Lögberg - 08.10.1925, Síða 4
Bte. 4
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
8. OKTÓBER 1925.
'Cocibcrg
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
nmhia Pre*», Lld., ,Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str.. Winnipeg, Man.
Talgimart N-6327 oý N»6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
Otanáskrift til blaðsins:
TK« ÍOLUW(BI^ PHES3, Itd., Bnx 317Í, Winnlpeg, Mai).
Utanáskrift ritstjórans:
íðiTOR LOCBERC, Box 317* Winnlpeg, Man.
The "Uögberg ' te prlnted and publlshed by
The Columbia Press, Llmited, in the Columbla
Building, €95 Sargent Ave, Winnipeg, Manltoba.
■*‘ i - ' '=
Tollar og skattar.
Síðan að síðasta Heimskringla kom út, hafa
nokkrir menn komið til ritstjóra Lögbergs og beðið
um skýringu á því, bver munur sé á orðunum
“tollur” og “skattur.”
Þessu væri hægt að svara í stuttu máli og
segja að tollur, eða tollar sé nafn á einum lið, eða
hlekk í skattakerfi þjóðarinnar. En sökum þess að
slíkt kerfi er veigamikið og nokkuð margbrotið er
ef til vill rétt að fara um það nokkrum orðum.
Enska orðið “tariff” á íSlensku tollur, er í raun-
inni skrá yfir vörutegundir, sem Skattaðar eru til
inntekta. Orðið skattar nær yfir öll útgjöld, sem
lögð eru á einstaklinga og félög til ríkis og sveita-
þarfa, og innibindur í sér öll' hin breytilegu nöfn,
sem hinum ýmsu deildum í skattakerfi þjóðanna
eru gefin. Um allar deildis skattakerfisins í landi
voru nennum vér ekki að fara að rita og látum oss
því nægja að minnast á nokkrar málinu til skýr-
ingar.
Enska orðið “tariff” þýðir ein? og sagt hefir
verið, skrá yfir vörutegundir þær, sem þjóðir
flytja að sér og frá og leggja á tolla, eða skatta
ríkinu til inntekta, og eru það nefndir óbeinir
skattar.
Tollurinn á slíkum vörum er ákveðinn með
lögum og sá sem fiytur vörurnar inn, eða út greiðir
hann í ríkissjóð, en hann gjörir meira, hann færir
upp verðið á innfluttu vörunni, sem svarar upphæð
tollsins og þá verðframfærslu horga allir þeir, sem
slíka vöru kaupa og er það nefndur óbeinn skattur.
Sama er að segja með skatt, eða toll á útfluttri
vöru, þegar um útflutningstoll er að ræða, þá borg-
er sá, er flytur vöruna út, hinn tiltekna skatt og
leggur svo ýmist á þá sem kaupa eða selja og stund-
um á Ibáða. Það er hinn annar óbeinn skattur.
Þriðji skathurinn, sem istundum er lagður á
vörur, er á ensku máli nefndur “excise duty” —
framleiðsluskattur, sem framleiðendur borga og
líka verður óbeinn skattur á þá, sem slíka vöru
kaupa.
Svo koma beinir skattar, svo sem eignaskattur.
Skattur á inntektum manna, bifreiðaskattur, gas-
olíu skattur o. fl. <En heildar nafnið, sem felur í
sér allar þessar deildir er orðið skattur, eða skatt-
ar.
Hon. Arthur Meighen í Winnipeg
Það var allmikill undiribúningur undir komu
leiðtoga afturhaldsflokksins, Hon. Arthur Meighen
til Winnipeg á miðvikudagskveldið var. Flokks-
menn hans hér höfðu leigt skála mikinn, sem held-
ur um fimm þúsund manns, handa Mr. Meighen til
að tala í. Skreytt hann á ýmsan hátt og ráðið
lúðraflokk til þess að skemta fólkinu ef því kynni
að leiðast. Skálinn var orðinn alskipaður fólki kl.
8 um kveldið og þingmannaefni afturhaldsmanna
til staðar að skemta fólkinu, þar til leiðtoginn
kæmi, sem búist var við að yrði og varð kl. 9.40 e h.
