Lögberg - 28.10.1926, Blaðsíða 7

Lögberg - 28.10.1926, Blaðsíða 7
LAGRFTRG FIMTODAGINN, 28. OKTÓBER 1926 Bls. 7 ROBIN HOOD FLOUR Eftirspurnin eftir þessu víðfræga hveiti er altaf að auk- ast, og það mjög hrað- fara. ROBIN HOOD HVEITl er nú sent til, svo að segja, allra^ landa í heimi. ’Wm Víkingur Vestuilandsins Gaman og alvara. 1 \ ("Framh. frá bls. 2.) vert af gripum og farangri. Brig- . hain Young valdi þegar i stað bæj- arstæði. Hópurinn staðnæmdist nákvæmlega þar sem nú er Salt Lake City. Innan lítils tíma var Brigham Young búinn að velja stað fyrir musteri, einmitt þar sem það nú stendur, á aðal stræti borgar- innar. , Við lentum í ágætu gistihúsi og leið okkur vel þar um nóttina, en í einu skildum við alls ekki. Þegar við kpmum i borgina, vorum við dauðþyrst. Við héldum, að það væri af því að svo heitt var um daginn; en þó við þömbuðum( vatn indælt, svalandi drykkjarvatn, hvað eftir ánnað, vildi þorstinn með engu móti yfirgefa okkur. Við sofnuð- um þyrst og vöknuðum þyrst. All- an næsta dag vorum við að þamba vatn. Hvort þetta stafaði af þurru fjallaloftið eða ekki, er mér óljóst, Eg að eins veit að við vorum þyrst. Þann dag fórum við að skoða hinn fagra musterisgarð. Umhverfis er hár steypuveggur, og járngrindur í hliðum, sem lokuð eru til kl. 9 á kveldin. Þegar inn er komið, blasa við f jórar byggingar: muster- ið sjálft, sem enginn nema mor- mónar fá inngöngu í; stór fagur samkomusalur, sem nefnist Tjald- búð; annar minni samkomusalur, og svo skrifstofuhús. Grænir fletir, blóm og götur eru þar á milli bygginganna. Aðallega var ferðinni heitið ,í Tjaldbúðina, því þar er eitt merkast organ, sem til er í Banílarikjunum, og er leikið á það á hverjum degi frá hádegi til 12.45, nema á helgidögum og öðr- um frídögum. Kl. 12 er dyrunum lokað og fær enginn að komast inn og enginn að fara út fyr en organ- slættinum er lokið. Listamaður lék á hljóðfærið og var að því hin mesta unun. Síðdegis fórum við með rafmagns lest suður til Spanish Fork, liðug- ar 50 mílur. Hittum við þar vin' ininn séra Runólf Runólfsson, sem er prestur islenzka, lúterska safnað- arins þar. Kona kom þar líka með bíl til að flytja okkur heim til Mr. ig Mr. (J. E. Jameson. Þar áttum við inndæla gistingu. Dóttir þeirra hjóna er mikil söngkona og heyrð- um við hana syngja um kvöldið. Sunnudagur var að morgni og þann dag, kl." 10 f.h., flutti eg guðsþjón- ustu í snotru litlu íslenzk-lútersku kirkjunni þar. Að því búnu sung- um við nokkuð af islenzkum söng- um. Þetta fólk lofaði Guð fyrir að hafa sent okkur til þeirra með tslenzku söngvana. Þegar við syng- um: “Frjálst er i fjallasal,” horfði eg út um gluggann — og fjöllin sýndust rétt fyrir utaj hann. ís- lenzka fólkið i Spanish Fork sann- arlega snerti hjörtu okkar. Guð blessí það og styrki til þess að Gamla Fólkið ,Getur Fengið Margra Meina Bót. Þúsundir Manna Nota Þetta Nyja Meðal og Staðhæfa Að Það Hjálpi Sér Bæði Fljótt Og Vel. Hafi læknirinn ekki nú begar ráðlagt bér bað. bá farðu sjálfur til lyfsalans og fáðu bér flösku af bessu nýja meðali. Það heitir Nuga-Tone. Reyndu bað í nokkra daga og ef