Lögberg - 24.02.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 24.02.1927, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIM.TUDAGINN 24. FEBRÚAR 1927. Silfurlax-torfurnar. Eftir REX ÉEACH. “Og bjarga mönnum, sem komnir eru að því að drukna,” svaraði Emerson, sem var ekki enn búinn að gjöra sér grein fyrir, hvort honum var vel eða illa við stúlkuna. Hann var farinn að kynnast viðfangsefnum norðurhéraðanna og vissi, að aðeins þeir hæfustu báru sigur út být- um þar, og fann til þess, að hann sjálfur hafði ekki farið neina sigurför. En hin rólega ein- beittni þessarar ungu stúlku vakti ósjálfrátt andúð hjá hnnum sjálfum. Það virtist eins og hún væri að bera sigur úr býtum, þar sem hann hafði beðið ósigur, og fanst honum að það vera alt öðru vísi, en það ætti að vera. Og svo var siðvenjan, sem í félagslífinu er svo ómissandi, og menn læra sjaldan að meta fyr en hún eða þær eru tapaðar, 0g sem þessi stúika skeytti að engu. Emerson setti aftur hljóðan, svo að orð varð ekki úr honum dregið, og mátti ráða af auga- ráði hans 0g svip, að hugur hans var langt í burtu og að hann vissi ekki minstu vitund hvað fram fór í kring um hann. Fraser sá á svip Malotte, að henni líkaði það stórilla, en til þess að reyna að bæta úr fyrir félaga sínum, mælti hann: “Þú mátt ekki láta þér mislíka við hann. Hann getur ekki að þessu gjört, og þunglyndið sækir.á hann þannig meir en helminginn af tímanum. Eg var einu sinni kvaddur til þess að gæta manns, nóttina áður en hann var hengdur, og eg man það svo vel, að hann sat alla nóttina í þessum sömu stell- ingum.” Malotte ypti öxlum og leit til Frasers, eins og hún vildi sftyrja einhvers. En hann hélt skýringu sinni áfram og sagði: • / ‘En um þetta er ekki ávalt hægt að dæma, því þegar að hann bróðir minn gifti sig, þá bar hann sig líka alveg svona að.” Eftir að Fraser hafði látið dæluna ganga í nálega klukkustund án þess að Emerson gæfi þar orð í, fór Malotte að þreytast á á sögum þeim og skrítlum, er Fraser var að segja af sjálfum sér, svo hún settist við píanóið og fór að blaða þar í nótnabókum. Eftir litla stundspurði hún: “Viljið þið, að eg leiki dálítið á hljóðfærið?” og var þeirri spurningu sérstaklega beint að Emerson, þó Fraser yrði til þess að svara: “Eg er sólginn í hljóðfæraslátt.” Hún lét svar Frasers sem vind um eyru þjóta, en leit um ölx sér til Emersons og sagði: “Hvaða tegund af músík fellur þér bezt?” “Uppáhaldsálmurinn minn er ‘Maple Leaf Rag’,” svaraði Fraser, sem aftur varð fyrri til svars, og bætti við: “Láttu það bara flakka, prófessor góður. ” Stúlkan, sem fullu nafni hdt Cherry Malotte, hagræddi. sér á stólnum og lék nokkur af þessum “ra.gtime” lögum, þrátt fyrir það, þó henni. fyndist, að Emerson hreyfa sig óþolinmóðlega, eins og lögin, sem hún var að leika, hefðu ó- þægileg áhrif á hann; -en þegar hún hafði lokið við síðasta lagið og.sneri sér frá hljóðfærinu, þá var hann fallinn í sama lognhettu mókið 0g áður. ' “Þetta var þó sveimér gott,” sagði Fra.ser. “Viltu ekki leika þann kafjann, sem minnir á freySnndi sódavatn og fjörgandi veigar. Mér þvkir sannarlega gaman að þessu Negra- glamri”. Og af þvi að Cherry Malotte (Cherry var skímarnafn þessarar einkenúilegu stúlku) fann, að Fraser var full alvara, þá lék hún hvert lagið eftir annað, og Fraser stappaði fótunum í gólfið, og við og við