Lögberg - 13.12.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.12.1923, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. DESEMBER 1923. Eg held þ ví sem eg hef “Nei.” “pá þarf lávarðurnn ekki annað en temja sér þolinmæði og bíða eftir Due Retum. J7að er enginn vafi á að hann gerir það.” “J?að er enginn vafi á því,” sagði eg. Við vorum nú komnir fast að húsdyrum skrifarans. “Gangi þér vel við Pasahegh-Indí- ánana,” sagði hann og geyspaði aftur. “Jæja, eg fer að sofa. Dreymir þið nokkumtíma, kaf- teinn Percy, Mig dreymir aldrei. Eg hefi svo góða samvizku. En ef mig dreymdi, þá mundi mig dreyma um ítalskan lækni.” iHurðin féll aftur og huldi rauða andlitið á honum og f jörlegu augun. Eg gekk hratt heim að prestshúsinu. pað var hálfdimt enn og þokuslæðingur lá yfir garðinum og húsinu. Eng- inn var kominn þar á fætur. Eg gekk í gekk í gegnum garðinn og að hesthúsinu og vakti Diccon. “Legðu á þann brúna undir eins,” skipaði eg. “Paspahegh Indiánarnir era að gera óeirðir og eg ætla að fara með Rolfe til að jafna sakir við þá.' “Á eg að koma með þér herra?” spurði hann. Eg hristi höfuðið. “Við höfum tólf menn,” sagði eg, ”og við þurfum ekki fleiri.” Eg skildi við hann þar sem hann var að leggja á hestinn og gekk inn í húsið. í ganginum hitci eg Angelu, sem var að bera nýtt sef á gólfið, og skurði hana, hvort húsmóðir hennar væri sofandi enn. Hún svaraði því játandi á linri ensku, sem var blönduð spönsku. Eg gekk til herbergis míns og tók þar vopn mín, svo hljóp eg upp á loftið og inn í hið þægilega herbergi, þar sem séra Jeremías bjó, umkringdur af öllu því sem sál hans fyrrleit mest. Hann var þar ekki. Niðri hitti eg Mrs Allen, ráðskonua. Presturinn var sóttur fyrir einni klukkustund,” sagði hún. “pað liggur maður fyrir dauðanum í Archers Hope. peir sendu bát eftir honum, og hann kemur ekki aftur fyr en eftir hádegi.” Eg hljóp fram hjá henni og út í hesthúsið. Sá brúni var söðlaður og Diccon hélt í ístaðið fyr- ir mig að stíga á bak. “Gangi þér vel að eiga við þá, kvikindin þau arna,” sagði hann. “Eg vildi að eg gæti farið líka.” pað var bæði þrái og söknuður í róm hans. Eg vissi að hann hafði yndi af hættunni rétt eins og eg, og minningin um hættur, sem við höfðum staðið í báðir saman, gerði okkur hvom öðrum nánari en við höfðum lengi verið. “Eg tek þig ekki með mér,” sagði eg, “vegna þess að eg hefi þörf á að þú sért hér. Séra Sparrow er farinn að sitja hjá deyjandi manni og kemur ekki aftur fyr en eftir margar klukku- stundir. pað er ómögulegt að segja hvað lengi eg kann að verða í burtu. pú átt að gæta húss- ins og garðsins ve] þangað til eg kem heim aftur. pú skilur hvað eg á við. Húsmóðir þín á ekki að verða fyrir ónæði frá neinum.” “Eg heyri það.” “Og eitt enn þá. Við vorum eitthvað að tala um það í gærkvöldi, að eg færi með henni út í skóg. Segðu henni þegar hún vaknar, að mér þyki fyrir því, að hún verði að missa af þeirri skemtun, og að hún geti ekki farið þangað jafn- vel nú, þó að eg væri sjálfur í för með henni.” “pað er engin hætta á Indíánum þar,” sagði hann. “pað vUl nú svo til,” sagði eg, “að þeir eri ekki einu óvinimir, sem eg á,*’ svaraði eg þurlega. “Gerðu eins og eg segi þér