Lögberg - 17.02.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 17.02.1927, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. FEBRÚAR 1927- SI&. S Thomas Woodrow Wi son. 1856 —1924. Forseti Bandaríkjanna 1913—1921. Eftir Aðalstein Kristjánsson. Frh X. Joseph P. Tumulty, yfirritari Woodrow Wilsons, var kaþólskur lögiuaður, af írskum ættum. Hafði hann verið kosinn þingmaður í New Jersey ríki. Tumulty var fátækur, og hafði stóra fjölskyldu; vinir lians ásökuðu hann fyrir það, að hætta við þingmensku og lög- maimsstörf til þess að taka ritarastöðu Wil- sons, þegar hann var kosinn í-íkisstjóri í New Jersey. “Það er ásetningur minn að færa Woodrow WiLson og trúarbræður hans, heim sanhinn um það, að það er að minsta kosti einn kaþólskur maður til, sem er viljugur að þjóna mótmælanda — Presbýterían — þó inntektir verði dálítið minni,” svaraði Tumulty. Tumulty hélt þessari stöðu, sem var bæði erfið og vandasöm, í tíu ár — sérstaklega sein- ustu árin í Washington. Tumulty ritaði bók um Wilson, sem út kom skömu áður en haníi dó. Þó Wilson tæki sér nærri, að senda ungu mennina út úr foreldrahúsum í Evrópu-stríðið, þá vildi hann gera alt, sem í hans valdi stóð, til þess að vinna sigur sem allra fyrst, eftir að teningunum var kastað. Bonar Law, ráðgjafi Lloyd George, síðar stjómarformaður Breta, sagði: ‘‘ Eg sá Lloyd George aðeins einu sinni óttasleginn og kvíðafullan. Það var morguninn eftirminnilega í marz 1918, þegar þær fréttir komu, að þýzki herinn hefði gert harðasta at- lögu. Þá sagði Lloyd George “Mikill liðstvrk- ur frá Ameríku, liið allra fyrsta, er það eina, sem getur bjargað okkur.” IVilson svaraði því kalli, með því að fjölga daglega 0g vikulega skipum og hsrmönnum, sem til Evrópu voru sendir, þangað til liann sendi stuhdum tvö hundruð þúsund á mánuði. Það var nokkru seinna, á þessu sama ári, 1918, þá var háttstandandi liermaður að finha að afskiftum Wilsons af stríðinu. Þá sagði Llovd George: “ Ivapphlaupið liefir verið á milli von Hindenburg og Woodrow Wilson. Wilson vann.” Það var Wilson forseti, sem lagði á ráðin með það — og eggjaði til framkvæmda — að leggja tundurdufl vfir Norðursjóinn, til þess að stemma stigu fyrir kafbátum Þjóðveja Það var búið að Jeggja sprengivélar þar á víð og dreif áður. Sérfræðingar töldu allskonar tor- merki í vegi. Þeir sögðu, að það tæki of langan tíma, að leggja tundurdufl alla leið yfir Norð- ursjóinn, og j)ó það hepnaðist, að leggja þau alla leið, ])á myndu ofsarok sljta þau strax í sundur. Wilson var sannfærður um, að það væri mögulegt — að ])að væri eina ráðið til þess að koma í veg fyrir að kafbátar Þjóðverja evði- legðu skip, svo að enginn vegur virtist að full- gera og setja á flot eins mörg skip á mánuði, eins og þeir söktu. f júlí 1917 var talið, að kaf- bátar Þjoðverja eyðilegðu 600,000 smálestir á mánuði. — Wilson hafði sitt fram, tundur- duflin voru lögð þvert vfir Norðursjóinn. Sér- fræðingar í sjóhernaði kannast við, að forseti Bandaríkjanna hafi átt mestan þátt í því, að eyðileggja hina hlífðarlausi^^afbátaorustu Vil- hjálms Þýzkalandskeisara.