Lögberg - 03.02.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 03.02.1927, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3- FEBRÚAR 1927. Sls. 3 Thomas Woodrow Wilson. 1856 — 1924. Forseti Bandaríkjanna 1913—1921. Eftir Aðalstein Kristjánsson. Frh “Þegar einokunarfélögin eru búin að eyði- leggja alla samkepni, þá vinna þau að því nótt og dag, að koina sínum mönnum að í öll lielztu embættin. Útnefna þingmannaefnin|Og forset- ann, ná dagblöðunum á sitt vald. Þegar það er komið í kring, þá er snúið til Washington, til þess að líta eftir öllum lagafrumvörpum í smíð- um. Sá, sem gerist svo djarfur að reisa róminn á móti þessu, eða semja lög, sem á einhvern hátt hindrar yfirgang þessara félaga, þá er hann auglýstur hættulegur uppreisnarmaður lands- hornanna á milli. Ef þar er um þingmann að ræða, þá er öllum brögðum beitt til þess að fyr- irbyggja það, að hann sé endurkosinn. Það er enginn sparnaður viðhafður, til þess að taka fyrir kverkar þessara manna, áður en rödd þeirra nær að þroskast. Um að gera að ófrægja þá, áður ðn kjósendur hafa lært að meta þá og treysta þeim. ” “Verzlun Ameríku er ekki frjáls, nú eins og áður fyrri, heldur einokv^iarverzlun. Hér er ekkert fyrirtæki frjálst—skólarnir ekki heldur. ” “ Skylda þeirra, sem opinberar stöður skipa, er að hlusta eftir rödd þjóðarinnar — óskum hennar og vonum—, komast eftir því, hvað hún verður að líða — hvað hún verður að jiola. fekki að semja lög eða úrskurða, t.il þess að þóknast fáeinum mönnum, heldur fyrir réttlætismeðvit- und allrar þjóðarinnar. Þessi þjóð getur ekki hættulaust lifað og þroskast undir leiðbeining þeirra, sem skilja köllun sína öðru vísi.” Hvað mundi Woodrow Wilson og Lyman Abbott liafa sagt um lög þau, sem ríkisstjóri Austin í Tennessee hefir undirritað, þar sem fáeinum mönnum “hepnaðist” að bannfæra kenslu náttúru-vísinda, til verndar fyrir eina eða tvær kirkjudeildir? Þarna var tækifærið gripið, að hindra vald þekkingar, af því alþýðu- mentun var þar á fremur lágu stigi. Það, sem tekið hefir verið upp hér að fram- an, eftir Woodrow Wilson, sýnir áhuga lians fyrir jafnaðarmensku lýðstjóm. Ekki er óiík- legt, að honum hafi verið það ljóst, að valda- græðgi ^ vissra manna í Bandaríkjunum — og víðar í Norður - Ameríku — er afleiðing af margra alda þjóðfélags fyrirkomulagi, í hinum eldri menningarlöndum. Atkvæðamestu for- mgjar samsteypufélaganna beita öllum sömu brogðum, eins og aðalsmanna stéttir, konungar og keisarar Evrópu. Að þar hafa verið undan- tekmngar, kemur ekki þessu máli við; hitt er meira um vert, að mjög margir auðmenn Banda- nkjanna fyririíta þessa valdagræðgis stefnu, °g serrettmdi þau, sem visir menn hafa reynt fvruf\a í V aUEæfÍ °- volduS verzlunar- Þes* verður ekki mjög langt að biða, að það verður þekkingin — vald vísinda °g manngildis, sem sigurfánann ber. Sá veiður ekki talinn maður með mönnum, sem notar auðæfi til þess að varna öðrum að þrosk- ast og njóta hinna ríkulegu gjafa forsjónar- Enginn af öllum forsetum Bandaríkjanna betir nokkurn tíma haft eins mörg vandamál að raða fram ur, eins og Woodrow Wilson hafðié Flestmr^j-^8 Stóðu á honum ótal járn. nm andstö0l°ð,r í Bandaríkjunum voru hon- Þess að b?ð' Vinir hans óvinir kröfðust St að lnn gTðÍ Þetta eða hitt’ Flestum kmf ’ Þeir hafa ómótmælanleg rök fVrir S6m Þdr gerðu' W^on fann að skiff ðiCínnar Var svo sun(iurleitur 0<r mar«- skiftnr, þegar til stríðsmálanna kom þefs vegna varð hann að bíða. Hann hopaði ’ekki á hæh fynr þeirri örvadrífu. Hann fylgdi bar !