stalst hún til þess að líta á hinn gestinn. Hún var að leika part af einu þessu lagi, þar sem nótumariog hljómfallið var dregið saman í einn hringlanda, þegar Boyd tók alt í einu til máls og sagði: “Vilt þú gjöra svo vel og hætta að leika á hljóðfærið?” Hún skildi undir eins hvað hann meinti, og vissi, að minsta kosti annar af gestum hennar kunni að meta hljómlistina, og hún breytti alt í einu um músíkina og fór að leika fjöraga, ung- verska dansleiki, valdþrangin lög eftir Wag- ner, og eftir því sem hún lék lengur, því vissari varð hún um, að töfraafl tónanna hefði hrifið þann yngri af gestum hennar, Emerson, á vald sitt, og þó undarlegt rnegi virðast, þá var Fraser líka kominn undir töfraafl hljómlistarinnar, því bann var steinþagnaður, sat að eins og hlust- aði. Eftir nokkra stund fór Cherry að svngja meira af innri hvöt, en nokkru öðru, og eftir að syngja nokkur falleg lög, datt hún ofan á hið gulllallega lag eftir Bartlett: “Draumurinn”, sem hún hafði kunnað í æsku og aldrei getað gteymt. Hún heyrði, að^Emerson stóð á fætur og vissi að hann stóð fyrir aftan hana. “Skyldi bann geta srungið ? ” Hún þurfti ekki að bíða lengi eftir svari, þvj.hann tók undir með henni, og það svall hita-alda um sál hennar,. eftir því sem hann lagði meiri fegurð og líf í hið fagra og viðkvæma lag. Söngur hans var frjáls sem loftblærinn, og röddin og hljómsveiflumar eins fullkomin og hjá meisturunum sjálfum, og blönduðust raddir þeirra einkar vel. Cherry Malotte fann í fyrsta sinn til per- sónuáhrifa þessa manns, þar sem hann stóð við hlið henniar eg hafði kastað þunglyndishjúp þeim, sem yfir honum hafði hvílt, eins og hann í raun og veru var. Þegar lagið var á enda, • sneri Cherry sér við. Hún var kafrjóð í and- liti og það lék bros á vörum hennar; og er hún leit á Emerson, varð hún forviða á breytingum þeim, sem hann hafði tekið. Fjörið og eldurinn glampaði í augum hans, en um varir hans lék bros, svo að í snjóhvítar tennurnar sást og á milli þeirra virtist stemning, sem samsöngur- inn hafði komið þeim í. “Þakka þér fyrir,” mælti Cherry á hálfum hljóðum. “Eg þakka þér,” mælti Emerson og bætti við, “þetta er í fyrsta sinni nú í langa tíð, sem eg hefi gettað komið mér að því að syngja lag. Mig langaði eftir músík. Eg hefi setið í kofan- um mínum á kveldin og kvalist af að heyra hana ekki. Eg hefi staðið úti í norðurhéruðum Can- ada, þar sem norðurljósin hafa leikið yfir höfði mér, til þess að hlusta eftir hljóðfalli því, sem ætti að vera þeim samferða. Heldur þú ekki, að þau eigi einhvers staðar endurhljóm?” “ Jú, það held eg,” mælti Cherry lágt “Þau hljóta að eiga sér endurhljóm einhvers staðar, þau eru svo dásamleg, of stórkostlega fögur, til þess að yfir þeim ríki eilíf þögn.” “Eg hefi staðið í skugga trjánna, og reynt að syngja ánægjuna aftur inn í sál mína, en ekki getað. Þe^ta er sá eini smekkur, sem eg hefi haft af reglulegri músík á þremur árum.” Það var nokkur ákafi í röddinni og hannjbar ótt á, og augun björmuðu af ánægju. Cherry harfði haldið, á meðan að þau sátu að borði, að augnaráðið væri of hvast og hart til þess að við- kvæmni gæti lýst sér í þeim. En nú sá hún, að viðkvæmnin gat speglast í djúpi þeirra. “Eg hefi gengið um með hárgreiðu og bréf- snepil, eins og drenghnokki, og einu sinni bjó eg mér til “banjo” úr vindlákössum og jámvír, og þegar