Lögberg - 22.05.1924, Side 2

Lögberg - 22.05.1924, Side 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN,22. MAf. 1924. P: KVALDIST I ÞRJÚ ÁR- Ósjálfbjarga af gigt en Fruit-a-tives hjálpaði mér roe. p e BOISSINOT Þaí er engin furÖa, Jx') fólk lialdi upp á “Fruit-a-tives” og telji {>að, sannan vin hverrar fjölskyldu. Það er ekki nema eölilegti aö fólk, sem þjáðst hefir árum saman, gleðjist yfir því, aö losna við þjáningar sinar. Mr. P. R. Boissinot, að La Broquerie, Man., skrifar: “Eg varð að hætta starfi mínu, handleggirnir voru stokkbólgnir og mátturinn þvarr óðum. Mér fanst, sem eg mundi aldrei framar geta gefiS mig við bændavinnu. En dag nokkurn sagði frændi minn einn mér af "Fruit-a-tives”, sem ágætis gigtarmeöali og ráölagði mér aö reyna það. Eftir pvi iðrast eg ekki, því innan skamms tíma, var eg oröinn heill heilsu. “Fruit-a-tives'’ er undrameöal, unnið úr epla, appelsínu, fíkjy. og sveskju safa, og er bezta meðaliö, sem þekst hefir. við gigt, bakverk, höfuðverk, taugaslappleika og meltingarleysi. 25c- °S 5°°- askjan, hjá öllum lyfsölum, eða beint frá Fruit-a- tives, Limited, Ottavva, Ont. Œfiminning Jóhannesar Vigfússonar, prentara Þetta er marzmánuður og í dag er sá tuttugasti og þriðji', svo á Jtessari stundu má rétt ár heita lið- ið síðan Jóhannes Vigfússon var lagður í gröf sína. Hann var maðurinn, sem ekki fanst forðum daga, þegar til hans átti að taka, að bera vitni á rnóti Skúla Thoroddsen í isfirzku mál- ununt. Ekki hæfir að leggja hér neinn dóm á dómsúrslit þessara is- firzku mála. Bæöi það og annaö, sem Skúli átti aö mæta fyr og sið- ar á sinni lífsleiö, hlýtur aö hafa sinn dónt með sér i sögu íslands, þegar frant liða stundir. Hitt má hér fullvrða, að Jóhannes Vigfús- son hafði’ sjálfur verið saklaus eins og barn i þeim málurn, en Skúla var hann eins trúr og bezti bróðir, og starf hans hafði um stund verið möndullinn. sem þau málaferli snerust um. Með Ame- rikuför Jóhannesar hvarf hans nafn úr þeirri sögu, en eftir stóð ó- gleyntd fyrir almenningsaugum hin stærri nöfnin: Hannes, Lárus og Skúli’. Ti! dauðadags gleymdi Jóhannes því víst aldrei, að bæöi jón Sig- urðsson og Skúli höfðu umboð sitt i þjóðmálabaráttunni frá sama kjördæminu, og allur hans hugsun- arháttur í islenzkum málum kvaö til æfiloka viö þann tón, sem hon- um fanst, að til þeirra manna mætti rekja. Eg minnist þess lnegst, hve vel honttm leið við að setja litla kvæðið: “Og hvað er betra að höggva i skóg sinn rjóöur, ef höllin bygð á annars land er sett?” eftir Stephan G. Stephans- son, enda mun honum þar hafa þótt kenna rétta tónsins. Upp úr því litla kvæöi árið 1908, kváðu sömtt strengirnir víðar viö. Þá skeöí sá óvanalegi atburöur, aö Öll vestur-islenzku blöðin urðu á sama bandi. Það var i afskiftum sínum af islenzku kosningunum, sem þá fórti fram. Fylgi Vestur-íslend- inga við málstað Skúla, varð þá svo eindregið, að einir fjórir menn hérna megin hafsins urðu að þvi kunnir, að vera þá andstæöingar |>ess málstaðar. í öllum þeim um- brotum, sent þessi allsherjar áhugi vestur-íslenzkra manna var valdur að, átti verklega framkvæmdin upp- haflega rót sina að rekja til hinnar órjúfandi trygðfestu Jóhannesar V igfússonar í garö fornvinar sins, Skúla Thoroddsens. Að slikt