^^ Vel þektur Englendingur, sem hafði ásakað Wilson fyrir þekkingarleysi á stríðinu, og mál- efnum Evrópu, sagði: “Eg skammast mín fyrir það, sem eg liefi sagt um Wilson forseta, þegar eg minnist þess, liversu örlátur, ráðagóð- ur og djarfur hann hafi verið í öllum fram- kvæmdum viðvíkjandi stríðinu.” En það var sama, hvort Wilson var að láta bygffja herskip, vopnaverksmiðju, eða leggja sprengivélar í NorðurSjónum. Mannkærleika- tilfinning hins hjartaprúða rökfræðings hreyfði alt af jafn hlýjum og skærum tónum. Það er eftirtektavert sálareinkenni Woodrow Wilsons, trúin 0g traustið annars vegar, ótti og kvíði við veikleika mannanna þins vegar. Þetta samspil — þessir undirtónar, komu alstaðar fram. í ræðum og ritum — í tali við vini hans, — vafa- laust oftast 1 eintali anda hans við alföður alls lífS; Woodrow Wilson minnir á mörg samstilt hljóðfæri, þar sem hver meistari, með því að snerta eina nótu, man eftir — sér í anda alla hina tonmeistarana, þótt þeir séu fjarverandi. Mitt í öllu hernaðar umstanginu, með að- sóknir af undirferli og öfund, glevmdi Wilson ekki hættunni, sem vfir vofir, að aít muni sækja 1 sama horfið á jörðu. — “Það, sem eg óttast mest af öllu, er það, að þegar þetta stríð er af- staðið, þá .byrjurn við aftur, þar sem fyr var frá horfið — glejmum öllum loforðum um það að “þetta verði síðasta stríðið”. Hemaðar- tæki, samkepni og allskonar yfirgangur og stjórnkænskubrögð verði alveg söm og fyr. Við verðum að ganga svo frá friðarsamningum, að það verði hvergi annað Alsace-Loraine, til þess að deila um 0g orsaka blóðsúthellingar. ” Þegar Wilson var að leita fyrir sér með vopnahlé og friðarsamninga, komu margar til- mgur fram um það, hvað gera ætti við Vilhjálm keisara og ríkiserfingjana, syni hans — livort æ 1 að gera það að skilyrði, að keisarinn væri lekmn frá völdum, áður en vopnahlé væri sam- Mikil-smetinn flokksmaður Wilsons gaf s^, að e^ki mundi það affarasælt frá pohtisku sjónarmiði, að hlífa keisaranum — Pað mund! ekki verða vinsælt. “Eg er ekkert hugsa um i>ólitík eða vinsældir, eg er að jugsa um að spai’a mannslíf. — Þegar eg sann- ænst um það, að hinn rétti tími sé kominn til að serþ.Ia fnð, þá geri eg það. Eg get alt ar lokað mig niður í kjallara 0g ritað ljóð það, í c^ir ólifað, til þess að forðast felli- oyfji almenningsálitsins”, svaraði Wilson. Vopnahlé var samið 11. nóvember 1918. yzka stjornin hafði beðið um vopnalilé í skeyti til Wilsons, 5. október, eftir “fjórtán skilyrðunxxm” (The Fourteen Points), eftir ræðum, sem Wilson hafði haldið 6. janúar og 27. september, það sama ár. Vopnahlésbeiðni frá þýzku stjóminni, und- irrituð af Max Prince af Baden, sem var eft- irmaður Zimmermanns, endaði með þessum orðum: “Til þess að komast hjá frekari blóðs- úthellingum, óskar stjórn Þýzkalands eftir, að forseti Bandai-íkjanna komi því til leiðar, að vopnahló verði samið á sjó og landi tafarlaxtst” (immediately). sem svar við vopnahlés tilboði þessu, þá sendi IVilson eftirfylgjandi spurningar: “Er það meining hins keisaralega ráðherra, að þýzka stjórnin samþykki fjórtán skilyrðin? Er hermálaráð Þýzkalands viljugt til þess, að kalla heim allan þann her, sem nú er staddur á her- teknu landi? Að endingu: forsetinn pskar eft- ir að vita, hvort ráðherrann talar fyrir hinn gamla flokk, sem völdin hefir haft í stríðinu, eða hann talar í nafni frjálsrar þýzku þjóðar- innar.” Vilhjálmur keisari skildi það manna bezt, ef vopnahlé fengist ekki tafarlaust — innan fárra daga — þá rnundi her sambandsmanna taka Berlín. Óvíst, að Vilhjálmur og ættmenn hans, hefðu þá komist svo friðsamlega frá föð- urarfinum. Þess vegna tók Vilhjálmur það ráð, að flýja úr landi. David F. Houston, landbúnaðanáðgjafi í stjóm Wilsons, hefir sagt frá því, þegar Wilson var sannfærður um það að allar hlutaðeigandi þjóðir, sem tóku þátt í stríðinu, höfðu samþykt að kallað vrði vopnalilé, að þá hafi hann verið eins og alt annar maður. — Eins og öllum á- hyggjum væri þá af honum létt. XI. Margir hafa ritað um Evrópu-ferð AVilsons á friðarþingið, sem kallað var saman eftir að vopnahlé hafði verið samið, og tók til starfa í janúar 1919. Oft hafa þær raddir látið til sín heyra, að þar hafi honum skjátlast. Að liann hefði haft mikið meiri áhrif á friðarsamninga, með því að senda fulltrúa, sem valdir hefðu verið úr báðum hinum pólitisku flokkum Banda- ríkjanna. Engin tilraun verður gerð til að dæma um það hér, livort Wilson liafi gðrt rétt eða rangt með því að fara á friðarþing sjálfur. Að eins skal á það bent, að helztu mönnum í báðum flokkum liafði svo margt á milli borið á stríðsárunum, að Wilson hefir efalaust þózt hafa góða og gilda ástæðu til þess, að vantreysta samvinnu og samkomulagi. Flestir, sem ritað hafa um Evrópu-ferð AVilson, virðast hafa gleymt því, að það hafi verið ásetningur hans að rita bók um stríðið — friðarþingið, ástand og framtíðarhorfur Ev- rópu. Wilson var sögudýrkandi, fáir menta- menn höfðu einlægari löngun til þess að rann- saka sjálfir allar heimildir. Tilfinningum og hugsunarhætti sumra manna er þannig varið, að erfitt, eða næstum ómögulegt, er fvrir þá að taka vitnisburð annara sem fullnaðar úrskurð; oa: hvorki tortrygni eða sjálfsálit þarf að vera orsök. Þess verður oft vart, að Woodrow Wil- son hafði þannig lagaðar eðlishvatir — innblást- urs hugskoðun — sem einliver sambönd virðast hafa fyrir utan allar röksemdir annara.—Þrátt fyrir það, að röksemdir hans voru skýrar, ein- lægar og velviljaðar, þá er eins og honum hafi fundist það efamál, livort í þeim væri fólgið ábyggilegasta úrskurðarvaldið. — Enginn Bandaríkjamaður skildi betur kröfur og vonir hinna smærri þjóða; hann liafði lifað og liðið með þeim í anda, í gegnum stríðið. Margir full- trúar þeirra liöfðu verið í persónulegu sam- bandi við hann; hefði það orðið þeim mikil von- brigði, ef hann hefði ekki farið á friðarþingið. Það er ekki mikill vandi að skilja það, að Wilson hafi tekið það nærri sér, þegar honum varð það ljóst, að fæstir af fulltrúum, sem semja áttu friðarsamninga, vildu taka til greina “fjórtán skilyrðin” — eða grundvallaratriði þau, sem vopnahlé var samið eftir. Að liinar sigruðu þjóðir, Wilson og sjálfsagt mikill liluti Bandaríkjaþjóðarinnar, gerðu sér vonir um mannúðlega friðarsamninga, um það er engin ástæða að efast. Woodrow Wilson hafði sannfærst um það, þegar hann ferðaðist um blóði drifna Evrópu, í