bú lítur ekki betur út og ef bér líður ekki betur, bá barft bú ekki að bortga fyrir bað. Þeir sem reyna, munu komast að raun um að bað er skaðlaust, bragðgott og ágætt meðal, sem gefur góða matarlyst og unnbvggir blóðið og taugarnar og allan líkamann. Veit- ir nærandi svefn, styrkir lifrina og nýrun og kemur meltingarfær- unum í gott lag. Þeir sem búa til Nuga-Tone, bekkja svo vel verk- anir bess að beir leggja fyrir alla l.vfsala að ábyrgjast bað og skila aftur neningunum. ef bú ert ekki ánægður. Lesið miðann á nakk- anum. Meðmæli og ábyrgð með hverjum nakka. Fæst hjá öllum lyfsölum. halda við sína lút. kristnu trú. Klukkan hálf fimm þennan sama sunnudag lögðum viÖ á stað austur frá Salt Lake City áleiÖis til Den- ver, en þangað komum við eftir li'ð- ugan sólarhring. Á þéirri leið sá- um viiS mikitS af fjöllum, fórum með fram beljandi, straumhörðúm ám og stundum í djúpum giljum. Á einum stað í Tennessee Pass, vor- um vi'ð 10,242 fet yfir sjávarmál. Tröllslegasta útsýni á þeirri leiÖ er í gili einu, er nefnist: “Royal Gorge”. Rennur Arkansas-áin þar, og stanzaÖi lestin tH aÖ gefa mönn- um kost á því aÖ virða fyrir sér þetta jötna heimkynni og hlusta á, þegar “beljandi foss viÖ hamrabúann hjalar.” Til hægri handar viÖ járnbrautina og rétt fyrir neÖan fossar áin í seiðandi tryllingi, en á báöar hliÖar rísa klettarnir eins og veggir miö- alda kastala, nema'miklu hærri. ÞaÖ er eins og ofurefliÖ hafi þarna gjört sér vígi. Hvaö dirfist þu, maÖur, aÖ etja kappi við bergrisa? Og þó hefir mannsandinn og manns höndin aö nokkru leyti unniö sigur. Jötnarnir rikja þar ekki lengur einvaldir, því eimlestin brunar þarna áfram dns og á sléttu væri. ™ Eftir stutta bið i hinni miklu Denver-borg lá leiöin austur og norÖur til Omaha, Des Moines, í gegnum Colorado, Kansas, Nebr- asta, Iowa, og Minnesota til Minne- apolis. Þar áttum viÖ yndislega dagstund með Hirti söngfræöingi Lárusyni, konu hans og börnum. —- Næsta morgun vorum við komin til Winnipeg, fimtudaginn 17. júni. Þann sama dag var haldið til Gimli og þangað var eg kominn í tíma fyrir kirkjuþingsbyrjunina um kvöldið. Voru þá 25 dagar liönir frá því ferðalagið hofst. Ekkert hafði amað að heilsu allan þann tíma. Og nú var eg kominn þang- að, sem eg átti starfsvið í tiu ár. Vorum við ánægð með þau ferða- lok, þó við værum þar ekki nema stutt. Eftir liðuga tveggja mánaða dvöl austur frá,' lagði eg aftur á stað vestur, fór með Candian National brautinni til Vancouver og Canadi- an Pacific skipi þaðan til Seattle. Eg €r því búinn að fara hringferð. og hún endar hér í Seattle. Mig langar til að láta þess getið, að á þessu ferðalagi var eg á vegum sex járnbrautarfélaga, og þó eg kvarti ekki undan meðferð hjá neinu þeirra, leið ménhvergi betur en í Canadian National lestunum. Hjartans þakkir öllum þeim, sem auðsýndu okkur hlýleik á þessu ferðalagi. Þeir voru margir. Á bryggjunni í Seáttle, þegar eg kom frá Victoria, mættu mér tveir góðir vinjr, Mr Kolbeinn S. Thord- arson og Mr. Gunnar B. Thorláks- son. Á hinrr fyrri hefi eg áður minst. Hinn síðari er sveitungi minn frá fslandi, við báðir