gat borið sig, stafaði af því, hve einkennilega dulkend á- hrif Jóhannes haföi á þá, sern nána umgengni höföu við hann, næstum því án þess þeir vissu sjálfir af því. Menn festu ósjálfrátt traust á skoðunum hans og ráðum, þegar þau var að fá, því skipuleikinn á 11.3 J m Þ0 gerir enga til- ■ 1^1*1 raun út 1 blAinn S meB þvl a« nota E>r. Chase's Ointment viS Kczema og öBrum húösjúkdSmum. paS græSir undir eins alt þesskonar. Kin | sskja til reynslu af Dr. Chase s Oint- ment send frl gegn 2c frimerki, ef nsfn þessa blaSs er nefnt. 60c. askj- nn I öllum lyfjabúöum, eSa frá Ed- vutnson, M it- t & Co„ Dtd.. Toronto. öllum hugsunum, athöfnum og á- höldum var á svo háu stigi', að ekki verður sanngjarnlega við neitt jafnað annað en klukkuna. Þetta er svo bókstaflega rétt, að fólk í húsum, þar sent hann fór um far- inn veg, setti klukkuna sína eftir því, hvenær hann gekk að eða frá verki. Hlvað eina, sem hann haföi um að fjalla, gat hann jafnt fund- íð á nóttu sem degi á sinum stað. Alt stöð eins og stafur á bók. Og það var við hæfi. Hann var prentari: Prentun er rnargra manna iðja, Nokkrum þeirra verður það prent- list. Um þá íþrótt má sama segja og merkur tónfræðingur sagði um hljóðfærasláttinn: “Maður spilar ekki meö fingr- unum.” Auðvitað bendir sú stað- hæfing til sálarlífsins, sent bak við hendina liggur. Og þannig var prentun Jóhannesar Vigfússonar varið. Það er alkunnugt, að eng- in iðnaðarmannastétt er, upp til tópa, jafn-sannmentuð eins og jtrentarastéttin. Hún hefir á hendi ferjumensku allra bókfærðra hugs- ana frá einni sál til annarar. Að vísu smiöar hún ekki bátana sjálf, en henni ber að gæta þess, að þeir laskist hvergi. Á því verður prent- arinn sérfræðingur í einni eða ann- ari grein, og í íslenzku nútíðar- máli mátti Jóhannes áreiðanlega teljast það. Hann virtist lifandi persónugjönvingur staf- fræðinnar, og gat sýnt öllum hennar blæbreyt- ingum jafnan sóma, hlið við hlið. Að hafa ekki til flýtisauka, num- ið af honum þá þekkingu, meðan tími var til, er sú yfirsjón, sem mér er nú hin mesta eftirsjón. Það mætti af þessari frásögn virðast svo, sem Jóhannes prentari hefði ekkert veriö nema vaninn, en sú ályktan færi þó harla mjög vill- ur vegar. Óhlekkjaðra sálarlíf, en hans, á öllum almennum hugsana- svæöum, væri ekki vandalaust verk aö finna. Uppí á hinu háa fót- stykki tamdrar háttsemi, var þeim mun betra svigrúm og útsýni fyrir siviðbúinn og æðrulausan anda. Hverri nýjung, sem að höndum bar, var mætt með ró og gætni. Ekk- ert þurfti að fara í fumi og handa- pati. Honum lá alla jafna í augum uppi, hverju næst bar að sinna, og það eins og sagði sig sjálft, hvern- ig bezt væri aö sinna því. Ekkert var að óttast, ár og síð og alla *íö var um ekkert að ræða, nema sama jafnðargeðið af sama toga spunnið. Innan um alla þessa kyrð var þó eftirtektin líkust því, að maðurinn væri allur saman augu. Það var ekki mikið varlegra aö fara á bak viö hann með þaö, sem fela skyldi, heldur en að ganga hreint til verks að framan við hann. Ekki þurft’ þó vinum hans að standa neinn beigur af því, hvaö hann kynni aö vita, en öðrum gat af og tll hlotist af þvi eitthvert ónotalegt gamanyrði. Með ahri hægðinni, átti hann talsvert af gletni í fórum sínum, en aldrei mátti spaugið þó