Lögberg - 27.12.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 27.12.1923, Blaðsíða 4
B1s. 4 ó 27. DESEMBER 1923. •N Jagberg Gefið át hvem Fimtudag af The Col- ambia Press, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg, Man. TalHÍmari >-6327 ofi N-6328 Jón J. BfMfcU. Editor Dtan&skrift til blaðsins: TI(E C01UMB»\ PRESS, itd., Box 3l7í, Winnipeg, Mai- Utanéskrift litstjórans: EDiTOK LOCBERC, Box 3171 Wínnipsg, M>»<- The “Lögberg” is printed and published hy The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Darell’s Home Coming. Fyrir nokkrnm dögum færði pósturinn oss ritið The Canadian Magazine. Yér áttuðum oss ekki í fyrstu á hvemig á því stóð, því vér höfðum hvorki .borgað fyrir það, né beðið um það. En þegar vér fórum að fletta því, þótt- umst vér skilja ástæðuna. Það flytur sögu- kom eftir landa vom, Dr. J. P. Pálsson í Elf- ros, Sask., sem heitir, “DarePs Homecom- ing”, sem vér þökkum fyrir og eins sendingu ritsins. Þó að það sé ef til vill skortur á skyldu- rækni, þá verðum vér að játa, að vér erum fyrir löngu orðnir leiðir hinu ægilega skáld- sagnaflóði, og að vér erum hættir að lesa þær. Þær eru flestar, hvort sem er, ómerkilegar og illa sagðar, og lítið á þeim að græða, og sumar þeirra eru blátt áfram til niðurdreps. En hér var um sögu að ræða, sem var of skyld manni til þess að láta hana fram hjá sér fara án þess að veita henni eftirtekt; svo vér fórum að lesa, og lásum hana alla með mestu ánægju. Flestum kemur saman um, að það sé meiri vandi, að skrifa stutta heldur en langa skáld- sögu, og er það skiljanlegt; því þá eru penna- drættirnir færri, sem sýna verða heildarmynd- ina og verða því að vera skýrari og sterkari ef mynd sú, sem menn draga, á að vera nokk- um veginn skýr. Þessi stutta skáldsaga doktors Pálssonar er ein sú bezta, sem vér höfum lesið nvi í langa tíð. Með því meinum vér, að hún er betur skrifuð en flestar samkynja sögur, sem vér eigum að venjast. Efni sögunnar er gamalt, en þó sí-ungt-^- vonbrigði í ástum, og hefir margur meistar- inn um það skrifað. Enda er það ekki efnið sjálft, sem gefur þessari eða nokkurri annari sö.gu verðmæti, heldur það, hvemig að með það er farið, eða hvernig að höfundinuml tekst að láta aðra sjá og finna það, sem fyrir honum vakir. f þessari litlu sögu tekst doktornum það sérlega vel. Lesandinn fylgir söguhetjunríi, Darell, þar sem hann í vetrar-hörku Norður- Manitoba berst við hríð, storm og úlfa til þess að ná heim til konu sinnar fyrir jólin, og það er eins og hún sé lifandi að berjast fvrir augum hans, og þó hefir hún líklega aldrei ver- ið til. Hvað er það, sem gefur rithöfundi slíkt vald? Það er sál þess, sem ritar, íklædd orð- um, sem hinum ýmsu stigum hugsunarinnar eru samfeld. En skýr sálarsjón íklædd viðeig- andi orðum, er list. Málið á þessari sögu, er hreint og áhrifa- mikið. • Stíllinn er, þróttmikil og hreimfall málsins leikur í hendi þess, sem skrifar, svo að maður getur heyrt þunganið stormsins í skóginum, séð