Lögberg - 05.08.1926, Qupperneq 1
39 ARGANGUR |
Canada.
Fjórir menn hafa verið teknir fast-
ir í Wiinnipeg og í grendinni, sem
grunaðir eru um aÖ hafa átt þátt í
tilraun þeirri, sem gerÖ var 16. f. m.
til aö ræna Royal bankann á Port-
age Ave. og Good St. Winnipeg. Er
sagt að þrír af þeim hafi þegar
kannast við það fyrir lögreglunni,
að þeir væru mennirnir, sem sekir
væru um ránsferð þessa. Þeir eru
flestum öörum ofbeldismönnum ó-
hepnari þessir vesalingar, því hér er
um sömu mennina að ræða sem Jón
Matthíasson réÖist á, þegar þeir
voru rétt að því komnir að ná í pen-
ingana í bankanum og kom í veg
fyrir að þeim hepnaðist það. Flýðu
þeir þá peningalausir, en hafa nú
verið teknir fastir og eru sakaðir
um tilraun til morðs, því eins og
áður hefir verið sagt frá skaut einn
þeirra á Jón Matthíasson og særði
hann hættulega, þó hann sé nú á
góðum batavegi sem betur fer.
* * *
Hinn 29. júlí lést að heimili sínu
uálægt Olds, Alta. dr. Michael Clark
Hann var um langt skeið sambands-
þingmaður og lét all-mikið til sín
taka í stjómmálum þessa lands.
Hann fylgdi jafnán frjálslynda
flokknum og var mjög andvígur há-
stolla-stefnu ihald'smanna.
• • •
Fjöldi fólks frá flestum löndum
Norðurálfunnar streymir nú inn til
Canada svo að segja vikulega. í
vikunni sem leið komu til Quebec
og Halifax 2030 innflytjendur og
eru flestir þeirra frá Bretlandi og
frá Norðurlöndum. Mestur hluti
þessa fólks kemur til Vestur-Can-
ada en nokkrir setjast þó að í On-
tario.
Bandaríkin.
Senator Albert Baird Cummins.
andaðist að Des Moines Iowa hinn
30. f. m. Hann var 76 ára að aldri
og hefir verið senator síðan 1908 og
þótt atkvæðamikill stjórnmálamað-
ur.
* * *
Eitthvað hefir heyrst um það
að Henry Ford, sé að láta búa til
nýja tegund af flugvélum, sem
væru miklu minni og ódýrari og að
öllu leyti viðráðanlegri heldur en
aðrar flugvélar, sem enn eru þektar
og notaðar. Á afmælisdaginn sinn,
hinn 63. sem var 30. júlí, sýndi Mr.
Ford nokkrum blaðamönnum nýja
flugvél, sem hann hefir látið búa til
og sem er aðeins 350 pund pg fer
100 mílur á klukkutimanum. Þess
er ekki getið hvað þessi flugvél
muni kosta, en sagt er að sú hug-
mynd vaki fyrir Ford, að búa til og
selja flugvélar, sem svo séu ódýrar
og handhægar, að þær geti orðið al-
mennings eign, því líkt sem bilar
hans eru nú fyrir löngu orðnir.
* * *
Sú frétt hefir fyrir skömmu bor-
ist frá Buffalo N. Y. að eitraðar
vintegundir hafi orðið mörgu fólki
að bana þar í borginni og nágrenn-
inu og nokkrum norður í Ontario.
Er sagt að }>eir séu að minsta kosti
39 sem á fáum dögum hafi þannig
mist Iífið og nokkrir orðið blindir
af sömu stæðum. Er haldið að alt
það vín sem jæssu hefir valdið,
muni hafa komið úr sama stað. En
ekki er það kunnugt j>egar þetta er
skrifað, hvaðan vín þetta hefir
komið; J>ó leikur grunur á að það
muni hafa komið frá Þýskalandi og
svo farið ýmsar krókaleiðir milli
vinsmyglanna |>angað til það komst
til jæirra er neyttu og létu.fyrir það
líf og heilsu.
Bretland.
