Lögberg - 20.12.1923, Síða 4

Lögberg - 20.12.1923, Síða 4
BLb 4 /.ÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. DESEMBER 1923. ICögbcca Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Preis, Ltd., iCor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talnimnri N-6327 N-6328 Jób J. BíWfell, Editor Utanéskrih tíl blaðsina: THE GOLUNIBIA PRE8S, Ltd., Box 317Í, Winnlpog. Utanáskrift ritstjórans: EDlTOR LOCBERC, Box 317! Winnipeg, M,an. The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Jólagleði. Jólf Þetta eina orð hefir yfir sér meiri birtu, heldur en nokkurt annað orð, sem til er í tuní»-umá,li kristinna manna. Það er vonarljósið í sál þeirra ungu. Yl- urinn, sem einn getur þítt kuldann úr sál þeirra vöxuu. Og friðarhoginn, sem livílir yfir hærum hinna aldurhnignu. Það er ekki svo dimt í ranni nokkurs manns, sein gleðiboðskapur jólanna iiefir náð til, að gleðigeisli þeirra nái ekki þangað inn. Það grúfir ekki svo dimt sorgarský vfir sálu neins manns, að birta kærleiksboðskapar- ins um frið og velþóknun, geti ekki lýst það upp. £>að er ekkert svo gæfusnautt manns- hjarta til, að það geti ekki glaðst við komu jólanna. Gleði manna er margvísleg. I>cir gleðj- ast af auðaifum, metorðum, nautnum, leikjum og mörgu fleira, sem lífið hefir að veita. Og hver vill segja, að það sé rangt? Getur ekki líf einstaklinganna verið ánægjulegra fyrir þá gleði? Því skal hér ekki neitað. En það er ekki jólagleði og á sáralítið skylt við liana í flestum tilfellum. Menn geta átt yfir auð fjár að ráða, og ekki fundið til liinnar sönnu jólagleði. Menn geta komist upp á tind met- orða og mannvirðinga, og setið þar án þess að vera snortnir af lienni. Menn geta tæmt bikar nautnanna í botn án þess að geisli hennar nái inn til hjartna þeirra, og eru mjög líklegir til þess. Og menn geta verið sigurvegarar á leik- völlum lífsins og ekki þekt hana. Jólagleðin er algerlega sórstaks eðlis, og verður því ekki mæld á sama mælikvarða og aðrar skemtanir mannlegs lífs. Matthías Jochumsson segir, að það sé Guð, sem skapi allan fögnuð lífs vors, og er það satt. En hin hreina og sanna gleði jólanna hefir á vorum dögum mist gildi sitt og sína æðstu merkingu, einmitt fyrir Jiað, að vér höfum mælt hana á sama mælikvarða og hina vanalegu lífsgleði vora. Jólagleðina er ekki að finna í neinum venj- um, ekki heldur í kostulegum gjöfum, né út- vortis athöfnum. Jólagleðin er fólgin í því, að vera í anda og sannleika með ^jólabaminu Jesú Kristi. Að krjúpa við jötuna í Betlehem og láta yl kærleikang verma sálu sína. Það er hin sanna og eina jólagleði. Iívert er það, sem hugur hins eldra gólks leitar, Jiegar það liugsar um jólinf Leitar hann í leikhúsinu? íiða í skautaskálana? 1 búð- imar, þar sem jólavarninginn er að fá.? í danssalina, þar sem skrautklæddir menn og konur líða áfram í samræmi við hljómfall hljóðfæranna? í veizlu- eða drykkjarsalina? Nei, hann leitar til æskuáranna, heim í húsið, ötórt eða lítið, Jiar sem hún mamma sagði sög- una um harnið í Betlehem, sem kom tii þess að boða frið á jörðu og velþóknun guðs yfir mönnum. Og þar, í kyrð endurminninganna, hreinleika síns barnslega Iiugarfars og návist- ar síns nýfædda frelsara, fá menn notið sælu Jæirrar, sem hin sanna jólagleði veitir. Trúboði einn kom nýlega til héraðs í miðju Kínaveldi, þar sem hann átti ekki von á að neinn annar Evrópumaður hefði áður komið. Eftir að hann komst á stöðvar