Þegar Mr. Meighen kom í salinn, var Hon. Ro-
bert Rogers þingmannsefni í Suður Winnipeg að
tala. Er hann orðinn skuggi hjá því sem hann
var, og sagði ungur maður, sem var sessunautur
vor að “þessi maður ætti f*ekar heima á gamal-
mennaheimili, en í þingsal,” en hann þekti ekki
Bobb.
Ræða Mr. Meighens við þetta tækifæri var eins
og flestar ræður hans, er hann hefir flutt upp á
síðkastið. Hátollaprédikun og spár um ófarir,
eyðilegging og dauða Canada þjóðarinnar, ef hon-
um væru ekki fengin völdin í hendur.
Röksemdafærsla Mr. Meighens í þetta skifti
var nokkuð einkennileg í samhandi við stefnu og
framkvæmdir Kin^-stjórnarinnar í tollmálinu.
Hann hélt því fram, að þrátt fyrir ákveðinn
stuðning bændaflokksins á þingi þá hefði King-
stjórnin ekki fylgt fram stefnu sinni og loforðum
er fram eru tekin í stefnuskrá frjálslynda flokks-
;ns frá 1919 og ljann sagði að gefin hefðu verið við
kosningarnar 1921, með lækkun tollanna. Hann
tók fram að tollar hefðu verið lækkaðir lítillega á
fáeinum jarðyrkjuverkfærum og tekin af aðeins
einni nauðsynjavðru tilbúnum jarðáiburði. ; Þrátt
fyrir þessa staðhæfingu gekk mestur hluti ræðu
hans út á að sýna fram á hve ægileg áhrif að toll-
lækkunin hefði haft á iðnaðarframleiðslu þjóðar-
innar og efnahag fólks. Vér vitum ekki hvernig
að fólk alment lítur á þessa röksemdafærslu en frá
voru sjónarmiði er það næsta furðulegt, að toll-
lækkun, sem er svo Ttilmótleg að naumast sé þess
vert að minnast á hana; skyldi geta valdið því, að
verksmiðjueigendur í Canada, ekki aðeins einn, eða
tveir, heldur svo Jiúsundum skifti hafi orðið að
loka verksmiðjum sínum, hætta að framleiða, og
láta vinnufólk sitt fara. Hvað skyldu það vera
margir menn, sem trúa þessu, þótt Mr. Meighen sé
húinn að prédika það nú í fleiri ár utan þings og
innan?
Vér trúum því, að margir iðnaðarmenn og verzl-
unarmenn í Canada, hafi átt við raman reip að
draga á undanförnum árum vér vitum það og vér
vitum líka að margar verslanir og iðnaðarstofn-
anir hafa orðið gjaldþrota, en að það alt sé að
kenna tollaniðurfærslu King-stjórnarinnM-, nær ekki
nokkurri átt.
Árið eftir að Meighen fór frá völdum, eða árið'
1922 áður en tollverndarmúr. Meighens og annara
hátollapostula var snertur, eða stefna King-stjórn-
arinnar gat haft nokkur"áhrif á kringumstæður
manna þá, samkvæmt heimildum Meighens sjálfs
(skrá Dunns) urðu 3695 verslunar og iðnaðarstofn-
anir gjaldþrota í Canada og nam fjártap í því sam-
bandi $78.000.000. Árið 1923 urðu 3247 stofnanir í
Canada gjaldþrota með $65,000,000 fjártapi og síð-
astliðið ár voru það 2,474 stofnanir, sem gjaldþrota
urðu með $64,000,000 fjártapi. Það liggur því í
augum uppi, að árið eftir að Meighen fór frá völd-
um og verndartollarnir skýldu iðnaðarstofnunum
óskarðir eins og hann skyldi við þá, þá urðu gjald-
þrotin flest og tapið í samibandi við þau mest. Hin
tvö árin, þau árin, sem stefnu King-stjórnarinnar
í fjármálum þjóðarinnar gat að nokkru, þá fóru
þau fækkandi og tapið, sem frá þeim stóð, mink-
andi.
Þegar Hon. Arthur Meighen talar um þessa
hluti, sem hann gjörir nú altaf þegar hann opnar
munninn, um stjórnmál á ræðupalli þá talar hann
einkum og sér í lagi um verksmiðjuhrunið, sem
King-stjórnin sé völd að með tollalækkun sinni.
