Lögberg - 28.01.1926, Page 7

Lögberg - 28.01.1926, Page 7
LAGRttRG FIMTCJDAGINN, 28. JANÚAR 1926. Bls. 7. n í 1 ii 1* i hafnarstöðum landsins, en upp um Bakverkur þekkist nu gvejtjr mun þag Vera ófáaniegt, aðeins frá fyrri tímum.|ogfn ™fmagns og mikiis af því, J | verða ekki mmmyndir teknar. Þetta segir Mrs. A. Laíwes, eftir Hugmynd Mr. Johnson’s er góð, __ j1/ hafa not^?n í svo framarlega að hún nokkurn- I tima kemst í hreyfimynd. Eg tek Kona_ í Ontario þjáðist af höfuð-; eftjr þv{ ag hann vill að myndin verk í tvo ar en batnaði við að nota , . ... .. ... Dodd’s Kidney Pills. W™ iðgrænar sveitir, veit ekki T, . , , _ . . , Mr. Johnson að aðferðin til þess “Eg get ekki lofað Dodd’s Kid- framleiða natturlega hti Nat- ney Pills eins og vert er fyrir bað ural colors” er ekki ennþá upp- sem þær hafa gert fyrir mig.”, fundin, það er aðeins hægt að segir Mrs. Albert Lawes, sem er , , velþekt og mikilsvjrt kona í Frank-j syna htaðar myndir, vissulega ford. “Fyrir hér um bil tveimur; væri hægt að sýna iðgrænar svelt- árum hafði eg slæman bakverk og ir en gkriðan fyrir ofan yrði líka, "at naumast gert husverkm. Eg - ' og íðgræn hélt þetta væri í nýrunum reyndi margt, en batnaði ekki. Eg sá Dodd’s Kidney Pills nuglýstar í blöðunum og afréð að reyna baer. Eg læknaðist af tveimur öskjum, og hefi engan bakverk haft síðan." Það eru vitnisburðir bessu !ík- ir, sem því valda að Dodd’s Kidnev Pills eru nú.notaðar svo" að segja í hverju húsi í Canada. Dodd’s Kidney Pills fást alstað- ar hjá lyfsölum eða hiá The Dodd’s Medicine. Co. Ltd. Toronto 2, með því að senda verðið, sem er 50c askjan. Athugasemdir. Wynyard, Sask. 18. jan. 1926. Herra ritstjóri:— Eg hefi fáeinar athugasemdir að gera viðvíkjandi ritstjórnar- grein þinni og annari grein ritaðri yfir nafni A. C. Johnson, sem birt- ast í öðru tölublaði í þrítugasta og níunda árgangi Lögbergs og fjalla um myndir þær, sem hr. Sveinbjörn Ólafsson sýndi í Mac’s leikhúsinu í Winnipeg 6. og 7. jan. s. 1. Mál þetta er mér nú orðið nokk- uð skylt, úr því að eg hefi tekist á hendur að sýna þessar myndir meðal íslendinga bæði norðan og sunnan línunnar. Fyrst og fremst vil eg geta þess að eg tókst ferð á hendur frá Wyn yard, Sask. til Winnipeg með þvi aúgnamiði að sjá myndirnar áð- ur en eg semdi við hr. ólafsson um aðsýna þær, með öðrum orðum, eg hafði ásett mér að láta ekki mogulegan persónulegan hagnað sitja í fyrirrúmi ef gamla landið ætti að líða. Mánudaginn þann fjórða jan. sama daginn sem eg kom til Win- nipeg gat hr. ólafsson komið þvi til leiðar að eigandi Mac’s leik- hússins sýndi mér myndirnar. og það minsta, sem eg get sagt er að eg var stórhrifinn. Eg sá Ijómandi skýrar og vel teknar landslags- myndir, og hér og þar drepið á ýmsa iðnaði þjóðarinnar, myndir af amerísku og ítölsku flugvélun- um áleiðis til Grænlands. Hafnir og hafnarbæi, íslenska kvenfegurð og1 þjóðbúninga, íslenskar glímur og margt fleira. Eg hefi oft séð myndina síðan, og hefir ekki álit mitt á~ henni breyst hið allra minsta. Auðvitað játa eg það að á þeim tíma hafði eg ekki gert mér í hug- arlund