Lögberg - 20.01.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 20.01.1927, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JANÚAR 1927. Sls. 3 Thomas Woodrow Wilson. 1856 — 1924. Forseti Bandaríkjanna 1913—1921. Eftir Aðalstein Krxstjánsson. Þegar einlæg tilraun er gerð til þess að kynna sér hugsunarhátt þeirra, sem skýrast hugsa — þeirra, sem snjallast og frjálsast leiða rök saman, — þá er ekkert undarlegt, þó sú spurning komi fram í huga okkar: hvers vegna eru sumir menn svo auðugir af skýrum og skilj anlegum röksemdum, en aðrir svo fátækir? Hvers vegna er sumum mönnum eðlilegt að hugsa skýrt og greinilega, þar sem svo margir virðast svo hjálparlausir? • Merkur fræðimaður og mentavinur sagði eitt sinn, þegar rætt var um ræktun með' vatns- veitingu á óbygðu landi: “Hin víðlenda eyði- mörk er ekki í suðvesturhluta Bandaríkjanna, lieldur undir liöfuðfötum meðborgara okkar, því þeir nota ekki nema einn tíunda hluta heil- ans.” Af íslenzkum rithöfundum hafa líklega fáir gefið greinilegri skýringu heldur en Sigurður Nordal fyrir ]>ví, hvers vegna fæstir bera gæfu til þess að hugsa skýrt og rökrétt. Hann segir: ‘‘Ef menn eru svo gætnir og sínkir, að þeir tíma ekki að segja né skrifa hugsanir sínar, rýmist aldrei til í liuganum. Hugsanir verða ekki fyrndar eins og hey eða smjörbelgir. Afleið- ingin verður sú ein, að menn tönnlast á því sama við sjálfa sig alla æfina, snúast í tjóðurbandi endurtekninga og verða þröngsýnir sérvitr- ingar.” Woodrow Wilson var flestum mönnum rök- fimari, framsetning hans í ræðu og riti ljós, skýr og skipuleg. Hann hafði óvanalega mikla með aumkvun með þeim, sem erfitt áttu með að nota hugsanir sínar, mannhjálparlaust. Hon- nm var það ljóst, hversu vandasamt það er, að hjálpa þeim, sem lifað hafa langa æfi á liugs- ana-fyrningum. Wilson sagði, meðal annars, um fróðlei'kslöngun þeirra, sem komu að íilusta á hann flytja ræðu: “Eru þeir að vonast eftir svörum við spurningum, sem koma fram í sál- um þeirra, sem maður ekki skilur? Eg hefi oft beðið Guð að gefa mér vísdóm, styrkja mig og1 hjálpa mér til þess að skilja þær raddir í sálum alþýðumanna. — Það er eins og þær raddir— þær spurningar — komi frá upptökum lífsins.” “Vísindin efla alla dáð, Orkuna styrkja, liugann hvossa, Vonina glæða, hugann hressa, Farsældum vefja lýð og láð” .... kvað listaskáldið fegurðar og frama, fyrir meira en þremur aldarfjórðyngum. Hvernig myndi Jónas Hallgrímsson yrkja um vald vís- indanna nú? Woodrow Wilson fann í sálum mannanna og vísindum ótakmörkuð þroska-skilyrði og dýrðlegasta vitnisburðinn um almáttugan Guð. — Að þroski alls lífs er háður þeim lögum, sem við lifum og hrærumst í. — Hið umliðna er okk- ui nothæft, að eins eftir því sem það hjálpar þroska vorum og skilningi, á hið yfirstandandi og okomna. Hið yfirstandandi er dýrðlegasta timabilið fyrir okkur mennina. Því það er eina tímabilið, sem við mtum með vissu, að forsjón- in veitir okkur tækifæri til' þroska. Það er frelsunartími okkar, þar sem sálarsjón vor lærir að fylgja eðlislögum við uppkomu og nið- urgöngu sólar.