Svó maður aftur taki heimildir Mr. Meighens
sjálfs ('Dunn skrána), þá sér maður að árið eftir
að harin lét af völdum, þá urðu 857 verksmiðjur,
stórar og smáar gjaldþrota í Canada með fjártjón,
sem nam $39,000,000 og var þá ekki farið að hagga
við tollmúrum Meighens eins og sagt hefir verið
hér að framan og engin eða sáralítil áhrif náðu til
frá King»stjórninni.
, iNæst ár á eftir eða árið 1923 urðu 792 slíkar
verksmiðjur gjaldþrota, með fjártjóni er nam $31,-
000,000, og síðastliðið ár urðu 625 slíkar stofnanir
gjaldrota með fjártjóni er nam $36,000,000, svo
það er í augum uppi og ómótmælanlegt, svo framar-
!ega að Dunn’s skrárnar séu ábyggilegar og um það
efast víst fáir að þrátt fyrir tolllækkun King-
stjórnarinnar þá hefir verið stór framför, líka á
þessu sviði síðan að Meighen lét af völdum og
King-stjónin tók við.
Ef að sú kenning Mr. Meighens væri sönn að
meinsemdir þær, sem hér hefir verið minst á og
aðrar fleiri, sem þjóðfélagi voru ama, yrðu hættar
með því að færa upp tollana þá ættu þær sannar-
lega ekki að þjá nágranna lýðveldið fyrir sunnan
oss — Bandaríkin, því þar eru tollarnir þó nógu
háir. En hvað skeður með þeim háu tollum? Yér
höfum að vísu ekki við hendina gkrá yfir verzlana og
iðnaðarhrun hjá þeirri þjóð á sama tímabili, en
vér höfum skýrslu yfir hankahrunið, sem er nokk-
urnveginn ljós mælikvarði á það, við hvað aðrar
stofnanir hafa átt að stríða.
Árið 1922 urðu 277 bankar gjaldþrota í Banda-
ríkjunum, sem til samans skulduðu 77,000,000 árjð
1923 voru það 578 bankar, sem urðu gjaldþrota og
námu skuldirnar $203,000,000 og síðastliðið ár —
árið 1924 urðu 613 bankar í Bandar kjunum gjald-
þrota og skuldirnar, sem á þeim hvildu námu $202,
000,000.
Hvernig stóð á öllu þessu bankahruni og fjár-
tjóni, sem því fylgdi? Hví vernduðu tollarnir ekki
þessar stofnanir? Sökum þess að tollarnir voru og
eru böl fyrir þá parta þess mikla meginlands, sem
flestar þessar bankastofnanir voru í og hafa gengið
svo nærri sumum pörtum landsins að þeim liggur
við eyðileggingu.
Hið sama hljóta hækkaðir tollar að gjöra í
vestur tfylkjum Canada, þar sem afurðir lands og
lagar er aðal framleiðsFan.
Knud Rassmussen á meðal
Eskimóa.
Að undanförnu hefir Knud Rasmussen verið
að ferðast á meðal Eskimóa í Norður-Canada og
hefir margt og mikið um það ferðalag sitt að segja
þar. Fyrst og fremst hefir hann lagt leið sína um
lítt þekt landssvæði og í öðru lagi kynst Eskimóum
nákvæmlega og siðum þeirra.
Eskimóar á Norðurströnd Canada segir Ras-
mussen að séu þrekmiklir menn, sem að líkum lætur,
því þeir eiga við marga erfiðleika að stríða og ó-
blíða veðráttu að minsta kosti vetur og haust.
Fljótlyndir segir hann að þeir séu og óvægir
hver í annars garð, og eigi því oft 1 skærum.
Ósamlyndi það stafar að sjálfsögðu frá fleiru
en einu, en aðallega þó frá skorti á gjafvaxta kven-
fólfei. f því sambandi segir Mr. Rasmussen frá því
sem kom fyrir Eskimóa einn, er Inorajuk heitir og
tilheyrir mannflokki þeim á meðal Eskimóa, er
Ilivilermio nefnist. Rasmussen hafði verið á ferð
og áði til þess að hvíla sig, þegar að hann heyrði
sagt rét.t hjá sér: ‘“Af konum erum við fæddir,
þeim eigum við Hfsgleðina að þakka og fyrir þær
erum við reiðuhúnir að drepa hver annan.”