J>ær, sem hann hafði ásett sér að ná til, tók hann að boða Kín- verjurn í Jiorpi einu kristna trú, og hóf mál sitt með Jiví að lesa fyrir þeim úr nýja testa- mentinu, sem snúið hafði verið á kínverska tungu, um Jesúm, er hann læknaði blinda, mál- halta og limafallssjúka, sem á hans jarðnesku dögum fyltu götur bæjanna í Austurlöndum. Alt í einu stafaði gleðin af ásjónum Kínverj- anna. Þeir tóku fram í fyrir trúboðanum og mæltu,: “Vér þekkjum hann. Iiann átti heima hér í J>orpinu. Feður okkar og mæður hafa sagt okkur um hann. Hann bjó í húsi hérna skamt frá. Við vitum, hvar hann er grafinn. Við skulum sýna yður gröfina. ■— Þegar plgan inikla kom, yfirgáfu allir þetta J>orp, sem farið gátu, nema hann. Hann fékst ekki til þess að fara, heldur gekk hann á meðai þeirra veiku, og gaf þeim einhvern undarlgan lög, sem hann geymdi í glösum, og þeim batn- aði við inntökuna. Það voru blind börn á meðal fólksins. Hann tók þau að sór, þvoði augu þeirra og gaf þeim sjónina. Já, við Jækkjum hann mjög vel! Hann gekk oft eftir götunni, sem við áttum heima í, þegar við vor- um lítil, og talaði við okkur.” Trúboðinn svaraði: “Þetta getur ekki verið satt. Jesús r.tti heima í fjarlægu landi og tilheyrði annari þjóð. ” “Nei, yður skjátlast, herra minn. Hann átti heima hér í þessu þorpi. Ef þér viijið koma með okkur, þá skulum við sýna vður gröfina hans.” Þeir fóru og sáu gröfina. A leiðinu var ofurlítill steinn, og á hann letrað nafn og dán- ardægur þess, sem í gröfinni hvíldi. Það var laiknir frá Englandi, sem hafði farið i'rá ætt- landi sínu á unga aldri, undir eins og liann hafði lokið námi sínu, og til Kína, siglt upp eftir áiini Yangtse sex liundruð mílur vegar og sest að á meðal Kínverja í þessu litla þorpi norðarlega í miðju Kínaveldi. Þar 'liafði hann unnið baki brotnu að J>ví að líkna og laikna, unz skæð drepsótt varð honum að bana. Og J>arna langt úti í heimi og eftir að læknirinn hafði hvílt mörg ár í gröf sinni, hrópuðu þorpsbúar, er þeir heyrðu orð Krists: Við þektum hann! Hann átti heima í Jiessu þorpi! Við þektum hann vel!” Hin eina og sanna jólagleði er í því fólg- in. að þekkja Jólabarnið vel. Jólagjafir. A undanförnum árum hefir það verið vani útgefenda Lögbergs, að gefn út sérstakt jóla- hlað, stærra og vandaðra en endranær, því J)eir hafa viljað vera með í því að táka sinn jiátt í því að gera mönnum glatt í geði um jólín. í þetta sinn verður að vera breyting á Jiví. Þeir geta ekki haldið upp uppteknum hætti í })ví efni í þetta sinn, og liggja þar til skiljanlegar ástæður. Útgáfa á stóru blaði eins og Lögbergi, er ávalt kostnaðarsöm, en ekki sízt þegar Jiað er sextán blaðsíður, eins og átt hefir sér stað um nokkur undanfar'in jól, og þann aukna kostnað er óhugsandi að fá uppborinn nema með aukn- um auglýsingum. En sökum óhagstæðs á«- ferðis, þá oru þær ekki að fá uú, og vcrðum vér l>ví að beygja oss fyrir kringumsta'ðunum í J>essu efni, eins og aðrir verða að gera í öðrum. Enn fremur cr þess að gæta, að þó jólin séu gleðinnar hátíð, })á getum. vér ekki varist þeirrar hugsunar, að gleði sú liefir gengið í nokkuð öfgakend átt hjá fólki í þessu landi — l>á átt, að gefa og þiggja stórgjafir. I sjálfu sér er langt frá því, að jiað sé lastvert að skift- ast á gjöfum, }>egar góðhugur fylgir gjöfinni og af nægum efnum er að taka. Slíkt gerðu forfeður vorir við ýms tækilfæri, og J)ótti ]>að mjög auka á höfðingsskap þeirra. En að gefa