mótmælalaust. Segðu henni að eg hafi góða ástæðu, til að óska þess að hún fari ekki út úr húsinu fyr en eg keip aftur. Út úr garðinum á hún hreint ekki að fara.” Eg tók taumana og hann vék sér frá hestinum. þegar eg var kominn fáein skref frá honum, stöðv- aði eg hestinn, snéri mér v*ð og leit til hans yfir döggvott grasið. “Eg treysti þér, Diccon.” sagði eg. — Hann roðnaði. Svo lyfti hann upp hendinni og gaf okkur gamla hermannakveðju. “Eg skil það kafteinn,” svaraði hann, og eg reið burt á-» nægður. 13. Kapítuli. Eftir einnar klukkustundar reið komum við að víginu i skóginum, sem var miðja vegu milli hvítra manna bygðarinnar í Paspahegh og Indí- ána þorpsins Við fundum þar setulið, sem hafði njósnara úti. Menn töluðu þar fremur auðvirði- lega um útbúnað Indíánanna, svarta litinn, sem þeir bám á sig og þorpið, þar sem alt var í upp- námi. Meðal þeirra, sem þar voru, var Chanco hinn kristni. Eg kallaði á hann og hlustaði á frá- sögu hans með vaxandi óróleika. “prjátíu her- menn!” sagði eg, er hann hafði lokið máli sínu, og þeir hafa Iitað sig bæði gula og svarta. pað á þá að verða stríð þangað til að aðrir hvorir tapa. Og þeir ætla að fara að dansa herdansinn. pað er kominn tími til að við förum að reyna að stiila til friðar í þessu ófriðarbæli ef við eigum að gera það. Svo ávarpaði eg alla þá sem í víginu voru. Við erum að eins tólf,” sagði eg, “og það má vel vera að þeir snúist á móti okkur og hreki okkur aftur á bak. Ef þeir gera það þá berjast þeir sem eftir verða af okkur með ykkur her. “Gefið gætur að ykkur og hafið menn reíðu- búna til úthlaups. Áfram piltar.” “Heyrðu mig eitt augnablik, kafteinn Percy,” sagði Rolfe. “Hvar er keisarinn, Chanco?” Fyrir fimm sólarhringum var hann hjá prestunum i Uttamussac,” svaraði Indíáninn. “í ■ V gær þegar sól var hæðst á lofti, var hann hjá Chicahominy-flokknum. Hann situr þar enn í góðu yfirlæti. Chikahominingar og Powhatanar hafa samið frið með sér.” “pað þykir mér slæmt að heyra,” sagði eg. “Eg var óhultari um mitt eigið höfuðleður meðan þeir voru að flá höfuðleðrin hverjir af öðrum ” “Eg ráðlegg þér að fara beint til Opechancan- ough,” sagði Rolfe. “Eg er sammála um það,” sagði eg, fyrst hann er ekki nema fimm mílur burt.” Við yfirgáfum vígið og rjóðrið í kringum það og lögðum af stað inn í þéttan skóginn. í þess- um frumskógum eru trén ekki mjög þétt, en fléttu- jurtir renna alstaðar á milli þeirra. par var lít- ill kjarrgróður, svo að okkur sóttist ferðin furðu vel. Rolfe og eg riðum góðan spöl á undan mönnum okkar. Sólin var farin að skína í gegn- um lægri greinarnar á trjánum og þokan var að hverfa. Skógurinn á allar hliðar, fyrir ofan okkur og undir hófum hestanna, var gulur sem gull og rauður sem blóð. Eftir langa þögn spurði eg: “Rolfe leggur þú nokkuð upp úr því sem Indíánarnir segja um Opec- hancanough ?” “Að hann hafi að eins verið uppeldisbróðir Powhatans ?” “Að hann hafi fyrir mörgum árum komið sem ílóttamaður til Virginiu úr einhverju undralandi langt héðan í burtu í suðvestur.” “Eg veit það ekki,” svaraði hann hugsandi. Hann er líkur og þó ólíkur fólki því sem hann drotnar yfir. Vald sálarinnar skín úr augum hans; og andlitsfall hans er