Þessi maður, Inorajuk heiðist hjálpar Rasmus-
sen til þess að rétta hluta sinn og skýrir honum
frá málavöxtum á þessa leið:
“í fyrra vetur fór eg í. kynnisför til hygðar
landa minna, sem höfðu reist sér veturvistarbýli
(hús úr ís) nálægt Qeqertarssuaq (Jenny Lind
oyju), en áttu aðallega heima á Victoríu eyjunni,
Það var um það leyti árs, er sólin var tekin að
verma á ný og selirnir að ala unga sína. Eg fór
þangað til þess að versla við Ulugssaq og í för með
mér var Seqining og kona hans, kona mín og ung
dóttir. Viðskiftum mínum var brátt lokið, en eg
varð hríðteptur í heilan dag eftir að eg var ferð-
búinn.
Þá um daginn var konu minni boðið heim til
manns er Niaqoq heitir til þess að borða nýsoðið
selakjöt. En skömmu eftir að hún var þangað kom-
in kom 'Seqine^ til mín og sagði mér að fólkið í
þorpinu hefði ráðið við sig að stela konunni frá
mér.
í þessu þorpi eða bygð voru fjórtán karlmenn
með konur sínar og fór eg undir eins og mér urðju
fyrirætlanir fólksins ljósar heim að hyrgi því, er
kona mín var lokuð inni í og tókst mér eftir nokkra
áreynslu að hrjótast inn í það og ná konu minni út.
Þegar við vorum komin út komu allir karlar og kon-
ur þeirra út úr húsum sínum og veittust að okkur
lenti þá í slagsmál og eftir að vera búinn að berj-
ast Iengi og búið var að rífa af mér öll fötin gat eg
ekki haldið áfram að íberjast nakinn í > bylnum.
Varð eg því frá aS hverfa með dóttur mína. En
áður en eg fór, var mér tilkynt að Navfalik ætlaði
að taka konu mína sér fyrir konu.
“Nú bið eg lögregluna um að hjálpa mér, því
mér er ómögulegt að fá aðra konu og það er erfitt
fyrir mig og dóttur mína, sem er aðeins sex ára
að komast af kvenmannslaust.”
Þessi saga segir Rasmussen að sé gott
I
sýnishorn af því stríði, sem E&kimóamir eigi stöð-
ugt í út af kvennaskorti, og ástæðan fyrir fæð kven-
fólksins á meðal þeirra, er sú, að meybörn flest,
sém á meðal þeirra fæðast eru deydd, eða horin út,
undir eins og þau fæðast.
Eskimóar líta svo á, segir Rasmussen, að mey-
hörnin séu aðeins til hyrði, þar sem sveinbörnin
verði hrátt hagnýt til fanga og fjárstyrks.
Siðjir þessi er orðinn svo rótgróinn á meðal
mæðra Eskimóameyharnanna, .að þær finna ekkert
til þess, þó dætur þeirra séu deyddar. Velvildar
tilfinningin hjá þeim á því stigi, er dofin og dauð,
vaknar ekki fyr en síðar.
í samibandi við ræktarsemi Eskimóanna við
sonu sína, segir Rasmussen þetta dæmi: “Fyrir
meira en ári síðan, réðust fimm menn á þrjá karl-
menn konu og barn, því einn af þessum fimm vildi
kasta eign sinni á konuna. Leikur sá fór þannig að
mennirnir þrír konan og barnið voru drepin og lík
þeirra falin sem sigurvegararnir höfðu best vit á.
Einn af þessum fimm, sem að vígum þessum stóð
var séxtán ára gamall piltur, sem Alekamiaq hét
og annar nokkuð eldri, sem Tatamerana hét og vóg
Alakamiac^ einn af félögum sínum nokkru síðar til
þess að annar maður gæti eignast konu hans.
Frá -öllum þessum morðum var gengið svo, að
sem minst bæri á þeim, en þó komst lögreglan á
snoðir um hvað fram hefði farið og fór að leita
óibótamannanna, sem samkvæmt lögum vorum áttu
að hera ábyrgð á glæp þessum, en sem í augum
Eskimóa er enginn glæpur, þar sem að minsta kosti
að sextíu og fimm af hundraði eru manndráparar,
frá voru sjónarmiði skoðað, og barnamorSingjar.