ná svo langt, að neinn skyldi meiðast. Það var í samræmi við annað. Alt skyldi síilla viö hóf. Jóhannes Vigfússon var fæddur í Hítarnesi í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu, 10. dag desember mánaðar 1840. Að ætterni, þegar miðaö er við eftirlifandi menn hér vestra, var hann í aðra ættina þre- menningur við Bergþór Þórðarson, fyrverandi bæjarstjóra á Gimli, og í hina ættina þremenningur við Guðmund Fjeldsted fyrv. þing- mann Gimli-kjördæmis, en einum lið enn þá nánari, nefnilega að öör- um 'og þriðja, var skyldleiki hans við Soffíu, konu Jóns ritstj. Bild- fells, og við Þorkel Sveinsson kaupmann í Selkirk, og alsystkin hans. Vigfús, faðir Jóhannesar, vann við verzlun í Búðakaupstað, og dó ungur. Faöir Vigfúsar var Guð- mundur Sigurðsson, 'bóndi í Kol- beinsstaða hreppi; en móöir hans var Sigríður, systir Bergþórs á Ánabrekku í Mýrasýslu.1 Guðrún, móðir Jóhannesar, var dóttir Vernhards Þorkelssonar i Reynholti og Ragnheiðar Einars- dóttur, sem var systir Eyjólfs í Svefneyjum, Magnúsar í Skáleyj- um, Katrínar í Látrum og Þor- bjargar konu Andrésar Fjeldsteðs hins eldra á 'Hvítárvöllum. Systir Guðrúnar var Ástríöur, amma Soffíu Bíldfell; en bróðir Guörún- ar var Þarkell, faðir Jóhanns dóm- kirkjuprests og Veroníku, sem var seinni kona Sveins Kristjánssonar, bónda á Framnesi í Víðirbygð í Nýja íslandi. Allur þessi afspreng- ur séra Vernharðs, er af sama bergi brotinn sem Jón skáld Þorláksson, kominn af Vídalínsætt og frá Jóni biskup Arasyni, en sú ætt veröur aftupr rakin til Ragnars loðbrókar. Árið 1883 kvongaðist Jóhannes. Kona hans varð Ólöf Guðmunds- dóttir, Vigfússonar frá Bíldhóli á Skógarströnd. Hún lifir 'mann sinn og er til heimilis í Álftavatnsbygð- inni. Börn þeirra eru :Ragnheið- ur, kona Haraldar Davíössonar i Winnipeg, og Guðmundur, sem einnig er þar til heimilis. Prentlistina nam Jóhannes í Kaupmannahöfn á unga aldri, og gaf sig meira og minna við henni fram undir sextíu ár. Fyrst í Reykjavík og á ísafirði, þangað til hæði “Þjóðviljinn” og “Þjóðviljinn Ungi” voru fallnir í valinn; og síð- an hér vestan hafs, um lengri eöa skemmri tínia við allar ísl. prent- smiðjurnar í Manitoba. Jóhannes Vigfússon varð rúmra 82 ára gamall. Andlát hans bar aö höndum á heimili dóttur hans í Winnijæg, 13. marz 1923. Tiu dögum síðar var hann jarðsettur í Brookside grafreitnum. Á vöxt var Jóhannes fremur smár, en fríður sýnum og samsvar- aði sér ágætlega. Snyrtimaður var hann svo mikill, að hann gætti sjálfur hárs síns og skeggs, og alls klæðaburðar til dauðadags síns og bezt er á tvítugsaldri; enda minn- ist eg þess, að heyra það eitt sinn í umtali um ’Jóhannes Vigfússon, aó hann væri geðfeldur eins og ung- ur maður, og var hann þó þá kom- inn yfir sjötugt. Það hygg eg rétt með farið, að af störfum Jóhannesar hér vestra, hafi Baldursverkin orðið honum ástfólgnust, og næst störfum hans við “Þjóðviljann.” Samverka- mennirnir við “Baldur” höfðu all- margir veriö bornir til grafar á undan honum,1 þótt hann væri þeirra elztur: Hjörtur Björnsson, Páll Jónsson og Pálmi Einarsson, á unga aldri; Einar ritstjóri Ólafs- son, miðaldra; og Jóhannes Ólafs- son, á næsta reki við hann sjálfan. Þegar röðin kom að honum sjálf- um, báru prentararnir úr íslenzku