Lögberg - 06.12.1923, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.12.1923, Blaðsíða 3
Lögberg, Fi’mtudaginn 6, DESEMBER 1923. Bla. 3 SS88SSSS»tSSS8SS888S8SS8S88SS8S8888SS^S28S8888SS8SS Sérstök deild í blaðinu 4o*oé_>#^«G«o#o<*oéo*otao*o*o#o#o«K3éoéo»oéo«o«o«o»o*o SOLSKIN YFIE ÁNA. Veður var heitt og mollulegt, en ekki sá til sólar. Kýrnar frá Tungu voru á beit niður við ána, en þá komu kýrnar frá Hvarfi alt í einu að ánni hinum megin, og bauluðu hátt. Húsmóðirin bað okkur Steina fyrir hvern mun að sækja kýrnar, áður en þær fa>ru yfir ána. Við hlupum eins og fætur toguðu niður að ánni, tn vorum samt ekki nógu fljótir. Kýrnar voru í miðri ánni, þegar við komum að henni. Við stóðum nú þarna á bakkanum ráðalaus- ir og' treystum okkur ekki til að vaða yfir ána, því að hún var djúp. Við orguðum á eftir belj- unum, og hótuðum þeim öllu illu, en þær sneru ekki undir eins við, en þær vingsuðu bara liölun- um, jiegar þær komu upp úr áíini, og lötruðu síð- an suður eftir árbakkanum, með kúnum frá Hvarfi. Við stukkum út í ána; það var farið að f júka í okkur; Steini stóð í sannleika strauminn af mér, því að hann var fyrir ofan mig í ánni. Áin dýpk- aði smátt og smátt, svo að okkur fór nú að renna rciðin. Við fórum hægt og grstilega. Við viss- um, að erfitt mundi okkur veitast að standa upp aftur, við mistum fótanna á annað borð. Þarna stóðum við nú í miðri ánni og höfð- um ekki svo mikið sem prik til að styðja okkur við. Vatnið var orðið svo djúpt, að okkur fanst eins og við værum þá og þá að lyftast frá botn- inum. Þá fór nú að vandast málið. Við þorðum ekki að halda áfram, því að ef áin hefði dýpkað minstu vitund, þá var úti um okkur. Við ætluð- um mí að snúa við; en það var orðið um seinan. Ef við hefðum reynt það, mundi straumurinn óðar hafa kastað okkur flötum. “Ó, Guð hjálpi okkur,” sagði Steini, og það var auðheyrt, að þessi bæn var borin fram í ein- la;^ni hjartans. “Vertu sæl, elsku mamma mín!” sagði eg í hálfum hljóðum, því að eg bjóst nú eins við, að eg fengi aldrei að sjá mömmu mína framar í þessu lífi. Þama stóðum við steinþegjandi í miðri Víðidalsá og störðum á bláan strauminn. Ó! hvað það er sárt fyrir unga og f jöruga drengi að horfast í augu við dauðann, meðan lífið brosir enn við þeim og heimurinn er svo bjartur og fag- ur í augum þeirra. Þetta fengum við Steini að revna nú. Við ásettum okkur loksins að halda áfram í Guðs nafni, hvað sem við tæki. Við gripum dauðahaldi hvor í annars hönd. Þeim tökum ætl- uðum við ekki að sleppa, þó að straumurinn kast- aði okkur um koll, því þá ætluðum við að leiðast alla leið inn í land hins eilífa morgunroða, alla leið inn í paradís. Við héldum nú hægt áfram og reyndum að skorða fæturna á milli hálla steinanna í botnin- um. Eg lofaði Guð í liuganum, þegar eg fann að ána fór að grynna. Eftir litla stund vorum við komnir heilu og höldnu yfir ána. Við lilup- um nú suður árbakkann, og vatnið bullaði upp úr .skónum okkar. \ Þegar við fundum kýrnar, rákum við þær beint af augum út í ána þar sem hún var lítt fær; en við Steini vorum hvergi smeykir. Þegar fyrsta kýrin fór út í ána, tók eg undir mig stökk mikið og greip báðum höndum í lialann á lienni. Steini var ætíð þar í orustu, sem hættan var mest, svo að hann beið þangað til síðasta