Eskimóar þessir voru dregnir fyrir lög og dóm
og kostaði það ríkið $1900,000 að fá þá hengda.
Annar manna þeirra, sem hengdir voru átti föður
á lifi. Þegar faðirinn frétti að hengja ætti son
sinn, þá fanst honum það óbærilegt að konur sinn
yrði sendur inn á landið fyrir handan dauðaris haf,
án þess að þar yrði eirihver til að mæta honum,
svo eina úrræðið var að hann tæki sitt eigið líf, og
það gerði hann; reyndi fyrst að skjóta sig, sem
mistókst. Tók hann þá hn:f og ætlaði að stinga
sig í hjartastað, en það mistókst líka. Að síðustu
tók hann sög og' sagaði í sundur á sér barkann og
tókst á þann hátt að fullnægja þessari skyldutil-
firiningu. /
“Dag einn að vetrarlagi stóð eg við gröf þess
manns, sem er auðkend með stórum steinum, er
settir hafa verið ofan á hana<og tveimur dýraskinn-
um, sem fæla eiga villidýr í burtu frá henni. Vind-
urinn nístingskaldur lék um mig og íhenti snjónum
í flygsum alt í kringum mig. Samt liðu hitaöldur
um sál mína við að hugsa um örlögin, sem ibundin
voru við þessa gröf.
Einhversstaðar í fjarlægð hafði ókunnur mað-
ur hengt pilt. En hér á þessum stað hafði um-
komulítill og aldurhniginn heiðingi öruggur í trú
feðra sinna tekið upp á sig sinn hluta af sekt sonar
sín með því að fórna lífi s'nu.”
Um skemtanir á meðal Eskimóar er Rasmussen
fáorður, þó minnist hann á þrjá leiki á meðal þeirra
sem í miklum heiSri séu hafðir. Eitt er dansleikur,
sem þeir nefna úlfadans. Þeir, sem taka þátt í
honum, klæða sig í úlfahami, eða réttara sagt steypa
helgjum af úlfum, sem hausinn er áfastur við, yfir
höfuð sér og dansa þannig útbúnir. Dans sá bygg-
ist á munnmælasögu, er gengið hefir frá einni kyn-
slóð til annarar og er hún á þann hátt, að í fyrnd-
inni hafi örn hremt og haft á burt með sér ungling
og að örninn hafi kent unglingnum að dansa. Ung-
lingur þessi undir sér ekki í ararheimum, fór til
baka til fólks síns og kendi því dansleikinn, en fólk
hans kom á slíkar danshátíðar í úlfahömum.
Trumíbuslagari er á öllum sl'kum dansleikum og
slær hann ibumbu, sem úr við er gjörS, með krafti
miklum og list hans fólgin í, að trumuhljóðið líkist
sem mest hjartaslögum arnarins.
Annar leikur þeirra er 1 því fólginn a8 net er
fest á háar stengur í loftipu. Svo fer maður Upp í
netið og listin i þeim leik er fólgin í þvi að geta
staðið í sem tígulegustum stellingum í netinu. Sá
þriðji er hnefaleikur, sem karlmenn taka þátt í, eru
þeir herir niður að mitti og berjast svo á víxl með
hnefunum sína stundina hvor, því vanalegast eru
tveir og tveir að þeim leik í senn. Skiftast þeir á
um að gefa hvor öðrum kylfu-högg, en á meðan
annar er að berja á hinum, stendur sá, sem ekki
hefst að með krosslagðar hendur á brjósti brosandi.
Eins og menn vita, þá eru Eskimóar veiðimenn
miklir, bæSi á landi og sjó og fylgja þeim veiðiskap
einkennilegir siðir og hjátrú ekki alllitil t. d. veiða
þeir mikið af þorski, sem feiknin öll er af meðfram
norðurströnd Canada og þar sem þeir eru að þorsk-
veiðum raða þeir þorskum þeim er þeir veiða í
hring og standa svo sjálfir innan í hringnum og á
meðan að þeir geta þannig staðið, er það hjargföst
trú þeirra að þorskurinn í sjónum, haldi sig undir
hringnum og fari ekki þaðan fyr en hringurinn er
rofinn og veiðimaðurinn farinn út úr hringnum og
varlega fara þeir með þorskveiði sína uns þorsfc-
arnir eru dauðir, því þeir trúa að sálir þorskanna
lifni á ný.