sólina senda geisia sína út yfir hina ísþöktu snjóbreiðu vetrarins og fundið til mvrkursins, þegar það legst yfir ferða- manninn og ferðahundana hans, langt úti í óbygðum. Lýsingarnar í sögunni eru margar góðar, sumar ágætar, til dæmis eins og þessi; “March! — Six huskies shake their shaggv bodies, leap into their collars and are off on the trail’’ (Sex úlf-hundar, með úfið hár, hlaupa í kraga sína og á stað eftir brautinni). Þama fær maður skýra mynd af þessari at- höfn ferðamanna í hinum norðlægu héruðum Canada að vetrarlagi í örfáum orðum, sem margir mundu þurfa heila blaðsíðu til þess að sýna, og mundu ekki samt geta gert það eins vel. Þó oss þyki saga þessi góð, þá er það eitt atriði, sem vér getum ekki stilt oss um að minnast á með fáum orðum. Það er heim- koma DarelPs. IVIáttvana af þreytu dregst hann, eða öllu heldur skríður heim undir hús- vegginn. Inn um gluggann sér hann hvar konan sín situr í legubekk og hallar höfðinu upp að manni, sem heldur handleggnum utan um hana, og þau eru bæði sofandi. Rétt í svip logar heift upp í huga Darells. Hann gleymir þreytunni ,iog genguh'að húsdyrun- um með hefnd í huga. En hikar, og spyr sjálf- an sig að þessum tveimur spurningum: A eg að deyða manninn, án þess að gefa honum kost á vernd brezkra laga? Er eg, Will Dar- ell, þá ekkert betri heldur en vsalingamir, sem eg er að elta úti í óbygðum? ( Darell er lögreglu- þjónn í sögunni). Svo sest hann niðnr á þröskuld hússins og deyr. Vill heldur gefa sig White Magic — dauðanum — á vald, held- ur en djöflinum. Hvað sannanir hefir Darell fyrir því, að þessi maður inni í húsinu verðskuldi nokkra hegningu? Eða fyrir því að konan hans, sem hann ann hugástum, hafi verið honum ótrú, jafnvel þótt hann sæi þau sofandi í þessum stellingum? Hefði ekki verið heilbrigðara fyrir hann að bíða með að dæma—og drepa sig—, þang- að til hann var búinn að fá,þá vissu? Islenzkan. “ Ástkœra, ylhýra málið, allri rödd fegra,’’ Jónas Hallgrímsson. Undarlega hlýtur þeim mönnum íslenzk- um að vera farið, er eigi unna móðurmáli voru, jafn dásamalega fagurt eins og það þó er. Margir unna því af alhug, nokkrir lóta sig helgi þess litlu skifta, og enn aðrir, af ein- hverjum lítt skiljanlegum ástæðum, kjósa á það feigð. Málsmenningin er ispegill af þjóðlífinu. Þar er að finna traustustu samgöngutækin, er tengja hjarta við hjarta og'sál við sál. Fag- urt og hreint mál, ber vitni um óspilta þjóðsál, en málsgrauturinn um þjóðarsora. Árið 1871, kom út ritgerð um framfarir Islands, eftir djúphyggjumanninn Einar Ás- mundsson í Nesi í Laufássókn. Ritgerð þessi var sæmd verðlaunum og gefin út af Hinu ís- lenzka Bókmentafélagi. A einum stað, farast höfundi bæklingsins-þannig orð, um íslenzka tungu og reyndar jáfnframt málsmenninguna í heild sinni: “1. Tungumál, <og er það þá allra fyrst og helzt móðurmál vort, íslenzkan, sem læra þarf vandlega. Þar til má telja kunnáttu í því, að lesa skýrt og skilmerkilegá, að skrifa hreinlega og læsilega, með réttri