Lögberg - 28.10.1926, Side 6

Lögberg - 28.10.1926, Side 6
Bls. 6 Auga fyrir auga og tönu fyrir tönn. Eftir óþektan höfund. ELLEFTI KAPITULI Söfnunartálið. Næsta morgun var veðrið breytt. Himininn var þakinn af dökkgráum skýjum, og loftslag- ið hafði kólnað um mörg stig. Alt var grátt að útliti. Þetta dimma ásigkomulag náttúr- unnar, virtist eiimig hafa áhrif á manneskj- urnar í húsi Allans. Daginn' áður hafði María ekki yfirgefið herbergi sitt. Hún hafði hvorki neytt dag- verðar né kvöidverðar roeð föður sínum, og í dag sat hún einnig með grátþrungin augu, ein- sömul og örvilnuð f* herbgrgi sínu. Hún hrygðist yfir því, að hin eftirvænta sátt milli föður og sonar gat ekki átt sér stað, en að þvert á móti átti sér stað, að því er séð varð, ósigr- andi ósámkomulag á milli þeirra. Húsbóndinn og frú Wöhlert sátu við morg- unveíðarborðið, með gremjúlegum og kvíða- fullum andlitsvip. Þótt það væri þakið með gómsætum mat, hafði Allan samt lagt frá sér hníf og gaffal, og horfði fram undan sér í þungum og óþægilegum hugsunum. Hann hafði heyrt frú Wöhlert lesa eftirfvjgjandi fregn fyrir sig í blaðinu: “Námufélagið ‘Minerva’ hefir í gær hætt útborgunum sínum.” Allan hafði tvær tylftir af þessum hluta- bréfum í peningaskápnum sínum. Þegar hann fleygði hníf og gaffli frá sér, vissi frúin strax, að hún hafði ekki verið nógu nærgætin með það, sem hún las fyTir hann. Nú sat hún og leit jafn vandræðalega iit eins og jarðeigandi, sem hefir fengið hveitikorn sitt eyðilagt af hagli, en hafði ekki keypt sér ábyrgð á því. “Þá má skrattinn eiga það,” sagði Allan. “Eg hefi heilan böggul af þessum bannsettu lilutabréfum. Hr. Urban réði mér til að kaupa þau.” Um leið og hann með erfiðleikum stóð á fætur, bætti hann við: “Eg skal áreiðanlega segja honum mína meiningu.” Frúin varð lafhrædd. Hún vildi ekki baka Urban óþægindi; ekki af því, að liún hefði ver- ið honum sérlega vinveitt, en hún virti hann sem ráðsmann heimilisins og gjaldkera. Hann, eins og hún, jós, hvort þeirra raunar út af fyr- ir sig, af sömu uppsprettunni, um leið og þau hagnýttu sér hinar veiku hliðar Allans. Hrafnamir höggva (ekki augun hver úr öðrum, og frúin vildi sízt af öllu, að Urban fengi ávítanir fyrir óforsjálni sína. Hún var hrædd um, að hann hefndi sín á sér, því hann var áreiðanlega ekki eins sjóndapur og verk- stæðiseigandinn með tilliti til hennar. Þess vegna stóð hún strax upp, þegar Allan staul- 'aðist á fætur. Hún hraðaði sér í kring um borðið, lagði báðar hendur sínar á axlir hans, og þrýsti honum alúðlega niður í sæti sitt aft- ur. Svo sagði hún við hann, með síiíum vana- lega smjaðurs blandna rómi: “Þér ætlið þó ekki að ganga yfir verkstæð- isgarðinn í þessu viðbjóðslega veðri?” “Hvað er á móti—” “Þér getið augveldlega orðið votur í fæt- uma, ” greip hún fram í fyrir mótsögn hans, “og fengið vont innkuls í hálsinn, sem gæti haft hinar verstu afleiðingar fyrir yður. ” Allan hætti við allar mótsagnir. Yofa nið- urfallssýkinnar sást nú í sjondeildartiringn- um, og þessi ógeðslega vera, var ávalt, aðstoð- andi frúna, þegar hún þurfti að ná valdi yfir Allan. “Auk þessa,” sagði hún með langdregnum róm, er hún sá tilhliðrunarsemi hans, “hlýtur lir. Urban