Athugasemd við Thorsonsbréfið
“Hyaðan kennir þef þennan
Th—*— andar nú handan.’
í Lögbergi 1. októher hirtist annað opið hréf
frá C. T. iSegir hann í því, að eg hafi álýktað, að
listin “væri með öllu óháð lögum.”
Þetta hefi eg hvorki ályktað né sagt.
Þá skýrir C. T. frá því — (sem var raunar ekk-
ert leyndarmál), að til séu tvö félög í Bandaríkj-
unum, “The American Federation of Arts” í W'ash-
ington, og “The Municipal Art Society’- í New
York, sem gefið hafi út bækling með leiðbeining-
um fyrir dráttlistarmenn, myndhöggvara og aðra,
er fást við minnisvarðagerð. Tilfærir hann svo, —
all-rembingslega — ýms fyrirmæli úr bæklingi
þessum, um aðal reglur, er fylgja skuli við minn-
isvarða-gerð — og er það öldungs vandalaust, að
setja á sig spekingssvip og teygja lopann—eftir öðr-
um. — (Eg er samþykkur því, sem þar er sagt; en
meðan eg var að lesa, fanst mér eg sjá apa, sem
talaði mannamál.
Viðvíkjandi ummælum hans um steinsteypuna,
er það að segja, að sjaldgæft er, að minnismerki
séu húin til úr því efni. Þó kemur það fyrir og á
vel við stundum. — Hinn frægi Sculptor í Banda-
r'kjunum, Lorado Taft, hefir gert standmynd úr
steinsteypu, sem er listaverk. Vitaskuld er það
sjaldgæft, að það á við, en listin, eins og svo margt
annað, er “relative”.
ÞEIR SEM ÞURFA
LUMBER
KAUPl HANN AF
The Empire Sash & Door Co.
Limited
Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST, - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK
Kjörkaup á Eldivið
Vér hpfum um 300 cords af ágaetum eldiviÖ, ófúnum,
þurrum og af meðal staerð til sölu.
Tamarack - - $8.50 per cord
Pine - - $7.00 “ “
Spruce - - $7.00 « “
Poplar - - $6.50 “ «
Slaps - - $8.01) “ “
Slaps í stóarlengd hálft cord $4.09 Millwood $3.00
Talsími að deginum A2191. Kveldin A7224
TH0RKELSS0N, Box Manufacturer
KOL! KOL! KOL!
ROSEDALE KOPPERS AMERICAN SOURIS
DRUMHELLER COKE HARD LUMP
Thos. Jackeon S Sons
COAL—COKE—WOOD
370 Colony Street
Eigið Talsímakerfi: B 62-63-64
POCA STEAM SAUNDERS ALSKONAR
LUMP CQAL CREEK VIDUR
í þennan umrædda minnisvarða
á einmitt vel við að móta stuðla-
hergið úr steinsteypu — ekki til
að vera “eftirstæling kletts”,
eins og C. T. kemst að orði, held-
ur til að tákna form stuðlahergs-
ins. Þarf ekki að misbjóða list-
inni eða smekkvísi með því, sé
verkið að öðru leyti vel af hendi
leyst.
Skraf C. T. um það, hvað megi
sýna eða ekki sýna á íslendinga
landnámsvarða, hvort víkja megi
að Amer.'kufundi Leifs Eiríks-
sonar, sem leiddi af sér, að ís-
lendingar námu fyrst land í þess-
ari álfu; hvort sýna megi virð-
ingu landinu, sem landnemarnir
eru frá, ætla eg ekki að ræða við
C. T. Um þau atriði munu dæma
menn, sem eru miklu fæari en C.
T. — og þeir, sem ibak við tjöldin
standa.
í fyrra skrifi sínu leitaðist C.
T. við að lítilsvirða landnemana.
Nú ræðst hann á íslenzka
stuðlabergið! sem hann segir lé-
legra en annarsstaðar.
iEf það skyldi nokkurn tíma
fyrir honum liggja að reka skall-
ann (þó þykkur sé) í íslenzkt
stuðlaberg — líkamlega — þá
myndi honum naumast finnast það
hrotgjarnara eða mýkra, en ann-
arsstaðar.