úr Eiða- þinghá. Gunnar er drenglyndur styrktarmaÖur safnaðarins, og greiðugur, liðlegur maður í hví- vetna. Hjá þeim fékk eg hinar beztu viðtökur. Og nú er eg aftur kominn til Seattle, og sendi frá mér þessar ferðaminningar, Það var Mr. F. R. Johnson, hinn listfengi skrifari Hallgrímssafnaðar, sem bað mig um það í vor, að eg sendi öllum vinum hér- fregnir af ferðinni, í einu lagi í blöðunum. Seint og lík- lega illa, hefi eg orðið við bón hans. Rúnólfur Martcinsson. Tengist höndum yfir hafið. Nafnkendur maður sagði eitt sinn að menning hvers lands yrði mæld f^tir afstöðu og rétti konunnar. j Fornsögur íslendingn benda á það að frá fyrstu tíð hafi islenzkar konur tekið mikinn þátt i þjóðlíf- inu og að sjálfstæði þeirra hafi verið viðurkent af karlmönnun- um. Þær höfðu ýms réttindi, sem varla þektust annarsstaðar á þeim timum. Jafnvel þegar þjóðin var í sinni mestu niðulægíngu undir útlendu kúgunarvaldi áttu islenzku húsmæðurnar ekki litinn þátt í að varðveita þjóðernisneistann. Þær litu ekki einungis eftir því að heim- ilisfólkið hefði eitjhvað í sig og á heldur voru þær einnig aðal kenn- arar barna sinna. Þetta siðar- nefnda á sér stað enn í dag á ís- lenzkum sveitaheimilum. Vegna strjálbýlisins og erfiðra samgangna drógst lengi að konur mynduðu félagsskap sín á meðal eða að þær færu aÖ reyna að bæta kjör sín með löggjöfum. Það var 1847 Alþing veitti konum jafn- ræði við karlmenn hvað erfðarétt snerti. 1874 var fyrsti íslenzki kvennaskólinn stofnaður í Reykja- vík og 1887 var konum leyft að stunda nám við æðri mentastofn- anir, sem áður höfðu einungis ver- ið fyrir karlmenn. Það er aðallega síðan 1908 að íslenzkar konur hafa rutt sér til rúms í opinberum mál- um, þá var fyrst lögleitt að þær mættu gegna hvaða helzt stöðu, sem hæfilegleikar þeirra og ment- un gerði þær hæfar fyrir svo sem eins og verða læknar, lögmenn o. s. frv. Afstaða konunnar í íslenzku þjóðfélagi færðist þannig áfram í framfara áttina þar til þær hlutu ifullkomin atkvæðisrétt samkvæmt Jöggjöf Alþingis 1915. Framfarir þessar áttu sér ekki stað án mikillar samvinnu og fórn- fýsi íslenzkra kvenna yfrleitt og hafa þær þrátt fyrir erfiðleika, er stafa af strjálbýli' og samgöngu- leysi bundist sterkum félagsbönd- um. Eitt aða^Æandalag hafa ís-1 lenzkar konu^^Rndað, sem hefir með höndum^mll þau merkustu mál, sem konur hafa á dagsskrá. Margt er það til gagns fyrir land og lýð, sem íslenzkar konur hafa gengist fyrir eða aðstoðað á einn eða annan hátt og einmitt nú hefir Bandalag kvenna tekist á hendur að koma upp Kvennaheim- ili í Reykjavík, sem geti orðið nokkurs konar miðstöð fyrir starf- semi kvenna á íslandi, líkt og Federated (Women’s Clubs heim- ilin eru í Ameríku. Heimili þetta á að hjálpa og leiðbeina stúlkum, sem árlega koma fleiri og fleiri úr sveitunum til höfuðstaðarins. Þar eiga þær að geta fengið gist- ingu um lengri eða skemri tíma og einnig á stofnunin að veita tilsögn í ýmsu nytsömu, svo sem eins og hússtjórn. Sömuleiðis er ætlast til að heimili þetta verði athvarf fyr- ir útlendar konur, sem sumar hvert koma meira og minna til ís- lands