af því að J>að er orðinn vani og af því uð aðrir gera það, er engin dygð, hvorki á jólum né heldur endranær. Arferði í landi voru er erfitt. Þúsundir manna liafa af litlu að taka, og aftur aðrar þúsundir af hreint engu. Hvað á það fólk að gera, þegar nú við í hönd farandi jólahátíð. að hefðin, sem hér er komin á, kallar—þegar þeir \’ita, að þessi eða hinn vonast eftir gjöfum, en kringumstæðurnar setja stólinn í dyrnar? Liga Jieir að láta vanann kúga sig, eða eiga ]>eir að láta kringumstæðurnar kenna sér að virða bönd vanans, eða óvanans að vettugi og snúa við honum baki? * Það er að eins eitt svar til, sem frjálsir menn geta gefið við J)essum spurningum, og ]>að er. að þeir sóu vánanum yfirsterkari, eins og þeir eiga að vera — að þeir séu menn og konur, sem liafa vanann á valdi sínu, í stað J>ess að vera á valdi hans. Með þessu segjum vér ekki, að menn eigi ekki að kaupa neinar jólagjafir, heldur hitt, að menn eigi að gæta hófgi í ]>eim sökum, sem og öllum öðrum. Menn eiga ávalt að gæta hófs, og ekki sízt nú, þegar kringumstæður manna eru erfiðari en }>ær hafa oft áður verið,—J)egar menn vita, að það er fjöldi meðbræðra sinna og systra, sem engan kost eiga á að eyða peningum fyrir Mjafir, J)á eiga þeir, sem betur eru efnum bún- ir, ekki að snúa jólagleði þeirri, sem þeir geta notið, í sorg, með því að láta þá finna til J)ess, að þeir og þeirra vinir verði að sitja á hakan- um sökum óhagstæðra kjara. Það er ekki á voru valdi að segja mönn- um, hvað þeir eigi að gjöra við peninga sína— hvað þeir eigi að kaupa fyrir þá og hvað ekki, hverja þeir eigi að gleðja með þeim og hverja ekki. En hitt getum vér sagt, að það er enginn velgjörningur að gefa þeim, sem allsnægtir hafa. Ef þeir, sem peningaráð hafa og vilja láta eitthvað af þeim af höndum rakna nú um jólin, vildu í stað þess að gefa l>eim, sem uóg hafa, gleðja þá, sem allslausir cru og engra jólagjafa éiga von, þá mundu þeir gleðjast. og gleðja í anda jólanna. Nokkur orð frá stjórnarnefnd Betels. Pað eru nú liðin nokkur ár, síðan stjórnar- nefnd Betels hefir fundið hjá sér ástæðu til að minna almenning á þarfir þessa fyrirtækis. Um allmörg ár hafa fjárframlög fólks verið svo ríf- leg, að stofnunin hefir vel borið sig, og oft átt töluvert í sjóði. Eflaust vegæa þess, að þetta hefir verið alment kunnugt, og líka vegna þess, að alment eru menn nú í peningaþröng, hafa fjár- framlög á þessu ári verið tilfinnanlega minni, e.n vant er. Af þessu leiðir, að Betel þarfnast þess nú, að fólk sýni það í verkinu að stofnunin er vinsæl og yfrleitt öllum góðum mönnum á meðal fólks vors sérlega kær. Einnig eykur það þörf á fjárframögum frá vinum stofnunarinnar, að stöðugt minkar sú upphæð, sem vistmenn borga til heimilisins. Tæplega einn fjórði hluti vist- manna borgar nokkuð með sér. petta er í raun- inni eðlilegt. Margir, sem þangað koma, hafa að eins efni til að borga nokkuð með sér fyrir stuttan tíma. Svo þegar þeir hafa verið heim- ilismenn í fleiri ár, þá eru efnin búin, en þeir auð- vitað halda áfram að vera heimilismenn eftir sem áður. Líka hefir stjórnarnefndin ætíð haft augastað á því, að veita fyrst af öllu þeim inn- göngu, sem mest sýnist þörf að hjálpa, og vana- lega er mest þörfin hjá þeim, sem ekkrt hafa að bjóða efnalega. Með því að hafa þetta hugfast, hefir stjómarnfndinni fundist, að stöfnunin næði bezt tilgangi sínum, og treyst á örlæti fólks að halda stofnuninni í