eg var í Kangaork, gekk eg tíu mílur til þess að heyra Negra leika á harmoniku. Eg reyndi alt, sem eg gat, til þess að fá sönghneigt fólk til þess að koma norður, en það sinti því engu, svaraði einu sinni ekki.” Hiann settist niður við hliðina á stúlkunni og hélt áfram að tala um músík með ákafa. Drung- inn og þögnin, sem yfir honum var áður, var horfið með öllu, én í stað þess komið fjörugt og samúðarríkt samtal, sem uppörfaði Cherry og dró hana að honum. Hið ómótstæðilega afl, sem persónu manns- ins fylgdi, dró hana að sér, gegn vilja hennar, og hin eðlilega samhygð hennar greip hugsanir hans og greiddi úr hálfskýrðum hugmynjjum. Hinar skýru og skörpu athugasemdir hennar, vöktu bergmál æsku endurminninganna í sál hans, og áður en varði voru þau farin að hnipp- ast á í orðum og hlæja eins og unglingum, sem þekst hafa lengi, er tamt. Eftir því, sem þau kyntust betur, þá var eins og hið karlmannlega viðmót, er Cherry beitti, hyrfi, en í stað þess kom hið kvenlega og viðkvæma í ljós, sem þessi skarpa og aðlaðandi stúlka átti yfir að ráða. Fraser, sem setið hafði þegjandi og hlust- andi á breytingu þá, sem komið hafði yfir félaga hans, gat ekki þolað þá prísund til lengdar, að mega ekki láta meiningu sína í ljós, svo hann fór að gefa orð í samtalið, er auðvitað var í á- takanlegu ósamræmi við tal hinna. En hann lét það ekki á sig fá, heldur hélt því áfram og knúði þau til að taka sig til greina, sem þau gerðu með sameiginlegu brosi. : En þegar Fraser var einu sinni farinn að fcala, lét hann dæluna ganga, án þess að öðrum gæfist mikið tækifæri til þess að taka þátt í því. Emerson var aftur orðinn hljóður; hafði tekið tímarit, er lá þar á borði, blaðaði í því og hlustaði á Fraser. Húsmóðirin bafði varla aug- un af Eemerson 0g var að hugsa um það með sjálfri sér, að honum færi sannarlega mikið bet- ur gleðin og léttlyndið, heldur en þunglyndis- fargið. Alt í einu tók hún eftir því að brosið, sem leikið hafði um varir hans, var horfið, og að andlitssvipurinn var orðinn fölur og harður. I Hann hélt opnu ritinu og horfði á eina blaðsíð- una, ýmist fölur í andliti eða rjóður. Hann leit til Cherry án þess að gefa nokk- urn gaum að Fraser, og spurði í köldum og hörðum málrómi: “Ert þú búin að lesa þetta rit?” “Ekki alveg,” svaraði Cherry. “Það kom með síðasta pósti.” \ “Eg vildi gjarnan eiga eitt blað úr bví. Má eg það?” ' “Já, sannarlega máttu það,” svaraði hún. “Þú mátt eiga það alt, ef þú vilt.” Eiúerson tók hníf upp úr vasa sínum, og skar með honum eitt blað úr ritinu. sem hann braut saman og setti í brjóstvasa sinn. “Eg þakka fyrir,” mælti hann og féll svo í sömu þunglyndishugsanimar og hann áður hafði verið í. Hann starði fram undln sér, og vissi ekkert hvað fram fór í kringumraann. Þessi snögga breyting, sem á honum varð, gerði Cherry ergilega í skapi, ekki sízt eftir að hafa séð hinar aðgengilegu hliðar mannsins, og það var ekki laust við, að hún fyriryrði sig fyr- ir að hafa látið þetta stundarhlé, sem varð á þunglyndi hans, hafa áhrif á sjálfa sig, og vera svo alt í einu svift því að njóta ánægju þeirrar, er hið eðlilega ástand mannsins veitti. En þó slíkt væri ríkt í huga hennar, þá var annað, sem var enn ríkara, og það var að vita ástæðuna fyrir þessari breytingu. Hann gjörði sér samt ekkert far um að skýra það, og tók ekki meiri þátt í samtalinu