stafsetning og aðgreiningarmerkjum, að vita allar reglur og lög málsins, að þekkja fagurt mál frá Ijótu, góð og íslenzkuleg orð og orðatiltæki frá þeim, sem eru lakari eða útlenzk, og að geta samið lagleg bréf og smáritgjörðir um kunnugt efni. Mörgum, sem líta einungis á yfirborðið, sýn- ist ef til vill lítil þörf á að verja löngum tíma til að læra móðurmálið, og ætla, að allir ls-| lendingar læri íslenzku sjálfkrafa svo vel, sem þeim nægir, en þetta er mjög skakt álit, þótt það sé fremur alment. Allir, sem lagt hafa stund á mentun, vita hversu nauðsynlegt er að læra að minsta kosti eitt tungumál rækilega og vandlega, af því það kennir mönnum jafn- framt að hugsa skipulega. Sá sem vill eða þarf að vanda ræðu sína eða rit, en hefir eigi lært málið reglulega, kemst oft í vandræði með að velja orð eða orðatiltæki, og hlýtur að gjöra það af handahófi eftir óljósri tilfinningu; getur því varla farið hjá því, að hann brjóti óafvitandi mjög oft móti reglum þeim og lög- um, sem málið er bundið, og mentunarskortur hans verði augljós öllum öðrum, sem betur kunna málið. Hver þjóð, sem nokkra þjóðern- istilfinningu hefir, lætur sér ant um, að halda sem hreinustu móðurmáli sínu, ekki einungis í bókum og ritum, heldur ástunda líka allir ment- aðir menn að tala daglega hreint og fagurt mál. Vér Islendingar höfum hér að auki sér- staka hvöt til að láta oss ant um að halda máli voru sem hreinustu, þar sem það og fornrit vor eru hið helzta, sem getur verið þjóð vorri til ágætis með öðrum þjóðum. — En þó að tunga vor sé nú í sjálfu sér fagurt og ágætt mál, þá má þó enginn, sem vill leita sér mentunar og menningar, láta sér lynda að kunna hana eina. ”------- ' Glatist virðingin fyrir fegurð málsins, hef- ir verið höggvið ónotalega nærri tilverurétt- inum sjálfum. Afklæðist einhver sjálfum sér, hvað verður þa eftir? Framtíðarvelgengnin grundvallast á trúmensku við eðli og ætt. Heima •• ættjörðinni á íslenzk tunga eilíft líf fyrir höndum, og hérna megin hafsins, — í dreifingunni vestrænu, lifir hún enn um lang- an aldur, nema því að eins, að andlega fata- skifta-stefnan verði ofan á og talsmönnum hennar auðnist að fá samþykta vantrausts- yfirlýsingu á sáttmálsörk íslenzks þjóðernis í heild sinni, sem þó er reyndar ekki Ííklegt. E.P.J. Að eins rödd. --------“Eg er rödd þess, sem hrópar í eyði- mörk.” ÞaS er vitnisburður hins göfuga aSventu- manns, Jóhannesar skírara, um sjálfan sig. ÞaS er nokkurs konar grafskrift, sem hann meS heilögum anda yfir sálu sinni setti á minnisvarSann andlega yfir sinni óþektu gröf. Æfinlega, þegar kynslóSir hinna líSandi og komandi alda hugsuSu um mann- inn, sem af guSi var kjörinn til aS rySja frelsaranum braut inn i mannfélagiS og hjörtu einstaklinganna, skyldi þessi áskrift blasa viS augum þeirra á minn- isvarðanum: Rödd, sem hrópar í eySimörk. AS eins rödd. Hrópandi rödd GuSs, en ekkert meirai — HvaS þýSir þaS aS vera annarleg rödd? ÞaS getur þýtt bæSi gott og ilt. ÞaS getur veriS eitthvert