Stuðlabergið íslenzka hefir stað-
ið um ótölulegar alda raðir, mót-
,að af nát.túruöflunum — ljóð í
steini — prýðilegt og sérkenni-
legt.
Vér getum, held eg, öll tekið
undir með Grími Thmsen og
heimfært upp á landnemana—
“Þéttir á velli og þéttir í lund,
þrautgóðir á raunastund”,
og svo:
“Norðurstranda stuðlaberg
stendur enn á gömlum merg.”
Fred. Swanson.
———o-------1—
Heimilisiðnaður í Harð-
angrl o.fl.
aldir þar. Má nefnn skáldin Jens
Tvedt, Hans Kinck og I.ars Jastac!,
málarann Lars Osa og myndhöggv-
arana Lars Utne og Ingebrigt Vik.
Eg hefi séð sum verk þessara lista-
manna og lesiÖ flestar ibækur þeirra
rithöfunda, sem eg nefndi — og
þykir mér mikið koma til.. En meira
I finst mér um heimilismenningu al-
þýöunnar x Harðangri. Kvað og
ívar Ásen Haröangursbúa vera
einhverja hina göfugustu fulltrúa
I norskr'ar hændamenningar.
■
Kvenfólkið í Harðangri mun alt
i af hafa verið kvenna listfengast.
Um það ber meðal annars Harð-
angurssaumurinn vott. — Jafnvel
í brauðgerð sköruðu Haröangurs-
konurnar svð fram úr, að sú brauð-
tegund sem þar er mest notuð, hef-
| ir rutt sér til rúms í sveit og við sæ
I um endilangan Noreg. En handiðn
karla var ekki síður merkileg.
Harðangur átti áérkennilegan stíl í
tréskurði og húsbúnaði — og bát-
arnir, sem þar eru smíðaðir, eru
frægir um land alt, frá Finnmörk
að Líðandisnesi .... En nýir siðir
ruddu sér meira og meira til rúms
í Harðangri — og menningin gamla
var í hættu. — Menn tóku að líta
á það gamla sem úrelt og fátæklegt
—og þá var ekki annað fyrir hendi
en kasta því frá sér, eða svo fanst
fólkinu. En svo kom vakningin með
lýðháskólunum og baráttu fyrir
norsku máli og siðum.
Maður er nefndur Lars. Hann
var frá Kinsorvik í Harðangri.
Hann var þegar hagur í æsku og
aflaði sér þekkingar á gömlum tré-
skurði og nýjum, lærði mikið og
var óþreytandi starfsmaður. Þá er
hann hafði náð þekkingu á almenn-
um listreglum, stíl og stílformum,
settist hann að í sveit sinni og setti
sér fyrir að .reisa af nýju tréskurð-
arlistina gömlu, skapa nýja á öðrum
grundvelli. Til marks um að hann
skorti hvorki þekkingu né gagnrýni,
má nefna það, að hann hefir ásamt
prófessor Halvdan Koht skrifað
hið rnerka ritverk um norska skart-
list (norsk prydekunstj.
Eg ihefi nefnt það í greinum
mínum, að “máí”-hreyfingunni,
norsku fylgi framfarir og menning)
á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Bestui
og traustustu “mál”-héruðin standa
t. d. fremst í heimilisiðnaði, nýtni,
hagsýni og smekkvísi.
Harðangur er ekki aðeins eitt-
hvert hið fegursta hérað Noregs,
heldur og það. sem geymt hefir
einna best gamlan arf í má!i og
mentun. Vítt um Noreg eru kunnir
listafnenn og - rithöfundar, sem
fæddir eru í HarÖangii, eða upp-
Lars Kinsorvik tók lærisveina úr
sveitunum, listhæfa, laghenta ung-
linga. Og ekki leið á löngu unz i
Harðangri var fjöldi ágætra tré-
skera; í fyrstu smíðuðu þeir aðeins
gripi til Skarts og skemtúnar. En
brátt tóku þeir að smíða húsgögn í
norskum stíl. Nú er-svo komið, að
bændaheimilin í Haröangri bera af
fléstum öðrum að smekklegum hús-
gögnum og þjóðlegum skrautgrip-
i.xn — og húsgagna sxníðin er mörg-
um heimilum geysimikil tekjulind,
auk þess sem fjöldi húsfeðra hefir
/