Lögberg - 27.01.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 27.01.1927, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JANÚAR 1927. Sls. 3 Thomas Woodrow Wilson. 1856 —1924. Forseti Bandaríkjanna 1913—1921. Eftir Aðalstein Kristjánsson. Frh. feem svar viÖ þessum athugasemdum, þá rifjast upp fyrir Wilson kvæði, eftir stundar þögn: “For even the purest daylight may pall And power must fail and pride must fall And the love of the dearest friend grow small, But the glory of God is all in all. ” “When the will has forgotten the lifelong aim And the mind can only disgrace its fame And the man is uncertain of his own name— The power of the Lord shall fill this frame.” — Þessi tvö erindi hér á undan eru partur af mikið lengra kvæði, sem Wilson hafði þarna yf- ir fyrir vin sinn. Höf. ókunnur, ekki ólíklegt, að kvæðið hafi verið ort af föður hans. Það er eins og brugðið sé upp í þessum erindum skugg- sjá af sálarstríði Woodrow Wilson’s, síðustu ár æfinnar. “Það var oft, eins og Wilson væri gæddur spámannsgáfu — aðstoðaður af huldum sagn- aranda, fram yfir aðra menn. Hann sá sýnir, sem okkur voru huldar — hann sá lífið í mikið fleiri mynd'oreytingum, en aðrir,” sagði Tum- ulty, ritari Wilsons í Washington. Vinir þeirra hjóna, sem kunnugastir voru, segja, að þótt, kona Wilsons eggjaði hann frem- ur en aftraði honum frá að leggja út í stjórn- mála baráttuna, þá hafi húnxóttast framtíðina fyrir hann. Ilún vissi og skildi betur en aðrir, að heilsa hans hafði aldrei verið sterk. Af þeirri ástæðu er sagt, að hún hafi látið hann lofa sér því, þegar hann afréði að taka útnefn- inug sem ríkisstjóri í New Jersey, að forðast persónulegar deilur. Telja sumir það loforð hans ástæðu fyrir því, að liann oft vék háttstandandi embættis- mönnum úr embættum og sleit vináttu við vini sína og samverkamenn, án þess alenningi væri kunnugt um ástæður. Þegar Wilson þóttist viss um, að vinsamleg samvinna var ómöguleg — skoðanir svo ólíkar, við meðferð á opinberum málum, að frekari samvinna var líklegri til þess að breikka d.júpið — særa og auka ágreininginn, frekar en draga hugi saman, þá sagði hann formálalaust sam- vinnu lokið. Skapaði það honum oft þungar á- kærur og miklar óvinsældir. Mágur Woodrow Wilsons, prófessor við Princeton, sem lengi hélt til í húsi systur sinn- ar, ritaði um það, hversu ástúðlegt heimilislíf þeirra hjóna var, frá upphafi til enda. Fyrri kona Wilson’s var gáfuð og vel ment- uð. Hún var málari, og eru málverk hennar á helzta málverkasafni í New York borg. Wilson misti hana í Washington 1914, eftir nærri þrjá- tíu ára sambúð. I)r. Joseph Wilson var til heimilis hjá syni sínum sínum og tengdadóttur, eftir að hann hætti við prestsskap. Skömmu áður en hann dó, þá ferðaðist hann til Columbia, í Suður- Carolina ríki; þar hafði kona hans látist. Það var nálægt aldamótunum, sem hann fór þessa ferð, áður en sonur hans, Woodrow, var orðinn þjóðkunnur, eins og hann varð síðar, og áður en hann varð forseti Princeton háskóla. Hinn gamli ræðuskörungur var þá mjög farinn a? heilsu og kröftum — þá nærri áttræður. Heim sotti hann í Columbia einn af sínum gömlu vin um, sem var mentaður Svertingi, Dave Bryant Gamli maðurinn virtist þá hafa mesta skemtui af því, að tala um son sinn, Woodrow, sem þi var að vísu orðinn allmikið þektur sem rithöf undur. — Það var einn dag, skömmu áður ei Dr. Joseph Wilson fór til baka, — hann var þ: mikið lasinn, — kallaði hann á “Dave .” “Ej þarf að segja þér nokkuð,, sem eg gæti fáun öðrum sagt,” mæltí hann. “Tommi