Frakkar skulda Bretum fjár-
upphæð, er nemur hér um bil
653,000,000 sterlingspunda. Hinn
12. júlí síðastl. undirskrifuðu þeir
Winston Churchill, fjármálaráð-
herra Breta, og Joseph Caillaux,
þáverandi fjármálaráðh. Frakka,
samninga um greiðslu þessarar
skuldasúpu. Eru þeir samningar
í aðal atriðum þannig, að fyrsta
árið (1926) fá Bretar borgaaðr
fjórar miljónir, og svo bætast við
tvær miljónir á ári þar til 1930, en
eftir það ber Frökkum að greiða
12,500,000 pund á ári, þangað til
þeir hafa greitt skuldina að fullu.
* * •
Stjórnardeild utanríkismálanna á
Italíu segir að það sé engin hæfa
fyrir jæirri fregn, að Boris Búlgara
konungur sé trúlofaður Giovanni
prinsessu, sem er önnur dóttir kon-
ngsins á ítalíu.
Hvaðanœfa.
»Dr. Emile Coué, sem nafnunnur
er fyrir þær kenningar sínar, að
alla sjúkdóma megi lækna og beri
að lækna með valdi viljans, lézt
að heimili sínu í Nancy él Frakk-
landi 2. júlí. Hann varð 70 ára
gamall.
* * *
Páfinn hefir sent út áskorun
eða skipun til kaþólsku kirkjunn-
ar um allan heim, þess efnis, að
sunnudaginn 1. "ágúst skuli allir
kaþólskir menn biðja þeirrar bæn-
ar, að lög stjórnarinnar í Mexico
gegn kaþólsku kirkjunni, nái ekki
fram að ganga.
* * *
Stjórnin á ítalíu hefir samið og
gert að lögum ýmsar reglur, sem
aimenningur á að fylgja, og sem
allar miða í sparnaðaráttina, og
til að auka tekjurnar með því að
lengja vinnudaginn um eina
klukkustund. Þar má nú ekki gefa
út dagblöð, sem eru stærri en sex
blaðsíður, ekki byggja hótel eða
aðra veitingastaði eða danstali og
ekki skrautleg eða íburðarmikil i-
búðrhús.
* * *
Vatnsflóð hafa valdið stórkost-
legum mannsköðum og eignatjóni í
Japan í síðustu viku. Hafa flóð
jæssi verið á vesturströnd aðaleyj-
arinnar. Sagþ er að þarna muni hafa
farist um 400 manns og 8,000 hús
eyðilagst. Auk j>ess hefir flóðið
eyðilagt hrisgrjóna uppskeru á þús-
undum ekra og valdið miklu tjóni
öðru.
• > •
Israel Zangwill rithöfundur og
skáld, lést i London 2. j>. m. Hann
var sérstaklega kunnur fyrir leikrit
sin, sem mikið j>ykir til koma. Hann
var Gyðingur og mikill vinur þjóð
ar sinnar. Hann hefir skrifað mik-
ið um sameining þjóðar sinnar í eitt
jtjóðfélag. Hafði sú hugmynd vak-
að fyrir honum i mörg ár að Gyð-
ingarnir ættu einhversstaðar i heim-
inutn að mynda þjóðfél. út af fvrir
sig, þar sem J>eir gætu lifað óáreitt-
ir af öðrum og hafði hann stungið
upp á og mælt með ýmsum svæðum,
áður en Gyðingar nú á seinni árum
fóru að fíytja til hins foma Gyð-
ingalands.
Mackenzie King í
Winnipeg
Rt. Hon. W. E. Mackenzie King
kom til Winnipeg á þriðjudaginn og
var honum svo vel tekið að sjald-
gæft mun vera að stjórnmálamanni
hafi tjerið jafn vel fagnað í Winni-
j>eg. Uni kveldið flutti hann sina
fyrstu stjórnmálaræðu, í Vestur-
Canada, í kosningahríð þeirri sem nú
stendur yfir, fyrir eitthvað um 6000
manns, sem saman voru komin á
Amphitheatre. Fred C. Hamilton
var fundarstjóri og sagði hann að-
eins fáein ofð um leið og hann setti
fundinn. Kl. 8 um kveldið. Mr.