—Þegar óteljandi hnettir geims- ins heilla huga vom, út fvrir takmörk, sem við sjáum, þá skýrist liugsun okkar, röksemdir berast okkur með hraða ljóssins, og lvsa oss leið. _ Frægur rithöfundur í Ameríku sagðist; ‘falla fram á ásjónu sína í lotningarfullri bæn og þakkargjörð, — sér félli gleðitár af hvarmi, í hvert skifti sem hann mætti hugmyndum, sem þannig væru fram setttar, að fvrirhafnarlítið væri að skilja.” 7. Thomas Woodrow Wilson, var fæddur 28. desember 1856, í Staunton, Virginia. Faðir lians, Dr. Josepli R. Wilson, prestur Methodista, talinn lærdómsmaður mikill, og vel metinn, en strangur og forn í kenningum, var hann af írskum ættum. Móðir Wilsons, Janet, dóttir Woodrow prests af skozkum ættum, einkar vel gefin kona. Þegar Wilson var tveggja ára, þá fluttust foreldrar hans til Augusta, Georgia, sem þá var helzsta iðnaðarborg í því ríki. Dr. Joseph Wil- son innritaðist sem herprestur í her Suðurríkj- •anna á tímum þrælastríðsins. Woodrow Wilson var óhraustur á æskuárum, sjo augnveikur að hann varð að nota gleraugu. Heilsuveiklun hans varð til þess að hann var sjaldnar að leikjum með öðrum börnum, svo nann naut æskudrauma sinna oftar í einvera og næði, en alment gerist meðal drengja, sem alast UPP í stórborgum þessa lands. Undirbúnings- nientun var honum vreitt að mestu leyti í lieima- húsum, eða prívat skólum, — en eicki alþýðu- skolum, ástæður fyrir því hafa sjálfsagt' verið eilsuveiklun, og hversu siðavandur faðir hans var. Wilson var aldrei heilsusterkur. Eftir að ann byrjaði á námi, við hærri skóla þá varð íann tvisvar að hætta sökum veikinda. Foreidrar hans fluttu til Columbia í Suður- „ aro r*ki, 1870, var faðir Wilsons þar pró- tessor við guöfræðisskóla nokkur ár. Skömmu f,. !r ? f.lölskyldan flutti til Suður-Cai*olina rikis innritaðist Wilson við Princeton háskóla. 1 u a>!-UtskrifaðÍst hann 1879’ með á^ctum vitn- WDurði, Las hann þá lög við háskólann í v írgima^ en byrjaði lögmannsstörf í Atlanta borg i Georgia ríki árið 1882. En hugurinn ,va 11 rihi hókmentanna — í ríki hillinga og úrauma — lögmannsstörfin létu honum ekki vel. Dann hafði verið ritstjóri háskólablaðsins, á studentsarum. Þegar hann byrjaði lögmanns- starfið, þá var hann sem ákafast að rita bók um þingbundna stjórn, “Congressional Govern- ment”. Fvrir bók þessa var lionum veitt doktors nafnbót; náði hún síðar allmikilli út- breiðslu. Það sem skólabræður Wilsons muna bezt eftir í sambandi við námsár hans, er það liversu hreinskilinn og tilfinninganæmur liann var, ó- sveigjanlegur og skapbráður. Hann verzlaði aldrei með hugsjónir sínar. Þessi lundarein- kenni fylgdu honum alla æfi. Hann var ekki lipur málamiðlunarmaður. Líklega hefir eng- inn forseti Bandaríkjanna, tekið eins nærri sér að taka hálfan lilut, þegar um framfara tilraun- ir var að ræða, í mentamálum eða stjórnmálum “Eg kappræði þetta mál við ykkur, þegar við hittumst í öldungadeildinni í Washington” var máltæki Wilsons þegar hann var í skóla. Ekki hugsaði liann sér hærra. — Þegar Wilson var lítill drengur, þá var hann kallaður Tommi, en foreldrar hans urðu fljót- lega vör við það, að liann var ekki ánægður með það nafn. Hann sagði, að “kötturinn og fleiri ferfætlingar í nágrenninu svöruðu til þess nafns, það væri á vörum allra, þessvegna veitti því enginn eftirtekt, ])ó ritgjörð eða bók væri rituð af Tómasi eða Tomma”, og hann skrifaði sig ætíð Woodrow Wilson, og hepriaðist svo vel að losast við “Tonnna” nafnið að fáir vissu um