minn er pim af helztu hæfileikamönnum, sem nú eru upji hér í landi. Það kemur sá tími, að hann verðu útnefndur sem forsetaefni, hér í Bandaríkjun um. Eg verð ekki hér þá, Dave, en þú lifir þa til það sannast, vittu til.” “Viltu lofa mér því, Ðave, þegar Tomm verður útnefndur sem forsetaefni, að greiða þ; atkyæði fyrir hann, fyrir mig? — Þegar þi greiðir atkvæði fyrir liann, þá á það að vera mit atkvæði, sem þú greiðir, Dave, ekki þitt.” - i Pave sagðist hafa lofað þessu, og efnt þai P! ian urum síðar. — Þegar farið var að rann • a t)epa> kom það í ljós, að Dave Bryant va • 1 a . amum fáu Svertingjum Norður Carol a riki, sem atkvæðisrétt höfðu. i þessi saga af gamla manninum er al “f’, ’ |,a PJúga manni í hug hugleiðingar Wil ]i_nif Ív®ðlð~ ÞW r®tt var um það vi til u * f°rseta embættið muni standa honur verií'‘ a‘ Pað er eil^ og þeir feðgar hafi báði V enð ff®ddir spámannsgáfu. egar Wilson var kosinn ríkisstjóri í Nei ersey^ ottuðust hinir gömlu pólitisku leiðtoga r'V’ að aana muþdi ekki ráðfæra sig við þá, eð ■o<r annA H 'TTP1 £reina> svo þeir fóru til har frí qo* V U/i Er ^að. í,ín hugmynd, að þú séi raðkja við'ffnlT- huf'r engar sk-vldur a í' tt 5 ftokkmn, sem útnefndi þig?” Inð fVimrarimínÍn’” svaraði Wilson, “mér f l)ví vaxtóT' ilðst’ að vii5 erum ekki upp íí ekki án he^ n° a flokka'PÓlitík — getum ví: JerL; mþunlrra VTð- Sem rikisstjóri í Ne viðmeðSðamf með me®tu án*gju ráðfæra mi Þetar sá 1 ^tjórnarflokknnm. Pegar sa sem valmn hefir verið til bess a "œr ko.niígo! 1 fc* .er.kf.i™’ t>4 ® leía "vgröur jiaii •lokksfonug, , ollum rfkjunum, 0R ‘Ssti vfi maður yfir Ba’ndaríkjahernum. Þið þurfið ekki að ottast, að eg neiti a dusta á tillögur nokkurs manns,” sagði Wilsc enn fremur. “ Ef eg er sannfærður um það, að þeir menn, sem þið mælið með í embætti þau, er stjórnin hefir yfir að ráða, séu beztu mennimir, sem við eigum völ á í þessu ríki, þá munu þeir ætíð liafa forgangsrétt. ” — Flokksmenn hans gátu ekki vel krafist frekari loforða, enda vissu þeir vel, að það mundi ekki vera til neins, að reyna það við Woodrow Wilson. Sumir þeirra voru persónulega kunnugir baráttu bans við Princeton háskóla. George Harvey ofursti, rithöfundur, síðar sendiherra Bandaríkjanna til Englands, var sá maður, sem fyrst hugkvæmdist að velja Wood- row Wilson fyrir ríki^stjóra í New Jersey. Harvey var gáfumaður með afbrigðum, ræðumaðúr góður, og ekki myrkur í máli, mein- fyndinn, manna fljótastur að koma auga á sól- skinsbletti glettnismegin; fór hann þá ekki í manngreinarálit. Enskir mentamenn eru fræg- ir fyrir hárfína hæðni, sem við þá er kend, og nefnist á ensku “The English Satire”. Har- vey kunni svo vel að beita þessu sigursæla vopni Englendinga, þegar liann var þar sendiherra, að visældir hans lækkuðu 1 verði svo að til vand- ræða horfði. George Harvey var aðal ritstjóri við eitt frjálsasta og útbreiddasta dagblað í Ameríku, “The New York World”, þegar hann var tutt-: ugu og átta ára. Jlann var í mörg ár ritstjóri við “ The Nortli American Review” og “Harp- ersWeekly.” Woodrow Wilson og Harvey voru í fáu líkir. Þrátt fyrir það, þá var það Harvev, sem fyrstur allra, árið 1906, kom fram með þá tillögu, í f jöl mennri veizlu í New York, að Woodrow Wilson væri valinn sem forsetaefni lýðstjórnarmanna við kosningarnar 1908. Þegar hann sá, hve ósleitilega Wilson barð- ist fyrir frjálsri lýðstjóm, eftir að liann var kosinn ríkisstjóri í New Jersey 1910, þá ritaði hann grein í “Harpers Weekly” sem hann þá var ritstjóri við, þar sem liann skoraði á