King var eini ræðumaðurinn á þess-
um fundi og byrjaði hann að #ala
þl. 8.15 og lauk máli sínu kl. 10.30.
En þrátt fyrir jiað, að ræðan var
afarlöng og hitinn töluvert mikill,
]>á fékk Mr. King ágæta áheyrn,
enda er hann mælskur maður með
afbrigðum og kann ágætt lag á þvi,
að halda athvgli tilheyrenda sinna.
f þetta sinn er ekki hægt að gefa
útdrátt úr ræðu M r. Kings. Hann
skýrði nákvæmlega hvernig gengið
hefði á J>inginu, sem nú er nýlegá
rofið og hverjat- orsakir voru til, að
hann sjálfur bað landstjóra um sam
þykki hans til að rjúfa ]>ingið og
efna til nýrra kosninga, en sem hon-
um var neitað um, en Mr. Meighen
fékk leyfi til þrem dögum síðar.
Ekki vildi hann kenna landstjóran-
um um J>etta, heldur bæri Mr.
Meighen alla ábyrgð á því og j>egar
hann hefþi sagt landstjóranum að
hann gæti myndað stjórn og haldið
áfram störfum Júngsins, þá hefði
hann vafalaust vitað, að j>að var
ekki sannleikanum samkvæmt.
Mr. King talaði unt flest eða öll
J>au mál, sem nú eru sérstaklega á
dagsskrá og }>ar á meðal tollmálið,
setn mótstöðumenn hans reyna að
gera svo mikið veður út af. Sagði
hann að ef frjálslyndi flokkurinn
næði völdum við j>essar kosningar,
þá yrðu skipaöir þrir dómarar til að
rannsaka þetta mál aft, ekki aðeins
í Montreal heldur um alt landið og
væri engum kærara en sér, að allur
sannleikurinn í þvi máli kæmi í ljós.
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 5. AGÚST 1926
Islendingadagurinn.*
í þrítugasta og sjöunda sinn
héldu íslendingar í Winnipeg sinn
árlega íslendingadag 2. ágúst sið-
astl., sem var á mánudaginn í
þessari viku. Hátíðarhaldið fór
fram í River Park, eins og verið
hefir í mörg undanfarin ár.
Þessi dagur var almennur frídag-
ur Winnipeg-bæjar, frídagur, sem
er jafnan fyrsta mánudag í ágúst-
mánuði. Hafði fólk því gott tæki-
færi til að sækja íslendingadag-
inn, þar sem það var ekki bundið
við dagleg störf, enda var þar
margt fólk saman komið.
Fyrri hluta dagsins fóru fram
hlaup og íþróttir af ýmsu tagi —
og verður síðar frá því skýrt hér
í blaðinu hvernig það gekk til og
hverjir verðlaun unnu. Sömu-
leiðis verður þar sagt frá kapp-
sundinu í Rauðánni og glímun-
um.
Skömmu eftir kl. 2 byrjaði
“Skemtiskrá” dagsins, eins og það
er nefnt í bæklingi, sem forstöðu-
nefnd hátiðarhaldsinsf hafði látið
prenta og útbýtt var á staðnum.
Stór og myndarlegur ræðupallur
hafði verið reistur fyrir fólkið,
sem hér átti að koma fram fyrir
almenning til að láta sjá sig og
heyra. Þar sat Fjallkonan, Miss
Ida Dorthy Sweinson, í íslenzkum
faldbúningi, sem fór henni vel og
som hún bar vel, því Miss Swain-
son er falleg stúlka og gerfileg.
Þar sátu og meyjar hennar, sín til
hvorrar handar, Miss S. Pétursson
og Mjss A. Guðmundsson, báðar í
íslenzkum búningum; önnur hafði
upphlut, hin vanalegan peysu-
búning. Ekki getur sá, er þetta
skrifar, neitað því, að honum finst
nú orðið, íslenzki peysubúningur-
inn, hvort sem um peysu eða upp-
hlut er að ræða, töluvert þung-
lamalegur og finnur maður sér-
staklega til þess í sterkum sumar-
hitanum.
Skemtiskránni stýrði forseti
nefndarinnar, sem fyrir hátíðar-
haldi þessu stóð, Jón J. Samson.