kýrin fór lit í ána; þá greip liann í halann á lienni. Eg vissi ekkert hvað Steina leið; en það er af mér að segja, að eg misti fótanna óðara en eg kom út í ána og fór allur í kaf, upp undir höku. Svona maraði eg í kafi alla leið yfir ána. “Þetta var gaman!” sgði Steini, þegar við komum upp úr ánni. “Eg kom ekki nema ein- stöku sinnum við botninn.” “Eg kom aldrei við botninn,” svaraði eg; “meira gaman var það.’L Þegar við komum heim með kýrnar, kallaði húsmóðirin á okkur inn í búr og £af okkur fló- aða mjólk. Síðan fór hún að aumka okkur, fyr- ir hvað við værum illa til reika, og bað okkur blessaða að vaða aldrei oftar yfir ána. “0, það er enginn verri, þótt hann vökni,” svaraði Steini. “En þið getið líka farið ykkur að voða,” sagði húsmóðirin með ákefð. “Það er ekki fyr- ir börn að vaða yfir hana Víðidalsá.”—Berskan. BÆNHEYRSLA. Æ'rnar mínar runnu í halarófu á undan mér upp holtin. Eg gekk liægt á eftir þeim, með nestispokann minn á öxlinni og Passíusálmana í barminum. Mamma míu hafði gefið mér þá* og raér þótti svo undur-vænt um þá. Þegar eg var kominn þangað, sem eg var vanur að lialda fénu á beit, settist eg niður á mosavaxna þúfu og leysti af mér nestispokann. Þessi dagur var einn hinn unaðslegasti allra þeirra, sem eg lifði meðan eg var smali. Morg- undöggin blikaði himinskær á maríustökkunum. Eg horfði ýmist á fljúgandi fiðrildin og brosandi blómin, eða eg rendi auga yfir ærnar mínar, þar sem þær dreifðu sér um lynggróna holtjaðrana og ljósgrænar lautirnar. Hálsinn var víði vax- inn, og kom eins og ölduhreyfing á grasið, þeg- ar morgunblærinn andaði á það. Þarna voru líka liingað og þangað iðgræn dý, með svalandi upp- sprettuvatni, svo að ekki þurftu ærnar mínar að vera þyrstar; enda voru þær spakar. Eg vildi nú fara að gera mér eitthvað til skemtunar; tók eg því nokkur ýsubein upp úr vasa mínum, sem eg eg hafði haft rneð mér, og Fyrir börn og ungiinga 8SSSS!i5SSS!S!8SS?SSsSiS8!S%r4S»i8S&SsSSWiSSSS fór að smíða fugl úr þeim með vasahnífnum mínum; en alt af var eg samt með hálfan liug- ann hjá ánum míunm. Enginn, ,sem ekki þekkir það af sjálfs sín reynslu, getur gert sér í hugarlund, hve þung byrði liggur á hjarta ungs smaladrengs, sem vill stunda verk sitt með dvgð og trúmensku. Eng- inn veit, hve tárin hans eru heit og beisk, þegar hann vantar eitthvað af ánum sínum, l>ó ekki sé nema ein. Enginn veit, hve mikið hann tekur út, þegar hann verður að liíma klæðlítill yfir fénu úti í stormi og rigningu, frá morgni til kvölds. Enginn veit, hve kalt augnaráð eða vanþakklátt orð getur sært hjarta hans, þegar hann loksins kemur heim á kvöldin. Enginn veit, hvað hann er dapur, þegar hann verður að fara aleinn á sunnudagsmorgnana upp á háls eða upp í fja.ll, þegar aílir aðrir mega lifa og láta eins og þeir vilja. Enginn sér þetta né skilur til fulls— nema Guð. Enginn getur lieldur gert sér í hugarlund, hvað smaladrengurinn er glaður, þegar alt leik- ur honum í lyndi; þegar allar ærnar eru vísar, og veðrið er fagurt; þegar tekið er á móti honum með alúð og nærgætni á kvöldin, þegar hann kem- ur heim. Enginn veit, hvað einveran getur oft og tíðum verið lionums æl, þegar hann er að leika sér, þegar hann skoðar fegtirð nittúrunnar, þeg- ar hann lítur upp til himins, í hljóðri bæn. Eng- inn