lýð- stjórnarflokkinn að útnefna hann til forseta- effiis 1912. Andstæðingablöðin revndu að gera þá áskorun tortrvggilega, sögðu, að Harvey væri ritstjóri fvrir málgagn Morgans, auðmannsins volduga, þess vegna væri þaðan einskis góðs að vænta. Athygli; Wilsons var dregin a$ þessu. Hann var sannfærður um það, að Harvev var einlægur við hann og vildi honum vel, en honum fanst, að tímarit hans ekki vera nægilega frjáls- lynt. Hai’vey var nokkuð strangur flokksmað- ur, með sinni alkunnu hæðni, þá var liann stund- um bituryrtur í garð þeirra manna í Samveld- isflokknum, sem frjálslvndir voru og börðust fyrir samskonar umbótum og Wilson, t. d. La Follette og Roosevel't. Wilson lét þá skoðun í ljós, að meðmæli í tímariti hans, mundu heldur spilla en bæta fyrir útnefningu 1912. Harvev tók þetta nærri sér, svo fáleikar urðu með þeim um tíma. Þó sættust þeir síðar. Harvev revnd- ist ætíð einlægur stuðningsmaður Wilsons. Woodrow Wilson var uppalinn undir ströng- um kirkjuaga “afturhalds” kirkju, á þriðja aldarfjórðingi Snítjándu aldar. Hann unni og virti þá, sem sköpuðu honum lífsskoðanir — þeirra, sem vörðuðú sjópdeildarhring lians. Heilsu hans var þannig farið á æskuárunum, að liann liafði fáa leikbræður til þess að lesa hon- um blóm í haga. Foreldrar hans, sem bæði voru góðum kostum búin, höfðu reglur svo strangar, að nýstárlegum breytingum í liugar- fari manna var lítill gaumur gefinn. — Þótt Wilson hepnaðist síðar, að losast undan þess- um áhrifum að nokkru leyti, þá verður þeirra þó ætíð vart. En áhrif þessi af kirkjuaganum sveigðu ekki eða buguðu viljakraft hans. Svo virðist, sem þau hafi eggjað hann og örvað. Þótt jiessi uppeldisaðferð ekki bugaði vilja- kraft hans, þá virðist sem hann hafi tapað lip- urð og þýðleika. Wilson varð snemma óvana- lega sjálfstæður, en jafnframt ósveigjanlegur og stirður, svo að stundum hlutust af því vand- ræði, þegar um þýðingarmikil mál var að ræða. Hann var tilfinningamaður, og þráði samúð og félagsskap. Þó var eins og hann forðaðist stundum samverkamenn sína og vini, sérstak- lega eftir að hann kom til Washington, sem hef- ir líklega komið af því, að hann þráði einveru og hvíld. Einn vinur Wilsons sagði frá því, að liann hefði í gamni hrósað sér af því, að hann hefði “aldrei liaft gestaboð í Ilvítahúsinu fyrir þing- menn eða flokksforingja, til þess að vinna hvlli þeirra og fylgi. ” Wilson var aldrei flokks- maður, fremur en Lincoln. Þess vegna átti hann fremur fáa einlæga vini, á meðal leiðandi mannna í flokki lýðveldismanna — þeim flokkn- um, sem valdi lninn fvrir foringja. V. " Flestum hugsandi mönnum, sem komnir voru til vits og ára, þegar friður var saminn, er kunnugt um það, með hvað miklum, áhuga og einlægni Woodrow Wilson barðist fyrir rétt- indum hinna smærri þjóða á friðarþinginu 1919. Það eru að líkindum færri \slendingar, sem fylgst hafa svo með ritverkum hans, að þeir geti gert sér ljósa grein fyrir því, að hverju leyti skoðanir hans voru frábrugðnar skoðun- um samtímismanna hans, gagnvart pólitisku ástandi í Bandaríkjunum, eins og það var á hans dögum. Þess vegna virðist vel viðeigandi, að gefa fáein dæmi því til skýringar, sýna hlífð- arlausa einlægni lians og áhuga. Skönmiu eftir að Wilson tók við ríkisstjóra- embætti í New Jersey ríki, þá kom út bók eftir hann um lýðstjórn og pólitiska ástandið í Ban- daríkjunum: “Ilið nýja frelsi” (The New Freedom). Eins og áður hefir verið tekið fí'am, þá var alt, sem Wilson gaf út, snildarlega vel ritað. En þessi bók sýnir svo vel þekkingu höfundar- ins, um