Fórst honum það vel, og hafði
þann mikla kost, að vera sjálfur
fáorður.
Fyrir hönd bæjarstjórnarinnar
í Winnipeg, mætti McLean borg-
aráðsmaður og' ávarpaði samkom-
una örfáum orðum.
Fjallkonan flutti íslendingum
ávarp, eins og1 siður hefir verið
nokkur undanfarin ár. Talar eíns
og hún í raun og veru væri Fjall-
konan, ísland, móðir vor allra.
Einhverjum kynni að þykja þetta
dálítið skrítið. En ímyndunar-
aflið getur líklega gert það eðli-
legt.
Skáldið Stephan G. Stephans-
son hefir nú um tíma dvalið í Win-
nipeg og hafði forstöðunefndin
boðið honum til hátíðarhaldsins
sem heiðursgesti. Þáði hann það
og flutti stutt erindi. Var þvi vel
tekið og skáldinu vel fagnað, sem
vænta mátti.
Þá fóru fram hin venjulegu
minni. Þar sýnist alt komið í
fastar skorður. Sömu minnin ár
eftir ár. En um ræðumenn er
skift svona eftir föngum, og eins
skáldin. í þetta sinn mælti séra
Jónas A. Sigurðsson fyrir minni
íslands. Þorskabítur orti kvæði.
Minni Canada: séra A. E. Krist-
jánsson; kvæði: Magnús Márkús-
son; Vestur-íslendingar: ræða:
séra Rögnvaldur Pétursson; kvæði
Richard Beck. Að siðustu flutti
Fjallkonan kvæði: Ávarp Fjall-
konunnar, eftir Einar P. Jónsson.
Milli þess, sem ræður voru
haldnar og kvæði flutt, spilaði
lúðrasVeit mörg íslenzk lög.
Að þessu loknu fóru fram glím-
ur. Tóku allmargir þátt í þeim
og þóttu margir þeirra glíma vel.
Frá úrslitum verður síðar skýrt
með öðrum íþróttum. Það leyndi
sér ekki, að fólkinu þótti gaman
að horfa á glímurnar og veitti
þeim nákvæma eftirtekt. Það kom
glímuskjálfti í suma gömlu
mennina.
Jafnframt skemtiskránni fóru
fram hesta veðhlaup þar í garð-
ipum. Varð að því nokkur há-
vaði og truflun, en þó minna, en
við hefði mátt búast.
Um kveldið var dansað til mið-
nættis. Frá því þarf ekki að segja.
Flestir hafa séð dans og hafa
nokkurn veginn ljósa hugmynd um
hvernig hann er. Þar var líka
fólk af alls konar þjóðflokkum; en
sérstaklega mikið virtist þar bera
á börnum Abrahams.
Veðrið var ágætt og dagurinn
yfirleitt ánægjulegur.
Ávarp Fjallkonunnar.
Méra fanst aldrei nokkur för jafn greið,
sem flugið til stranda þinna —
Þú volduga drotning á Vestursleið, —
varðengill barna minna.
Eg færi þér kveðjur af frónskum meið,
er foldirnar saman tvinna.
Nú lít eg hér fylkt það fríða lið,
er frægt hefir móður sína,
og farið í víking að fornum sið
og frelsinu vildi ei týna.
Hvert gæfuspor, sem að genguð þið,
varð gimsteinn í krónu mína.
Eg grét ekki hátt er hurfuð þið,
þótt hjartanu stórum blæddi.
Eg sjálf hafði flogið um fjarlæg mið, —
á ferðunum jafna*n græddi.
Því styrk var sú rót, er eg studdist við,
þá stormur af hafi næddi.
Hreinleik míns eðlis eg ykkur gaf,
þótt ætti eg hendur tómar.
Norrænu lífstré þið nærðust af —
norrænir allir hljómar.
M,ín bæn var máttug sem brimað haf
og bljúg eins og vorsins ómar.
Og hér á íslenzkan enn þá grið,
þótt útfallið viða streymi,
og drekt sé einstaka ljóðforms lið
í Leirá í Vesturheimi, —
þá treysti’ eg um allar aldir þið
hinn íslenzka drengskap geymi.