hiS allra göfugasta einkenni á mannlegu lífi, aS vera annarleg rödd; en þaS getur lika veriS þaS, sem hér um bil er fyrirlitlegast af öllu. Alt er undir því komiS, hvaS hin annarlega rödd talar. Og þaS, hvaS hin annarlega rödd talar, er auSvitaS undir því kom- iS, hver þaS er, sem stendur á bak viS röddina, hver sá andi er, sem hinn talandi maSur er innblásinn af. ÞaS getur verið góSur andi, en þaS getur líka veriS illur andi. ÞaS getur veriS GuSs andi, en þaS getur líka veriS heimsins andi. Sannleikurinn er sá, aS maSurinn, hinn góSi maSur og hinn vondi maSur, eru nokkurs konar hljóSpipa, sem einhver ósýnileg per- sóna er jafnt og stöSugt aS blása á. Eg segi ekki meS því, aS maSurinn sé ekkert annaS en hljóSpípa. Eg held því ekki fram, aS orSin, sem út ganga frá hinum einstöku mönnum, sé ekki þeirra eigin eign. Eg neita því engan veginn, aS svo og svo mikiS af per- sónulegu sjálfstæSi liggi á bak viS raddirnar eSa orS- in, sem hinir einstöku menn látá til sin hyera. En engu aS síSur fullyrSi eg þaS hiklaust, aS samlíking á talandi mönnum viS hljóSpípu, sé í alla staSi hæfi- Ieg og rétt. Eg tel nærri víst, aS sumum þyki þessi samlíking alt annaS en virSuleg, meS því virzt getur, aS meS þessu sé gefiS í skyn, aS engin sjálfstæS hugsan liggi nokkurn tíma til grundvallar fyrir orS- unum, sem menn tala, eSa röddinni, sem menn á ann- an hátt—meS lífsstefnu sinni og breytni—láta út frá sér ganga. Og svo man eg vel eftir því, aS menn kirkjunnar og hinnar kristilegu trúar liggja stöSugt, og þó líklega aldrei eins mjög og á þessum tíma, undir brigslum frá andstæSingum þeirra vanrtúar- megin fyrir þaS, aS þeir sé yfir höfuS aS tala horfn- ir allri sjálfstæSri-hugsan; lífsskoSanir, sem birtast i trúarjátningum þeirra, sé eins og annaS lánsfé, hugs- an löngu liSinna kynslóSa, sem þeir hafi rannsóknar- laust og skilningslaust tekiS viS og í sig látiS, og aS þeir þannig aS því leyti, sem þeir í andlegum efnum láti nokkuS til sín heyra, sé í rauninni ekkert annaS en annarlegar raddir eSa þaS, sem þegar var nefnt, hljóSpipur. Og um leiS og andstæSingar kristinnar kirkju halda þessu brigsli á lofti, hrósa þeir sjálfum sér hástöfum fyrir þaS, hvaS mikiS sé um andlegt sjálfstæSi, og þess vegna líka um rannsókn og frelsi og framfarir, þeirra megin. En auSvitaS er þetta ekkert annaS en mont, eSa reykur, sem reynt er til aS blása í augu almennings, til þess aS blekkja sem flesta. ÞaS er alveg óhætt aS slá svörtu striki ofan í vitnisburSinn, sem allur þorri af vantrúarmönnum nútíSarinnar, aS minsta kosti hinna íslenzku vantrú- armanna, eru aS gefa sjálfum sér fyrir persónulegt sjálfstæSi. Óhætt aS fullyrSa, aS ekki ein einasta af þeim vantrúarröddum, senj þér, tilheyrendur góSir, hafiS heyrt — og vitanlega hafa nálega óteljandi slikar heyrst vor á meSal i seinni tíS, — sé fædd af sjálfstæSri hugsan í sálum þeirra, sem hún hefir út gengiS frá til ySar. ÞaS voru alt af einhverjir aSr- ir, gáfaSir menn eSa heimskir menn, í- nálægum