sér þetta né skilur til fulls, — nema Guð. Það var kominn miðaftan ,og eg hafði ekki gefið mér enn tíma til að lesa í Passíusálmunum mínum. Eg tók þá því úr barmi rnínurn og fór að lesa. Það var ekki í fyrsta sinn, að blessaðir Passíusálmarnir veíttu mér hugsvölun og fró í hjásetunni. Eg fór að liugsa um, livað mamma mín liefði \ erið góð, að gefa mér Passíusálmana; en þegar eg liugsaði um mína elskulegu móður, fvltist hjarta mitt djúpri og brennheitri þrá. Mig laug- aði svo til að sjá hana, varpa mér í ástríkan faðminn liennar og kyssa hana. Hún var selráðs- kona í Miðhópi þetta sumar. Mér fanst svo langur tími vera liðinn, frá því að eg hafði séð hana. Eg mintist hennar á hverju kvöldi, þegar ég var lagstur út af át koddann, en þá mundi eg líka eftir því, sem hún sagði, þegar hún kvaddi mig. Hún sagði, að eg ætti að elska frelsara minn, og vera gott barn. Síðan kysti hún á tár- votan vangann á mér. “í dag er laugardagur, og á morgun er sunnudagur; þá geta allir fhrið, hvert sem þá langar til. En eg? Hér verð eg að híma aUan daginn uppi á liálsi, og fæ ekki að finna þig, elsku mamma mín! Ætli það sé til nókkurs, að biðja þig, Drottinn minn og frðlsari, að lofa mér að finna hana mömmu mína á morgun ? — Nei, nei, það er ekki til neins. Það mundi enginn vilja sitja lijá ánum fyrir mig, og svo liefi eg engan hest. — Ó, Guð minn góður, en mig langar þó svo mikið til þess.” Eg greip báðum liöndum fyrir andlitið og lagðist á bæn. Hafi eg nokkurn tíma bcðið heitt, þá bað eg heitt í þetta sinn. En nú kemur atvik, sem eg gleymi aldrei á meðan eg lifi. Eg var ekki fyr staðinn upp, en eg sá hvar maður kom hlaupandi suður eftir hálsinum. Hann var ekki nema örfáa faðma frá mér, og eg sá, að liann bar beizli á handleggnum. Eg flýtti mér að þerra af mér tárin. Nú þekti eg manninn; það var hann Mangi frá Vald- arási. Haun kastaði á mig kveðju og mælti: “ílg kom að Tungu áðan, og Ögmundur kaupa- maður biður þig að koma heim með hann Grána sinn, í kvöld, því að hann ætlar að ríða austur í Vatnsdal snemma á morgun. Svo átti eg að segja þér að koma lieim með Rauð líka, því að þú átt að fá að fara með honum út að Miðhópi, að finna hana mömmu þína, en Steini ætlar að sitja hjá ánum fyrir þig.” Um leið og liann slepti síðasta orðinu, rétti hann mér beislið og snæri, sem liann liafði haft í vasa sínum. Síðan hljóp liann skáhalt niður hálsinn og niður eftir mýr- unum. Eg stóð enn þá í sömu sporum og starði orð- laus af undrun og fögnuði á eftir þessurn bless- aða boðbera friðarins og hamingjunnar. Eg fór blátt áfram að gráta af gleði og lofaði Guð fyrir það, að hann skyldi liafa heyrt bæn mína svona fljótt. Loks var eins og eg vaknaði af draumi. Eg sá, að það var kominn tími til að reka æruar heim. Eg sá það á því, hvað sólin var farin að lækka á lofti, og skuggarnir sögðu mér það. Eftir dálitla stund var eg kominn heim á kvíaból með ærnar mínar og báða hestana. Eg reið svngjandi á harða stökki, yfir holt og hæðir, mýrar og keldur, og kunni mér ekki læti, ]>ví að eg hlakkaði svo mikið til morgundagsins. Sólin var að gægjast upp undan fjallinu, l>egar við Ögnmndur lögðum af stað morguninn eftir. Ó, hvað Víðidalurinn var fagur þá! Sól- skinið færðist smátt og smátt yfir vcsturhelm- ing dalsins og