að koma rétt bráðum, kl er nú bráð- um ellefu. Steikin er nú næstum alveg köld; það er leiðinlegt.” Um leið og hún sagði þetta, ýtti hún steik- arfatinu til hans. Ilmurinn af hinni volgu steik, vakti lyktar- og smekkstaugar Allans mjög þægilega. Allan tugði ekki en gleypti með græðgi mikilli fáeina bita af hinu kjarn- góða kjöti. Jafnframt leit hann ágirndaraugum á flösk- urnar. Frú Wöhlert, sem aðgætti hvert einasta augnatilit hans og las hugsanir hans, greip til portvínsflöskunnar. 1 “Nei, ekki þessa, Dorothea,” sagði hann um leið og hann gleypti seinásta bitann, “mig langar í dag til að fá eitthvað sérstakt.” “Þér eigið að eins að skipa,” sagði ráðs- konan og hneigði sig, “fyrir yður er naumast hið bezta nógu gott.” Allan brosti undur arlúðlega. “Það bezta,” endurtók hann. “Ha, ha, ha, Dorothea,” hann deplaði augum til hennar, “eitt glas af kampavíni.” “Eittf” hrópaði hún. “Tvö, þrjú, tiu! Eins mörg og þér viljið. Að fáum mínútum liðnum skal það standa freyðandi á borðinu hjá vður.” Hún þau.t af stað og losaði lyklakippuna af beltinu sínu á meðan hún hljóp, og leitaði að vínkjallara lvklinum meðal margra annara. Allan horfði ánægður á eftir henni, og hall- aði sér ánægður aftur á bak á legulækknum með lokuð augu, til að bíða komu kampavíns- ins. Að liðnuin fáum mínútum kom ráðskonan aftur. Undir eins og Allan heyrði hana koma inn, I I LÖGBEBG FIMTUDAGINN, 28. OKTÓBER 1926 opnaði hann augun, en hann glenti þau bók- staflega upp, þegar hann sá að frúin hélt ekki á neinni kampavínsflösku í hendi sinni. “Það er ekki meira af kampavíni í kjallar- anum,” sagði hún, “ekki ein einasta flaska.” “Hva-------------” Allan ætlaði, eins skelkaður og hann var, að segja “hvað”, en munnurinn stóð opin, án þess að hann gæti lokið við orðið. “Eg skil það heldur ekki,” svaraði frúin. Verkstæðiseigandinn stóð upp, þreif pentu- dúkinn frá hálsi sínum og fleygði honum á gólf- ið. 'Svo gekjk hann mjög reiður fram og aftur um gólfið. Þessi hreyfing veitti honum aftur möguleika til að nota talfærin. “Ekki meira af kampavíni!” stundi hann upp mjög móður af ganginum. “Það er ekki langt síðan að eg keypti heilan hóp. ” Frúin, sem í rauninni skildi heldur ekki hvemig þessi kampavíns flöskuhópur gat ver- ið eyddur á svo stuttum tíma, reyndi að fá hús- bónda sinn til að víkja frá þessum gremjulegu hugsunum. “Eg bið yður,” sagði hún við hann, “að gremja yður ekki lengur yfir ungfrúnni, dótt- ur vðar.’ Allan stóð alt í einu kyr. “Sögðuð þér dóttur minnif” svaraði hann ákafur. “Eg er að eins gramur yfir kampa- víninu, sem ætti að vera hér, en finst þó ekki.” “Nei, það er dóttir vðar. sem þér gremjið yður yfir,” endurtók hún vingjarnlega en þó ákveðin, eins og ómögulegt væri að mótmæla því. “Þér vitið það að eins ekki sjálfur.” “Gietur það verið dóttir mínf ” spurði hann að mestu leyti yfir unninn 0g hristi höfuðið, eins og hann skildi alls ekki hugsanir frúar- innar, en vogaði þó ekki að mótnaæla henni. “Já, auðvitað,” svaraði hún viðstöðulaust, “eg verð alt af fyrst að segja yður frá ásig- komulaginu. I gær gramdist yður að ungfrú María kom hvorki að dagverðarborðinu né neytti kvöldmáltíðar ásamt yður, og í dag hef- ir hún einu