Lögberg - 20.01.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.01.1927, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JANÚAR 1927. Leyndarmál kon- unnar. Eftir óþektan höfimd. Eg horfÖi undrandi á hann, því eg skildi ekki þessa breyttu framkomu hans. ‘‘ Bjuggust þér í raun og veru við því, að eg vildi koma? Haldið þér ekki að eg hafi mannorð til að varðveita? Auk þess hefi eg ekkert, alls ekki neitt að tala við vður um. Gerið svo vel að opna dyrnar fyrir mig. ’ ’ “ Vogar þú í sannleika að þrássast gegn mér á þenna háttí Ertu ekki hrædd við að gera mig örvilnaðan? Eg er nú þegar að hálfu leyti brjálaður. Heldur en að verða að þola það, að þú hrindir mér þaimig frá þér, auglýsi eg það fvrir öllum mönnum, að þú sért kona mín, og tek «. svo við afleiðingum, hverjar sem þær verða.” “Eg er alls ekki hrædd við slík leikslok, á meðán frelsi yðar og vellíðan er undir því kom- ið, að slíkt eigi sér ekki stað, ofursti Lynwood. 'Eitt bros við og yið — meira get eg ekki veitt vður — er ekki vert slíkrar fórnar.” “Þú munt heldur ekkert bros hafa afgangs handa mér, Barry á líklega að fá þau öll? Held- ur þú að eg sjái það ekki, alð hann fær alla þína blíðu og alúð, en eg aðeins háð og kulda?” “Hann hefir }>á í öllu falli meiri heimild til vingjarnlegrar kurteisi en þú — hann hefir sýnt mér vinsemd og veitt mér hjálp, þar sem þú of- urseldir mig og bam mitt hungursdauða. Dýr- in lmfa margfalt meiri áhyggjusemi og með- aumkun með ungum sínum, heldur en þú hefir haft með þínu barni, og samt vogar þú að krefj- nst þess, að eg eigi að sýna þér vinsemd. “Það er rétt — eg hefi einu sinni á æfinni ’breytt skammarlega illa og enginn hefir jafn mikla lieimild til að minna mig á það og þú. Því ■gleymdi eg eitt augnablik, þegar eg kom með á- ssakanir til þín — en þú gleymir líka nokkru, þií gleymir því, arð eg er að hálfu leyti sinnisveik- ur. Nellv! hvað þú getur verið ótrúlega einföld, ef þú lieidur að eg geti séð þig aftur, án þess að finna til sömu heitu ástarinnar til þín, eins og áður fyrri. Hvernig dettur þér í hug að það sé mögulegt að lifa í sama húsi og þú, án þess a!ð finna til óviðáðanlegrar löngunar að þrýsta þér í faðm sinn?” LTm leið og hann gekk að ofninum, studdi hann höfuð sitt með höndunum og grét. Þa'ð var undarlegt að sjá þenna sterka mann gráta þannig, en — en hve oft hafði hann ekki komið öðrum til að gráta? Eg gekk til hans, lagði hendina á öxl lians og sagði, eins rólega og eg gat: “Þér verðið að leika vðar hlutverk, eins og eg hefi leikið mitt, ofursti Lynwood; við þjá- umst bæði með þeim mismun aðeins, að eg þjá- ist af afleiðingum af svikum þess manns, sem hefði átt að vemda mig fyrir öllum þjáningum, en þér þjáist af afleiðingunum af yðar eigin brevtni. Verið þér nú eins og manni ber að vera, og leikið yðar hlutverk án heigulsháttar. Berið þá bvrði, sem þér hafið sjálfur valið yður. án þess áð mögla. ” “Brjálaður hefi eg verið,” sagði hann stynj- andi. “Ó, ef eg aðeins gæti liðið fyrir okkur bæði, Nelly, eg hefi eyðilagt tilveru þína, hvað get eg gert til ai'ð bæta úr því afbroti, sem eg hefi framið ?” “Verið þér góður, ástríkur og tryggur við þá saklausu persónu, sem álítur sig vera konu yðar. Lifið fyrir hana, og reynið að dylja þetta hræðilega leyndarmál fyrir henni, því sannleik- urinn rnundi deyða hana.” “En þú, Neily, en þú? Láttu mig fá þér ó- háða stöðu, þá skal eg reyna