fyr en hann leit á klukkuna og sá, hvað framorðið var. Þá_stóð hann á fætur og þakkaði henni fyrir veitingarnar, á sama kaldbanalega og skeytingarlausa háttinn og hann var vanur að fvlgja. - “Hljóðfæraslátturinn 0g söngurinn var mér óvænt ánægja,” sagði hann án þess að lrta á óvænt. “Það var ógleymanleg skemtun. Gróðar nætur.” Það var tilfinning, sem hreyfði sér í hug 0g hjarta Cherry Malotte, sem henni var ekki geð- feld. Hún sór og sárt við lagði, gð sér líkaði ekki við karlmenn, sem ekki vildu líta á sig, 0g hún gat ekki munað eftir neinum öðrum ep Em- erson, sem ekki vildu gjöna það. Það 'hafði miklu fremur verið viðfangsefni heryiar, að verjast ákefð þeirra hingað ‘til, og hún ásetti sér að sjá um, að Emerson skyldi ekki kasta svo kaldri kveðju á hana um það leyti, að þau skildu. Hún taldi sjálfri sér trú um, að hann væri síngjarn, þóttafullur sjálfbirgingur, sem þyrfti að tuska dálítið til og kenna góða siði, hans sjálfs vegna. En henni gat ekki dottið í hug á þeirri stundu, að forvitni og afbrýðissemi ætti neinn þátt í hugarástandi hennar. Hún hataði forvitni, og taldi sér trú um ,að þessi ó- kunni maður kæmi sér ekkert við, að öðru leyti en því, að honum ætti >að vera bent á það, að hann gengi í vegi ókurteysinnar, og að hans sjálfs vegna ætti hann að sjá að sér. Og það var vegna þeirrar umhyggju Cherry, að hún gekk að borðinu, eftir að karlmennirnir báðir voru farnir út úr herberginu, tók upp ritið, leit- aði óþolinmóðlega í því, unz hún fann staðinn, þar sem blaðið var skorið í burtu. 1 þeim kafla ritsins, sem blSðið var skorið úr, voru myndir af na'fnkunnum Bandaríkja konum. Svo það var þá mynd af konu, sem hann var að seilast eftir! Hún fletti ritinu fram og aftur, til þess að leita að einhverjum upplýsingum um mvnd þá, sem Emesron hafði tekið, en árangurslaust. Það v>ar ekkert lesmál með þessum myndum í ritinu,, sem voru af nafnkunnum leikkonum og meyjum, sem orð höfðu getið sér fyrir fríðleik og þátttöku í mannfélagsmálum. Nöfnin fylgdu myndunum að eins og kannaðist hún ekki við nema fáar af þeim. Þarna rétt í miðjunni á þeim parti ritsins, er myndiraar geymdi, var auða rúmið. Hún reyndi að muna eftir myndinni, sem þar hafði verið, en það var árangurslaust, því hún hafði litið lauslega yfir ritið, þegar það kom, og ekki dottið í hug að líta eftir myndunum. En gremj- an út af því, að geta ekki munað eftir þessari sérstöku mynd, kom henni til þess að kannast við, að það væri mesta heimska, að vera að gjöra sér nokkra rellu út af henni. Hvað gjörir það svo sem til?” spurði hún með sjálfri sér. “Hann elskar einhverja af þessum dömum, sem allir dást að. Hvað varð- ar mig um það, hvernig að hún lítur út?” Hún ypti öxlum kæruleysislega. Svo tekur hún ritið og þeytir því af öllú afli út í hom á herberginu, eins og hún væri fjúkandi reið. Ferðamennirnir sváfu lengi fram eftir næsta morgun, því þeir voru ferðlúnir,, og svo var svefnklefinn áfastur við aðal bygginguna. og það var dimt í honum. Þegar þeir komu á fæt- ur, sáu þeir Chakawana í búðinni, og fáum mínútum síðar var kallað á þá til morgun- verðar. “Iívar er húsmóðirm?” spurði Emerson, þegar að hann sá Cherry hvergi. “Fór að vitja sjúks bróður míns,” svaraði Tndíánakonan. “Hún er alt af hjúkra og lækna Indíánabörnin,” hélt Chakawana áfram — “alt af að gefa, gefa, gefa. Indíánunum