°niu stefuu- Þegar til framkvæmdannf kom ræðu°g hafðÍ tÍ! marí?ra áru haldið fram í bætti? °g ntUm- ~ Þjóðin var dómarinn, em- eins ®menn hemiar voru þjónarnir — forsetinn 11LS og aðrir. bar sem leiðir Wilsons 0g þjóðarinnar skift — eða að minsta kosti skiftust leiðir, með v,' i ^.“örgum fulltrúum þjóðarinnar—, viIdiÞ!kV fri8arsamninganna kom. Wilson hafm W*'3**Í VÍð EvróPuKloðirnar, úr því bann hafði gengið í lið með þeim — þegar beim T/eZ7'Wætt lÍÍ' 6m*~’fvr “ ■oildni hiirra k?innd Tf tærU SVO vel á vey komið, sem ^umstæður levfðu Qg í hans valdi stóð. T F7. setum Bafdð 'híir verið mðr^m for' þar en • dar?'iaiUVa ah^uefni. Wilson var yfir Sfb undantehnm^ Þegar deilur stóðu hann b Íf?,a stJÓrnarárum hans, sendi þá vaÍTurí borgarinnar Vera Cruz, sem íneðan S ? Um tima Undir Bandaríkjaflaggi, höf?::TmíÍÞaUV0™ rannsökuð, sem ágreiningi til be a dlð- Var þR viðburður þessi notaður T hess að eggja Wilson út í stríð við Mexico. dið er auðugt af námalöndum, eins og kunn- sk,.- fv kförg bréfin, sem forsetaiium voru fln 1 endu^u með sömú orðum : “Úr því að Crnf °kkar hefir verið dregið upp í Vera Tjr ^íí1 það ekki að verða dregið niður aft- að BnrT1 A0U hafði opiuberlega lýst því yfir, valdi' f ardíjn taekju ekki eitt fet af landi, með var skrif1 \°inni þjóð. Eitt bréfið, sem honum co með77 1 sambandi við ágreininginn í Mexi- hér á l,J8kornnnm lfkum þeim, sem birtar voru vinnm dan’ var frá einum af hans beztu æsku- Norðnr pm ihafðl verið þ-íóðþingsmaður frá aði bm, Car0hua ríki- Bréfið, aem Wilson skrif- aldr / U-m,td haka, var stílalð eins og þeir hefðu ásök ' Sezt'J.1 bví var falinn nístandi, kaldur al7UUarand! svo bitur, að hinn háttvirti vinur ® s. 0 abroðir forsetans, stóð orðlaus og undr- a.U fjas bréfið yfir tvisvar, hélt á þvf í hendi ■smni um stund, og reif það síðan niður í smá- snepla. Tildrög til þess, að Wilson forseti sendi her- skip til þess að taka hafnarborgina Vera Cruz í Mexico, eru í stuttu máli þessi: Skömmu eftir að Woodrow Wilson tók við forsetaembætti, þá var forseti Mexioo, Fran- cisco Madero, mvrtur. Hafði hann verið lög- lega kosinn lýðveldisforséti þar. Að vera lög- lega kosinn forseti í Mexico, hafði ekki ætíð fallið í skaut fyrirrennara hans. Victoriano Huerta hafði komið þar á stað blóðugri upp- reisn. Var hann valdur að morði Francisco Madero forseta, og fleiri manna, sem sæti áttu í ráðuneyti hans. Eftir þessi hrvðjuverk og mörg fleiri, hafði Huerta brotist til valda. Wilson neitaði að viðurkenna Huerta stjórn- ina, en þrátt fyrir það þá var það ásetningur hans, hann var ráðinn í því, að Mexico þjóðin hefði tækifæri til þess að ráða vandamálum sín- um til lykta án þess* að aðrar þjóðir skærust þar í leikinn, að svo miklu leyti, sem hann hafði tækifæri til þess að hafa áhrif á þau mál. þrátt fyrir rán og morð, sem Bandaríkjaborgarar urðu að þola í sambandi við þessar óeirðir í Mexico, bæði þeir, sem voru þar búsettir, og eins hinir, sem heimili áttu nálægt landamerkj- um milli ríkjanna. Hinn sögufrægi útlagi og uppreisnarmaður, Villa, og félagar hans, fóru margar herferðir norður fvrir landamærin. “Eg verð stundum að minna sjálfan mig á það, að eg var kosinn forseti allrar Bandaríkja- þjóðarinnar, en ekki að eins nokkurra manna, sem eiga námur og aðrar eignir í Mexico”,- komst Wilson eitt sinn að orði, þegar honum var brigzlað um það, að hann þyrði