hvert gildi myndir þes3ar hefðu sem auglýsing fyrir ísland á meðal annara þjóða, og er eg ykkur báðum hjartanlega sam- dóma um það að myndir, sem aug- lýsa ættu gamla landið ættu að sýna meira til hlýtar hverja at- vinnugrein út áf fyrir sig. Nú eru þessar myndir algjör- lega útiteknar, og ekkert sem bendir á að hr. Loftur Guðmunas- son hafi áhöld til að taka innan- húss myndir. Hann sýnir fiski-út- veginn að mér skilst nokkurnveg- inn til hlýtar, og einnig eldri og yngri aðferðir við heyverkun, eðli- lega af því að þessar atvinr.u- greinar fara mestmegnis fram undir berum himni. Eg er hræddur um að þið hafið ekki kynt ykkur nógsamlega þann feykna kostnað, sem það hefir í för með sér að taka mynd innan- húss, þegar tekið er til greina að tökumaður verður að ná ekki færri en 16 “exposes” á sekúndunni til þess að framleiða eðlilegar hreyf- •ngar. Og það er ómögulegt án þess að hafa feykna-sterkt “arti- ficial” ljós. Rafafl ersjálfsagt uægilegt í Reykjavík og öðrum myndi það ekki gefa rangar hugmyndir um íslenskt Iandslag og útsýni. Mynd Mr. Johnsons eins og hann leggur hana út, yrði sannarlega öllum fslendingum kærkominn gestur, en eg get varla skilið að sú mynd gæti verið styttri en á að giska frá 15000 til 20000 fet, eða með öðrum orðum mupdi það taka tvö kvöld að sýna hana. Fólk þorg- ar ekki aðgang til að sitja undir auglýsinga-mynd nokkurrar þjóð- ar heilt kvöld hversu vel sem hún kann að vera úr garði gerð, og hvað þá heldur tvær kveldstundir við framhald sama efnis. Taki stjóm íslands mynd til að aug- lýsa land og þjóð, sem sjálfsagt yrði mjög æskilegt þá yrði mynd- in að vera stutt, í mesta lagi 3000 fet, það er að segja að svo leiðis mynd mætti ekki vera lengri en svo að hún yrði brúkuð seip auka- sýning. Mögulega væri hægt að koma slíkri mynd inn á skóla og menta- stofnanir, en sú auglýsing mudi ná til of takmarkaðs hluta þjóð anna. Þegar eg ennþá einu sinni lít yfir greinar ykkar Alberts, dylst mér ekki að ykkur hefir dásamlega tekist að lýsa flestu því, sem ekki er sýnt í myndinni, en fara fram hjá flestu, sem myndin sýnir. Með vinísemd og virðingu, J. S. Thorsteinson. v.'i5.V.: v / : <Cy Vf-ioc/.v' Hveiti sem staðist hefir öll próf Hver efnarannsóknin á fætur annari, í voru eigin fyrirmyndar brauðgerðarhúsi.sann ar yfirburði Robin Hood hveitisins, Sér- hverjum poka fylgir ótakmörkuð ábyrgð, ásamt 10 per cent skaðabótum, ef alt reynist ekki eins og frá var skýrt. kG*£ Læknir, sem hefir marga ára reynslu segir: Eftir að hafa verið mikið veikur af influenzu, slæmu kvefi lungnabólgu eða öðrum sjúk- domum, sem veikja líkamann s^ekkert sem bj'álpar manni ems vel að ná fullum kröft- Ferðalagum Norðurlönd Sigurður Nordal, prófessor kom- inn heim úr sínu merkilega ferða- lagi um Norðurlönd. Um miðjan maí í vor lagði Sig- urður Nordal af stað héðan að heiman, og hefir verið í bnrtu þangað til hann kom með í dandi núna í vikunni. Tíðindamaður Morgunblaðsins hitti hann að máli, skömmu eitir að hann steig á land. — Eins og nærri má geta hefir hann frá mörgu að segja. Kunnug er þegar framkoma hans á