að gera það, sem þú heimtar að eg geri. Guð einn veit hve erfitt mér veitir það — linaðu ofurlítið þrautir mínar melð því, að leyfa mér að framkvæma þetta litla, réttláta tilboð mitt.” “Nei, nei, og þúsund sinnum nei. Það sem væri rétt og skynsamlega gert af Frits Stanton, verður að móðgun, þegar það er borið fram af ofursta Lymvood. Eg get aldrei litið öðru vísi á það; auk þess þori eg ekki að yfirgefa frú Lvnwood, hún er veikbygðari en alment er álit- ið. Læknirinn hefir sagt, að hann sé alvarlega hræddur um hana; hún hefir felt vinarhug til mín, og umbreytiningin mundi gera henni ilt. Hefðu kringumstæðumar ekki verið þannig, þá megið þér ekki ímynda yður uð eg hetfði verið kyr í þessu húsi, eftir að eg komst að því, hver húsbóndinn var — og nú verðið þér að fara, ofursti Lynwood, — hér pftir erum við ókunn- llg.” Ey ?et þalð ekki — eg get það ekki. Þú skil- ur ekki hve mikið eg hefi kvalist síðustu viku. T>að sem þú krefst af mér, gr mér — er mér um megn. ” Hann knéféll og greip í kjólinn minn; liggj- andi fyrir framan mig bað hann, með öllum þeim orðum, sem hin endurvaknaða ást hans hvíslaði að honum, mig atð leyfa sér að útvega mér óháðan verustað og tilveru, sem gæti mink- að1 samvizkukvöl hans ofurlítið. Það yar rétt komið alð því, að eg hætti við að koma viti fyrir hann, þegar Barrv kom' inn til allrar hamingju, og skildi undir eins hvernio" á stóð. “Fg get ekki skilið framkomu þína, Frits, ” Ragði hann. “Eg hefi hingað til þekt þig-, sem eðallyndan mann; hvers vegna getur þú ekki eins og eg, dáðst alð þeim kjarki, sem frú Stan- ton lætur í Ijósi með því, að vera kvr hjá vesa- hnsrs frú Lvnwood? Þú ættir að blessa hana fyrir það. Eg hefi lengi óttast slíkan viðburð eg betta. og hua-sað um rá!ð til að koma í veg fýrir endurtekningu hans. Vertu mér sarm ferða til Noregs, með því móti losnar þú við þessa sálarkvöl um nokkra mánuði, hin vanda- sama staða frú Stantons verður rólegri, og það eru minni líkindi til a)ð frú Lynwood fái að vita sannleikann um þetta efni.” Ofurstinn byrjaði á mótmælum, en eg beið ekki eftir endanum eða niðurstöðunni á samtali þeirra. Þennan sama dag var farið að tala um það, afð húsbóndinn ætlaði sér að leggja upp’í ferð til Noregs, og eg vissi því að Barry hafði sigrað — en hvernig, fékk eg ekki að vita. Við höfðum mikið að gera, þangað til vinirn- ir lögðu af stað til Noregs, sem ekki varð fyr en í janúarlok og mér var auðvelt að forðast þann mann, sem nú uppskar svo haiiða hegningu fyr- ir breytni sfna. Þegar Barry kvaddi mig, rétti hann mér umslag og hvíslaði að mér, að í því væri spjaldið lians Richards? litla, sem eg yrði að passa vel. Þegar eg opnaði það, sá eg aíð þar var líka hundrað punda seðill. Barry skrifaði, að eg mætti ekki hika við alð nota þessa peninga fjrrir bamið, þar eð hann skuldaði föður Rich- ards þessa peninga og áliti, að þetta væri sú rétta aðferfð að borga þá með. Eg geymdi pen- ingana nókvæfnlega, og vissi ekki nema sonur minn þyrfti. þeirra fyr eða síðar. Frú Lvnwood tók burtför manns síns allró- lega, en eg var sannfærð um, að hún fann þó sárt til hennar, og það því fremur, sem hún hlaut að sjá, aíð einhver leyndardómur lá bak við. Opinberlega var það látið í ljós, að ofurst- inn tæki sér þessa ferð á hendur, til að endur- bæta heilbriglði sína, sem nú væri ekki sem bezt. Fyrsta daginn eftir burtför mannsins síns, lokaði frú