ekki að fara í stríð við Mexico. “Þeir tala um hreysti og hugrekki Ameríkumanna. Eru þeir ekki gætnir og varkárir, sem hraustir og hugrakkir eru!” “Þeir reyna að forðast illdeilur og málaferli og halda verndarhendj, yfir þeim, sem minni mátt- ar eru. Vesalings Mexico, óupplýstir menn og börn, að berjast við það að njóta frelsis, — læra að stjóma sjálfum sér og sínum velferðarmál- um, — velferðarmálum fósturjarðarinnar, =em þeir unna engu síður en við okkar ættlandi. Eg mundi algjörlega tapa virðingu fyrir sjálfum mér og okkar stjórn, ef við athuguðum að eins það, sem okkur hefir verið gert á móti, ef eg athugaði að eins yfirborðið. Við megum ekki missa sjónar á því, sem er að gerast á bak við tjöldin. Þar er hinn sami sorgarleikur leikinn, sem verið hefir aldanna böl 0g byrði á meðal þeirra þjóða, sem ekki kuniju að meta hið göf- uga spakmæli: ‘Það sem þér viljið að mennirn- ir gjöri yður, það skuluð þér og þéim gera’.” “Sannur hreystimaður verndar sjálfsvirð- ingu sína; hann gerir sér grein fyrir orsökum og afleiðingum í hverju máli. Það þarf ekki mikið hugrekki eða karlmensku til jiess að segja Mexico stríð á hendur, af því þar er hver hönd- in upp á móti annari. Þjóðin er í nauðum stödd.” x 9. apríl 1914 kom hvalfangaraskipið Dolph- in frá Bandaríkjunum, inn á höfn í Tampico, Mexico, til þess að kaupa vistir. Þegar verið var að flytja vörur þar um borð, þá var einn af yfirmönnum skipsins og nokkrir sjómenn teknir fastir. Tveir mennirnir, sem teknir voru, voru í skipsbátnum; hafði hann Banda- ríkjaflaggið sér til auðkennis. Það voru her- mpnn Huerta stjórnar, sem frömdu þetta verk. Flotaforingi Mavo, sem var þarna staddur með eitt Bandaríkja herskip, heimtaði, að menn þessir væru undir eins látnir lausir. og Banda- ríkjaflagginu sýnd þau virðingarmerki, sem krafist er undir svoleiðis kringumstæðum, þeg- ar einhver borgari hefir verið svívirtu/ af stjórn eða stjórnarþjónum annars ríkis, sem er innifalið í því, að sú þjóð, sem sýnt hefir flaggi annarar þjóðar lítilsvirðingu á þennan liátt, á að skjóta tuttugu fallbyssuskotum, og stundum biðja opinberlega fyrirgefningar, eftir því hvað brotið hefir verið mikið — “Salute the Flag”. t þessu tilfelli heimtaði flotaforinginn, að Hu- erta stjómin bæði obinberlega fyrirgefningar. Sjómenn Bandaríkjaskipsins voru látnir lausiryen öðrum áskorunum Mayo flotaforingja enginn gaumur gefinn. Eins og áður hefir verið tekið fram, þá var þetta aðeins eitt af mörgum tilfellum, þar sem Bandaríkja borgar- ar höfðu verið hart leiknir í Mexico, sem valdið hafði mikilli óánægju og æsingum í Bandaríkj- unum. Skömmu eftir að sjómenn þessir höfðu verið látnir lausir, frétti utanríkisráðkjafi, William Jennings Bryan, að þýzkt skip, “ Ypirango”, væri á leið til Mexico, með byssur og skotfæri til Huerta stjómarinnar (15,000,000 rounds of am- munitions aud 500 rapid fire guns). Þegar Bryan tilkynti Wilson hvað skip þetta hefði innanborðs, þá lét Wilson þá skoðun í ljós, að ef skipsfarmur þe^si kæmist í hendur Huerta, þá gæti það orðið til þess, að sökkva Mexico- þjóðinni enn dýpra, — það gæti orðið til þess, að stríð yrði óhjákvæmilegt. Wilson skipaði flotamála ráðherra Daniels að taka Vera Cruz tafarlaust. Með því var fyr- irbygt, að sending Vilhjálms keisara kæmist til Huerta. — Það var meira en tveimur ámm síð- ar, sem hið fræga Zimmermans bréf var dregið fram í dagsljósið. Um það verður getið síðar. “Sá dagur rennur upp, að