kennaraþinginu í Helsing- fors í sumar, þar sem ræður hans um íslenska menningu vöktu hina mestu athygli og aðdáun fundar- manna. Merkasti kaflinn í ferð hans mun Oslódvölin vera; þar hélt hann fyrirlestra við háskól- ann í tvo mánuði um íslenskar bókmentir eftir 1400, og las með stúdentum valda kafla úr íslensk- um nútímaritum. En auk háskólafyrirlestranna hélt hann fjölmarga fyrirlestra í ýmsum félögum í borginni um ís- lenskar bókmentir og menningu. Til Niðaróss fór hann og hélt þar einn fyrirlestur. ISöguIegasti kaflinn í ferðinn! var þó för hans um Svíþjóð. Þang- að fór hann frá Osló í októberlok, og var í Svíþjóð mestan hluta nðv- ember. Þar hélt hann 15 fyrlr- lestra í ýmsum borgum; í Stokk- hólmi 6. Auk þess í Uppsölum, Gautaborg, Linköping, Romanás og Lundi. Þessa Svíþjóðarför fór bann að allega ávegum félagsins “Norden.” Eftir blaðagreinum að dæma, sem skýra frá fyrirlestrum Nordals, hefir hann fengið ágætar viðtök- ur, enda segir hann svo sjálfur frá, að þessir dagar í Svíþjóð verði sér ógleymanlegir, fyrir sakir þeirrar alúðar og höfðingsskapar, er hann átti þar að mæta meðal á- gætra manna. En æfintýralegasti atburðurinn í ferðalaginu var flugferð frá Helsingfors til Stokkhólms. Bilaði gangvélin, en flugvélina rak stjórn lausa á sjónum og brotnaði hún við sker, en farþegar komust með naumindum upp á skerið. Sem betur fór komust allir klakklaust af, þó það væri hending ein, að ekki varð slys ati. — En frá þeirrl um eins og Nuga-Tone h Eftir öll slík veikindi ættir þú ferð segir Nordal líklega sjálfur U°Nuga-Tone. Þig uhdrar síðar meir. krafta^biA^0 fær? hei,au Þína °K 1 Stokkhólmi talaði hann eitt uð finna að Ni^a-Tone* er^undur-' sinn 1 'utvarP- Eftir hví sem næ,st Imð eg hjálp i slíkUm tilfellumJ varð komist munu áheyrendur út- sem evkur hægiie^t meðal varpsins hafa verið um 100 þús. HjXgab!UÍð V”«ér eru þá talin nokkuraf UuKa'Tone veitir endur- helstu atriðum ur ferðasogunm, ■styrkh' nýruí^óg Hfífna^?kemur SamkV' bIaðafregnum og frásög-1 maganum í gott lag. Revíídu bað Nordals sjálfs. Væntanlega gefur og innan fárra daga líður bér bef- hann Reykvíkingum tækifæri til vei hvað^bað^gerif3 fvrii-1ÞeSS að fá nánari fréttir en kom- slíkum ef^im týlfellum að Ixiir ast í stutta blaðagrein, um alt það, leKgj.a það fyrir alla lyfsaia að á- cr fyrir hann hefir borið, um hina Ö M0B,Akilk\ia2"Æ- tölbre>'ttu «• Líttu á hverjum. Meðmæli, ábyrgð hefir fenKÍS af mörgum hinna og til sölu hjá öllum Íyfsölum. A lielstu skálda, vísinda- og liata- manna, sem nú eru uppi á Norður- löndum, um undirtektir þeirra, er hann sagði þeim frá “odlingeiÍ3 nordligsta • gránspost,” ein3 og komist er að orði í einu af sænsku bjöðunum. ' Eigi þarf að fölyrða um gagn það, sem islenska þjóðin hefir af ferð eins og þessari Sigurðar. — það liggur svo í augum uppi. í grein einni í Tidens Tegn, eft ir prófessor Paache, um fyrir- lestra Nordals, kemst hann svo að orði: “Fyrirlestrar Sigurðar Nordals hafa orðið áheyrendum hans eftir- mýinilegir. Áður var ísland eins- konar draumaland yfir okkur, forn sögulandið, en nú höfum við kynst því