Lvnwood sig inni í herbergi sínu, og vildi hvorki sjá mig né móður sína. Eg vissi að hún háði bardaga, sem aðeins forsjónin gat hjálpað henni til að vinna sigur í. Morguninn eftir var hún aftur odðin blíð og róleg, alúðleg við alla sem umgengust hana. Smátt og smátt fækkuðu gestimir og yfir- foringi Rivers og kona hans, fóru í lok febrúar, svo við vorum nú einar um að skemta okkur. “Mér þykir vænt um að við erum nú alein- ar, Nelly,” sagði frúin, “okkur líður svo vel og þér umberið sérvizku mína og einkenni með ó- trúlegri þolinmæði. Yið skulum reyna að vera gæfuríkar og glaðar, þenna stutta tíma sem eft- ir er. Mótmælilð mér ekki, hin mikla gæfa, sem fvrir mér liggur, kostar Hf mitt. Þey, þey, þér megið ekki gráta — þér verðið að ganga móð- urlausa barninu í móðurstað. Eg liefi sagt of- urstanum að ef eg dæi ættuð þér að vera héy hjá barninu, þangað til maður yðar krefðist yðar aftur einhvern tíma. Ofurstinn vildi ekki heyra mig nefna dauða minn, en hann lofði að verða við beiðni minni, til að hugga mig; og það mun- uð þér Hka gera.” Eg reyndi að eyða kvíða hennar með spaugi, og koma henni til að draga upp bjartari fram- tíðarmyndir. Ælg vildi fá hana til að gleðjast yfir hinum væntanlega dýrgrip, og eg gat kom-' ið henni til að brosa að kvíða sínum, en loforðið varð eg að gefa henni með alvöru. þrátt fyrir alt spaugið. Og svo leið langur, rólegur, yndis- legur og friðsamur tími. Hún hugsaði ávalt um að gera aðra gæfuríka, bæði með gjöfum og ann- ari hjálpsemi, og þar eð hún sjálf var ekki fær um að heimsækja fátæklingana, varð eg að fram- kvæma velgerðarstarf hennar fyrir hana. Marg- ir, margir, höfðu fylstu ástæðu til að óska henni blessunar. Richard mínum sendi hún margar gjafir og talaiði oft um hann. Einn daginn sagði hún að sér þætti leitt, að hún hefði lofað mér að minnast ekki á bamið við mann sinn. “Ofurstinn hefði getað verilð góður aðstoð armaður hans,” sagði hún. “Hann hefir lofað mér að grenslast eftir manni yðar, sem hann annars heldur að sé dóinn; hann sagði að þér hefðuð sjálfar gefið sér allar þær upplýsingar, sem hann hefði þurft, og að þér hafið talað ná- kvæmlega vitð hann um þetta efni. Mér þykir vænt um að þér treystuð honum í þessu tilliti. En mér þvkir slæmt að hann heldur að þér séuð ekkja, því ef þér eruð það, hvað verður þá af j-iður, þegar eg er dáin? Eg hefi minst á það við föður minn, og hann sagði, að eg þyrfti ekki að kvíða fyrir því, hann skyldi sjá um yður. Þér viljið láta hann gera það, góða? Þér vitið að eg vil það. Alt, sem eg hefi sparað af skot- silfri mínu, og það erekki svo Htið, skal Richard vðar fá; maðurinn minn fær allan heimanmund minn, og auk þess afnota eigna minna, nytja- neyzla, held eg þafö heiti, þangað til það litla nær ^^ah_Iri. Þér og kapteinn Barry, eigið að vera fjárráðamenn þess — bæði pabbi og ofurstinn hafa samþykt þessa ákvörðun mína. ” Það var sorglegt, að heyra hana ávalt end- urtaka hugsunina um dauða sinn. Eg hélt að hún heflði engan grun um það, sem læknirinn svo oft og lengi liafði sagt mér að búast við, en það leit út fyrir að hún hefði vitað þetta löngu á undan öðrum. , riennar næstum heilaga rosemi gerði okki omögulegt, a/ð láta okkar sáru tilfinningar í ljó eða að sjá hana með umkvörtunum. Svo kom vorið, vesalings frúin mín þjáði mikið af hinum óvanalega hita. Snemma í jó var símritað til ofurstans og yfirforing; Rivers. að