göfugmannlegra.” “Og hjarta hans er myrkara,” sagði eg. “Hann er undarlegur og slægur villimaður.” “Já, bæði undarlegur og slægur, það skal eg kannast við,” svaraði hann, “þótt eg sé ekki á þinni skoðun með það, að vinátta hans við okkur sé ekkert nema uppgerð.” “Hún er það, hvort sem þú trúir því eða ekki,’’ sagði eg. Hið dökka, rólega og kuldalega andlit er gríma, og undrunin, sem hann lætur í ljós við að sjá hesta, vopn, byssur og bláar glerperlur, er ekkert nema uppgerð. Eg er þeirrar skoðunar, að hann svifti af sér grímunni einhvem góðan veðurdag . Hér erum við þá komnir að þorp- inu.” Ferðinni hafði verið heitið til Pasphegh þorps- sins, en ekki Chickakomininga, þangað til við vor- um búnir að tala við Chanco hinn kristna. Okk- ur hafði skilað vel áfram síðan við fórum frá víg- inu. “Og nú hittum við fyrir okkur höfðingja þorpsins og hans helztu menn, innan í hinum venjulega mórberjahring, og tóku þeir á móti okk- ur með sínum venjulegu villimannalegu siðvenjum. Við vorum fyrir löngu orðnir sannfærðir um, að bæði fuglar og fiskar væru sendiboðar til Indíán- anna. Höfðinginn tók á móti okkur með viðeigandi viðhöfn; hann færði okkur gjafir í fiski, villi- dýraketi og kökum, sem búnar voru til úr möluð- um hnetum; tólf ungir menn dönsuðu fyrir okk- ur hálf klunnalega og með djöfullegum óhljóðum. Svo fór hann með okkur inn í þorpið, samkvæmt skipun okkar, og að kofanum sem stóð í því miðju. par voru saman komnir hermenn Opechancanoughs og menn frá Orapax og Uttafnussac og Werovoc- omoca, sem höfðu verið v&ldir sökum þess, að þeir voru bæði hraustir og slægir; en undir rauðu kvoðutré sátu konur hans á jörðinni; þær höfðu litað hörund sitt, og löngum perluböndum og koparskrauti var vafið um hálsana á þeim. par fyrir utan stóðu konur og böm Indíánanna, og um hverfis okkur öll var rauðleitur skógurinn. Teppinu sem hékk yfir kofadyrunum var lyft upp og Indíáni kom út úr honum og bauð okkur velkominn með handabendingu. Hann var Nantauquas, bróðir Rebekku og sá eini af Indí- ánunum, sem mér geðjaðist vel að, að undantek- inni hinni látnu systur hans. Hann var að vísu villimaður, en hann var hugrakkur, kurteis og trúr eins og nokkur kristinn riddari hefir verið. Rolfe hljóp af baki, til þess að ganga á mótl hinum unga höfðingja, og faðmaði hann að sér. Nantauquas hafði oft verið hjá systur sinni í Warina, meðan hún var þar og naut sælunnar, áður en hún fór hina óheppilegu ferð til Eng- lands með Rolfe. Rolfe þótti vænt um hann bæði hennar og hans vegna. “Eg hélt að þú værir í Orapax, Nantauquas!” hrópaði hann. “Eg var þar, bróðir minn,” svaraði Indíán- inn. Rödd hans var þægileg, djúp og alvarleg eins og rödd systur hans. “En Opechacanough vildi fara til Uttamussac til musterisins og kor:- unganna dauðu. Eg er foringi herflokka hans nú, og eg kom með honum. Hann er hér inni nú, og hann æskir þess að bróðir minn og kaf- teinn Percy gangi inn til sín.” Hann lyfti upp fyrir okkur tjaldinu og kom inn á eftir okkur. pað var hinn vanalegi rang- hali að ganga inn um og það þurfti að lyfta upp mörgum teppum hverju eftir annað. Loksins komum við þó inn í aðalherbergið og fundum manninn sem við vorum að leita að. sterkum