og þjóðinni eins og hún er. Það er áriðandi að við höfum þá mynd fyrst og fremst fyrir aug- um. Á meðan menn líta aðeins til lands og þjóðar í ljóma fornrar frægar, fá þeir hvorki skilning né samúð með íslensku nútímaþjóð- inni. En með viðkynningu eins og þeirri, sem Nordal vinnur að. nálgast þjóðirnar.” — Hvað hafið þér heyrt um hina fjrrirhuguðu ferð norræna fé- lagsins hingað til íslands á sumri komanda? —Svíar töluðu mikið um hana. Ef undirtektirnar verða að óskun> hér heima, má búast við því, að hingað komi fríður flokkur á veg- um félagsins. Sennilega verða margir ágætismenn, bæði vísinda- og listamenn í þeirri för. Þessi för “norræna félagsins” gæti orð- ið einskonar reynsluskóli fyrir okkur, til þess að kenna okkur að taka á móti gestunum 1930. — Vel á minst. — Var víða tal- að um alþingishátíðina. — Eg þori að fullyrða, að fátt hafi vakið eins mikla athygli í frásögn minni héðan að heiman eins og þegar eg mintist á 1000 ára a'fmæli Alþingis. Einmitt vegna þess, hve mikla athygli það vekur um allan heim, gerir al- þingishátíðin út um, hvaða álit umheimurinn hefir á okkur næstu öld. Alþingishátíðin er einstakt tækifæri fyrir okkur til þes að gera okkur bæði gagn og sóma. Hún er líka alveg einstakt tæki- færi til þess að gera okkur óaf- máanlega minkun, ef þar fer ekki alt ve! úr hendi. Morgunbl. Þjóðhátíðin 1874. (Sveinn Jónsson kaupm. hefir sent Mbl. eftirfarandi gi'^in til birtingar). Af sérstökum ástæðum hefi eg verið að blaða i “Þjóðólfi’, “Vík- verja” og “Sæmundi fróða,” eink- anlega um þjóðminninguna 1874. í Þjóðólfi 1862 ^var farið að rita um undirbúninginn og kjósa nefndir. Líka sést þar, að gert var ráð fyrir að öll ávörpíh, allar ræðurn- ar og öll kvæðin, sem þar voru flutt, yrðu gefin út sér í bók; en það varð nú ekki, því miður, Mér sýnist það þó alt svo fallegt og svo merkilegt, að sú bók hefði sómt sér vel í hverjum bókaskáp hér á landi og í skrautbandi. 1 “Víkverja” 3. apríl ’74 stendur þessi grein; hún sýnir vel þátt- töku annara þjóða á þjóðminning- ardegi vorum. Sumir telja að þúsund ára minn- ing okkar 1930 n. 1. okkar lög- gjafarþingSi—elsta löggjafarþings ins í heimi — verði ekki óveglegri og veki ekki minni eftirtekt ann- ara þjóða. Greinin hljóðar svo: Það má með sanni segja, að ís- land og Islendingar hafa vakið á sér sérstaka athygli mentaðra þjóða — oss liggur við að segja um allan nyrðri hluta hnattarins — á þessu merkilega og minnis- stæða þjóðhátíðarári. Vér höfum áður getið þess, að frá Rússlandi Þýskalandi, Englandi og Banda- fylkjunum í Norður-Ameríku hafi sótt oss heim ýmsir merkir menn, og hvað Norður-Ameríkumenn snertir, hafa þeir þar á ofan sent hingað höfðinglegar bókagjafir, er vér vonum að geta síðar skýrt betur frá, en svo eru Norðurlönd; Danmörk, Noregur og Bvíþjóð. •— Það er hvorttveggja, að íbúar þeirra landa standa oss næst í ýms um greinum greinum, enda hata þeir nú sýnt það rækilega. Svíar hafa minst íslendinga með mörgum fögrum orðum, bæði heima hjá sér í Uppsölum, Stolík- hólmi, Lundi og Götaborg og má vera víðar þó við eigi vitum, og þar að auki