Lögberg - 17.02.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 17.02.1927, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. FEBRÚAR 1927- IJógberg Gefið út hvern Fimtudag af Tle Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. TnUimari N-6S27 o£ N-6328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáokrift til blaðoin*: TS{I eOlUK>BII\ PRESS, Ltd., Bax 317Í, Wlmilpeg. Utan&ekrift ritetjórans: EOiTOH LOCBEHC, Box 3172 Wtnnlpeg, Han. The •'LCgber*'' 1» prlnteð anó publlshed '07 The Columbla Prean, Lðmited. ln the Columbia Buiiding. €95 Sargent Ave., Winnipeg, Manltoba. Vestur-íslenzkir fiskimenn. Fiskimanna stétt Vestur-Islendinga, hefir að vorri hyggju sjaldan verið sá sómi sýndur, er henni með réttu bar. Blöðin hafa lítið á hana minst, og er þar þó um að ra'ða harðsnú- inn víkingaflokk, er ekkert virðist láta sér fyrir brjósti brenna. Fátt er að líkindum fjarskyldara fslendings- eðlinn en það, að sætta sig við að kafna í stofu- rcvk. fslendingar hafa verið liugdjarfir og út- sæknir,—-.borið á sér andlegt’ættarmót við Magn- ns konung hinn berfætta, er í því kom skýrast frampað skipa sér jafnan í fylkingarbrodd, þar sem hættan og mannraunin var mest, með þau einkennisorð á fána sína, “at til frægðar skal konungi meira en langlífis.” Vér höfum orðið fyrir því láni, vafalaust ó- verðsknldað ]>ó, að kynnast fjölda manns ur hópi hinnar vestur-íslenzku fiskimannastéttar og eignast þar marga vini. Oss þykir vænt um þá fyrir áræðið og atorkuna, drenglvndið nor- ræna og trygðina við íslenzkan þ.jóðararf. Höf- um vér á meðal þoirra fundið marga hina væn- legustu máttarstólpa íslonzks þjóðræknis — við- halds í Vesturvegi, og það jafnvel á meðal hinna yngstu, og er það gleðiefnið mesta. Fyrir nokkrum dögum' áttum vér tal við ung- an canadiskan mann, f.æddan af ensku foreldri, er stundað hefir fiski á Manitoba og Winnipeg- vatni undanfarin ár, og kvnst allörgum vestur- íslenzkum fiskimönnum. Lýstu orð hans slíkri glöggskvgni og góðvild, að vér hripuðum þau mður á blað og látum þau hér með fvlg’ia í orð- réttri þýðingu: “Eg hefi verið langförull maður, þótt æfin sé enn eigi löng. Eg hefi kynst sjómannalífi margra þjóða og hitt fyrir margan góðan dreng. En hvergi hefi eg komist í kynni við jafn harð- snúna, drenglynda og sann-gestrisna menn, sem Islendinga, er fiskiveiðar stnnda á Winnipeg- i og Manitoba-vatni. Svo mikið fanst mér til um kosti þeirra, að eg óskaði ’þess oftar en einu smm, að eg væri orðinn íslendingur. Eg kendi oft tilfinnanlega til kvíðans, þegar frostrosinn spenti vatmð heljargreipum sfnum. íslending- urinn kyartaði aldrei, hvað sem ámóti blés. Eo- hehl jafnvel, að honum hafi aldrei orðið veru- lega kalt. ^ Að mmsta kosti sá eg engan fslend- mg blasa i kaun. Karlmenskan í íslendingseðl- mu a engan smn líka, og þó er landinn oft og ematt viðkvæmur sem barn. Slík er reynsla mín ManiSba ”ngUnnÍ VÍð ÍSlenZka fiskimenn £ I iskimaðnrinn, engu síður en bóndinn. hefir oft og einatt átt við