eSa fjarlægum tíma, sem til sin létu heyra stærra eSa minna brot af boSskap vantrúarinnar fyrir munn þessara náunga ySar. Þér heyrSuS meS öSrum orS- um aS eins annarlegar raddir, vantrúarraddir, sem búnar voru áSur aS ganga eins og húsgangar mann frá manni, frá einni kynslóS til annarar, ef til vill i hundraSasta liS, en gáfu sig, þegar þér heyrSuS þær fyrst, út fyrir spánýjan sannleika, nýja opinberan hinnar frjálsu hugsunar og hins andlega sjálfstæSis MeS öSrum orSum: Mennirnir, nálega allir, sem slíkar raddir létu til sín heyra, voru ekkert annaS en hljóSpipur. • Vinir mínir, þér eruS allir aS meira eSa minna leyti hljóSpípur. AS þvi leyti, sem raddirnar, er frá ySur útganga, eiga sinn fyrsta uppruna fyrir utan ySur, eruS þér aS eins hljóSpipur. ASal-atriSiS er, aS þaS sé sannleikur, sem talar í röddinni, eSa aS andinn, sem blæs í' hljóSpípuna, sé andi sannleikans, hinn heilagi andi GuSs. Þá verSur þaS virSulegt aS vera þaS, sem Jóhannes sagSist vera og var — rödd, aS eins rödd. Og svo aS sjálfsögSu þaS meS, sem líka var einkenni á þeim manni: aS hafa svo hjart- anlega tiIeinkaS sér röddina, aS hún sé í fullkomnum skilningi manns persónuleg eign. Og nú skal eg þá í þessu sambandi minna ySur á eitt í hinum kristilegu barnafræSum vorum: Heilög ritning er innblásin af GuSi; í æSri skilningi en nokk- ur önnur bók innblásin af GuS, í alveg sérstökum skilningi, trúarlega og siSferSilega, guSinnblásiS rit- safn. ÞaS liggur í hlutarins eSli, samkvæmt trúar- meSvitund tgjörvallrar kristninnar. Og ritningin vitnar þaS sjálf beinlinis, þar sem hún, þegar hún er aS tala um hiS ritaSa trúarorS, segir, aS hinir helgu guSsmenn hafi talaS tilknúSir af heilögum anda (2. Pét. 1, 21J. ÞaS má meS fylsta rétti heim- færa upp á þá alla þessi orS aSventumannsins um sjálfan sig: “Eg er rödd, sem hrópar í eySimörk”. GuS talar í gegn um þá alla. Þeir eru hans hljóS- pípur. Röddin, sem heyrist gegnum pípuna, hverja einstaka, var í fullkomnum skilningi GuSs rödd. En þó aS rödd GuSs tali í gegn um hverja einustu bók ritningarinnar, út úr hverjum kapítula og hverju versi. þá kemur margbreytileiki höfudanna, hin persónu- lega einkunn hvers einstaks höfundar, þar svo skýrt fram, sem mest má verSa. Mannsandlitin ólíku, hinna ýmsu höfunda, víSasthvar auSþekkjanleg á þvi, sem eftir þá liggur ritaS i því hélga ritsafni, eins víst og þaS er kunnugt af sögunni, aS þeir hver um sig komu fram í lífinu sem dýrSlega sjálfstæSir menn. EinstaklingseSli þeirra var ekki útþurkaS meS aSventuboSskapnum, sem þeir báru fram fyrir heim- inn í Drottins nafni, heldur þvert á móti var því lyft upp í hærra veldi. Þeir nutu sín sem einstak- lingar, sem sjálfstæSar, frjálsræSi og skynsemi gædd- ar verur, margfalt betur fyrir trúarþjónustuna þeirra hvers um sig, heldur en annars hefSi getaS orífið. Og þetta sé þá líka ySur öllum, bræSur og systur, ógleymanleg lexía fyrir lífiS. ÞaS er gott og göf- ugt aS vera maSur sjálfstæSur. Og eg vildi af hjarta