prentsmiðjunum í Winnipeg lik hans til grafar. Enginn þeirra Baldursmanna, sem enn lifa, mun í tima hafa vitað um utför hans. Heldur en ekki neitt, verður því einum þeirra nú svona skrafdrjúgt um ársgamla minninguna, — þó seint sé. /. P. Sólmundsson. -------0------ Innflutningsbann. Atvinnumálaráðuneyti fslands gefur út nýja reglugerð. I. Atvinnu og samgöngumála ráðu- neytið hefir 14. marz 1924 gefið út eftirfarandi reglugerð til bráða- birgöa um bann gegn innflutningi á "óþarfa varningi’’. Reglugeröin er undirskrifuð af Klemens Jóns- syni, þáverandi ráðherra, og er svo látandi': “Samkvæmt heimild í lögum No. 1, 8. marz 1920, um heimild fyrir landsstjórnina til að takmarka eða banna innflutning á óþörfum varningi, eru hér með sett eftírfar- andi ákvæði um bann gegn inn- flutningi á óþörfum varningi: 1. gr. Bannað er að flytja til landsins vörutegundir þær, er taldar eni hér eftir: a. Allar brauðtegundir. b. Smjör, smjörliki og öll önnur feiti, nema til iðnaðar. c. Ostar allskonar. d. Saltkjöt, flesk, pylsur. e. Niðursoðið kjöt og fiskmeti, og allar niðursoðnar vörur nerna mjólk. f- Egg, aldini, nema epli og sveskjur. g. Kaffibætir, súkkulaöi, síróp, htinang, brjóstsykur, konfekt, karamellur, lakkrís, marsipan og annað efni til konfektgerð-1 og brjóstsykurgerðar, vindl- ingar. h. öl, gosdrykkir, óáfeng á- vtaxtavín i. Hverskonar vefnaðarvörur og tilbúinn fatnaöur og höfuð- föt, nema tvistdúkar, léreft, molskinn, boldang, segldúkur, pokar og pokastrigi, fiskum- búðir JhessianJ, lóðarbelgir, lampakveikir, sára - umbúðir, régnkápur, sjóklæði. Enn- fremur eru undanþ. banni: vefnaðarvörur, sem unnar eru úr ísl. ull í erlendum ('norsk- um) tóvinnu verksmiðjum, enda séu þær ætlaðar ein- göngu til heimilisnota, en eigi til sölu. j. Doðskinn, hanzkar, reiðtygi, töskur, veski og aðrar vörur úr skinni, fjaðrir til skrauts, fiður og dúnn. k. Skófatnaður úr skinni, nema sjóstígvél. l. Skó-áburður, leöur-áburður, gólfáburður, vagnáburður, og fægiefni, baölyf, kerti, sápur, ilmvötn, hárvötn. m. Tilbúin stofugögn. n. Lifandi jurtir og blóm, jólatré. o. Bréfspjöld, myndabækur, veggmyndir, kvikmyndir, myndarammar, rammalistar. p. Úr, klukkur og hvers konar gull-, silfur-, plett-, eir og nikkelvörur, gimsteinar, og hvers konar skrautgripir. r. Hljóðfæri hvers konar og gramophone plötur. s. Bifreiðar, bifhjól, reiðhjól. t. Glysvarningur og leikföng, hverju nafni sem nefnast, flug eldar. 2. gr. Nú telur einhver vafa á því, hvort vara sú, sem hann vill flytja til landsins, falli undir ákvæði 1. gr., og getur hann þá leitað úrskurðar atvinnu- og samgöngumála-ráðu- neytisins hér að lútandi, og er það fullnaðar úrskurður. 3- gr- Þær vörur, sem komnar eru í skip i útlöndum áleiðis hingað, þegar reglugerð |æssi öðlast gildi, og skipið heldur að fermingu lok- inni til hafnar hér á landi, má flytja inn á sama hátt og hingaö til, sama gildir um vörur, sem þegar eru keyptar og sendar af stað á- leiðis hingað á farmskírteini, alla leið frá sendanda til viðtakanda, ]iótt ekki sé á einu og sama flutn- ingstæki. 4- gr- Lögreglustjórar skulu hver í sinu umdæmi' hafa gætur á þvi, að fyr- irmælum reglugerðar þessarar *sé stranglega fylgt, og er þeim heirn- ilt að setja þær reglur og gera þær ráðstafanjr hér að lútandi, sem þurfa þykir. 