margvíslega örðugleika að e^ja. Stundum bregðast fiskiveiðamar, mark- aðurinn fer svo úr lagi, að varan verður lítt sel.janleg, og þráfaldlega tekst svo illa til, að fiskimenn 1 byrjun vertíðar tapa netjum sínum mest-ollum og sitja eftir með óbættan hlut, með pvi að ahöld öll, þau er að útgerðinni lúta, eru ovatrygð, og vátrygging ekki fáanleg eins og sakir standa, hvað sem í boði væri. Að þessu ieyti stendur fiskimaðurinn jafnvel enn þá ver a? V1Z}\ en Wndinn, er fengið getur uppskeru hagIsVatlTgða n°kkru’ gegn t;jóni af völdum f fyrra haust, ef oss minnir rétt, átti einn af vorum ungu áhugamönnum, hr. Walter J. Lin- dal lögmaður, frumkvæði að þvi, að gerð var til- raun til þess, að ráða bót á eignatapi því hinu tilfinnanlega, er vestur-íslenzkir fiskimenn ár- lega biðu, við það að tapa netjum í Vötnin, óvá- trygðum með öllu, eins og þegar hefir verig tek- Jð fram. Af hagkvæmum framkvæmdum mun þó því miður eigi hafa orðið í það skiftið. En þar m°ð er elrki sagt, að málið sé dautt. Nýjar leiðir hljóta ávalt að opnast sérhverjum jiéim malstað, sem góður er, ef hagsýni og atfyl.gi I°gg,iast á eitt. Vafalaust muri nýrj-ar löggjaf- ar verða þörf í þessu sambandi. En eigum vér ekki nog af skýrum og skörpum mönnum, er svo vildu beita sér fyrir málið, að því yrði borgið, og liagnr fiskimanna^stéttar vorrar þar með betur trygður, en ella myndi verið hafa? Vér efumst ekki um að svo sé.__ • *'LlfJynma vestrænu fiskimanna vorra, eræf- intyrahf Tve^ja-hæííu taflið ber ávalt á sér æfmtyrablæ. Svo hafa stórvötnin heillað hugi pessara manna, margra hverra, að þrátt fvrir heimþrana, er að vertíðarlokum líður, - þrána til þess að njóta samvista við elskandi sifjalið þa híalcka þeir samt til, er ieiðangur skal haf- l n nJ/]U’ hvort heWur sem horfst er í augu við gloðþrungmn, steikjandi sumarhitann, eða miskunnarlausa gaddhorku Manitobavetrar- ms. i Sokum hinna mqrgu vina vorra, er fiski stunda á áðumefndum stöðvum, komum vér ald- rei svo þangað, að oss hitni ekki um hjartaræt- umar og finnist sem andi norræns drengskapar og víkingatáps, svífi þar yfir vötnunum. Hlátur. “Eg elska þig Mjómandi hlátur, — Það er gullstöfum Ijómandi letrað hvert blað í lífssugu þess, sem var glaður og kátur. —Guðm. Guðmundsson. Hlýr og hjartanlegur hlátur, er einn af dýr- mætustu læknisdómum mannkynsins. Hann lýs ir upp veröldina, gerir umhverfið virlgjarn- legra og fólkið yfirleitt betra. Fátt getur hugsast ömurlegra, en það, er menn verða svo dáleiddir af ímynduðu eigin á- gæti, að þeir þora ekki að eiga það á hættunni að brosa, hvað þá heldur að skella upp úr, telja það ósamhoðið stétt sinni og virðingu. Og þó er sannleikurinn sá, að allir þurfa hlátursins við. Hann rýfur flestu öðru fremur netju- þyknið, er byrgir andlega útsýn mannanna, og greiðir sólskini og sættarhug veg inn að mann- legu hjarta. Hér er ekki att við hlátur, er staf- ar frá blindri léttúð, lieldur þann, er eykur í sannleika lífsánægjuna, og vekur yndi og frið jafnt í kotungs hreysi, sem