nærvera þeirra væri nú nauðsynle Ofurstinn fékk símritið í París, og kom eii fljótt og honum var mögulegt. Hann kom nóg snemma til að \rera til staðar við fæðingu som og erfingja. Til mikillar undrunar fyrir læknirinn, virt- ist heilbrigðis ásigkomulag frú Lynwood fara batnandi. Heimkoma manns hennar hafði yfir- burða góð áhrif á hana, en hann varð að sitja stund eftir stund við rúmið hennar, hún gatekki án haus verið eitt augnablik. Ofurstinn var orðinn ákaflega mikið breyttur, hann leit illa út, hann þjáðist sjáanlega af hugsaninni um alt þaið illa, sem hann hafði gert; ef hapn hefði ekki sjálfur breytt hjarta mínu í stein gagnvart sér, held eg næstum að eg hefði kent í brjósti um hann. Hér um bil f jórtán dögum eftir fæðingu litla barnsins dreymdi mig einkennilegan draum. Mig dreymdi a eg gekk um skóg og tíndi blóm, þegar Htið barn kom til mín, smokkaði hendi sinni inn í mína og saglði með kvartandi rödd: ‘ ‘ Taktu mig heim, mamma. ” Eg vaknaði kvalin af ótta, og þó þetta væri snemma morguns, gat eg ekki sofnað aftur, en fór á fætur og klæddi mig. Hugur minn flaug til Richards, og ósjálfrátt mintist eg orða spá- konunnar: Persóna, sem þér elskið, er í hættu stödd. Haukurinn liefir fundið spor ungu dúfunnar, gleymið því ekki, að hinn óhultasti verustaður er undir vængjum móðurinnar.” “Gátu orÖ talað glöggar? Hversvegna hafði eg ekki hugsað um þau fyr? Var felustað- ur sonar míns ekki óhultur? Var hann í nokk- urri hættu ? Var ekki bezt að eg færi til hans og fullvissaði mig um, að alt væri eins og það ætti að vera? En það mundi kveikja grun, ef eg yfirgæfi frúna mína núna, leita að ástæðunni og móské finna hana. Nei, eg varð að haga mér á annan hátt. Eg varð að láta Richard koma til mín, eg varð að finna verustað handa honum hér í nándinni, til þess á þann hátt að geta haft þann undir vængjum mínum að vissu levti. Ef liann væri í einhverri hættu, vildi eg taka þátt í henni með honum; en eg hélt að eg gæti gert þetta með þeirri varkárni, að ekkert væri að ótt- ast; engan skyldi gruna neitt um veru hans hér. Eg gekk inn í dagstofu mína, og meðan hitt fólkið í húsinu svaf, skrifaði eg langt bréf til Alice systur minnar. Eg sagði henni, að eg hefði komist a!ð því að maðurinn minn væri að leita að syni sínum, og eg bað hana, sama dag- inn, sem hún fengi bréfið, að fara með Richard til Ventnor, ]>ar skyldi eg finna hana, og fara með hana til einhvers heimilis í nánd við mitt. Eg lét 20 pund sterling í bréfið, svo peningarnir ieglðu enga hindran í veg fyrir áform mitt. En hvað eg blessaði Barrys ástríku umhyggju fyr- ir mér. Eg skrifaði'eins og eg væri sjúk af hita- veiki; draumurinn hafði skelft mig svo mikið. Það var máské fljótfærni af mér, án nákvæmari yfirvegnnar, að áforma þetta,1 en eg hélt að ofurstinn hefði komist a® verustað sonar míns, og að hann mundi nú ræna mig honum, en það var þetta, sem eg vildi koma í veg fyrir. “Farðu til gömlu Hönnu,” skrifaði eg systur minni, ‘ ‘ og gefðu henni dálitla peningaupphæð, þú get ur fengið fleiri ef þú þarft. Seglðu henni svo frá mér, að móður minnar vegna verði hún að gera mér þann greiða, að láta litla Dick sinn gilda fyrir Richard, ef einhver spyr um hann.” Þessi ráðageúð var ekki eins heimskuleg og hún sýndist vera; Dick gekk í sama skóla og Richard. Þar eð mér sálfri leið svo vel, hafði \ eg borgað fyrir skólaveru hans og fatnað, svo hann var