sinni ekki boðið yður góðan dag. Ó, guð minn góður,” hrópaði hún og klappaði lófunum saman,. “ef eg væri hér ekki, gætuð þér fengið að lifa og deyja í einveru.” “Dorothea,” hrópáði hann um leið og hann hrökk við, “verið þér ekki að tala um dauð- ;ann.” Hann skjögraði að legubekknum 0g settist aftur. “En til allrar hamingju,” sagði hún í hugg-' andi róm, “er eg hér. Eg skal sjá um þægindi yðar og rósemi.” Svo laut hún niður, tók upp pentudúkinn, sem hann hafði fleygt á gólfið, og rétti honum hann. Svo lagðist hún á knén 0g ýtti fóta- 'skemlinum til hans. ‘ ‘ Dorothea! ’ ’ 1 þessum, að hálfu leyti kveinandi og að hálfu leyti spyrjandi málróm hans, fólst alt hans úrræðaleysi 0g undirgefni undir vilja hennar. Hún stóð strax á fætur og settist gagnvart honum. 'Svo greip hún portvínsflöskuna 0g helti í staup handa honum. “Við skulum gera okkur ánægð með það, sem við höfum,” sagði hún alúðlega, “maður á að vera guði þakklátur fyrir alt.” Nú lá aftur vel á honum. Hún hjálpaði lionum, meira heimtaði hann ekki. Þetta góða geðslag hélst, þangað til Urban kominn í herbergið þegar kl. sló 11. Hann hafði engin gleraugu, var fremur fá- tæklega klæddur, í gaulslitnum gráum frakka, og hélt á mörgum bréfum í hendi sinni. Hann fékk nú samt ekki tækifæri til að minnast á innihald þessara bréfa, því Allan hrópaði strax til hans í illu skapi: ‘‘Ef ekki rigndi, hefði eg fyrir löngu komið yfir til yðar í því skyni, að ásaka yður fvrir, að eg verð að líða tap við Minervu hlutabréfin. ” “ En bíðið þér rólegur, hr. Allan, þangað til við fáum að vita hvað inn kemur við skulda- jöfnunina.” “ó, guð hjálpi okkur,” tautaði Allan, “af því verð eg naumast feitur. — Þér gætuð líka verið í betri frakka í viðskiftatímunum,” taut- aði hann enn fremur. “Þetta er bezti frakkinn minn,” svaraði Urban lítillátur. “ Yður er að sönnu sómi að sparsemi yðar,” svaraði Allan, “en hún líkist um of ágirnd- inni.” Urban ypti öxlum. “Þér vitið hr. Allan, að eg á engan auð, og verð að haga mér eftir kringumstæðunum. ” ^ Meðan þetta samtal átti sér stað, milli hús- bóndans og ýiðskiftaráðsmannsins, sat frúin niðurlút með hálflokuð augu, eins 0g sómdi sér fyrir hina auðmjúku vinnukonu. Urban rétti fram hendina með bréfunum. “Þessi bréf eru frá Hamborg og Leipzig.” “Hlífið í dag við öllum viðskiftabréfum,” greip Allan fram í fyrir honum. “Þér vitið hve ófús *g er til að Iesa bréf.” “En eg verð þó-------” “Ráðið þér yfir þessu, eins 0g yður sýnist, kæri Urban; þér eruð búinn að stjórna verk- stæðisatvinnunni um langan tíma með góðum áragri, en forðist þér í guðs bænum alt hluta- bréfa gróðabrall. Það er yðar yfirsjón, og hún er ófyrirgefanleg, að við höfum snert við þessari Minervanámu. ” Urban tók þessari áminningu með algerðri ró. “Við höfum nú, ” svaraði hann, “ágætt tækifæri til að fá þetta litla tap endurbætt. \ ið skulum heimta af þessum manni, sem bróð- ir yðar sendi til okkar, tíu þúsund mörk fyrir að hækka verkstæðisreykháfinn okkar. ’ ’ Allan gretti sig. “Eg sagði í gær, að eg vildi ekki hafa slíka truflun í garðinum. Það er ómögulegt að gera Iþað, án þess að reisa smíðapall.” “En tíu þúsund mörk væri góður gróði.” ^ “Eg vildi sanit sem áður ekki hafa