kóngsins höll. Viðkvæmur hjartahlátur, ber ávalt vott um andlega heiibrigði. Hann er ekki einskorðaður við hið skringilega, er fyrir augu og eyru ber, — gikli hans er dýpra og víðtækara en svo. Sættin við lífið og erfiðleikana, er hans megin- mark. Heilbrigður hlátur er grundvallaður á jafn- vægi tilfinningalífsins, og í jarðvegi dóm- greindarinnar liggja hans dýpstu rætur. Bókafregn. i. Bjarni Þorsteinsson: Sálmasöngsbók, 2 út- gáfa, með Sálmalagaviðbætinum frá 1912 og Hátíðasöngvunum, er fyrst komu út árið 1899. Prentsmiðjan Gutenberg. Reykjavík, 1926. Kostnaðarmaður Ragnar Ólafsson. Góðvinur vor einn í liöfuðborg Islands, Pét- ur nótnasetjari Lárusson, sendi oss nýlega til umsagnar, þessa miklu og merkilegu bók, og skal þa^ nú hér með gert í fáum orðum. Hin fyrri útgáfa af Sálmasöngsbók séra Bjama, kom fyrir almennings sjónir árið 1903. Náði hún þegar allmikilli útbreiðslu, ]»ótt einstaka sönglærðir menn, eins og til dæmis Sig- fús Einarsson tónskáld, fyndi henni sitthvað til foráttu, bæði hvað lagavali við kom, sem og raddskiþan. Nú hefir bók þessi verið endur badt til það mikilla muna, að teljast má vafa- laust ein hin vandaðasta Sálmasöngsbók, er út hefir-verið gefin á Islandi. Ellefu lögum í fyrri útgáfunirt hefir verið slept, tíu bætt við, og virðast oss breytingamar undantekningarlaust til hins betra, — hin nýju lög hátíðlegri og lífrænni. Þá hefir verið bætt í bókina “Reple tuoram corda fidelium”, eða latínusöngnum (Responsorium), er sunginn hefir verið við presta- og biskupavígslur á Is- landi um síðastliðin 100 ár, eða jafnvel miklu lengur. Er söngur þessi gamall og tíðkaðist mjög í kaþólskum sið, en hefir síðan tekið all- miklum myndbreytingum. Höfundur bókar þossarar, séra Bjarai Þor- steinsson á Siglufirði, á flestum samtíðar- mönnum sínum, ef ekki öllum, meiri þakkir skyldar, fyrir alúð þá hina miklu, er hann hefir alla jafna lagt við fegrun íslenzks kirkjusöngs. Mun starf hans á því sviði lengi geymt Ýerða í þakklátri endurminningu þjóðarinnar. Hátíða- söngvar séra Bjama em eitt hið allra tilkomu- mesta tónverk, sem samið hefir verið af Islend- ingi, frani til þess tíma. er þeir komu út, og juku mjög, að minsta kosti um eitt skeið, aðsókn að hátíðaguðsþjónustum þjóðar vorrar og vörpuðu á þær háleitari holgiblæ, en ella myndi verið hafa. Um þetta atriði er oss vel kunnugt af eigin reynslu, frá því að hlusta á Hátíðasöngvana við guðsþjónustur í höfuðborg Islands. Það er því ómetanlegur kostur. að geta nú eignast Sálmasöngsbókina, Viðaukann og Hátíðasöngvana í einni heild. Nú hefir innihalds bókarinnar verið lítillega getið, og er vtri frágangur allur í fullu sam- ræmi, eða upp á það ailpa betza. Ekki er þess vænst, að bókin verði send bók- sölum hér vesfra. En panta má hana gegn fyr- irfram borgun, beint frá aðal-útsölumanni, hr. Pétri Lárussyni, Hofi, box 941, Reykjavík, Ice- land, Europe. Bókin kostar í bandi $6.00, en í kápu $5.00, eins og sjá má af auglýsingunni í síðasta blaði. Hátíðasöngvamir fást einnig sérprentaðir, og kosta $1.50. II. Almanak O. S. Thorgeirssonar. 