Nú signir heiðríkjan haf og svörð, —
hver hugsun sem blómagrundir.
Og hvað er jafn heilagt á himni og jörð
sem hjartnanna endurfi/ndir?
Sem barn að lokinni bænagjörð
eg býð ykkúr góðar stundir!
Einar P. Jónsson.
rnmmmmmmmKmmmmmmimmmm
Ávarp forseta.
J. J. SAMSONS,
á íslendingadeginum í Winnipeg,
2. ágúst 1926.
Kæru samlandar, 'iieiðruðu gestir,
konur og menn!
Það fær mér ósegjanlegrar á-
nægju, að bjóða yður velkomin á
hina þrítugustu og sjöundu þjóð-
hátíð vor íslendinga hér í borg,
eða Islendingadaginn, eins og sú
hátíð er alment kölluð..
Það væri ekki viðeigandi af
mér, að flytja ræðu við þetta tæki-
færi, þar sem löng dagskrá er
fram undan, og þess vegna verð-
ur slíkt eigi gjört. Segulafl það,
er dregur oss saman á þessari
stundu, er vitanlega það sama,
sem safnað hefir þúsundum ís-
lendinga í samróma heild á und-
anförnum árum, sem sé þjóðern-
ið, ástin á sameiginlegum upp-
runa, og öllu því bezta og göfug-
asta, sem íslenzkur þjóðararfur
hefir að geyma; en til þeirra kosta
tel eg fyrst og fremst íslenzka
tungu, íslenzkar bókmentir og ís-
lenzka drenglund. “íslendingar
viljum vér allir vera”, ekki að
eins í dag, heldur um ókomnar
aldir.
Unrleið og eg á ný býð yður öll
hjartanlega velkomin, vænti eg
þess, að hátíðarhaldið i dag fari
þannig úr hendi, að þér hverfið
öll til heimkynna yðar í kveld með
ljufar endurminningar um sam-
fundina og alt það fegursta í ís-
lenzku eðli, og þótt einhverju
kunni að vera óbótavant, þá er eg
þess þó fullviss, að hátíðarnefnd-
in hefir unnið af einlægni að und-
irbúningi og ekkert það látið ó-
gert, er miðað gat til þess að gera
þjóðminningardaginn sem allra
uppbyggilegastan. Fyrir því ætti
skemtiskráin að vera næg trygg-
ing, með þeim skáldum og ræðu-
mönnum, sem þar er á að skipa.
Alveg sérstakt ánægjuefni er
mér það, og vafala;ist yður öllum,
að hafa sem heiðursgest hér í dag
skáldjöfurinn Stephan G. Steph-
ansson, og það eftir langvaranjli
Ir.sleika, en nú allmjög bættan að
heilsu. Að svo mæltu skal nú
gengið til hlnnar formlegu dag
skrár.
Kveðja Fjallkonunnar.
2. ágúst 1926.
Sælir, heiðruðu Vestur4slending-
ar! Áar og fljóð.
Mín hjartfólgin börn!
Hold af mínu holdi og blóð af
mínu blóði.
Enn hefi eg fundið hvöt hjá mér
að svífa, ásamt meyjum mínum,
með morgunroðanum, yfir bárur
Atlanta og heimsækja ykkur í per-
sónugerfi á þjóðhátíð ykkar, til að
árn'a ykkur allra heilla og leggja
blessun mína yfir ykkur. Orðmörg
verð eg ekki, því orðskrúðs gerist
ekki þörf, þar sem blóð mitt renn-
ur í ræðum ykkar og mín hugtök
og mínar hugsjónir eru ykkar
hugtök og ykkar hugsjónir, og eru
samgrónar ykkar eðli. Þótt þið
hafið valið ykkur bústað þjá einni
systur minni, systur, sem næst
mér stóð og kærkomin var í fyrnd-
inni, en sem nú er kölluð Canada,
þá eruð þið mér jafnkær þeim, 1
sem heima eru. Móðir elskar ætíð
jafnt þau börn, sem burt hafa
orðið að leita, og hin, sem eftir
eru heima, því þau eru öll hennar
og hún vill leiðbeina þeim öllum
jafnt. Margar eru þær leiðbein-
ingar, sem eg vildi ykkur gefa, en
að eins sárfáar vil eg nefna að
Sinni,
Fyrst: Gleymið ekki, að þið er-
uð af einu bergi brotin og eigið
því ætið að standa öll saman í öll-
um þeim málum, sem mér tilheyra.