ástandið í Bandaríkjunum, eins og það var á hans dögum, að líkur eru til, að hún verði alþýðlegri, en flest annað, sem hann ritaði. Bók þessi er svo innblásin af brennandi áhuga, dæmisögum og líkingum, að líkur eni til, að hún verði síðar mikils me/tin af fræðimönnum, og tekin upp sem kenslubók í skólum. Það kemur greinilega í ljós fyrirlitning höfundarins fyrir braski hinna gömlu pólitisku flokka. Lesarinn er beðinn að hafa það hugfast, að Wilson fram- fylgdi sömu hugmyndum — sömu skoðunum — sem fram koma í þessari bók, þegar hann var ríkisstjóri í New Jersey, án allrar málamiðlun- ar. Vafalaust hefir hann haft einlæga löngun til þess, að gera liið sama eftir að hann tók við forsetaembætti, en hann var of langt á undan sínum tíma, til þess að því yrði ætíð við komið, sérstaklega eftir að stríðið liófst. Áður en vitnað er til bókar Wilsons: “Hið nýja frelsi,” þá virðist vera rétt að minnast annars manns, þótt hans hafi verið getið hér að framan, sem barist hafði fyrir mörgum sams- konar stjómarfarslegum umbótum, í nærri þrjátíu ár, áður en Wilson var kosinn ríkis- stjóri í New Jersey, sem var lians fyrsta póli- tiska embætti. Það var liinn valinkunni ríkis- stjóri og þjóðþingmaður frá Wisconsin ríki, Robert Marion La Follette. Woodrow Wilson fór mjög fögrum orðum um hina sögufrægu baráttu, sem hann hafði háð fyrir frjálsari og lýðhollari stjórn. Hann sagði, að “það sýndi enga sérstaka karlmensku að veita þeim málum lið, sem La Follettte og fleiri hefðu barist fýr- ir. ” Hann óskaði, að það hefði verið hlut^kifti sitt löngu fvr, að fylla þeirra flokk. Það væri fróðlegt fyrir þá, sem tapað hafa trú á lýðveldi og lýðstjórn, að kvnna sér verk þessara manna. La Follette og Wilson svipar saman í talsvert mörgu, sérstaklega hafa þeir það sameiginlegt fram vfir flesta aðra sam- tímismenn sína, sem við stjórnmál fengust, livað þeir tóku báðir nærri sér að miðla málum —taka hálfan hlut, eða á nokkurn hátt “sigla undir fölsku flaggi.” Báðir voru þeir bardaga- menn, ætíð við því búnir að sækja fram á móti ofurefli liðs. Þeir kusu heldur að standa einir uppi í vörn og sókn, heldur en að miðla málum. - Hér fyilgja nokkrar lauslegar þýðingar úr bók Wilson’s, “Hið nýja frelsi.” “Ekkert nær eins föstum og varanlegum tökum yfir tilfinningum mínum, eins og hinn . brennandi áliugi og einlæga fróðleikslögun, seni eg finn svo oft meðal alþýðurúanna. — Yerka- manna, sem lilusta og vona og bíða, eins og þeir treysti því, að einhver muni koma. sem hefir liæfileika, vald og vilja, til þess að gefa þeim röddum og tilfinningum mál, sem lifað liafa og dafnað í sálum þeirra, Þeir liafa oft spurt mig spurninga, sem eg hefi verið ráðalaus með að ávara, — spurninga, sem mér virtust koma frá upptökum líf.sins — frá tilverunni sjálfri. Það særir lijarta manns, að vera sér þess meðvitandi, að hafa ekki getað fullnægt vonum þeira og óskum, hafa ekki getað svarað hinum dularfullu röddum í sálum þeirra, sem ekki var hægt fyrir þá að finna nein orð yfir. Það særir mann sii tilfinning, að liafa ekki get- að gert þeim léttara um andardrátt, hafa ekki getað læknað sviðann í hjörtum þeirra yfir von- brigðum lífsins.” “Sú spurning víkur ekki úr huga mínum: Eru þeir að vonast eftir svörum við spurning- um, sem maður ekki skilur? Eg hefi beðið Guð að hjálpa mér til þess að skilja þær raddir, sem huldar eru í sálum þeirra, svo öll þjóðin hafi tækifæri til þes.s að læra af því; svo öll þjóðin hafi tækifæri til þess að skilja, að það eru engin afturhaldsöfl, sem halda henni til