það. Eftir að hann varð fulltíða maður, þá var hann ætíð af vinum og ættingjum nendur Wood- row. Fljótlega eftir að Wilson kom í skóla, þá kom það í ljós, að honum væri kærast af öllu að rita og tala, varð hann því fljótt þektur og viður- kendur, af kennurum jafnt sem stúdentum, fyr- ir þátttöku lians í kappræðum. Irska sálarei'n- kennið—hinn keltneski andi, að gera sína drauma og hugsjónir, að draumum og hugsjón- um annara. — Trúin á að skaparinn hefði veitt honum sérréttindi hinna útvöldu spámanna, dafnaði með ári hverju í sálarlífi Woodrow Wilsons. “Við urðum snemma varir við það, að Wilson var eins glaður að leika sér að draumum og æfintýrum, eins og við að knattleik cða öðrum líkamsæfingum, ” segir einn af skóla- bræðrum hans. “Að rekja ættir orða og hug- mynda, það var honum Woodrow matur og drykkur,” sagði annar a'skuvinur hans. Wilson hélt dagbók á skólaái’um sínum, rit- aði hann þar í margs konar æfintýri um ferðir meðar villimanna í suðurhöfum. Geislar gleð- innar skinu úr augum hans, eftir þesskonar æfintýra ferðir. Okkur skólabræðrum hans var það ljóst að við vorum ekki jafningjar hans— við sannfærðumst um það, hvenær sem liann var með okkur, hvort heldur það var í gamni eða alvöru, þá kom það fljótt í ljós að liugsanir hans voru fleygari, og betur búnar en okkar.” Saga lýðstjómar, og æfisögur merkra manna, var Woodrow hugljúft umræðuefni, hann safn- aði að sér námspiltum, sem unnu þeim fræðum. En hann fór sinna ferða. Það er líklega nokk- uð algengt að ungir rithöfundar, dragi ósjálf- rátt upp myndir af sjálfum sér þegar þeir eru að rita um aðra menn, sem þeir þekkja aðeins af bókum, og sögusögn annara. Merkur rithöf- undur, sem ritaði bók um Wilson, tilfærir dæmi af því sem hann ritaði á skólaárum um Glad- stone og William Pitt. Þeir voru hans eftir- lætis stjórnmálamenn. “Mynd sú, sem hann dró upp af William Pitt, þegar liamingjusól hans var Iiæst á lofti, sérstaklega þó af síðari æifárum hans, eftir að margir ^f vinum hans snéru við honum baki, hefði naumast getað ver- ið nákvæmari lýsing af síðustu æfiárum Wood- row Wilsons.” 77. Þeir, sem eru viljasterkir hugsjónamenn, móta sálarlíf sitt eftir fyrirmyndum, kemur það ærið glögt fram í baráttu fyrir trúarbrögðum, og einnig í vísindalegum rannkóknum, og á mörgum öðrum sviðum mannlegrar starfsemi. Wilson yfirgaf fljótlega lagabækurnar, og fékk sér kennarastöðu við Bryn Mawr háskóla. Varð hann prófessor við þann skóla, og Wesley- an háskólann í Connecticutt ríki í seytján ár. Á þeim árum ritaði hann mikið og hélt fyrirlestra. P’orseti Princeton liáskóla var liann kosinn 1902, hélt liann þeirri stöðu í átta ár eða þar til hann var kosinn ríkisstjóri í New Jersey. Það má með sanni segja að Wilson byrjaði sitt viðburðaríka lífsstarf, þegar hann tók við forsetaembætti Prinoeton háskóla. Næstu átján æfiár hans, voru mikið líkari skáldsögu heldur en æfintýri þai^ sem hann drejundi um meðal villimanna í Suðurhöfum — æfintýri þau, sem hann ritaði um í litlu dagbókina sína á skóla- árunum. Stjórnartíð Wilsons við Princeton háskóla varð sögufræg. Barðist hann þar fyrir mörg- um breytingum, sem ekki var vel tekið. Ein af þeim var breyting á félagslífi stúdenta, sem var ærið gamaldags, og ekki samboðið frjálsri lýð- stjóm. Synir og dætur ríkismanna höfðu þar klúbba út af fyrir sig, sem hinir fátækari og minniháttar áttu ekki aðgang að. Wilson krafðist þess, að allir hefðu sömu réttindi í fé- lagslífi háskólans eins og í skólabekkjunum. Nýbreytni sú þótti ganga landráðum næst með- al hinna rembilátu, óupplýstu “heldri” stétta, sem allir kannast við.