hvetja ySur alla og allar til þess aS lifa fyrir þá hug- sjón. En kristindómufinn, lifandi kristindómur, í hjörtum ySar, er lang-bezta tryggingin fyrir því, aS einstaklingseSli ySar, þaS, sem bezt er til í hverjum einstökum, nái aS njóta sín, leysist úr álögum synd- arinnar, frelsist úr böndum dauSans. ÞaS er ekki unt aS hugsa sér sjálfstæSari mann, en aSventumanninn Jóhannes, manninn, sem vitnaSi um sjálfan sig, þá er frægS hans stóS sem hæst, aS hann væri aS eins rödd þess, er hrópaSi í eySimörk. LeyfiS GuSi, allir, aS tala í gegnum ySur. LátiS ySur eigi óvirSing aS því þykja, aS hinn heilagi kærleikur hafi ySur fyrir hljóSpípu, aS andi ySar gangi upp i GuSs anda, aS röddin, sem út frá ySur gengur í líf- inu, sé GuSs rödd. / Þér verSiS smáir þá, í ySar eigin augum, og alt af minni og minni eftir því, sem lengur liSur á aS- ventutímann og þér lifiS ySur meir og meir inn í hinn heilaga aSventu-boSskap kristindómsins, •— segjandi í hjörtum ySar eins og Jóhannes: “Hann— frelsarinn—á aS vaxa, en eg aS minka” ýjóh. 3, 30J. En í því ástandi getiS þér séS dýrSina Drottins æ skýrar og skýrar fram undan ySur og vonglaSir hugs- aS um eilífSina eins og góSu börnin um hin komandi jól. — J■ Bj.—GutSspj.mál, 4. sd. í aSv. Jólavers- Eftir F. R. Johnson. Sjá., enn eru komin ein Jcsú-jól— Ó, játi nú sérhver maður: Að hvergi er friður, og hvergi er skjól, Og hvergi neinn griða staður, Hvort hátt eða lágt um heimsins ból. Sé herrann enn útskúfaður! “Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn, á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla, nafn hans skal kallað: undraráðgjafi, guðh'etja, eilífðarfaðir, friðar- höfðingi. Mikill skal ihöfðingdóm- urinn verða og friðurinn engan enda taka á hásæti DaVíðs og í konungríki ihans, til þess að reisa það og efla Vneð réttvísi og rétt- læti héðan í frá og að eilífu. Vandlæting drottins hersveitanna mun þessu til vegar koma.” Es. 9.6,7. Hinn mentaði heimur talar mik- ið uvn trú. þetta er þó vantrúar tími. Alt er vefengt, trú verð- ur að lúta skilningi, og menn kalla stundum skilning sinn (sem stundu'm væri réttnefndari iskiln- ingsleysi) trú. “Hinn óguðlegi segir: “þar er enginn guð”. Mikill hluti mentuðu þjóðanna segir þetta. “Hinir óguðlegu”, segir drottinn; ‘ hafa engan frið.” Heim- urinn er friðlaus. Að eins það er nóg til að sanna óguðleik hans. Mikill hluti mentuðu þjóðanna segir eins og þar stendur: “Komið hinum heilaga í ísrael burt frá augliti voru.” Es. 30. 11. Eða þá eins og þeir sögðu forðum: “Burt með hann.” Stærsta þörf heimsins er trú á frelsara, frelsara, sem frelsað getur frá synd, blóðsúthellingum, bardögum, siðspillingu, glæpum og öllu því, som er að tæta mann- kynið í sundur. Frelsara, sem grætt getur sundurflakandi þjóð- ir, brætt hatursísinn frá augum manna, molað og brætt stein- hjörtu einstaklinganna og lyft sökkvandi heimi upp úr örvænt- inga hyldýpi upp á sólríku vonar- hæðirnar, og látið þær sjá guðs dýrð. Þegar sá gamli heimur, sem