desember 1918, að alþýðan — fátæka verkafólk- ið — trevsti hoirum betur en nokkrum dauðleg- um manni til að vernda réttindi þeirra. ‘ ‘ A þeim dögum, þá treystu níu tíundu hlut- ar þýzku þjóðarinnar því, að Wilson væri liinn útvaldi spámaður, 'sem væri til þess útvalinn, að veita þannig lagaða friðarsamninga, að hin- ar sigruðu þjóðir mættu vel við uns, — treystu því, að liann hefði bæði viljann og máttinn til þess að framkvæma það kraftaverk, sem eng- um stjórnmálámanni hafði áður liepnast undir svipuðum kringumstæðum”. Þannig ritaði einn þeirra manna, sem sat á friðarþingi þessu með Wilson. Að friðarþingið tók alt aðra stefnu, en Woodrow Wilson hafði gert sér vonir um, á því leikur enginn efi. í staðinn fyrir að þar væri rætt um viðreisn þeirra þjóða, sem nærri var blætt til ólífis, þá voru þar tvö stórmál, sem tólku upp of mikinn tíma, — hvaða þjóðir áttu að ná vfirráðum yfir nýlendum Þjóðverja? og hvað miklar skaðabætur voru þeir líklegir til þess að geta borgað? Nærri því allir fulltrúar til friðarþingsins litu þannig á — og sönnuðu með framkomu sinni, — að flest önnur mál væru aukaatriði. Ef hægt hefði verið að leggja þessi nýlendumál á hilluna, þar til alþjóða sambandið var samþykt (The League of Nations), þá hefði áhrif þingsins orðið alt önnur, bæði í Evrópu og Ameríku. En ])arna kom fram það, sem Wilson hafði grunað, og óttast. Alt sótti í sama liorfið eins og á hinum fvrri friðarþingum Evrópu, — liversu miklu gátu sigurvegarar náð frá hinum sigruðu þjóðum? “ Alþjóðasambandið ætti að vera óaðskiljan- legur hluti af friðarsamningunum,” sagði Wil- son. “Herrar mínir, eg kom hingað til þess a* aðstoða ykkur við að draga upp friðarsamning ana, á þeim grundvelli, sem vopnahlé var samið. Mér dylst ]>að ekki, að ykkur kemur ekki til hugar að auðsýna hinum sigruðu þjóðum neina ívilnun. ” En Herron, sem liafði verið sendi- lierra Bandaríkjanna til Austuríkis, vildi láta Wilson bæta við: “Þess vegna hefi eg ekkert frekar að starfa hér, og fer því til baka til Washington.” “Almáttugi Guð! Það væri mér ómögulegt, það væri eins og eg væri að flýja af hólmi í byrjun bardagans,” svaraði Wilson. George D. Herron sendiherra, var að revna til þess að gera friðaðrsamninga mildari 0g mannúðlegri fyrir Austurríki, eða það sem eftir var af hinu stolta keisaradæmi. Astandið þar í stríðslok var hörmulegra, en líklega nokkurs staðar annars staðar í Evrópu, nema kannske á Rússlandi. Hundruð þúsunda af hungurmorða fólki. Eins og áður hefir verið tekið fram, var Herron sendiherra oft að eggja Wilson á að ganga af friðarþingi. Eftir því sem þingið stóð lengur, kom það betur í ljós, að fæstir af fulltrúum voru fvlgjandi stefnu Wilsons. Er sagt, að fortölur þessar liafi haft niikil áhrif; Wilson hafi oft verið kominn nærri því að gefa upp baráttuna, eftir að honum varð það ljóst, að hann stóð nærri því ehin uppi. Herron sagði, að mótstöðumenn þeirra mundu sjá þann kostinn vænstan, að slaka til, ef þeirri aðférð hefði verið beitt í tíma. Fæstir fulltrúanna hefðu vogað sér að snúa heimleiðis, án þess að hafa fullgert friðarsamningana, með samþykki Bpndaríkjafulltrúanna. — Wilson- stjórnin