5- gr- Brot gegn ákvæðum 1. gr. reglu- gerðar þessarar varðar sektum, alt að 100,000 kr. 6. gr. Með mál út af brotum gegn reglu- gerð þessari skal fara sem almenn lögreglumál. 7-. gr- Reglugerð þessi öðlast þegar gildi og fellur þegar úr gildi reglugerð 31. marz 1921 um sama efni. Þetta er hér með birt öllum þeim til eftirbreytni, sem hlut ei'ga að máli. Merkileg uppgötvun. Lars Vegard, prófessor við há- skólann í Kristjaníu, hefir gert mjög merkilega uppgötvun við rannsóknir sínar á norðurljósun- um. Hann hefir komist að þeirri niðurstöðu ,að utan um gufuhvolf jarðarinnar sé eins og hjúpur úr föstum köfnunarefnis- saltpéturs- samböndum ( nitrogeniumnitrum ). Hann telur fulla vissu fengna fyr- ir því, að það sé þessi hjúpur eða hvolf sem gefi himninum bláa lit- inn. Enn fremur segir hann, að frá honum kastist þráðulausu loft- skeytabylgjurnar aftur svo hægt sé að senda þráðlaus skeyti' um víða veröld t. d. alla leið til Ameríku, en ef að þessi hjúpur veitti ekki viðnám, væri það gersamlega ó- mögulegt, því skeytin mundu þá fljúga hindrunarlaust út í endalaus- an geiminn og ekki vera hægt að hemja þau. Fullyrt er,' að fleiri ráðgátur himingeimsins séu leyst- ar með þessari uppgötvun.—Ifœnir. ------o----- Þjóðeraisrækt. í vetur dó norskur maður i Wis- consin í Ameríku, að nafni Torger G. Thompson. Faðir hans, Gull- eik Thorsteinsen, fluttist frá Voss í Noregi til Ameríku 1841. Þar skifti hann um föðurnafn og kall- aði sig Thompson. Þegar hann dó, var hann ríkasti bóndinn í sínu héraði'. Sonurinn, Torger ('Þor- geirj tók við búinu eftir föður sinn og varð bóndi svo mikill, að hann bar af öllum á nálægum slóð- um, hinn mesti framkvæmdamað- ur og safnaði miklum auði. Hann hafði mentast í Vesturheimi, en bar ávalt ódauðlega ást til alls sem nor- rænt var, ‘sérstaklega máls og menta. Og bæði' um það og auð- magnið ber hin merkilega arf- leiðsluskrá hans ljósast vitni, um leið og hún lýsir göfgi og mann- gildi. í arfleiðsluskránni mælir hann svo fyrir, að ekkjan skuli njóta allra eignanna eftir þörfum meðan hún lifir. En þegar hún deyr, á að selja búið og allar eignir og skifta fjársjóðnum þannig: 40,000 dollarar eiga að renna til St. Olafs skólans í Minnesota og vöxtunum af því á að verja til styrktar fátækum stúdentum, 'sem hann sækja. 10,000 dollara eiga að renna til norsk-Iútersku kirkjunnar í ameríku, og vöxtunum skal verja til útbreiðslu. Síðan fá ýmsar smærrí mentastofnanir nokkrar fjárupphæðir. En því, sem þá er eftir, sem gert er ráð fyrir að verða muni kring um 300 þús. dollarar, á að verja til þess að setja á stofn kennarastól í norrænum tungumál- um við háskólann í Wisconsin. Há- skólinn á að fá þessa fallegu upj>- hæð til umráða í þessu augnamiði, og til þess að kaupa og setja þar á stofn bókasafn norrænna bókmenta og tungumála, og enn fremur til þess að styrkja þar til náms stú- denta af norrænum ættum, en þei'r verða að geta talað norsku, sœnsku, dönsku og íslenzku■ Það getur maður nú sagt að sé að kannast við þjóðerni sitt. Slíkir synir mega heilir heiman fara af fósturjörð sinni, er svona dyggilega vinna sjálfum sér fé og frama og þó þjóð sinni' mestan. Þessi Þorgeir fór vestur um haf og plægði hveitiakra, en sáði