þjóðin sa’mt gilda ástæðu til þess að vera vongóð og líta björtum augum á framtíðina. RJOMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJóMANN TIL The Manitoba Co-operative Dairies LIMITKD l

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.