trúað hafði verið fyrir sannleik- anum, hafði náð því spillingar hámarki, að Ihann ihrópaði: “Burt með hann, burt með sannleikann, þá var þörf á að prédika frelsara, enda var hann þá líka prédikaður með þeirri djörfung og frelsis- kraf'ti, sem jafnvel bræddi “járn- eðli” Rómaríkis. Eins og örin fór sá boðskapur út um heim- inn, klauf helmiúra heiðindóms og gyðingdóms, lamandi hverja mót- spyrnu, og fór áfram sigrandi til þess að sigra. En það voru sann- anir á baki við þenna boðskap. Gamli Páll prédikaði þann Krist, sem kom samkvæmt ritningunum. Það var ekki gott að hrekja þann sannleika, að þessum Kristi hafi verið spáð á alla vegu, mörg hundruð árulm fyrir fram. Eg held að spádómarnir verði erfiðasti liðurinn fyrir vantrúar manninn að afmá úr frelsisráð- stöfun guðs. Heimurinn heimt- ar sannanir. Prédikum þann Krist, sem kom sarnkvæmt ritn- ingunum. Því var ispáð: Að Jesú mundi fæðast. Es. 9, 6. Hvernig hann mundi fæðast, Es. 7.14. .... ........ Hvenær hann mundi koma fram Dan. 9, 25. (Dæmið er auðreikn- að). — Af hvaða kynkvízl hann mundi fæðast, Es. 11. 1. Hvar hann mundi fæðast Mika, 5. 1. Hverjar viðtökur hann mundi fá, Es. 53. v. Hvaða verk hann rnundi vinna, Es. 61, 1—3. Hvernig hann mundi verða svikinn af sínum, Sálm. 40, 10. Hvernig hann mundi verða seldur fyrir 30 sikla silfurs, Sak. 11. 12. Hvaða meðferð hann mundi sæta, Es. 53, 7. Hvernig hann mundi bera Ihana, Es 53, 8. Hvernig ihann yrði dæmdur og píndur, Es. 53, 8. Hann mundi talinn með illræð- ismönnum, Es. 53, 12. Hann mundi verða líflátinn, Es. 53, 8. Hvernig hann yrði jarðaður Es. 53 9. Hvaða orð hann mundi tala á kro'ssinum, Sálm. 22, 59, 22. Iívaða álit böðlarnir mundu hafa á honum. Es. 53. 4. Hvernig kastað yrði hlutkesti um kyrtil hans, Sálm. 22, 19. Þetta eru að eins nokkrir af þeim mörgu,. Höfundar nýja testamentisins vitna að minsta kosti 14. sinnum í einn einasta kapítula gamla testamentisins, 33 kap í .spádómsbók Esajasar. Og oft mætir maður þessum orð- um í Nýjatestamentinu: “Þetta skeði til að rætast skyldi ritning sú ” Spádómur sá, er grein þessi byrjar á, hefir ræst að mestu leyti, hitt mun vissulega rætast. Barnið er oss fætt, og sonurinn oss gefinn, nöfn hefir hann borið, rnikill ihefir ihöfðingdómurinn ver- ið og meiri mun hann verða, hinn endalausi friður er þó ekki enn ,þá fenginn, enda ekki sá tími kcminn þá konungurinn mun segja: ‘‘komið þér elskuðu föður míns og eignist það ríki, sem yð- ur var fyrirbúið frá grundvöllun heimsins, en sá tími kemur og gott er að geta trúað því, að það komi friður, sem engan enda muni taka. mr- pað er talað í þessum spádómi um hásæti Davíðs, og er það eðli- legt því að Davíð var einn af þeim, sem fékk fyrirheitið um sæðið,” afkvæmið. Hlutirnir eru ekki í lausu lofti hjá guði himnanna. pað er alt út reiknað alt fyrir- hugað og það á réttum tíma. Þess vegna er og talað um fylling tím- ans. Fyrir nálægt fjögur þús- und árum var fyrirbeitið gefið um sæðið. Svo liðu rúm tvö þúsund ár og 'það var vundlega endurtekið í sáttmála við Abraham. Svo liðu önnur tvö þúsund ár, og sæðið kom, nú eru bráðum liðin aftur þriðju tvö þúsund árin. Eigum vér að búast við einhverju merkilegu? En til þess að sjá betur ná- kvæmnina í hlutunum, iskulum vér athuga þetta ofurlítið betur. Það var að kvöldi dags, að drottinn fyrst gaf fyrirheitið um sæðið. Sjá 1. Mós, 3. 