og vita varla hvert þær eiga að snúa sér vegna vöntunar á þægilegan gististað og fullnægj- andi upplýsingumi um það besta, sem tsland hefir að bjóða. Hinar síðarnefnduj /eru vanalega menta- konur, sem koma. til íslands af löngun til þess að kynnast betur íslenskri menning og er tilfinnan- leg vöntun á því að hæ£t sé að taka á móti þeim sem skyldi vegna þess- að Bandalag íslenzkra kvenna á ekkert heimili. Mjög mikil nauð- syn er á því að þess konar heimili sé komið upp 1930 því eins og gcf- ur að skilja vérður brýn þörf fvr- ir þvílika stofnun ekki eimmgis til þess að aðstoða íslenzkar konur heldur líka útlenda gesti. Alþingi hefir gefið lóð undir hina fyrirhuguðu byggingu á fögr- um stað i Reykjavík og hlutafélag var stofnað fyrir rúmu ári síðan til þess að koma þessu áformi í framkvæmd. Enn sem komið er hefir Bandalag kvenna ekki nema lítinn hluta af fé því sem þarf til þess að hægt sé að byrja á bygg- ingunni. Hlutabréfin kosta rúma fimm dollara hvert, 25 krónur i ís- lenzkum peningum. . Ákjósanlegt væri að konur i Ameriku vildu að- stoða systur sinar heima ,í þessu verki svo að byggingin yrði tilbú- in 1930, ef 1000 islenzkar konur í Ameríku keyptu eitt hlutabréf hver bættust 25,000 kr. við í þenn- an sjóð og gæti þesskonar aðstoð verið einskonar fórn til minningar ættingja og vina heima á gamla landinu, sem lögðu grundvöllinn að framförum þeim, setn hafa átt sér stað í seinni tið á íslandi. Vilja ekki islenzkar konur fyrir vesían haf minnast Fjallkonunnar kæru fyrir jólin, styrkja gott mál- efni svo hægt sé að reisa íslenzk- um kven-félagskáp sómasamlegan samastað. Hlutabréf eru til sölu hjá undir- ritaðri eða frú Steinunni H. Bjarnason, Reykjavik. Látum okkur vestur-íslenzku konurnar vinna að því að austur og vestur-íslenzkar konur geti tek- ist í hendur á Kvennaheimili i Reykjavík 1930. Thórst'ma Jackson. 531 W. i22nd St., New York. saur o. þvíl.J Þó er það ekki ætið, sem þessu verður komið við. Þvottur á höndum og andliti er svo einfalt mál, þó misjafn geti hann verið, að honum þarf ekki að lýsa. Þó má minna á það, að ekki er það allskostar góður siður, að margir noti sama þvottafatið, sama svampinn og sömu þurkuna, og er það þó algengt. Þrifalegt er þetta ekki og hætta getur stafað af því. Ef einn fær einhvern smitandi sjúk- dóm t. d. kláða, reform, lús eða Heilbrigðistíðindi. Þvottur og böð. Það er svo margt sinnið sem skinnið, og ærið mismunandi í lönd- unum hve mikið menn þvo sig og baða. Á Islandi eru böð lítið sem ekkert notuð af öllum almenningi, og hann þykist gera vel ef hann þvær höndur og andlit, þegar kom- ið er frá vinnu. Líkt er að sega um Noreg og yfirleitt Norðurlönd, þó bæjarbúar og heldra fólkið fari oft í bað. Sé aftur litið til Englands, má heita, að baðklefi eða baðker fylgi hverri ibúð, og er talið álíka nauðsynlegt eins og salerni.