— En þó var það anhað málefni, sem Woodrow Wilson barðist fyrir, sem meiri sundrung olli, — sem gerði stjórn hans við Princeton liáskóla fræga um öll Bandaríkin og víðar. Málefni, sem enn er mörgum sönnum mentavinum mikið áhyggjuefni. Wilson vildi ekki þiggja gjafir ríkismanna til háskólans, sem bundnar voru nokkurum þeim skilyrðum, er hindrað gátu vís- indalegan mentunarþroska háskólans. Það er alkunnugt, að í mörgum tilfellum þá er stjóm- arnefnd hærri skóla í höndum auðmanna þeirra, sem ríflegustu fjárframlög veita. Ef þeir ekki . sjálfir eiga sæti í þessum nefndum, þá ráða þeir oft vali þeirra manna, sem þar eiga sæti, og eiga því oft of mikinn þátt í því að velja kennara og skólastjóra. Woodrow Wilson bar fremur litla virðingu fvrir peningum. Hann taldi það mjög óvitur- legt, að þeir á nokkurn hátt hefði vald yfir mentamálum. Stjórnamefnd þeirri, sem umráð hafði yfir fjármálum Prinoeton háskóla, þótti hann ekki “praktiskur” í framfaratilraunum við skólann. Þessvegna settu þeir oft stólinn fvrir dyrnar, þegar til framkvæmda kom. En þótt Wilson kæmist ekki nema skamt á leið í umbóta áttina, þá barst orðstír hans til annara skóla. Þess- vegna var hann af einlægum og sönnum menta mönnum, viðurkendur einn af frálslyndustu umbótamönnum í Bandaríkjunum. “Að rökræða og kappræða á móti sannfær- ingu sinni, er andlegt sjálfsmorð,” sagði Wil- son eitt sinn þegar hann var að æfa stúdentaj mælskulist. Hinn sn.jalli rithöfundur William Allen White, sem ritað hefir æfisögu Wilsons, segir meðal annars um andlegan þroska Wilsons: “Nærri allar þær bækur, sem Wilson ritaði, fvrstu tuttugu árin, sem hann var kennari, eru um stjórnmál eða stjórnfræði. Þær bækur eru með þeim beztu skólabókum, sem ritaðar voru upp til þess tíma, og sýnavel hugsunarhátt síð- asta aldarfjórðungs nítjándu aldar. En hinn framgjarni, herskái og vígfimi Woodrow Wil- son, forseti Princeton hátskólans, foresti Banda- ríkjanna — Woodrow af tveimur fyrstu áratug- um tuttugustu aldar, er þf'r ekki í heiminn fa'dd- ur, í þeim bókúm. ” Og hann bætir við “Fyrsta ár Wilsons sem forseti Princeton há- skóla, var friðsamlegt, en þá var hann að her- væðast, og búast til bardaga. Kosningabarátta hans fyrir ríkisstjóra embætti í New Jersey var honum til ánægju. Sigur hans, þar sem liann í fvrsta skifti sótti um pólitískt embætti, jók hon- um dug og djörfung. Fvrsta stjórnarár lians, sem forseti Bandaríkjanna, var vegsamlegt og uppl.jómað. Þá var liamingjusól lians enn í upp- göngu. Það var forseti Princeton háskóla, en ekki kennarinn, sem þangað hafði komið, seni tók við ríkisstjóra-embætti í New Jersey ríki 1911. Það var ríkisstjórinn frá New Jérsey en ekki forsetinn frá Princeton, sem tók embættiseiðinn, sem forseti Bandaríkjanna 1913.” Hamingjusól Woodrow Wilsons var hátt á lofti, þegarhann flutti í “Hvíta húsið.” Skýja- blika, friðsamleg og litfögur? — kannské dálítið skuggaleg úti við sjóndeildarhringinn — til suðurs. En skýjablika sú var fyrirboði heims- undranna, sem styrjöldin 1914 leiddi manrikyn- ið í gegnum, sem lagði Woodrow Wilson þyngri byrði á herðar en hann var fær um að bera. — Ó, þið miskunnarlausu örlaganomir, hvaðan kemur ykkur kyngikraftur?