8. 15. Það var að kvöldi dags, að drottinn gerði sáttmálann við Abraham. Sjá 1. Mós. 15, 17, 18. pað var að kvöldi dags, að drottinn leiddi lýð sinn út úr þrælahúsinu, Egyptalandi. Sjá 2. Mós. 12. kap. pað vnr að kvöldi dags, sem lof- aða sæðið kom í fylling tímans. Sjá Lúk, 2, 8. Það var að kvöldi dags, sem frelsarinn, hið sanna páskalamb, dó á krossinum. Það var rétt fyrir sólarlag, að Abraham hlutaði sundur nokkur fórnardýr að boði drottins, en þegar að sól var runnin og myrkt var orðið kviknaði í fórninni og drottinn gerði þá sáttmálann við Abraham. petta var árið 1921 fyrir Krists burð. Nákvæmlega 430 árum síðar .(Sjá 2. Mós. 12, 40, Gal. 3, 17.) slátruðu ísraels- menn páskalambinu j Egypta- landi, þann sama dag, sewi drott- 'inn hafði gert sáttmála við Abra- ham. peir slátruðu lambinu rétt fyrir sólarlag og fóru svo út úr landinu um nóttina. Þetta var árið 1491 f. Kr. nálægt 1525 árum síðar dó Kristur á krossin- um skömmu fyrir sólarlag. Sá, sem með frekari nákvæmni vill athuga þessa og aðra fleiri liði fyrinheitsins mikla um “sæð- ið,” Ihlýtur að komast að raun um, að það þarf meira en meðal van- trú til þess að loka sjón sálar- innar fyrir hinum jguðdómlegu ráðstöfunum og framkvæ'mdum, se*m hér er um að ræða. Heimurinn hefir reynt bæði trú og vantrú. Skærustu sólskins- blettir mannkynssögunnar eru þó tímabilin þá sönn og lifandi trú hefir tengt hjörtun bræðrabandi. Vantrúin fjarlægir mennina guði. Trúin lyftir þeim upp til Guðs. Vantrúin gerir lífið kalt og kær- leikslaust. Trúin gerið það blitt og kærleiksríkt. Vantrúin ger- ir menn freka. Trúin gerir þá auðmjúka og hógværa. Van- trú gerir menn ágjarna. Trúin gerir menn fórnfúsa. Vantrúin skapar myrkur, kvíða, efasemdir, óþreyju, kulda og stríð í sálunni. Trúin kveikir ljós, líf, yl, bjartar vonir, iífsgleði, róse'md og ótrufl- EIMSKIPA FARSEÐLAR frfl, fslnndi um Kristjantu í Noretú OK Kaupmannahöfn í Banmörku, með hinum AKætu skipum Scandinavian-American línunnar. Pyrir- fram ttreidd farhröf g-efin út til allra járnbrautarstööva I Canada. AÖ eins 8 daga fril Kristjaniu til Halifax; 9 daga frá Kaupmanna- hfifn. Sigjingar: “Oscar II” 6. marz, “United States" 3. april. "United States” 15. maí og “Helig Olav’’ 29. mai. Fart>egarymin öll upp á þati allra fullkomnasta. priöja farrými hreinasta fyrirtak. BorÖhald hiö bezta. Yfir fjörutlu ftra reynsla I farþegjaflutningum. Kimskipafúlag þetta lætur ekkert til sparaÖ, aö farhegum 1181 sem allra bezt. Scandinavian American Line, 123 S 3rd St. Minneapolis, Minn. ooooooooooooooooomooooo#

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.