þjóðin okkar eér og skilur, hvers vegna eg hefi með öllu móti reynt að komast hjá því< nð fara í stríð við Mexico. Eg get ekki sagt henni það nú, það mál snertir annað stórveldi, sem líklega verður til þess að draga 'okkur út í stríð áður en lýkur.” — Þannig fórust Wilson orð við ritara sinn — íTumulty — löngu áður en það varð almenningi kunnugt, að þýzkalandskeisari var með kænsku- brögðum og udirróðri að tefla uppreisnarmönn- um og öllum, sem hann gerði sér von um að geta haft áhrif á, í Mexico og víðar, — jafnvel í Jap- an — til þess að vinna á móti Bandaríkjunum. Margt af þessu ráðahruggi komst upp, eftir að Evrópustríðið var liafið. “Þýzkalandskeisari trevstir því, að ef við förum í stríð við Mexioo, þá sé með því fyrir- hvgt, að við höfum nokkur afskifti af Evrópu- stríðinu,” sagði Wilson. Hann kvartaði um það við vin sinn, hversu erfitt það væri, að veita þjóðinni sannar upplýsingar af helztu við- burðum í heiminum, af því það væri oft svo valt að treysta því, að dagblöðin gerðu skyldu sína í því efni. Stjórnin gæti ekki æfinlega leiðrétt misagnir og hlutdrægni.— “Orð Wilsons sann- færðu mig um það, hversu einlægan vilja hann hafði til þess að hreinsa og vitka almennings- álitið, og sannfærðu mig um sannleiksást ást lians”—segir Tumulty. Viðburður, sem hafði meiri áhriif til þess að sameina Bandaríkjaþjóðina á móti Þjóðverjum, en öll önnur hermdarverk þeirra upp til þess tíma, var þegar þeir söktu Lusitaníu í maí 1915. Létu þar lífið á annað þúsund manns, 120 Bandaríkjaborgarar, margt af því konur og börn. Þessi viðburður varð Wilson mikið á- hvggjuefni, því hann sá, að það var að eins tíma spursmál, þar tiþ að stríð við Þjóðverja væri óhjákvæmilegt. Blaðamenn hafa ekki gleymt þeirri sögu, sem flaug vængjalaust út frá Washington, þeg- ar Lusitaníu var sökt, um ráðstefnu, sem sagt var að Wilson hefði haldið í Hvítahúsinu um sólaruppkomu næsta morgun. Það fvlgdi þess- ari sögu, að forsetinn hefði kallað til fundar við sig þrjá helztu menn úr flokki lýðstjórnar- manna, að hann hefði tilkynt þeim, að hann ætlaði sér að segja Þjóðverjum stríð á hendur. Að út af þeirri tilkynningu forsetans hefði risið ágreiningur á milli þeirra. Þeir sögðu Wilson, að flokkur þeirra—að þjóðin væri stríðinu and- víg, og þeir sjálfir og flokksþingmenn þeirra í Washington mundu beita öllum sínum áhrifum á móti þessari fyrirætlun forsetans. Sagt var, að ráðstefna þessi hefði epdað án allrar tilslök- unar — án nokkurs samkQmulags. Tveir af þessum mönnum, sem sagt var að tekið hefðu þátt í ráðstefnu þessari, voru ]>jóð- kunnir, Champ Clark, sem um mörg ár var þing- forseti. Þegar kjörþing lýðstjórnarflokksins kom saman 1912, þá'var hann talinn líklegast- ur til þess að hljóta útnefningu sem forsetaefni. Og Olaude Kitchen, annar álirifamesti maður í sama"floki; kannaðist hann við ráðstefnu þessa, að þeir liefðu mætt forseta þennan dag. Að á- stæða fyrir því, að »þeir hefðu mælt sér mót snemma morguns, hefði verið sú, að þeir hefða viljað forðast blaðamenn. “Málefnið, sem ræða átti, var svo alvarlegt. að ekki mátti dragast að taka ákvQÖna stefnu.” Nokkrum mánuðum síðar, þegar farið var að rannsaka heimildir fyrir þessari sögu, þá voru þeir dánir, Champ Clarke og þriðji maður- inn, sem ekki er nafngreindur liér. Claude Kit- chin lofaði vini sínum — sem var hlaðamaður — því í bréfi, að hann skyldi gefa upplýsingar um fund þenna, næst þegar liann kæmi til Washing- ton, en