Sameinaðir stöndum vér, en
sundruðum er okkur fall búið.
Skoðana-mismunur, sem af sann-
færingu er sprottinn, er réttmæt-
ur og vel viðeigandi, því hann
skýrir ýmsar hliðar mála þeirra,
sem rædd eru og fram koma á
dagskrá; en hann má ekki vekja
sundrung, heldur stefna að því, að
finna það rétta og sanna og byggja
það upp og setja á fastan grund-
völl.
Látið því ekki nein atriði, smá
eða stór, verða ykkur að haturs-
fullu deiluefni. Trúmál, stjórn-
mál, mentamál, liknarstofnanamál
og mál sem sprottin eru af af-
stöðu ykkar gagnvart mér í þessu
landi, megið þið ekki láta skyggja
á borgaralegt líf ykkar, eða láta
vekja sundurlyndi ykkar á meðal.
Reynið að eins að skilja þau sem
bezt, og reynið að finna þá réttu
afstöðu ykkar samkvæmt eigin
sannfæringu, og breytið svo eftir
því. En látið það alls ekki vekja
neinn kala gagnvart hvert öðru.
Gerið þið það, þá er ykkur borgið.
Annað: Gleymið ekki, að þið
hafið gerst þegnar þessa lands,
A-sein þið hafið valið fyrir framtíð-
arverustað, og þið eigið að leggja
því til alla starskrafta og arftek-
in sérkenni íslenzku þjóðarinnar,
scm geta orðið því til framfara og
uppbyggingar. Með því sýnið þið,
að þið eruð ekki af neinni þræla-
þióð runnin, og með því getið þið
frekast vegsamað nafn mitt og
sett það í veglegt sæti — máske í
öndvegi á meðal þjóða þeirra, sem
mynda hið veglega riki minnar
kæru systur, Canada.
Þriðja: Glatið ekki sambandi
(Framh. á 4. bls.)
NÚMER 31
Frú Vilborg Högnason
(Eftirmæli).
Þess var á sínum tíma lauslega getið i íslenzkum blööum
og ítarlega frá þvi sagt í enskum blööum sySra, aS látist hefði
siðastliðinn vetur merkiskonan Vilborg Högnason í Minneota.
Andlát hennar bar að höndum 12. dag janúar mánaðar
1926. HafSi hún áSur lengi veriS lasburða og rúmföst svo
missirum skifti. Var hún þá tið til heimilis ásamt manni sín-
um, Snorra Högnasyni, hjá dóttur jieirra hjóna, Mörtu John-
son og manni hennar, Ha'lldóri G. Johnson, póstmeistara.
Var jæirra umhyggja fyrir hinni veiku móSur aödáanleg aö
öllu leyti, enda naut Mrs. Högnason jafnan mikils ástrikis
allra barna sinna.
Frú Vilborg Högnason var fædd 27. dag janúar mánað-
ar 1846 að Arnórsstöðum á Jökuldal í Norður-Múlasýslu á
íslandi. Voru foreldrar hennar Jónatan Pétursson og Þór-
unn Oddsdóttir. Var hún stórættuð og hafa í hennar ætt
margir höfSingjar veriS austanlands, en sumir fluttu vestur
uin haf, og er sá ættstofn mikill orðinn i Bandarikjum.
Vilborg sál kom til Vesturheims árið 1873 i hópi örfárra
innflytjenda, er ]>aS ár komu frá tslandi til Wisconsin. Dvaldi
hún i Milwaukee-borg og á öSrum stöSum i þvi riki tveggja
ára skeið. Fluttist þá theð Jóni bróður sínum og konu hans
til bæjarins Red Wing í Minnesota og dvaldi þar og í I.ake
City J>ar til hún fluttist til Minneota um haustið 1878.