elti hoppandi skuggann, sem enn huldi austurhelminginn. Þarna rann áin í fögr- um bugðum, speglandi í sér- morgungeislana, og þarna sló sólin gullnum roða á hið fagra og ein- kennilega Borgarvirki. Blár reykur leið beint upp í loftið frá hverjum bæ, því það var blæja- logn. Ögmundur kvaddi mig við túngarðinn í Mið- hópi og reið austur í Vatnsdal, en eg hélt áfram beuia leið upp í selið, þar sem mamma mín var að búa til smjör, skyr og osta úr mjólkinni. Mér fór að hitna um hjartarætur, þegar eg sá selið álengdar. Eg vissi, að þar var mín góða móðir, sem hafði kent mér svo margt gott og fag- urt. Mér blandaðist ekki hugur um, að hún væri bezta manneskjan undir sólunni. Ó, hvað eg hlakkaði nú til að sjá hana! Eg flýtti mér af baki og liljóp inn í selið. Þar stóð mamma mín á miðju gólfi, innan um mjólkurtroginu. Svitinn bogaði af enninu á henni, því að hún varð að sinna mjólkinni eins fyrir því þó að sunnudagur væri. Eg varpaði mér í útbreiddan faðminn á hneni. Hvín þrýsti móð- urástarinnar brennandi kossurn á vanga minn og vafði mig að .brjósti sínu. “Guði «é lof!” sagði mamma 'brosandi. “Eg átti ekki von á þér núna, elsku drengurinn minn. ’ ’ “Eg er nú samt kominn, mamma mín,” svar- aði eg, frá mér numinn af fögnuði.—Bernskan. Dijgðir Franklins. Benjamín Franklin skifti hinu góða, sdm hann ætlaði að innræta sér, í 13 dygðir. Spar- neytni. (Borðaðu ekki þangað til þú linast upp; drektu ekki þangað til þú ræður þér ekki: Þag- mælsku. (Talaðu ekki annað en það, sem getur orðið þér eða öðrum til nota.) Reglusemi. (Lát hverja sýslan hafa sinn tíma, hvern hlut sinn sta^.). Fastrœði. (Einsettu þér að gera það, sem þú átt að gera, og framkvæmdu nákvændega það, sem þú einsetur þér.*) Sparsemi. (Eyddu engu, nema það sé þér eða öðrum að gagni, engu til ónýtis.) Iðni. (Eyddu ekki tímanum til ó- nýtis, hafðu ávalt eitthvað fyrir stafni, hafstu aldrei neitt óþarft að.) Einlœgni. (Vertu lireinn og ráðvandur í huga og talaðu samkvæmt því.) Réttsýni. (Gjör engum mein mcð rangindum, né með því að láta velgjörðir falla niður, sem þér er skylt að veita.) Hófsemi. (Forðastu hvað of er eða van). Þrifnað. Jafnlyndió (Láttu aldrei smámuni bíta á þig, né vénjulega atburði, sem ekki má forðast). Skírlifi. Auðmýkt. Hann sá bráðlega, að hann mundi ekki fá y a n i ð sig á dygðir þessaiK í einu, þess vegna ásetti hann sér að venja sig á eina í senn, og þeg ar hann væri orðinn nokkurn veginn tarnur lienni þá að byrja á annari. Af því lionum skildist, að ein dygð mundi beina veg til annarar, þá raðaði hann þeim eins og fyr var sagt, því sá sýndist lionuin beinasxi vegurinn. Síðan bjó hann sér til kver, strikaði á hverja síðu sjö langstrik og 13 þverstrik og skrifaði vikudaganöfnin efst milli langstrikanna, en dygðanöfnin niður frá milli þverstrikanna. Þannig hafði hann reit harida sérhverri dygð á hverjum degi vikunnar og merkti liann í hverjum eit hversu oft á dag honum varð á að gleyma hinni tilteknu dygð. Hvert kveld liélt hann svo reikning við sjálfan sig um hinn liðna dag. — Unga Island. Sitt af hverju. 