- Þar þykir það jafnvel allmikið nauðsyn að taka bað á hverjum degi. Svo er þetta og í Japan. Yfirleitt eru suð- rænu jþjóðirnar mestu vatnskettir og baða sig, þegar þvi verður kom- ið við. I köldum löndum eru böð- in aftur fátíðari, þó misjafnt sé. Þetta er i raun og veru auðskilið, því það er hin mesta nautn að komast í svalt vatn, þá hitinn ætl- ar að drepa mann. Hinir, sem eru skjálfandi af kulda, forðast kalda vatnið, en þægju heitt bað í heitu herbergi með þökkum. Nú kostar heita vatnið töluvert, og það eru aðeins efnamennirnir, sem geta veitt sér það, nema eldsneyti sé ó- dýrt, t. d. nægt skógarhögg, eins og víðast í Finnlandi. Þar baðar og allur almenningur. Böð og þvottur fara iþannig að miklu leyti eftir loftslagi. en að nokkru eftir upplagi manna og eðlisfari. En hvað er þá að segja um þvott og böð frá sjónarmiði heilsufræð- innar? Eru þau ekki nauðsynleg til þess að halda góðri heilsu? Liklega hefir verið of mikið úr þessu gert. Þjóðirnar, sem baða sig mest, eru ekki öllu langlífari en hinar eða heilsubetri. Það er hvorki að óttast það, að óhreinindi stýfli opin á húðkirtlunum né eiturefni séu í svita eða húðfitu. Vér yrðum og fæstir ellidauðir Islendingarnir, ef þvottur og böð væru óumflýjan- leg til þess að halda heilsu. Eigi að síður verður ekki móti því borið, að óhreinindin eru ekki hættulaus með öllu, síst á höndunum, sem snerta á svo mörgu. Óhreinindum fylgja ætíð aragrúi af sýklum, sem geta valdið ýmislegum kvillum. Strangt hreinlæti losar menn við mikið af þessum óþverra og dregur úr sýk- ingarhættu. Lús má telja óþrifa- kvilla og svo er um fleira. En hreinlætið er ekki aðeins heil- brigðismál. — Það er stórvægilegt menningarmál, sem hlýtur hver- vetna að ryða sér til rúms. Á vor- um dögum þykja lúsugir menn, sjúklingar með geitum og öðrum ó- þrifakvillum naumlega í húsum hæfir. Þess verður ekki langt að biða, að þrifnir menn, hreinir og illalyktandi fái sama dóm. Almenn- ingsálitið stefnir í þessa átt og ekki að ástæðulausu. Þvottur og böð hafa líka margt gott í för með sér. Þegar maður hefir þvegið sig tárhreinan kann maður ekki við að fara í óhrein föt, og sé maður sjálfur hreinn, í hreinum fötum, una fæstir við ó- þrifaleg og óhrein húsakynni, sæng- urföt o. þvíl. Hér rekur hvað ann- að og afleiðingin verður hreinlæti og menningarbragur í stóru sem j smáu. Alla jafna hefir það aftur rik ! andleg áhrif. Maður hugsar öðru- vísi, þégar alt er hreint og þokka- legt umhverfis mann, en meðan sóðaskapuí réði lögum og lofum og lús skreið á hverjum manni. — Og þó eru þess dæmi, að böð ogóþrifn- aður geti farið saman, t. d. í Rúss- landi. Þar er það landssiður, að fá sér heitt bað á hverri viku, en samt er fólkið skítugt og lúsugt. Má þetta heita undantekning. En hvers má þá krefjast af öll- um almenningi í þessum efnum? Flestir verða að vinna á degi hverj- um, svitna og verða óhreinir. Það væri heimska að ætla sér að komast hjá þessu, enda stafar sjaldnast nein hætta a£ óhreinindum þeim, er fylgja vinnunni. Fyrir mitt leyti svara eg spurningunni þannig; Menn eiga að þvo sér rækilega um höndur og andlit, þegar þeir koma frá vinnu sinni, og alt hörundið, þegar maður hefir svitnað # mjög eða það hefir óhreinkast við óþrifa- lega vinnu. Auk þess ættu menn að þvo sér um höndurnar áður en þeir matast, og í hvert sinn sem þeir snerta á hlutum, sem sérstök smit- unarhætta