Næsta vor, 18. maí 1879 giftist Vilborg hr. Snorra
Högnasyni. Er Snorri ættaður frá Ósi i Breiödal í Suður-
Múlasýslu, náfrændi Gisla skálds Brynjólfssonar og séra Jóns
Bjarnasonar, greindur maSur og góðkunnur. HafSi hanfl
komiS vestur 1873 og eftir nokkra dvöl austur í landi numiS
bújörð sex mílur norðan við þorpið 'Minneota. Hfeitir bær sá
aS HögnastöSum. Á jieirri jörð bjuggu þau Högnason-hjón-
in þar til 1885. Fluttust þau þá til Clarkfield í Minnesota og
reistu þar greiSasöluhús (hotel). Gegndu ]>au ]>eim starfa i
fimm ár. Árið 1890 fluttust þau til Minneota og bjuggu þar
ávalt síðan. Rak Mr. Högnason J>ar fasteignaverzlun og var
umboðsmaður láns og ábyrgöarfélaga.
Þau hjónin eignuSust fimm börn. Var elzt jieirra Wil-
liam, f. 27. ágúst 1880. Var liann hiS mesta mannsefni og frá-
bær námsmaður. En honum voru ekki ætlaÖir langir lífdag-
ar. Hann dó úr tæringu 9. febr. 1903, 23 ára gamall, og var
öllum harmdauöi. Fjögur börnin eru á lífi og eru j>au þessi:
Jóhanna Þórunn Högnason, B. A., kennari viS rikisháskól-
ann i St. Paul; Christine Lilia, gift Stefáni bónda Peterson i
Minnesota; Martha Lizette, kona Halldórs póstmeistara
Johnson í Minneota og Frank Guy Byron Högnason B.A.,
verkfræSingur i Arizona. Eru þau börn öll mikilhæf og vin-
sæl.
Um æfiferil þessarar látnu landnámskonu mætti langt
mál rita. Henni kipti mjög í kyn hinna merkustu landnáms-
kvenna á íslandi, er hinar fomu íslendingasögur láta getið.
Mætti henni aS mörgu leyti líkja við Unni hina djúpúSgu.
Jlún var kynstór og stórlynd og drengur góður, svo sem sagt
var um Unni. Og Unni var hún og lík fyrir því, að hún var
kona kristin. Hún hélt vel trú sína og var fastheldin við
kristilegar dygðir, svo meira var en orðir. tóm. í þeim efnum
var hún kröfuhörð. Börn sín ól hún upp viS strangan siS-
ferðis-aga samfara sérstöku ástríki. H)ún var hreinlynd með
afbrigðum og sagði sitt álit um hvern hlut hispurslaust. Gáf-
ur hafði hún góðar og var margfróð. Jafnvel í hárri elli kunni
hún frá mörgu að segja, ]>vi er fróðlegt var,, og kunni þá enn
utan bókar mikla parta hinna eldri íslenzku ljóðabóka. I
sjón var hún alla daga tignarleg og fögur, svo hvar sem hún
fór sópaSi aS henni og var enginn i vafa um, aS þar fór kven-
höfðingi. Ef til vill verður þaS J>ó hjartagæaka frú Vilborgar,
sem vinum hennar verður minnisstæðust, og drcngskapurimi.
Sá sem ritar þetta, átti því láni aS fagna að vera i tuttugu
ár nábúi og vinur Högnason-f jölskyldunnar, og hann minnist
hinnar mikilhæfu, látnu konu með lotningu og meS ógleyman-
legu og hjartanlegu þakklæti fyrir sig og sína. Blessuð sé
minning frú Vilborgar Högnason.— B. B. J.
Frá Islandi.
Hinn 18. júní síðastliðinn áttu
silfurbrúSkaup Ragnar Ólafsson
konsúll á Akureyri og frú hans. I
tilefni af því gáfu þau í heilsuhælis-
sjóðinn norðlenzka 15 þús. krónur.
Með íslandi næst kemur hingaðj
Stauning forsætisráðherra Dana
og frú hans, Petersen deildarstj.
forsætisráðuneytisins, og Revent-
low greifi, deildarstjóri utanrík-j
is ráðuneytisins. Varnarmálaráð-j
herrann danski, Rasmussen, kem-
ur hingað einnig innan skamms.