baka frá því að vinna hlutverk sitt, að hlutverk kennarans er það, að hjálpa nemendunum — hjálpa þjóð- mni til þess að skilja eins mörg málefni—eins margar ráðgátur lífsins, eins og þekking og kringumstæður levfa. En það er ekki aðal- atriðið, livað mikið kennarinn veit — þekk- ing okkar er ætíð takmörkuð—, heldur hvað hann hefir ásett sér að rekja til rótar og skilja, Og hæfileikar kennaranna til þess að hjálpa öðrum til þess að læra og skilja, það eru skil- vrðin, sem hann verður að hafa, ef liann á að vera góður kennari, ef hann á að vea fær um að tala máli alþýðunnar — máli þjóðarinnar. og svara spurningum, sem koma frá upptökum lífsins.” — ‘ “Það, sem við þöfnumst í þessu landi, eru lög, sem vernda þá, sem eru á þrsokaskeiði, — þá, sem liafa einlæga löngun til Jiess, að verða andlega og efnalega sjálfstæðir ntenn. Það er mikið betra að vera sinn eigin húsbóndi—sjálf- um sér ráðandi—, þótt lægri verði töluraar í sparisjóðsbókinni, heldur en að vera á valdi hinna voldugu samsteypufélaga. ” “Við erum í nýjum heimi að byggja upp þjóðfélag, undir gömlum lögum, sem samin voru undir gagnólíkum skilvrðum.” “Eitt af því eftirtektaverðasta, af öllum liinum mörgu breytingum, sem fram koma víðs- vegar í þjóðfélagi voru, eru áhrif kaupmanna- stéttarinnar á löggjöf vora og stjórn þessa lands. Eg á liér aðallega við hin stórauðugu samsteypufélög, og vald það, sem þau hafa yfir sambandsstjórainni, og ríkisstjórum í mörgum ríkjunum í sambandinu. Það verður ekki lijá því komist, að verzlup landsins sé í nánu sam- handi við stjórnina, og stjórnin í nánu sambandi við verzlunina. En sá félagsskapur,—þau sam- .bönd —eru nú þess eðlis, að það er með öllu ójiolandi. Því í staðinn fyrir að sambands- stjórnin sé húsráðandi og hafi úrskurðaraaldio, og samsteypufélögin skipi virðingarsæti, þá eru | höfð þar húsbændaskifti: auðfélögin era hús- ráðendur og stjórnin er sett á liinn óæðra bekk.” “Eins og nú standa sakir, þá er löggjöf okk- ar ekki þess megnug, að ráða bætur á þessu. Ef löggjöf okkar er ekki í samræmi við menningu okkar og störf, þá er hætt við að meðborgarar okkar beri litla virðingu fyrir lögunum.” “Ef eg hefi skilið þetta rétt, þá er það til- gangur laganna, að vera ölltim jafnt til verndar, án manngreinarálits. Lögin þurfa að vera nokkurs konar sáttasemjaii, og fulltrúi fyrir réttlætismeðvitund, fyrir menningu okkar og verkum. Það er ekki tilgangur laganna, úð breyta menningu okkar, heldur að jafna ágrein- ing og koma í veg fyrir, að við gerum öðrum rangt til.” “Við mtum, að Bandaríkin eru ekki það land, sem sagt verður um nú, eins og áður fyrri, að liver geti valið sér þar starf og stöðu, og beitt þar öllum hæfileikmn sínum án allrar hindran- ar. Hver sá, sem dirfist að hef ja samkepni gegn liinum yfirgangssömu samsteypufélögum, má búast við því, að annað hvort verði beitt öllum brögðmn til þess að eyðileggja verzlunarfyrir- tækið, eða, ef smákaupmanni hepnast að stand- ast þær árásir, ef fyrirtæki hans hefir hepnast vel, þá er næsta tilraunin að ná lionum inn í samstevpufélagið. En fyrst er öllum hugsan- legum brögðum beitt til þess að eyðileggja fvr- irtækið. Ahrifamesta aðferðin til þess er sú, að samsteypufélögin neita að selja vörur til smá- verzlana, ef þær kaupa af verksmiðjumeiganda eða stórkaupmanni þeim, sem er að byggja upp fyrirtæki með frjálsri samkepni. Fæstir smá- kaupmenn þora að kaupa af honum. Þannig er markaðinum lokað. Af þessum ástæðum verð- ur margt fyrirtæki gjaldþrota.” “Þegar stálgerðarfélagið fræga, var að ná