látið menn frá sér bera hér í landi fram heillaóskir sínar til vor; einnig höfum við fengið bókagjafir bæði frá Lundi og Götaborg. Norðmenn létu eigi þar við sitja að senda hingað þá áðurnefndu- ungu vísindamenn með árnaðar- óskum og bókagjöfum, heldur hafa þeir, eftir því sem nýkomin blöð segja, haft gleðifundi og samsæti í ýmsum borgum og bæjum, bæði norður og suður í Noregi, og minst lslendinga af ást og alúð, einmitt um sama leyti er þjóðhátið vor stóð á Þingvöllum. Allan hinn sama sóma og bróðurlega velvild hafa Danir sýnt oss. Vér lesum í blöðum og bréfum frá Danmörku að 7. ágúst hefir þar i ýmsum borgum t. d. Aalborg, Aarhus. Sorö, Nestved ög Kaupmannahöfn verið ‘flaggað’ í minningu íslands, þvi þeir góðu menn samfögnuðu oss. En mest er þó í það varið, að Kaupmannahöfn gaf íslandi þann sama dag þá gjöf, er oss virðist sem vér fáum þeim aldrei full- þakkað. Bæjarstjórn Kaupmanna- hafnar ákvað sem sé, að láta smíða líkneski Thorvaldsens (’líklega í bronce), og senda það til Reykjn- vikur, og setja það þar á einhvern stað undir berum himni, og er eng- inn vafi á því, að þessi mynd og líking Thorvaldsens mundi kosta margar þúsundir ríkisdala. ( Allir íslendingar, sem komnir eru til vits og ára, hafa heyrt meira eða minna sagt af Albert Thorvaldsen, þeim mesta mynda- smið, sem verið hefir á Norður- löndum, víðfrægur um allan hinr. mentaða heim, réttnefndum “yfir- meistara allra lista.” Það var drengilega gjört af Dönum að gefa oss slíka gjöf. íslendingar hafa jafnan þóst eiga dálítið ítak í frægð Thörvaldsens, af því að faðir hans var íslendingur Nú kemur viðurkenning þess svo veg- lega fram hjá Dönum, og er það rétt, því Thorvaldsen var beggju barn, bæði fslendinga og Dana og sýnir vottur þess, hvað ísland og Danmörk geta framleitt, þegar laglega fer með þeim samvinnan. Þann 7. dag ágústm. héldu fs- lendingar í Kaupmannahöfn og nokkrir af dönskum kaupmönn- um ,er hér eiga verslun, samsæti í “Skydebanen”, samtals nálægt. 40 manns. Þeir kand. juris Julius Havsteen, ólafur læknir Sigvalda- son og stud. jur. Páll Sigfússon voru forstöðumenn veislunnar. Jón Sigurðsson sat í öndvegissæti og H. A. Clausen honum til anh- arar handar. Þar voru sungii kvæði, er þeir Benedikt Gröndal og Gísli Brynjólfsson höfðu ort, og mælt fyrir minnum. Fyrir kon- ungs og íslands mælti Jón Sig- urðsson, fyrir Danmerkur Júlíus Havsteen, fyrir Noregs Björn Ól- sen, fyrir Svíþjóðar Gísli Bryn- jólfsson, fyrir Jóps Sigurðssonar og Clausens Magnús Eiríksson, fyrir íslands og íslenskra kvenna mælti Clausen, fyrir minni Ras- musar Rask Gísli Brynjólfsson. Veisla þessi fór fram hið besta og jók það eigi lítið á fögnuðinn. að á meðan á veislunni stóð, kom hraðfrétt (Telegram) frá krón- prinsinum — er stýrði ríkinu heima, meðan faðir hans var í ís- landsför sinni — og var þetta inni- haldið: “Með því að samgöngurn- ar við Island því miður eru eigi svo auðveldar, að eg 'geti í dag sent þangað kveðju mína til hinna mörgu, sem þar eru saman komn- ir til hátíðahaldsins, verð eg að láta mér nægja að senda íslend- ingum þeim, er hér halda þúsund