hafði lánað $10,000,000,000 (tíu biljón- ir) til Evrópu. Allar þjóðir, sem tekið höfðu þátt í stríðinu, þörfnuðust frekari hjálpar Bandaríkjanna. Engin stjórn í Evrópu hefði staðist það bragð deginum lengur, ef Banda- ríkjafulltrúar hefðu gengið af þingi, áður en friðarsamningar voru fullgerðir. En Wood- row Wilson var allra manna ólfklegastur til þess að nota sér nevð Evrópuþjóðanna, því það v'oru ekki liinir pólitisku leiðtogar, sem mest hefðu liðið við ])að, lieldur fátæka verkafólkið,— fólkið, sem treysti honum betur en nokkjum öðrum. XII. Það voru fulltrúar Englendinga og Frakka, sem í mestum deilum áttu á friðarþinginu, út af því, hvernig ráðstafa ætti nýlendum Þjóðverja. Bæði þessi stórveldi vildu ná þar yfirráðum. Talaði Wilson þá stundum til þeirra, eins og að hann væri að reyna að siða óþæga skóla- krakka. “Hugsið þið ykkur að við, fulltrúar Banda ríkjanna, kæmum til baka, eftir að hafa brask- að með lönd.hinna sigruðu þjóða, eins og kon- ungar og keisarar liafa gert á umliðnum öldum. Ef við gerðum það, mundiftn við hljóta fvrir- litningu, som væri fullkomlega verðskulduð. 1 þessu tilfelli er það fastákveðinn ásetningur okkar, að bregðast ekki vonum þeirra, sem sendu okkur. ” “Hinar sigruðu þjóðir og nýlendur þær, sem þeim tilheyrðu — og íbúar þeirra, — verða að sjálfsögðu, að liafa frjálsræði til þess að láta í ljós vilja sinn á því, undir hvers stjórn ])eir verði framvegis.” Wilson barðist fyrir því, að fri,ðar])ingið skipaði umboðsmenn fyrir nýlendurnar, fvrir á- kveðinn árafjölda (“mandatory”), með svip- uðu kyrirkomulagi eins og vfirráð Bandaríkj- anna í Cuba. Frakkar vildu ná eignarhaldi á nýlendum Þjóðverja, — þeir voru viljugir til þess að gefa Englendingum dálítinn skika. Wil'son sýndi þeim fram á það, að ef nýlend- unum væri þannig skift niður til eignar og um- ráða, þá mundi það spilla fyrir trú og trausti manna á Alþjóða Sambandinu (The League of Nations). “Það verður okkur til skammar og síðari kynslóðum til tjóns, ef ekki er liugsað um að vernda réttindi hinna smærri þjóða — hvort sem þær smærri þjóðir eju búsettar í hálfbygð- um löndum eða ekki,” sagði Wilson. Nærri því allar sendinefndimar, sem komu til Frakklands meðan friðarþingið stóð yfir, og þær voru margar, og sumar frá vztu endimörkum jarðar, leituðu ætíð fyrst til Woodrow Wilsons. Hann gat ekki ætíð gefið þeim loforð eða glæsi- legar vonir. Var þá *stundum leitað til hins franska víkings, Clemenceau. Sagði hann eitt sinn við meðlim einnar þessarar nefndar: “Wilson talar eins og Jesús Kristur, en hagar sér eins og Lloyd George.” — Clemenceau hef- ir ætíð verið uppreisnarmaður á móti fornum stjórnmálakenningum, snjall rithöfundur. og ó- væginn, hver sem í hlut á; þess vegna var hann settur í fangelsi rúmlega tvítugur. Hann er svo einlægur og eldheitur ættjarðarvinur, að erfitt er fyrir hann að breyta við aðrar þjóðir eins og hann vill að breytt sé við Frákka. M oodrow W ilson og Lloyd George voru hans erfiðustu mótstöðumenn á friðarþinginu, þó ]>eir væru það sitt upp á hvem máta. ' Clemenceau hefði liaft hollari og heillavæn- legri áhrif á framtíðarvelferð frönsku þjóðar- innar, ef