rauðum bjarma í hálfrökkrinu, s i berberginu. Birtuna Iagði stundum í ímar í hvirfilhári hans, stundum á þ perlufestina, sem hann hafði um hálsinn, um á hmfinn og öxina, sem héngu við bell sem var ur silkimjúku grænu grasi, og sl skein hún á 'otursskinnskápuna, er hékk ni herðum hans og var dregin yfir hnén. inn maður vissi hve gamall hann var. J sagt, að hann væri eldri en Powhatan, o hatan var æfagamall, er hann dó. En hi ut ems og maður á bezta aldri; hann var legur í vexti, hörund hans var slétt og voru ánor. Hann virtist varla ver* tutti um eldn en Nantauquas, þegar hann st til að heilsa okkur og stóð við hlið hans Erindi okkar var þannig farið, að það þoldi enga bið. Við biðum eins rólegir og við fram- ast gátum þangað til hin langa ræða hans, sem hann bauð okkur velkomna með, var á enda. Rolfe sagði honum í eins fáum orðum og honutn var unt frá umköstunum út af framferði Paspa- heghanna. Indíáninn hlustaði og svaraði með málrómi, sem ávalt minti mig á kaldan kyrran og botalausan hyl undir slútandi klettum. “Bræð- ur mínir geta farið í friði. Paspahegharnir hafa þvegið af sér svarta litinn. Ef bræður mínir fara til þorpsins þá munu þeir finna friðarpíp- una til reiðu handa þeim að reykja.” Við Rolfe horfðum hvor á annan. “Eg hefi sagt Paspaheghunum, að eg sé vinur hvítu mannanna og að hvítu mennimir séu Indíánunum vinveittir. Eg hefi sagt þeim, að Memattanow hafi verið morðingi og að það hafi verið rétt að hann dæi. peir láta sér það nægja. porpið er eins kyrt og þetta dýr við fætur mér.” Hann benti á tamið pardusdýr, sem lá við fætur hans. Mér fanst samanburðurinn vera ills viti. Við Iitum báðir ósjálfrátt á Nantauquas. “pað er satt,” sagðj hann. “Eg var rétt núna að koma frá þorpinu Eg flutti þeim orðsend- ingu Opechancunoughs.” “Fyst þéssu er öllu lokið, þá getum við far- ið heim,” sagði eg stóð upp. Við hefðum auð- vitað getað sigrað Paspaheghana með annari hendi og. gefið þeim ráðningu, sem þeir hefðu ekki gleymt fljótt, en við komum til Opechancan- ough af eintómri góðvild til þeirra og til þess að komast hjá óþægindum sjálfir. Landstjórinn þakkar honum fyrir aðstoð hans í þessu lítilræði.” pað brá snöggvast fyrir brosi á andliti Indí- ánans, sem hvarf jafnskjótt aftur. “Elskar ekki Opechancanough hvítu mennina?” sagði hann. “Hann mun einhverntíma gera þeim meiri greiða en þetta.” Við fórum út og yfirgáfum hinn dökkleita keisara, stigum á bak og fórum burt úr þorpinu, frá fólkinu með lituðu andlitin, gulu móberjunum og rauðu kvoðutrjánum. Nantauquas fór með okkur Hann fylgdi með hesti Rolfs og gaf okk- ur við og við upplýsingar um hitt og annað í skóg- inum með sinni djúpu, hljómfögru rödd. pegar við komum að víginu fengum við staðfestingar á orðum keisarans. Sendiboðar höfðu komið frá Paspaheghunym og það var búið að reykja úr friðarpípunni. Njósnararnir sögðu líka, að öll- um ófriðar undirbúningi væri lokið í þorpinu. par var aftur komin kyrð, sem átti vel við þoku- kenda og mollulega veðrið. Við Rolfe héldum stutta ráðstefnu. pað virtist sem öllu væri óhætt, en samt var mögulegt legt að brögð væru í tafli. Að lokum sýndist okkur ráðlegast, að hann yrði eftir í víginu með helminginn af