bæði snyrtilegur og vel uppalinn drengur. Gamli Stewart var mér vinveittur, og hafði enga ástarfðu til að vilja koma upp um mig, og að því er Díck snerti, þá myndi það á engan Iiátt skaða hann þó ofurstinn fyndi hann og á- liti hann vera son sinn, ofurstinn mundi reyn- ast honum góður og veita honum gott uppeldi. Gamla Hanna mundi skilja þetta, og álíta það lán fyrir dótturson sinn. Þó að síngirnin væri í sambandi við þetta, áleit eg mig hafa breytt rétt fyrir alla hlutaðeigendur. Um leið og eg gekk mína vanalegu skemti- göngu þenna morgun, lagði eg bréfið í póstkass- ann og fór svo að líta eftir íbúð. Mér datt í hug lítið hús í fögrum stað við skógarja'ðarinn og gekk þangað. Nú var húsið tómt, eg skoðaði það, líkaiði það vel og leigði það strax. Við lilið lystigarðsins á heimleiðinni mætti eg ofurstanum. Hann ávarpaði mig blátt á- fram samkvæmt venju sinni. , “Eg hefi beðið eftir þér, vertu mér sam- ferða inn í rósagarðinn, eg þarf að tala við þig. ’ ’ Það var eitthvað í framkomu hans, sem skelkaði mig, en samt svaraði eg þóttalega: “Eg hefi aðeins vfir fáum mínútum að ráða, er þreytt og hefi ýmislegt að gera. ” “Nú, jæja, þú getur þá með fáum oúðum sagt mér, hversvegna þú taldir mér trú um að sonur okkar væri dáinn; nú veit eg að hann lif- ir og að þú felur hann fyrir mér. Eg þoli ekki að uppeldi sonar míns sé vanrækt, sökum þrá- lyndis þíns.” “Eruð þér orðinn svona viðkvæmur gagn- vart Richard litla, ofursti Lynwood? Honum líður nú betur en þegar fa|ðir hans yfirgaf hann og móður^hans, til að deyja úr hungri.” Hann hrökk við en sagði: Eg er hans eðlilegi f járráðamaður, og krefst þess að fá a$ sjá hann. Það verður að senda liann í einn af beztu skólunum erlendis, og það skal verða vel séð um hann. Það verður að — ” “Rífa hann burt frá móður sinni, gleymið ekki áð bæta því við. Ef þér viljið fá drenginn, verðið þér að finna hann, eg fæ yður hann aldr- ei af frjálsum vilja.” Eg yfirgaf hann um leið og eg sagði þetta. Nú var miðviudagur, á morgun bjóst eg við mínum kæru, ef systir mín hefði getaið fram- kvæmt áform mitt. Seinna komst eg að því, að frú Lynwood hafði sagt honum að bamið lifði í góðum tilgangi auðvitalð, því hún vildi að of- urstinn hlynti að drengnum. Það var lán að hún vissi ekert um þessi nýju áform mín, því annars hefði hún sagt ofurstanum frá því. Síð- ari hluta þessa dags var frúin mjög veikluleg, svo eg þorði ekki að minnast á Richard vilð hana. Það var sorglegt að sjá hvemig þessi eina vin- kona mín visnaði. Það var hún, sem endurvakti hjá mér traust á mannkyninu. og eg bað þess á hverjum degi, að mér yrði mögulegt alð vemda hana fyrir áhrifum sannleikans. Eg mundi eft- ir orðum spákonunnar: “Líf fjögra mann- eskja hvíla í hendi þinni.” Já, eitt var honnar, en hin? Hvaða líf var í hættu auk frúar minn- ar? Mér varð litið á vögguna, bamið, já, að vissu leyti var þetta Jitla, hjálparlausa barn háð mér, öll framtíð þess var að mestu leyti komin undir l>ögn minni. Nei, þetta blíða, litla barn skyldi aldrei fá að vita, að nein smán fylgdi því frá fæðingunni. Móðirin brosti, þegar hún sá mig lúta niður að 'oaminu, og hún hefir hlotið að geta sér til úm hugsanir mínar a'ð nokkru leyti, því hún sagði: “Og fátæklingunum mínum megið þér held- ur ekki gleyma, Nelly; á morgun, meðan ofurst- inn er hjá mér, látið þér setja hestana fyrir vagninn, og lieimsækið þá sem búa við Pelham- skóginn, það