1 þriðjung aldar hefir O. S. Thorgeirsson nú gefið út Aimanak sitt á hverju ári, og má óhætt fullyrða, að enn heklur það vinsældum sínum og útbreiðslu, enda á Almanakið það skilið, því það er altaf læsilegt og flytur lesendum sínum á hverju ári margt til skemtunar og fróðleiks. “Safn til Landnámssögu Islendinga í Vestur- heimi”, sem Almanakið hefir flutt í mörg ár og flytur enn, er orðið mikil heild, og er þangað mikinn fróðleik að sækja viðvíkjandi íslenzku fólki, sem fluzt hefir vestur um haf. Almanakið fyrir árið 1927 hefir fyrir skömmu borist oss og skal hér stuttlega skýrt frá innihaldinu: Fyrst er grein um íþróttamanninn fræga, Jóhannes Jósefsson, eftir séra Jónas A. Sig- urðsson, og mynd af Jóhannesi og konu hans. Segir höfundurinn/ að hér sé ekki um æfisögu Jóhannesar að ræða og heldur ekki skáldsögu. Þó kennir þar hvorstveggja, og er greinin sízt ólæsilegri fyrir það, þótt presturinn hafi lofað skáldfák sínum að taka dálitla spretti, þegar hann ritaði grein þessa, an þess að fara í nokkm út fyrir það, sem rétt er og sanngjamt, þegar hann lýsir íþróttamanninum og störfum hans. Þær skýringar, sem höfundurinn gefur á skap- ferli jóhannesar Jósefssonar — hans innra manni — em mikils virði, því lang-flestir ls- lendingar munu alt til þessa hafa heldur lítið þekt til hans, nema sem íþróttamanns. Næst eru tvær þýddar greinar: “Hundrað ára minning Ottawa, með mynd af þinghúsinu ’ ’, og “Uppruni friðarpípunnar”. Þá er “Safn til landnámssögu lslendinga í Vesturheimi.” Þáttur um Big Point bygð og leiðréttingar, eft- ir Halldór Ðaníelsson. Þá kemur vinur vor, Ámi Jónsson í Mozart, Sask., mynd af gamla manninum 77 ára og “lítið æfiágrip og ferða- saga frá Islandi. ’ ’ Er þar minst á margt, sem hið eldra fólk sérstaklega, hefir gaman af að lesa um, og hefir greinin þann mikla kost, að vera mjög yfirlætislaus og vafalaust nákvæm- lega sannorð. Næst er “Ættartala Áma Jóns- sonar frá Kaldrananesi, eftir Sighvat Gríms- son Borgfirðing.” Hún er afar löng, raktir yfir þrjátíu kynþættir, en livaða gildi hún ann- ars hefir, skai liér látið ósagt. — Næst er mynd af Guðrúnu Hákonardóttur Torfason og grein um hana eftir J. Magnús Bjarnason. — Þá skrifar útgefandi Almanaksins all-harðorða grein um “Sögu íslendinga í Norður-Dakota, eftir Thorstínu Jackson. Er þar sérstaklega að því fundið, að mynd sú, sem bókin flytur af fyrsta landnema-kofanum, er íslendingar bygðu N.-Dak., og sem málarinn Emil Walters hefir gert, sé með öllu röng og villandi. Flytur Alma- nakið aðra mynd af þessum bjálkakofa, sem út- gefandinn telur, ekki að eins réttari heldur en hina myndina, heldur nákvæmlega rétta. Hér skal engin tilraun gerð í þá átt, að dæma milli höfundar bókarinnar og útgefanda Almanaks- ins, en heyrt höfum vér kunnuga menn segja, að hvorag myndin sé í raun og veru af fyrsta íbúðarhúsinu, sean Islendingar bygðu í Norður- Dakota. Loks em “Helztu viðburðir og