mönnunum okkar. Hann var á- valt túlkur okkar við Indíánana, sökum síns sér- staka sambands við þá. En eg átti að fara heim og iskýra landstjóranum frá árangrinum af ferð okkar. Eg skildi við hann og Nantauquas og reið aftur til Jamestown; eg kom þangað nokkrum klukkustundum fyr en eg hafði búist við. Eg reið gegnum virkishliðið eftir miðdags- hvíldartímann og einni klukkustundu síðar var eg búinn að gefa landstjóranum skýrslu mína. pegar hann lofaði m’ér að fara að lokum reið eg hratt niður strætið til prestshússins. Eg leit upp í gluggan, sem eg hafði séð ítalska læknir- inn við fyrir dögun, þegar eg fór fram hjá gisti- húsinu. Enginn leit út um gluggann nú; glugg- inn var byrgður með hlera, og frönsku bófarnir lávarðarins voru ekki við dyrnar, eins og þeir voru vanir. pegar eg var kominn nokkra faðma lengra, mætti eg lávarðinum sjálfum, sem kom upp hliðargötu, sem lá niður að ánni. Honum varð mjög hveft við, er hann sá mig, og hann bar hendina upp að munninum. Eg beygði höfuðið ofurlítið og hélt áfram. Við kirkju- garðshliðið, sem var að eins steinsnar frá húsinu, mætti eg séra Jeremíasi Sparrow. “Gott að við hittumst,” sagði hann. “Eru Indíánarnir rólegir?” ‘Já, rétt sem stendur. Hvernig líður veika manninum,x sem þú fórst að vitja um?” “Mjög vel”, svaraði hann alvarlegur. “Eg lokaði augum hans fyrir tveimur klukkustund- um.” “Hann er þá dáinn,” sagði eg. “Hann er aus við erfiðleika sína og það er betra enn að vera lifandi. Hefir þú verið boðaður eitthvað annað, fyrst þú leggur svo fljótt af stað að heim- an ?” — “Nei, en sannast að segja,” sagði hann, “gat eg ekki verið rólegur, þegar eg frétti rétt áðan um þessar óeirðir meðal heiðingjanna. pér er náttúrlega kunnugast um það sjálfum, en eg hefði álitið að þetta væri ekki hentugur dagur fyrir konuna þína að vera á ferð um skóginn; þess vegna datt mér í hug að bregða mér yfir nesið og sækja hana.” “Að ferðast um skóginn,” sagði eg með hægð. “Er hún þá þar á ferð? Og með hverjum?” “Með Diccon og Angelu,” svaraði hann. Ráðskonan sagði mér að þau hefðu farið skömmu eftir sólaruppkomu. “Eg hélt að þú____” “Nei,” sagði eg, “eg skildi efir orð að hún skyldi þvert á móti, ekki voga sér út fyrir garð- inn. pað eru fleiri á ferð en Indíánarnir.” Eg var bálreiður en í hjarta mínu var hræðsla með reiðinni. “Eg fer strax og sæki hana,” sagði eg. Mér varð litið út á ána um leið og eg sagði þetta. par var eitthvað öðruvísi en það átti að vera. Eg leit þangað aftur og sá þá hvað það var, sem eg saknaði. “Hvar er Santa Tersa?” spurði eg og hræðsl- an, sem hafði gripi mig, fór vaxandi. “Hún sigldi niður á í morgun. Eg fór fram hjá henni þegar eg kom neðan frá Archers Hope A¥ ✓ • !• timbur, fialviður af ölkim Nyiar vorubirgoir tcgwndum, geirettur og ak- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Konwb’ og sjáið vörur vorar. Vér erum aetíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ----------------Limíteri-------------- HENRY AVE. EAST - WINNIPEG fyrir skemstu. Hún liggur við akkeri í miðri ánni fyrir framan stóru uppsprettuna. Hvers vegna fór hún?” Við horfðumst í augu,- en hvorugur okkar vildi segja það sem okkur báðum datt í hug. “pú getur tekið brúnu hryssuna,” sagði eg, og reyndi að tala sem ekkert væri um að vera, því að mér var orðið afarórótt í skapi. “Við skulum ríða út í skóg. Eg geri ráð fyrir að það sé engin hætta á ferðum. Við finnum hana sjálfsagt með vínviðarsveig á höfðinu, eða í leik við íkomana, eða þá sofandi á rauðum laufblöð- unum, með höfuðið hvílandi í kjöltu Angelu.” “Já, sjálfsagt,” sagði hann. “En tefðu * ekki. Eg skal söðla hryssuna og eg næ þér eftir tvær mínútur. 