þvkir ó- segjanlega vænt um hana.” “Hún er nokkurs konar verndarengill þessa flökkulýðs,” mælti Fraser. “Líður hún þeim að verzla í biíðinni?” spurði Emerson og benti á búðina hennar. “ Já, sannarl<*ga, og þar kaupa þeir á ódýrara verði en allir aðrir. Indíánarnir eiga enga peninga, samt........” Alt í einu áttaði hún sig, leit til þeirra alvarlega og spurði: “Hví spyrjið þið að þessu?” “Ekki af neinni sérstakri ástæðu,” svöruðu l>eir. “Hví spyrjið þið?” spurði Indíánastúlkan aftur með þjósti allmiklum. “Kannske að þið séuð spæjarar frá félagiriu. Eruð þið það?” Æmerson fór að hlæjia, en hún lét sér ekkert segjast við það, 'heldur gerði sér upp gæluróm, sem henni fór ekki illa, og mælti: “Hún verzl- ar ekki' við Aleutlndíánana; Chakawana var <að ljúga. ” Hún er hrædd um, að við segjum þessum Marsh frá þessu,” iúælti Fraser. Þegar nafn Marsh var nefnt, var eins og eldi lysti niður í sál Chakawana. Hún færði sig >að borðinu, lagðist fram á það og spurði: “Þekkið þið Willis Marsh?” og í andlits- svip hennaiHýstif sér ótti, forvitni og grimd. rr-,gatf....þ ,g wSe-err évansE gö n II )pe “Hvað heldurðu að við séum?” spurði Fraser um leið og hann ýtti stólnum frá borð- inu og .bætti við: ‘ ‘ Eg ætla að biðja þig að líta ekki á mig með þessum augum, svona rétt aður en eg á að fara að drekka kaffið.” “Þið hafið máske þekt hann í San Franc- isco?” mælti stúlkan. “Nei, við höfum aldrei heyrt hans getið fyr- en hér í gærkveldi.” sagði Fraser. ^ “Eg býst við, að þið séuð báðir lygarar! ” sagði Chakawana og lék illkvittnisbros um var- ir henni. “Nei, við höfum aldrei þekt hann,” svaraði Emerson. “Því eruð þið þá að tala um hann?” “Ungfrú Cherrv\sagði okkur frá honum í gærkveldi. ’ ’ ‘Nú!” “Hvernig lítur hann annars út, þessi ná- ungi?” spurði Fraser. “Hann er stór og myndarlegur maður,” svaraði'Chakawana. “Laglegur feitur maður, með eldrautt hár.” “Hann er feitur, með eldrautt hár,” endur- tók Fraser. “Hann hlýtur að vera eftirminni- legur náungi. ’ ’ “Já,” svaraði stúlkan dreymandi. “Er hann kvongaður?” “Það veit eg ekki. Það getur verið að hann ljúgi. Hann á máske konu. Það má vel veta, að hann sé giftur. ” “Karlmennirnir eiga ekki upp á pallborðið hjá þessiari stúlku. Hún heldur að þeir séu allir hestaþjófar, eða eitthvað enn þá verra,” mælti Fraser. “Ilún heldur að við séum allir lyg- arar. ” Eftir litla þögn tók Chakawana aftur til máLs og sagði: ‘ ‘ Hvert farið þið héðan ? ’ ’ “Til Bandarkjanna,” mælti Emerson. “Þá sjáið þið Willis Marsh. Hann á þar heiroa. Þið talið máske við hann.” “Það fer ef til vill mikið fyrir þessum Wil- lis Marsh í Kjalvík, en eg held að hann taki ekki svo mikið rúm upp í Bandaríkjunum, að maður geti ekki farið fram hjá honum ])ar,” mælti Em- erson brosandi, svó bætti bann við: “Það getur verið, að við mætum honum þar. Það getur svo sem vel verið, að við sjáum hann, 0g hvað gjör- ir þ$ð svo sem til?” EF ÞÉR EIGIÐ VINII GAMLA LANDINU sem þér viljið hjálpa til þessa lands, þá komið og talið við oss. Vér gerum allar frekari ráðstafanir. Farbréfaskrifstofa: ALLOWAY & CHAMPION, 667 Main Street “ 26 861 Umboð fyrir öll Eimskipafélög. CANADIAN NATIONAL FÁRBRÉF til og frá Allra Staða * 1 HEIMI POSTULIN GEFINS íhverjum pakka .... HALDIÐ YÐUR VEL Kalt veður og hörð vinna reyn- ir mjög á kraftana, jafnvel þótt um sterka menn sé að ræða.. Hollur morgunmatur úr ROBIN HOOD Rapid Oats, er yður hin mesta hjálp til að halda við heilsu og kröftum, þrátt fyrir vont veður. Hví vér gefur fallega muni í kaupbætir. 