ára hátíðina, mínar bestu óskir. með þeirri von, að sambandið milli Danmerkur og íslanls megi styrkj- ast ennþá betur við þann atburð, að faðir minn, Hans hátign kon- ungurinn, er staddur á Þingvöll- um í dag.” Þetta vingjarnlega á- varp, er átti svo vel við tækifærið, vakti.'eins og áður var sagt, inni- lega gleði í hinu litla og líflega samkvæmi; enda var minni hins kæra konungsefnis þegar drukkið og samstundis svarað og sendar heillaóskir konungi og öllu hans húsi, en því næst ákveðið, að valdir menn úr hópnum skyldu einhvern hinna næstu daga færa krön- prinsinum þakkar- og lotningar- kveðju Islendinga í K^upmanna- höfn. Öll sú athygli, öll sú velvild og allur sá sómi, er íslandi þannig hefir verið sýndur, er sannarlegt gleðiefni fyrir oss alla er þetta land byggjum, en það er oss jafn- framt hin beinasta og sterkasta hvöt til þess, að haga svo öllu voru ráði eftirleiðis, að vér eigum þetta með réttu skilið, sem nú hef- ir komið fram við oss af hendi svo margra og merkra útlendra þjóða, fjær oss og nær. Látum oss fyrir guðs skuld eigi kafna undir góðu nafni. Látum oss halda tx-austu og óflekkuðu musteri mannorðs vors. Hlynnum að öllu, sem gott er og fagurt í fari þjóðar vorrar,, en rætum hitt upp og éyðum því með öllu, sem misjafnt kann "ð vera. Vinnum allir sáttir og sam- huga innbyrðis og keppum með bróðurlegum huga til samþegna vorra, allir að hinu sama fram- fara og farsældartakmarki þjóð- anna. Morgunblaðið 13. des. Try^gast og bezt við Húðsjúkdómum \ Athugasemd 'oJKsam við ritdóm Mr. Jóns Einarssonar um ljóðabókina “Tíbrá.” Um leið og eg bið Lögberg að flvtja Mr. Einarssyni kært þakk- læti fyrir ritdóm hans um bók mína og hlýhug þann, sem^þar í birtist til mín, vildi eg vekja at- hygli þeirra manna, er að því kynnu að hyggja, á þessu, að þar sem hann talar um að óviðfeldið sé, að sum andlegu Ijóðin endi á stefi, eða stefjum, sem séu frá- skilin bæði að efni og búningi, eins og á bl. 10, 11, 19, 28 og 41, þá er þetta um það að segja, að þessi sérstöku stef tilheyi'a alls ekki ljóðinu, sem á*undan fer, en eru algerlega sérstök, eins og efnis- yfirlitið ber með sér, að þremur litlum vísum undanteknum. En þótt Mr. Einarsson og aðrir líti svona á, þá er það mér alveg mátulegt fyrir það hirðuleysi mitt, að setja ekki fyrirsögn yfir hvert þessara versa út af fyrir sig. Þó tel eg fyrirsagnirnar ekki svo nauðsyrilegar, en aðgreining kvæðanna á þessum kafla hefði átt að vera mikið greinilegri. Þessi áminning Mr. Einarssonar ýfði upp hjá mér gamalt sár, því þegar bókin kom út, eða réttara sagt var að koma út, ergði eg mig mikið yfir þessu atriði, en af óskiljan- legri hlifni við prentarana, lét eg þetta fara þannig, fyrst búið var að setja það upp í blaðsíður, en fór fram á að aðgreining kvæðanna yrði gleggri í seinni hluta bók- arinnar, eins og hún líka er. Prent- ararnir vildu mér vel með þessu. að setja kvæðin'svona þétt saman. þeir ætluðu að koma sem mestu í bókina. Eg lá veikur í rúminu. þegar bókin var prentuð og gat þessvegna illa sint um verkið og mátti heldur ekki annai'a hluta vegna, svo