getur stafað af fhrákar, þvil. er viðbúið, að allir fái hann, sem nota sömu þurkuna. Það er út- látalitið, að hver hafi.sitt fat og sína þurku. Hún endist þá þeim mun lengur. Sumir halda, að flasa í hári sé smitandi, og nokkur likindi eru til þess. Ef svo væri, þá hlýtur hver að smitast af öðrum, sem nota sömu þurku. Það er satt að segja erfitt að nota þurkur svo enginn óþrifnaður stafi af. Þessvegna hafa menn nýlega tekið upp á því, að nota heitan loft- straum i stað þeirra. Hann kemur úr litilli blástursdælu, sem rafmagn hitar og hreyfir. Þorna höndurnar samstundis, þegar heita loftið leik- ur um þær. Þrifalegt er þetta, en kemur þeim einum að noturn, sem hafa aðgang að rafmagni. Einkennilegt er það að Rússar kunna ibetri þvottasið en margir aðrir. Þeir telja það mesta óþrifn- að, að þvo sér úr vatni i venjulegri skál og nota venjulega rennandi vatn.. Þvottaborðið er þá gert með þeim hætti að op er í botni skálar- innar, svo vatnið streymi óðar úr henni niður i sérstaka fötu eða út i skólpveituna, en yfir skálinni er vatnshani, sem þéttur vatnsúði streymir út úr meðan maður þvær sér. Höndurnar lenda þá aldrei í neinu skólpi. Eins og geta - má nærri, eru svampar og þvottaposar allajafna miður hreinlegir. Allskonar óhrein- indi berast í þá að hörundinu, og því fer f járri, að þau skolist öll burtu, þegar svampurin er undinn upp úr Vatninu. Ef menn ekki nota hend- urnar til að þvo sér, eru þvottapok- arnir hreinlegastir, en þó því aðeins, að nokkrir séu til skifta. Hvern posa ætti að þvo, ekki sjaldnar en einu sinni í viku, sjóða hann og þurka síðan. Við suðuna drepst alt sóttnæmi í honum. Þvott á höfði og háru hugsa menn minna um, og þó er háriö með óþrifalegustu stöðunum á yfir- borði líkamans. I það stafnast ryk flesta grunar. Það væri því góður siður og nauðsynlegur, að allir þvæðu höfuð sitt og hár vandlega f'heitt vatn og sápa) einu sinni i viku. Meðal annars væri það nokk- ur vörn fyrir flösu og hárroti, ef unglingarnir væru strax vandir á þetta hreinlæti. Nöglurnar hirða margir miður en skyldi og þó er það ekki langrar stundar verk að skafa óhreinindin burtu, sem setjast undir þær. Það fer illa á því, að sjá hreinar hönd- ur og biksvartar neglur, en í nagla- skarninu er oftast hverskonar ó- þverri samankominn. Á böð. og hörundsþvott verður minst> síðar. G. H. Mbl. TIL INGUNNAR. Eg þakka ei skrif þitt en þunglega’ ásaka, þótt að í fræðandi birtist það hjúp— máttu’ ekki vesalings mannfélags- hraka, minningar falla i gleymskunnar ' djúp. 'Heimurinn glotti þá héðan þeir gengu— x í hjartanu söknuður enginn þvi bjó; ærin í lífinu aðköst þeir fengu, við ættum að láta þá hvílast í ró. R. J. Davíðson. Hveitisamlagið. Hveitisamlagið í Manitoba hefir nýlega samið viðT víðvarp (Mani- toba-fylkis um að víðvarpa frétt- um fyrir sig fStation C. K. Y. Win- nipeg). Fer það fram á hverjum degi kl. 12.45 e. m. öllum helstu ýréttum af hveitisamlaginu verður þá víðvarpað og einnig fréttum af öðrum samvinnufélagsskap bænda > þessu fylki. Þeir af lesendum vorum, sem tæki hafa til þess, ættu að hlusta á fréttirnar sem víðvarpið