14. Kapítuli. Við leitum að týndri konu. pað var enginn lifandi maður á ferð um skóginn nema eg og presturinn. Bláa þokan var þar, laufunum rigndi stöðugt niður af trjánum og sólin skein niður á milli trjálimanna, sem voru orðnir berir, en þar var engin lifandi manneskja. pað skrjáfaði í visnu laufinu á jörðinni, þegar dýr hlupu fram hjá, íkornarnir tístu og refirnir gól- uðu, en það heyrðst hvorki hlátur eða söngur. % Við komum að dálítilli mosavaxinni hæð og þar lá sveigur úr rauðbrúnum eikarlaufum; nokkuð lengra áleiðis sáum við að grasið hjá nppsprettu einni krystallstærri hafði verið bælt með fótunum, sem höfðu gengið þar, næst fundum við langa tág af rauðum vafningsviði, sem hafði verið fleygt á jörðina undir nokkrum furutrjám. Nokkuð fjær var lítið dalverpi líkt og bolli í Iag- inu. Skarlatsrauðar vafningsviðarfléttumar, sem héngu niður frá greinum trjánna í kringum það, földu það næstum sjónum manna. pegar við komum þangað varð óttinn mér yfirsterkari. pað hafði verið brotist um í dalverpinu. Vafningsviðarfléttumar voru slitnar og trjá- greinar beygðar og brotnar. Á einum stað var blóð á laufinu. Skógurinn virtist alt í einu vera orðinn kyr- látur eins (og gröf — það heyrðist ekkert hljóð nema hjartsláttur okkar. Á allar hliðar opnuðust rauð og gul hlið, sól- björt hlið á milli trjánna, krókóttar götur og löng göng. Og alt var þetta fult af blárri þoku sem lá yfir öllu eins og reykelsisský í stein- kirkju; en ekkert sást bærast nema skógar dýrin. Fyrir utan dalverpið var ekki hægt að sjá nein merki; laufin bærðust ekki, og þau sem stöðugt hrundu niður, myndu hafa hulið öll merki á jörð- inni. Hvergi var fótspor, hvergi brotin grein, ekkert merki um það hvar þeir sem höfðu verið í dalverpinu, hefðu farið út úr því. Hverja leið höfðu þeir farið og hvar voru þeir nú? Við séra Sparrow sátum á hestum okkar og horfðum í allar áttir eftir trjágöngunum út í bláa þokuna, sem huldi okkur útsýn. “Santa Tersa liggur rétt framundan stóru uppsprettunni,,” sagði hann loksins. “Hún hlýtur að 'hafa farið þangað til þess að ná sér í vatn.” “Maðurinn, sem kom með henni, er enn í bænum, eða var það fyrir einni klukkustund,” svaraði eg. “pá hefir hún eigi siglt ennþá,” mælti hann. STŒRSTA ÓDÝRASTA og FJÖLLESN AST A vikublaðið, sem gefið er út á íslenzka tungu er Lögberg Gerist kaupandi nú þeg- ar. Látið $2.00 fylgja pöntuninni. PRENTUN Látið yður 'ekki standa á sama um hvernig að prentun yðar lítur út, farið með það sem þér þurfið að láta prenta til þeirra sembæðigeta og gera gott verk. Vér höldum hvf fram að vér gerum gott verk bæði á stórum og smáum pöntunum. Reynið oss. Sanngjarnt verð. Tlie Colunibla Preaa, ÍAA., Wlnnlpeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.