hann liefði ekki verið svo kröfuharður við þýzku þjóðina á friðarþingi. Kaupmenn og fjármálafræðingar virðast oft skilja það betur, lieldur en stjórnmálamenn og aðrir, sem skapa eiga þjóðum útsýni, að eitt fyrsta skilyrði fvrir vingjarnlegri samvinnu, er það, að gjaldþol þjóðanná sé nokkuð líkt. Með því móti verður verzlun og öll viðskifti hagkvæmari. Þegar fjárhagur er líkur, bera þjóðirnar meiri virðingu hver fyrir annari. — Það er alkunnugt, hversu mikið nágannar leggja í sölur til þess að geta notið sömu þæginda. Það er betri samvinna á milli mentamála stofnana. Ein allra þýðingarmesta tilraun háskólanna, til þess að gera námsmenn betur úr garði, er að skifta prófessorum, það evkur réttari skifning meðal fjarlægra þjóða. Háskólarnir verða vandari að virðingu sinni, bæði þegar stjórnir þeirra eru valdar og kennarar. Ein ástæða, sem sumir hafa notað til þess að gera Alþjóðasambandið tortryggilegt, er sú, að það uppræti þjóðrækni. Fáir mdim munu vera þjóðræknari heldur en Englendingar, þó hafa þeir tilheyrt nokkurs konar alþjóða sambandi í gegnum margar kynslóðir. Þess vegna hafa þeir haft tækifæri til þess að starfa með öllum þjóðum jarðarinnar. Oft hefir það komið í ljós, að þeir, sem dvalið höfðu fjarri fósturjörð inni meiri part æfinnar, á tímum neyðarinnar — þegar gamla England þurfti á liði þeirra að halda — sönnuðu þeir það í verkinu, að þeir voru glaðir og viljugir að leggja alt í sölur, engu síður heldur en þeir, sem höfðu heima setið. Skýrir menn og sanngjarnir, læra mikið betur að meta það, sem þjóðum þeirra er vel gefið, þegar þeir starfa til lengdar með öðrum þjóð- um, það sanna ensk skáld og rithöfundar, með sinni .bókmentalegu starfsemi. Viðkynning við þjóðflokka, sem t. d. Norðurlandabúar þekkja að eins af bókum, hefir aukið þeim dýpri skiln- ing og umburðarlyndi. Það mun vera hægt, að sjá þess víðar merki í listasmekk Englendinga. Það er alment viðurkent í Bandaríkjunum, að Englendingar haldi fastara við sín brezku borgararéttindi, en flestallar aðrar þjóðir Ev- rópu. Það virðist þess vegna ekki sannast á þeim, að það eyðileggi þjóðrækni, að standa í nánu borgaralegu sambandi við allar þjóðir jarðarinnar. Bkki er það líklegt, að fólk beri minni rækt til æskustöðvanna í hinum einstöku ríkjum Bandaríkjanna, þótt þau séu öll undir sömu miðstjóm, heldur en þeir, sem aldir eru upp í hinum litlu lýðveldum Suður-Ameríku. Það er alkunnugt, hvernig samkomulag er á milli þeirra. Það er pkki trúlegt, að þeir, sem aldir eru upp í Chile eða Brazjjíu, Mexico eða Mon- tana, bæru minni velvildarliug eða lotningu fyr- ir æskustöðvum sínum, þótt Suður- og Norður- Ameríka væri í bandalagi, með svipuðu fvrir- komulagi eins og Alþjóðasambandið, “The League of Nations”, er stofnsett eftir. Aðal markmið Alþjóðasambandsins er að afnema stríð. Til þess að sú liugmynd geti orðið eitthvað meira en marklítill draumur, er ráðgert að skipa miðstjórn eða alþjóðar æðsta- rétt, “World Court”. Þjóðkjörnir fulltrúar og dómarar hefðu þar svipað vald í þeim málum, sem þeir ættu að ráða til lykta, eins og hæsti- réttur Breta hefir haft yfir þeim þjóðum, sem mynda brezka