1 stað þess að eyða stór- fé í auglýsingar, gefum vér fallega ihluti þúr postulíni með hverjum pakka. Vér vitum þér munið segja vinum yð- ar og nágrönnum frá því og það er bezta auglýsingin. Spyrjið kaupmanninn. ROBIN HuÖD Rapid Oats “Þú segir honum frá mér,” mælti Chaka- wana. “Ja( nei, nei, vissulega ekki. ” ‘ ‘ Ef eg sé bann, þá skal eg bera honum kveðju þína,” greip Fraser fram í. Okaökawana fölnaði sýnilega í framan, og svaraði áköf: “Nei, nei! Willis Marsh er slæm- ur maður. Þú mátt ekki bera lionum kveðju frá mér, þó eg sé að eins Indíána stúlka. Þú mátt það ekki.” WOODROW WILSON. (Frtamli. frá bls. 3) Allir vita, að þessi hugmynd, um einhverja sameiningu og samvinnu kýnkvísla og þjóða, er æfa gömul. Rómverjar gerðu tilraun til þess að leggja undir sig alla jörðina — eða það af jörðinni, seip þeir vissu um, höfðu sagnir af. Sú tilraun varð til þess, að hin rómversku lög voru flutt víða um lönd, með landnemum og æfintýrainönnum. Prestarair rriyndu að sameina marga þjóðflokka, sem varð til þess, að stofna liina voldugu kirkjudeild Gregory páfa VII. og eftirmanna lians. Þótt engar af þeim tilraunum, sem enn hafa verið gerðar, hafi he|)nast, ])á hefir það gert menn frjálsari í dómum, umhurðarlyndari við aðrar þjóðir, þrátt fyrir stíð og styrjaldir, sem því hlaut að fylgja, þegar fjarlægum kynkvísl- um sló sainan. Stjórnarformaður Breta sagði nú fyrir stuttu. að London væri eins og mið- punktur í ákaflega stórum köngulóarvef. Illa hugsuð ræða vestur í Saskatchewan eða aust- ur í Patagoniu hreyfir alla þræðina. Þessi samlíking er eftirtektaverð, sýnir, í hve nánu sambandi allir jarðarbúar eru nú. Frá því að fyrstu foraaldarmenn höfðu nægilega sjálfstæða liugsun til þess að skygnast til veðurs og leita frétta, hafa mennirnir ætíð, á öllum öldum, verið að gera tilraun til þess a,ð skilja hverjir aðra. Mörg kærleiksverk og feg- urstu æfintýra sögur hafa samtvinnast þeim tilraunum. — Að læra að gera sjálfan sig skilj- anlegan, er leyndardómur einstaklinga og þjóða —leyndardómur tilyerunnar. — Frelsisriddar- ar Bandaríkjanna eiga mörg þörf spór, margar glaðar stundir, í þessum æfintýraferðum mann- anna, á síðastliðnum hundrað og fimtín árum.— Woodrow Wilson varði mestöllu ltfi sínu til þess að hjálpa mönnum—hjálpa þjóðunum til þess að skilja hver aðra, — skilja hver annars sorgir og baráttu, vonir og vitranir. Þegar mannkvnið hefir náð þeim þroska, að lifa í sátt og samvinnu, í einhverju alþjócfa, sambandi, þá verður minning Woodrow IVilsons vegsömuð, «■ og nafn hans blessað af miljónum komandi alda. — • Ef einhver, sem lesið hefir þessar hugleið- ingar um Woodrow Wilson, fvndi löngun hjá •sér til þess að kynnast honum frekar, þá er það létt verk og ánægjulegt. Eru hér tilnefndar nokkrar af þeim bókum, sem notaðar hafa verið : “lÆfisaga Woodrow Wilson”—W. A. White. “The New Freedom”—Woodrów Wilson. “The Peace Conferenöe Day by Day—Charles T. Thortípson. “Woodrow Wilson, as I Know Him”—Joseph P. Tumulty. “The Passing of Woodrow Wilson”—Eugene V. Brewster. Allar þessar bækur,' sem hér eru taldar, eru bæði fróðlegar og skemtilegar. T

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.