það,” sagði Allan hörkulega. Og við það sat. Það var því bein mótsögn milli þessarar ákvörðunar Allans, og innihaldsins í bréfi Urbans til Elíasar Allans, þar sem Werner var hvattur til að koma aftur. Urban hafði því hagað sér eftir eigin vilja, án þess að hina grunaði það. Þegar Urban var farinn, hélt Allan áfram að neyta morgunverðarins. Hann var nefni- lega einn þeirra manna,, sem ekki geðjast að dagverðinum, nema þeir hafi etið sig vel metta af morgunverði. Nú var dyrabjöllunni hryngt alt í einu. Frúin þaut up af sæti sínu. Hún hafði tek- ið að sér að opna dyr fyrir öllum gestum. “Enga heimsókn,” hrópaði Allan á eftir henni, “eg hefi nú þegar fengið næga geðs- hreyfingu og gremju. Heyrið þér Dorothea, Iþér verðið að sjá um að eg hafi næði. ” “Þér vitið hr. Allan, að þér megið treysta mer. ” Um leið og hún sagði þetta, þaut hún út, en snéri strax aftur himinglöð. Það mátti sjá á henni að hún kom með góða fregn. “Minn háæruverði, hr. Allan,” sagði hún, þegar hún kom aftur inn. “Himininn og for- sjónin vill frelsa yður frá öllu mótlæti; hinar margþjáðu manneskjur geta fundið huggun í því að gera það, >sem gott er.” “Hvernig?”/ Spurði hann efandi. “Komið þér nær, kæri hr. Jónatan,” hróp- aði frúin alúðlega. Dökk-klæddur, ungur maður kom í ljós í dyrunum. Svarta, gljáandi hárið hans var skift yfir miðju enhi, og greitt niður fyrir aft- an eyrun, og skegglausa andlitið hans var svo bunguvaxið og feitt, að maður hefði getað álit- ið hann vera matþega hjá Gottfred Allan. 1 annari hendinni hélt ungi maðurinn á fáguð- um aurabauk, í hinni á hattinum sínum og bók í stóru broti, og á svarta kjölnum hennar var gyltur kross. Andlit Allans lýsti vonbrigðum, þegar hann sá unga manninn koma inn úr dyrunum. “Ó, tautaði Allan lágt við sjálfan sig, “pen- ingasníkir. ’ ’ Maðurinn, sem frú Wöhlert kallaði hr. Jónatan, nálgaðist með varfcárum skrefum. “Okkar ikæru meðborgfara gfjafmildi er nafnkunn,” sgaði hann til að byrja með. “Þar af leiðandi voga eg með virðingu að mælast til þess, að þér veitið hæfilega gjöf til góðgerðafé- lags okkar.” “Þér komið nokkuð oft,” sagði Allan hægt. Han þorði ekki beinlínis að neita hr. Jónatan, þar eð hann vissi að frú Wöhlert var í þessu góðgerðafélagi. “Kröfumar,” sagði Jónatan með áherzlu, “sem hinir fátæku og þjáðu hér í bænum, gera til félags okkar, eru alt af margar 0g of stór- ar.” “Sækið þér pyngjuna mína, kæra Doro- thea, ” sagði Allan hátt við hana, “hún liggur á skrifborðinu í svefnherbergi mínu.” 1 kyr- þey sagði hann óánægður við sjálfan sig. “Það eru aftur þessir þvingandi, beinu skattar, eins og við höfum ekki nóg af þeim áður.” Dorothea, er samkvæmt skipun Allans hafði gengið inn í svefnherbergið, kom þaðan aftur. Hún hélt á pyngjunni og rétti húsbónda sínum hana. Hann opnaði pyngjuna, þar sem margir stórir og smáir silfurskildingar gljáðu. Lík- lega hefir hann ætlað að taka einn af hinum síðar nefndu, til að fleygja honum í aurabauk- inn, sem Jónatan hélt opnum fyrir framan hann. • En frú Wöhlert tók hina opnu pyngju úr hendi húsbónda síns, og helti öllu sem í henni var í söfnunarbaukinn. Fyrst varð Allan alveg utan við sig af skelfingu. !Svo tók hann í ermi frúarinnar