fræ- korni norrænnar sálar i plógfarið. —Hcenir. MATTHÍAS LÁTINN ísland syrgir mætan mög, — Matthias er látinn. — Þjóðin situr þögul mjög, því hún byrgit; grátinn. Enginn náði hærri’ en hann, né heldur dýpri tónum; er guðmóðs-loginn bjarti brann, þá birti’ oss fyrir sjónum. Mjög þó Braga blóma krans beri skáldin yngri, lengur vara ljóðgull hans og ljóma’ á tímans fingri. Taflið aldrei sál hans sveik; sæi’ hann leik á borði, sló hún eld, við ljóðaleik, unz logaði’ á hverju orði. Litla, krafta-kvæða þjóð, kalla má þig ríka, ef þér að eins gæfan góð • gefur marga slika. Erlendur Gíslason. I slandsf r éttir. Seyðisfirði 12. april.— Nýlátinn er einn skólapiltur á Eiðum, að nafni Þorkell Björn Hartmanns- son, Ásgrímssonar, kaupmanns á Kolkuós. Banameinið var lungna- bólga. Látinn er fyrir nokkru í Jökuls- árhlíð í No-Múlasýslu, öldungur- inn Sigurgeir Friðfinnsson, nær- felt 93 ára gamall. Hann var fram- úrskarandi ern og hraustur og hafði fulla sjón fram á dánardag Síð- astliðið sumar gekk hann alt af á engjar og meira að segja að slætti’, og mun það fátitt um mann í svo hárri elli. — Hleimili átti Sigurgeir sál. í Mágsseli í Jökulsárhlíð, en var staddur sem gestur i Bakka- gerði, er hann veiktist af inflúenzu og dó þar efti'r viku lgeu.—Hœnir. AWinnuleysi hefir verið með mesta móti hér í Reykjavík í vet- ur. Hefir margt manna verið at- vinnulausir í allan vetur. Um 200 manns Ihafa nú sent ríkisstjórninni áskorun um at- vinnubætur. Tracom sjúklingurinn er nú á batavegi. Augnlæknirinn hefii skoðað fólk það, sem mest vai hættan á að smitast Ihefði af hon um og telur hann nú, að sæmilega öruggt sé Orðið, að enginn hafi ..smitast. ' Þórhallur Jó'hannesson læknir andaðist í sjúkrah'úsinu á ísafirði 36 ára gamall. Hann ihafði verið 8 ár læknir á pórshöfn á Langa- nesi, en var nú að flytja til Flat- eyrar, en komst ekki lengra en til ísafjarðar. Hann var kvæntur Á- gústu Jóhannsdóttur, og lifir hun mann sinn. Þóúhallur sálugi hafði lengi þjáðist af brjósttæringu, og varð hún banamein hans. Hann var mætismaður, góður læknir og vin- sæll mjög. * Séra Sigurður frá Vigur andað- ist i Landakotsispítala í gærkveldi. Hann kom hingað frá ísafirði á laugardaginn fyrir páska, til þess að leita sér lækninga, en hafði áð- ur legið í isjúkrahú'si á ísafirði. 1 Seyðisfirði 19. apríl. Véltoáturinn Seyðfirðingur fórst í morgun framundan Stöðvarfirði, er hann var á Teið hingað heim frá Djúpavogi. Er giskað á, að báturinn (hafi rekist á blindsker. Á toátnum voru 8 menn og fór- ust þeir allir. Voru þeir þessir. Þórður Guðmundsson, sem var formaður bátsins, Ólafur Einars- son, óli Steinn Jónsson, Sigurður Gunnarsson og vermennirnir Ei- ríkur Kröyer, Magnús þorsteins- son og Guðmundur Haraldsson. Voru allir þeasir vnenn héðan úr bænum. Ennfremur Sigþór Þrynj- ólfsson frá pórarinsstaðaeyrum. í dag fundu róðranbátar fra Stöðvarfirði fimm af líkunum og voru þau öll með flotbelti. Enn- GIGTIN HORFIN SEGIR GESTGJAFIIMONTREAL F. A. Mongeau skýrir frá því, hvernig hann fékk heilsuna eftir .