— Þegar Wilson var forseti Princeton háskóla, þá ferðaðist hann til æskustöðvanna í Suður- ríkjunum, og á hann þá að hafa sagt: “Við getum aldrei losast undan áhrifum æskuáranna, þau áhrif verða ætíð kjarninn og mergurinn í andlegu og líkamlegu lífi okkar. Þessvegna verð eg svo oft að endurtaka hina sömu játn- ingu. Hinn eini bústaður í landinu — hin eina sveit í öllu okkar kæra föðurlandi, þar sem ekk- ert þarf að útskýra fyrir mér, — þar sem eg á “heima” er hér í Suðurríkjunum. Stundum eftir margra ára burtuveru, þá gleymi eg því, hversu eðlilegt og kært mér er það, að dvelja ' hér. Þegar eg kem hingað til minna fornu vina, og allir hlutir minna mig á æskuárin — foreldra mína, ást þeirra og umhyggju fvrir mér, þá er eg mér þess meðvitandi að eg er “heima. ” Ó. hvað eg þrái það oft, að sjá mína gömlu skóla- bræður. Kringumstæður þær, sem vama sam- veru okkar, særa hjarta mitt.” Þannig fórust Wilson orð { þessari heimsókn til æskustöðv- anna. “Eg hefir verið að lesa mínar gömlu rit- gjörðir frá æskuárunum. Það sem eg undrast mest yfir er það, að mér finst að mér ekkert hafa farið fram að rita,” sagði Wilson við gamlan skólabróður, sem bætti við: “Wilson ritaði af eins mikilli snild, á skólaárum eins og nokkurn tíma síðar.” ki. Hversvegna sagði Woodrow Wilson af sér jafn veglegri stöðu pg forseta-embætti við Princeton háskóla? Til þess að fara að gefa •sig við pólitík. Það voru margar ástæður fyrir því, hann var á Öndverðum meið við stjórn há- skólans, samvinna var erfið. Hann sá stærra verkefni fram undan, honum var það ljóst, að almenningsálitið varð að breytast — pilitiska ástandið í landinu varð að breytast til batnaðar, svo hægt væri að hreinsa andrúmsloftið í skól- unum. Að þessu var þannig varið sanna bækur hans og fyrirlestrar, eins og síðar mun sýnt verða. Woodrow Wilson draumamaðurinn, var langt á undan sínum tíma í mörgu. Hann hefir óefað treysta því, að hann gæti unnið lýðstjórnar tilraunum meira gagn, með því að gerast þjónn ríkisins eða þjóðarinnar. Engin stjómmála- maður, hefir nokkumtíma skilið það betur, að það er margur verðmætur gimsteinn, sem glóir ófægður í mannsorpinu.— Wilson var svo mentaður, svo vitur og skarpskygn sálarfræðingur, að hann skildi það, að niðurlæging mannanna er háð dutlungafullri tilviljun. Hann trevsti Guði og lögum hans, svo takmarkalaust, að efi um það, að hann væri ætíð og á öllum tímum tilbúinn að hjálpa þessu fólki, sem nefnt er “skrill” átti ekkert rúm í sál hans. Hann var þess fullviss, ef ekki var hægt að hjálpa þessu fólki sjálfu, þá var að minsta kasti hægt að lijálpa börnum þeim, sem svo vom óhepjýn, að fæðast inn í heiminn á meðal þess- ara ógæfusömu manna. “ Vísindamenn” Evrópu rita^og tala um “skríl” stórborganna, alveg eins og þeim væri með öllu ómögulegt, að finna blóðið renna til “skyldunnar”. 1 öllum mönnum sé ég sjálfan mig.” En er ekki fínt heflaður gikkur eins úrkvnjaður eins og plöntu ættin í kolaryk- inu ? — Heldur virðist það sýna litla vísindalega mentun, að fordæma feyskið og kræklótt tré, fyrir að hafa visna rót, í þröngri klettaskoru, þar sem hvorki er sólarljós eða frjómold til hjálpar.