og hvíslaði: “Gefið þér ekki alt þetta. En það var of seint. Hið mikla silfurregn hafði alt fallið í aurabaukinn hans Jónatans. “Þetta er sannarlega of mikið,” sagði hann hátt og óánægjulega. “1 sparisjóð himnaríkis eru peningamir vel geymdir,” sagði frúin í huggandi róm og alvarleg, um leið og hún rétti honum tómu Pyngjuna. “Eg skal mqð yðar leyfi sjálfur skrifa yðar hávelboma nafn í reikningsbók himnaríkis,” sagði Jónatan. Um leið 0g hann sagði þetta, lét hann bauk- inn, er hafði þyngst allmikið við frú Wöhlerts miklu viðbót, á stól, og hattinn sinn ofan á hann, tók svo blýant upp úr vasa sínum 0g skrifaði nokur orð í svörtu bókina. Um leið og hann aftur greip baukinn sinn og hattinn, kvaddi hann Allan, sem ekki þorði að lata reiði sína í ljós, en blótaði í huga sínum yfir því, að svo stór upphæð var skrifuð í tekjudálkinn hans í reikningsbók himnaríkis. “Hinkrið þér við,” sagði frú Wöhlert við Jónatan, ‘eg ætla að fylgja yður fáein skref, því eg verð líka að fóma mínum hluta á altari mannkærleikans. ” Svo hvarf húrí ásamt Jónatan. , Allan fékk sér ennþá eitt glas af portvíni og nokkur glös af vínblöndu, 0g hugsaði svo um _____9 9 ekki að yfirgefa, af því hin lævísa ko»a ,bann- aði henni að ganga til föður síns, með enda- lausu undirferli og sá um að hún gæti ekki fundið hann, og einkasonur hans var flúinn í annað hús, á annað heimili. XII.' Yfirheyrslan. Fyrri hluta þessa sama dags hafði Wemer skrifað tvö bréf í herbergi sínu í Gullenglin- um, annað til húsbónda síns í höfuðborginni, og hitt til Leonoru. Til eiganda Skjaldarmerkisins skrifaði hann, að hann væri neyddur’ til að vera fjar- verandi nokkura daga ennþá, þar eð ófyrir- sjáanleg atvik hefði hindrað samkomulag um hótelkaupin; hann vonaði, að fjarvera sín or- sakaði ekki neina truflun í viðskifta ásigkomu- lagi Skjaldarmerkisins, þar eð sá, er taka ætti við sínu starfi, væri búinn að vera með sér heila viku, til þess að, kynnast viðskiftaregl- unum, svo að hann mundi nú einfær um að gegna þessu starfi. Bréfið til Leonoru var stutt. Hann sendi henni og Ottó kveðju sína, en mintist ekki á uppgötvanir þær, er hann hingað til væri bú- in að gera. Hann vildi ekki ónáða hana með því, að minnast á gran sinn; hún skyldi ekki fá að vita um hann, fyr en gmnurinn væri orðinn að vissu með sönnunuin. Hann fór sjálfur með bréfin á jámbrautarstöðina, svo að þau svo að þau gætu farið með fyrstu lest til höfuð- borgarinnar. Með því móti kæmist fregnin um ástæðurnar til fjarveru hans, til 'Skjaldar merkisins síðari hluta dags,, svo hans væri ekki vænt að árangurslausu þetta kvöld. Á járnbrautarstöðinni, sem nú var tóm, af því að á þessari stundu hvorki kom né fór nein lest, tók hann eftir roskinni kónu með heiðar- legu útliti. Hún talaði með æstri rödd við nokkra af járnbrautarþjónunum. “Það hefir þá ekkert jámbrautarslys átt sér stað?” heyrði Wemer hana spyrja, þegar hann ^ekk fram hjá hópnum. > Þessari spurningu neituðu þjónarnir ein- róma. Werner gaf þessu litlar gætur, þar eð allar persónurnar voru >honum ókunnar. Hann hraðaði sér heim. “Góðan morgun hr. Wemer,” sagði Elías Allan við hann, þegar hann kom inn í borðsal- inn. / Wemer endurgalt kveðjuna. Þeir