er nokkuð langt síðan áð við liöf- um grenslast eftir hvort þar skorti nokkuð.” Mér þótti vænt um að fá þetta erindi, því það gaf mér hið bezta tækifæri til að heimsækja systur mína og son, án þess að vekja nokkra grunsemd. Eg var hjá frú Lynwood þangalð til hún sofnaði, svo gekk eg upp í dagstofu mína, þar sem eg fann ofursta Lynwood leitandi og rannsakandi allar hirzlur mínar. Eitt augna- blik varð hann vandræðalegur, þegar eg kom inn, en snéri sér svo rólegur að mér. “ Þú mátt ekki verða of undrandi yfir að sjá mig hér, ” sagði hann, en þar eð þú hefir neitað áð gefa mér hinar nauðsvnlegu upplýsingar um v erustað drengsins, var eg neyddur til að leita þeirra sjálfur, og hefi verið heppinn.” Hann sýndi mér spjaldið, með áritan Rich- ards. Eg varð ekki eins hrædd og eg liafði búist við, þegar bardaginn byrjaði fyrir alvöru; því eg vissi a(ð áður en hann kæmi til Barston, ef á- form mín liefðu hepnast, yrði sonur minn óhult- ur. “Eg sk'al segja þér það,” sagði hann, “að nú, þegar eg veit hvar sonur minn er, ætla eg að annast um hann. Hann skal ekki ganga í sveita- skóla, en alast upp eins og stöðu minni og efn- um hæfir. Viltu hjálpa mér til að ná honum þaðan sem hánn er?” “Til hvers ? ’r “Til þess alð koma honum fyrir í einum af beztu fæðisskólunum á meginlandinu. Vprtu nú skynsöm, Nelly, og gleymdu liðna tímanum vegna bamsins.” Eg liló hörðum og beiskum hlátri. “Það væri mjög þægilegt fyrir vðuræf eg gæti alt í einu gleymt liðna tímanum, þegar þér ofurselduð mig skorti og neyð, og yfirgáfuð mig án þess að kveðja mig. Þá hélduð þér að þér gætuð fleygt mér burtu, eins og útslitinni flik, og nú, þegar þéf eruð ríkur og nafnkunnur, þegar þér standið á fjallinu, sem mennirair kalla hina æðstu gæfu, þá fleygi eg yður til hlið- ar. Aform yðar voru máské góð, því ef þér liefðuð eigi séð mig aftur, mundi gæfa yðar naumast hafa truflast. Þessir örlagaþrungnu fundir okkar, hafa ruglað reikning yðar. Eg veit ekki hvort þér eruð hreykinn yfir þeirri niðurstöðu, sem þér hafið fundið?” “Gefðu mér drenginn, Nelly!” Rödd hans var bæði biðjandi og hótandi. Eg leit til hans á þann hátt, sem liann mun aldrei gleyma. “A eg að gefa yður mitt barn, það bara, sem þér án nokkurrar miskunnar yfirgáfuð? Yður ætti eg að gefa mitt bara ? Aldrei, aldrei! f minni takmarkalausu sorg var drengurinn það eina, sem gaf mér kjark til að lifa, til að geta unnið fyrir honum. Eg hefl lifað að eins fyrir hann, eins og eg væri fús til að deyja fyrir hann, ef þess væri krafist. Einu sinni var að því komið að eg fyrirfæri mér, en hugsunin um hann aftraði mér. Og hann haldið þér að eg vilji gefa yður. Þér fáilð ekki son minn, og svo getið þér gert hvað þér viljið. Eg hefi heitið þvi, að þer skuluð aldrei fá að sjá hann; áður en Richard þiggur einn brauðbita af yður, skal eg leiða hann og betla með honum í hvers manns dyrum. Skiljið þér mig?” , ^i1 hvað þú meinar, en ekki á hvaða astæðu þú byggir neitun þína. Eg vil gera alt sem eg get til að bæta úr þeim rangindum, sem eg hefi svnt þér og honum.” “Astæður mínar? Er ein ekki nægileg? Eg hata yður. Ef bér gætuð haft áhrif á son minn, þa gæti skeð að hann líktist vður. og það er það, sem eg um fram alt', vil koma í veg fvrir. Ef hann yrði líkur yður. bá neyddist eg til að hata mitt eigið hold og blóð, og það mundi devða mig.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.