— Enginn, sem þekti Woodrow Wilson, og skildi lundarfar hans, getur verið í minsta efa um það, að honum var það ljóst, þegar hann yfirgaf forseta-embætti Princeton háskóla, til þess að taka þátt í pólitík, að hann með þeim skiftum mundi hljóta “rauðan belg fyrir grá- ann.” — Að fleiri örfum og spjótum mundi þá verða að honum skotið. Um það segir hann sjálfur. “Vinir mínir segja mér, að ef eg sé fáan- legur til þess að taka útnefningu — vera í kjöri sem ríkisstjóri í New Jersey, þá muni eg verða kosinn. Svo bæta þeir 'rið sem spaugsamastir eru, að þá verði eg næsti forse^ti Bandaríkj- anna.— “Stjórnarferill næsta forseta lýðstjórnar- flokksin% verður þyrnum stráður, en ekki rós- um. Það verður djöfulleg styrjöld, eftir að andsta'ðingar okkar eru búnir að vera svo lengi við völdin. Auðmannaflokknum — samveldis- mönnum — finst að þeir liafi eignarrétt á öll-\ um okkar auðsuppsprettum, og mentastofnun- um, það yrði líklega minn bani, yrði eg kosinn næsti forseti.” Þannig svaraði Wilson einum bezta vini sín- um, þegar rætt var um framtíðar horfur fvrir hann sem stjórnmálamann, um það levti, sem hann sagði upp skólastjórastöðu við Princeton háskóla. “Finst þér að eg ætti að gefa kost á mér?” spurði Wilson. “Því ekki. Stjómfræði hefir ætíð verið þér áhugamál.” Wilson lét þá skoðun í ljósi, að hann væri í raun og veru að gerast liðhlaupi úr flokki þeirra manna, sem dyggilegast hefði veitt honum lið, í baráttu fyr- ir frjálsari og lýðhollari skólamentun, áður en sigur var unninn. “Ef mentamála stefna þín er sú rétta, þá er ekkert að óttast, framtíðin mun hlúa þar að, og vernda og varðveita þær tilraunir. Ef eg þekki þig rétt, þá mundir þú heldur kjósa að falla á orustuvellinum, í baráttu fyrir umbóta tilraunum þínum, þar sem þær ná til allrar þjóðarinnar. Heldur mundir þú taka þann kostinn, en að lifa til hárrar elli — og staulast bljúgur og boginn við hækjur — ekki sem þátttakandi, í hinum mannskæða bardaga, fyrir hugsjónum þínum, heldur sem sjóndapur áliorfandi. krefst þess, að maður hlúi vel að sér. Þér getið ekki unnið vel, ef fætur yðar eru blautir, kaldir og ónota- legir. Þér þekkið oss. Þér getið reitt yður á meðmæli vor, og vér mælum sterklega með NORTHERN rubber- skófatnaði, sem vér höfum allar tegundir af. Ef !þér lítið inn í búð vora, munuð þér finna það sem þi^r þarfnist. Til sölu hjá eftirfylgjandi kaupmönnum: Arborg Farmers’ Co-op Ass’n Jonas Anderson, Cypress River T. J. Clemens, Ashern. S. Einarson, Lundar S. D. B. T. J. Gíslason, Brown. Lakeside Trading Co., Gimli. S M. Sigurdson, Arborg F. E. Snidal, Steep Rock Stephenson .Eriksdale. lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll VIÐ Kyrrahafs Ströndina LITIR! LEIKIR! LÍF! Bíður Gestanna af Sléttunni. Stööust veðráttular ártð um krtng Ctiskemtanlr við allra hœti HVERGI ÖNNUR EINS ÁNÆGJA Á FERÐALAGINU. Canadian National Anægjulegnstn leiðir á lnntli og sjó Góður viðstnðutími Ferðist um Vanoouver til staða f WASILI N'UTO.V. OREGON. CAI.ILX>RVIA Vancouver Victoria LÁG FARGJÖLD Nt t GIIiDI CpplýsinKar hjá mrsta umhoðsmaiuvi Canadian National

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.