átta ára þjáningar af gigt. F. A. Mongeau, velþektur hótel- maður á Prince of Wales hótell- inu, nr. 17 og 19 McGill College Ave., Montreal Canada, gefur út eftirfarandi vitnisburð um gildi Tanlac meðalsins “Eftir þaÖ, sem Tanlac hefir gert fyrir mig, vildi eg geta hælt því viS alla menn. Eg hafði þjáðst í 8 ár af gigt og mátti mig tæpast hræra. Neyddist eg til þess að ganga við staf. Taugamar voru orðnar svo ónýtar, að eg fékk ekki notið svefns um nætur. Sex flöskur af Tanlac læknuðu mig gersamlega af gigtinni, og nú kenni eg mér einskis meins fram- ar. Taugamar eru komnar í sitt rétta horf, og eg sef vært og rólega á hverri einustu nóttu. Þeir, sem vilja leita frekari upplýsinga, geta látið mig vita.” Tanlac fæst hjá öllum ábyggileg- umlyfsölum. Varist eftirstæling- ar. Meira en fjöratíu miljón flöskur seldar. Notið jTanlac Vegetable Pills við stýflu. Búnar til hjá framleiCendum Tanlac’s. fremur fundu bátarnir isiglurána af toátnum, og er giskað á, að tveir mennirnir, sevn ekki hafa fundist hafi ætlað að haldá sér uppi á henni. Líkin, sem fundist hafa, verða flutt hingað í kvöld. Báturinn var óvátrygður og .sömuleiðis fiskfarmur isá, er hann var. með ,,Menn og mentir”, eftir Pál Eggert Ólafsson (III. toindi Guð- torandur biskup þorláksson og öld hatís) koma út í dag. Þetta bindi er 9 örkum stærra en annað toind- ið, og má isvo að orði kveða, að mestur íhluti efnisins sé áður ó- kunnur öllum þorra manna. Árið 1914 reisti hr. Gísli J. John- ,sen, konsúll í Vestmannaeyjum, varsmiðju til að vinna áburð og fóðurmjöl úr fiskúrgangi, og hefir hún starfað óslitið síðan. Hefir framleiðslan verið 150—330 ismá- lestir á ári. Fyrstu árin, meðan mjölið var óþekt erlendis, — innlendur mark- aður hefir til þessa enginn verið— valt á ýmsu með hagnaðinn. En síðustu árin hefir mjölið selst á- gætiega; til dæmis hafa Englend- ingar keypt meginið af þessa árs framleiðslu fyrir hátt verð. Annars hefir mjölið verið selt til flestra landa í Evrópu og alla leið til Japan, en Japanar nota manna mest slíka /hluti til átourðar og eru forvígismenn á því sviði; hafa bændur í Ameríiku og Eng- landi mjög notað sér reynslu þeirra hin síðari ár, með ágætum árangri. Mjöl þetta má nota jöfnum hönd- um til iskepnuifóðurs og áburðar og er í því tiltölulega mikið af köfnunarefni'skendum efnum. Bætiefni (vitamin) eru mjög mik- il í ’mjölinu, en þau eru jurta- gróðri sennilega engu ónytsam- legri en skeþnum. Þau efni vant- ar algerlega í þann “tilbúna á- burð”, sem unninn er úr lofti, eða á annan hátt, efnafræðisTega, og hingað hefir verið fluttur í stór- um stíl frá útlöndum hin síðari árin. — Fiiskúrgangsmjöl þetta fæst nú keypt hér, sem sjá má af augýsingu í blaðinu. Kjartan Jóhannesson hér úr bænum, andaðist á VífiTstaðahæT- inu aðfaranótt sunnudagsins 6. þ. m. Foreldrar hans voru Jcihanne3 Oddsson, verkamaður, og kona han Sigríður Bjarnadóttir hér 1 toænum. Frú Kristín Arngrímsdóttir frá Höfn í Hornafirði andaðist a Voirdingtoorg-spítala í Danmörku í gærmorgun, 4. þ. m. Hinn 9 marz síðaistl. lést að Þorgerðarstöðum í Fljótsdal einn af heldri toændum í Héraði. Magn- ús Óláfsson, fullra 63 ára að aldri. Um daginn veiddust um 20 strokkar af fallegri imillisíld I Hornafirði. Mun það eins dæmi þar, og- ætti að spá góðu um síld- argönguna. Ekki ólíklegt ireyndar að Ihún hafi komið þar áður, þótt eíkki hafi Ihún vakið á sér eftirtekt. Hænir 4 ,—12. apríl. Berklavarnafélag ísland's var stofnað í gær, og kemur