veldið, eða hæstiréttur Banda- ríkjanna yfir ágreiningsmálum ríkjanna í sam- bandinu. “The League of Nations” og “The World Oourt”, geta ekki unnið sitt ætlunar- verk meðhn hinar fjölmennari þjóðirnar standa fyrir utan. Miklar líkur eru til þess, að Wilson hafi gert sér von um það, þegar hann lagði á stað til Ev- rópu, að honum tækist að fá því framgengt á friðarþingi, að sömu mannúðar og mannkær- leikastefnu væri þar framfylgt, eins og í hans föðurlandi eftir þrælastríðið. Suðurríkin voru partur af einni 0g sömu þjóð, kannæinhver að segja. Tilgangur hans með Alþjóðasambandinu var að kenna þjóðunum að bera hver annars byrði, eins og Bandaríkin gerðu eftir þræla- stríðið. Ef Wilson hefði tekist að sannfæra fulltrúa friðarþingsins um það, að ekki einung- is væri sú stefna mannúðleg, og þess vegna sú eina rétta, heldur mundi það fljótlega sannast, að fjármunalega Verði sú aðferð affarasælust. Wilson hefði þá vafalaust mælt með þeirri stefnu, að Bandaríkin gæfu Evrópu upp mest- allar skuldir. Það eru fjölda margir af fram- sýnustu mönnum í Bandaríkjunum, sem álíta, að það væri hin rétta aðferð, og nokkrir hafa látið þá skoðun opinberlega í ljós. Fleiri mundu fylgja þeirra dæmi. ef þeir ekki óttuðust, að undir eins og Evrópa losnaði við þær skuldir, þá mvndi það verða til þess að auka herbúnað, sem hjótlega yrði til þess að hefja annað stríð aftur. Skömmu eftjr að Wilson kom til baka af friðarþinginu, sagði hann meðal annars: .... “Mér verður erfitt um mál, þegar eg ber saraan í huga mínum og reyni að útskýra fvrir vinum okkar, hinar fögru vonir, sem Evrópuþjóðirnar liafa gert sér um það, hvað mikið við mundum geta hjálpað þeim, hve langt við mundum geta leitt þær í frelsis, friðar og samvinnu áttina, frá þeirra fyrra ástandi. Þes,s konar liugleiðingar vekjá hjá mér viðkvæmar og sorglegar tilfinn- ingar, þegar eg ber saman vonir þeirra við skil- yrðin okkar megin, til þess að geta fullnægt þeim vonum. — Vonir þeirra liafa verið svo ein- lægar og fagrar. Framfarir mannanna geta ekki stigið svo hröðum fetum í eina átt, það eru of mörg veður í lofti til þess það geti hepnast. Þess vegna verða vonbrigði þeirra svo nær- göngul og tilfinnanleg. Hættan mikla er inni- falin í því, að Evrópuþjóðimar hafa tapað trú á stjómum þeim og stjómarfari, sem velti þeim út í stríðið. Þess vegna verðum við að gera alt. sem okkur er mögulegt, til þess að hjálpa þeim, þrátt fyrir alla ^rfiðleikana, sem standa í vegi, — þrátt fyrir þáð, þótt mörgu þurfi að kippa í lag hjá okkur, — getum við rétt þeim vingjarn- lega líknarhendi. ” Eigið þér frœndui' eða vini í Gamla Landinu sem þér viljíð koma til Canada CANADIAN PACIFIC Hefir ágaett skipulag þessu viðvíkjandi um alla Evrópu og getur veitt yður fullkomnustu þjónustu. tUm borgun má semja viS farbréfa umboðsmanninn K. G.' McNelUle, General Paaseng'er Agent, Canadian Paclfic Railway, Winnipeg. É. A. McGulnnee., City Tlcket Agent. Winnlpeg, Man. T. StocUdale, Depot Ticket Agent, Winnipeg. Man. A. Calder A Co. :: :: 663 Main Street, Wlnnipeg ,1. A. Hebert & Co. :: Cor. Marion & Tache, St. Boniface

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.