áður en þing va’r kallað saman næst, þá var| hann látinn. \ VII. Það liefði verið fróðlegt, að liafa áreiðanleg- ar fréttir af ráðstefnu þessari í Hvítahúsinu. Fundur þessi er merkilegur af fleiri en einni ástæðu, meðal annars, sem dæmi fyrir því, að Wilson hafði ætíð fvrst síf öllu í huga. að haga sér eftir og framfylgja vilja þjóðarinnar. Frá þessum tíma, hafði Wilson erfiða og á- hyggjusama daga — og oft um sárt að binda—, enda bar hann þess augljós merki, ]iótt enginn heyrði hann kvarta. Andstæðingar hans brigzl- uðu honum um alla þá lítilmensku, og flesta þá glæpi og óknytti, sem þeim gat til hugar komið. Þeir sögðu, að Jiann væri ekki embættinu %rax- inn, að.hann væri vinveittari Þjóðverjum en Frökkum, hefði ekki áræði til þess að fylgja ■ sinni eigin sannfæringu, eða vilja þjóðarinnar. Wilson stóð eins og klettur fyrir öllum þeim ásökunum, án þess að gera hina. minstu tilraun til að verja sig. Þar til nálægt árslokum 1916, er ekki hægt að finna, að hann opinberlega léti þá skoðun í ljós, í ræðu eða riti, að það hefði verið vilji hans, að segja friðnum slitið fyr við Þjóðverja. /Eftir að Lusitaníu var sökt, þá fjölgaði þeim monnum daglega, í öllum pörtum Bandaríkj- anna. sem vildu segja Þýzkalandi stríð á hend- ur. En Wilson skildi það, allra mapna bezt, að hinir voru líka margir, sem af ýmsum ástæð- um voru stríðinu, mjög mótfallnir. Því líklega hefir engin þjóð í mannkynssögunni verið svo i margskift, með eða móti því að leggja til orustu. Það sannaðist þar, “að lýðir gengu á glóðum”, ekki af hræðslu eða hugleysi, en mörgum miljón- um, á meðal hugsandi fólksins, fanst að stríðið ekki koma Bandaríkjunum við. Þótt margir héfðu orðið að þola vinamissir og fjártap, litu margir svto á, að betra væri að þola það böl, heldur en að híða annað meira, sem að sjálf- sögðu mundi fylgja því, að velta allri þjóðinni út í þetta blóðbað. Kjörtímabil Wilsons var nærri útrunnið. Þess vegna tók hann þann kostinn, að bíða, þar till forsetakosningar væru af staðnar, vilji þjóð- arinnar ákveðnari og betur sameinaður. En nú hafði ]>essi sögufrægi viðburður — Lusitaníu mannskaðarnir, og fleiri sömu tegundar, þótt smærri væru — nú höfðu þeir sameinað flest- öll hin merkari dagblöð og tímarit á móti Wood- row Wilson og stjórn hans. Hearst blöðin voru þar undantekning, af því þau, fyrst og síðast, t>oru á móti Englendingum. Woodrow Wilson hafði aldrei miklar mætur á stjórnmála-hæfileikum William Jennings Brv- an. Bmn var að mörgu leyti merkur maður; hann átti mikinn þátt í útnefningu og forseta- kosningu Wilsons 1912. Hann hafði verið merkisberi lýðstjórnarflokksins í mörg ár, og unnið þeim stjórnmálaflokki, og þjóðinni allri, með trú og dygð, einlægni 0g eldmóði miklum. Bryan var frægur bindindismaður; barðist hann fyrir algjörðu vínbanni og mörgum öðrum sið- bótamálum, bæði í ræðum og ritum; hann varði mestu af tíma sínum fjrrir ]æss konaf mááefni, ferðaðist um þvert og endilangt landið til þess að lialda fvrirlestra,' og var flestum mönnum málsnjallari — skörungmenni að sjá og hevra. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir, þá fann Wilson, að ]>að var sanngjamt, að Bryan vani heiðrað- Líkt og hin drmætu smyrsl Róm- verja fornu, sem'snú eru töputS, er Zam-Buk búið til úr jurtum. Það hefir undraverð áhrif á hörund mannlegs líkama. Zam-Buk er hvorttveggja í senn, græðslumeðal og vörn gegn eitur- gerluiri. Zam-Buk hefir þann mikla kost, að það kemst gegnumf ytri húðina og dregur óholl efni úr innri húð inni. Það er ágætt við exzema, salt- rheum, hringofmum, leg ulces, bólgu, eitruðum sárum og gylliniæð. Styrkleiki Zam-Buk meðalsins liggur aSallega í því, hve gott það er til þess að eyða allskonar eitur- efnum og þar meS að láta heilbrigt askjan og sterkt skinn gróa þar sem það var áður veikt og sært. TU oð fá snishorn ókeypis: Sendið lc frímerki (með na?sta pósti) tU Zam-Buk Co. Toronto, og getiS um þebta ihlað. I 11 ur nieð, því, að honum væri skipað á hinn æðra bekk í ráðuneyti hans. E11 kunnugir menn og góðgjarnir fullyrða það, að Wilson hafi frá því •fyrsta séð, að þeir áttu ekki samleið. Svo kom stríðið, og Lusitaníu var sökt. Bryan, utanríkisráðgjafi Bandaríkjanna, sýndi einlægni, ef ekki mikla stjórnvizku, í því, að draga enga dul á þá skoðun sína, að hann væri því algjörlega mótfallinn, að ' Bandaríkin tækju þátt í stríðinu, undir nokkrum kringumstæðum. Það varð til þess að skeraAupp úr ágreiningi á milli hans og Wilsons. Bryan fanst að hann verða að segja af sér, af því Wilson sýndi sig líklegan til þess að segja friðnum slitið við Þjóðverja. Það, að Bryan sá þann kostinn heppuilegastan, sannar bezt, að Wilson, ein- mitt við þetta tilfelli hafi skift um stefnu. Til þess tíma var hann því mótfallinn, að taka þátt. í stríðinu. Eftir að Lusitaníu var sökt. þá var hann tilbúinn að segja Þjóðverjum stríð á hend- ur, eins fljótt og þjóðin var sameinuð og því samþykk. Margir merkir rithöfundar og stjórnmála- menn liafa gert tilraun til |)ess að sýna William Jennings Bryan sem óvita lítilmenni í ráðgjafa- emhættinu—sérstaklega gagnvart stríðinu. — Mörgum árum fyrir stríðið þá samdi Brvan snildar fallegan fyrirlestur. þrunginn af trúar- eldmóði og friðarhugsjónum. Fyrirlestur þessi var um Krist, sem “ríkiserfingjá friðarins”. Hafði hann flutt þennan fyrirlestur víða, bæði heima í Bandaríkjunum og erlendis, þegar hann ferðaðist í kringum hnöttinn. Nú fyrst reyndi á trúareinlægni lians. Hann hafði þarna eitt veglegasta embættið, sem Bandaríkjaþjóðin átti yfir að ráða. Var hann viljugur að kasta því frá sér fvrir trú sína ? — Það verður bjartara í kring um minningu William J(jnnings Bryans, þegar mannkynið hefir þroskast svo, að það skilur ‘ríkiserfingja friðarins’, af því að hann gaf eftir stöðu þá, sem hann taldi sér mikinn heiður að skipa, sem hann tók nærri sér að yfir- gefa. Bryan var yfirkominn af harmi, þegar hann gekk af síðasta ráðgjafafundi. Hann ótt- aðist, að stríð vihri óhjákvæmilegt fyrir Banda- ríkjaþjóðina. En hann sýndi einlægni og sjálfs- fórn trúarhetjunnar, sem prestarnir ættu að ■ vegsama hann fyrir, ekki síður en aðrir. (Framh.) ______________INCOWPORATEQ 2-» HAY 1670. ÞRJÁR MIUÓNIR EKRA í MANITOBA. SASKATCHEWAN OC ALBERTA ÁBÚDARLÖND TIL SÖLU OG BEITILÖND TIL LEIGU LEYFI TIL HEYSKAPAR og SKÓGARHOGGS Sanngjörn kjör Allar (rekari upplýaingar gefur HUDSON’S BAY COMPANY, Land Dcpartmcnt, Winnipeg or Edmonton VIÐ Kyrrahafs Ströndina LITIR! LEIKIRI! LÍF! Bíður Gestanna af Sléttunni. Stöðugt veðráttufar árið um kring útiskemuuiir við allra htrfi HVERGI ÖNNUR EINS ÁNÆGJA Á FERÐALAGINU. Canadian National Anægjuleírustu leiðir á landl og sjó Gáður við.stöðutíml Ferðist uin Vanoouver til staða í WASHISÍGTON, OREGON, CAUl’OItXIA Vancouver Victoria LÁG FARGJÖLD Nír t GIJLDI Upplýsingar hjá nscsta umboðsmanni Oanadlan National

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.