viðunanlegu ástandi. Nú fer í hönd kærleikshátíð kristinna manna. Á þeirri hátíð reyna menn yfirleitt að gleðja þá, sm þeim eru kærir. Sérstaklega eru það böm- in, sem menn hugsa um að gleðja, ekki að eins sín eigin börn, heldur líka öreigana og munaðar- leysingjana. Á Betel eiga heima margir þeir, sem orðnir eru börn í annað sinn, og flestir þeirra, sem þar eiga heima, eru munaðarlaus börn. Ef þeir eiga að geta notið heimilisvistar þar, þá er nauðsyn á gjöfum til reksturskostn- aðar stofnunarinnar. Með því að styrkja stofn- unina, sem veitir þessum munaðarleysingjum at- hvarf, þá er trygð framtíð þeirra, og vissa fengin fyrir, því, að stofnunin nái tilgangi sínum. Vér viljum þess vegna biðja menn, að gleyma ekki Betel og hinum munaðarlausu börnum, sem þar er veitt athvarf, en minnast orða hans, sem jóla- hátðin er helguð: “pað sem þér hafið gjört þess- um míuum minstu bræðrum, það hafið þér mér gjört.” Og þegar mönnum kemur í hug að styrkja Betel á einhvern hátt, þá gjöra menn það bezt með gjöfum í starfrækslusjóð stofunar- innar. Líka viljum vér benda á það, að það er til “Minningarsjóður íslenzkra frumherja” og ganga vextirnir af þeim sjóði í starfra>kslusjóð Betels. Fyrir nokkru síðan, þegar J;öluverður tekjuaf- gangur var, voru $1,000 teknir úr starfrækslu- sjóði og látnir í þenna nýja styrktarsjóð stofn- unarinnar. í sjóðnum eru nú um $1,750. Eins og nafn sjóðsins ber með sér, er hann sérstaklega til minningar um vestur-íslenzka landnámsmenn. Minning þeirra er sérstanlega heiðruð með gjöf- um í þann sjóð. Œtlast er til að dánargjafir gangi í þenna minningarsjóð, en auðvitað geta menn gefið aðrar sérstakar gjafir í hann, og verða þær þakksamlega meðteknar. Með tíð og tíma vonum vér, að þessi minningarsjóður verði svo stór, að vextir af honum nægi að miklu leyti til þess að starfrækja stofnunina. Tilgangur vor með þessum línum, er að vekja athygli fólks vors á þörfum, sem vér trú- um fastlega að úr verði bætt. Vér vitum að Betel og það starf, sem þar er unnið, er öllum góðum mönnum svo kært, að þeir gjöra sitt ítr- asta því til blessunar. Og um leið og vér þökk- um af alhug fyrir alla góðvild Betel til handa alt til þessa tíma, þá vonum vér, að menn haldi á- fram að sýna þá sömu góðvild nú, þegar þeim er bent á, að þess er sérstaklega þörf. Fyrir hönd stjórnarnefndar Betel, Winnipeg, 4. des. 1923. B. J. Brandson, forseti nefndarinnar. —Sameiningin. Mælt af munnni fram. Einu sinni var Jónas K. Jónasson, sem nú býr við Vogar P. O. Manitoba, að vinna við þresk- ing nálægt Cavalier í N. D„ hjá Þorkeli heit. Bessasyni. Veitti hann >á eftirtekt konu einni aldurhniginni og fornieskjulegri á svip, sém var heima við hjá porkeli. Svo ,var það dag einn þegar Jónas var að hvíla sig frá að greiða úr hveiti í vélina, því þann starfa, sem er erfiður og vandasamur höfðu vanalega tveir menn á hendi. Tók hann þá eftir því, að kona þesei sem var orð- in mjög lotin og bogin í baki, var komin út að þreskivélinni og var að sópa saman komi, sem slæðst hafði niður með vélinni. Gekk Jónas til hennar og spurði hana að heiti og hvort hún væri að sópa korninu saman handa hænsnum sínum. Konan kvað já við því, og sagðist heita Guðrún og að sumir kölluðu sig Guðrúnu skáld- konu. Jónas kvaðst vera forvitin í að vita hve gott skáld hún væri, og bað hana að gera um sig vísu. Guðrún kvaðst við því lítt búin, sagðist ekki geta ort lengur nema helzt ef hún