höfðu ekki fundist fyr þennan dag, þar eð Werner hafði skrifað bréfin í herbergi sínu, og farið svo með þau beina leið til járnbrautarstöðvar- innar. “Eg hélt,” sagði hóteleigandinn, “þegar eg sá yður fara út áðan, að þér munduð fara til verkstæðisins, samkvæmt tilboði Urbans; en þér genguð í gagnstæða átt yfir torgið; eg stóð við gluggann og sá yður fára. ” “Eg fór til járnbrautarstöðvarinnar með tvö bréf, þar eð eg skrifaði heim, að eg kæmi ekki fyr en eftir nokkra daga. ” “Það gleður mig að þér hafið áformað þetta, því þá get eg gert mér von um, að við- skfiti okkar fái góðan enda. ” Werner ætlaði að láta meiningu sína í ljós, en þá voru dymar opnaðar, og sér til stórrar undrun^r sá hann gömlu konuna koma inn, þá ' sömu er hann hafði séð á járnbrautarstöðinni. Konan kom inn með ákafa miklum, sem var svo mifclu undarlegra sökum þess„ að það átti illa við aldur hennar — hún leit út fyrir að vera yfir sextugt. Hún heilsaði ekki og gaf heldur engan gaum að Wemer, né nokkrum öðram ókunnum manneskjum, sem voru til staðar í salnum. “Kæri ,hr. Allan!” sagði hún við hótel- eigandann, “óróleg og kvíðandi kem eg til yð- ar.” “Hvað hefir komið fyrir, frú Berthold, sem gerir yður svo órólega?” Undir eins og Allan nefndi nafnið, frú Berthold, vakti það eftirtekt Werners, svo að hann nálgaðist þau. “Sonur minn ætlaði í gærkveldi að fara til L. —” “Já, eg veit það,” svaraði Allan, “hann sagði mér það í gær síðdegis.” “Max” — það var skímamafn Bertholds — “fór að heiman áðuí* en kl. var níu, þar eð hann, eins og hann sagði, þyrfti að koma við annftrstaðar í viðskifta erindum áður en hann færi. Nú er fyrir einni stundu síðan þetta símrit komið til hans frá L.” Upp úr lítilli leðurtösku tók hún pappírs- blað, opnaði það og rétti Allan með skjálfandi höndum. Hann las símritið hátt: “Við væntum komu yðar í gærkvöldi eða í morgun árla. í dag verður að jafna mismun- inn, annars verður kæra lögð fyrir lögregluna. Segið okkur með símriti ástæðuna til þess, að þér komuð ekki. Bréf með ríaorgunpóstinum er heldur ekki komið. Wortman and Schubert. n “Mjög athugavert,” sagði Allan, þegar hann var búinn að lesa þetta. “Og þér hafið ekki séð son yðar síðan í gærkveldi fyrir kl. 9?” “Æ, nei,” svaraði hún fljótlega, “eg er líka þessvegna svo kvíðandi sökum símritsins. Það er sent í morgun kl. 9 frá L., fyrst sonur minn hefir ekki verið þar, hvað er þá orðið af hon- umf Fyrst datt mér í hug að næturlestin hefði orðið fyrir slysi. Eg fekk mér strax vagn og ók til stöðvarinnar, en frétti þar að alt væri í beztu reglu með allar lestirnar, og að ekkert ó- vanalegt hefði átt sér stað. Nú kem eg til yð- ar, til þess að spyrja mig fyrir um, hvort þér vitið ekkert um son minn, sem er vanur að koma til yðar svo oft.” Já, hvað hugsaði þessi sælkeri umf — Ekki neitt. Vínið og vínblándan sæta, höfðu breitt dökkgráa þoku um heila hans, augun lokuðust, hann sofnaði og vaknaði ekki fyr en frúin kom og sagði, að dagverður væi4 á borð borinn, og á borðinu stóð gómsæt steik, er breiddi ilm sinn um alt herbergið. Um sama leyti sat hans yndislega einka- dóttir grátandi í herbergi sínu, sem hún þorði y

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.