í stað Heilsuhælisfélagsins', sem hér var áður. Tilgangur félagsins er að vinna á móti útbreiðslu berkla- veikinnar, með þeim ráðum, sem nánara eru tilgreind í lögum fé- lagsins. í stjórn voru kösnir: Magnús Pétursson, toæjarlæknír Sæmundur prófessor Bjarnhéðinss. Eggert Claessen bankastjóri, K. Zimsen, borgarstjóri, Haraldur Árnason kaupmaður, en til vara Sighvatur Bjarnason justitsráð. fslendingabók er nú kofmin af stað. Er ihún toundin í íslenskt kópskinn, gylt í sniðum og skreytt greyptum messingtoúningi. Er hann hið mesta listavark, unnið af Birni Björnssyni gulTsmið. Mun bókin hafa ihaldið á þing í dag. Frú Janþrúður Jónsdóttir kona Hannesar þjóðskjalavarðar Þor- steinsisonar dó á heimili sínu, Klapparstíg 11, ihinn 16. þ. m. eftir all-langa vanlheilsu. Hún var dóttir Jóns heitins Péturssonar háyfirdómara og fyrri konu hans Jólhönnu Bogadóttur frá Staðafelli Fædd var hún árið 4851, en giftist Hannesi 1889. Með, frú Jarþrúði er ein af mestu merkiskonum þessá Tands hnigin í faðm idauðans. Hún var stórgáfuð, vel skáldmælt og hámentuð. Þar að auki var hún mikil ihannyrðakona og unni isér- hverju sem ísTenskt er og fagurt. Mest er þó um ,það vert, að þessu fylgdu ágætis mannkostir, því að hún var mesta gæða kona, kristi- lega trúuð, afar trygglynd, frænd- rækin og vinföst. petta fundu aTl- ir þeir, er náðu vináttu hennar eða manns ihennar, og þessum kostum isamferða voru alúð og lít- illæti göfugrar sálar. Mótlætið í Tífi isínu og svo heilsuTeysið toar ihún \neð stillingu og jafnaðargeði trúaðra manna, er treysta drotnt. Eigi varð þeim hjónum toarna auð- ið, en þau ólu upp frá hér um toil 10 ára aldri, 4 ibörn, hvar af 3 voru bróðurbörn ihinnar framliðnu og 1 toróðir eiginmanns 'hennar og reyndist hún þeim öllum sem ræktarsöm móðir. Hún var gervi- leg kona 0g á yngri árutn, mær fríð sýnum. í 4 ár var hún ásamt Ólafíu Jóhannsd'óttur ritstjóri kvennafblaðsins “Framisókn” sem upplhaflega var gefið út á Seyðis- firði að ausitfirskum konum, en áður hafði hún í félagi við syst- ur isína og frænku sína gefið út “íslenska hannyrðaibók,” sem komst í mikið álit meðal kvenna, bæði á 'Sveitabæjum og í sjótún- um. Jarþrúður sál. var heimilisræk in og starfsöm kona, og auk þess var hún í ýmsum kvenfélögum og gerði margt nytsamt, enda var henni yfirleitt um það Ihugað, að láta gott af sér Teiða. Hún var hinn fynsti kvenmaður er kendi bóklegar námsgreinar í Kvenna- skóla íslands, einkum tugumái. enda var hún vel að sér í þei'm. í stjórnmálatoaráttu íslendinga fylgdist hún jafnvel með, og vildi í engu kvika frá fylstu réttarkröf- um þessarar þjóðar. Guð gleðji nú sál hennar, og minning henn. ar geymist tolessuð hjá oss. Jóh. L. L. Jóhs. Vantar land til kaups. 1. T4 Sec. 'með iskepnum og á- höldum, niðurborgun $500. 2. % Sec. Endurbætt. Mixed and dairy. Tekur við í haust góð nið- urborgun. 3. T4 Sec. Gott land en ódýrar byggingar, $500 niðurtoorgun. 4. I/2 Sec. Fyrir kindur og mixed farming. Getur skift 80' ekrum við strætisvagnalínu. Góðar toygging- ar. ínnan við 1J4 m. til járnbraut- arstöðvar. 5. Starfandi jörð til leigu, til hluta. G. S. Guðmundson. Ártoorg, Man. NOTIÐ HANA í HVERT SINN OG YÐUR ER SAGT AÐ NOTA MJÓLK.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.