yfirráðum yfir allri jámframleiðslu í Banda- ríkjunum—og víðar, þá var einn keppinautur, sem var þeim snjallari, er því félagi stjórauðu. Það var Andrew Carnegie, — er fluzt hafði til Ameríku með foreldrum sínum, barn að aldri, frá Skotlandi. Carnegie var mikill hæfileika- maður. Hann bygði betri verksmiðjur, en keppinautar hans; járabrautarteinar hans vora betri og kostuðu minna, en þeir, sem smíðaðir voru í verksmiðjum stálgerðarfélagsins. "Með- an Carnegie hélt uppi samkepni, þá sparaði liann þjóðinni tugi miljóna árlega.” “Þessvegna var stálgerðarfélaginu það ljóst. að það varð að ná Andrew Carnegio inn í félagið, hvað sem það kostaði. Og þeir borg- uðu honum. þrisvar sinnum— (þaÖ er mín trú, að stálfélagið hafi borgað Carnegie fimm sinn- um það, sem hann virti eignir sínar.—The New Freedom, Woodrow Wilson, neðanmáls). Auð- vitað varð stálgerðarfélagið, með Andrew Car- negie í broddi fylkingar, að haga verði á öllu, sem það framleiddi, eftir því sem þeir borguðu Carnegie. En sú verðhækkun nam fleiri hundr- uð miljónum. Fleiri dæmi mætti nefna jiessu lík.” “Við getum staðist við það, að borga þrisv- . ar, fjórum, eða fimm sinnum það, sem þú gerð- ir þér von um að fá fvrir verzlunarfvrirtaúd þitt. Þegar samkepni er lokað, þá er ekki til neins að hafa á moti verðlista okkar. Segja A)eii*.” “Einokunarfélög þessi telja nærri því æfin- lega 50—60 af huiulraði hærri en innstæðufé “watered stock” verðlögð hlutabréf, sem inn- leyst eru. Svo er heimtað af okkur, er kaupum vöru þá, sem félög þessi framleiða, að við borg- um ai’ðvænlega vexti af allri þeirri upphæð. ÞeSsi félög spara því ekki þjóðinni fé, heldur hið gagnstæða. Þau sólunda takmarkalaust, eftir að þeim hefir hepnast að eyðileggja alla samkepni. Hugsaðu þér, að tuttugu og fjórir menn, sem völdin liafa í stálgerðarsamsteyp- unni, eru forsetar, varaforsetar, eða í stjórnar- nefnd í 55 prct. af öllum járubrautum í Banda- ríkjunum.” “Eg er fylgjandi frjálsri verzlun — frjálsri samkepni, undir öllum kringumstæðum, alstað- ar og á öllum tímum.” “Það mundi taka upp of mikið rúm hér, að skýra frá öllum þeim dæmum, sem kaupmenn liér í landi liafa sagt mér frá, sem komið liafa til mín og kvartað undan því, að “einokunarfé- lögin væru að evðileggja verzlunarfvrirtæki þeirra”. — Menn þessir sögðu mér frá óföram sínum, eins og þeir óttuðust að láta nokkurn mann hevra það. Þetta ástand er háskalegt, og þjóðfélagi okkar til minkunar. Og það sýnir, að við höfum ekki frjálsræði eða djörfung til þess, að starfa og láta skoðanir okkar í ljós eftir beztu sannfæringu. — Við erum ekki okkar eigin herrar, vafamál hversu margir á meðal okkar hafa hug til þess, að greiða atkvæði eins og samvizkan býður. Margir af þeim, sem hafa kjark til þess, gæta allrar varúðar, að enginn sjái til, fyrir hvern þeir greiða atkvæði.” Framh. t«4ðrétting: 1 sí&asta bilaði er vlsa te'kin upp eftir .Tónas Halfl- igrímisson, sem ra-ngt er fartð m<eð, í annari hending-u stend- uir: “Orkuna styirkja, hugann hwessa”, en á, að vena “ork- una styrkja, viljann ihvessa.” VIÐ Kyrrahafs Ströndina LITIR! LEIKlRj! LlF! Bíður Gestanna af Sléttunni. Stöðugt veðráttufar árlð um kring frttskemtanir við allra hccfi HVERGI ÖNNUR EINS ÁNÆGJA Á FERÐALAGINU. Canadian National \ Ajvægjulegustu leiðir á larull og sjó Góður viðstöðutími Ferðist uin Vanoouver til staða í WASHIXGTOX, OREGON, OAMFORNIA Vanoouver Victoria LÁG FARGJÖLD NO f GHjDI TTpplýsinímr hjá nírsta umboðsnianni Canadian National

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.