flytur kl. 12.45 á hverjum degi. Þeim, sem hafa það vgrk á hendi að kynna almenningi hveitisamlag- ið og starfsemi þess, þætti mjög vænt um að heyra álit þeirra, er hlusta á þessar fréttir, og tillögur þeirra þeim viðvikjandi. Kornhlaða hveitisamlagsins í Buffalo fullgerð. Bygging þessarar kornhlöðu er síðasti hlekkur þeirrar keðu, serrt tengir Sskatchewan hveitisamlagið við heimsmarkaðinn. Hún heiir verið bygð til að taka við korni frá hinum stóru kornhlöðum hveitisam- lagsins á vesturströnd Superior- vatnsirts og flytja það með járn- brautum eða bátum til sjávar, til að flytjast til Evrópu. Eign hveitisamlagsins i Bufíalo, N. Y. er þrettán ekrur af landi við vatnið. Þar er bryggja, kornhlaða, hleðsluskálar og járnbrautarspor. auk þess innri og ytri kornbyrgð- ur, sem hver um sig tekur tuttugu °g þrjár þúsundir mæla hveitis og þar að auki inni og ytri kornbyrgð- ur. Alls tekur kornhlaða þessi, eins og hún er nú, eina miljón og hund- rað úsund mæla hveitis. Það er hægt að hlaða báta eða járnbrautar- vagna frá fjórum stöðum í einu, eða alls þrjátiu þúsund bushel á klukkutimanum. Hleðsluskálarnir ná yfir fjögur járnbrautarsper og aftan við þá er nægilegt pláss fyrir tuttugu vagna. 25c. fyrir Greniskóg Fólki, sem b.iáist af andbrenítsl- um, Asthma og lungma siúkdóm- umi er bað mikil hiálD að búa bar sem grenitrén vaxa. Hvers vejrna? Vesma bess, að andrúms- loftið bar er beim holt. Peps hafa í sér samskonar heilsulyf eins oít srrenitréð, auk annara hollra efna osr fyrir 25c sretur bú flutt heim tií bín heilsubótina. sem srrieniskÓKurinn veitir. Þe«- ar Pep er látið í munninn, bá nýtur líkaminn beirrar hollustu. sem meðalið hefir að sreyma, maður andar beim að sér osr bau fara ofan í lunsmaDÍDurnr ok lunjtun en maðun Kleynir bau ekki. Reynið Peos við kvefi. hósta, brióstveiki ok asthma. 25c ask.ian. Fæst alstaðar. Lesendum er boðið að leggja fram spurningar hveitisamlaginu viðvíkjandi, og verður þeim svarað í þessu blaði. Robin Hood Flour vinnur mörg verðlaun. Robin Hood Miils Limited hefir nú fengið skýrslu frá öllum sýning- um í Saskatchewan og Manitoba, sumarið 192Ó, þar sem ýms félög hafa haft hveitimjöl til sýnis, sem þau hafa malað og þar sem það hef- ir verið reynt. Verðlaun þau sem Robin Hood Flour hefir fengið eru: 30 fyrstu verðlaun af alls 36 eða 70 verðiaun af samtals 83 verð- launum er gefin voru. Verðlaunalistinn er eins og hér segir: Fylkissýningin í Regina: Besta brauð, öll verðlaun, tiu alls. Sýningin i Saskatoon: Besta hvítt brauð, brúnt brauð og Buns. öll verðlaun, sex alls. Fruit Cake 1. og 2. verðlaun. Jelly cake 1 verðl. Home made cake og fleiri tegundir r. verðlaun. Broad view', Sask. 1. og 2. verðlaun. 1 / ÓListinn eins og hann er.). 'BToaidview, Sask,, lst and 2n.d. OadiJIac, Sa»k., 1-st. Ca-rberry, Jían., 2nd and 3iidi. Elbow, Sa«k., lst, 2nd and '3rd. Blstow, Sask., iBt, 2nd, 3rd and 4th. Hawarden, Sa^k., leit, 2tnd, and 3rd, Kelvtington, Saek*., lst and 2nd. Ijanisan, Sask., lst and 2nd. 