mannalát” meðal Vestur-Islendinga, mjög handhæg skrá, sem árlega er birt í Almanakinu. Almanakið kostar 50c., eins og undanfarin ár og fæst hjá útgefanda, O. S. Thorgeirssyni, 674 Sargent Ave., WJnnipeg, og hjá útsölu- mönnum hans víðsvegar. Islandica Halldórs Hermanns- sonar. Eg hefi nýlokið við að lesa 17. bindi tíma- ritsins Islandicu, sem Halldór Hermannsson gefur út. Minti sá lestur mig á það, hve af- skektri smáþjóð sem oss íslendingum er það mikil nauðsyn, að eiga einhverja menn, sem er- lendis dvelja og starfa að því að útbreiða þekkingu á landi voru og þjóð. Slíka menn mætti vel nefna: útverði íslenzkrar menningar. 1 tölu þeirra er Halldór Hermannsson, sem er, eins og flestum íslendingum un kunnugt, kenn- ari í norrænum fræðum við Comell háskólann, og bókavörður við hið fræga Fiske-safn ís- lenzkra bóka. Þá er Islands-vinurinn Fiske gaf Cornell háskóla bókasafn sitt, bjó hann einnig svo um hnútana fjárhagslega, að út skyldi gefið (á ensku auðvitað) ársrit um íslenzk efni. Sam- kvæmt þeirri tilhögun hefir Halldór gefið Is- landicu út síðastliðin seytján ár. Er það starf eigi all-lítið. En þar eð eg hefi gran um, að riti þessu sé eigi sá gaumur gefinn, sem það á skil- ið, tel eg það enga goðgá að vekja athygli manna á því. Vera má, að ýmsir hafi dregið það af hinu latneska nafni ritsins, að það eigi að eins erindi til fræðimanna. Slíkt er miskilningur einn. Ritið er að vísu skrifað af lærdómi og vand- virkni, en er þó fjarri því að vera óskemtilegt aflestrar. Þegar litið er yfir innihald Islandicu frá byrjun, sést að hún hefir mikinn fróðleik flutt: ýtarlegar skrár yfir það, sem ritað hefir verið um sögur okkar og Eddur; vandaðar útgáfur merkra rita íslenzkra, t. d. Lofs Lýginnar eftir Þorleif Halldórsson, og náttúrulýsingar tslands eftir Jón Guðmundsson lærða; lýsingar, mjög fróðlegar, af bókum þeim, sem út voru gefnar á tslandi á 17. og 18. öld. Auk þess eru að finna í ritsafni þessu: stutta, en skýra og skipulega, sögu íslenzkrar blaðamensku til ársins 1874; ritgerð um íslenzkt nútíðarmál; æfisögu Egg- erts Ólafssonar, sem birtist í fyrra, og áður- nefnt bjndi þessa árs, sem fjallar um landa bréfagjörð þeirra frændanna, Guðbrandar og Þórðar Þorláksona .biskupa. Hér er eigi alt tal- ið, en þetta nægir til þess að gefa mönnum hug- mynd um efni Islandicu. Þeir sem íslenzkum fræðum unna, munn telja það miklu meira en virði fyrirhafnarinnar, að kynnast ritum Hall- dórs, því að svo eru þau merk og vel úr garði gerð. Vér lifum á mikilli auglýsingaöld. En ekki eru það ávalt mestu verðmætin, sem hæst er hrópað um á gatnamótum. Fræðimaðurinn vinn - ur starf sitt í kyrþey, og hættir oss því við að gleyma honum og því, sem hann hefir oss að hjóða. Richard Beck. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK U/-2; Canada hefir að bjóða -Framtíð, með vaxandi Verkamanninum — Sanngjarnt kaup og sanngjörn vinuskilyrði. Verzluarmanninum—Mikið tsekifæri til að auka verzlun sína. Méð sínum nálega 900 útibúum, hefir þessi banki tekið þýðingarmikinn þátt í hinum stöðugu framförum Canada. Hefir haft mjög mikið að gera við framfarir Canada síðan 1869. The Royal Bank of Canada Opið bréf til Heimskringlu ritítjórans, < Kæri herra! Mér hefir borist Heimskringla í hendur með beztu skilum. Bréfi yðar ber að svara, en margorður mun eg ekki verða um efni þess. Þér getið þess að tveir amerísk- ir uppeldisfræðingar hafi látið þann stóra dóm falla um gáfnafar sam- landa sinna að um áttatiu miljónir þeirra væru engu betur andlega þroskaðir en meðal-greindir tólf ára unglingar. Það eru margir upp- eldisfræðingar í Bandaríkjunum — svo þúsundum skiftir—og það væri all-merkilegt ef einhver þeirra hefði ekki einhverntíma sagt ein- hverja vitleysu. Mig minnir að Car- lyle segði eitthvað svipað um Breta á sínum tíma. En hver tekur mark á þvílíkum sleggjudómum ? Auðvit- að ekki aðrir en þeir sem hugsa og tala eins og óþroskuð börn. Enginn er fyllilega dómfær í þeim efnum, því engin hefir rannsakað gáfnastig allra Ameríku manna- (Hér gildir hið sama og um kynsjúkdóma í New York, þyi enginn hefir rann- sakað alla ibiia borgarinnar því við- víkjandi). Það er heldur enginn á- byggilegur grundvöllur fenginn fyr- ir því hvað gáfaðir menn eigi að vera. Enginn veit heldur hvað við er átt með svona löguðum saman- burði. Sumir menn eru afar bráð- þroska. Milton orti heimsfræg kvæði á unglings aldri, James Stuart Mill samdi ágætar ritgerðir á latínu þegar hann var aðeins 12 ára. Það væri okkur latínulærðu mönnunum ofvaxið. Þér segið að 6% af öllum íbúum Bandaríkjanna séu með öllrt ment- unarlausir—kunni hvorki að lesa né skrifa, þetta er satt, en nokkuð margir af þessum mönnum eru auð- vitað útlendingar, sem fluttust inn í landið áður en hin nýju innflutn ingslög gengu í gildi. í Suðurrikjun- um er mentunarástandið mikið lak- ara en í öðrum pörtum landsins. Hvert ríki hefir ótakmarkað vald yfir sínum eigin skólamálum og ekkert undarlegt þó þau fylgist ekki öll að í framförunum, en mcir er nú gert til þess en nokkru sinni áður, að menta alþýðuna í öllum ríkjun- um. Tala miðskólastúdenta hefir þrefaldast á fáum árum og háskóla- nemendur eru tvöfalt fleiri nú en þeir voru fyrir örfáum árum síðan. Þér gerist afar orðfrekur um þekkingarleysi unglinganna í Minne apolis, af því þeir könnuðust ekkert við Borah. Annars sýna allmörg svörin að unglingarnir vissu að hann var öldungaráðsmaður, en átt- uðu sig ekki á því hvar hann átti heima en aðrir viltust á nöfnum og héldu hann vera Louis Botha frá Suður-Afríku. Þetta segið þér að sé álíka eins og latinuskola-piltar í Reykjavík hefðu sagt að Bjami Jónsson, einn af kennumnum, væri keisari Blálendinga eða forar-flóa á Melrakkasléttu. Viðvíkjandi þessu er þetta að athuga: (í) að ísland er ekki eins stórt og sum ríkin í sam- bandinu, (2) að íbúatalan a Fróni var innan við 90 'þúsundir en Banda- ríkin telja 115 miljónir, ($) at5 Bjarni átti heima í Reýkjavík, smá- bæ með örfáum þúsundum, svo hver einasti maður í bænum sa