annaðhvort varð eg að íáta kvæðin fara, eins og þau komu af skepnunni, sum samin af mér um tvítugs aldur og þar á eftir, eða að stinga þeim undir stól. Annars verð eg að segja, að Mr. Einarsson hefir verið vægur á búningsgöllum bókarinnar, þvi sjálfum er mér ljóst að þeir eru margir, því eins og eg geri grein fyrir í formálanum, þá eru ljóðin flest flýtisverk, þótt óafsakanlegt sé, en fyrir mig er ekki um annað að ræða, þar sem eg er algerlega öðrum 'störfum háður. Auðvitað má segja um búningsgalla ljóða- gei-ðar, það er lýtur að setninga- og orðavali, að þeir fara oft mik- ið eftir smekk þeirra manna, sem um dæma. Fjórir gáfu og menta- menn fyrir utan Mr Einarson hafa dæmt dálítið um “Tíbrá,” þó ekki í ritdómi. Allir hafa þeir bent á smágalla, en enginn hitt á þá sömu, það er snertir orðaval og mál. Rímgalla er aftur á móti ekki hægt að deila um, þeir eru öllum augljósir á sama veg. Að niðurröðun efnisyfirlitsms ætti að vei'a eftir stafrófi, er ó- neitanlega rétt, þó má veita oss yngri hagyrðingunum það til vor- kunnar að bestu Ijóðabækurnar, eins og nýja ýtgiáfan á ljóðum Steingr. Thorsteinssonar, “Hrann- ir,.’ eftir E. Benediktsson, fyrsta ljóðabók Matthíasar Jochumsson- ar og fl<^ri ganga þar á undan oss. En þökk Mr. Einarson fyrir það sem þú sagðir um bókina, þú sagð- ir það besta, sem hægt var að segja, að ljóðin væru “umbóta- Ijóð,” og sjálfur mun eg reyna að bæta ráð mitt að Guðs vilja og góðra manna ráðum. P. Sigurðsson. Innisfial, Alta. 12. des. 1925. Hei'ra ritstjóri Lögbergs! Gleðileg jól: — barnahátíðin aðeins ókomin með Ijósafjöldann, dýrðina, gjafirnar, líkamlegu og andlegu fæðuna. er hér hefir verið nú um þriggja vikna tíma og von- andi verður fram yfir áramótin. Ætíð skín eftir skúr, því skúra- samt var hér í Alberta yfir sept- ember, október og fyrri part nóv- ember, en síðan staðviðri oft frá 8. til 16 stiga hiti í skugga. Alauð jörð, útigangsfénaður gengur sjálfala. Lestagangur mikill, korn- hlöður fyltar vikulega allir þurfa bændur að ná í centin eins fljótt og hægt er, aðrir að leika sér og eyða þeim. Sumir heldrimanna synir þjóðræknispostulanna halda uppi ættarheiðri forfeðranna með vínanda gleðilátum. Vellíðan fólk3 og fénaðar það eg til veit hér um pláss, Sigríður Thomson fór í haust alfarin til Westminster B. C. til dóttur sinnar er þar býr og Kristófer Hjálmarsson sagður á förum til Bellingham, Wash. Ný- lega gift Elles Sveinsson og Bjarn- ina Sigurdson. Gleðileg jól, farsælt nýtt ár. J. Björnsson. HúSarok á Hólmabúö. Hræsvelgur þar óöur blæs, lamin er öll og lúin súð, læsing vantar burstar gæs- Gnðm. Grimsson. Hverjum nýjum áskrifenda að • • LOGBERGI Sferum vér söguna “PEG” í kaupbæti, eða með öðrum oröum, árgang af blaðinu og söguna fyrir $3.00. Bókin verður milli 2—300 blaðsíður og er rtijög spennandi. Allir, sem vildu hagnýta sér þessikostakjör, geri sem fyrst, því upplag bókarinnar verður af skornum skamti’ Kaupmenn og aðrir sem eitthvað hafa að auglýsa œttu að nota dálka blaðsins af því Auglýsirg í blaðinu borgar sig œtíð.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.