1 dýragarðinum í London dó í vetur (1906) elzta dýrið þar í garðinum. Það var skjaldbaka, sem var tekin á Galapagoseyjunum, er Spánverj- ar fundu þær. Hún var talin um 400 ára gömul. A sínum beztu dögum át hún grænmeti á við kú. Arið 1905 var gull það, sem grafið var úr jörðu víðsvegar um lieim 129,961 miljón króna vjrði. , það var 10,518 miljón króna meira en ár- ið áður. — Mesta gulland í heimi þá var Trans- vaal, því þaðan kom fjórðungur alls gullsins. — TJnga Isl. Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 2/«-220 MEDICAIi ARTS BDDO. Oor. Gratmm and K(-nn(xIy Sts. Phone: A-7067 Offlce ttmar: 2—3 Heimllt: 776 Vietor St. Phone: A-7122 Winnlpeg;, Manitoba DR. O. BJORNSON 216-220 MEDICAIj ARTS BIjDG. Cor. Graharu and Kennedy Sta. Phone: A-7067 Office timar: 2—3 * Helmili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manltoba DR. B. H. OLSON 216-220 MEDICAIj ARTS BIjDG. Có'r. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-7067 VifStaletmi: 11 —12 og 1—5.30 Hehnili: 723 Alverstone St. Winnipeg, Manitoba DR J. STEFANSSON 216-220 MEDICAD ARTS BIjDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Stundar augna, eyrna, nef o« kverka sjökdóma.—Er a8 hltt* kL 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Talsími: A-1834. Ileimili: 373 River Ave. Tals. F-2691. THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrifstofa: Room 811 MoAlttan BuUding. Portage Ave. P. O. Box 165« Phones: A-6849 og A-684« DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd Building Oor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaalega berklasýki og aSra lungnasjúkdóma. Er a8 finna á ekrifstofunní kl. 11—12 f.h. og 2>—4 e.h. Sími: A-3521. Heimili: 4 6 Alloway Ave. Tai- sími: B-3158. DR. A. BLONDAL 818 Somarset Bldg. Stundar sérst&klega kvenna og barna sjúkdóma. Er a8 hitta frá kl. 10—12 f. h. 3 til 5 e. h. Office Phone N-6410 Heimlli 806 Victar 8tr. Sími A 8180. DR. Kr. J. AUSTMANN 848 Somerset Blk. Viðtalstími 7—8 e. h- Heimili 469 Simooe, Office AJ2737. res. B-7288- DR. J, OLSON Tannlæknir 216-220 MEDICAIj ARTS BIjDG. Cor. Graliam and Kennedy Ste. .Talaími A 3621 Heimili: Tals. Sh. 3217 J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald 8t» TaLsími: A-S889 Skrítlur eftir Wessel. Skilið á annan veg.—“Eg læt raka mig í Kanúkagötu,” sagði A. jústisróð við W., “en hvar evuð þér rakaður?” — “I andlitinu,” svar- aði. W. BreytUeg veðrátta. — Frændi W. frá Nor- egi heimsótti liann eitt sinn, er miklar rigningar gengu.—“Rignir altaf svona hjá ykkur!” spurði gesturinn. — “Ó, nei, það snjóar líka stundum.” Sern á himwum. — Eitt sinn, er þröngt var í búi hjá W., mætti honum maður, sem spurði hann hværnig liði heima hjó honum. — “Eins og í himnaríki,” sagði W. — “Hvernig þá?” — “.Tá, þar er hvorki etið eða drukkið.” Hœttulcg lækning.—Læknjr nokkur, er liafði gefið W. Ivfseðil, kom til hans eftir nokkra daga til að vita um heilsu lians. “Þér hafið þá farið uákva'mlega eftir lyfseðlinum mínum?” — “Nei, |iað varaðist eg—því að hann datt út um glugg- ann á þriðja lofti. Heimspeki.—“Getið þér sagt mér heimspeki- leg sannindi, sem almenningi er torvelt að skilja í fljótu bragði?” spurði embættismaður nokkur W. — “Velkomið,” s.varaði W. “Það er beisk tilfinning, að vera svo^ hungraður að vita ekki fyrir þorsta hvar sofið verður.” Hringdans.