hann næstum daglega og vissi að hann var ekki forarflói eða Blálend- ingur, (4) að piltar i fyrstu þrem- ur bekkjunum latínu-skólans voru alment nokkuð eldri en miðskóla stúdentar hér í álfu, (5) að eg hefi þekt allgreinda íslendinga, sem ekkert vissu um Borah og hefi eg aldrei þeim það til ámælis talið. Þér talið um börn í verksmiðj- um og gerist guðhræddir yfir þeim ósköpum- í all flestum rikjum Bandaríkjanna eru lög. sem banna að börn virtni í verksmiðjum, nám- um o. s. frv. og ny. eða endurbætt lagaákvæði eru svo að segja árlega samin víðsvegar í Bandarikjunum þessu viðvikjandi. Það ma helzt a yður skilja að osvífin þrælkun, drepi dáð úr flestum hér. Mörgum alvarlega hugsandi Ameríkumönn- um virðist, iðjuleysið og ó/hóflega löng skólavera unglinganna, vera þröskuldur á vegi framfaranna fyr- ir fjöldann. Þá konia hjónaskilnaðirnir. Þeir eru auðvitað margir, alt of margir. Þér segið að 1 af hverjum 7 hjón- um skilji hér árlega. Hafið þér nokkurn tíma athugað að með því atferli mundu öll hjónabönd verða uppleyst á 7 árum. "l$:gar talað er um 14% hjóna- skilnaði árlega, er auðvitað ekki átt við að 14 af hverjum bundrað hjón- um segi í sundur með sér á hverju einasta ári, heldur að hlutfallið milli þeirra, sem ganga úr og í hjóna- bandið á hverju ári sé eins og 14 a m'óti hundrað, eða 1 '.7- ^ skul- um til skilningsauka taka eittlhvert ríki með eina miljón hjóna. Ef ^ 14% af jieim skildi árlega, yrði heildatalan 140 þúsundir. En setj- um svo að 20 þúsund giftingar yrðu \ þessu sama riki á arinu, og 14 0 af þeirri tölu skildu að borði og sæng, yrði heildartalan auðvitað 2,040—'tvö þúsund og fjörutíu. En til fóðleiks fyrir þá sem vdja heldur vita rétt en hyggja rangt skal eg tilfæra nokikrar tölur úr skýrslu B. P. Choss um þetta efni, prentaðri í einu hinu allra merkasta tímariti Bandaríkjanna, Current History (ágúst 1925J. “Árið 1923 voru 1,223825 gift- ingar framkvæmdar í Bandarikjun- um, en það ár urðu hjónaskilnað- irnir 165,139 eða með öðrum orð- um það varð einn hjónaskilnaður fyrir bverja 7% gifting. Árið áður ('fullomin skýrsla fyrir árið 1923 ekki fyrír hendi þá) lifðu rúmar 49 miljón manneskjur í heil- ögu hjónabandi. Ef 14°''° þe'rra hefðu skilið- mundi sú tala hafa orðið um 3% — þrjár og hálf mil- jón. En í stað þess urðu hjónaskiln- aðimir 165,139 alls, eða einu á :hver 152 hjónabönd. fÞér segið 1 af íhverjum 7). Þér eruð skrafdrjúgur um réttar- farið i Bandaríkjunum og getið þess til að eg muni hæst ánægður með það. Svo vitnið þér i eina hina rökstuddustu og gagnorðustu grein, sem í yðar ritstjórnartíð hef- ir verið prentuð í Vesturheims ís- íenzku blöðunum. nefnilega ritgerð Dr. Thordarsons úm glæpi og hegn- ingar. Um ritgerð doktorsins er ekkert nema gott að segja, en mis- vitur er Njáll, þer virðist kunna að meta ihóglega rökfærslu hjá öðrum en nálega æfinlega ]ægar þér takið yður penna í hönd veður alt á súð- um, gýfuryrði koma í staðinn fyrir

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.