yrði fyrir geðs- hræringu, svo mælir hún fram þessa vísu: / “Sértu gæfu aldrei án, ungur klæðaviður, Jónas kæri Kristíán, kendur Jónas niður.” Jónasi þótti þetta vel gert, tók dollar úr vasa sínum og rétti gömlu konunni. Varð hún glöð við og mælti eftir að hafa hugsað sig um litla stund: “Eðla blóma ærú krans, æ þér nái skína; krónuljómi kærleikans krýni athöfn þína.” “Hvar um haf og heimsins bý, hrekjast kant, sem aðrir, sértu vafinn innan í unaðs spennifjaðrir. Mæltist Guðrún þá til að Jónas kæmi heim með sér í lítið hús sem stóð þar sérstakt, og var heimili Guðrúnar og þæi hjá sér kaffibolla. Fór Jónas heim með Guðrúnu og drakk hjá henni á- gætt kaffi. Að skilnaði mælti Guðrún fram þessa vísu: “Ama sneiddur ófögnuðs, yfir þyrna og lautir; farðu nú í friði guðs, farsældar á brautir.” Guðrún mun hafa verið komin hátt á níræð- isaldur, þegar hún orti þessar vísur. Þegar tœkifærið kemur. Hvað mikið hefír þú lagt í banka til þessa tíma Nóg til að borga læknisreikning ef veikindi heinisæíkja yður? Nóg til að borga fyrstu niðurborgun á húsi, ef þú hefir tækifæri á kjör- kaupum? Vanaleg tækifæri, vanaleg tilfelli, ihversu fá- ir eru ekki tilbúnir að vnæta þeim. Maðurinn með bartkainnlegg er ætíð tilbúinn. Látið yður ætíð vera umhugað um að spara reglulega. THE ROYAL BANK O F CANADA Höfuðstóll og viðlagssj. .. $41,000.000 Allar cignir...... $519,000,000 í Látið þetta verða AFMAGNS JÓL Yðar eigið HYDRO hefir 8tórt úrval af Rafmagns Áhöldum til Jólagjafa Sanngjarnt verð á öllu og fæst með ^ vægum afborgunum Heimsækið sýningarslofuna 55-59 Princess St. \ OG LITIST UM Wínnípeó,Hijdro. $5-59 Prmcess SL EIMSKIPA FARSEÐLAR frá Islandl um Kristjaníu í Noregi og Kaupmannahöfn 1 Danmörku, meS hinum ágætu skipum Scandinavian-American línunnar. Fyrir- fram greidd farbréf gefin út til allra járnbrautarstöSva f Canada. Að eins 8 daga frá Kristjaníu til Halifax; 9 daga frá Kaupmanna- höfn. Siglingar: “Oscar II” 6. marz, “United States” 3. april, “United States” 15. maí og “Helig Olav” 29. maí. Farþegarí'min öll upp á þaö allra fullkomnasta. þriðja farrý-mi hreinasta fyrirtak. Borðhald hlð bezta. Yfir fjörutíu ára reynsla f farþegjaflutningum. Eimskipafélag þetta lætur ekkert til sparað, að farþegum liðl sem allra bezt. Scandinavian American Line, 123 S 3rd St. Minneapolis, Minn. Mrs. Guðbjörg Sigurðsson. Fædd 1877. Dáin 20. nóv.,1923. Að þinni gröf, með Iþökk og helgri lotning eg þögull krýp á hustsins æfileið, þú lífs míns sigur, ljós og hússins drotning sem léttir hverja dagsins þraut og neyð, nú lít eg yfir auða rúmið kalda sem aldrei framar vermir ihöndin þín, en bak við tjaldið ó‘inar himin.s alda af ást og gleði runninn ferill skín. Þá göfug kona kveður börn og maka að klökkum hjörtum nístir treginn sár, en von og trúin benda sjón til baka í bæn og lofgjörð fyrir ihorfin ár. — Frá sælulandi sál þín skín oss nærri og sorgin verður himins friðar gjöf, því móðurástin öllu'm dygðum hærri er eilíf «ól á tímans húm og gröf. Ó, vertu sæl, þú mæta víf, og móðir er manndó'm sönnum ikrýndir alt þitt ráð} nú hnípa vinir við þitt leiði hljóðir en verkin standa drottins lögum skráð. — Eg bíð í ró að æfi minnar endir og æðrast lítt þó blási tímans fönn, því alt er gott frá guðs vors náðar hendi og gæfan býr í hverri tára hrönn. — í nafni Guðmundar Sigurðssonar, manns ihinnar látnu. M. Markússon.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.