'McAuk'V, 'Man., 3rd. Mllestoine, Sask., 2nd. Morden, Man., lst. MeviUie, 'Sask., lst. North Battleford, Sask., lst and 2nd. Ogetna, Sask., lst. Prlnce Albert. Sask., lst, 2nd & 3rd. Punníchy, Saek., Istt aníd' 2nd. •Radison, Sask., lítf. Ridgedale, Sask., 2nd. St. James, Winnipeg, lst, 2nd & 3rd. Saitcoats. Sask., lst. SheH'lmoutih. Sask., lst and 2nd. Wakaw, Sask., lst and 2nd. Yorkton, Sask., lst, 2ind and 4th. Oomplete Kesnlts at Kelvington, Sask.: Beslt Bread lst and 2Wd. Dark Cake, l«t. lyighit Cake, lst. FVutt Cake, lst. Foney iPastry, let. Faney Calkes, 2lnd. Cookties, 2nd. Með alla |)á viðurkenningu, sem Robin Hood Flour hefir hlotið er það engin furða þótt félagið þori vel að gefa -peninga ábyrgð með hverjum 24 punda sékk, eða þaðan af meiru. Það er orðið að orðtæki meðal húsmæðranna að það sé vel þess virði að gefa dálítið meira fyr- ir þetta mjöl, en nokkurt annað. ^MMIIMIIIIIIIIIIIIIMMIIIIMIIIIMMMMMIMIMIIMMMMMMIIIIIIIIIMIIMIIIMIIIIIMIMIIIMMU: ISJERSTAKAR LESTIRj £ Austur að Hafi = | SIGLT TIL GAMLA LANDSINSI SÉRSTAKIR SVEFNVAGNAR = frá Vancouver, Edmonton, Cálgary, Saskatoon, Regina = með lestunum austur, sem koma matulega = til að ná í jólaferðir gufuskipanna: = Fyrsta lest fer frá Winnipeg kl. 10 f.m. 23. nóv., til Montreal, = = Þaðan 25. nóv. með S.S. “Athenia " til Belf., Liverp, Glasgow § = Ónnur lést fer frá Winnipeg'kl. 10 f.m. 25. nóv. til Quebec og = = þaðan Tbeint norðurleiðina) með SjS. “Regina” 27. nóv. til = = Belfast, Glasgow og Liverpool. = Þriðja lest fer frá Winnipeg kl. 4.30 e.m. 2. des. til Halifax, og I = nær í S.S. “Pennland” 6. des. til Plymouth, Cherb. Antwerp. ~ = Fjórða lest fer frá Winnipeg kl. 10 f.m. 9. des. til Halifax nær Í í S.S. “Letitia” 12. des. til Belfast, Liverpool, Glasgow, og = = S. S. “Baltic” 13. des. til Queenstown og Liverpool. = Fimta lest fer frá Winnipeg kl. 10 f.m. 10. des. til Halifax, nær = = í S.S. “Antonia” 13. des til Plymouth, Cherbourg, London. = = SÉRSTAKIR SVEFNVAGNAR alla leið ef þörf kre.fur. frá = = Vancouver, Edmonton, Calgary, Sakkatoon, Regina, til að ná í = = S.S. “Stockholm” 5. des. frá Halifax til Oslo og K.hafnar. S.S. “Estonia’ 9. des. frá Halifax til Kaupmannahafnar. = S.S. “Frederik III” 10. des. frá Halifax til Christiansand, = Oslo og Kaupmannahafnar. = = Hvaða umboðsmaður sem er fyrir Canadian Nat. Rv gefur uppl. = = Eða skrifið ÍW. J. QUINLAN, Dist. Pass. Agent, Winnipeg = niMMIIIIMMMIIIIIMIIIIIMIIIMIIIMIIIIIIIIMIIIMIMIIIIIMMIIIIMIIIMIIIIIIIllllllllMMMMMl? jJMIIIIIMMIIMMIIIMMIIUMIMIIMIMIIMIMIIMMIIIIIIIIIMMMIIIIIIIMMMIMIIIMMMMMMIIIg = TIL | I Gamla Landsins i = MBÐ FYRIR JOLIN og NY-ARID I E 1 Sjerstakar Jola-ferdir j = DEC. 7 SS. MONTROYAL LIVERPOOL = “ 11 S.S. METAGAMA GLASGOW-LIVERPOOL = = “ 15 S.S. MONTCAUM LIVERPOOL = = “ 15 S.S. MINNEDOSA CHERBOURG-SOliTH- = = AMPTON ANTWERP SÉRSTAKIR SVEFNVAGNAR Verða i brúki alla leið til skipshliðar í Welst St. John fyrir þessar siglingar. = SKRIFIÐ YDUR SNEMMA FYRIR FARÞEGARÚMI = og látið Canadian Pacific Umboðsmann gefa yður = allar upplýsingar. | CANADIAN PACIFIC 1 ^IIIIIMIIMIMMIMIIMMIMIIIMIIMMMIIIMIIMMIIMIMIMMIMIMIMIIIIIMIIMIMIIIIIMIIIMlfi^

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.