—pNokkrir vinir W. hittu hann kveld j?itt þar sem hann stóð á miðri götu með útidyralykilinn í hendinni og otaði honum í allar j óttir í kringum sig. — “Hvern þremilinn ertu að gera W. ?” spurðu þeir. — “Sjáið til, eg hefi' staðið hér í hálftíma nieðan húsin hafa hlaupið í j kringum mig, og nú bíð eg eftir, að mitt hús fari ■ fram hjá, svo að eg geti snielt í það útidyralyklin- um í tæka tíð.” — Unga Island. Vér leggjum sérstaka ðiierzlu & að sclja meðul eftir lorskriftum lækna. liln beztu lyf. scm liægt er að fð eru notuð eingönfíu. . pegar þér komlð með forskrliftum tll vor megið þjer vera viss iun að fá rétt það sem lækn- Irinn tekur 111. COIjCIjEUGH & CO., Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-7659—765» Giftingaleyfisbréf seld Munið Símanúmerið A 6483 og pantiS meSöl y8ar hjá oss. — Sendi8 pantanir samstundis. Vér afgreiSum forskriftir me8 sam- vizkusemi og vörugæSi eru óyggj- andi, enda höfum vér magrra ára lferdómsríka reynslu aS baki. — Allar tegundir lyfja, vindlar, Is- rjómi, sætindi, ritföng, tóbak o. fl. McBURNEY’S Drug Store Cor Arlington og Notre Dame Ave J. J. SWANSON & CO. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 808 Paris Bldg. Phonee. A-6349—A-6310 Giftinga og i i / JarOarfara- plom með litlum fyrirvara Birch blómsali S16 Portage Ave. Tal«. B726 ST IOHN 2 RtNG 3 W. J. IjINOAL, j. h. lindad B. STEEANSSON Islenzkir lögfræöingw 3 Honie Investment Buildlng 468 Main Street. Tals.: A 49SS þelr hafa einnig skrifstofur a8 Lundar, Riverton, Gimii og Pinoy og eru þar af bitta ft eftirfylgj- andi timum: Lundar: annan hvern mlSvikudag Riverton: Eyrsta fimtudag. Gimllft Fyrsta miBvlkudag Piney: þrlBja föstudag i hverjum mftnuBl s ARNI ANDERSON ísl. lögmaður í félagi við E. P. G&rtand Skrifst.: 801 Electric Rail- way Ohambers Talsimi: A-2197 A. G. EGGERTSSON LL.B. ísl. lögfræðmgur Hefir rétt til að flytja mál bæði í Man. og Sask. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Phon«: Garry 2616 JenkinsShoeCo. •89 Notre Dam* Avenue A. S* Bardal «43 Sherbrooke St. S«Iui líkkistui og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfresn- ur selur hann alskonar minnisvarfta og legstema. Skrifst. MiniiiU N 4098 Heimilis talidmi N f 807 EINA ÍSLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin í borginni Hér þarf ekki a8 bI8a von úr vitl. viti. Vinna öll ábyrgst og leyst af hendi fljótt og vel. J. A. Jóhannsson. 644 Burnell Street F. B-8164. AS baki Sarg. Fire Hal John Christopherson, 6.A. Barrister, Solicitor*, Notary PubUc, etc. DOYLE, COSTIGAN and CHRISTOPHERSON Al5 Somerset Bldg. Phone A-1613 VVinnipeg ralsímar: Skrifstofa: HeirnUi: .... N-6225 A-7996 HALLDÓR SIGURDSSON General Contractor 808 Great West. Perm. Loan Bldg. 356 Main St. JOSEPH TAVLOR LÖOTAK8MAÐUR Heámlliatals.: St. Jotan M44 Skrifstofn-TWa.: A«5M Tekur lögtnkl b«e«l h«salelgvwkuU% reSakuldlr. vtxinalfuldtr. Afgr«UHr ll ■em a« lögum ljtur. Skrllatofa 2M Main 3tw« Verkstofn Tals.: Heima Tala.: A-8383 A-9384 G. L. STEPHENSON Plumber Allskonar rafmagnsftliöki, svo sem straujárn víra, allar tcgundlr af glösum og aflvaka (batteries) Verkstofa: 676 Home St. Phone B-4558 TU taks A öUum tímnm. Exchanqe Auto Transfer Co. Flytja Húsgögn og Pianos Annast flótt og vel um allar teg- undir flútninga; jafnt 1 nótt sem nýtum degi A. PRUDEN. Eigandi 572 Sherbrooke St. Winnipae

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.