Zahle fyrv. forsætisráðh. o. fl.
Fyrir skömmu varð bráðkvadd-
ur uppi á Akranesi Sigurður Jóns-
son smáskamtalæknir, aldraður
maður og mörgum kunnur af(
lækningum sínum.
Brúin á Héraðsvötnin, vestari
kvísl þeirra, verður vígð sunnu-j
daginn 11. þ.m.
Nýr íþróttavöllur og stór var
vígður hér nýlega af borgarstjóra
og formanni íþróttasambandsins,
A. V. Tulinius, og um leið hófst
allsherjar íþróttamót. Nýi völl-
urinn er miklu stærri en sá gamli
en óánægja er þó með hann að
ýmsu leyti hjá sumum iþrótta-
mönnum.
Hvað kemur í stað þingræðis-
ins? heitir nýútkomið rit eftir dr.S
Guðmund prófessor Hannesson.
Dr. Maurice Cachen, franskur!
norrænufræðingur er nýlega lát-j
inn. Hann hafði m. a- skrifað
doktorsritgerð um norræna
drykkjufórnarsiði, og þótti merk-
ur maður.
Slysför
í Víðirbygð í Nýja fslandi.
&teingrimur Tryggvi Halldórs-
son, 48 ára gamall, búandi í Víðir-
bygð í Nýja íslandi, beið bana af
slysi þ. 16. júlí s.l. SlysiS var
þannig lagaS, að þaS sló hann
hestur og dó hann samstundis.
Tryggvi (eins og hann var venju-
lega nefndur) var aft taka út hest
sinn, á öðrum bæ, þar sem hann
var gestkomandi, en hesturinn
stóS óhaganlega á básnum og 'sló
Tryggvi með flötum lófa á lend
hestsins og sagði honum að víkja
sér við. Fékk hann þá, alveg aS
óvörum, þaS voSa högg beint í
hjartastað, er reiS honum að fullu.
Hestur }>essi var uppáhaldsgæðing
ur Tryggva, rifrildis ferðhestur og
gammur aS skeiða. HafSi Tryggvi
meShöndlaS hann í mörg ár og
sýndist hafa vfir honum full yfir-
ráS. Eru menn, setn von er, mjög
hissa á ]>essu óhappa tiltæki klárs-
ins. — Foreldrar Tryggva sál.
voru Halldór Jónsson og Ingi-
björg Jónatansdóttir, úr Skaga-
firSi. Þau námu land viS íslend-
ingafljót 1876 og nefndu á Hall-
dórsstöSum. Þar var Týyggvj
fæddur þ. 1. des. 1877. Systkini
Tryggva eru tíu á lífi. Elztur
þeirra er Páll faSir Jóhannesar
læknis og þeirra systkina, aS
Elfros Sask. Hin eru: Baldvin og
Jón, báSir búsettir í íslendinga-
fljóts-bygS; Margrét, kona Egg-
erts bónda Stefánssonar bróSur
Kristins sál. skáldsj aS Pebble
Beach, Man. Indiana, gift annara
J>jóSa manni vestur viS haf;
María kona Tómasar bónda Sig-
urSssonar á SvaSastöSum í Geysi-
bygS; Jóhann, verzlunarmaður í
Wiinnipeg; Þorlærgur aS Wyn-
yard, Sask. Tístran og Halldór, er
búa tnun austan við Manitobavatn.
—Kona Trvggva sál. var Guðný
Jónsdóttir, frá JaSri í BreiSuvik.
Er hún látin fyrir al'lmörgum árum.
Börn jæirra, tvö er þau eignuSust,
eru bæSi á lífi, Jóhannes, á fimt-
ánda ári, og Kristin Halla þrettán
ára. Eru þau uppalin hjá ömmu
sinni, Mrs. Höllu Jónasson og börn-
um hennar, er nú búa í VíSir-bvgð.
—JrrSarför Trvggva sál. var mjög
fjölmenn og fór fram þ. 19. júlL
Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng.
éFréttaritari Lögb.)